Stjórnarskrár málið og það sem í kring um það er.

Það er mikið rætt um kosningu stjórnvalda um tillögur Stjórnlagaráðs og sýnist sitt hverjum.  Ég verð að segja að ég er á báðum áttum.  Ég held að fólkið sem vann þessar tillögur hafi gert það af heilum hug og reynt að gera sitt besta.  Ég vil ekki taka undir að þetta fólk hafi setið á svikráðum til að plotta okkur inn í ESB.

En það er sumt í þessum tillögum sem orkar tvímælis eins og 111 greinin um framsal tímabundið til annara.  Þó Illugi og fleiri hafi reynt að telja okkur trú um að þetta sé til bóta, þá er það bara svo að þó tilgangur ráðsins hafi verið góður, þá ber ég ekkert traust til ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms plús Össurar.  Framkoma þeirra hingað til hefur reynst full af rangtúlkunum, þöggun og hálfsannleika.  Þess vegna get ég ekki treyst því að þegar og ef  þjóðin samþykkir þessar "nokkrar" tillögur ekki allar, þá telji þessi ríkisstjórn sig þess umkomna að breyta í lauf.  Mér þykir leitt og tætandi að geta ekki treyst kjörnum fulltrúum ríkisvaldsins til að gæta hagsmuna þjóðarinnar en sporin hræða svo sannarlega.

En hvað kemur stjórnarskrármálið ESB við? Jú hér hefur verið reynt leynt og ljóst að koma þjóðinni til skilnings um að fara inn í ESB, og þar hafa öll meðul verið notuð.

Nú þegar komið er í ljós að hér er ekkert til að semja um, einungis tilskipanir upp á yfir 1000 bls. um hvenær skulu opnaðar og samþykktar, þá eru þessar svokölluðu samningaviðræður algjörlega marklausar.  Því þetta eru aðlögunarviðræður, sem eru EKKI UMSEMJANLEGLAR: 

Björn Bjarnason fór til Brussel og Berlínar til að kynna sér afstöðu ráðamanna ESB.

„Í sérstökum bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út til að útskýra stækkunarferlið er kafli sem heitir Aðlögunarviðræður. Kaflinn hefst á þessum orðum: “Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður. Og þessar reglur (líka þekktar sem „acquis“, sem er franska yfir „það sem hefur verið ákveðið“) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar umsóknarríkis á reglunum.“

Og enn segir Björn:http://bjorn.blog.is/blog/bjorn/entry/1213504/

Og svo hér:http://www.bjorn.is/pistlar/nr/6090

 "En þar segir m.a.:Þegar ég hafði á orði í Berlín að einhverjir á Íslandi teldu að með því að stofna til kynningarstarfs af þessu tagi bryti Evrópusambandið gegn íslenskum lögum var mér snarlega bent á að þetta væri gert að tilmælum ríkisstjórnar Íslands. Hún hefði snúið sér til ESB og farið þess á leit við framkvæmdastjórnina að hún tæki að sér að fræða Íslendinga um ESB. Vissu íslensk stjórnvöld ekki hvað væri heimilt eða óheimilt í þessu tilliti væri það vandamál annarra en þeirra sem hefðu tekið að sér að framkvæma verkefnið á grundvelli útboðs í krafti samnings milli ríkisstjórnarinnar og ESB."

Og hér talar Jón Bjarnason sem var ráðherra og tók þátt í viðræðum við ESB og var látinn víkja vegna andstöðu sinnar við aðildina:http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1221345/

Og enn hér: http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1224926/#comment3283269

Að lokum hér frá Jóni Bjarnasyni: http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1221566/

Hér tala þrír menn sem hafa kynnt sér þessi mál vel og ítarlega Jón var í miðri hringiðunni, uns honum var bolað burt af því innlimunarsinnar gátu ekki hugsað sér að hafa þar mann sem var á móti málinu.  Og það þrátt fyrir að mikill meiri hluti þjóðarinnar hafi verið og sé ennþá andvígur ESB aðild.  Þá skal samt hamrað járnið.

Ég óttast að þessi atkvæðagreiðsla sé í beinu samhengi við þessa viðleitni örfárra aðila til að þvinga þjóðina inn í þetta samband.  Þar hefur margt verið reynt eins og þessir þrír aðilar benda á og svo ótal ótal fleiri reyndar.

Þess vegna mun ég skoða þessi mál vel, og alls ekki flana að því að jánka tillögum stjórnlagaráðs, fyrr en ég fæ fullvissu fyrir því að þetta ákvæði og einhver fleiri verði ekki notuð af ótryggri ríkisstjórn til að koma okkur inn í ESB á fölskum forsendum.

Ég hallast því að því að það hafi verið rökrétt hjá forsetanum þegar hann sagði að það ætti ekki að semja nýja stjórnarskrá í bullandi ágreiningi.  Um hana ætti að ríkja sátt, en fyrst og fremst traust þjóðarinnar til þeirra aðila sem um hana ættu að fjalla. Því er ekki til að dreyfa í dag, þar sem um 10% þjóðarinnar treysta alþingi og ennþá færri þessari ríkisstjórn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þetta er flott samantekt hjá þer og örugglega nákvæmlega rett.

 Fólk spyr sig- hvað gengur þessu fólki til annað en mútur- sem vísvitandi reynir að koma þjóð sinni á kaldann klakann- eða þannig-og SEÐLABANKASTJÓRI ser bara evru ? Er þetta fólk á okkar öld ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 17.9.2012 kl. 17:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta fólk er að mínu mati hálfgert heimóttarlið sem hefur lítið samband við erlenda aðila nema í business.  Hefur ekki rætt við þjóðirnar sjálfar og þjóðarsálir Evrópubúa.  Mér virðist þetta fólk ekki vera í neinu sambandi við hinn almenna borgar í þessum þjóðlöndum og minnimáttarkenndin er að drepa þau. En það er mitt ískalda mat.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2012 kl. 17:59

3 Smámynd: Björn Emilsson

Það liggur meir á bakvið en það. Steingrímur J og Sovét Island stjórn hans sjá fram í tímann. ESB kommisarinn Barosso hefur nú opinberað stefnuna, sem er Stórríki Evrópu. Barosso þessi er kommunistaleiðtogi frá Portugal. Svo er líka um aðra stjórnendur ESB, allir með tölu gamlir og gildir kommunistar. Þeim hefur verið vel ágengt, Íbúafjöldi ESB er nú 500 milljónir. Það líður ekki á löngu þar til Rússland sameinast þessu stórveldi, hinu endurreista Sóvét-Ríki Stór-Evrópu. Þetta sér Steingrímur J sennilega í hyllingum. Telur sig og sítt fólk þessvegan vera á réttri leið inn í sæluríkið. Jóhönnu þarf ekki að tala um, hún er eina manneskjan í ríkisstjórn Steingríms sem ekki er ´kommunisti´ og þar með ekki mark á takandi að þeirra dómi. En vel hægt að notast við hana, svo langt sem það nær.

Björn Emilsson, 17.9.2012 kl. 20:27

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún er ef til vill ekki kommúnisti en svo sannarlega er hún einræðisherra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2012 kl. 20:45

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Tek undir hvert orð, Ásthildur, hvert orð. Það er sennilega rangt að kalla ráðherrana kommúnista, en sósíalista má hiklaust kalla þá.

Sigurður Þorsteinsson, 17.9.2012 kl. 22:36

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Sigurður.  Já þeir ganga alla vega ekki erinda frelsisins hvorki til orðs eða athafna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2012 kl. 22:50

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Stjórnarskrá sem samin er af skipuðu ráði sitjandi ríkisstjórnar eftir að kosning hefur verið dæmd ógild, er eitt og sér nægileg ástæða til þess að slíkur framgangur skyldi aldrei hafa verið látin fram ganga. Því til viðbótar fengu tillögur þær sem komu frá ráði þessu enga þinglega meðferð áður en málið er sett í skoðanakönnun til handa þjóðinni, sem heitir lýðskrum í mínum huga. Breytingar á stjórnarskrá einar og sér hverju sinni hafa áhrif á lög og lagasetningu og það að henda bara þeirri gömlu og búa til alveg nýja er eitthvað sem enginn hefur séð fyrir endann á hvaða afleiðingar hafi í formi ringlureiðar í einu þjóðfélagi og er þó af nógu að taka.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.9.2012 kl. 00:16

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já gott að sjá þig í baráttunni. Var að enda við að bölsótast inni á bloggi Sigga. Flestir af þeim sem ég get talað við um þessi mál,ætla ekki að kjósa 20.okt. þeir sem aftur ámóti ætla að mæta segjast munu svara 1.spurningunni með gamla góða NEI-inu og setja seðilinn í kassann. Við vitum hvað Jóhanna er búin að bölsótast og öll hennar hollusta er við ESbéið. 4 ár og allt ber að sama brunni,sjáið hatur hennar og kumpána á forsetanum,ég segi nú eins og einn viðmælandi minn góður,,finnst þér þetta heilbrigt,, nei ekki hjá æðstu mönnum ríkisins.M.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2012 kl. 00:17

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ásthildur, ég met mikils þína fullveldissinnuðu afstöðu, en hér hefur einhver misritun átt sér stað (nema ég sé að misskilja þig), þar sem þú segir: "... hér er ekkert til að semja um, einungis tilskipanir upp á yfir 1000 bls. ..." En í reynd er Esb-lagaverkið allt með bindandi reglugerðum og tilskipunum komið upp í yfir 100.000 blaðsíður!

Svo leyfi ég mér að vitna í þennan texta:

  • "Margir mjög stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tollamál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál, og er EES innan við 10% af ESB-aðild, eins og segir á vef Heimssýnar:
  • "Á árunum 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34.733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3.119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent. Þessar upplýsingarnar eru sóttar úr gagnabönkum og gefa raunsanna mynd af hlutfalli ESB-löggjörninga sem teknir eru upp í EES-samningnum. 
  • Heimild: Heimssýn."

Tekið hér af ESB-málefnasíðu Hægri grænna, en sá flokkur "er alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið."

Jón Valur Jensson, 18.9.2012 kl. 00:55

10 Smámynd: Kidda

Mikið er ég sammála þér mín kæra. Er ég að missa af einhverju, eiga að vera einhverjar kosningar 20.okt?

Kidda, 18.9.2012 kl. 09:39

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið GMaría mín mikið rétt það hefur verið haldið ótrúlega klaufalega á málum af hálfu ríkisstjórnarinnar í öllu þessu stjórnarskrármáli.  Ég vil samt hugleiða hluti áður en ég tek afstöðu, þegar ég er ekki viss um hvort þetta er til góðs eða ekki.  Margt af því fólki sem ég treysti lítur svo á.  En að endingu mun ég taka mína eigin uppýstu ákvörðun um hvað ég geri.  En þar mun vega mest vantraust mitt og fyrirlitning á ríkisstjórninni.

Helga mín takk fyrir mig, já auðvitað er ég í baráttunni, mun vera meðan þessi vá ríkir yfir okkur.

Takk Jón Valur þetta er misritun hjá mér eins og þú bendir réttilega á, auðvitað eru þetta 100.000 bls.  Og ekkert minna en það, voru reyndar 90.000 þegar þessi kafli var ritaður, en síðan hafa bæst við um 10.000 bls og fer örugglega fjölgandi, fyrir nú utan smáa letrið sem allir þurfa að vara sig á allstaðar.

Mér skilst raunar Kidda mín að það gæti farið svo að kosningarnar yrðu dæmdar ólöglegar, því það eru áhöld um hvort dagsetningin hafi verið sett fram ákveðið eins og reglur segja til um, eða hvort um hafi verið að ræða óljóst orðalag og umræður.  Þannig að mér kæmi ekkert á óvart þó þessar kosningar yrðu kærðar líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 10:54

12 identicon

Ásthildur eg er alveg sammála  því að bein tenging sé milli  SKOÐANAKÖNNUNAR stjórnvalda og ESB  ítroðslunnar.Mér finnst ekki hægt að kalla þetta þjóðaratvæðagreiðslu.

Því þjóðaratkæða greiðsla  hefur allt aðra merkingu og tilgang samkvæmt  upphaflegum gerningi löggjafans.Sem er að vera öryggisventill þjóðarinnar SEM BINDANDI KOSNING  þrgar að gjá hefur myndast milli þings og þjóðar.Það er þjóðaratkvæðagreiðsla.

Asthildur þú sgir að þú vitir ekki hvort að þetta muni vera til góðs eða ekki og það veit eg nú ekki heldur. Málið er nefnilega það að þessi skoðanakönnun hefur nákvæmlega ekkert gildi.Það sem er ólíkt með henni og þjóðaratkvæðagreiðslu er það að Alþingi þarf ekki arf ekki að fara eftir niðursöðum hennar frekar en hún hafi aldrei verið gerð.Og því erfitt að sja hvort hún muni verða til góðs eða ills.

Og hver skyldi þá ástæðan vera fyrir öllu þessy tilstandi.Hún gæti nú tildæmis verið sú að geta sagt þegar að kosningum kemur.Sjáið hvað við erum lýðræðisleg

þjóðin kaus stjórnarskrána.Við höfðum samþykki þjóðarinnar.

Til að gera það sem okkur sýnist með stjórnarskrána  (lygamerki á tánum)

Ástæðan gæti einnig verið sú  að kanna  hvað megi ganga langt í að bjóða fólki upp á bull sem hefur enga merkingu og hvort að menn hlaupi bara og hlýði  þegar að einhver kallar kosningar ALLIR AÐ KJÓSA.

Það gæti verið gott að vera búinn að tekka á því hvernig landið liggur þegar að kemur að því að renna í gegn aðal herlegheitunum.Og hvort að sé yfirleitt nokkur áhugi.

Þegar að kemur að fullveldisafsalinu

Háttvirtir jkósendur það sem nú er í boði er í raun   það sem kallað er hinu villandi nafni Þjóðaratkvæðagreiðsla en er í raun nokkur blöð sem tekin eru hér og þar innan úr stjórnarskrár lögunum.Sennilega ekki landráðakaflinn þar með 

Og fólki sagt að það sé að  KJÓSA UM STJÓRNARSKRÁNA.!

Síðan hefur Alþingi leyfi til að fara með þær niðurstöður að vild sinni.En auðvitað verður þetta allt að ganga í gegn í tíð Jóhönnu og Steingríms ef það á að vera alveg öruggt að komast alla leið til Brussel.  OG ÞJÓÐI KAUS .. mjá mjá já

Eg vona að það verði góð mæting á kjörstað í þessari skoðanakönnun og að sem flestir skili auðum kjörseðli til að lýsa frati á slík vinnubrögð sem eru móðgun við kósendur og íbúa þessa lands.

Hér er gott tækifæri til þess að láta sína skoðun koma fram fyrir þá sem  vilja ekki láta gera lítið úr sér með þessum hætti.

Sólrún (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 12:20

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég ætla að mæta á kjörstað og krossa NEI við einu spurninguna sem skiptir máli.

Mætti líka þegar kosið var um fulltrúa á stjórnlagaþing, þeirri misheppnuðu framkvæmd.  Dettur ekki í hug að styðja tillögur þessa neyðarskipaða stjórnlagaráðs, alveg burtséð frá því hvort þar leynist innanum eitthvað vitrænt.

Við eigum betra skilið ef endurnýja á stjórnarskrá landsins.

Kolbrún Hilmars, 18.9.2012 kl. 12:22

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er nákavæmlega það sem ég óttast Sólrún.  Þess vegna treysti ég ekki stjórnvöldum fram yfir tærnar á mér, þau hafa sýnt það gegnum tíðina að þeim er bara alls ekki treystandi því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 12:27

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kolbrún það er málið, allt í kring um þetta mál hefur verið klúður, og nú stefnir í stærsta klúðrið þessar kosningar, sem jafnvel verða dæmdar ógildar af tæknilegum ástæðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 12:28

16 identicon

Eftir hádegið í gær va eg að hlusta á þátt í útvarpinu sem heitit  Hringsól en þar kom og sagði frá  íslendingur búsettur í Danmörku .Og höfðu þau hjónin flutt þangað fyrir 10 árum með 2ja ára son og  8 ára dóttur.Þau ákváðu að fllytja þangað sem ekki væru íslendingar fyrir.Til þess að komast milliliðalaust inn í samfélagið

Hann lýsti því hverin tekið hefði tíma að komast inn í allt saman þar og að margt var öðruvísi en þau héldu.Þau gerðu sér far um að verða sem mest hluti af heildinni og höfðu fest þarna rætur  þar sem þeim fannst margt vera gott og vel gert.

En það var ekki spurning að þau ætla að koma aftur til Íslands þó ekki séu þau búin að ákveða tímann

Þeu eru víst  búin að koma sér vel fyrir þarna úti en þegar hann var spurður hversvegna  hann vildi koma til baka þá svaraði hann því til að það væri til þess að fá að njóta sín eins og hann orðaði það.

En þar átti hann við hvað allt væri niðu njörvað í  Danmörku.Skólferðalagið hjá krökkunum varð alltaf að vera á sama stað vegna þess að það hafi alltaf verið farið þangað.Maðurinn var Stjórmálafræðingur að mennt en hafði unnið í banka hér heima.Það fannst dönum  alveg óskiljanlegt að vinna nið eitthvað sem þeir hefðu ekki lært.  Hæfni til verksins skipti minna máli. Þegar menn byrja að vinna hjá  Vero Moda  verða þeir að fara á námskeið í því hvernig á að

afgreiða hjá Vero Moda.

Ef fara átti í heimsókn þurfti að skrifa fyrirspurn hvort hægt væri að koma          eftir 6 vikur  sem dæmi.Það að fá að njóta sín telur hann skipta höfuð máli og eg trúi því að það sé ein af grunnþöerfum okkar mannkindanna.

Það er víst orðið talsvert um það að hingað komi ungt fólk frá Evrópu ESB slöndum sem hefur aldrei fengið neina vinnu þó það sé komið yfir tvítugt.Það hefur komið hingað og unnið kauplaust gegn því að fá fæði og húsnæði og fær síðan þegar það fer  heim uppáskrift frá vinnuveitanda um að það hafi verið í vinnu.En það er eina leiðin til að fá starfsreynslu.Þarna sýnist mér vera kominn vísir að fyrsta flokks þrælahaldi svo sem var á blómatímim þess.Folk fær fæði og húsnæði og ekkert meir.En þá er eg ekki að tala um þá sem taka þetta fólk í vinnu heldur það sem að baki býr að það kemur hingað.Við hér getum víst farið að hlakka til stóra dagsins  eftir því sem haft er eftir Gylfa Arnbjörssyni sjálfum þá eru lægsu laun hér á Íslandi þeu hæstu sem gerast innan Evrópusambandsins... Hann ættyi nú að vita það.

Vonandi mun Ísland ennþá standa undir væntingum þegar að  þessi ágæta fjölskylda kemur heim frá Danmörku. En eins og menn vita þá er Danmörk búin að vera undir ESB  batteríinu  árum saman og  því reglugerðarfargani öllu saman.Viið misjafna ánægju landsmanna senm aldrei heyrist nú minnst á hér í MEINSTRÍM  ÞÓ  þó þar sé vissulega virk og öflug mótstaða.

Sólrún (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 15:38

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta með að panta að fá að koma í heimsókn gildir líka í Noregi og Austurriki þar sem ég þekki til.  Það er sko alls ekki bara bankað á dyrnar og spurt viltu vera mem.  Og það þekkist varla að menn vinni við annað en þeir hafa lært.  Þannig að það er svo margt sem er gott á Íslandi sem þeir sem sækjast í heimsmyndina vilja leggja af til að vera eins og hinir.  Það er minnimáttarkennd að mínu mati og heimóttarlæti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband