Batnandi mönnum best að lifa.

Gott mál. Þetta segir okkur ágætu íslendingar að við getum haft áhrif með samstöðu og einurð.  Þetta var algjört glapræði og gott að það var leiðrétt.  En við skulum ekkert velkjast í vafa um það að vegna viðbragðanna var þetta dregið til baka.  Það hefði einfaldlega ekki gerst nema af því. 

Hins vegnar segi ég batnandi mönnum er best að lifa, og gott að menn hafi kjark til að bregðast við á réttan hátt.  Sýnir bara að Björn hefur samvisku gagnvart ábyrgð sinni á Landspítalanum.  Hins vegar má Guðbjartur Hannesson vel við una að vera þannig skorin niður úr snörunni.  þá getur hann ef til vill komið aftur fram í dagsljósið. 

En við skulum áfram halda vöku okkar og fylgjast með því sem betur má fara.  Sameinuð stöndum vér sundruð föllum vér.

ÍSl. Fáninn


mbl.is Björn afþakkar launahækkunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er ekki svo viss um að hann hefði "afþakkað" launahækkunina ef ekki hefði orðið þetta mikla mál vegna hennar???  Svo velti ég því líka fyrir mér hvort Velferðarráðherra hafi ekki "LÁTIÐ" hann afþakka launahækkunina og ætlað þannig að "lægja öldurnar", hann fái bara eitthvað í staðinn???

Jóhann Elíasson, 19.9.2012 kl. 17:25

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sama hvernig á því stendur þá erum við sigurvegarar í þessu máli! Samála Ásthildur við skulum ekki gefa þumlung eftir því að eins og þú segir sameinuð stöndum og sundruð föllum.

Sigurður Haraldsson, 19.9.2012 kl. 17:27

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála þér Áshildur mín. Batnandi mönnum er best að lifa. Eins og Sigurður segir svo satt: sameinuð stöndum við og sundruð föllum við.

Ég er ekki upptekin af að ásaka fólk út yfir gröf og dauða, og vonast eftir að aðrir vilji ekki ásaka mig út yfir gröf og dauða. Það verður að gefa fólki tækifæri til að bæta sig.

Jóhann hefur áhyggjur af að einhver undanbrögð séu hér í gangi, en slík undanbrögð er hægt að upplýsa í framtíðinni, með vökulum augum og samvinnu allra landsmanna.

Það er ekki nokkur framtíðarvon í eintómum ofurlaunamútum og spillingu. Það verðum við öll að muna, og reyna eftir bestu getu, heilsu og viti, að lifa eftir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.9.2012 kl. 17:51

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skiptir sára litlu máli Jóhann minn hvernig þetta bara að, gjörðin er sú sama og er sigur fyrir okkur almenning og hjúkrunarfólk almennt og segir okkur bara hreint út að þegar við látum í okkur heyra, gerist eitthvað gott.

Einmitt Sigurður minn.  nákvæmlega látum þetta segja okkur til um framhaldið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2012 kl. 17:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já rétt Anna Sigríður mín það er rétt sem þú segir, allir verða að gefa fólki tækifæri til að bæta sig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2012 kl. 18:07

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Björn ætlaði að sjálfsögðu að þiggja þessa hækkun, en komst ekki upp með það. Guðbjartur hangir eftir sem áður í snörunni. Hann framdi verknaðinn og ætlaði að dylja sporin. Upp um hann komst og hann á bara eitt eftir og það er að segja af sér.

Sigurður Þorsteinsson, 19.9.2012 kl. 21:02

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Verkfalls hætta þegar samningar starfsfólks sjúkrahúsana rennur út að ég held í janúar eða febrúar kom Guðbjarti til að segja BZ, hækkunin er ólögleg og ég hafði ekki leyfi að gefa hana.

Það hefðu verið gífurleg há % tala á launahækkun starfsfólksins og ráðherra hefði ekki haft nein góð rök að synja þeirri kröfu vegna kauphækkunar BZ.

Svo hefði það nú ekki verið gott fyrir SF/VG ef að verkföll hafi staðið yfir í miðri kostningabaráttuni, slæmt er fylgið þessar flokka nú þegar og ekki á það bætandi.

Allt þetta varð til þess að Guðbjartur afturkallaði kauphækkunina, nú þarf hann bara að segja af sér ráðherra og þingmannsstörfum fyrir afglöp í starfi, þá er búið að gera við þessa vitlaeysu.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 19.9.2012 kl. 21:35

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er alveg rétt Sigurður þessi gjörð hefði aldrei verið afturkölluð nema vegna þess moldviðris sem varð og þeir töldu sig komast upp með þetta, einhverjir hafa kippt í spotta til að fara með þetta til baka.  En krafan er eftir sem áður að ráðherrann segi af sér embætti.

Sammála Jóhann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2012 kl. 21:59

9 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þeir sem eru það tómir í hausnum að Kjósa Samfylkinguna geta vart kosið hana áfram meðan Guðbjartur er þar innanborðs.En það er alt svo sem leifilegt í þeim lokki meðan Kelingar herfan Jóhanna Sigurðardóttir ræður þar ríkjum.

Vilhjálmur Stefánsson, 19.9.2012 kl. 23:50

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg sammála þér Ásthildur mín, alveg sammála ;)

Er þó enn að melta það hvort ég sé sammála þér og Jóhanni um nauðsyn þess að Guðbjartur segi af sér, þar sem þetta er nú dregið tilbaka ? Megið alveg hjálpa mér að skilja það betur svo ég eigi séns á að skipta um skoðun með það og styðja, verði ég sammála nauðsyn þess núna. 

En mig langar að vita, ef einhver veit, hvernig fréttist um þessa væntanlegu hækkun ? Tel það skipta máli uppá hvort það hafi átt að leyna þessu. Eins vegna útskýringar BZ um að hann vonaðist eftir launaskriði, sem er einkennilegt í niðurskurði og með auman ríkissjóð.

Höldum öll áfram að láta í okkur heyra ! Það skilar sér skipti eftir skipti eftir skipti. Þegar Netheimar ,,loga" verða ráðamenn augljóslega smeykir, þó margir þeirra séu það hrokafullir að þykjast ekki lesa blogg né taka mark á þeim. Í raun eru þeir þá að viðurkenna að þeir hlusti ekki á almenning, án þess að þeir kannski fatti það sumir blessaðir ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.9.2012 kl. 09:39

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það getur rétt verið Vilhjálmur en ég tel samt svo ekki vera.  Fólk fylgir sínum mönnum og flokkum hvert á land sem er hvað svo sem menn gera.

Hjördís mín að Guðbjartur segi af sér liggja að mínu mati nokkrar ástæður.  Sú fyrsta er að sú ólga sem hann kom af stað, sárindi og reiði samstarfsfólks Björns sem eru algjörlega forkastanleg vinnubrögð. Hann hefði mátt vita að svona færi þ.e. ef hann ætlaði ekki að halda þessu leyndu sem mér þykir þó líklegra.  Þessi maður starfar í flokki sem kennir sig við jöfnuð.  Þetta er algjörlega skírt brot á þeirri stefnu.  Síðan koma eftirá skýringar, hann getur ekki sagt af eða og og beðið þjóðina afsökunar, fyrst segir hann að hann hafi ekki viljað missa Björn úr landi, þegar allt fer í háaloft út af þeirri yfirlýsingu, segist hann hafa þurft á skurðlækni að halda og þess vegna viljað halda í forstjórann.  Nú ber þess að geta að fullt af læknum bæði skurðlæknum og öðrum hafa yfirgefið landið okkar í ábyrgð þessarar ríkisstjórnar án þess að lyft hafi verið hendi til að bjóða þeim hærri laun, þar að auki fyrst Björn stóð sig svona vel sem yfirmaður, átti þá að láta hann líka fara í önnur störf, rétt eins og það væri bara ekki svona mikið mál að stjórna sjúkrahúsinu að hann gæti sem best tekið á sig aukavinnu.  Það sér hver maður að þetta er bara yfirklór.  Þannig að maðurinn er þar á ofan óheiðarlegur.  Vill krafsa yfir skítinn.

Í siðasta lagi þá er komin tími til að forvígismenn landsins verði látnir axla ábyrgð, sú ábyrgð getur ekki falist í neinu í þessu tilfelli en að hann segi af sér og biðji þjóðina afsökunar.   

Raunar hefur þessi ríkisstjórn verið afar iðin við að brjóta lög, Jóhanna, Ögmundur, Svandís, er ég að glema einhverjum og svo núna Guðbjartur.  Er nema von að tiltrú fólks sé innan við 10 %.

En málið er að nú eru að koma kosningar og það gæti farið svo að Guðbjarti yrði gert að segja af sér eftir allt saman, því mér virðist Samfylkingin þrífast best á skoðanakönnunum. 

Svo er ég hjartanlega sammála að það ætti að fara ofan í saumana á því hver lak.  http://vefir.pressan.is/ordid/2012/09/07/hver-lak/ Til þess að skilja betur hvað hér var á ferðinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2012 kl. 10:28

12 identicon

Ég sé enga hugarfarsbreytingu hjá ráðherranum eða forstjóranum. Mér sýnast þeir báðir aðallega  vera að reyna að klóra sig upp á bakkann eftir að vera búnir að grafa sér holiu sem þeir héldu engan myndu taka eftir.

Sjálf hef ég takmarkaðan áhuga á  HVER  lak" fréttinni.  Mér finnst áhugaverðara að hugleiða meðhöndlun fjölmiðla  á fréttinni og svör "aðalleikaranna" við þeim viðbrögðum sem fjölmiðlaumfjöllunin um launamál forstjórans orsakaði meðal almennings og einstakra stéttarfélaga.

´

Agla (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 12:24

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt Agla, það sorglegasta við þetta er að þeir virkilega halda að við trúum því sem þeir eru að klóra sig fram úr.   Svör beggja lykta af vanhæfi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2012 kl. 12:52

14 identicon

Ég efast um að íslenska valdastéttin  (af hvaða flokki sem er) hafi, almennt séð, stórar áhyggjur af hvað "okkur almúganum" finnst um þeirra frammistöðu - nema kannski kjörnir fulltrúar í launuð störf  nokkrum vikum fyrir kosningar. Hvort við trúum þeirra málflutningi eða ekki virðist  yfirleitt skipta þá litlu  svo lengi sem þeir njóta stuðnings "jafningja" sinna eða foringja.

Mig grunar að í þessu tilfelli hafi Forsætisráðherrann eða búktalarinn hennar muldrað eitthvað í skeggið og að þess vegna hafi verið rokið af stað með vanhugsaðar og mótsagnakenndar skýringar/réttlætingar á launahækkun þessa ríkisstofnunar forstjóra  okkar.

Mér finnst þú taka mjög kurteisislega til orða þegar þú segir að "Svör beggja lykta af vanhæfni".                                                                                                                      Þá ertu ekki einu sinni að tala um launahækkunina sjálfa heldur viðbrögð þeirra við umfjöllun um hana.  Maður skyldi halda að hæfir stjórnendur hefðu getað séð viðbrögðin fyrir og verið tilbúnir með samhæfð haldgóð svör við gagnrýni á þeirra ákvarðanir.

Það sorglegasta við þetta, að mínum dómi, er að  "vanhæfni" af þessu tagi ekki takmörkuð við neinn einn af okkar stjórnmálaflokkum þó á hverjum tíma beinist gagnrýnin eðlilega að stjórnarflokkunum.

Agla (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 14:02

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt Agla þetta á við um alla flokkana, sér í lagi þessa fjóra elstu, þar sem fólkið sem þar situr telur sig eiga sannleikann réttlætið og völdin.  Og því miður þá höfum við kjósendur spilað þessum völdum upp í hendur þeirra, með því að kjósa gagnrýnislaust alltaf það sama á hverju sem gengur.  þetta er mesta  ógnin við lýðræðið og fer vonandi að minnka þar sem yngra fólk virðist hugsa aðeins lengra og er ekki eins fast á flokksjötunni og eldra fólkið.  En þetta tekur bara alltof langan tíma og kostar okkur svo ótrúlega mikið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2012 kl. 14:15

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessu máli virðist hvergi nærri lokið fyrir Guðbjarti né Birni. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/09/20/laeknar_hafna_fullyrdingu_radherra/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2012 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2020892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband