29.9.2012 | 01:22
Mikilhæfur leiðtogi.
Mikið hefur verið rætt um leiðtogahæfileika fráfarandi forsætisráðherra og stór orði látin falla.
Ég ætla mér ekki að fara ofan í þá sauma. En það vill svo til að ég hef ákveðnar skoðanir á því hvað telst mikilhæfur leiðtogi.
Ég hef í gegnum tíðina í yfir 30 ár verið með mismargt fólk undir minni stjórn, svo ég þekki svolítið til þess hvað það er sem þarf til að vera góður stjórnandi.
Í fyrsta lagi þarf góður stjórnandi að geta sett sig inn í aðstæður og málefni sem eru á hans könnu.
Hann þarf að geta samsamað sig því sem undirmenn hans eru að spá og vilja, og skilja og skynja hvað þeir eru að hugsa.
Hann þarf að vera nógu "stór" til að setja sig í spor undirmanna sinna ALLRA og vera mannasættir.
Hann þarf að vega og meta og treysta sínum undirmönnum. Fá þá til að vinna með sér en ekki á móti.
Taka fyrir ákveðin mál ræða þau við alla aðila með og á móti, og fá fram kosti og galla.
Þora að taka tillögum frá þeim sem eru á öðru máli.
Fyrst og fremst að laða fram að besta í öllum sem að málum koma, og fá fólk til að vinna með sér.
Besti stjórnandinn er í raun og veru sá sem er ósýnilegur en hefur alla þræði í hendi sér.
Gefur undirmönnum sínum hugmyndir og treystir þeim síðan til að vinna úr þeim.
Standa svo með þeim ef þeir gera mistök og reyna að bæta þar úr.
Þetta virðist flókið, en það er það bara alls ekki. Ef stjórnandinn er nógu ákveðin og sjálfsöruggur. Þorir að taka hlutunum eins og þeir eru og gera gott úr því sem aflaga fer með því að ræða málin og halda friðinn.
Það er mikill munur á því að stjórna með hógværð og friði og fá undirmenn til að fylgja sér, eða vera frekjudós sem með hótunum fær sínu framgengt. Þarna er himin og haf sem aðskilur mikilhæfan leiðtoga og þann sem lætur stjórnast af frekju, einþykkju og þröngsýni á allar aðrar skoðanir en hans sjálfs.
Það er bara þannig sem alla tíð hefur verið á okkar vitorði að oflof er í raun og veru háð. Ef þú virkilega villt manneskju vel og vilt þakka henni góð störf sem hún hefur framkvæmt að þínu mati, þá áttu að spara stóru orðin, og tala af raunsæi. Þakka fyrir það sem vel er gert en ekki lofa í hástert einhverju sem alls ekki fær staðist.
Það eru í raun og veru ekki margir mikilhæfir leiðtogar hvorki hér á landi né annarsstaðar, þeir hafa þó verið til eins og Ghandi, Mandela, Martin Luther King, Jón Sigurðsson og slíkir, þeirra nöfn lifa með mannskepnunni alla tíð eins og segir: deyja frændur, deyja vinir en góður orðstýr deyr aldregi hverjum sér góðan getur.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú verður bara að leyta betur kæra Ásthildur að þessum mikla leiðtoga sem heimurinn er að bíða eftir. Leiðtogi allra leiðtoga var uppi fyrir meir en 2000 árum, er ósýnilegur en leiðir heiminn. Margir halda og vona að hann komi aftur. Svo lengi geta menn lifað í voninni, skynja ekki að hann er meðal vor.
Björn Emilsson, 29.9.2012 kl. 06:50
Svona leiðtogi er því miður ekki í boð hér á landi.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2012 kl. 09:57
Málið er í rauninni sáraeinfalt, kæra Á.C.Þ. Íslensku frekjudósirnar ráða lögum og lofum í fjórFLokknum á meðan mikilhæfu leiðtogarnir forðast hann eins og pestina.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 10:35
Vel mælt kæra Ásthildur og er ég þér alveg hjartanlega sammála.
Dagný, 29.9.2012 kl. 11:10
Flott lýsing hjá þér kæra Ásthildur.
Það sem þú minnist á Jóhönnu án þess að nefna hana á nafn, langar mig að segja að ganni að ég sá hana í Bónus í gær, aleina að versla í matinn. Hvar annarsstaðar en hér á Íslandi myndi slíkt gerast, að Forsætisráðherra versli inn í matinn, og hvað þá í lágvöruverðsverslun ?
Stórkostlegt þykir mér, eins og ég vil hafa það og passar vel í okkar fámanna samfélag
En fyrir utan það, og fyrir utan allar trúarskoðanir, að þá hefur mér þótt Jesús vera allra mesti leiðtogi sem uppi hefur verið. Það er enn verið að tala um hann og fylgja honum eftir rúmlega 2000 ár ! Geri aðrir betur ;)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.9.2012 kl. 11:41
Já Björn, ég veit ekki með Jésú, ég held satt að segja að þetta hafi verið ein flottasta brella allra tíma. En það er mín persónulega skoðun. En vissulega var hann góður stjórnandi.
Nei því miður Ásdís mín, ekki í sjónmáli nú alla vega.
Gæti verið Hilmar, gæti svo sannarlega verið. Það ber allavega afar lítið á þeim.
Takk Dagný mín.
Sammála þér Hjördís, það er vinalegt að sjá að enginn er yfir það hafinn að ganga meðal almennings og versla í lágvöruverslun. Ég get líka alveg trúað að Jesú hafi verið mikill og góður leiðtogi. En hitt er ég ekki svo viss um. Held að dauði hans og upprisa hafi verið ein risabrella sem ennþá lifir með okkur rúmum 2000 árum seinna. Tek undir það geri aðrir betur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 12:23
Er oflofið ekki svipað um Jesú og Jóhönnu. Jóhana var þó til, svo það er einhver stigsmunur.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2012 kl. 12:56
Ég held að hann hafi verið til blessaður, en ég held að dauði hans hafi verið sviðsettur. Þess vegna var gröfin tóm. Ég held, ef til vill af því að ég las söguna um the wholy Grale, að hann hafi samið um að fá að flýja með Maríu sinni til Frakklands. Mér finnst það eiginlega betri útgáfa af sögunni og trúverðugri. En þar sem ég er hætt í þjóðkirkjunni, leyfi ég öllu því góða fólki að hafa sína barnatrú.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 13:06
Mér hefur nú alltaf þótt sagan af Kristi benda til afskipta geimvera. Svo vill bara til að boðskapurinn, sem eftir honum (sjálfum) er hafður, er skynsamlegur og verðugur eftirbreytni. En svo kom Saul - og Múhammeð...
Jóhanna er ekki leiðtogi - Jóhanna er baráttumanneskja. Vonandi fer hún í sögubækurnar á réttum forsendum.
Kolbrún Hilmars, 29.9.2012 kl. 16:03
Já satt er það að boðskapurinn er góður, sanngjarn og heilbrigður. En þegar kristnir ætla að EIGNA sér hann, þá segi ég nei hingað og ekki lengra.
Með Jóhönnu hittir þú nákvæmlega naglann á hausinn eins og þú gerir svo oft KOlbrún. Jóhanna er baráttukona og afar góð fyrir sinn hatt og sína sannfæringu. En hún er langt í frá leiðtogi. Hún á að fá að eiga það sem hún á.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 17:05
Kristnir eiga reyndar boðskapinn, þann upprunalega sem kenndur er við höfundinn. Sérstaklega ef við miðum við viðteknar venjur samfélaganna í Mið-Austurlöndum fyrir 2000 árum. En eins og alltaf komu fram kerfiskarlar sem vildu koma böndum á boðskapinn. Síðar keppinautar sem leiddu til gagnkvæmra blóðsúthellinga. Ljót saga!
Því miður hefur mér ekki unnist tími til þess að kynna mér feril egypsku koptanna, sem er líklega eini "frumsöfnuður" Krists sem hefur haldið sjálfstæði og friði frá upphafi. Aðeins sú staðreynd að þeir eru til og fáir þekkja þá, ætti þó að segja sitt.
En nú er ég komin aðeins útfyrir Jóhönnu-efnið, sem skiptir svo sem ekki máli í stóra samhenginu :)
Kolbrún Hilmars, 29.9.2012 kl. 18:44
þAÐ HAFA ALLTAF Á ÖLLUM TÍMUM VERIÐ TIL MENN SEM HAFA ÞAU TÖK Á FOLKI OG SJÁLFUM SER AÐ GETA GERT GÓÐA HLUTI- ÁN PENINGAVALDS- EN ÞAÐ VIRÐIST SVO AÐ SLÍKT SE EKKI Á BOÐSTÓLUM LENGUR- SJÚK VALDASTJÓRN OG PENINGAGRÆÐGI STJÓRNAR ÓÁBYRGU FÓLKI SEM VELUR SER SETU Á ALÞINGI- ÞAR SEM ÞAÐ SAFNAR AUÐI- OG FER SVO- FRÁ HUNGRUÐUM EINSTAKLINGUM- OG SJÚKUM !
Erla Magna Alexandersdóttir, 29.9.2012 kl. 19:25
Athyglivert Kolbrún með Koptana, ég hef ekki skoðað mikið trúarbragðasögu heimsins. En saga kristni og annara trúarbragða er vissulega afar ljót.
Erla já það er rétt þetta fólk situr þangað til að hefur fengið sín eftirlaun og svo getur það áhyggjulaust bara farið á full laun hjá okkur fólkinu í landinu við að gera ekki neitt. Það á að skera þetta niður, þetta er sjálftaka launa og eftirlaun sem á að skera burtu. Við þessi 320 þúsund eða hvað við nú erum, hreinlega getum ekki staðið endalaust undir sífelldum auknum launum og sjálftöku þessa fólks. Mál að linni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 19:50
Ásthildur, koptarnir hafa ekki verið fyrirferðarmiklir í trúarbragðasögunni, vegna eigin varkárni. Því varð ég svolítið hissa á heyra þá nefnda sem fórnarlömb múslima nú nýlega í Egyptalandi, eftir þessa "byltingu fólksins" eða hvað það kallast nú þetta austurlenska "vor". Sennilega hafa koptarnir látið sig hverfa aftur, þeir launa aldrei ofbeldi með ofbeldi.
Svo erum við engin 320 þúsund hérlendis sem stöndum endalaust undir útgjöldunum; 160 þúsund væri nær sanni. Það er í rauninni merkilegt að þetta þjóðfélag skuli "funkera" ennþá.
Kolbrún Hilmars, 29.9.2012 kl. 20:11
Bara svona koma því að, ég var ekki beinlínis að hrósa VH.
Ragnheiður , 29.9.2012 kl. 20:36
Ásthildur, í stjórnunarfræðunum er gerður greinarmunur á stjórnanda og leiðtoga. Ein þekktasta aðgreiningin er að leiðtoginn notar lýðræðið til þess að ná fram árangri, það þarf stjórnandinn ekki endilega að gera.
Sé allar sanngirni gætt þá er Jóhanna sannarlega merkilegur stjórnmálamaður. Hún hafði hugsjónir og baráttumál , sem hún barðist fyrir með oddi og egg. Hún hefur hins vegar aldrei verið sökuð um að eiga auðvelt að leysa mál með öðrum og sérstaklega ekki ef hennar leiðir eða stefna stangast á við leiðir samferðarmanna hennar. Ingibjörg Sólrún myndi flokkast sem mikill leiðtogi, Jóhanna ekki. Báðar eru hins vegar stjórnendur.
Sigurður Þorsteinsson, 29.9.2012 kl. 21:09
Talandi um Kopta hér að ofan..Koptar bygðu fyrstu Kirkju þessa heims í Alexandríu árið 50 eftir Krist...
Vilhjálmur Stefánsson, 29.9.2012 kl. 23:47
ég trúi á Guð almáttugan sem min leiðtoga,engan annan,en sem stjórmálamenn nokkra!!!!!
Haraldur Haraldsson, 30.9.2012 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.