Náttúruminjar eru sameign íslensku þjóðarinnar.

 

Það vatnar fljótt undan þessari ríkisstjórn.  Ég ætlaði að gefa þeim sjens úr því sem komið var, rétt eins og síðustu ríkisstjórn.  Þessi er því miður alveg í sama farinu og sú sem hrökklaðist frá í síðustu kosningum, sama ráðaleysið, sami óviljin til að taka á rétti almennings.  Og rétt eins og ríkisstjórn Jóhönnu eru skipaðar nefndir til að gera þetta og hitt, sem setur málin á dreyf og gefur ráðamönnum tíma í ráðaleysi sínu.

Það vakti athygli mína þegar innanríkisráðherra sagði að það væri ekki hægt að stöðva útburð fólks af heimilum sínum, því það stangaðist á við stjórnarskrána, hvar hún fann það út veit ég ekki.  En hún ætti ef til vill að leita lengra því þar er kveðið á um rétt manna til að mótmæla aðgerðum yfirvalda.

Þar stendur til dæmis:

Vernd mannréttinda.
    Stjórnvöldum ber ætíð að vernda almenning gegn mannréttindabrotum, hvort heldur sem brotin eru af völdum handhafa ríkisvalds eða annarra.
    Mannréttindi tryggð með stjórnarskrá þessari má því aðeins skerða að það sé gert með lagaheimild í þágu almannahagsmuna eða til verndar réttindum annarra svo sem samræmist lýðræðishefðum. Gæta skal meðalhófs og þess að ekki sé með takmörkuninni vegið að kjarna þeirra réttinda sem um ræðir. Réttindi skv. 7. gr., 1. málsl. 8. gr., 27. gr., 2. og 3. mgr. 28. gr., 29. gr. og 30. gr. má þó aldrei skerða á grundvelli þessa ákvæðis.

Og svo hér:

 

21. gr.
Fundafrelsi.

    Öllum skal tryggður réttur til að safnast saman án sérstaks leyfis, svo sem til fundarhalda og mótmæla.

 

33. gr.
Náttúra Íslands og umhverfi.

    Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Í því felst að fjölbreytni lands og lífríkis sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum.
    Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru.
    Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og gildi náttúrunnar og hagsmunir komandi kynslóða séu virt.
    Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.

Að lokum.

34. gr.
Náttúruauðlindir.

    Auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
    Til þjóðareignar skv. 1. mgr. teljast nytjastofnar og aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu utan netlaga, vatn og önnur þau náttúrugæði sem ekki eru háð einkaeignarrétti, svo sem vatnsafl, jarðhiti og jarðefni í þjóðlendum. Í eignarlöndum takmarkast réttur eigenda til auðlinda undir yfirborði jarðar við venjulega hagnýtingu fasteignar.
    Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.
    Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda, sem og annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignar eða óafturkallanlegs forræðis.

35. gr.
Upplýsingar um umhverfi og málsaðild.

    Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun.
    Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa umtalsverð áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila.
    Við töku ákvarðana um náttúru Íslands og umhverfi skulu stjórnvöld byggja á meginreglum umhverfisréttar.

Að segja að almenningur hafi ekki lögvarða hagsmuni að gæta er bara rugl.  Fólki sem þykir vænt um landið sitt og vill vernda það er í fullum rétti samkvæmt stjórnarskrá til að verja náttúruminjar, gegn auðvaldi og peningahyggju, því það er allt sem þetta snýst um og ekkert annað. 
c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981

 

 

 


mbl.is Ómar: „Ég bara sat áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefði verið sniðugur leikur að vitna í og nota núverandi stjórnarskrá en ekki tillögur stjórnlagaráðs sem ekki urðu að neinu og hafa ekkert gildi.

Ufsi (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 14:58

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/lagas/142/1979010.2c3.html&leito=vernd\0vernd\0vernda\0verndanna\0verndar\0verndarinnar\0verndin\0verndina\0verndinni\0verndir\0verndirnar\0verndum\0verndunum\0mannréttinda\0mannréttinda\0mannréttindanna\0mannréttindi\0mannréttindin\0mannréttindinu\0mannréttindis\0mannréttindisins\0mannréttindið\0mannréttindum\0mannréttindunum#word1

21. gr. Rétt skal mönnum að koma saman með friðsömum hætti. Eigi skal réttur þessi öðrum takmörkunum háður en þeim sem settar eru í samræmi við lög og nauðsynlegar eru í lýðfrjálsu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða öryggis almennings.

Óskar Guðmundsson, 21.10.2013 kl. 15:32

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Lögregla tilkynnti ÁÐUR en aðgerðir hófust að þeir sem ekki færu að tilmælum (tilmælum lögreglu) væru, með framferði sínu, að gerast brotlegir við landslög og yrði tekið á sem slíkum, þ.e.a.s. fólk hefur rétt til að mótmæla en ekki rétt til að brjóta lög.

Óskar Guðmundsson, 21.10.2013 kl. 15:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ufsi ég viðurkenni að mér urðu á mistök, ætlaði að vitna í okkar núverandi stjórnarskrá, þar segir:

12. gr.

     74. gr. verður svohljóðandi:
     Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.
     Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.

     Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.

Það má líka segia að hraunvinir séu félag, sem stofnað er utan um verndun Gálgahrauns.

Að mínu mati þurfti lögreglan að sýna fram á að fólk væri brotlegt við landslög, þar sem enginn dómur hefur fallið um lögmæti aðgerða.  Hvaða lög voru þau að brjóta?

21. grein hljóðar svona hjá mér: 21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.

Viltu svo ekki benda mér á hvar þesar aðgerðir Hraunvina eru hættulegar þjóðaröryggi og öryggi almennings?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2013 kl. 17:20

5 identicon

Hraunavinir eru einnig almenningur og að fara ekki að tilmælum Lögreglu og yfirgefa afmarkað hættulegt vinnusvæði eru lögbrot. Hraunavinum er ekki heimilt að hundsa tilmæli Lögreglu og Hraunavinum er ekki heimilt að ógna eigin öryggi og jafnvel starfsmanna á svæðinu. Enda Ísland ekki svo smátt að ekki sé hægt að finna öruggari stað til að mótmæla á. En þegar tilgangurinn er að valda skaða og skapa hættu þá haga menn sér eins og Hraunavinir og eru eðlilega handteknir.

Ufsi (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 17:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Uni ef lögreglan getur ekki sýnt fram á að það þjóni almannaöryggi eða öryggi almennings að fjarlægja mótmælendur af svæðinu, þá eru þeir einfaldlega ekki í rétti samkvæmt stjórnarskránni.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2013 kl. 19:20

7 identicon

Það þjónar almannaöryggi eða öryggi almennings að fjarlægja mótmælendur af svæðinu vegna þess að mótmælendur eru almenningur og þeir voru á hættusvæði og neituðu að yfirgefa það.

Ufsi (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 21:28

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rugl. Þetta segir í stjórnarská Íslands. Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.

Voru einhverjar óspektir? Var eitthvað uggvænlegt að gerast? Stjórnarskráin er æðst allra laga á Íslandi, og þó einhver lög um lögregluna séu til og ef þær stangast á við stjórnarskrána, þá blífur stjórnarskrá landsins, punktur og basta.  Menn ættu reyndar að bera meiri virðingu fyrir okkar stjórnarskrá en nú er gert, því hún virðist vera túlkuð út og suður eftir behag stjórnvalda, það stóð aldrei til, hún var samin til verndar almenningi þessa lands, og til að vernda hann gegn yfirgangi valdsins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2013 kl. 22:20

9 identicon

Exactly what a fantastic blog. I have found this website extremely intriguing due to the fact We've got essentially the most study info

Qassim University

creation (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 22:48

10 identicon

"... ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir" Það þurfa ekki að vera óspektir aðeins útlit fyrir óspektir.

Og svo eru það óspektir að ryðjast inn á afmarkað bannsvæði og leggja sjálfa sig og aðra í hættu.

Auk þess sem enginn bannaði mannfundinn en þeim var bannaður aðgangur að vinnusvæðinu. Það segir hvergi í stjórnarskránni að mannfundir hafi rétt á að ryðjast inn hvar sem þeim þóknast.

Þú ert mjög dugleg við það að túlka stjórnarskrána út og suður frekar en að lesa og skilja það sem þar stendur. Ertu nýbúi með takmarkaða Íslenskukunnáttu?

Ufsi (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 00:43

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Thank you for visiting this blog Creation. 

Ufsi strangt til tekið þá var enginn hætta af mótmælendum, eina hættan var að tækin skurðgröfur og ýtur myndu slasa fólkið, því átti að fjarlægja tækin en ekki fólkið. 

Löggan getur ekki varið að þeir hafi verið að gæta almanna hagsmuna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2013 kl. 10:21

12 identicon

Ein hættan var að tækin skurðgröfur og ýtur sem voru á sínu svæði í fullum rétti myndu slasa fólkið sem fór í óleyfi inn á hættulegt vinnusvæði. Lögreglan var að hafa vit fyrir fólki sem var að setja sig í hættu. Lögreglunni ber að gæta hagsmuna fólks jafnvel þó það sjálft setji sig í hættu.

Hvað heldur þú að mundi ske ef þú tækir þér spjald í hönd og færir að hlaupa upp og niður út og suður Miklubrautina mótmælandi nagladekkjum? Heldur þú að lögreglan eigi að vísa bílunum burtu svo þú getir mótmælt í friði? Heldur þú virkilega að þegar þú ert komin með spjald í hönd þá sért þú stikkfrí og getir hagað þér eins og þér sýnist?

Ufsi (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 12:16

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara alls ekki sambærilegt Ufsi.  Það er beðið niðurstöðu dóms um hvort hraunavinir eigi rétt á að mótmæla eða ekki, hefði nú ekki verið nær að bíða eftir þeirri niðurstöðu áður en slíkri valdníðslu var beitt? Hefði það ekki verið meira í anda lýðræðisríkis að verktakar hefðu verið beðnir um að bíða með óafturkræfa eyðileggingu?  Viltu svara þessu?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2013 kl. 12:58

14 identicon

Hraunavinir eiga rétt á að mótmæla og þurfa engan dóm til þess. Það hefur enginn dregið það í efa að það er þeirra réttur. Hraunavinir hafa ekki rétt til að fara inn á hættulegt vinnusvæði, hlaupa um Miklubrautina eða leggja sig á flugbraut. Hraunavinum, eins og öllum öðrum, er frjálst að mótmæla svo lengi sem þeir leggja hvorki sig né aðra í hættu.

Hraunavinir eru að reyna að stöðva vegalagningu með kærum eftir að aðrar kærur og niðurstöður frá dómstólum, ríki og bæ hafa ekki verið eins og þeir vildu. Verktakar biðu en hraunavinir töpuðu málinu og áfrýja nú til hæstaréttar. Þeir eru þegar farnir að nefna áfrýjun til Evrópudómstóls. Og ef þeir tapa þessu máli kemur bara ný kæra og krafan um að beðið sé niðurstöðu dómstóla. Það er ekki í anda lýðræðisríkis að fámennur hópur fái með lögbrotum og kærum að stöðva framkvæmdir sem meirihlutinn virðist sáttur um.

Ufsi (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 15:51

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki komin niðurstaða frá hæstarétti um réttmæti aðgerðanna.   Vonandi áfrýja þeir ef niðurstaðan verður neikvæð.  Það á ekki að leyfa þessa valdníðslu stjórnvalda, með því að beita lögreglunni fyrir sig án leyfis, eða útskýringa.  Bara til að verja vítaverðar gjörðir bæjarstjórnar Garðabæjar, þegar þeir lofuðu auðmönnum að gera fyrir þá hverfi við þjóðveginn, Prýðishverfi held ég að það hafi veriðp kallað.  Og það þegar þeir sjálfir voru búnir að undirrita friðun á Gálgahrauni 2009. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2013 kl. 21:45

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert ef til vill einn af þessum auðmönnum sem átt von á lóð þarna hvað veit ég, ekki kemur þú fram undir nafni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2013 kl. 21:45

17 identicon

Það er ekki komin niðurstaða frá hæstarétti um réttmæti aðgerðanna enda er sú kæra ekki hjá hæstarétti og enginn hefur kært réttmæti aðgerðanna. Gálgahraun er friðað en þetta er ekki Gálgahraun og þessi vegur hefur verið á aðalskipulagi síðan 1995.

Þú veist greinilega ekkert um þetta mál og vilt ekkert vita sem gæti haft áhrif á skoðun þína. Skoðun sem byggir á algerri fáfræði og þekkingarleysi.

Ufsi (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 00:27

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

http://www.piratar.is/2013/10/yfirlysing-vegna-galgahrauns-og-gardahrauns/

Það er alveg óþarfi að tala niður til mín Ufsi.  Ég get bæði lesið og fylgst með umræðu, og ef þér finnst ég óbilgjörn þá má hreint alveg segja það sama um þig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2013 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband