Þór Saari og vantraustið frá mínum sjónarhóli.

Þetta kemur svo sem ekkert á óvart, þar sem forseti alþingis virðist vera andvíg því að stjórnarkráin verði samþykkt.  Málið er svona... í fyrstu var einkar lítill áhugi almennings á stjórnarskránni af einhverjum ástæðum, en með þessari togstreitu og fyrst og fremst baráttu þórs Saari og margfalt fleiri á málefninu Þá er  áhugi almennings vakin.  Og þá kemur í ljós tvískinnungur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, því þeir þjóna fyrst og fremst höndinni sem gefur þeim að éta....sem setur peninga í kosningasjóðinn, sem svo sannarlega skiptir máli, því þannig er það bara að þeir sem nenna ekki að kynna sér málin, hlusta bara á auglýsingar, sem svo sannarlega eru byrjaðar hjá sjöllum um hve allt verði nú gott þegar þeir komast til valda..

En í sambandi við þessa vantrauststillögu Þórs, þá auðvitað vilja menn ekki koma henni á dagskrá, hún er auðvitað alltof erfið að takast á við, svona á síðustu dögum stjórnarinnar.  Svo þá er um að gera að í fyrsta lagi að reyna að gera þessa tillögu viðsjárverða og með annarlegri ætlun, og menn fengnir til að skrifa þannig, og þar er mest talað um útlit Þórs og gert grín að hæð hans, eins og það skipti einhverju máli, hæð mannsins.  Og það er reynt að gera hann tortryggilegan að hann ætli sér eitthvert sæti í væntanlegri starfsstórn sem ráðherra. Maður sem er ekki í neinu formáli í framboði, þar sem hann er í fimmta sæti, sem er samkæmt væntingum langt frá einhverju þingsæti.  Mikið þurfa margir að biðja Þór afsökunar á ummælum sínum. 

En ég segi og skrifa mikið held ég að kosningaúrslit muni koma á óvart í vor. Ég held nefnilega að fólk... almenningur sé að vakna upp og skoða málin, ungt fólk er að taka yfir þetta gamla viðhorf: ég hef alltaf kosið flokkinn minn, sama hvað og hvað.... Sem betur fer hugar ungt fólk á annan veg í dag, mun gagnrýnna á flokka, loforð og efndir, það eru nýjir tímar í farvatninu, og vonandi skilar það sér í því að nýju framboðin hljóti framdrátt og muni koma vel út úr þessum kosningum, því það er einfaldlega nú eða aldrei.

....

En ég ætlaði að ræða um vantrausttillöguna, auðvitað vilja gerendur ekki koma þessu máli á dagskrá vegna þess að hún er óþægileg og almenningur hefur ekki sýnt stjórnarskármálinu nægan áhuga sem er synd, því hér er um að ræða réttarbót fyrir okkur þjóðina og með þessari stjórnarskrá verður réttur okkar almennings tekin úr höndum sérréttingaelítunar og færður í hendur okkar sjálfra.  Þannig að auðvitað vilja þessir menn sem eru varðhundar elítunar og peningavaldsins ekki að þessi stjórnarská verði að veruleika.  En látið ekki blekkjast, þessi nýja stjórnarskrá er fyrst og fremst til hagsbóta fyrir okkur öll almennings. Þeir sem berjast á móti henni með öllum tiltækum ráðum eru nákvæmlega þeir sem eru handbendi klíkunnar sem vilja hafa allt í sinni hendi, segi og skrifa Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Samfylking og núna líka Vinstri græn.  Þið sem viljið breytingar endilega þorði að kjósa eitthvað annað en þetta spillingardæmi.  Þorið að kjósa ný framboð og látið slag standa, það getur einfaldlega ekki versnað, en gæti aftur á móti batnað verulega.   


mbl.is Vantrauststillaga ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Ásthildur. 

Það þarf ekki að nota hæð eða útlit Þórs til að gagnrýna hann. Sjálfur hef ég nokkuð gagnrýnt framferði Þórs, en aldrei þurft að grípa til þess að ræða útlit mannsins, enda kemur það bara málinu ekkert við.

Það fer ekki framhjá nokkrum manni að Þór hefur verið duglegur að tala máli nýrrar stjórnarskrár. Upp á síðkastið hefur hann farið offari í þessum málflutningi sínum og hrakið marga frá þessu máli. Hann hefur þó ekki haft nein áhrif á mig, ég er enn þeirrar skoðunar að gildandi stjórnarskrá þjóni þjóðinni vel, þó vissulega megi skoða einstakar greinar hennar og jafnvel má bæta við hana. Ég sé enga þörf á að fá nýja stjórnarskrá.

Það má ekki gleyma því í þessari umræðu að lögin um stjórnlagaþing, sem stjórnlagaráði var gert að vinna eftir, gáfu ekki leifi til að semja nýja stjórnarskrá. Þau lög fjölluðu um að endurskoða skyldi gildandi stjórnarskrá og tilteknar nokkrar greinar hennar sem sérstaklega skyldi skoða. Þá var stjórnlagaþingi / stjórnlagaráði heimilt að skoða fleiri greinar stjórnarskrárinnar. Ekki einn stafur er í þessum lögum sem heimilaði þessum hóp að semja nýja stjórnarskrá, enda hefði þá væntanlega verið gefinn mun lengri tími til verksins en tvisvar sinnum tveir mánuðir. Fjórir mánuður til að semja nýja stjórnarskrá er allt of skammur tími, enda afurðin eftir því.

En aftur að Þór Saari, þar sem blogg þitt er jú um hann. Það dylst engum að þessi maður er fylginn sér, stundum kannski um of. Það kemur stundum upp sú staða að maður verður að beygja af. Sýna vita á því hvenær ber að láta undan. Að standa eins og hani á haug hefur aldrei skilað miklum árangri. Þór Saari, ásamt Birgittu, Margréti og Þráinn, fengu sitt umboð á Alþingi frá þjóðinni. Þau fengu þetta umboð í kjölfar mikilla mótmæla í kjölfar hrunsins. Það fólk sem þar var að mótmæla var ekki með stjórnarskránna í huga, heldur óttaðist það um sína framtíð. Borgarahreyfingin lofaði að standa fast á því að verja þá sem minna máttu sín, lofaði að slá á þennan ótta sem ríkti meðal fólks. Að þeir sem voru að mótmæla hafi verið að krefjast nýrrar stjórnarskrár, er eftirá skýring.

Því hefur gagnrýni mín á Þór Saari einkum verið á það hvernig hann hefur staðið við sín kosningaloforð. Hann hefði orðið maður að meiru ef hann hefði beytt sér jafn duglega  í varðstöðunni um velferð fólks í landinu, eins og hann nú berst fyrir nýrri stjórnarskrá. Ef vantrausttillögur hans á ríkisstjórnina hefðu verið vegna svika ríkisstjórnarinnar við aldraða, öryrkja og þá sem minna mega sín, eða vegna aðgerðarleysis í vanda fjölskyldna landsins. Í þeirri baráttu var hann fljótur að gefast upp!!

Það er engu líkara en að eftir að þessir fjórir þingmenn yfirgáfu þann flokk sem kom þeim á þing, hafi þau ekki talið sig bundin af þeim loforðum sem þau gáfu þjóðinni fyrir kosningarnar. Það er líka spurning hvaða umboð það fólk hefur á Alþingi sem yfirgefur þann stjórnmálaflokk eða stjórnmálahreyfingu sem það er kosið fyrir á Alþingi. Þá á ég ekki einungis við um þessa fjóra þingmenn, heldur alla sem slíkt stunda. En það er önnur umræða.

Ég væri virkilega sáttur við Þór Saari sem þingmann, ef hann hefði notað alla sína orku til þeirra verka sem hann var kosinn til, varðstöðu um þá sem minna mega sín. Það verður enginn saddur af því að éta stjórnarskránna og hún gefur fólki sem hefur verið borið á götuna ansi lítið skjól.

Kveðja og takk fyrir allar ferðasögurnar þínar. Þær eru virkilega skemmtilegar aflestrar, flytja mann í nýja og stundum framandi heima.

Gunnar Heiðarsson, 7.3.2013 kl. 07:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Gunnar mín er ánægjan að geta leyft fólki að ferðast með mér Nú hef ég kynnst Þór persónulega sömuleiðis bæði Margréti og Birgittu, og ég get alveg sagt þér að þau hafa miklar áhyggjur af velferð almennings í landinu. Hluti af því að vilja nýja stjórnarskrá er einmitt til komin vegna þess að þau telja sem og margir aðrir að sú stjórnarskrá sem samin var með aðkomu þjóðarinnar sé einmitt tækið til að taka á spillingu og rétta hlut almennings í landinu. Það er einmitt þess vegna sem þau leggja svona mikla áherslu á að þessi stjórnarskrá fái brautargengi.  Ég var sjálf tvístígandi gagnvart þessum drögum, sérstaklega 111 greininni, en fór svo að lesa hana og kynna mér.  Og er með því í dag að við ættum að fá þessa nýju stjórnarskrá, og að hún muni laga ýmislegt hér á landi.  Hvað varðar 111 greinina ef menn hafa svona miklar áhyggjur af henni, þá hefði málið verið að breyta henni og hnykkja frekar á fullveldi landsins.  En hræðslan um hana var eiginlega sett fram af sérhagsmunahópum til að leiða hugann frá því sem er raunverulega ástæðan fyrir baráttunni gegn henni, en það er eignarhald á auðlindum landsins.  Sjálfstæðísflokkurinn, Framsókn ásamt fleiri til dæmis Steingrími J.  Eru nefnilega á bandi kvótagreifanna og það má ekki fyrir nokkurn mun breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, vegna þess að þá lýkur yfirráðum þeirra á óveiddum fiski í sjónum, sem er að drepa niður landsbyggðina, hvorki meira né minna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2013 kl. 11:37

3 Smámynd: Elle_

Að almenningur hafi lítinn áhuga á stjórnarskránni, er rangt, Ásthildur, og kemur hvergi fram nema frá ykkur sem viljið nýja stjórnarskrá.  Líka er rangt að almenningur, þjóðin, hafi beðið um nýja stjórnarskrá, hvað sem Þorvaldur Gylfason, Þór Saari, og samverkamenn þeirra og stuðningsmenn segja það lengi og oft.  Og svo passar það alls ekki að þeir sem báðu um nýja stjórnarskrá, samkvæmt ykkur, hafi lítinn áhuga á stjórnarskránni, líka samkvæmt nokkrum ykkar.

Og Þorvaldur og Þór staglast á að þeim ósannindum að þetta sé vilji þjóðarinnar.  Orðið nokkuð óþolandi (eins og nánast allt sem kemur út úr hinum skæða Þorvaldi).  Fjöldi manns var knúinn til að fara og mæta í þessa ónákvæmu skoðanakönnun, ekki alvöru þjóðaratkvæði, til að verja stjórnarskrána gegn skemmdarvörgum.  Þorvaldur og co. hafa ekki samþykki þjóðarinnar, lýðveldishafans, til að skrifa fyrir okkur nýja stjórnarskrá, bara alls ekki.  Það eru mest ESB-sinnar sem vilja þetta, vilja koma gr.111 inn fyrir fullveldisframsal.

Elle_, 7.3.2013 kl. 21:00

4 Smámynd: Elle_

Verð að bæta við að hræðslan við gr.111 kemur ekki Framsókn eða Sjálfstæðisflokknum við og finnst sorglegt hvað nokkrar góðar sálir hafa trúað þessum þvættingi Vilhjálms og Þorvalds og Össurar og co.

Elle_, 7.3.2013 kl. 23:21

5 Smámynd: rhansen

Eg er svo algjörlega sammála Elle her á undan Ásthildur góð...og eins og þú leggur málið fram með að kjósa ..þá er þvi til að svara að einmitt af þessum sökum verður her stjórnarkreppa i vor ..sannaðu til !  ,en eg er nokkuð viss um að starfhæf Stjórn verður ekki her fyrr en með hausti  ,og vissulega er það slæmt á margann hátt...Þetta er ekki svartsyni ,þó auðvitað vildi eg heldur geta sagt að eg væri mjög bjartsyn á allt og allt ..en það bara gengur þannig núna Á meðan við ætlum öll að vera "Kóngar" ,en þannig er það i dag á landinu Bláa !!...  og það má bæta þvi við að lygin og rógurinn á mönnum og málefnum hefur unnið mikið verk s.l. ár ,en svo er surning um hvað gott það verk hefur verið ?

rhansen, 8.3.2013 kl. 14:34

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Með það fólk sem ég þekki og vill fá nýju stjórnarskrána, er einmitt vegna þess að þau eru orðin dauðþreytt á spillingunni og yfirgangi stjórnvalda gagnvart þjóðinni. Þeim finnst því að það sem getur komið betra skikki á samfélagið sé einmitt þessi stjórnarskrá, sem vissulega tekur á allskonar málum sem betur mega fara.

Hún heftir stjórnmálamenn í því að fara gegn vilja fólksins í landinu, og tekur líka á samspil auðmagns og stórfyrirtækja sem stjórna mörgum stjórnmálamönnum. Sem því miður er ljóst. Nægir þar að nefna L.Í.Ú. sem dæmi.

Það sem vakir fyrir Þór Saari, Margréti og Birgittu er því einungis að brjóta niður spillinguna í stjórnmálunum og gera lífið bærilegra fyrir fólkið í landinu.

Það sem gerðist var þessi 111 grein, sem búið er að teygja og toga til að hræða fólk.

Það er hægt vegna þess að við treystum ekki stjórnmálamönnum dagsins, og alls ekki Samfylkingunni og Bjartri Framtíð. Ég treysti þeim fram fyrir tærnar á mér og það er vond tilfinning að vonast eftir að þeir nái ekki að koma á þeim málaflokkum sem þau eru að reyna að þvinga gegn um þingið eins og til dæmis sjávarútvegsfrumvarpið.

Ég er í nákvæmlega sömu sporum og þið hvað varðar hræðslu við ESB og innlimunina. En ég ber ekki ótta í brjósti gagnvart stjórnarskránni nýju. Held að það sé svo margt þar inni sem er afar þarft og nauðsynlegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2013 kl. 15:38

7 Smámynd: Elle_

En það er engin ný stjórnarskrá, Ásthildur, en þú talar um stjórnarskrána nýju þarna neðst.  Ekki nokkur maður, enginn, hefur fengið leyfi frá þjóðinni til að skrifa nýja stjórnarskrá.  Gunnar skýrði þetta ýtarlega að ofan og oft víðar. 

Jóhanna, Þorvaldur, Vilhjálmur og co. hafa ekki samþykki þjóðarinnar fyrir nýrri stjórnarskrá.  Það er leyfislaust, valdalaust, fólk að plana þetta algerlega á bak við okkur, fullveldishafann, þjóðina.  Við sættum okkur ekki við það.

Elle_, 8.3.2013 kl. 19:59

8 identicon

Hafa ekki samþykki þjóðarinnar fyrir nýrri stjórnarskrá, nei? Þau fengu nú samþykki rúmlega 60% þeirra sem fóru á kjörstað þann 20. október, það hlýtur að telja eitthvað...

Merkilegt að fólk þurfi alltaf að vera að tala í nafni allrar þjóðarinnar...

Skúli (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 21:16

9 Smámynd: Elle_

Ónákvæm skoðanakönnun leyfir ekki að skrifuð sé ný stjórnarskrá.  Fólkið sem er að skrifa nýja stjórnarskrá hefur ekkert vald frá þjóðinni. 

Þar fyrir utan var kosningin í Jóhönnuráðið dæmd ólögleg af Hæstarétti landsins og aldrei samþykkt af þjóðinni.  Það var fólk sem taldi sig æðra Hæstarétti sem tók þetta vald.  Þorvaldur mikli kom svo og talaði um valdarán: „Þetta heitir valdarán“

Elle_, 8.3.2013 kl. 22:37

10 identicon

Það var Samfylkingin sem bað um nýja stjórnarskrá.

Og það er hennar lið sem hamast hefur mest í því að koma því máli sem allra fljótast áfram það hlýtur fólk að sjá.

Allir vita hvert er aðal stefnumál Samfylkingarinnar.Sem sé að koma okkur með illu eða góðu inn í EU.

þAÐ SEM HEFUR STAÐIÐ Í VEGI FYRIR ÞVÍ FRAM AÐ ÞESSU ER NÚVERANDI STJÓRNARSKRÁ.

Og engin furða að Smfylkingin geri allt til að losna við hana svo að hún geti komið fram vilja sínum.

Og ekkert er til sparað eins og menn ættu að geta séð.

Og þetta rándýra leikrit sem stt hefur veruð upp í þeim tilgangi að plara fólk til að fara og kjósa núverandi stjórnarskrá í burtu þannig að hægt sé síðan að koma með þá útgáfu af nýrri stjórnarskrá sem þeim sýnist .Og enginn hefur ennþá séð opinberlega að minstakosti.

Elle það er frábær punktur sem þú kemur með sem er það að skoðanakönnun Samfylkingarinnar var alls engin kosning.Og gæti tæplega staðist fyrir dómstólum sem lögleg kosning þó svo hún væri kölluð þjóðaratkvæðagreiðsla.En það var nafnið sem Jóhanna stti á herlegheitin þegar hún var fyrst að byrja á að fara á stað méð þetta í þinginu til að afla því fylgis.

RÁÐGEFANDI ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA

Enda þót að Jóhanna hafi aefir því sem hún sagði sjálf í útvarpi allra landsmanna verið eins hamingjusöm á ævinni eins og þegar hún fékk þesa glæsilegu útkomu eins og hún sagði þar.

Sólrún (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 14:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

I rest my case. Ég hef ekki þessa skoðun á frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Ef 111 greinin er svona hættuleg, af hverju var þá ekki strax ráðist í að hnykkja á henni, og gera hana þannig úr garði að þessi hætta sem þið viljið halda, sé ekki til staðar. Því það er svo margt í þessu frumvarpi sem er réttarbót fyrir okkur almúgan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2013 kl. 16:56

12 identicon

Ásthildur hvað finnst þér um það að stjúrnarskrárfrumvarpið sé sent úr lnadi til umsagnar og yfurlesturs?

Til valinnar nefndar evrópu þjóða.Allur pakkinn ef eg hef skilið það rett. En ekki valdir kaflar eins og það sem lagt var

í "dóm "

íslensku þjóðarinnar.Trúir þú því ennþá aðþað sé meinigin að þjóðarviljinn verði látinn ráða hér.

Þó Jóhanna hafi lýst því yfir á Alþingi daginn fyrir Skoðanaþjóðarkönnunina að þingið hafi allan rett til að breyta því sem það vill í frumvarpinu hver sem niðurstaðan yrði ??

Sólrún (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 17:27

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sólrún ég vantreysti algjörlega Samfylkingunni í þessu máli. En það er bara svo margt annað í þessari tilllögu sem er réttarbót fyrir okkur öll. Þess vegna myndi ég vilja að það yrði skoðað vel hvort þarna leynist eitthvað óhreint undir steini. Mín aðalbarátta er annars fyrir því að vernda okkur gegn innlimun í ESB, sem ég tel vera hið versta mál fyrir litla þjóð á eyju langt frá öðrum löndum, en er þó samt sem áður miðsvæðis milli álfa, sem gefur okkur vægi í alþjóðlegu samhengi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2013 kl. 18:40

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og ég vil fá að kjosa um þetta mál núna, ekki eftir að innlimun er orðin staðreynd.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2013 kl. 18:41

15 identicon

Já það er sem betur fer engin hætta á ða innlimun verði staðreynd á meðan núverandi stjórnarskrá er í gildi.

Hún leyfir það ekki.

Og það er nú inmitt það

sem æðibunu gangurinn í Samfylkingunni snýst um.

Afhveju hefði Johanna annars átt

að fara á stað með þetta leikrit.

En það er hún sem byrjaði að

því að keyra það áfram í þinginu.

Að koma núverandi stjornarskrá frá.

Því annars er ekki hægt að koma okkur í EU

Það er held eg erfitt að segja til um hvort einhver réttarbót sé í stjórnarskrá sem ekki hefur ennþá litið dagsins ljós

Mig langar að vita álit Dögunar á því að Stjórnarskrár frumvarpið skyldi hafa verið sent úr landi til umsagnar.

Og talið nauðsynlegt að taka tillit til þeirra breytinga sem nefndin fór fram á þar.

Á sama tíma og íslendingar fengju þau skilaboð að alþingi eitt reði algerlega hvaða breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu

EFTIR KÖNNININA.

Sólrún (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband