Ekki láta fagurgala stjórnmálamannanna villa ykkur sýn.

Það er rétt hjá Árna Páli að það er rétt að breyta um takt.  Það er líka rétt að almenningur í þessu landi við breyta til og skapa ný stjórnmál.  En Árni minn það verður ekki gert með gömlu víni á nýjum belgjum.  Þú berð þína ábyrgð á því sem varð okkur að falli, og bættir um betur með Árna Pálslögunum, auk þess að vera eindreginn stuðningsmaður ESB, þó vitað sé að yfir 60% landsmanna sé því andvígt. 

Hvernig hyggst þú breyta og skapa ný stjórnmál?  Jóhanna var einstrengingslegur stjórnmálamaður og eintóna, vildi ekki ræða málin, og treysti engum nema sjálfri sér og Steingrími.  Það verður erfiður róður fyrir arftaka hennar að rétta kúrsinn.  Og ég fyrir mitt leyti ætla ekki að þegja um það sem betur hefur mátt fara í aðgerðum/aðgerðarleysi núverandi stjórnvalda.  Og að eina ráðið við krýsunni sé að ganga í ESB er einfaldlega ekki boðlegur kostur fyrir þjóðina.  

Það er frekar fyndið að nú keppist fjórflokkurinn við að setja fram vilja sinn til að breyta stjórnmálunum, og hvað svo? dettur ekki bara allt í sama farið, ef svo ólánlega skyldi vilja til að þið og Sjálfstæðísflokkurinn næðuð saman eftir næstu kosningar?  Bjarni með sitt ískalda mat á ESB eftir kosningar, og þú með þinn einlæga vilja til að fara inn í brennandi hús ESB.  Hvernig í ósköpunum á íslensk alþýða að treysta ykkur tveimur til að standa að baki þjóðinni?  Þú manst með Árna Pálslögunum sem nóta bene eru kennd við þig meðan þú varst ráðherra.... Þar sem þú tókst stöðu með fjármálafyrirtækjum landsins en ekki fólkinu í landinu.  Heldurðu virkilega að þú fáir að vera í friði með þau mistök?  Og heldurðu svo virkilega að Sjálfstæðisflokkurinn fái að vera í friði með að gefa endanlega L.Í.Ú.  allan aðgang að fiskinum í sjónum?

Ég segi fyrir mig, það er margt gott í stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem gæti nýst þjóðinni vel.  En leiðitami þeirra við sægreifana sem nóta bene gefa að mínu mati, drjúgt í kosningasjóði bæði ykkar og Sjálfstæðisflokksins er ljóður á þeim flokki sem gerir að verkum að ég myndi aldrei treysta þeim fyrir Íslandi.  Og ég mun gera mitt til að koma því til skila.

Og því síður treysti ég Samfylkingunni sem er að mínu mati flokkur tækifærissinna og skoðanakannana, með enga augljósa stefnu til heilla fyrir almenning sem best lýsir sér í því að eina lausnin ykkar er að koma okkur inn í ESB.  Þar á lausnin að vera, meðan allt heilbrigt fólk sem þekkir til veit að það er rugl. 

Nei ágæti Árni Páll þið getið talað ykkur bláa í framan þú og Bjarni Ben um hvað allt verði gott bara ef þið fáið veldissprotann. 
En það sem ég sé í þeirri stöðu er; að allt verði virkjað sem hægt er að virkja, álver reist um allar koppagrundir, jafnvel olíuhreinsistöðvar og slík mengandi stóriðja á kostnað hreinleika landsins.  Síðan verði okkur demt inn í ESB með allri þeirri spillingu og metnaðarleysi sem þar viðgengst. 

Ef þið þú og Bjarni virkilega viljið landi og þjóð það besta, þá dragið þið ykkur einfaldlega í hlé, leyfið nýjum öflum, nýjum framboðum að komast að, og leyfa þeim að fá tækifæri til að gera einmitt það sem fólk hefur verið að segja þér í kosningabaráttunni, að breyta um, skapa ný stjórnmál.

Ykkur er einfaldlega ekki treystandi til þess.  Það höfum við séð núna undanfarna áratugi.  Þegar þið hafið komist við kjötkatlana hellist yfir ykkur gleymskan. Vinavæðingin, klíkubræðurnir sem þurfa smá aðstoð og svo ættingjarnir fá að ganga fyrir og blómstra á kostnað hæfileika, heiðarleika og vinnusemi.

Að segja að Samfylkingin þurfi að vera gott og heiðarlegt samfélag, sendir ískaldan hroll, ekki "mat" niður hrygginn á mér, og sá hrollur eykst ef Sjálfstæðisflokkurinn á að vera samstarfsaflið.

Ég efast ekki um vilja margra innan þessara beggja flokka, en ég efast um að forystan í þessum flokkum hafi eitthvað afl eða vilja til að vinna gott og heiðarlegt starf að betra samfélagi, og ef það er einhver huggun þá er það sama að segja um Framsóknarflokkinn og síðan Vinstri Græna sem sem höfðu tækifæri rétt eins og þið í upphafi á að breyta og bæta samfélagið, til þess höfðuð þið traust og trúnað þjóðarinnar í upphafi, en svikuð svo gjörsamlega að traust almennings er komin niður fyrir 10%

Af hverju ættum við að treysta fagurgala núna, svo stuttu eftir að flest sem þið hafið lofað hefur verið svikið big time.   

Ágætu landsmenn látið ekki svona fagurgala villa ykkur sýn.  Þetta eru innantóm orð, horfið frekar á gjörðir þessara manna, loforðin, aðgerðirnar, kosningar á þingi.  Ekki láta fagurgalan og tungutakið villa ykkur sýn, þegar þetta fólk hefur sýnt að þeim er í raun og veru alveg sama um kjósendur, bara ef atkvæðin skila sér í hús.  Þá er hægt að taka þráðínn upp aftur, loka sig inn í reykfylltum herbergjum og byrja að plotta upp á tíu.

Ef við viljum nýtt Ísland, þá þorum við að breyta til og gefa nýju framboðunum möguleika á að koma fólki inn á þingið. Þó það væri ekki nema til að hafa glugga opinn inn í alþingishúsið eins og Hreyfingin hefur gert þann tíma sem þau hafa setið þarna 


mbl.is „Við þurfum að breyta um takt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öll þessi nýju framboð eru andvana fædd og vonlaus. Hugsanlega kemur Björt Framtíð einum manni á þing í næstu kosningum, og hin framboðin engum. Breytir nákvæmlega engu í bananalýðveldinu Íslandi. Næsti forsætisráðherra mun heita Bjarni Benediktsson, og utanríkis eða fjármálaráðherra Árni Páll. Þá verður kátt í spillingarbælunum.

óli (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 17:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu Óli að þetta heitir á mínu máli að gefast upp fyrirfram. Það er von að illa gangi hjá nýjum framboðum með skoðunum eins og þú lýsir hér.  Það er uppgjöf fyrirfram.  'Eg hef þá tilfinningu að Björt framtíð sé ef til vill ekki eins björt og lítur út fyrir núna, það verður keyrt á að þetta sé útibú frá Samfylkingunni, enda er það nokkuð ljóst að fylgistap Samfylkingarinnar rís í Bjartri framtíð, það er alveg hægt að sjá það á þessum skoðanakönnunum undanfarið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 17:36

3 Smámynd: Sólbjörg

Ásthildur takk fyrir einlægan pistill og viðvörun- ekki veitir af. Ný framboð eru nauðsynleg en Áshildur vittu að fólk er logandi hrætt eftir að hafa trúað á Borgararhreyfinguna sem reyndist verr en fúaspýta í burðarverki. Hreyfingin kann ekki á stjórnmál, eru reyndar ekki ein um það inn á þingi en vitandi um vanhæfni sína ákvað Hreyfingin að gera þjóð sinni þann grikk og skaða að breyta sér í límkítti fyrir annars fallna ríkisstjórn. Við höfum ekkert gagn af því að hafa opna glugga fyrir sjálfumglaða þingmenn og þeirra ofvöxnu egó. Skoðannakannanir sýna að fólk ætlar ekki að endurtaka frá síðustu kosningum að kjósa nýjan flokk. Nema þeir sem hafa engan áhuga á stjórnmálum og vilja bara skemmtilegan grín- og sprell flokk sem segir ekkert flókið eða leiðinlegt, enda virðast þeir ætla að koma manni inn á þing. Nýju framboðin verða að fara að hugsa, ekki bara djúpt heldur um "óbærilegan létteika tilverunnar" - og fjórflokkarnir líka.

Sólbjörg, 11.11.2012 kl. 17:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sólbjörg.  Það er þetta með traustið og að þora sem verður aðalmálið í komandi kosningum.  Og mikið rétt nýju framboðin verða að halda vel á spöðunum og hafa hátt með sín kosningamál, svo fólkið heyri.  Ekki verður mulið undir þau í fjölmiðlum svo mikið er víst, því allir fjölmiðlar landsins eru undirlagðir af fjórflokknum.  En við höfum sýnt það undanfarið að við kunnum að berjast ef við ætlum okkur það.  Þess vegna er mikilvægt að nýju framboðin komi fram heil og vel studd með góð málefni og nýtt fólk í framboði.  Fólk sem þjóðin getur treyst og vitað að eru einlæg og segja sannleikann.  Við vitum vel að fjórflokkurinn gerir það ekki. Þó einstaka félagsmenn vilji vel, þá bara ráða þeir engu um stefnuna, hún er ráðinn í reykfylltum bakherbergjum þar sem engir aðrir fá að koma að nema hörðustu stuðningsmenn og skuggastjórnendur, peningaöflin í þessu samfélagi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 17:49

5 identicon

Því miður Ásthildur

Prófaði besta flokkinn í reykjavík og get ekki séð neina breytingu til hins betra

ja nema kannski fyrir illgresið sem fengið hefur að vaxa í bænum

Var ekki Frú Birgitta Jónsdóttir stofnfélagi í Dögun, Borgarflokknum, Hreyfingunni og nú síðast í píratflokknumn  ?

Á yfirstandandi kjörtímabili eru 27 eða 29 nýjir þingmenn það hefur öngvu skilað og það hefur ekkert með fjórflokkinn að gera  

sæmundur (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 19:01

6 Smámynd: Björn Emilsson

Kæra Ásthildur. Mikil og góð eru skrif þín að venju og orð að sönnu.

Gott og blessað með ný framboð, en einhver þarf málstaðurinn að vera. Eg hefði gaman að heyra álit þitt á stefnu og markmiðum Hægri Grænna, sem virðast athyglisverð.

Björn Emilsson, 11.11.2012 kl. 19:01

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sæmundur minn nú ert þú einungis að tala um þingmenn Hreyfingarinnar. Í Dögun er samstarf Frjálslynda flokksins, Hreyfingarinnar, Borgarahreyfingarinnar og ýmissa annara grasrótarsamtaka, samvinna þar sem fólk hefur rætt saman af fullri alvöru um samstarf.  Birgitta kaus að yfir gefa þessa hreyfingu, sjálfsagt vegna þess að hún hefur aðrar hugmyndir.  Þór Saari og Margrét hafa hins vegar ákveðið að koma með í þessa hreyfingu. Þau reyndu líka að fá Lilju með, en hún hafði ekki áhuga.  En það er þarna fullt af góðu fólki sem hefur veitt Dögun leiðsagnar og verið með í ákvörðunum, fólk eins og til dæmis Gunnar Tómasson sem er einn virtasti hagfræðingur og unnið á ýmsum stöðum erlendis við hagfræðileg verkefni eins og hjá AGS, og þekkir vel til. 

Þarna eru líka manneskjur sem ég hef verið í sambandi við til margra ára 15 ára í það minnsta, með málefnavinnu og vinnu til að leiðrétta kúrsinn í íslenskri pólitík.  Fólk sem ég treysti og veit að vilja vinna vel. 

Björn minn málefnin eru að koma fram. Bara núna um daginn var fundur um útfærslu á sjávarútvegsmálum, það er verið að vinna að því verkefni að undirbúa málefnin fyrir næstu kosningar, þar hefur verið vandað vel til verka og leitað til ýmissa aðila til ráðahags og vitneskju til að vanda vinnubrögð sem mest.

Nýja Ísland er bara rétt handan við hæðina, það sem við þurfum að gera er að kasta pólitísku gleraugunum og skoða málin hlutlaust með það besta fyrir þjóðina að leiðarljósi.  Og ég er ekki í neinum vafa um að þar muni koma fram eitthvað sem við getum samþykkt og veitt okkar atkvæði.

Hægri grænir eru að mörgu leyti góð samtök, og margt í þeirra málflutningi sem ég get algjörlega tekið undir.  En þar eru líka mál sem mér finnst full miklar öfgar í.  Og þar að auki hef ég ákveðið vantraust á þeim sem leiðir þann lista.  Örugglega ágætis maður, en hefur orðið uppvís að ýmsu sem ef til vill virkar tvímælis.  Hann var viðriðin Rauða herinn á Þingeyri, þar sem forystumaður þess fyrirtækis þurfti að flytja til Kína til að komast hjá ákveðnum vandamálum.  Man líka eftir ákveðinni söfnun um kaup á Símakerfinu.  Hann hefur allavega köflótta sögu um trúverðugleika.

En ég er ekki að fordæma ný framboð, þau eiga öll rétt á því að fá verðuga kynningu og umfjöllun, og að kafað sé ofan í málefni þeirra og tilgang, af alvöru.  Þar eiga allir að sitja við sama borð að mínu mati.  Öll framboðin, bæði þau gömlu og nýju. Og það þarf að vera virkilega hlutlaus umfjöllun um kosti og galla... allra, ekki bara hamra á því að það sé bara þessi kostur eða hinn: Hér er einfaldlega of mikið í húfi fyrir framtíð landsins okkar og samfélagið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 19:57

8 identicon

Sæl Ásthildur. Ég get samþykkt ýmislegt sem þú segir þar til kemur að því að Samfylkingin sé tækifærissinnaður flokkur. Jú sennilega er það til þar eins og annars staðar en afstaða þeirra til ES er þarna enn þrátt fyrir óvinsældir þess málaflokks nú um stundir. Eru þeir þá ekki meiri tækifærissinnar Sjálfstæðismenn og Framsókn sem studdu ES fyrst en skiptu um kúrs þegar skoðanakannanir sýndu óvinsældir ES. Þeir sömu flokkar eiga eftir að styðja aðild að ES um leið og það hentar. Það er ekki trúverðug pólitík.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 21:50

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tryggvi það er eflaust rétt hjá þér að allir þessir flokkar S, B, D og Vg eru tækifærissinnar.  En málið er að ég er eindregin andstæðíngur Esb, byggt á þeim upplýsingum sem ég hef og auk þess varnaðarorðum vina minna erlendra frá Þýskalandi, Austurríki, Danmörku og Bretlandi og fleiri.  En málið er þegar ég segi tækifærissinnaður flokkur, að mér virðist þarna vera um ósamstæðan hóp að ræða, sem tala oft út og suður.  Það má auðvitað tala um það sem styrkleika, en líka veikleika.  Það sem kvelur mig mest í samandi við núverandi stjórnvöld er hve lítið þau hlusta á meirihluta þjóðarinnar, sem svo sannarlega er ekki á þeirri línu að vilja fara inn í ESB.  Í upphafi hafði þessi ríkisstjórn allt með sér til að sameina þjóðina að baki sér til að standa með þeim í uppbyggingu eftir hrun, þar á meðal mig, þó ég hefði ekki kosið hana, þá hugaði ég með mér að úr því sem komið var, væri þetta besti kosturinn, hugsandi um traustið á Jóhönnu og Steingrími, komst svo fljótlega að því að þau bara hlustuðu ekki á þjóðarsálina, heldur settu hana í þverklofning um ESB af öllum málum.  Og hafa verið iðin við það síðan að ögra vilja almennings.  Þess vegna eiga þau bara inni 10% traust.  Og eiga það svo sannarlega skilið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 22:10

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef aldrei áður upplifað mig jafn pólitískt munaðarlausan og núna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.11.2012 kl. 22:53

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ minn kæri, það er erfitt, en sýnir bara að þú ert hugsandi vera og vilt taka málin á ábyrgðarfullan hátt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 23:15

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Góður og umhugsunarverður pistill Ásthildur..

hilmar jónsson, 12.11.2012 kl. 00:13

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Margt athyglisvert hér og ég sammála á mörgum sviðum. En hrædd er ég um framhaldið, líður eins og Axel :)

Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2012 kl. 10:45

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Fyrir það Hilmar.

Takk Ásdís, já ég held að fólk þurfi að fara að lesa hvað nýju flokkarnir hafa fram að bjóða, og hvort þar sé eitthvað semhægt er að reiða sig á.  Þeir eru allavega flestir einlægir í því að standa sig, og hafa unnið vel að sínum hugðarmálum.  Það væri þarft ef einhver blaðamaður tæki sig til og kynnti nýju framboðin og jafnvel ræddi við forystumenn þeirra.  Þetta gæti verið framhaldsskrif, þannig að hvert nýtt framboð fengi sína umfjöllun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 12:12

15 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl og blessuð Ásthildur.  Ágætis grein hjá þér og get ég tekið undir margt í henni. Ekki ætla ég að draga úr neinum að reyna ný framboð,  en við höfum þó reynslu af því ,  eins og framboð Hreyfingarinnar,  sem nú hefur leyst upp í einingar sínar.  Einnig nýja framboðið til Borgarstjórnar í Reykjavík t.d.  sem sumum hefur þótt lítið til koma.  Þannig að mér er til efs að eitthvað,  bara eitthvað nýtt sé lausn á okkar málum.  Ég lúri ekkert á því að ég sem róttækur sósíalist og er samt á því, að kanna til hlítar hvað við öðlumst, þegar loks er allt komið upp á yfirborðið í viðræðunum við ESB.  Við megum ekki vera svo fordómafull og skella dyrum á nef Evrópu,  enda standur hún ásamt norðurlöndum okkur næst . Tek undir það hjá þér,  Ásthildur að það yrði gruggug blanda, Sjallar og Samfó.  Svo sýnist mér svona almennt að betra sé um að tala,  en í að komast.  Verð að hrósa núverandi stjórn um margt,  sem áunnist hefur á þessu kjörtímabili,  þrátt fyrir að margt sé enn ógert og í ólagi,  ekki ber því að neita.   

Þorkell Sigurjónsson, 12.11.2012 kl. 13:39

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þorkell það eru ekki fordómar frá minni hálfu að vilja ekki inn í ESB.  Málið er að hér er ekki verið að ræða um samning, heldur aðlögun. Það sem gerist er að við þurfum að taka upp allt regluverk esb upp á 100.000. bls. samanber hér:

"Þetta er úr plagginu Understanding Enlargement – The European Union’s enlargement policy , útgefnu af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 27.7. 2011. Hér er sami texti á ensku:

  • Accession negotiations
  • Accession negotiations concern the candidate’s ability to take on the obligations of membership. The term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules."

Auk þess þetta hér.

  • "Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er meginregla í fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávarútvegsmál var samþykkt ... Eftir 1983 hefur meginreglan um jafnan aðgang sætt verulegum takmörkunum en það ár var heildarstefna í sjávarútvegsmálum lögfest með þremur reglugerðum ..." [Bls. 2, nánar þar, en þessar reglugerðir myndu ekki veita okkur neinn einkarétt hér, þær horfa aðeins til stofnverndunar og fiskveiðitakmarkana Esb. (innsk. JVJ)]
  • "Við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð." (Bls. 9.)
  • Með brezkri löggjöf árið 1983 var í varnarskyni fyrir sjómenn þar kveðið á um, að a.m.k. 75% hverrar fiskiskips-áhafnar "skyldi vera búsett í Bretlandi. Á þetta reyndi í Agegate-málinu, og var farið með það í Evrópudómstólinn, sem taldi "að með þessu væri brotið gegn ESB-rétti því þetta færi gegn tilgangi og markmiðum landskvótakerfisins." (Bls.5.) ...
  • "Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs aðildarríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstaklingum og fyrirtækjum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum annarra aðildarríkja." (Bls. 7.)

Þetta má allt lesa hér. http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

Þess vegna er allt tal um að skoða í pakkan og bíða eftir niðurstöðu samnings út í loftið, enda hefur ríkisstjórnin farið með þetta plagg eins og mannsmorð. Sem þau hefðu átt að láta þýða á íslensku og senda inn á hvert heimili ef þeir hefðu haft sannleikann og raunveruleikan að leiðarljósi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 14:09

17 Smámynd: Björn Emilsson

Gott hjá þér Ásthildur að hirta þessa andsk... kommatitti sem styðja aðlögunina að ESB, eingöngu til að Steingrímur J fái haldið stólnum. Þeir eru tilbúnir til að selja fullveldið fyrir sálu sína.

Björn Emilsson, 12.11.2012 kl. 15:13

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur,  vonandi lesa sem flestir tilvísanir þínar í "sáttmálann" hér að ofan.  Eins og fyrri daginn eru frjálsar fjárfestingar ESB hugleiknastar.  

Auðmenn mega fjárfesta að vild innan ESB ríkja, en frelsið til þess að búa og starfa hvar sem er, hvorki vill né getur launþeginn nýta sér þrátt fyrir almennt langtíma atvinnuleysi í sínum heimahögum.

Fjórfrelsi ESB snýst bara um fjármálin - frelsi þeirra ríku. Því fyrr sem fólk gerir sér grein fyrir því, þeim mun betra.

Kolbrún Hilmars, 12.11.2012 kl. 15:34

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Björn, hér er því miður um að ræða algjöra villu og svíma m.a. mætasta fólks sem ennþá heldur að við séum í aðildarsamningum, þegar skýrt kemur fram í þessari skýrslu frá sambandinu að í fyrsta lagi sækir enginn um inngöngu nema að ætla sér inn, og þess vegna þurfa lönd að hafa þjóðina á bak við sig þegar sótt er um, það var ekki gert.  Síðan er ekkert umsemjanlegt eingöngu að taka upp allt regluverk sambandsins upp á 100.000 bls.  það sem verið er að semja um eru "tímabundnar undanþágur" ekkert annað.  Svo hér er hreinlega verið að ljúga að fólki.  Þetta plagg á auðvitað að þýða og setja inn á hvert heimili.

Kolbrún einmitt, það er einmitt það sem þýskur vinur minn varaði mig við fyrir mörgum árum, hann sagði það einmitt að sama myndi gerast hér og í Grikklandi, Spáni og fleiri slíkum ríkjum, auðmenn myndu kaupa upp allt sem væri peningavirði og eignast það sem okkur er sárast um.   Þar eru enginn landamæri virt einungis peningar og völd.  Ekkert annað kemst að hjá svokölluðum fjárfestum og auðkífingum, þeir eira engu, og geta keypt sér good vill stjórvalda með mútum og öðrum framgangamáta, því enginn múr er svo hár að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 16:08

20 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Kæra Áshildur.  Gleymir þú ekki vina mín því,  að við landsmenn höfum síðasta orðið með inngöngu í ESB. ?  - Björn minn Emilsson vil ég bara segja  það,  að ég harma það og vorkenni þér pínulítið að þú virðist fylla þann flokk,  sem gerði nær útaf við þjóðina,  þ.e.a.s. íhaldið,  Sjálfstæðisflokkurinn í hrunnadansinum !  Ps: Held ég fari rétt með það einnig,  að hér var á sínum tíma landsala undir erlendan her, í boði íhaldsins !  Við kommarnir komum ekkert þar nálægt.  

Þorkell Sigurjónsson, 12.11.2012 kl. 17:02

21 identicon

Það hafa í gegnum tíðina komið ótal ný framboð.Borgaraflokkurinn,Frjálslyndir,samtök frjálslyndra og vinstri manna og ótal fleiri.Öll hafa þau dagað uppi eða hreinlega horfið inn í gömlu flokkana.Ég kýs ekki framar stjórnmálaflokka á þing.Ég vil einstaklingsframboð til þingsetu og lagasetningar en fagmenn í ráðherrastöður(Ráðnir).Stjórnmál eru ekki fyrir Börn.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 17:02

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þorkell málið er að eins og það lítur út er að þegar við loksins fáum að kjósa um samninginn þá verða allar breytingar náð fram að ganga, því við verðum að loka hverjum kassa fyrir sig með því að taka upp regluverkið jafnóðum.  Og um hvað fáum við þá að kjósa? Nær væri að leyfa okkur að kjósa núna um hvort við viljum halda áfram, eða draga umsóknina til baka.

Jósef, margir af þeim nýju flokkum sem náðu tánum inn fyrir hafa lagt sitt af mörkum til að laga ástandið, því þeir hafa lagt fram frumvörp sem hafa að vísu ekki verið samþykkt af fjórflokknum, en hafa svo síðar verið tekin upp af þeim og komist inn í lagaramma okkar.  Þar get ég nefnt Frjálslyndaflokkinn þar sem ég þekki til.  En ég er algjörlega sammála þér í því að við verðum að fá einstaklingsframboð, og að geta kosið fólk en ekki flokka, það er eina lýðræðið fyrir almenning í þessu landi.  En málið er að meðan fjórflokkurinn heldur um taumana og hefur sína samtryggingu þá gerist ekki neitt slíkt, hver vill verða til þess að missa "lýðræðið" til almennings ef maður getur haft það gott án þess?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 17:13

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stundum er ég kaþólskari en páfinn og meiri kommi en kommarnir sjálfir.  Þó ekki alltaf - en það er annað mál.

Þorkell hér að ofan segist sannur kommi en samt meðmæltur "aðildarviðræðum". 

Þrátt fyrir að ILO hafi sýnt tölur sem sýna svart á hvítu að launþegar hafa orðið undir í ESB kerfinu. 

Þrátt fyrir að ESB hafi reynst hygla fjármálaveldinu frekar en vinnandi fólki. 

Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi ausið milljörðum í svokallaðar "samningaviðræður" á kostnað félagsþjónustunnar innanlands.

Í þeirri von að geta sagt NEI við ESB aðild - einhvern tíma seinna!  

Sú tegund af kommúnisma hugnast mér ekki.

Kolbrún Hilmars, 12.11.2012 kl. 17:41

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kolbrún það er vegna þess að fólk er vísvitandi blekkt til að vera "VÍÐSÝNT" og hlusta á það sem verið er að koma á koppinn.  VG hefur algjörlega selt sálu sína í þessu ESBmáli, og einhvernveginn þurfa þeir að afsaka þau svik.  Hér er bara svo sorglega verið að plata saklaust fólk upp úr skónum og telja þeim trú um að stjórnvöld hafi þetta allt undir kontról, þegar sannleikurinn er sá að þeir eru algjörlega búnir að missa tökinn á þessu öllu saman, en geta ekki horfst í augu við lygarnar og svikinn.  Hér er til dæmis dæmi um glansmyndina sem ESB gefur af sjálfum sér.

The European Union has brought great advantages

to all Europeans – stability, prosperity, democracy,

human rights, fundamental freedoms, and the rule

of law. These are not just abstract principles.

They have improved the quality of life for millions

of people. The benefits of the single market for

consumers in the EU are obvious: economic growth

and job creation, safer consumer goods, lower

prices, and greater choice in crucial sectors like

telecommunications, banking and air travel, to name

but a few.

Ja þvílíkt og annað eins og svo talar Þorsteinn Pálsson um glansmynd esb andstæðinga á Íslandi Ja svei.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 18:16

25 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Bara smá komment vegna Sæmundar @5

Það er rétt að það er haugur af nýjum trúðum - en komu þeir ekki flestir úr uppeldis og innrætingarbúðum 4-flokksins? Ef eitthvað má læra af þessu þá er það sú ógeðfellda staðreynd að ekkert breytist meðan nýliðunin í hringleikahúsinu kemur úr ofangreindum uppeldisstöðvum.

Þess vegna þarf að leita annað.

Varðandi Besti flokkinn þá er er vissulega breyting til hins betra að hafa bara einn borgarstjóra á kjörtímabilinu

Síðan verður þetta um aldur og ævi dæmi um það sem getur gerst þegar pólitíkusar hafa hegðað sér eins og fífl - of lengi. Lærdómur sem þeir munu allir keppast við að láta gleymast sem fyrst...!

Haraldur Rafn Ingvason, 12.11.2012 kl. 18:26

26 Smámynd: Jens Guð

  Virkilega flottur pistill hjá þér,  Ásthildur Cesil.  Ég kvitta undir hvert orð.

Jens Guð, 12.11.2012 kl. 23:47

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Haraldur það er reyndar þjóðarmein að vonarneistarnir innan fjórflokksins eru allir aldir þar upp, og einnig þeir sem núna hreiðra um sig í Bjartri framtíð.  Ekkert nýtt þar á ferð.  Þess vegna þarf að skoða nýju framboðin og huga að því hverjir verða þar í framboði, við skulum ekki dæma fyrirfram, það er barnaskapur, heldur huga að þvi sem fólk segir en fyrst og fremst fyrir hvað þau standa.d

Takk fyrir mig Jens minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 00:34

28 identicon

Ásthildur!

Góðan daginn.Sammála þér í öllu sem þú skrifar, þ.e.a.s. sem ég skil.

Þetta svar hjá þér um Hægri græna bið ég þig um fáeinar upplýsingar.

Hvað er Rauði herinn á Þingeyri, og hvað eða hvernig starfaði hann?

Hver var það sem flutti til Kína?

Hvar kemur einkavæðing símans inn í flokk Hægri grænna.

Um hvaða einstakling ert þú að tala um náævæmlega?

Er þetta örugglega svartasti sauðurinn sem stendur til boða?

En ég verð að segja það, að mér finnst ekki um auðugan garð að gresja í þeim framboðum sem þegar eru komin fram. Jú mér finnst eins og ég sé pólutískt viðrini. Ég verð nú bara að segja það, ég hef áhyggjur af þessu. kær kvaðja

jóhanna (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 09:10

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhanna, ég er ef til vill að ganga of langt í fullyrðingum, en málið er að Guðundur Franklín var með Katli í Rauða hernum á Þingeyri, þeir keyptu undirmálsþorsk af rússum unnu afurðina á Þingeyri og fluttu út. Þetta fór vægast sagt illa, eitthvað róðarí í framkvæmdunum  og Ketill fór til Kína, svona frekar snögglega og hefur búið þar síðan. 

Með síman, þá var Guðmundur einn af þeim sem vildi safna og kaupa hlutabréf gott ef það var ekki það sama og Agnes blaðamaður moggans stóð fyrir.  Þá kom upp svona tal um ævintýrið á Þingeyri.  Það getur vel verið að þessi maður sé hinn vænsti, það er bara svo að það sem er reykur er oft eldur, og í samfélagi sem hefur orðið svo illa úti í bankaníðingum og fjármálaspillingu, set ég iglurnar út þegar slíkir eru í fronti.  Það væri annars fróðlegt af Þessi ágæti maður segði okkur bara hvernig þetta gekk allt fyrir sig og hreinsaði sig þannig af því sem rætt er í skúmaskotum.  Það er alltaf betra að fá tækifæri til að koma réttu máli á framfæri.

Nei hann er það örugglega ekki, þ.e. svartasti sauðurinn.  Og eins og ég segi, það væri bara gott mál ef hann myndi koma fram og ræða hvernig þessi mál snéru.  Það myndi örugglega dempa niður þessar sögur. Meðan svo er ekki, grassera þær alveg ágætlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 12:10

30 identicon

Þakka þér fyrir Ásthildur. Nú er ég með. Merkilegt. Það er ekki hægt að finna einn einasta frambærilegan íslending sem vill bjóða sig fram, nema með beinagrind í skápnum. Þetta með breytt símafyrirkomulag á Íslandi er sennilega eitt af því fáa góða sem fyrir neytendur hefur komið á liðnum árum. Nú er hægt að tala um hálfan heiminn fyrir lítinn pening.

Kær kveðja, og takk fyrir greinargóð svör.

jóhanna (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 13:35

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Jóhanna mín.  Það eru að vísu fullt af góðu fólki sem vill bjóða sig fram, en það fólk fer oftast fram í litlum stjórnmálaflokkum, þar sem öll sæti eru upptekinn í fjórflokknum fyrir elítuna í þeim flokkum, þar kemst enginn að sem ekki spilar eftir línunni.

En í þessum minni flokkum eins og Dögun, Samstöðu og fleiri slíkum eru margir sem hafa unnið heildstætt að því að byggja upp trúverðug framboð.  Við verðum bara að þora að gefa þeim tækifæri.  Ekki bara kjósa gömlu flokkana af gömlum vana, eða af því að þeir "lofa" öllu fögru fyrir kosnignar, eins og þeir hafa raunar alltaf gert. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2020889

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband