1.2.2013 | 01:49
Þorrablót á þorrablót ofan.
Ég er að fara á þorrablót inn í Reykjanes á morgun og verð þar yfir helgina. Það verður frábært með Sæfara á Ísafirði, þeim frábæra kajakklúbb ásamt mínum ektamaka.
En ég er aldeilis búin að vera á þorrablótum undanfarið, get svo svarið það.
Fór á þorrablót hjá Frjálslyndaflokknum á síðustu helgi, hér eru systkini úr Kristjánshúsi frá Ísafirði. Hilda, Laufey og Jakob.
Og hér er einn bróðirinn, skólabróðir minn Guðjón Arnar að sýna eina afurð bróður síns doktor Jakobs sem er ekta íslenskur fjallagrasnafs.
Einhvernveginn varð þessi flokkur eitthvað meira en bara framboð, þar réði vinátta, virðing og barátta allt í senn. Og það verður aldrei frá okkur tekið.
Þó óvandað fólk reyndi að klína á okkur rasisma og allskonar illvirki, þá var það einungis andstyggðar áróður sem sumt fólk sem telur sig málsmetandi fólk, en hefur í mínu tilfelli hratað niður í ruslflokk eins og samkvæmt Moodies, eins og til dæmis Illugi Jökulsson, Kolbrún Bergþórsdóttir, Baldur Þórhallsson, Davíð Þór, eða hvað sá ágæti klerkalærdómsmaður nú heitir, ásamt öllum forystumönnum stjórnmála fjórflokksins. Sem þvert gegn sannfæringu sinni og vitneskju tóku æruna af því besta fólki sem ég hef þekkt í stjórnmálum fyrr og síðar. Og ég er reyndar að tala um félaga um allt land, en ekki bara þá sem hér höfðu aðstöðu til að mæta.
En auðvitað á þetta að vera gleðifærsla, því hér erum við jú að skemmta okkur, eins og sannri fjölskyldu sæmir, því svo sannarlega er eins og góð fjölskylda sé að hittast þegar við hittumst öll sem eitt, og það er góð tilfinning.
Hér er Addi að skenkja þennan frábæra fjallagrasadrykk til fólksins, sem var vel þegin.
Þó fólk hafi þannig séð ákveðið að fara aðrar leiðir, þá er Frjálslyndi flokkurinn með sterkt aðdráttarafl.
Sem segir bara eitt; vinátta og samhyggð nær yfir alla pólitík, þannig flokkur var Frjálslyndi flokkurinn, einstakur og frábær.
Byggður á föstum grunni, með frábæru fólki sem má ekki vamm sitt vita.
Hér er okkar ágæti Sægreifi hinn eini og sanni, sem kom á þorrablótið beint frá spítala, til að gleðjast með sínu fólki, hér að skera niður reyktan ál.
Það er nefnilega þannig að þessi stjórnmálaflokkur var byggður á allt öðru en hreinni pólitík, hann var fyrst og fremst byggður á vináttu svo margra og málefnum og viljanum til að gera jákvæðar breytingar fyrir fólkið í landinu, og það er bara þannig og verður áfram.
Þessa eiginleika leggjum við inn í hinn nýja flokk Dögun. Þá hreinskiptni, vináttu og virðingu fyrir öllum, og það er einmitt það sem ég er svo stolt af að tilheyra.
Við komum allstaðar frá, erum ólík og höfum algjörlega ólíkan bakgrunn, en við erum bara Frjálslynd og þykir vænt um hvort annað.
Og það er nákvæmlega það sem við leggjum til í púkkið með þeim félögum okkar sem við höfum ákveðið að vinna með í næstu kosningum.
Og hér var góður matur á boðstólum frá Múlakaffi hvað annað?
Elsku Dísa, Steini og Pétur þið eruð sko flottust.
Já doktor Jakob sem hefur hannað fjallagrasalíkjörinn, sem svo sannarlega er hollur og líka ótrúlega bragðgóður.
Þeir tveir Addi og Kobbi eru tveir bræður og svo eru 7 systur ef ég man rétt. Engin smá barnahópur þeirra Jóhönnu og Kristjáns.
Þetta vakti líka athygli mína hehehe ef þið nennið að lesa hvað þarna stendur, þá er ekki allt sem sýnist.
En að lokum með þetta ágæta þorrablót, þá vil ég að lokum segja að ég held að Frjálslyndi flokkurinn hafi einfaldlega verið og gott mál til að endast, þarna var heiðarleiki og vilji til að gera vel í fyrirrúmi, en það var bara ekki tíminn til þess þá. En ég segi bara þetta leggjum við inn í Dögunarbankann og ég er viss um að þar munum við blómstra, vegna þess að þar er fólk sem hefur sömu væntingar og við, og sömu nálgun með vináttu, baráttu og þann kærleika sem þarf til að gera góða hluti.
Öflugur baráttumaður, einn af mörgum.
Þar sem Frjálslyndi flokkurinn er, er aldrei langt í harmonikku eða fjöldasöng.
Og allir skemmtu sér vel.
Og þarna voru gamalmál höfð um hönd
Grétar Mar með skemmtilega brandara. Og Guðmundur vinur okkar talaði út frá hjónabandinu það var mikið hlegið að því.
Bara allt svo gaman.
Sægreifin kvaddur með virktum, heiðursgestur og frábær stuðningsmaður.
Og svo er sungið eins og vera ber.
Málið er að ég myndi aldrei þrífast í pólitík sem væri bara valdabrölt, en þar sem ég hef verið með þá er það bara þannig, vinátta og virðing, þessa eiginleika finn ég nákvæmlega líka í Dögun, þó tekist sé á um mál, þá er gagnkvæm virðing og talað sig niður á ásættanlega niðurstöðu, enda er enginn foringi sem getur tekið af skarið, þar eru menn bara allir jafnréttháir og það er notalegt.
Ef einhverjum finnst þetta væmið, þá þarf hinn sami að fara í naflaskoðun og spá í hvað hann vill í pólitík, hvort hann vill foringjaræði, þar sem ákveðin forysta varðar veginn og sá þarf bara að aðlaga sig að því, eða hvor menn eru eiginlega ginkeyptari fyrir að fá að leggja sitt af mörkum, og segja sína skoðun, eina sem þarf er að nenna að mæta og tala. Ekkert voða flókið.
Hér er svo annað þorrablót í þetta sinn fjölskylduvænt, tengdafólk dóttur minnar.
Ég var svo heppin að nákvæmlega meðan ég var í höfuðborginni, átti dóttir mín frá Austurríki erindi á heimaslóðir eiginmannsins, og nákvæmlega þá var mér boðið í þeirra árlega þorrablót.
Dóttir mín og mágkona hennar. Hún er reyndar afar heppin með tengdafólk, því þau eru afskaplega yndæl og fjölskylduvæn.
Raunar alveg yndislegt fólk.
Mamma, pabbi, dætur og barnabarn.
Og við kerlurna góða saman.
Yndislegt fólk sem stendur að dóttur minni.
Og hér er hún í fjölskyldunni frá hinni hliðinni.
En svo á ég eftir tvö þorrablót ég get svo svarið það. Á morgun ætlum við Elías inn í Reykjanes með Sæfara kajakklúbb og dvelja þar yfir helgina, og svo er annað þorrablót 16. febrúar Sléttuhreppsmót.
Þannig að ég má hafa mig alla við að skemmta mér Talandi um þjálfun... er þetta ekki líka góð þjálfun.
En það sem ég vil segja að lokum er þetta: Ég tel min nokkuð þroskaðan einstakling, og reyndar ágætlega færa um að velja mér félagsskap við hæfi. Og þess vegna elsku vinir sem hafið áhyggjur af því að ég sé að velja rangan félagsskap, þá get ég sagt að það er bara alls ekki rétt. Ég er nákvæmlega í þeim frábæra og góða félagsskap sem ég hef valið mér bæði hvað varðar vini, fjölskyldu og stjórnmálaafl. Svo ekki hafa áhyggjur af mér. Ég hef nefnilega plummað mig ágætlega gegnum lífið, og er alveg dómbær á hvar finna má kærleika, umhyggju, réttlæti og allt það góða sem hægt er að hugsa sér. Það er svo annað mál hvort þið skynjið það og meðtakið, því ég er viss um að við öll viljum gera Ísland betra. Þá þarf aðeins að hugsa hvernig, og hvað við viljum leggja á okkur.
Og svo segi ég bara góða nótt elskurnar
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er aldeilis líf og fjör hjá minni, góða skemmtun um helgina
Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2013 kl. 13:15
Já mín kæra ég ætla sko að skemmta mér, vera í lauginni hálfu dagana og borða mig sadda á kvöldin. Það verður fjör.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2013 kl. 13:48
Þetta hljómar dálitið eins og slagorðið, hvernig var það nú aftur, græða á daginn og grilla á kvöldin... Nema þetta er alveg ekta skemmtun með yndislegu fólki. Það er samt eitt sem ég ætla ekki að gera og það er að fara á kajak, ekki einu sinni í lauginni Það er endalaust verið að mana mig í slíkt. Ég óttast mest að komast ekki upp úr honum aftur hehehe
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2013 kl. 13:50
Ja herna ! Magnaður kraftur í þer kona !
Eg hef aldrei komið á Þorrablót en er alin upp á þorramat ! Mer finnst frábært að sjá allt þetta ólika fólk ná saman á svona máta- þetta gerist
bara úti á Landi !gleðileg þorrablót og ekki fara í kajakinn !
Erla Magna Alexandersdóttir, 1.2.2013 kl. 16:04
Þú ert spræk að fara í kajak,ég er viss um þú nýtur þess í botn. Góða skemmtun.
Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2013 kl. 16:16
Áshildur mín. Ég unni þér þess innilega að fara á svona kostnaðarsamt þorrablót.
En ég velti því jafnframt fyrir mér, hvort ekki mætti nota skemmtana-aurana til styrktar lýðræðisbaráttu rændra og sveltandi íbúa á Íslandi? Íbúa sem jafnvel eiga ekki annarra kosta völ en að svelta sig og sína, stóran hluta af mánuðinum?
Ég velti því líka fyrir mér hvort ég sjálf gæti ekki hagað mér aðeins betur í þessum siðferðis-samfélagsmálum?
Hugsjónafólk fórnar ýmsu fyrir heildina. Því miður skilur heildin ekki alltaf hversu miklu sumir fórna fyrir réttlætið, heildarhagsmunina og friðinn.
Þannig er þetta bara. Ég bið alla góða vætti að vera með þér og þínum, ásamt okkur hinum. Fallvölt er vagga lífsins á ólgusjónum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.2.2013 kl. 22:35
Takk Anna Sigríður mín. Málið er að þetta þorrablót hið fyrra, var haldið í húsnæði sem flokkurinn er með á leigu ásamt öðrum og kostar því ekkert ekstra, maturinn var fenginn frá Múlakaffi og hver greiddi fyrir sig, þannig að þarna var ekkert bruðl á ferðinni einungis fólk að skemmta sér saman og hver borgaði fyrir sig. Þannig að hér var ekkert um að ræða annað en að kaupa í matinn, nema það að fólk afréð að borða saman. Þarna voru því engir "skemmtana-aurar" til skiptanna. Auðvitað er sárt að vita til þess að fólk svelti og ég vildi svo gjarnan geta gert eitthvað í því. En málið er bara í þessu tilfelli ekki þannig að um neinn aukapening sé að ræða.
Takk svo fyrir góðar óskir og það er einmitt það sem flokkurinn minn og Dögun vilja, það er að reyna að koma málum svo fyrir að enginn svelti á Íslandi, það eru til nógir peningar til að enginn eigi að þurfa að svelta, það þarf bara að skipta kökunni rétt, það hefur þessari ríkisstjórn gjörsamlega mistekist því miður. Og mín helsta ósk er sú að við verðum nógu sterk rödd til að tala máli þeirra sem minna mega sín í hvaða formi sem það er.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2013 kl. 22:51
Seinna þorrablótið er hátíð mágfjölskyldu dóttur minnar sem þau fjölskyldan bjóða vinum og vandamönnum til. Þau undirbúa það af kostgæfni og mest megnir er þetta heimatilbúin matur, sem þau framleiða sjálf. Og nú er ég inn í Reykjanesi á þorrablóti með vinum mannsins míns í Kajakklúbbi, þar sem hver borgar fyrir sig, en við viljum gleðjast saman. Það er nefnilega einhvernveginn þannig að í skammdeginu er einmitt ljós við að hitta góða vini og gleðjast saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2013 kl. 22:54
Frábærar myndir frá greinilega skemmtilegu þorrablóti. Þessi ljósmyndablogg þín eru með því allra skemmtilegasta sem bloggheimur hefur upp á að bjóða hverju sinni.
Jens Guð, 3.2.2013 kl. 01:25
Takk fyrir mig Jens minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2013 kl. 12:51
Yndislegar myndir eins og þú sjálf Ásthildur mín, njóttu alls þess sem þér líkar best því það sem þú velur þér er best fyrir þig ljúfust mín
Þannig er það með okkur öll
Gleði í Kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2013 kl. 15:32
Takk elsku Milla mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2013 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.