Löng og erfið færsla.

Bloggvinkona mín bað mig að vekja athygli á órétti sem ung móðirLára Kristín  hefur verið beitt. 

Fyrst þetta:

Ísafirði 1. Ágúst 2002

Geðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss

Hringbraut Reykjavík

B.t. Jóhannesar Bergsveinssonar.

Varðar Júlíus Kristján Thomassen.

Ég sendi Júlíus til ykkar í þeirri von að hann verði lagður inn og „trappaður“ niður.  Vegna þess að hann hefur fengið inni hja Krýsuvíkursamtökunum, þar sem hann hefur samþykkt að fara í langtíma meðferð.

Júlíus er kominn mjög langt í fíkniefnaferli sínu og er ekki lengur sjálfráður gerða  sinna.  Hann virðist ekki vita hvað hann gerir.  Hann er á geðyfjum og verkjalyfjum og svo drekkur hann ofan í það og þá veit hann ekki hvað hann gerir. Ég móðir hans hef tekið þá þungbæru ákvörðun að eina leiðin til að bjarga honum sé að svifta hann sjálfræði.  Það er síðasta úrlausn sem móðir getur haft til að bjarga barni sínu.  Ég fór því í það ferli að svipta hann, en fyrir dómaranum samþykkti ég þá ósk hans að hann færi sjálfviljugur í langtímameðferð. Þó með þeim fyrirvara að ef hann á einhverjum tíma í ferlinu ætlar að losa sig undan þeirri kvöð mun ég grípa strax þar inn í með sviptingu, þetta er gert með vitun og vilja héraðsdómara.  Ég hef eins og áður sagði fengið pláss fyrir hann í Krýsuvík, eftir tíu daga/hálfan mánuð, en þeir vildu að hann færi fyrst í afeitrun. Hann hefur einnig samþykkt að ljúka því ferli hjá ykkur.  Allt þetta hangir saman og ef eitthvað brestur þá er allt ferlið í uppnámi.  Vegna þess að í því ástandi sem hann hefur verið undanfarið hefur hann bortist inn í ýmsar stofnanir án þess að muna eftir því og sýslumaður lítur svo á að vert sé að reyna þessa leið til að freista þess að bjarga honum.  Hann fór suður á geðdeild um daginn í viðtal við geðlækni, og hvar eftir það í Reykijavík í nokkra daga og fannst við innbrot af lögreglunni í Reykjavík.  Þess vegna sendi ég núna með honum mann sem mun koma honum alla  leið til ykkar.

Í Guðsbænum takið drenginn minn inn og hjálpið okkur að bjarga honum svo fremi sem það er hægt, ég er alveg að gefsat upp og hann á ekki í neitt hús að venda lengur.  Þannig að ef þetta líferni heldur áfram þá enda það bara með því að hann deyr annað hvort af ofneyslu lyfja eða hann gerir eitthvað sem ekki verður aftur tekið. 

Virðingarfyllst Ásthildur Cesil Þórðardóttir.

Þetta var ákall til Geðdeildar Háskólasjúkrahúss árið 2002.  Þegar ég sá ekkert nema svartnættið.  Þeir tóku við syni mínum, ég sendi mann með honum til að sjá til þess að hann kæmist örugglega alla leið.

Daginn eftir hringdi hann í mig og vantaði tannkrem og eitthvað smávegis og peninga fyrir sigarettum.

Ég hringdi inn á stofnunina og þau sögðu mér að ég mætti alls ekki senda honum neitt, hann fengi tannkrem á stofnuninni, en ef hægt væri mætti senda honum sigarettur.

Pabbi minn var á leiðinni suður og ég sendi sigarettur með honum.  Pabbi fékk ekki að hitta drenginn, því hann var jú inn á lokaðri stofnun.

Svo liðu tveir dagar.  Þá frétti ég af honum í Hafnarfirði hjá lækni sem þekktur var fyrir að selja fíklum töflur.  Ég hringdi þá inn á Geðdeildina og spurði eftir syni mínum.

Jú sagði sá sem svaraði; " hann er í bæjarleyfi og á að koma aftur kl. sex."

Mér féll allur ketill í eld og vissi um leið að hann myndi ekki láta sjá sig þarna kl. sex og nú væri allt í uppnámi, sem líka varð.  Hann missti af plássinu og var "týndur" í fleiri vikur. 

Þetta er mín upplifun af Geðdeild Landspítalans.

En ég ætlaði að ræða um Láru Kristínu.  Og það má spyrja sig hvað kemur þessi saga mín sögu Láru Kristínar við?

Jú ef eitthvað er að á einum stað hjá stofnun er alveg viðbúið að eitthvað sé líka að á öðrum sviðum. En ég ætla að segja í stuttu máli frá því sem komið hefur fram um þessa blessuðu stúlku sem nú hefur misst forræði yfir syni sínum vegna algjörlega rangrar stefnu og broti á stjórnarskrá og bara brot á öllum mannlegum samskiptum.  Með ósk um að þessu verði kippt í lag.

Og þá að Láru Kristínu.

7401093

http://www.dv.is/frettir/2012/9/29/lara-kristin-saga-um-fordoma-saga-um-utilokun-saga-um-ofbeldi/

„Þegar ég óskaði eftir greiningu árið 2012 þá var ég töluð frá því. Það var rætt um að ég væri að fiska eftir einhverju sem væri ekki í boði, og að ég væri komin á þann aldur að greiningin skipti ekki máli. Ég var að ganga inn í svarthol heilbrigðiskerfisins,“ skrifar Lára Kristín Brynjólfsdóttir, en hún var síðastliðið sumar greind með dæmigerða einhverfu. Lára Kristín Brynjólfsdóttir sem var í viðtali í DV á dögunum þar sem hún greindi meðal annars frá margra mánaða nauðungarvistun á geðdeild Landspítalans, en hún var margoft ranglega greind með geðsjúkdóma. Hún hefur nú fengið löggilda greiningu; dæmigerða einhverfu.

„Ég hef verið ranglega lokuð inni á spítala í samanlagt 1 ár, ég hef fengið alvarlega rangar lyfjagjafir og meðferðir – vegna þess að Landspítali veit varla hvað einhverfa er. – Einhverfur einstaklingur í verulega miklu uppnámi líkist oft fólki í alvarlegu geðrænu ástandi,“ segir Lára Kristín.

http://www.dv.is/frettir/2012/7/7/lara-kristin-gedveik-var-eg-ekki-en-einhverf-mjog/

Mikið rosalega er ég þakklát því góða fólki sem hefur stutt við bak mitt í gegnum greiningarferlið, sem er nú formlega lokið. Ég var greind með dæmigerða einhverfu.

Ég er heppinn með það fólk sem tók mig að sér og sýndi veikleikum mínum áhuga – en að sama skapi bitur þeim sem hundsuðu mig og stimpluðu sem lélegt eintak mannveru,“ segir Lára Kristín Brynjólfsdóttir sem var í viðtali í DV á dögunum þar sem hún greindi meðal annars frá margra mánaða nauðungarvistun.

Lára Kristín var ranglega greind með geðsjúkdóma en hefur nú fengið löggilda greiningu; dæmigerða einhverfu.

http://www.dv.is/frettir/2012/8/24/lara-kristin-rekin-vegna-vidtala-um-einhverfu/

„Ég er rekin vegna viðtala sem hafa verið tekin við mig upp á síðkastið, vegna einhverfunnar og baráttu minni við kerfið sem ég í raun vann. Ég var rekin fyrir videomyndbandið mitt þar sem ég segi frá lífi mínu sem einhverf stelpa!“ Þetta er á meðal þess sem við Lára Kristín Brynjólfsdóttur ritar á bloggsíðu sína nú í kvöld. Lára Kristín sem hefur síðustu mánuði rætt opinskátt um einhverju sína og ranga greiningu, meðal annars í viðtali við DV, segir ástæðu uppsagnarinnar vera þá hversu opinská hún hefur verið

http://www.pressan.is/Frettir/Lesa_Innlent/einhverf-modir-langar-ad-deyja-eftir-ad-hun-missti-forraedid-eg-er-god-mamma?Pressandate=20090416%2band%2buser%253d0%2band%2b1%253d1%2fleggjumst-oll-a-eitt%2fleggjumst-oll-a%2fleggjumst-oll-a-eitt

23. okt. 2012 - 12:08

Einhverf móðir vill deyja eftir að hún missti forræðið: „Ég er góð mamma“

Lára Kristín.

Lára Kristín Brynjólfsdóttir missti í gær forræði yfir syni sínum. Hún segir að veröld hennar sé hrunin og hana langar til að deyja. Sérfræðingar báru vitni fyrir dómi og samkvæmt heimildum Pressunnar vildi enginn þeirra láta taka barnið frá móður sinni.

Lára Kristín er 28 ára og hefur verið dugleg við að vekja athygli á sjúkdómnum í fjölmiðlum til að opna augu almennings gagnvart einhverfu. Í viðtali við Pressuna í sumar sagði Lára frá því að hún hefði ekki fengið greiningu fyrr en á þessu ári. Þrátt fyrir erfiða glímu við þessa röskun menntaði hún sig sem sjúkraliði.

Nú segir Lára að hún hafi misst forræðið yfir syni sínum sem einnig er einhverfur vegna röskunarinnar. Hún bendir á að sérfræðingar hafi mætt í dómsal henni til stuðnings og hún sé ekki skert á neinn hátt. Hún sé fullfær um að ala upp son sinn, það hafi sérfræðingar staðfest fyrir dómi. Föður drengsins var dæmt fullt forræði.

LRA_KR~1

Nú spyr ég, og ég er ekki að leggja þessi tvö dæmi saman, en samt sem áður þá er allt sem bendir til þess að þarna sé eitthvað sjúsk á ferðinni á hvorn veginn sem er, sem virkilega þarf að skoða og kanna, því hér er í báðum tilfellum um að ræða einstaklinga sem brotið hefur verið á.  Og það er að mínu mati hreinlega ekki ásættanlegt.

Við viljum ekki hafa þetta svona. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Afskaplega sorglegt mál, ljóst að eitthvað er að í kerfinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2012 kl. 10:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er sorglegra en tárum taki.  Vonandi fær málið meiri umfjöllun og hún fái barnið sitt til baka.  Þetta stenst ekki stjórnarskrá tel ég vera, fyrst hún er nú á dagskrá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2012 kl. 11:55

3 Smámynd: Högni Snær Hauksson

Ég er hræddur um að þetta sé ekki í fyrsta né síðasta skipti sem svona hlutir gerast hér á okkar landi...því miður.

Högni Snær Hauksson, 25.10.2012 kl. 16:14

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Högni hér þarf að fara fram rannsókn á því hvernig starfssemin er þarna. Í ljósi þess að langt leiddir fíklar komast ekki inn á meðferðarstofnanir eða það var svoleiðis allavega þegar ég var að berjast, nema að fara í afeitrun á geðdeildinni. Þetta er þröskuldur sem margir fíklar stranda á.  Og nú er ég að tala um son minn.  Að vísu náði hann sér upp og átti nokkur góð ár komst í Krýsuvík sem varð til þess að hann komst upp úr þessu.

En með Láru Kristínu þá er eitthvað mikið og alvarlegt að, ef fólki eins og henni er haldið þarna í nauðungarvist, vitlaust greind, og síðan hrakinn úr vinnu og loks það sorglegasta missir barnið sitt.  Þetta er bara algjörlega óverjandi aðgerð.  Það er líka brotið á barninu, því barnaverndarlög segja að barnið eigi rétt á að vera hjá foreldrum sínum, og mér virðist ekki hafa verið neinar forsendur fyrir því að taka af henni barnið, nema fordómar viðkomandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2012 kl. 17:17

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Eru Læknar að vinna vinnuna sína? Og er kastað til höndum við Greiningu á Fólki? Eða vantar tilfyrningar í garð þeirra sem eru í höndum þeirra? það er ekki nóg fyrir Geðlækna að skaffa Pillur, þeir virðast ekki setja sig inn í tifyngingar Fólks.

Vilhjálmur Stefánsson, 25.10.2012 kl. 19:21

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú málið og spurningin.  Þess vegna þarf að fara í rannsókn á starfsseminni þarna.  Þetta er þýðingarmikil stofnun og getur skipt sköpum í lífi fólks, svo þar þarf virkilega að vanda til verka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2012 kl. 19:48

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ásthildur..það er ekki nóg að hafa Háskólagráðu. Stundum finnst mér eð Maðurinn með Haka og Skóflu hafi meiri innsín í tilfinningar fólks.Einn Afkomandi minn hefur því miður þurft að leita til Geðsviðs Landspítalans og það gaf ekki góða raun,sem betur fer hefur þetta barnabarn mitt náð fullum bata en ekki með þeirra hjálp.

Vilhjálmur Stefánsson, 25.10.2012 kl. 20:38

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Menntun er góð, en hún er ekki algild.  Það fer eftir einstaklingum hve vel þeir nota þekkingu sína.  Hjartalaus manneskja með háskólagráðu getur verið hættulegri en allt ef menn hafa slíka ofurtrú á menntun.  Aftur á móti getur fólk með minni menntun stundum gert ótrúlegustu hluti bara með því að hlusta á umhverfið.  Ég þekki hvort tveggja svona týpur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2012 kl. 21:25

9 identicon

sæl

fallegt af þér að fjalla um málið mitt í blogginu þínu

mjög sorglegt fyrra málið sem þú fjallar um =(

kv Lára

Lára kristín Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 22:20

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú bara sjálfsagt Lára mín að vekja athygli á þessu máli, vona að þér farnist vel og að þú fáir drenginn þinn til baka.  Takk fyrir innlitið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2012 kl. 22:22

11 Smámynd: Jens Guð

  "Hjartalaus manneskja með háskólagráðu getur verið hættulegri en allt ef menn hafa slíka ofurtrú á menntun."

  Þetta eru orð að sönnu.  Ég vil bæta við að hjartalaus manneskja með völd geti verið hættulegri en allt ef menn hafa ofurtrú á menntun, titlum og að slíkar manneskjur fari með vald.  Embættishroki er þá jafnan skammt undan.

  Mörgum er gjarnt að tala um "kerfið", kalda krumlu "kerfisins" og svo framvegis.  "Kerfið" er samsett af einstaklingum sem taka ákvarðanir.  Fara með vald og beita því eftir því hvernig hjartalag þeirra er.  Vilja til samúðar eða vilja til að taka ákvarðanir án samúðar á öðrum forsendum.   

Jens Guð, 26.10.2012 kl. 00:20

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þess vegna þarf fólk með hjarta til að stjórna heilbrigiskerfinu og raunar öllu samfélaginu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2012 kl. 01:57

13 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þarna fara margirt þættir saman. Hringlandahátturinn og sambandsleysið milli deilda landspítala er slíkur að gert getur hraustasta mann eða konu vitlausa á einum degi.

 Fólk er sent af deild 1 yfir á deild 2 en þar veitt enginn um þessa aðgerð.

 Fólk í sárri neyð fær pláss á Geðdeild- ef það kemur strax- en eftir hraðakstur er plássið ekki laust lengur---

 Einhver er lagður inn og hann er kominn heim eftir 2 tíma -- því- annar þurfti plássið---

  Spurningaþvælan er sú sama hvert skifti sem einhver er færður á bráðamóttöku þótt sá/sú hin sama se í innlögn á spítalanum !

    það er svo langt frá að allt se í lagi !

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.10.2012 kl. 17:22

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrollvekjandi upplýsingar Erla mín.  Það er svo sannarlega þörf á að fara ofan í saumana á þessari stofnun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2012 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband