Forystumenn sem trúa ekki á landið sitt og þjóðina.

DV1302018168_23_1_jpg_960x960_q99 Árni Páll mænir til himins.

Árni Páll flýgur þessa dagana með himinskautum, breiðir út faðmin og segir að nú verði allt gott, hann ætli að breyta öllu, nú geti allir orðið vinir og einhent sér í að ganga saman með englasöng inn í ESB.

Eins og alþjóð veit, þá er það fullvissa Árna Páls að það sé eina von Íslands að ganga þar inn.  Við eigum okkur sem sagt ekki viðreisnar von sem sjálfstæð þjóð. Enda erum við svo skyni skroppin að hans mati að við skiljum alls ekki hvað hann er klár.

Í MBL í gær voru þrjár fréttir, sem ekki létu mikið yfir sér, og verða örugglega ekki tíundaðar í Speglinum, hjá Agli Helga, né neinum af fréttamiðlum ESB.

Sú fyrsta segir að Evran hafi lækkað gagnvart Bandaríkjadollar. http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2013/02/05/mikil_laekkun_i_hong_kong/

Á var það, er þetta ekki alveg pottþéttur gjaldmiðill, traustatæki okkar til að lifa af?  Getur hún þá líka lækkað?

Annað er frétt um að Kýpur sé of lítið til að bjarga. http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/02/04/kypur_of_litil_til_ad_bjarga/

Sem sagt litlu ríkin sem ekki ógna veldi ESB mega bara eta það sem úti frýs.  Kýpurbúar eru um milljón, við erum 360.þúsund.  Ætli það taki því nú að bjarga slíkri þjóð.  Enda er það bjargföst trú mín að kommissararnir í Brussel ágirnist eingöngu gæði landsins og við megum bara dingla með, áhrifalaus og svipt auðlindum okkar, í þágu Evrópu, sem þarf á þessum auðlindum að halda fyrir sig og sína.

En síðast og ekki síst er fréttin um að ESB kommissarar ætli að fara út í að setja á stofn netlöggu, þeir ætla nú í vor að fara að þjálfa upp fólk til að sinna þessu verkefni, og það á að kosta litlar tvær milljónir punda.  http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/02/04/vill_taka_a_gagnryni_a_esb_a_netinu/

Þeir eru nefnilega svolítið viðkvæmir blessaðir fyrir andmælum og andstöðu við gullkistuna þeirra.  Því er eina ráðið að koma í veg fyrir alla gagnrýni.  Hvernig byrjaði nú aftur netskoðunin í Kína?  Eða Rússlandi?

En mín skoðun er sú á Samfylkingunni og Bjartri Framtíð sem eru svo til sami flokkurinn, að það sé næstum óþolandi að forystufólk stjórnmálaflokka á Íslandi reyni að komast til valda, með það eitt að leiðarljósi að leiða þjóðina inn í ófrelsi eins stærsta einkahagsmunabákns sem finnst í vestrænum heimi.  Því mér sýnist þetta ekkert vera annað en yfirtaka á réttindum fólks, eignum þess og frelsi.  Og allt til að maka eigin krók.  Enda eru þeir verðlaunaðir með feitum embættum í Lúxemburg, Brussel og Berlín sem harðast ganga fram í landráðunum.  Þetta eru ef til vill harkaleg orð, en þetta lítur svona út í mínium augum, og allar nýjustu upplýsingar sem eru betur fer smátt og smátt að koma fram, m.a. vegna dagblaða sem leita sannleikans í þessum málum, þ.e. erlendra, því okkar fjölmiðlar dansa bara með bákninu að því er virðist.

Þess vegna er eina von okkar að við sjálf verðum enn og aftur að grípa til okkar ráða til að hafa vit fyrir stjórnvöldum.  Við höfum sýnt að við getum það. 

skjaldborg

Stal þessari skemmtilegu mynd af netinu, man ekki hvaðan, vona mér fyrirgefist það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt Ásthildur.

Þó maður sé þakklátur friðartóninum í Árna Páli á margan hátt þá er þessi ESB árátta hans og samflokksfélaga í litlu og stóru Samfylkingunni gjörsamlega óskiljanleg í ljósi alls þessa.

Benda mætti Árna Páli á að hafa það fyrir venju að taka upp það sem hann lætur út úr sér yfir daginn og hlusta að kveldi. Held hann myndi oft hrökkva í kút yfir bullinu.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 10:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já satt segir þú Sigrún.  Hann þyrfti að fara í smá sjálfskoðun og skilja hvernig fólk tekur orðum hans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2013 kl. 11:37

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottur pistill Ásthildur, maður verður eiginlega hálf smeykur við gassaganginn í Árna Páli, hann er bara eins og Kristur að boða fagnaðarerindið og verst af öllu er að hann á eftir að hrífa með sér fólk.  Mér líst ekki á þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2013 kl. 12:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásdís mín, ég veit ekki hvort hann hrífur með sér fólk, hann er uppfullur af sjálfum sér, og að hann hafi einn rétt fyrir sér.  Íslendingar eru flestir meira niðri á jörðinni en að láta hrífast af svoleiðis.  En sjálfstraustið er í góðu lagi hjá karlinum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2013 kl. 12:17

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo er það þannig að þeir sem fljúga of hátt eiga það til að brenna vængina

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2013 kl. 12:18

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skiljanlega fer Árni Páll mikinn - hans fyrsta og stærsta verkefni sem flokksformaður er að endurheimta flóttafylgið frá BF  :)

Gott hjá þér Ásthildur að benda á það neikvæða sem er að gerast innan ESB.  T.d. mun þessi "netlögga" áreiðanlega þróast upp í nýtt KGP eða Stasi.  Eins gott að Ísland haldi sig í hæfilegri fjarlægð. 

Það er líka "morgunljóst" (eins og einhver orðaði það) að af fjármálalegri  björgun Íslands verður ekki frekar en hjá Kýpur - en ESB mun eflaust passa vel uppá að auðlindirnar okkar glatist ekki...

Kolbrún Hilmars, 5.2.2013 kl. 12:24

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kolbrún, ég er nú frekar á því að flas sé ekki til fagnaðar, betri er sígandi lukka en loftbóla, þær eiga það til að springa.

Við verðum að vera dugleg að benda á þessar slæmu hliðar ESB, það er þagað vandlega um þær í flestum fjölmiðlum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2013 kl. 12:39

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þetta er nú ljóti lýðurinn sem þú birtir myndir af og vers af því að þetta Fólk skuli sitja á þingi.........

Vilhjálmur Stefánsson, 5.2.2013 kl. 15:59

9 identicon

Röksemdir margra þræaleigenda eru

að þrælar vilji í raun ekki vera frjálsir

heldur líði þeim vel með að allt sé ákveðið fyrir þá af lénsherrunum (í Brussel)

og þrælarnir þurfi ekki að hafa áhyggjur af neinu frekar en hermaður í stríði

Grímur (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 17:24

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Vilhjálmur.

Nákvæmlega Grímur, þannig hugsa ESB sinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2013 kl. 20:13

11 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Sæl Ásthildur

Þetta er ein af þessu löngu athugasemdum...Ég geri mér upp að þú ert sennilega af þeirri kynslóð sem komst yfir þig þaki þegar gömlu íbúðarsjóðalánin voru óverðtryggð og átt þitt dót á þuru.

 Ég komst á íbúða markaðinn um það bil sem verðtryggingin kom á.

Mín reynsla hefur verið sú að ég hélt lengi vel að ég væri íbúða eigandi á pappírnum en hef komist að því að peningamennirnir hafa verið að spila með mig allann tíman þar til að ég missti síðasta kofan eftir hrun.

Eins og rithöfundurinn Jón Kalmann Stefánsson sagði...Það hafa alltaf verið peningamenn, menn sem átt hafa mestan peninginn og stjórnað líðnum í gegn um tíðina. Það skiftir ekki máli hvort að þeir kenna sig við flokk eða Kapfélag eða eitthvað annað, þeir stjórna fólkinu og passa að það sé í skuld við það,  þannig hafa þeir valdið, alveg eins og trúin hefur stjórnað víða annars staðar í gegn um mis heilagar bækur.

Nú hef ég verið erlendis í smá tíma...í Evrópu og Asíu og hef ég hlottnast aðra sín á hlutina.

Hverja erum við að verja með því að ganga ekki í EU?

Sonur minn og kona hans eru nýlega farinn að vinna sem verkfræðingar um það bil 3-4 ár og segja þau mér að þaug geti ekki fjárfest í íbúð og verði að leigja. Bæði með meistaragráðu í sínu fagi.

Ungt fólk sem er að byrja búa eiga mjög erfitt með að koma yfir sig þaki...

Nú hef ég kynnst bankakerfi í útlöndum og er það talsvert öðruvísi...til dæmis er ekki LT þar sem peningamennirnir rotta sig saman þannig að ef þú uppsigast við einn þeirra þá loka allir hinir á þig....þannig er Íslandi stjórnað í raun.

Hvað erum við að verja með því að ganga ekki í EU

Mér þykir leitt ef við gerum lítið úr baráttu t.d. útfærslu lanhelginar en það er nú bara þannig að kvótin er kominn á hendur peningamannana...

Ég held til langs tíma þá sé það betra fyrir börnin mín að við séum í EU sorrí, ég er búin að fá upp í kok á peningamönnum á Íslandi sem búa í glæsivillum og keyra um á glæsibílum eins og enginn sé morgundagurinn á kostnað líðsins...Líttu í kringum þig...það búa sárafáir á landsbyggðini...er það EU að kenna?

Þetta er ekki illa meint þetta er bara mín sín eftir að hafa verið í útlöndum í smá tíma...

kv

Óli

Ólafur Ólafsson, 6.2.2013 kl. 03:30

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa færslu Ólafur, ég skil þitt sjónarmið. En málið er að mér sýnist að klíkusamfélagið sé bara ekkert betra annarsstaðar, það er bara stærra.   Ég byggði að vísu hús á þeim árum sem þú talar um, en víð ákváðum að byggja annað hús og tókum lán hjá Íbúðalánasjóði sem hækkarendalaust, ég keypti mér líka bíl þar sem lánin hækka endalaust, en ég er orðin ellilífeyrisþegi.  Þetta hefur nefnilega ekkert með ESB eða Ísland að gera beint, heldur kolranga efnahagsstefnu.  Kolranga forgangsröðun stjórvalda, bæði þessara og þeirra fyrri.  Nú er að koma í ljós allskonar spilling innan forystu ESB, og það á eftir að aukast þær upplýsingar hef ég trú á.  Því bretar, hollendingar og nú frakkar eru að gefast upp á evrunni.  Það stefnir því allt í að þetta samband leysist upp.  Þetta er nefnilega ekki samband lýðræðis og samhjálpar, heldur grímulaus yfirtaka valda í Evrópu.  Því miður.  Við eigum að geta haft það mjög gott, ef stjórmálamenn væru ekki endalaust að moka fé almennings í allskonar gæluverkefni og kjördæmapot, líka í Reykjavík.  Þar fer mikið fé í súgin, einnig kolvitlaust stefna í sjávarútvegsmálum, þar sem einstaka mönnum er hreinlega gefinn auðlindin og þar sem þeir moka milljörðum í eigin vasa.  Röng stefna í landsbyggðamálum og landbúnaðarmálum.  Þar sem er mikið fé sem liggur ónotað að mínu mati, til dæmis með því að auka frelsi bænda til að selja eigin afurðir, og auka veg heimaslátrunar.  Það er nefnilega þannig að við eigum auðlindir sem við gætum haft okkur öllum til hagsbóta, en sóum þeim á altari fárra.  Það er hægt að sporna við þessu ef almenningur tekur sig saman, en það er ekki hægt þegar við erum komin í það risabatteri sem ESB er. Enda sýna fréttir af þeim löndum sem eru í ESB, að batteríinu er alveg saman um hvernig fólkinu líður þar.  Þeir hafa ekki áhyggjur af atvinnuleysi, hungursneið og fátækt í þeim löndum bara ef þeir geta borgað sitt til Brussel og í bankakerfið.  Þessi stefna er bæði hættuleg og röng, og þarna verður hvert ríki fyrir sig að taka sig á og breyta þessu nema þeir geta það einfaldlega ekki, því þeim er ekki leyft að hreyfa sig neitt nema með samþykki ESBráðamanna, sem eru ef eitthvað er spilltari en okkar stjórnvöld á hverjum tíma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2013 kl. 10:41

13 Smámynd: Diddi

Þannig að ef við sækjum vatnið yfir lækinn þá fáum við það loksins tært, Óli?

Kynntu þér víðtækt valdsvið og umsvif ESB, spillinguna sem hefur viðgengist þar og víða í Evrópu... spilling sem lætur okkar valdakalla og pólítíkusa líta út eins og leikskólabörn í samanburði.

Lissabon samningurinn, það síðasta sem troðið var ofan í kokið á aðildarríkjum býr yfir ýmsum mjög varhugaverðum og ólýðræðislegum ákvæðum, m.a. að Evrópulög trompi landslög aðildarríkja nema ef að ESB leyfi ríkinu að ákveða sjálft í ákveðnum málaflokki. Annað sem er ennþá verra, eru ákvæði sem gera valdakjarnanum kleyft að vernda eigið vald sem aldrei fyrr, m.a. með þvi að velja sjálft fulltrúa aðildarríkja, frekar en að leyfa aðildarríkjunum sjálfum að velja, eins og hugtakið lýðræði ber nokkurn veginn með sér (!)
Taka má fram að eingöngu Írland hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og í fyrsta skipti var því hafnað. Nokkrum mánuðum síðar tókst að kýla aðra þjóðaatkvæðagreiðslu í gegn og fékkst þá Lissabon samningurinn loks samþykktur.

Já, það er spilling á Íslandi, illa farið með auðlindir sem og mannauð. En ég segi:
"Better the devil you know, than the devil you don't"

Hvað í ósköpunum myndi í raun græðast af aðild? Hvernig myndi íslenska þjóðin til langs tíma litið hagnast á því að ofurselja sig þessu stóra, þunglamalega og að miklu leyti ólýðræðislega skriffinskubákni? Við erum að tala um að gangast undir amk. 100.000 blaðsíðna regluverk, sem jafnvel sprenglærðir lagasérfræðingar álíta hálfgert torf. Hvaða ástæða gæti verið til að hafa svo umfangsmikið og stórt regluverk? Til að valdakjarninn geti í raun gert það sem þeim sýnist og haft lagalega réttlætingu, með frjálslegri túlkun á óskýrum lagabókstöfum.

Ekki falla í þá gryfju að trúa að hlutrnir gætu ekki versnað meira hér á landi, það er nóg rými fyrir meira kjaftæði, meiri kreppu, meiri spillingu, meiri misskiptingu auðs, minna lýðræði, meiri landnýtingu, meiri mengun, meiri iðnað og meiri valdníðingu.

http://www.civitas.org.uk/eufacts/FSTREAT/TR6.htm
http://www.nowpublic.com/world/truth-about-european-constitution-now-called-lisbon-treaty
http://realtruth.org/articles/090303-004-europe.html

Skoðið gagnrýni Nigel Farage, breska þingmanns, formanns UKIP (nokkurs konar sjálfstæðisflokkur Bretlands):
http://www.youtube.com/watch?v=hgLxgdNFwhE
Ef Bretar eru að íhuga að losa sig út úr ESB... afhverju í ósköpunum ættum við að hoppa um borð í ESB-Titanic?

Diddi, 6.2.2013 kl. 11:06

14 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Hæ þið öll

Önnur löng athugasemd sem einginn nennir að lesa...Veit ekki af hverju ég er að þessu J

Það sem ég er að segja er bara mín reynsla og af því tek ég mínar ákvarðanir...Embættismenn stjórnmálamenn og hvað nú öll þessi embætti heita eru í raun bara prump í mín eyru...sorrí og Diddi allir þessir slóðar....vá maður allt of flókið fyrir mann á mínum aldri.

Ég ættla að reyna endurtaka ekki það sem ég sagði á undan... en á ekki þessi EU aðild að fara í þjóðaratkvæði? Og ef þetta verður svona slæmt þegar á hólman er komið og ef þetta yrði samþykkt, gætum við þá ekki bara kúpplað okkur út eins og bretar hóta að gera?

Ég bara vona að ef við göngum í EU að við ,,svarta fólkið,, verðum einhvers virði í bönkum og stofnunum og í frammhaldi að við fáum evru...

Einu sinni voru atvinnu svæði...muniði? Suðurnes, Vesturland, Vestfirðir og svo frammvegis en síðan breitt í eitt atvinnusvæði...Ísland

En hvað....Í dag er Jörðin okkar eitt atvinnusvæði....halló fólk opnið augun...Ömmi er í Kína til dæmis, eitt af því sem hann reynir að ná í fyrir okkur þar er yfirflugsheimildir fyrir flugfélögin okkar.

Það skiftir engu máli Sjálfstæðis, frammsókn, Samfylking, Vinstri Hægri og Besti.

Þeir sem ráða eru eigendur fjármagns í landinu t.d. Lífeyrisjóðir, kvótakóngar umboðsmennog fjárglæframenn.

Íslendingar eru þrælar þeirra þar til eitthvað stórt gerist.

Þess vegna tek ég séns á EU ef ekki fyrir sjálfan mig þá fyrir börnin mín....

Hvað og hverja erum við að verja með því að ganga ekki í EU?

Kv

Óli

Ólafur Ólafsson, 6.2.2013 kl. 14:08

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað og hverja erum við að verja með að ganga ekki í ESB?.  Við erum að verja framtíð landsins og börnin okkar.  Við erum að verja sjálfstæði landsins og auðlindis.  Við erum að verja það að láta ekki fávísa menn glepja okkur inn í samband sem við a. getum ekki losnað úr. b. höfum ekkert með að  segja hvað er gert.  c. sem horfa til auðlinda okkar og fámennis. d. forðast þau spillingaröfl sem hafa sýnt það gegnum allar aðgerðir þó orðin séu gæluleg þar ríkir hvorki lýðræði, áhugi á velferð borgarana né neitt annað.

Allt skal vera háð miðstýringu og stækkun eininga og fækkun.  Þess vegna gæti farið svo að íslenskan yrði ekki lengur viðurkennd sem tungumál og okkur gert að taka upp þýsku.  Það þarf að skoða þessi mál út frá öllum hliðum.  Hér þýðir ekki að hver éti hverja vitleysuna eftir aðra upp í fræðimönnum og prófessorum sem hafa það einungis að leiðarljósi að koma okkur inn í ESB og nota til þess öll þau gylliboð og lygar sem standast svo enga skoðun.  Það er marg búið að benda á þetta og svo margt annað sem þið hlustið ekki á, heldur trúið því sem þið viljið trúa, það er synd, því það verður ekki afturkvæmt verði okkur þröngvað þarna inn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2013 kl. 14:31

16 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Sæl aftur

Sæl Ásthildur

Þegar ég var við nám í U.S.A hitti ég sagnfræðing sem fullyrti að í fylkinu Texas væru flestir þerrar trúar að ef þeir keyrðu út fyrir fylkjamörkin myndu dekkin detta af bílum þeirra, fólkið væri bara þannig að það triði því að það væri ekkert líf fyrir utan Texas....mér finnst svolítið keimur af þessu í athugasemd 15.

Við á Íslandi erum ekkert super fólk sem gerir allt rétt trúðu mér....

Ég finn það að mín kynslóð er fúl út í hvernig þetta hefur þróast eftir að við urðum fullorðin

Menning okkar verður ekki hrifsuð af okkur við það eitt að ganga í EU...

Ég veit að þú hefur horft á sjónvarp á þínum ferðalögum í Evrópu og sérð það og heyrir að í flestum Evrópulöndum tala þeir inná myndir á sínu tungumáli til að vernda sitt mál, það er meðal annars meira gert en á Íslandi til að verja tungumál. 

Ég kom inn á KFC til að kaupa kjúkkling(á Íslandi), afgreiðslukonan talaði ensku....ég þráaðist við og hélt áframm að tala Íslensku...vaktstjóri KFS kom og sagði við mig ,,,geturðu ekki talað bara við hana á Ensku,,,,hvað erum við nú að verja málið okkar???heldurðu að það versni mikið við EU??

Af hverju ekki að skoða hvað er í boði áður en við dæmum aðrar þjóðir?

Ég er búin að vera með annan fótinn utan Íslands síðan 2003....búin aðeins að kynnast hinum...fyrir þann tíma hafði ég verið á Íslandi með alveg sömu skoðun og þú mín kæra, skoðum málin með opnum huga :-)

kv

Óli

Ólafur Ólafsson, 6.2.2013 kl. 14:52

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ólafur ég hef ferðast víða, og dvalið bara töluvert í ýmsum löndum bæði innan og utan Evrópu.  Ég hef líka rætt mikið við fólk sem ég hitti í þeim löndum, sérstaklega löndum innan Evrópu, þar sem menn hafa mjög margir ákveðnar skoðanir á sambandinu.  Allir sem ég hef rætt við þar eru á einu máli um að við séum betur sett undan ESB, þeir segja að við höfum allt sem við þurfum og að við séum eina landið sem gæti verið sjálfstætt hvað varðar orku og mat.  Sem er meira en nokkurt annað ríki getur státað af.

Ég hef lesið mér til um skýrsluna sem ESB sendi til Íslands og séð með eigin augum klausuna um að það sé ekki gott að tala um viðræður, aðlögun væri nær að tala um þar sem reglluverk upp á hundrað þúsund blaðsíður sé aðlögun sem ekki eru gefnar undanþágur á. Einungis sé verið að ræða um tímasetningar á innleiðingu regluverksins. 

Ég las líka glæstar klausur um jafnrétti, lýðræði og frið, sem ég verð að segja að sjást ekki mjög vel af fréttum frá þeim löndum sem hafa gengist ESB á hönd.  Þar ríkis ekki bara óréttlæti, heldur sveltur fólk og sviptir sig lífi af því að það sér ekki neina framtíð.  Fólk flýr eins og það getur frá verst settu löndunum, þar sem ríkisstjórnir eru þvingaða í allof mikinn niðurskurð til almenningsheilla.  Allt til að borga bönkum og fjármagnseigendum sitt, og svo gjald sitt til ESB.

Þar er stórt gap.  Þess vegna eigum við að skoða hvernig lífið er í þessum löndum, en ekki hástemdar yfirlýsingar í bæklingum um hvernig þetta eigi nú að vera. 

Ég tel að ég sé búin að margskoða málin frá öllum hliðum, og ég sé alveg hvað er þarna í boði.  Og ég hef tekið þá afstöðu miðað við þá upplifun og lesningu að okkur sé margfalt betur borgið sjálfstæð þjóð með sjálfstæð lög og reglur og eigin herrar. 

Auðvitað þarf að laga ýmislegt í þjóðarbúinu.  Fyrst og fremst þarf að vanda betur valið á forystufólki,  það fólk sem núna er í brúnni og þeir sem voru þar á undan hafa glutrað niður og sóað fé sem átti að fara til að byggja upp almenna velferð.  En ég er viss um að ef okkur tekst að endurnýja alþingi og ríkisstjórn og fá inn fólk sem ber hag fólksins meira fyrir brjósti en bankanna, þá munum við komast á réttan kjöl. 

Það er líka að gerast núna sem betur fer, það ferli er á fullu að nýtt fólk er að hasla sér völl.  Það er líka þess vegna sem ég hef ákveðið að berjast með hinu nýja framboði Dögun sem vill fara nýjar leiðir og leiðrétta það ranglæti sem hefur viðgengist alltof lengi.  Þar innanbúðar er einnig fólk sem hefur virkilega lagt sitt af mörkum eins og Jóhannes Björn, Andrea Ólafs, Helga þórðardóttir, Sigurjón Þórðarson, GUðjón Arnar Kristjánsson, Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari og margir margir fleiri, sem ég ber mikið traust til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2013 kl. 15:58

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vil svo bæta við að það er okkur þjóðinni fólkinu í landinu að kenna hvernig komið er fyrir okkur.  Við höfum ekki haft neitt aðhald á ráðamönnum, og kosið það fólk aftur og aftur sem hefur sýnt að það er fyrst og fremst í stöðunni til að hygla sjálfum sér og öðrum á kostnað annara.  Atkvæði í kjörkassan eða atkvæðaleysi er það eina sem þetta fólk skilur og virðir.  Þess vegna eigum við að vanda betur valið þegar kemur að kosningum og þora að refsa okkar fólki ef það leiðist út af gefinni stefnu. Þetta er sem betur fer rétt að byrja, samanber frjálst fall VG og fækkun fólks í Samfylkingunni.  En betur þarf ef duga skal.  Þetta eiga allir að hafa í huga í hvaða flokki sem er, veita sínu fólki aðhald.  Vinur er sá er til vamms segir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2013 kl. 16:03

19 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Jæja tha Ásthildur

Tha verdur thu bara a moti EU og eg med :-)

Kv.

Oli

Ólafur Ólafsson, 6.2.2013 kl. 17:07

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir góðar samræður Ólafur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2013 kl. 18:16

21 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Sæl Ásthildur

Má ég senda á þig póst (privat)? tölvupóstfang?

kv

Óli

Ólafur Ólafsson, 7.2.2013 kl. 00:59

22 Smámynd: Diddi

"Það sem ég er að segja er bara mín reynsla og af því tek ég mínar ákvarðanir...Embættismenn stjórnmálamenn og hvað nú öll þessi embætti heita eru í raun bara prump í mín eyru..."

Ég vil vissulega ekki gera lítið úr þinni reynslu né mæla nokkurs konar bót fyrir boru mismunandi titlaðra valdníðinga... en eins og maður segir á kjarngóðri íslensku "the devil is in the details" (voðalega mikið um skrattann í þessum tilvitnunum mínum, hehe).
Þá meina ég að lagatæknilegt skriffinskubákn - hvort sem þú ert almennt hlynntur því eða ekki - getur komið alveg ótrúlega miklu í gegn, sem fellur milli fjala lýðræðislegrar framgöngu mála. Svo mikið í pólítík gerist á bak við lokaðar dyr og mun meira hjá ESB embættiskerfinu en nokkru sinni hér heima.

Það að skella okkur í ESB er eins og fyrir litla nördastrákinn að ganga í bekk með aðalspírunum í skólanum, þar sem sumum er ýtt til hliðar og langt er frá því að allir sitji að sama borði. Við erum afskaplega litlir leikmenn með afskaplega auðlindaríkt land.
Sem dæmi eru ferskvatnsbirgðir okkar: olía og gull komandi ára, enda ferskvatnsbirgðir heimsins farið mikið dvínandi. Það er gríðarlegir möguleikar í gróðurhúsarækt og akuryrkju (reynsla af byggi er sífellt betri hérlendis).
Og ef þú heldur að við séum að nýta raforkumöguleika landsins núna að einhverju ráði, með tilkomu kárahnjúka... blessaður, vertu viss um að mikið er enn mögulegt að nýta og gjörnýta, sér í lagi þegar gráðug risafyrirtæki fá tiltölulega óheftan aðgang.

Ég veit svosem ekki hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu að vegna vanhæfni íslenskra pólítíkusa sé best að gangast undir evrópska pólítíkusa. Ef okkar eigin valdapakk er ekki hæft til að vernda og efla okkar hagsmunamál núna, hvernig í ósköpunum eiga þeir að vernda okkur gegn kolkrabbaörmum ESB, þegar við erum gengin í þann ójafna klúbb?
Koma má fram að þökk sé nýlegum breytingum (sem komu í gegn í Lissabon samingnum) þá hafa aðildarríkin með flest fólk mest kosningavald. Hvar sitjum við, að því borði?

"sorrí og Diddi allir þessir slóðar....vá maður allt of flókið fyrir mann á mínum aldri."
Nú vil ég ekki móðga, en ég álít enga leti skaðlegri en leti hugans; að vilja ekki kynna sér mál eða ígrunda þau gagnrýnið er ávísun á ekkert gott... ógildir í raun áhrifasemi lýðræðis.
Ef fólk er ekki tilbúið til að kynna sér neitt á eigin spýtur, þýðir það mjög einfaldlega að fréttatímar sjónvarpsins og nokkur dagblöð séu eina sjónarhornið á raunveruleikann. Þá ákveður fólk ekki sjálft hvað sé mikilvægt og fréttnæmt, heldur lætur mata sig með frjálslega túlkuðum fréttum, þar sem atriðum er sleppt eftir hentugleika. Mörg mál er ekki einu sinni minnst á, mál sem eru afar mikilvæg... eru hreinlega ekki í almennri umræðu, nema þá afar illa upplýstri umræðu.

Þú sérð til Ólafur... en ég mæli með að þú kynnir þér meira ítarefni, sérlega um vankanta ESB. Því nóg er af "ESB  svo gott" áróðri.
Það er hægt að telja upp fjölmarga kosti yfir svona "bandalag". En, sé horft fram hjá virkilega mikilvægum atriðum eins og göllum í hinu lýðræðislega ferli ESB, þá fellur spilaborgin um sjálfa sig.

Það er nauðsynlegt að skoða grunninn vandlega til að vita hvort að hús sé vel byggt...

Diddi, 7.2.2013 kl. 13:48

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ólafur gjörðu svo vel það er asthildurcesil@gmail.com

Takk fyrir þitt innlegg Diddi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2013 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband