Ég mun segja mig úr Neytendasamtökunum.

Þegar ég heyrði þennan fréttaflutning frá Neytendasamtökunum ákvað ég að segja mig úr þeim samtökum.  Er ekki búin að því en mun gera það á næstu dögum.  Ef þessi samtök eru svona langt burt frá raunveruleikanum og þetta sýnir, vil ég ekki vera þar innan búðar lengur.  Skammtíma hugsun að öllu leyti, sér í lagi þegar tekið er tillit til þess að það hefur ekki verið reynsla allra landa að vöruverð lækki, sumstaðar hefur það hækkað, og svo í annan stað þar sem þau tala um meira vöruúrval, þýðir ekkert annað en innflutning á hráu kjöti með allri þeirri hættu sem við það skapast.

Og ég verð að segja það, þegar ég er lengur en mánuð erlendis í ESB löndum er ég orðin svo þreytt á kjötborðum þar að það er tilhlökkun að komast í kjötborðið í Samkaupum á Ísafirði. 

Nei hingað og ekki lengra Neytendasamtök, hér segi ég pass.


mbl.is Gengu út af fundi starfshópsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þó fyrr hefði verið,varasamur félagsskapur sem heillast af ESB.Verjum okkar Landbúnað fyrir þessu hyski..

Vilhjálmur Stefánsson, 22.11.2012 kl. 17:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hafa ekki Neytendasamtökin um langa hríð snúist um það eitt að skaffa Jóhannesi Gunnarssyni þægilega innivinnu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.11.2012 kl. 17:35

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það getur vel verð Axel, en nú er komið nóg hjá mér.  Jamm Vilhjálmur grímulaust dekur við esb og illvilji til íslenskra bænda verður ekki liðið á mínu heimili.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2012 kl. 17:59

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hef aldrei gengið í þessi samtök og mun aldrei gera

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.11.2012 kl. 21:05

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Segi mig úr þeim á morgun.

Sigurgeir Jónsson, 22.11.2012 kl. 21:28

6 Smámynd: Jón Þór Helgason

Mér finnst annars merkilegt að Neyendasamtökinn hafi ekki skipt sér að framkomu bankana við Neytendur.

Jón Þór Helgason, 22.11.2012 kl. 21:31

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá þér Milla.

Jamm Sigurgeir, ég mun gera það líka.

Það sýnir bara hversu takmörkuð samtökin eru á það sem skiptir máli.  Landbúnaður er þeirra ær og kýr og allt sem þaðan kemur er óvinveitt,  já hingað og ekki lengra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2012 kl. 22:28

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

jón þór, ég á bréf frá því að ég mótmælti myntköfrulánini mínu og Jóhannes í neytendasamtokunum studdi það. En auðvitað ekki meir, hann sagði að valdsviðið hans næði ekki lengra = 0.

Veru ekki reið við  neytendasamtökin, alla vega er ég það ekki, heldur sjálfa mig (þott ég hafi aldrei kosið framsókn, né sjálfstæðisflokk). Við sofnum á verðinum og látum eins og það sé ekki lyðræðisþjoðfelag á Íslandi!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.11.2012 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband