Drukknir eldri borgarar.

Æ svona frekar ósmekklegt innlegg þessa ágæta frambjóðenda um eldri borgara, og ýmislegt þarna sem hann hefði sennilega betur ósagt látið.  En svona er þetta í von um athygli segja menn oft meira en gott þykir.

Ég hef oft hér á yngri árum farið í hópferðalög með ýmsum ferðafélögum, og ég hef ekki orðið vör við þessa hel-drykkju eldri borgara.  Hvað þá að það hafi gengið svo langt að þeir hafi verið hættulegir barnabörnum sem þeim hefur verið trúað fyrir, þannig að foreldrar hafi þurft að koma og sækja börnin.  Þetta er svo sem ekki útilokað en ja hérna hér, hann lætur eins og þetta sé daglegt brauð.

Ég hef raunar enga trú á því að foreldrar treysti ömmu og afa fyrir börnunum sinum ef þau eiga við vandamál að stríða, þannig að þau hleypi börnunum sínum til útlanda með afa og ömmu, ef það er einhver hætta á að afi og amma bara detti íðað og geti ekki sinnt sínum barnabörnum.  Og engin þarf að segja mér að ef afi og amma eiga við slík vandamál að etja að þeim sér treyst fyrir barnabörnunum, og annað ... fólk verður ekki alkólistar bara við að komast í ódýrt brennivín.

Þannig að já Sigurður þetta er ódýrt skot og þér til skammar.


mbl.is „Drukku frá sér ráð og rænu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Athygli vekur að það eru bara eldri borgarar og skólafólk sem drekka mest að mati Sigurðar. En þess ber að gæta að hann skrifar þetta í framhaldi af því að Amma var tekinn ölvuð meðbarnabarnið í Bílnum, en ég þekki nokkrar ömmur sem eru 34 ára og teljast varla vera eldri borgarar, en var þessi Amma eldri borgari?

Eyjólfur G Svavarsson, 23.11.2012 kl. 00:49

2 identicon

Fararstjórar upplifa atvik sem ekki allir sjá og sem hefðu kannski betur ekki gerst. Það þarf ekki nema einn til. Drykkja á herbergjum, ósætti og feluleikur. Rifrildi og leiðindi.

Auðvitað eiga foreldrar barna að þekkja drykkjusiði sinna foreldra og þá gerast ekki svona hlutir. Jú, oft voru vandamál á hótelum þar sem þeir eldri voru svo út úr drukknir og erfiðir, að hálfa var nóg.

Hjón slógust á hverju kvöldi og bornin upplifðu það aðeins 6 og 9 ára. Í skoðunarferðum var oft einn útsmoginn og konan lét fara lítið fyrir sér. Á hverjum áfangastað var alltaf sama rútínan "Hvar er klóstt? Og svo röllti hann af stað með bakpokan og allt tók sinn tíma.

Jú, það fynnast eldriborgarar sem rennur nánast aldrei af, því miður. En ástandið hefur stór lagast seinni ár.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 00:49

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta blogg var ódýr auglýsing á mogganum fyrir hann sjálfann, hann er svo metnaðarfullur að hann sækist eftir 6. sætinu.  Ég skil ekki fólk að bjóða sig fram í 6 sætið, af hverju ekki allir eru jafnir og þeir sem flest atkvæðin fá fara í fyrsta sæti og svo framvegis :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2012 kl. 01:44

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er afar ófagmannlegt hjá Sigurði verð ég að segja. Þótt að flestir fararstjórar og leiðsögumenn séu ekki bundnir neinum þagnareiðum, er gengið út frá því að þeir haldi trúnað við viðskiptavini sína. - Hverju kunna leigubílstjórar og dyraverðir skemmtistaða að segja frá, ef þeir vildu?

Sigurður er þarna að feta í fótspor flokksfélaga síns Geir Jóns löggu sem hikar ekki við að nota þær upplýsingar sem hann hafði aðgang að sem lögga til að kma höggi á pólitíska andstæðinga sína og láta á sér bera í leiðinni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2012 kl. 06:25

5 identicon

Sá yðar sem syndlaus er,

kasti fyrsta steininum.

það er margt til í því.

jóhanna (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 08:00

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessum bloggara klæjar óskaplega undan pólitískum metnaði sínum þessa dagana og ryður því frá sér hverju blogginu á eftir öðru, misjöfnum að gæðum, sér til hugarhægðar. Hann gerði sér, í einu blogginu, mikinn mat úr útkomu einstaklinga í prófkjöri annars flokks og sagði taldi ástæðuna vera skort á eftirspurn. Mig grunar að þar hafi hann skotið sig í fótinn því eftirspurnin eftir honum í komandi prófkjöri verði mun minna en framboðið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.11.2012 kl. 10:44

7 identicon

Einkennileg aðferð frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins til að ná athygli. Það hlýtur að vera umhugsunarvert fyrir þá sem koma til með að kjósa í þessu prófkjöri að Sigurður skuli ekki hafa annað fram að færa ... mikil er málefnafátækt hans.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 12:38

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.  Já ég segi að það er betra að vanda sig þegar maður vill fá athygli.  Það er nefnilega ekki alltaf eins og Bryndís Schram sagði eitt sinn að slæm athygli væri betri en enginn.  Fólk vill fá jákvætt og heiðarlegt fólk í framboð.  Og þetta er ekki leiðin. 

Það getur vel verið satt að sumir fari að drekka meira þegar þeir eldast, en þá er einhver veikleiki fyrir, og svona ferðir auka jú líkurnar á að fólk skvetti í sig.  En samt, stundum má satt kyrrt liggja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2012 kl. 13:40

9 Smámynd: Már Elíson

Ég er sammála Svani Gísla (aths.4) í einu og öllu og finnst þetta alls ekki persónu Sigurðar til framdráttar. - Einhvernveginn, með þessu, tókst honum að skjóta sig í andlitið. - Bæði er þetta orðum aukið og lyktar af framboðsfnyk. - Þetta er þar að auki algert brot á þeim persónulega trúnaði sem maður á að sýna við svona störf og hrein og klár fanatík og ofstopi. - Fyrir hvaða flokk er hann svo að bjóða sig fram ? - Áttar hann sig ekki á því að þessi flokkur hans lyktar nú þegar langar leiðir af skömm og voðaverkum undanfarið og undanfarna tugi ára hvar sem fæti er niður stigið ? - Maðurinn þarf rækilega tilsögn um hvernig á að fela voðaverkin, hjá "hádegismóra". 

Már Elíson, 23.11.2012 kl. 14:19

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svanur, hann er ekki að brjóta neinn trúnað ef hann nefnir enga á nafn.

Ég ók leigubíl á Steindóri laust eftir 1980. Þá var (og er) mikið talað um drykkjulæti unglinga um helgar, sérstaklega í miðbænum (Hallærisplaninu). Mín reynsla og að ég held annarra leigubílstjóra er sú að unglingarnir eru kurteisustu og þægilegustu farþegarnir. Fólk á aldrinum 40-50 ára var eiginlega verst af þeim sem voru ölvaðir á annað borð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2012 kl. 15:09

11 Smámynd: Már Elíson

Gunnar mótþrói, - Þó að þú hafir ekið leigubíl og séð margt misjafnt er ekki þar með sagt þú EIGIR að tjá þig um einstaka hóp eða aldurshóp eða segist geta gert það bara ef þú nefnir ekki nöfn. - Trúnaður er trúnaður en hann getur líka búið hið innra í mönnum. - En menn eru misjafnlega gerðir. - Nöfn eru aukaatriði ef þú þú hefur það í huga. - Það er almenn kurteisi og innri "commonsence" að vera ekki að blaðra um aðra en það segir oft margt um hinn innri mann gerandans. - "Unglingar" 1980 eru ekki "unglingarnir" í dag. - Þú hefðir ansi lítið að segja í ungmennin sem myndu snarast inn í bíl hjá þér í dag. - Annaðhvort ertu blindur eða heyrnarlaus, eða bæði, og hefur ekki fylgst með eða komið í miðbæ Reykjavíkur eða úthverfin síðan þú fluttist út á land..(?)

Már Elíson, 23.11.2012 kl. 15:24

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skelfing ertu vitlaus greyið mitt

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2012 kl. 16:11

13 Smámynd: Már Elíson

Þetta er allt í lagi, hr. fyrrv. leigubílstjóri...Skil særindi þín og meðtek. - Samt eitthvað svo merkilegt "comment" hjá þér..og lýsir þér eitthvað svo umkomulausum í svargetu....

Már Elíson, 23.11.2012 kl. 16:57

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Gunnar

Sem leigubílstjóri heyrir þú margt sem sagt er í aftursætinu á bílnum þínum og ekki er beinlínis ætlað þínum eyrum. Ef þú færir að blaðara um það, jafnvel þótt þú nefndir ekki nein nöfn,  mundir þú ekki endast lengi sem leigubílstjóri. Það ríkir og á að ríkja ákveðin trúnaður milli viðskiptavina og fólks í þessum þjónustustörfum, jafnvel þótt hann sé ekki formlegur eða tryggður af trúnaðarheiti. -

Það er síðan fyrir neðan allar hellur að reyna að slá sér upp á slíkum upplýsingum þegar maður hyggir á pólitískan frama. Það er fyrst og fremst siðlaust, ef ekki ólöglegt, sem það reyndar er í tilfelli Geir Jóns.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2012 kl. 18:00

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég tek ekki afstöðu til framboðs Sigurðar en þetta er regin misskilningur í þér með trúnaðinn. Gamansögur frá læknum, lögreglu, úr bönkum og mörgu fleiru er vinsælt skemmtiefni. Engan hef ég séð hneykslast yfir slíku. Þú ert algjörlega úti á túni í þessum efnum, Svanur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2012 kl. 19:05

16 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Voðarlegar upphrópanir eru út af einni Konu sem misteig sig. Væri ekki rétt að rína í Fréttir sem skipta okkur meira máli??það væri nær að rita um þessa vesælu Ríkisstjórn sem tekur ekki eftir að Fólk er að missa Húsnæðin ofan af sér og sumir eiga ekki fyrir mat og Ellilýfeiriþega ná ekki endum saman.þessi Ríkisstjórn kom í veg fyrir að Ellilýfeirisþegar fengju kjarabætur eins og aðrir þjófélagþegnar..

Vilhjálmur Stefánsson, 23.11.2012 kl. 20:43

17 identicon

Hvað er samt rangt við að benda á að ákveðnir samfélagshópar drekki verr en aðrir? Og er það ekki bara jákvætt að hann hafi áhyggjur af því? Er þetta ekki bara umhyggja fyrir samborgaranum?

Jón svanur (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 21:29

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón svona í flestum tilfellum hefði maður haldið það.  En hér er maður að blogga til að vekja á sér athygli sem frambjóðandi, það setur málið dálítið í annan farveg að mínu mati.  Og svo er einhæft afar mikið.  Þannig að það vekur viðbrögð.

Vilhjálmur minn hvaða kona er það sem skapar allar upphrópanir af því að hún migsteig sig.  Þú ert vonandi ekki að vísa í mig?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2012 kl. 23:59

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Missteig sig átti þetta að vera

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2012 kl. 23:59

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sigurður er nú ekki að byrja að blogga núna, af því hann er að fara í framboð. Ég hef fylgst með bloggi hans nokkuð lengi og það er oft áhugavert. Hann hefur t.d. bloggað mikið um útivistar og ferðamál í náttúru Íslands og er mjög fróður um þau efni.

Og ég efast stórlega um að akkúrat þetta blogg hans um drykkju íslenskra eldriborgara á Kanarí, hafi hann hugsað til að vekja athygli á framboði sínu. Það er söguskýring andstæðinga Sjálfstæðisflokksins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2012 kl. 00:47

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gunnar minn, það má alveg vera, en hvað kom honum þá til að fara að ræða þessi mál á þeim nótum sem hann gerði.  Ég get alveg tekið undir það að Sigurður hefur oft komið með áhugaverða punkta í sínu bloggi.  Þess vegna var ég hissa á þessari vegferð hans.  Eins og þú veist Gunnar minn, gerum við ákveðnar væntingar til fólks.  Og það er nákvæmlega þannig að þegar þeir sem bregðast þeim væntingum koma svoleiðir fram þá tekur maður afstöðu.  Og ég verð að viðurkenna að í svona kosningaham sem margir eru í, þá er maður á varðbergi og eflaust tekur öllu sem fram kemur á þann veginn.  Veit svo sem er að þeir kandidatar sem eru að bjóða sig fram, og eru ekki þóknanlegir elítum flokkanna eiga afar lítin sjens á að vera meðteknir.  Það er nefnilega svo að það er löngu búið að ákveða hverjir eigi að skreyta lista fjórflokksins.  Og þar eiga aðrir ansi litla möguleika á að komast að.  Því miður, vegna þess að það væri einmitt talið til tekna að endurnýja þessa lista.  En sem sagt, það verða bara sömu gömlu brýnin sem verma efstu sætin áfram því klíkan er söm við sig.  Það hafa margir öðlingar og gott fólk reynt að laga kúrsinn í Sjálfstæðisflokknum núna frá DOtímanum, en hafa ekki erindi sem erfiði.  Samt berjið þið hausnum við steininn og vonist eftir að þetta verði aftur svona stétt með stétt dæmi, og flokkur allra landsmanna.  FLokkurinn er löngu horfinn inn í klíkuskap og ættingjaveldi og á ekki afturkvæmt.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2012 kl. 01:40

22 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það fer fjarri að ég sé að vísa í þig Ásthildur,þaðmundi ég aldrei gera.Ég hef ekki smekk fyrir því þegar Fólk er að velta sér upp úr ógæfu annara..

Vilhjálmur Stefánsson, 24.11.2012 kl. 10:25

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vildi bara vita það Vilhjálmur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2012 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 2020790

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband