Sjávarútvegsstefna Dögunar samþykkt á félagsfundi.

Svohljóðandi bókun er að finna á www.xdogun.is :

by lillo

Á fjórða tug fundarmanna sátu félagsfundinn og atkvæðagreiðslur hátt í tuttugu. Á myndinni eru hjónin Helga Þórðardóttir og Gunnar Skúli Ármannsson.

Á fjölmennum og góðum félagsfundi Dögunar í Grasrótarmiðstöðinni í gærkvöldi (18. des.) var samhljóða samþykkt stefnumörkun í sjávarútvegsmálum. Fundurinn gerði nokkrar breytingar á tillögu sem kom frá málefnahópi um sjávarútvegsmál og lokaafgreiðsla fundarins var svona:

Stefna Dögunar í sjávarútvegsmálum grundvallast á nýrri stjórnarskrá þar sem kveðið er á um þjóðareign á auðlindum og nýtingarrétti þeirra. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og hámarka verðmætasköpun nytjastofna. Gagnger endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu mun byggjast á:

1) Að fullt jafnræði verði í aðgengi að veiðiheimildum.

2) Að greitt verði auðlindagjald fyrir afnotin sem renni til ríkis og sveitarfélaga.

3) Að framsal, framleiga og veðsetning veiðiheimilda verði óheimil.

4) Að aflahlutur sjávarbyggða sé tryggður og hluti veiðileyfa svæðisbundinn.

5) Að öllum nýtanlegum afla sé landað og enginn hvati verði til brottkasts m.a. með því að kvótasettum fisktegundum verði fækkað.

6) Að fjárhags- og rekstrarlegur aðskilnaður sé tryggður milli veiða og fiskvinnslu, allur afli fari á markað og verðmyndun sé 100% bundin fiskmörkuðum.

7) Að veiðiráðgjöf verði endurskoðuð og fleiri aðilar komi að ráðgjöfinni.

8 ) Að handfæraveiðar verði frjálsar.

9) Að settar verði framfylgjanlegar reglur um umgengni við auðlindina og hafsbotninn til að stuðla að endurnýjun, sjálfbærni og notkun umhverfisvænni veiðarfæra og aðferða við veiðar.

10) Að boðað verði til þjóðfundar sem fjalli um framtíðarkerfi fiskveiðistjórnunar og ráðstöfun arðs af auðlindum og tilnefni fulltrúa í nefnd til útfærslu á stefnunni.

Niðurlag:

Dögun er opin fyrir þeim leiðum í fiskveiðistjórn sem samrýmast ofangreindum markmiðum“.

Einnig var samþykkt ályktun um málefni hátæknisjúkrahússins fyrirhugaða við Hringbraut og er hún svofelld:

Horfið verði frá þeirri miðstýringarstefnu sem nú ríkir í heilbrigðismálum og kerfið byggt upp með minni og manneskjulegri einingum þar sem megináherslan verði lögð á alhliða grunn- og neyðarþjónustu fyrir alla landsmenn í heimahéraði.

Landspítali verði þannig áfram miðstöð lækninga á Íslandi og kennslusjúkrahús en hætt verði við byggingu nýs Landspítala að sinni.

Þess í stað verði bætt kjör heilbrigðis- og umönnunarstétta sem sinna grunnþjónustu um land allt“.

oOo 

Ég er afskaplega ánægð með þessa sjávarútvegsstefnu, og bara skil ekki af hverju það er ekki fyrir löngu komið á réttlæti í sjávarútvegi á Íslandi allri þjóðinni til hagsbóta, en ekki einhverjum örfáum aðilum sem hafa fengið óveiddann fiski í sjónum á silfurfati. 

Ég er líka ánægð með þá stefnu að hætta við þessa risabyggingu, sem örugglega myndi verða til þess að öllum fjórðungssjúkrahúsunum um landið yrði annað hvort lokað, eða yrðu einhverskonar neyðarskýli og geymslustaðir.  Því það þarf mikið fé í byggingu sjúkrahússins, og hvar á að taka þá peninga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Manstu þegar þú sýndir okkur myndir af konunni sem kemur hingað á hverju ári að selja alls kyns muni til styrktar barnaheimili erlendis ?  ég hitti manninn hennar í Mjóddinni og heilsaði upp á hann og sagðist vera vinkona þín, hann sagði að þú værir yndisleg manneskja og gerðir allt fyrir alla, ég keypti að sjálfsögðu hjá honum armband.  :) :)

Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2012 kl. 12:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En gaman að heyra Ásdís mín.  Gott hjá þér að styrkja gott málefni.  Og þau eru bæði yndislegt fólk og við erum ríkari að eiga svona einstaklinga í okkar samfélagi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2012 kl. 12:15

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála, ljúfur maður, við spjölluðum aðeins við hann og svo þurfti hann að skjótast í bókabúðina og við pössuðum básinn á meðan.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2012 kl. 12:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín með því að gleðja mig með þessu.  Þau eru einstök.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2012 kl. 12:45

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

flott

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.12.2012 kl. 13:28

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Anna mín, þetta er flott innlegg í sjávarútvegsmálin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2012 kl. 13:37

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Geri athugasemd við 3. grein og 6.grein.Framsal og leiga kvóta(aflaheimilda)hefur gert það að verkum að fyrirtækin hafa getað hagrætt í rekstrinum og gert hann hagkvæmari.Og að skylda fyrirtækin til að fara með allan kvóta á markað er ekki rétt að mínu mati.Mörg fyrirtæki eru með þannig samsetningu í rekstrinum(útgerð og landvinnslu)að þessi kvöð getur leitt til óhagkvæmni hjá þeim og það getur ekki verið tilgangurinn er það?Ég er hinsvegar hrifinn af mörkuðunum fyrir fyrirtækin sem sem eru eingöngu með landvinnslu(styrkir byggðir þar sem kvóti er ekki til staðar).Og ég set spurningarmerki við byggðarkvóta.Og mér finnst vinnandi að kanna fullvinnslu og frekari vinnslu úr aukaafurðum.Sakna þess líka að sjá ekki ákvæði um að styrkja rannsóknir í fiskiðnaði og sjálfvirkni (Róbóta)í greininni.Tækjabúnað í landvinnslu þarf að bæta og eins endurnýja húsakynni.Bið að heilsa.

Jósef Smári Ásmundsson, 20.12.2012 kl. 16:52

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Jósef.

Þessar tvær greinar eru eiginlega mestu bölvaldarnir í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.  Þar sem óréttlætið er mest.

Það var einmitt frjálsa framsalið sem var mesti byggðaeyðivaldurinn.  Veðsetningin var líka fyrst og fremst til að bjarga bönkunum ekki útgerðarmönnum. 

Númer 6 er einmitt staðreyndinn með þá sem verða að leigja sér kvóta. Þar er enginn miskunn sýnd og gerir það að verkum að stórútgerðarmennirnir geta haldið kvótaverðinu í hæstu hæðum.

Þegar þessir hvatar eru frá, munu þeir sem duglegastir eru geta haldið áfram og skussarnir að missa spón úr aski.

Ekki illa meint.  En þetta eru ef til vill sársaukafullar aðgerðir en engu að síðu nauðsynlegar.

Ef við viljum halda landinu í bygg, sterkri byggð þar sem menn ná vopnum sínum, þá er byggðakvótinn bráðnauðsynlegur.  Eins og þetta er í dag, getur útgerðarmaður án fyrirvara farið burt með allt sitt, auk þess að þeir eru í þeirri aðstöðu að hóta starfsfólkinu að ef það kýs ekki eins og útgerðarmaðurinn vill, fari þeir einfaldlega burt.  Þetta hefur verið stundað lengi um allt land af óprúttnum útgerðarmönnum.

Hér þarf að gefa upp á nýtt.  Og duglegir útgerðarmenn finna alltaf leiðir til að komast af, það er enginn hætta á öðru.  En það verður þá ekki á kostnað byggðanna kring um landið sem byggt hafa afkomu sína á sjávarútvegi frá upphafi, og hafa byggst upp kring um sjósókn heimamanna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2012 kl. 17:45

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Áshildur.Þetta er nú kannski eins og með mig sjálfan.Aðal gallinn minn er líka mesti kosturinn.Byggðaeyðisvaldurinn:Þá ertu væntanlega að tala um að kvótinn er seldur burt úr byggðarlögunum.En af hverju.Vegna þess að útgerðin gengur ekki upp á þessum stöðum heldur rekin með tapi.Er ekki miklu betra fyrir svona staði að vera eingöngu með landvinnsluna og kaupa fiskinn af fiskmörkuðunum,nú eða trillunum ef við myndum nú bara gefa okkur það að þær mættu veiða án þess að borga fyrir aflaheimildirnar (utan kvóta).Ef það yrði gert væri það kannski lausnin á þeim galla kvótakerfisins sem kemur að nýliðun í greininni.Eins og þú veist hefur Aflaverðmætið aukist ár frá ári og Sjávarútvegurinn stendur betur hérlendis(á íslandi)en í öðrum löndum en það hefur ekki alltaf verið svo.Ég man þá tíð þegar bæjarútgerðirnar,T.D.Þormóður Rammi á Sigló þurfti alltaf annað slagið að hlaupa suður til ríkisvaldsins eftir reddingum.Ég er alveg inn á því að banna veðsetningu og örugglega margt sem mætti breyta og bæta því lengi má laga svo batni.Og stórútgerðarmennirnir eru nú kannski stórútgerðarmenn vegna þess að þeir hafa verið duglegri en skussarnir.Ég vil ekki gefa upp á nýtt heldur segja bara:DRAGÐU,Eins og í veiðimanninum.Því eins og segi alltaf:LENGI MÁ LAGA SVO BATNI:

Jósef Smári Ásmundsson, 20.12.2012 kl. 19:31

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Jósef, þegar útgerðarmaður á Flateyri ákvað að selja allann sinn kvóta og skip, fór hann burt úr plássinu með milljarða í farteskinu,  sat fólkið eftir með sárt ennið.  Fiskurinn synti ennþá í sjónum fyrir framan nefið á íbúum.  Það var bara einhver annar sem fékk leyfið til að veiða hann, en fólkið í bænum mátti annað hvort flytja burt eða fara á atvinnuleysisbætur. Og ekki bara það, heldur bjuggu í verðlausum húsum, því ekki gátu menn selt hús þar sem enga atvinnu var að fá.   Smábátasjómenn eru að sligast undan kvótakaupum, sem stórútgerðin ræður alfarið verðinu á, og hefur eignarhald á kvótanum.  Þeir leigja út það sem þeir ekki nenna að veiða, eða vilja heldur fá pening beint í vasan heldur en að halda úti nógu mörgum skipum til að veiða þann kvóta sem þeir hafa sölsað undir sig.

Þetta er því miður gömul saga og ný síðan kvótakerfinu var komið á, og þá aðallega framsalinu.  Það er nógur fiskur í sjónum til að leyfa frjálsar krókaveiðar, sem myndu lyfta þessum smábátasjómönnum og litlu útgerðum til vegs og virðingar að nýju.  Það væri nær en að leyfa netaveiðar langt upp undir landi, þar sem botn er skapaður með tilheyrandi eyðileggingu á sjávarbotni.  Nú er svo komið að það blasir við að þekking á sjómennsku er að fjara út, þar sem þeim sem áður stunduðu smábátasjómennsku fækkar óðum, og þar sem sonur lærði af föður er ekki lengur til staðar nema í undantekningatilfellum.

Það er bara málið að útgerðirnar þurfa að fá að vera við sjávarsíðuna, þar sem fiskurinn er.  En ekki að flytja hann langar leiðir, eða landa honum í einu þorpi flytja hann svo landshorna á milli og jafnvel aftur til baka ef landvinnsla kaupir hann svo af markaði.  Það gerist all oft, og getur ekki annað en verið óhagkvæmt fyrir alla aðila. 

Aflaverðmæti hefur aukist með meiri tækni við vinnslu og veiðar.  Fullkomnari tækjabúnaði og skrifast á framvindu en ekki útgerðirnar sjálfar per se.

Það er ekkert sem heitir utan kvóta.  Meðan stórútgerðarmenn hafa í hendi sér aflaheimildirnar, þá vilja þeir ekki láta þær af hendi bara si sona án þess að fá greitt fyrir þær.  Þess vegna þarf að setja þau skilyrði ef ekki er hægt að innkalla kvóta, að þar verði þeim gert að veiða þann kvóta sem þeir hafa, og leiga eða framsal verði bannað.  Ýsa var í mörg ár utan kvóta, eða þangað til útgerðarmenn ákváðu að þeir þyrftu að fá verð fyrir hana líka, þá var henni kippt inn, þó ekki einu sinni veiddist það magn árlega sem mælt var með. 

Og flestir þingmenn eru í vasa útgerðarmanna, vegna þess að þeir borga ríflega í alla kosningasjóði, Steingrímur er þar ekki undanskilinn frekar en aðrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2012 kl. 20:42

11 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ásthildur..þetta er gott kerfi og stjórn sem við höfum haft á Fiskveiðum,með breytingum erum við að kippa undan greininni til að lifa af og valda atvinnuleysi hjá fólki.Er Dögun útibú frá Samfylkingunni??

Vilhjálmur Stefánsson, 20.12.2012 kl. 20:59

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Vilhjálmur minn, þetta kerfi ber dauðan í sér fyrir fólkið í landinu, en gróða fyrir L.Í.Ú félaga.

Dögun er ekki útibú frá Samfylkingunni.  Þar innanborðs eru margir sem ég þekki og hef unnið með til margra ára og suma áratuga, og ég veit vel hve vandað og gott fólk það er sem þar er innanborðs, þó auðvitað hljóti að fljóta með einn og einn sauður í dulargerfi.  En slíkir eru allstaðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2012 kl. 21:04

13 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jæja Áshildur mín.Þú segir þetta.Ég var í gær,fyrradag og daginn þaráður sð stríða honum Snorra í Betel og kallinn var orðinn svo þreyttur á mér að ég held hann hafi verið farinn að óska mér til helvítis.Það má nú ekki verða svo í okkar samskiptum kæra vinkona.Þú verður að fá frið til að halda áfram með jólabaksturinn og ferðabloggið,passaðu bara að baka jafn af gyðingakökunum og hálfmánunum svo sæmilegur friður haldist.En það er tvennt í stöðunni.1.Að vera sammála um að vera ósammála eða.2.Vera ósammála um að vera sammála.Þú ræður hvernig þú vilt hafa það.En svo óska ég þér og þínum gleðilegra jóla og færi ykkur hlýjar kveðjur héðan úr Eidalnum(það er að vísu brunagaddur en ég get nú ekki boðið þér uppá "kaldar"kveðjur skárra væri það).Enn og aftur,hafðu það notalegt um jólin og goðin geimi ykkur öll.

Jósef Smári Ásmundsson, 21.12.2012 kl. 07:05

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir hugulsemina Jósef ég vel að vera sammála um að vera ósammála, enda tel ég að hver eigi að fá að hafa sitt í friði.  Þetta með gyðingakökurnar og hálfmánana hefur fengið alveg nýja merkingu hjá mér  er reyndar hætt að baka smákökur eða yfirleitt.  Gerði það mikið þegar ég var með börnin ung heima.  En er orðin löt við slíkt í seinni tíð.  Þó tek ég mig stundum til með barnabörnunum og skreyti piparkökur það er alltaf jafn gaman.

En ég óska þér líka gleðilegs árs og friðar. 

Já ég hugsa að ég fari í kvöld á Silfurtorg og blóti goðunum með félögum mínum í Ásatrúarhópnum.  Það skal blóta sólstöðu þar kl. sex. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2012 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband