Um glansmynd Þorsteins Pálssonar og co. Plús nokkrar vetrarmyndir teknar í gær.

Nokkrar vetrarmyndir.

IMG_6992

Þessar myndir voru teknar í gær.

IMG_6955

Það er oft fallegir skúlptúrar í svona vetrarmyndum.

IMG_6956

Kúlan í dag.

IMG_6957

Fegurð haustsins er afgerandi.

IMG_6989

Birtan á þessum tíma er falleg fyrir sálina.

IMG_6990

Algjörlega.

IMG_6991

Og friðsældin ein ríkir.

IMG_6992

Svo fallegt.

Er að hlusta á Spegilinn og er orðin sannfærð um að þar er stundaður grímulaus áróður fyrir Esb aðild, nú eru þeir búnir að greina ástandið og ætla að telja okkur trú um að okkur stafi enginn hætta af sjávarútvegsstefnu ESB, það sé bara heimatilbúin mýta að okkur stafi nokkur ógn af sambandinu í því efni, trúi því hver sem vill, ég geri það ekki.

Talandi um annað, einn einlægasti Esb sinni sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson tala um glansmynd andstæðinga sambandsins á gæðum landsins: http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1267852/

Ég myndi hafa mikla ánægju af að senda þennan mann ona way ticket til Brussel og vona svo sannarlega að ég fái þeirrar ánægju aðnjótandi.

En Þorsteinn hér er glansmynd, tekinn beint upp úr skýrslunni frá ESB:

 

The European Union has brought great advantages

to all Europeans – stability, prosperity, democracy,

human rights, fundamental freedoms, and the rule

of law. These are not just abstract principles.

They have improved the quality of life for millions

of people. The benefits of the single market for

consumers in the EU are obvious: economic growth

and job creation, safer consumer goods, lower

prices, and greater choice in crucial sectors like

telecommunications, banking and air travel, to name

but a few.

By multiplying these opportunities, EU enlargement

has also been beneficial overall for European

economies. The economic and financial crisis

has exposed the union and its currency to an

unprecedented test. It has shown that its members

are mutually dependent and that new forms of

solidarity and economic cooperation are needed

to face the challenges of the globalised economy.

When responses to the crisis are discussed on the

global stage, the enlarged EU carries more weight

and acts as a stronger international player.

As well as promoting economic and financial

solidarity and opportunities for consumers, the EU

is a community of values. We are a growing family

of democratic European countries committed

to working together for peace and freedom,

prosperity and social justice. And we defend these

values. We seek to foster cooperation among the

peoples of Europe, while respecting and preserving

our diversity.

Talandi um glansmyndir.

Verði ykkur að góðu ágætu ESB sinnar eigið ykkar drauma í friði, og við megum þá eiga okkar drauma. Þetta er tekið beint upp úr skýrslu ESB.

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Takk fyrir flottar raunverulegar glansmyndir að vestan.

Þau eru óteljandi mörg, öll óskrifuðu og ósamþykktu blöðin og reglurnar, hjá ESB-AGS-heims-bankamafíunni.

Á Spáni finnst þeim háttsettu og ESB-mútuðu óþægilegt hvernig eigi að útskýra fyrir almenningi heimsins, að fólk velji að fyrirfara sér fyrir framan nefið á aftöku-þjónum bankaræningjanna! Fólk velur að taka sjálft sig af lífi, frekar en að lifa við ESB-"friðsamleg" dauða/þrælakjör, sem bíða fórnarlamba bankaræningja ESB og AGS, víða um heiminn!

Það er ekki flókið að skilja fólk sem vill yfirgefa slíkan AGS-ESB-"frið" í Evrópu og víðar í heiminum öllum.  Svona  ESB-"friður" er fangelsi og þrælahald, sem byggist á stjórnsýslu-heilaþvotti siðblindra heimsstjórnenda.

Með svona stjórnsýslu-vinnubrögðum skapast ekki friður í heiminum. Það er 21. öldin núna. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.11.2012 kl. 20:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Anna Sigríður mín, einmitt í því ljósi er rétt að lesa vel og vendilega þessar setningar:

The European Union has brought great advantages

to all Europeans – stability, prosperity, democracy,

human rights, fundamental freedoms, and the rule

of law.

Er það ekki alveg frábært að sjá svona mikla góðmennsku og réttsýni?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 20:55

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Takk fyrir fallegar myndir af Hinum tignarlegu Vestfirsku Fjöllum sem eru hluti af mínu uppeldi.Við viljum ekki að þau verði hluti af Efrópuveldinu. Stöndumföst fyrir og vendum okkur fyrir ESB.

Vilhjálmur Stefánsson, 12.11.2012 kl. 21:53

4 identicon

     Myndirnar gleðja augað!!!!

     Takk,bestu kveðjur, Erla

Erla Svanbergs (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 22:52

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Vilhjálmur nákvæmlega þetta eru okkar fjöll og náttúra og hana má enginn taka frá okkur.

Erla mín það gleður mig, þetta er nánast út um gluggan á Engi.. eða þannig Bestu kveðjur til þín líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 22:55

6 Smámynd: Jens Guð

  Þessar myndir eru augnakonfekt.  Ég var með námskeið á Ísafirði um daginn.  Þegar rökkva tók gekk ég um bæinn og drakk í mig einstaka fegurð Ísafjarðar.  Pollurinn sléttur og ljósadýrð frá götuljósum og húsum speglaðist í honum.  Svipsterk og reisuleg fjöllin römmuðu inn þennan fallegasta kaupstað landsins.  Sem gamall myndlistarmaður blossaði upp í mér löngun til að teikna upp og mála myndir af þeirri dýrð sem við augum blasti.  Ég var þó ekki í aðstöðu til að gera það.  Þess í stað þakkaði ég fyrir að fá tækifæri til að njóta fegurðarinnar hvert sem litið var.  Það var kalt í veðri en ég tók ekki eftir því fyrr en ég skilaði mér í hús seint og síðar meir eftir að hafa rölt um bæinn þveran og endilangan.  Þetta var ógleymanleg skemmtun.  

Jens Guð, 13.11.2012 kl. 01:01

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú hefðir getað litið inn í kaffi Jens minn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 12:12

8 Smámynd: Jens Guð

  Aldrei þessu vant var ég í tímaþröng í þessari heimsókn til Ísafjarðar.  Fram til þessa hef ég komið á föstudegi og farið á mánudegi.  Nú brá hinsvegar svo við að ég kom á laugardagsmorgni og fór á sunnudagskvöldi.  Mætti beint úr flugvél á námskeiðið og fór beint frá námskeiðslokum út á flugvöll. 

  Á laugadagskvöldinu þurfti ég að ganga frá nokkrum hlutum fyrir þann námskeiðshluta sem var á sunnudeginum.  Engu að síður leyfði ég mér að taka göngutúr um bæinn á laugardagskvöldinu til að dáðst að fegurð Ísafjarðar.  Ég tími aldrei að sleppa því tækifæri.

  Svo sannarlega kíki ég í kaffi til ykkar næst þegar tímaramminn verður rýmri hjá mér.  

Jens Guð, 13.11.2012 kl. 23:21

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona er þetta bara Jens minn, maður hefur ekki þann tíma sem maður vildi hafa.  En þú ert alltaf velkominn í kaffi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 23:42

10 Smámynd: Jens Guð

  Takk fyrir það.

Jens Guð, 15.11.2012 kl. 23:56

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2012 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband