Dögun - í vinnslu.

Þeim sem hafa áhuga á að vinna að nýju framboði, og láta til sín taka þannig, gefst kostur á að vinna með Dögun nýju framboði.  Hér er boðað til stofnfundar kjördæmaféalgs Dögunar í Norðvesturkjördæmi, og þangað eru allir velkomnir sem vilja vinna með framboðinu:

Hér með er boðað til stofnfundar kjördæmafélags Dögunar í Norðvestur kjördæmi.

Fundurinn fer fram miðsvæðis í kjördæminu, í Bjarkarlundi í Reykhólahreppi, sunnudaginn 25. nóvember næstkomandi kl. 14 til 18.

Dagskrá:

 1 Ákvörðun um stjórnarkjör. Kosning í stjórn eða ákvörðun um póstkosningu, sem lokið yrði fyrir þriðjudaginn 11. desember.

 2 Umræður um aðferðir um val á framboðslista í kjördæminu, sbr. 39. gr. laga Dögunar.

 3 Önnur mál.

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér hvað Bjarkarlundur hefur upp á að bjóða, en nefna má að kvöldið fyrir fundinn fer fram villibráðarveisla á staðnum með tilheyrandi skemmtidagskrá og dansleik; ef fólk vill mæta á laugardeginum, hafa það gott og gista.

 Fólk sem ráðgerir að sækja stofnfundinn er beðið að hafa samband við einhvern úr undirbúningshópnum:

 

Ásthildur C. Þórðardóttir 456-3351/618-7751 asthildurcesil@gmail.com

 Gísli Páll Guðjónsson 662-4888 gislipall@yahoo.com

 Hanna Þ. Þórðardóttir 860-1275 kodid@simnet.is

 Helgi Helgason 899-6125

 Pálmi Sighvatsson 897-5823 dreki@isholf.is

 Örn S. Sveinsson 456-2563

 Nýir félagar velkomnir. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Dögunar www.xdogun.is.

 Undirbúningsstjórnin

En það er ekki allt, þeir sem vilja vinna að stefnumálum flokksins, geta ennþá komið að þeirri vinnu og lagt sitt af mörkum, sjá hér:

 Góðan daginn kæru Dögunarfélagar.

Dögun vill bjóða félagsmönnum að koma að málefnastarfinu.

Stefnur í hinum ýmsu málefnahópum eru nú í mótun og félagsmenn eru beðnir um að láta vita ef þeir hafa áhuga á að koma að stefnumótun í málefnahópunum. Upplagt er að senda/skrá í gegnum netfangið xdogun@xdogun.is.

Nokkrir málefnahópar eru komnir af stað og aðrir að fæðast – og vel tekið í hugmyndir um málefnahópa um önnur mál. Þeir málefnahópar sem komnir eru af stað eru:

Efnahagsmál - þar undir eru líka skatta og atvinnumál

Jafnréttismál

Náttúra - umhverfi - samgöngur

Réttlæti og siðvæðing

Sjávarútvegsmál

Heilbrigðismál

Utanríkismál

 Bestu kveðjur,

f.h. starfsmanna;

Andrea J. Ólafsdóttir

Hér gefst fólki tækifæri á að láta til sín taka og vinna að nýju framboði, og að leggja sitt af mörkum í stefnumótandi vinnu. 

Hér er gott fólk sem vill virkilega breyta pólitíkinni.  Það væri gaman að sjá ungt fólk, og eldra auðvitað koma inn og leggja sitt af mörkum.  Við verðum að leggja okkur fram, ef við virkilega viljum breyta og bæta samfélagið, það verður ekki gert með sama gamla þreytta settinu og sömu gömlu frambjóðendunum, sem raunar hafa sáralítið fram að færa, og það sem þeir hafa frambærilegt eru mest sömu gömlu loforðin sem svo hafa verið svikin eftir kosningar. 

Höfum við þor og kjark til að gera eitthvað annað? Eða viljum við bara hjakka í sama farinu aftur og aftur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Eru Vestfirðin gengnir af vitinu,! Dögun farið það í kolbrennt að sóa atkvæðum í vitleysu er ekki nó komið????????

Vilhjálmur Stefánsson, 23.11.2012 kl. 22:36

2 identicon

Tvisvar í dag hef ég hlustað á 30 ára gamla ræðu Vilmundar Gylfasonar frá því í nóvember 1982. Algjörlega tímalaus snilld!

Það ætti að skylda alla Íslendinga til þess að hlusta á þessa ræðu áður en þeir greiða atkvæði í Alþingiskosningum.  Hann sá í gegnum þetta allt saman og kemur í raun fram sem samviska þjóðarinnar. 

Ég vil sjá Hægri Græna, Samstöðu og Dögun ná inn fólki.  Það er undir okkur sjálfum komið að kjósa spillinguna burt.   

Seiken (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 22:58

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Því miður upplifði ég undirferli á stofnfundi Dögunar, og eftir það sá ég ekki tilgang í að styðja það framboð. Heiðarleiki og traust var það sem ég var raunverulega að leita eftir!

 Traustið er vanmetið!

M.b,kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.11.2012 kl. 23:04

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vilhjálmur minn, nei ekki gengi af göflunum, en frekar svona að leita nýrra leiða til að innleiða betri stjórnunarhætti í Lýðveldinu Íslandi.

Sammála Sheiken bæðí með Vilmund og að þessi nýju framboð komi sterkt úr úr kosningum.  Það er raunar lífsspursmál að fólk þori að breyta til og veita nýjum aðilum brautargengi.

Anna Sigríður mín, hvar finnur þú heiðarleika og traust? Í gömlu flokkunum, eða Samstöðu, eða ef til vill í Hægri grænum?  Ég segi bara við fólk, skoðið nýju framboðin og finni þar eitthvað sem hentar ykkur, ekki henda út af borðinu því sem getur ef til vill rifið okkur upp úr þessum hjólförum sem við virðumst vera föst í. 

Við höfum núna einstakt tækifæri til að skrifa söguna upp á nýtt, ekki eyðileggja það með því að kjósa fjórflokkinn, þorum að breyta til og þarna eru allavega þrjú ný framboð sem hægt er að skoða og virkilega finna eitthvað þar sem við getum stutt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2012 kl. 23:38

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elskuleg mín, hér er verið að bjóða fram aðra valkosti en fjórflokkinn, þá er ég að tala um Samstöðu, Hægri Græna og Dögun,  mér sýnist Björt framtíð vera svona útibú frá Samfylkingunni, en vonandi hef ég rangt fyrir mér.

Ef þið virkilega viljið breytingar, þurfið þið alvarlega að skoða þessa þrjá möguleika og skoða hvort það hentar ykkur að leggja trúss ykkar við þessi nýju framboð.

Það er marg talað og mörgu lofað af frambjóðendum.  En þá segi ég á móti, skoðið ekki bara loforðin og fallegu orðin, skoðið líka efndirnar sem þetta fólk hefur nú haft fjögur ár til að gera sitt til að ráða bót á þeim loforðum sem þau gáfu okkur.

Það þýðir ekki lengur að segja, ég kýs ekki þennan flokk af því að þessi maður er þar, eða þau hafa ekkert gert... svo fremi þar sem nokkrir þingmenn hafa komist inn fyrir þröskuldin og ráða í rauninni engu.  Eða "ég hef alltaf kosið sama flokkinn og ég vil ekki breyta þar um.  Það er í sjálfu sér skiljanlegt ef menn eru ánægðir með sinn flokk og sína frambjóðendur.  En ef þeir eru ekki ánægðir, en kjósa samt sem áður það sama aftur og aftur er því miður heimska og heimóttarskapur sem er ekki ásættanlegur.

Ef við virkilega viljum breyta áherslum, og virkilega viljum breytingar, þá þurfum við að hafa kjark og þor til að veita öðrum flokkum brautargengi.

Það má gera slík í undantekningartilfellum, ef menn eru alveg að gera í brækur af áhyggjum af sínu fólki.  Og þá bara til að sýna þeim að þau þurfa að virða kosningaloforð og sinna kjósendum.  Ef þau gera það ekki, er nauðsynlegt lýðræðisins vegna að refsa þeim í eitt skipti, og þá veit ég að fólk fer að hugsa sinn gang. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2012 kl. 00:09

6 Smámynd: Jens Guð

  Ég styð Dögun.  Ég kvitta undir hvert orð í "kommenti" #5 og bloggpistli. 

Jens Guð, 24.11.2012 kl. 01:32

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens minn gott að heyra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2012 kl. 01:42

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gangi þér vel baráttukona

Sigurður Þórðarson, 24.11.2012 kl. 16:36

9 identicon

Vill sjá eitthvað nýtt og heilbrigt. Á hreinu að það verða ekki þessir úr sér gengnu 4flokkar .Hlustaði á ræðu hans Vilmundar og þvílíkur snillingur sem hann hefur verið  á þessum tíma og á ennþá á við í dag.

Ég hef kjark og þor,

Því mér hugnast ekki  þessi gömlu spor.

Og atkvæði mitt mun ég nýta.

Sjáum hvað skeður næsta vor

þegar 4flokkinn við munum snýta.

Því  mun ég kjósa eitthvað nýtt og ferskt sem allir ættu að gera. Hvaða nýja framboð menn svo velja, er svo hvers og eins. En eitt er víst að hér þarf breytingu og við höfum tækifæri til þess núna. Það þarf bara hugrekki til að kjósa eitthvað nýtt.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 00:42

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Siggi minn.

Vel mælt Sigurður Kristján.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2012 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2020882

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband