Steingrímur að hætta í stjórnmálum?

Það er fullyrt bæði í DV og Eyjunni að Steingrímur ætli sér að hætta sem formaður, það er gengið lengra í DV og sagt að hann ætli að hætta líka við framboð.  Sumir halda að hann sé að víkja fyrir Katrínu Jakobs, ég myndi frekar halda að hann væri að víkja fyrir Birni Val, koma honum að sem formanni, Steingrímur veit mæta vel að Katrín er engin foringi, og sérstaklega ekki á þessum erfiðu tímum.  Því þarf einhvern úr vinnudeildinni en ekki elítunni til að hefja varnarbaráttu.  Það er allavega mín skoðun á málinu.  En svo er að heyra hvað kemur í ljós.
mbl.is Steingrímur boðar blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nú varla að maður trúi því, of gott til að vera satt.

En jafnvel þó hann sýni þann kjark og skilning að hætta afskiptum af stjórnmálum, er skaðinn skeður. Það tjón sem hann hefur valdið flokk sínum er meira en svo að hægt sé að laga það í einni svipan.

Hugsanleg gæti þetta þó orðið til þess að halda fylgi VG yfir 5% markinu.

Hvort Katrín Jakobs er betri eða verri en einhver annar til að taka við flokknum ætla ég ekki að dæma, en Björn Valur á ekki heima þar, svo mikið er víst. Hann á bara taka gítarinn sinn og fá sér vinnu hjá Samherja.

Gunnar Heiðarsson, 16.2.2013 kl. 16:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú er komið í ljós að hann ætlar að hætta sem formaður en ætlar áfram á þing.  Svo mun tíminn leiða hitt í ljós, en ég er sammála, þetta er of seint og of lítið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2013 kl. 16:09

3 identicon

Norður og Niður með hann ..má alveg fara beint til Helvitis... skallagrímur júdas iceslaveson...one way ..

iskan (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 16:24

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er mú ekki mikið að á Íslandi ef Steingrímur er aðalvandamálið!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.2.2013 kl. 16:29

5 identicon

Það er nú heldur ósennilegt, finnst mér, að Steingrímur sé að víkja fyrir Birni Val. Hann hlýtur að hafa séð, hvernig flokksfélagar þeirra höfnuðu honum. Ef það vantar mann í brúna, sem tengist atvinnulífinu, þá má ekki gleyma því, að Ögmundur Jónasson er fyrrverandi formaður BSRB, og tengist því atvinnulífinu og verkalýðsbaráttunni að því leyti til. Hann ætti nú að geta stjórnað flokki, fyrst hann gat stjórnað heildarsamtökum eins og BSRB kvörtunarlaust. Hans tími er kannske að koma núna! Spurningin er bara, hvar VG mun standa í ESB-málunum eftir þetta. Það verður fróðlegt að fylgjast með því.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 16:32

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðbjörg, málið er að þeir Steingrímur og Ögmundur eru fjandvinir og ólíklegt þykir mér að Steingrímur sé að víkja fyrir Ögmundi.  En við skulum sjá hvað verður.

Auðvitað er Steingrímur ekki aðalvandamálið Axel, en hann er einn hluti af vandamálinu.  Hann hefur verið of auðtrúa og of mikið í snúningi eins og ef maður spáir í kosningaloforðin hans og svo viðbrögðin.  Það er eitthvað sem kjósendur hans þola hann ekki fyrir. 

Ískan við skulum tala varlega, stór orð stoða lítið.  En Steingrímur er sennilega búinn að vera í pólitík, þau labba þá saman út í sólarlagið hann og Jóhanna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2013 kl. 16:51

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Steingrímur er dugnaðarforkur- en hans baráttumál hafa verið tekin og notuð afturábak !!! Af samfylkingunni !  Sú gamla er búin að ná tökum með einhverjum hætti- á

 þór Sari- og mörgum sem hafa munninn fyrir neðan nefið- en sorry- kjaftstopppppp !!

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.2.2013 kl. 20:14

8 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Mér finnst þetta skemmtileg tilgáta og gaman að fylgjast með hvort þetta rætist því þá er eitthvað enn í gangi þarna fyrir Norðann.

Seldi formaðurinn ekki sálina fyrir að koma í veg fyrir afnám kvótans og stoppa fyrirngarleiðina? Þarf hann nokkuð annað en setja tærnar uppí loft og telja peningana sína það sem eftir er?

Ólafur Örn Jónsson, 17.2.2013 kl. 09:19

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við megum ekki gleyma því að Steingrímur lét Norrmenn plata plata okkur til að taka að okkur að vera þjóð í forsvara fyrir hættulegustu tegund olíuboranna. Þarna verða sprengingar sprengdar sem munu fæla allt lífríki í burt. Ég man ekki getur en að fiskur sé farin úr norðursjónum og þar í nágrenni. Ef einhvað hemur fyrir þá er það í nafni Íslands. Það er það sem Nornmenn (austmenn) voru eftir þ.e. tilraunaboranir í nafni okkar.Íslands.

Valdimar Samúelsson, 17.2.2013 kl. 09:52

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þegar allt er orðið í rusli á verkstæðinu,þá tekur maður til, og ýtir til hliðar óþörfu dóti, undir borð eða út í horn. En þetta rusl hefur þann eiginleika að skríða aftur inná vinnusvæðið og er þar til tafa og slysahættu. Þessi árátta hlutanna veldur því að fyrir rest tekur maður sig til og hendir á haug þessu vandræða dóti. 

VG. Og Steingrímur já, það er svona saga um ónýtt  dót.  Enda er það þannig að stuðningur skiptir öllu máli, alveg sama hvort það er til góðra eða vondra verka. Þess vegna er alveg sama, hver af hans fylgismönnum tekur við forystu í VG. Ruslið verður alltaf undir borðinu.   

Hrólfur Þ Hraundal, 17.2.2013 kl. 11:07

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hefur flogið fyrir að Katrín verði formaður og Björn Valur faraformaður, svo ef til vill var ég ekki svo langt frá því.  En það væri líka gaman að vita hvort þarna ætti sér stað valdabarátta, þannig að Steingrímur vilji frá Björn Val sem formann, en Svavarsfólki Katrínu?  Það gerist ýmislegt skrýtið í kýrhausnum satt að segja.

Hins vegar er það nokkuð ljóst að Katrín er engu betur sett sem formaður en Steingrímur meðal hins almenna kjósanda, því hún stóð eins og skugginn á bak við öll hans verk. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2013 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband