23.10.2012 | 20:39
Alþingismenn og ráðherrar eiga að setja þjóðarvilja og þjóðarhag ofar flokkadráttum og persónulegum metnaði.
Sýnist þessi blessaða þjóðaratkvæðagreiðsla vera að fara í hund og kött á alþingi. Nú er aðallega rifist um það hvað þeir hefðu verið að hugsa sem sátu heima, hvort ekki væri betra bara að lappa upp á gömlu stjórnarskrána, eða mikilvægi þess að vinna málin í algjörri sátt.
Hér er ágætis greining á allavega einu heimasetu atkvæði:
Taki þeir til sín sem þurfa.
Ég greiddi ekki atkvæði í nýafstöðnum kosningum - ég sat heima.
Þið - kæru þingmenn - eigið ekkert í mínu ógreidda atkvæði. Ég tók ákvörðun um að mæta ekki á kjörstað og var fyllilega meðvitaður um ég gæti séð eftir þeirri ákvörðun. Ég átta mig algerlega á að í ógreiddu atkvæði felst ekkert - nákvæmlega ekkert - annað en afsal á réttinum til að hafa bein áhrif á niðurstöðuna.
Vinsamlegast hættið því að líta á atkvæði mitt líkt og "fé án hirðis" sem bjarga þarf frá heimskum almúgamanni; hættið að ráðskast með það, túlka og teygja eftir því sem hentar siðblindum metnaði ykkar á þessum tímapunkti!
Ég var hirðirinn.
Atkvæðið var mitt.
Ég sólundaði því.
Það er ekki til lengur.
Það er ekki hægt að "hlusta" á þetta atkvæði.
Það er dautt.
http://www.dv.is/blogg/baldur-mcqueen/2012/10/23/aumir-thingmenn-heimta/
Málið er að sennilega getum við ekki komið okkur saman um nokkurn skapaðan hlut. Og hvað meinrar stjórnarandstaðan með "sátt"? Auðvitað þarf að ná sem breiðastri samstöðu um orðalag og rúnna af vankanta, en það á ekki að útvatna ákvæði eins og saltfisk til að gera þau ómarkviss og þannig að hægt sé að túlka þau á alla kanta. Til dæmis auðlindaákvæðið, sem flestir gera sér grein fyrir að stendur í Sjálfstæðismönnum vegna L.Í.Ú.
En einmitt þetta atriði er eitt af aðalmálunum meðal almennings í landinu, það hefur sýnt sig gegnum árin að landsmenn hafna því að sægreifar eigi fiskinn í sjónum.
Þetta mál á eftir að fara í ferli fyrst að fá niðurstöður lögvarða sem eru að yfirfara tillögurnar, síðan verða þær lagðar fyrir alþingi og ræddar þar í þremur umræðum að ég held, síðan greidd atkvæði um þær og að lokum fær almenningur að greiða um þær aftur atkvæði um leið og alþingiskosningar fara fram, þetta er allavega ferlið sem á að fara. Síðan þarf næsta þing að samþykkja þær líka.
Það er frekar leiðinlegt að horfa upp á stjórnarandstöðuna tvo stóru flokkana hanga á kjörsókn eins og það sé aðal atriðið. Því fólki þykir ekki mikið til þess koma sem þeir sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni voru að segja.
Við skulum fylgjast með umræðunni, bæði hvað varðar þessar tilraunir til að breyta umræðunni, breyta áherslunum og koma að sérhagsmunaþáttum, sem þjóðin hafnaði. Við skulum líka vera vakandi ef á að breyta í einhverju í því að slakað verði á því að taka á að ekki verði gengið inn í ESB án beinnar aðkomu þjóðarinnar. Þeim viðræðum ætti eiginlega að hætta strax.
Er ekki möguleiki á því að kjörnir alþingisþjónar eins og einhver nefndi þau geri sér grein fyrir að þau eru í vinnu hjá þjóðinni, og að hún hefur gefið út sínar áherslur, þeir sem sátu heima misstu einfaldlega af tækifærinu. Og að þið farið að vinna að þessum málum af heiðarleika. Við viljum nýtt Ísland, við viljum heiðarleika, sanngirni og gagnsæi. Við viljum loka á spillingu og klíkuskap, einkavinaráðningar. Það sem ég sá í þessum tilllögum var einmitt það að þjóðin sjálf hefði meira um það að segja hvernig stjórnmálamenn hegðuðu sér gagnvart fólkinu í landinu. Þannig að þið skuluð fara varlega í að túlka þetta á einhvern annan hátt en þann sem kom upp úr atkvæðagreiðslunni.
Og að segja að alþingismaður eigi einungis að vera trúr samvisku sinni, ættum við að hlusta vel á, því ef samviska alþingismanna fer ekki saman við þjóðarvilja, þá eiga menn ekki að kjósa slíkt fólk aftur á þing.
Það er mín meining.
Alþingismenn og ráðherrar eiga að setja þjóðavilja og þjóðarhag fram fyrir flokkadrætti og persónulega hagsmuni.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún var gáfuleg þingkonan sem sagði á Alþingi í dag að þingmenn ættu ekki að láta vilja þjóðarinnar trufla "samvisku" sína.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2012 kl. 21:00
Hahaha hver var sú vísa kona? Missti af þessu. Hélt að þetta fólk væri í vinnu hjá okkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 22:08
Það var ambögudrottningin sjálf, framsókn holdi klædd, Vigdís Hauksdóttir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2012 kl. 22:25
Já henni er ekki fisjað saman. Málið er að ef hennar samviska fer ekki saman við þjóðarvilja, þá á einfaldlega ekki að kjósa hana í þing, það er bara þannig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 22:49
Ég frétti af Brjánslæk að kona ein hefði komið þangað og M'OTMÆLT mismunun í fargjaldi, allt gjald á Íslandi ætti að vera jafnt!
Það hefur allavega Gysi Marteinn ekki lesið eða heyrt, eða hvað?
Hefðin hefur verið að þeir suð-vestfirðingar sem búa enn við ómalbikaðan veg, fái afslátt á ferðum með Baldri. Ekki nema sanngjarnt, finnst flestum , en svo kemur ein kona með mótmæli að sunnan, hún vill líka fá afslátt með Baldri. Öllu var breytt og afslátturinn hángir á bláþræði (sem eftir er).
Nú sé ég að þessi sunnlenska kona hefur gert okkur Vestfirðingum svo gott og gert það svo miklu betra að lifa hér.
Við mótmælum héðan í frá öllum "afslætti" á ÍSLANDI!
Í orkuverði og matvælaverði og samgönguverði og heilbrigðisþjónustuverði(ferðurm) og þökkum sunnlensku konunni, sem ekki sætti sig við að borga meira með Baldri, heldur en heimamenn á vestfirðum, sem einga vegi eiga enn á suð-vesturfirðum.
Eiga Vestfirðingar að nota sömu rök og mótmæla að fiskimiðin fyrir Vestfirðum séu ekki að renna óskipt til Vestfirða?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.10.2012 kl. 23:42
Já Anna hvernig væri það. Við höfum svo sannarlega lagt okkar af mörkum til Reykjavíkur, þangað fer meiri peningur en þeir leggja inn sjálfir. Það á að hafa eins mikið af okkar gjöldum föst á þeim stöðum sem við borgum þá til, og nýta þá sem mest í heimabyggð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 23:52
nkl, Gísli Marteinn er nú ekki heimskasti xD-maðurinn, en samt sér hann ekki stóra (litla) samhengi hlutanna á sinni eigin eyju, Íslandi!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.10.2012 kl. 23:58
Eyju hans veröld nær ekki út fyrir 101 Reykjavík, þú veist þessi lattelepjandi 101 drengur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2012 kl. 00:07
Ég velti því fyrir mér hvort Vigdís, Illugi Sjóður 9 Gunnars o.fl. ætli að beita sér fyrir að tekið verði upp það fyrirkomulag eftir allar kosningar framvegis, að áður en úrslit verða tilkynnt verði fyrst hringt í alla sem sátu heima og þeir spurðir hvað þeir hefðu kosið, ef þeir hefðu kosið.
Ef of lágt hlutfall þessara kjósenda vill ekki svara þeirri spurningu, þarf sjálfsagt að skipuleggja aðra símatörn. Þ.e. hringja í þá aftur og spyrja hverju þeir hefðu svarað í skoðanakönnuninni um fyrri kosninguna, ef þeir hefðu svarað henni.
Annars segir Baldur McQueen sem þú vitnar í, það sem segja þarf.
Theódór Norðkvist, 24.10.2012 kl. 01:04
Ef of hátt hlutfall þessara kjósenda vill ekki.....
átti þetta að vera.
Theódór Norðkvist, 24.10.2012 kl. 01:05
Theodor, þú veist vel að fólk er rasandi yfir stjórnlagaráði Jóhönnustjórnar. Hun fer ekki eftir lögum eftir að hæstiréttur dæmdi stjórnlagaþingskosningar ólöglegar. Svo það sé á hreinu kaus ég. Sonur minn í Noregi gat ekki nálgast kosningagögn,þannig var um fleiri þar. En ég vil undirstrika að fyrir það fyrsta,að þeir sem sömdu spurningarnar,hefðu átt að sýna kjósendum þann sóma að eiga val í 1.spurningunni, hvort við vildum frekar gildandi stjórnarskrá áfram. Það veit hvert mannsbarn sem hugsar,að þetta ritverk er eingöngu til þess gert að Samfylkingin geti endanlega gert út um okkur sem frjálsri þjóð. Það er klifað endalaust á kvótakerfinu,svo óvinsælt sem það er,eftir áralangan aðfinnsluáróður þar um. Þar er mörgum skítsama um það,en er eitt af því sem notað er til að klekkja á andspyrnu-sinnum. Theodór,við stóðum saman gegn Icesave,ólögvörðu kröfu Esb.sem Jóhönnustjórn biður eftir að færa þeim á silfurfati,kanski hausana a okkur með. Ef við með hreina skjöldinn,sem ekki áttum í sjóðum 9,10 eða 13,munum ekki standa saman,heldur deila um hvers siðleysi er meira,þeirra sem svikja þjóðina sem treystu henni fyrir völdunum á ögurstundu,og heldur hlífiskyldi yfir bankaræningjum,SJÁLF RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS. eða afglöp einhverra sem tilheyrðu misjafnlega langan tíma seinustu ríkisstjórn.
Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2012 kl. 04:19
Þráðurinn týndi;; Þá sé ég ekkert nema,annað hvort uppgjöf annars aðilans eða uppþot. Ég fékk skilaboð frá Samfó með tilmælum um að kjósa,svona til að árétta að það gerðu fleiri en stjórnarandstaðan.. Ég er sammála þér Ásthildur að við Vestfirðingar höfum sannarlega lagt mikið til RVK. Nú er mál að hætta að sinni,veit ekki hvenær ég kemst í tölvu eftir morgundaginn.
Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2012 kl. 04:34
ég skil ekki þetta stjórnarskrár mál og er ég þó hvorki sjálfstæðismaður eða í útgerð
Hvað hafði stjórnarkráin með hrunið að gera ???
Hvað í þeirri stjórnarskrá olli hruninu??
Ríkisstjórn Íslands er búinn að nota EES sem afsökun fyrir að hafast ekki að í málum heimila hvorki í skuldamálum eða öðru það kæmi hvort eð er allt með inngöngu í
EES
og nú í vetur ætla þeir greinilega að nota stjórnarskrármálið til að forðast það að gera nokkuð það sem heimilin þurfa.
sæmundur (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 09:43
Ég get sagt þér sögu af 2 einstaklingum sem eru á móti þessum tillögum og afhverju þeir sátu heima, ástæðan var einföld, þeir sáu eingan tilgang í að mæta og kjósa í þessum sirkús þar sem þetta var ráðgefandi kosning um eitthvað sem er ekki vitað nákvæmlega um hvað er og Jóhanna var búin að segja að hún myndi breyta stjórnarskránni sama hvernig færi.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.10.2012 kl. 09:57
Góða vinkona mín Ásthildur,ég var bara nokkuð hrifin af þínum pisli hann góður,en maður biður ekki um frið og samvinnu,,með þessum upphrópunum,sem svara þér,þarna og kasta skít/en kveðja að sinni!!!
Haraldur Haraldsson, 24.10.2012 kl. 10:48
Takk Haraldur minn og þið hin fyrir innlitið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2012 kl. 11:19
Alveg sammála þér kæra Ásthildur, þjóðarvilja og hag umfram flokka.
En almenninglur mætti einnig gera það sama. Mér þykir oft áberandi í Netheimum hvað fólk margt hvert, lætur það skipta of miklu máli eftir því hver segir eitthvað og í hvaða flokki, er bara á móti öllu, sama hvað það væri gott fyrir þjóðina, vegna þess að það er ekki frá ,,réttum flokki" eða ,,réttum aðila". Og í Mannheimum líka og munlengur.
Það er slæmt, mjög slæmt og vilji þjóðin fá að kjósa um fólk en ekki flokka; persónukjör, þá væri frábært ef fólk færi þá að æfa sig í því ;))) Stðyja það sem það er sammála, burtséð hvaða flokkur eða ráðamaður leggur það til.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.10.2012 kl. 11:57
Ásdís hvernig á ný stjórnarskrá að bjarga ástandinu á mörgum , alltof mörgum heimilum.?
Er ekki brýnast að ganga í þau mál
Eða heldurðu að tíminn sem fer í umræður um stjórnarskrá komi í veg fyrir að ríkisstjórnin geti eyðilagt heimilinn enn frekar með vitlausum ákvörðunum
sæmundur (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 12:40
Já Hjördís ég er bara hálf sjokkeruð yfir því hvernig fólk lætur. En svona er þetta víst. Var einhver að tala um lýðræði og frelsi einstaklingt til að hafa skoðun?
Sæmundur ég heiti Ásthildur ef þú ert að spyrja mig. Þessi ríkisstjórn hefur sýnt að hún hefur lítinn sem engan áhuga á því að gera eitthvað róttækt til að bjarga heimilum landsins. Hennar ær og kýr virðast vera að bjarga bönkum og hlú að auðvaldinu. En það er einmitt það sem þessar tilllögur gera ráð fyrir að koma í veg fyrir. Þær gera ráð fyrir að setja stjórnmálamönnum skorður við því að vera með klíkuskap og á spena hjá stórum aðilum í atvinnulífinu. Að því leyti skil ég andstöðu þingmanna við þessari stjórnarskrá, því hún er beinlínis sérsmíðuð til að taka á og aðskilja aðila vinnumarkaðirn og framkæmdavalgið og stjórnmálin almennt. En fólk virðist ekki sjá það. Heldur þjösnast endalaust á því að þetta sé verk ríkisstjórnarinnar til að koma okkur inn í ESB. Því er ég einfaldlega ósammála. Ég aðskil þetta tvennt. Og skoða það sem stendur í tillögunum en ekki hvað menn hafa verið að plotta til að svíkja þjóðina. Fyrir þá afstöðu mína er ég "landráðamaður".
Ég held bara að ég dragi mig í hlé um stundarsakir meðan þessar hatursumræður halda áfram. Þær eru sorglegri en tárum taki. Og verða þess valdandi að ég fyllist vonleysi því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2012 kl. 13:16
Málið snýst bara ekkert um hvort nýja stjórnarskráin sé góð eða slæm. Ég vil spyrja ykkur sem segið að hún sé ekki pappírsins virði einnar einfaldrar spurningar:
Ef þið viljið koma í veg fyrir að nýja stórnarskráin verði samþykkt var hjáseta í kosningunum það lang heimskulegasta sem þið gátuð gert.
Theódór Norðkvist, 24.10.2012 kl. 14:09
Ef þið viljið koma í veg fyrir að nýja stórnarskráin verði samþykkt var hjáseta í kosningunum það lang heimskulegasta sem þið gátuð gert.
Ég mætti og kaus Nei, en ég veit af mörgum sem sáu bara enga ástæðu til að mæta, litu á það sem tilgangsleysi að kjósa yfir höfuð af því að eins og ég minntist á fyrr, Jóhanna var búin að ákveða að breyta stjórnarskrá hvernig sem þetta hefði farið og þessi kosning þýddi í raun ekkert menn litu á þetta sem dýra skoðanakönnun.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.10.2012 kl. 16:20
Ég veit líka um fullt af fólki sem ekki komst, ekki nennti en var sammála og vildi þetta. Það er bara orði svo þreytt þetta að aðeins svo og svo margir hafi kosið þetta og hitt og leggja svo saman þá sem sátu heima og þá sem sögðu Nei. Ef þið sjáið ekki sjálf barnaskapinn í þessu þá er ekki hægt að koma vitinu fyrir ykkur. En þið verðið víst að fá að blása út og koma þessari reiði og svekkelsi út úr systeminu hjá ykkur.
Það getur verið að hægt sé að kalla þetta dýra skoðanakönnun. En það sem kom út var skýr vilji þeirra sem tóku þátt, og það á að virða þær niðurstöður eins og hægt er að því marki sem að lögspekingar samþykkja eftir lögformlegum leiðum. Þess vegna var þetta mjög gott og þarft framlag. Ef sama hlutfall hefði sagt nei, og svipað hlutfall setið heima, þá hefði ekki heyrst múkk í sjálfstæðismönnum og framsókn, það er nokkuð ljóst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2012 kl. 17:34
Og reynið að telja manni trú um að þessir tveir flokkar séu að hugsa um almannahag. Það er þvílík regin fyrra sem mest getur verið. Hér eru á ferðinni sérhagsmunasamtök sem hafa fengið ríflega borgað fyrir að gæta hagsmuna þeirra sem ekki vilja meiri afskipti þjóðarinnar en nú er.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2012 kl. 17:35
Ásthildur fyrirgefðu nafnaruglingin
Mér finnst þetta stjórnarskrár mál vera típískt smjörklípumál til þess að slá ryki í augun á fólki.
Theódór ég veit um fullt af fólki sem fór ekki á kjörstað vegna þess að það leit þannig á að alþingi íslendinga hefði borið að endurtaka kosninguna til stjórnlagaráðs en ekki að hunsa niðursstöðu hæstréttar eins og þau gerðu með skipun Þorvaldar, Eiríks og annara í EES trúnni í þessa nefnd til að troða okkur í EES
Þetta ofsatrúarlið á EES leyfir sér að taka úr stjórnarskránni að Íslenska sé tungumál þjóðarinnar .
M.ö.o Við getum ekki byrjað á nýrri stjórnarskrá með ólögmætum hætti .
Er það ekki rétt hjá mér að meiriháttar breytingar á stjórnarskrá taka ekki gildi nema að það hafi verið samþykkt á 2 þingum?
sæmundur (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 18:18
Jú Sæmundur, fyrst þarf alþingi að samþykkja þetta, svo á að leggja það í þjóðaratkvæðagreiðslu aftur samhliða alþingiskosningum, og síðan þarf nýtt alþingi líka að samþykkja stjórnarskrána svo hún öðlist gildi. Þess vegna er þessi taugaveiklun á blogginu að nú þegar sé greið leið inn í ESB alveg fáránleg. Ef leiðin er greið núna þá er hún það þrátt fyrir okkar gömlu stjórnarskrár og þess vegna lítið hald í henni ef út í það er farið. En ég er algjörlega á móti inngöngu inn í ESB og lít ekki á þessa nýju stjórnarskrá sem leið þar inn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2012 kl. 19:31
Ásthildur já en sjáðu fræðimenninna doktorar eða hvað þeir heita að prófgráðu þeir Þorvaldur Gylfason sem fullyrti hvað eftir annað að nýafstaðin skoðannakönnun væri til að koma stjórnarskránni í gagnið fyrir áramót og Bifrastar.... fullyrðir í blöðum í dag eða gær að draumur sinn um nýja stjórnarskrá rætist 17 jún n.k.
Hvort eru þetta vísvitandi blekkingar eða kunnáttuleysi
sæmundur (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 20:55
Jafnvel þó þessi kosning sé einungis ráðgefandi, finnst mér það engin afsökun fyrir að sitja heima. Hún var samt tækifæri til að segja hug sinn, með eða á móti. Ekki er hægt að túlka heimasetu í raun á neinn annan hátt en að sá sem heima situr hafi enga skoðun á málinu.
Hvort sem forsenda þeirra var þetta þýðir ekkert, Jóhanna gerir það sem hún vill (uppgjöf?), höfðu um nóg annað að hugsa, miklar annir í ýmsum verkefnum, eða almennt sinnuleysi.
Jónas Kristjánsson benti nýlega á að Alþingi hefði aldrei gengið gegn yfirlýstum meirihlutavilja í þjóðaratkvæðagreiðslum.
http://vu2068.lil.1984.is/dolgar-hafa-ordid/
Theódór Norðkvist, 24.10.2012 kl. 22:09
Áshildur mín. Að sjálfsögðu eiga þingmenn og ráðherrar að láta þjóðarhag og vilja ráða. Það er mikilvægt að þeir rökstyðji alltaf sín orð og verk á réttlátan og skiljanlegan hátt, og þjóðin hlusti á, og taki þátt í þeim rökræðum.
Það er verkefni almennings að veita kjörnum fulltrúum nauðsynlegt og réttlátt aðhald, því með slíku aðhaldi er verið að styðja þá sem raunverulega vilja vinna að réttlæti og þjóðarhag.
Ef kjósendur sinna ekki þessu mikilvæga aðhaldi, þá er auðveldara fyrir spillta hvítflibba að þvinga kjörna fulltrúa með hótunum og mútum.
Valdið er hjá kjósendum, og þeir eiga að nota það eftir bestu getu, ábyrgð, réttlæti og viti.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.10.2012 kl. 12:21
Einmitt Teódór Það er ekki hægt að ræða á vitrænan hátt um afstöðu þeirra sem ákváðu að sitja heima.
Anna mín það er nákvæmlega hárrétt það erum við sem verðum að hafa aðhaldið. Þess vegna finnst mér einkar ánægjulegt ferlið með Eimskip, þar sem forstjórarnir urðu að láta í minni pokann fyrir þrýstingi frá grasrótinni. Fyrsti sýnilegi sigurinn við spillingunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2012 kl. 12:35
Jamm Áshildur mín. Græðgitöflin eru að hörfa, vegna réttlátrar og málefnanegrar skyldu-gagnrýni almennings.
Dropinn holar steininn. Stritandi, heiðarlega hugsandi, og skattborgandi almenningur er í raun sá dropi!
Svo er annað frábært viskubrot sem ég hef smátt og smátt lært að lifa eftir upp í gegnum árin: Oft veltir lítil þúfa stóru hlassi!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.10.2012 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.