15.12.2012 | 14:03
Á ferð og flugi.
Ég er nýkomin heim, eftir ferðalag til að hitta elskuleg barnabörnin mín sem búa í útlöndum. En fyrst ákvað ég að koma við í Bjarkarlundi og fara þar á jólahlaðborð, þar sem ég ætlaði á fundi daginn eftir.
En ég var svo heppin að áður en ég fór, komu þýskir vinir mínir í heimsókn, og við áttum góða stund saman, þau buðu okkur Úlfi út að borða. Takk fyrir okkur Birgit mín og Stefan.
Á laugardeginum var svo haldið af stað í átt að Bjarkarlundi. Ég viðurkenni að ég var dálítið smeyk við að fara ein af stað, því ég vissi ekkert hvernig færðin væri. Það var nýbúið að vera leiðindaveður, en þetta gekk allt vel og veðrið afskaplega fallegt.
Litadýrðin meiri en orð fá lýst. Ísköld fegurð.
Sólina sjáum við ekki í dag, en hún veitir okkur samt ótrúlega mikið með sínu skini.
Fegurð ljóss og lita.
Það var vel tekið á móti mér í Bjarkarlund, þar eru eigendur Oddur Guðmundsson skólabróðir minn og hans elskulega kona Kolbrún Pálsdóttir. Þau eru aldeilis búin að dubba Bjarkarlund upp.
Það var heilmikið fjör á jólahlaðborðinu.
Fólkið þarna kann greinilega vel að skemmta sér.
Ekki var nú verra að fá að hlusta á Jóhann Pétur reita af sér brandarana. Þarna er hann með Addi Kitta Gau.
Grallararnir af Júlíusi Geirmundssyni voru þarna líka komnir til að skemmta sér.
Þar sem er hljóðfæri, mikrafónn og spilun, þar syngur Addi.
Gestgjafarnir Kolla og Oddur takk fyrir mig elskurnar.
O ha var fjör eins og sumir myndu segja Hér má sjá tvo af væntanlegum frambjóðendum Dögunar.
Hér erum við skólasystkini og fermingarsystkini og lýðveldisbörn.
Vona að Akureyringar og fleiri taki þessum unga manni vel í vor.
Það er gífurlega fallegt landslagið við Breiðafjörðinn.
Og þá var það fundurinn. Ég lét plata mig í kjördæmanefnd fyrir Dögun í norðvestur kjördæmi.
Fundurinn góður og margt skemmtilegt rætt, fyrir utan fyrirkomulag um lista í kjördæminu.
Það er ákveðin bjartsýni í gangi, vitandi af öllu því frábæra fólki sem er að vinna að framboðsmálum í dag, öll þessi nýju og fersku framboð, sem reyndar verður örugglega reynt að þagga í hel af valdinu. Það vill enginn láta taka frá sér völdin. Sérstaklega ekki þegar sigur blasir við mönnum, þá er von að þeir sýni tennurnar. En við eigum ekki að hlusta á svoleiðis. Við eigum að sækja fram og þora að gera eitthvað nýtt.
Þegar fundi lauk þurfti ég að aka til Reykjavíkur, og ég bara hvorki rata þar né kann mig þar. En sem betur fer átti ég hauk í horni sem ók á undanmér alla leið og á tvo staði sem ég þurfti að koma við á. Takk mín kæra
Það var gaman að setjast og spjalla við gömlu vinkonurnar mínar úr æskunni, Hildu og Dísu. Það var svo sannarlega gott að sitja og ryfja upp allt það gamla og góða.
Þá var að taka strikið ennþá sunnar og austar á bóginn en ég gisti hjá Bjössa okkar og Marijönu.
Hér eru Arnar Milos og Davíð Elías, litlu drengirnir okkar sem núna búa í Njarðvíkinni. En ég segi meira frá þeim næst, og svo verður haldið út til að hitta öll hin.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegir Vestfirðirnir okkar í snjónum og meiriháttar að sjá myndir af ykkur skólasystkinunum og Kollu hans Odds. Líka af litlu strákunum.
En heldurðu að þetta séum örugglega við Hilda? Mér sýnast þetta vera eldri konur . Takk æðislega fyrir komuna, það var svo frábært að fá stund til að spjalla . Hlakka til að fá meira að heyra um ferðina.
Dísa (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 22:22
Dísa mín, ég held að þetta sé svona back to the future .... eða þannig Við erum auðvitað bara börnin sem við vorum þá, það breytist aldrei. Sem betur fer, og þannig er það bara með okkur sem ólumst upp saman í kærleika og umhyggju allra foreldra á svæðinu, sem áttu okkur öll, og báru alltaf umhyggju fyrir okkur hvort sem það var barn nágrannans eða eigið afkvæmi, þau voru jú öll komin hingað frá harðneskjulegum svæðum nyrst af öllu norðlægu og vissu að samtakamátturinn og umhyggjan fyrir næsta nágranna skiptu hreinlega sköpum. Og upp úr þeirri reynslu erum við sprottinn og vinnum nákvæmlega eftir því sem það fólk sem við erum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 23:01
Hjartanlega sammála, við áttum svo gott að eiga að "þorpið" sem þarf til að ala upp barn og búum að því alla tíð. Enda þegar ég hugsa til baka finn ég hvað var mikið af yndislegu fólki allt um kring. Það er svo gott að búa að þessum minningum og þeirri hlýju sem þær veita .
Dísa (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 08:51
Já við vorum heppin börnin á Stakkanesinu. Þar sem eiginlega allir foreldrarnir komu frá fámenninu á Hornströndum og stóðu því saman í að vernda okkur, án tilliti til þess hvort það var þeirra barn eða næsta nágranna.
Sennilega hefur það mótað mig meira en mig grunar Dísa mín, og gefið mér meiri yfirsýn á hvað kærleikur í raun og veru er takmarkalaus.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 11:12
Gaman að sjá skólasystkinin mín,hef aldrei séð Odd síðan við vorum 16-17
kveðjur til ykkar,Erla SV.
Erla Svanbergsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 23:43
Þar sem er hljóðfæri, mikrafónn og spilun, þar syngur Addi - stóð undir einni myndinni. En af hverju ekki Ía? Hvar sem hún getur gripið í gítar, á hún að syngja.
Laufey B Waage, 17.12.2012 kl. 09:49
Erla mín bestu kveðjur til þín líka. Oddur fór ungur að heiman og hefur haslað sér völl á Patreksfirði með miklum sóma.
Laufey mín eigum við ekki bara að segja að ég sé orðin löt. Takk annars
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2012 kl. 11:00
Gott að vera búin að fá þig aftur með myndasýningar :) takk fyrir þetta, það hefur verið stuð í Bjarkarlundi.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2012 kl. 11:37
Takk Ásdís mín, já það var feiknafjör í sveitinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2012 kl. 22:06
Það hefur verið yndislegt að heimsækja barnabörnin og auðvitað foreldrana líka;)
Hlakka til að sjá myndirnar frá þeirri ferð.
Kidda, 18.12.2012 kl. 09:58
Takk Kidda mín Svo sannarlega var það yndislegt. Verst að ég er orðin eftir á í öllu jólastússinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2012 kl. 10:47
Já, svona utanlandsflakk tefur allt jólastúss en sem betur fer þá koma jólin nú samt þó svo að allt klárist ekki sem maður ætlar sér að gera ;)
Kidda, 19.12.2012 kl. 10:27
Einmitt, það er bara þetta með pakkana til barnanna úti og svo jólakortin sem ég hef haft áhyggjur af. Allt hitt má bara sigla sinn sjó.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2012 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.