Jæja

Þá er það hin hliðin á stóra klámmálinu.

Ég hef haldið mig til hés í þessu máli.  Minnir mig óþægilega á aðra æsingaherferð sem var að vísu á allt öðrum forsendum en múgæsing samt.

Ég óttast þessar múgæsingar, fólk hrífst með einhverju og bylgjan fer af stað.  Menn æsa hvern annan upp og það er erfitt að standa gegn flóðbylgjunni.  Þegar svo æsingurinn rennur af fólki þá óttast ég í þessu tilfelli  að hér hafi menn unnið orustuna en tapað stríðinu. 

Vonandi er það rangt mat hjá mér.  En einhvernveginn býður mér í grun að hér hafi verið farið offari og við eigum eftir að sjá ýmiskonar eftirfylgni af þessu máli. 

Hér meðfylgjandi er til dæmis ein hliðin.  Önnur er áróður klámkónganna sem byrjaður er um hvaladráp og mun sömu aðferðum verða beitt þar og við sáum hér.  Það er víst.

Við ættum alltaf að skoða endinn í upphafi og gera okkur grein fyrir hvaða beygju leikurinn getur tekið.  Sú beygja getur tekið óvænta stefnu, sem enginn sér fyrir.

En við skulum vona að ég sé bara að sjá ofsjónum og þetta verði allt í gúddý.  En samt...............


mbl.is Klámframleiðendur ætla að leita lögfræðiaðstoðar vegna fjárhagslegs tjóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og svo sýna þeir klámmyndirnar á hótelinu. Sumsé afrakstur bannaða fólksins

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nákvæmlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2007 kl. 21:07

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég dauðskammast mín bæði fyrir þjóð og þing í þessu máli. Þvílíkt yfirdrep, hræsni og hystería.  Ég verð sjaldan kjaftstopp en nú er mér algerlega um og ó.  Vona að liðið kæri, því þau munu vinna slíkt mál. Hér eru bæpi lög, stjórnarskrá og mannréttindi sniðgengin.  Það skal þó ekki misskiljast að ég sé að mæla klámiðnaðinum bót.  Hér er um algert prinsippmál að ræða. Best að segja stopp áður en maður segir eitthvað óvandað....

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2007 kl. 02:48

4 identicon

Ég er stoltur af þessu! Þau mannréttindi sem brotin eru á konum sem leika í klámmyndum eru mun alvarlegri en það brot að segja við framleiðendurna að þeir séu ekki velkomnir með sinn bisness hér á landi. Þessar stúlkur eru mjög oft háðar eiturlyfjum og í raun eign einhverra melludólga. Þær hafa tapað frelsinu, sem við verðleggjum svo hátt og margir grenja yfir að nú hafi verið fótum troðið. Við þá vil ég segja: Frelsi fylgir líka ábyrgð.

Næsta skref í málinu hlýtur svo að vera að kanna klámiðnað á Íslandi. Annað væri líklega ábyrgðarlaust, eða hvað?

Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 09:51

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fólk í ánauð og fíkniefnum eiga alla mína samúð.  En mér vitanlega hefur ekkert komið fram um að slíkar væru á leiðinni hingað.  Hér er verið að búa til sakamenn án sönnunar, og það er eitthvað sem ég vil helst ekki sjá.  Það er nefnilega þannig að saklaus er hver maður uns sekt er sönnuð. 

Það er allt annað að berjast gegn mansali og fíkniefnasölu.  Það kom hvergi fram að um slíkt væri að ræða hér, svo ég hlýt að halda að hér hafi verið forsjárhyggja sem réði för. 

Þess vegna hefði ég viljað að orkan sem þarna var hlaðinn upp hefði verið notuð til annarra þarfra verka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2007 kl. 11:20

6 identicon

ef að þetta væri hommar hvað myndi feministar gera? eg veit ekkert þo það se ógeðslegara fyrir allan aldurshóp 

óskráður (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 11:39

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hommar og lesbíur eiga hér engan hlut að máli reyndar.  En það eru margar spurningar sem vakna þegar maður verður var við svona upphlaup. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2007 kl. 12:12

8 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Fólk í ánauð og fíkniefnum eiga alla mína samúð.  En mér vitanlega hefur ekkert komið fram um að slíkar væru á leiðinni hingað.  Hér er verið að búa til sakamenn án sönnunar, og það er eitthvað sem ég vil helst ekki sjá.  Það er nefnilega þannig að saklaus er hver maður uns sekt er sönnuð. 

Þetta er kjarni málsins og segir allt sem segja þarf.  Frábært.

Örvar Þór Kristjánsson, 23.2.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2020894

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband