17.5.2013 | 13:04
Eyþór Ingi og Júróvisjónin.
Ég var stödd á BSÍ í gærkvöldi þegar keppnin stóð, var á leiðinni austur á Hellu. Sat þar með vinkonu minni og fengum okkur fisk og franskar. Ég var að bíða eftir dóttur minni sem var á leiðinni til Austurríkis, en ég hafði lofað henni að passa litlu krílin mín fyrir hana á meðan. Því tengdaforeldrarnir voru að fara í hestaferð, en það er allt önnur saga. Hún ætlað sem sagt að hitta mig þarna og ég átti svo að taka bílinn og aka til Hellu.
Þarna sat ég nú niður á BSÍ með vinkonu minni þegar keppnin hófst. Og ég verð að segja það að þegar Eyþór Ingi hafði lokið söng sínum var ég alveg viss um að hann kæmist áfram. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Sú fyrsta er framúrskarandi framkoma hans, einlægur, flottur allt komst vel til skila, hvert orð skilaði sér. Sviðið var einfalt en óskaplega fallegt, og þegar Eyþór tók háu tónanna sem voru síðan uppfærðir í ekkói, þannig að það var eins og hann væri ekki af þessum heimi, en færi með röddinni í ferðalag um sálir mannanna, (bein lýsing á minni upplifun), og myndatakan var þannig að stórt hvítt ljós á sviðinu bak við hann, kom eins og stjarna yfir honum, vissi ég að hann myndi komast áfram, og reyndar ef honum heppnast svona vel á laugardaginn er ég bara ekkert viss um nema að hann vinni. Reyndar var annað sem hjálpaði til, á móti einlægum og tærum flutningi Íslands, voru sitt hvoru megin við hann fjörug og litamikil atriði, sem undirstrikuðu algjörlega sérstöðu hans.
Við megum sannarlega vera stolt af okkar fólki þarna úti. Ég er líka afskaplega glöð yfir að allar norðurlandaþjóðirnar komust áfram, því upphaflega leit út fyrir að það yrðu aðeins austurevrópuríki sem myndu dominera í Malmö.
Ég ætla því að fylgjast spennt með á morgun og krossa putta fyrir okkar mann. Til hamingju Ísland.
Tek það fram að ég var bláedrú, því ég átti eftir að aka bíl til Hellu. Þannig að þessi hughrif komu beint frá ámengaðri sálinni minni.
Eyþór Ingi nítjándi á svið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta var alveg gæsahúðarmóment hjá drengnum - jafnvel þótt mér finnist þetta lag ekkert afburðagott
Dagný, 17.5.2013 kl. 16:18
Áshildur mín. Drengurinn er með gífurlega bjarta áru og hreina sál.
Það skín af þessum dreng langar leiðir, og hann syngur beint frá hreinu hjarta.
Ég missti það út úr mér í gær að þessi drengur væri sigurvegari, hvort sem hann kæmist áfram í júróvision eða ekki. Svo missti ég líka út úr mér að hann myndi lenda í 5. sæti í gærkvöldi. Ég var sem betur fer heiðarlega leiðrétt af einum eldklárum, sem er betur að sér en ég í júróvision. Mér var sagt að það væri enginn í neinu sæti í gærkvöldi.
Svona er ég nú rugluð?
Ísland hefur víst töluna 5, og kannski fór sú tala í gegnum sálar-heilakvarnirnar mínar. Talan 5 stendur líklega fyrir friði? Ekki er ég talnaspekingur, og því síður vel að mér í júró-dómum.
Evrópu-almenningur þarf að standa saman á þessum síðustu og verstu tímum bankarána, og njóta listamanna Evrópu, án áhrifa frá veðbanka-kauphöllum og seðlabankaþjónum þeirra.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.5.2013 kl. 21:49
Já Dagný þetta var frábærlega gert hjá drengnum. Hann hefur líka gert lagið að sínu og gert það að einhverju stórkostlegu.
Anna Sigríður mín já ég skil alveg hvað þú ert að fara og sammála þér með að þessi drengur er góður í gegn og það skilar sér í gegnum hans performance. Og þú ert alls ekkert rugluð
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2013 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.