Málamiðlanir hvað?

Teljast það málamiðlanir að svíkja öll sín kosningaloforð? Sérstaklega ef það er rétt sem Atli Gíslason sagði að þegar í kosningabaráttunni hefðu VG og Sf gert með sér samning um stjórnarsamstarf og að umsókn inn í ESB væri hluti af því. 

Það er alveg sama hvernig Vinstri grænir reyna að koma þessu burt þá stendur eftir að þeir sviku sína kjósendur í öllum þeim málum sem þeir lofuðu.  Vonandi gleyma kjósendur þeirra því ekki og fara annað.

Mig langar mikið til að okkur auðnist að stofna grasrótarflokk sem hefur það á dagskránni að vinna að því að koma þessum fjórflokki frá.  Vinna að þjóðþrifamálum almennings. Taka á sérhagsmunagæslu fjórflokksins og samtökum þeirra um að halda völdum hvað sem það kostar.  Byrja á því að skera niður þann kostnað sem er af sérréttindum elítunnar að þetta lið geti ekki verið á fullum launum, eftirlaunum og allskonar bitlingum eftir að þau eru hætt á alþingi, það á að jafna út eftirlaunin, þannig að allir hafi sama rétt.  Það þarf að stofna sannleiksnefnd og yfirfara gjörðir stjórmálamanna síðastliðin 20 ár eða svo og leggja gerðir þeirra fyrir landsdóm.  Það þarf að yfirfara öll ráð og nefndir ríkisins og skera niður þar sem óþarfi er.  Það þarf að gera svo margt til að svipta þetta lið kóngablæti sínu.  Við höfum einfaldlega ekki fjárráð þessi 350 þúsund manns til að halda þessu liði á ofurlaunum jafnvel löngu eftir að þau eru sest í helgan stein.  Þetta lið hefur sóað, sólundað og eytt fjármunum almennings í allskonar sukk og svínarí sem þarf að fara í gegnum og láta þau standa sjálf við þær skuldbindingar með því að svipta þau áunnum launum langt umfram það sem þau hafa lagt inn. 

Hér þarf róttækni og áræði til að gera alvöru úr því að knésetja þessar afætur og láta verkin tala. Þora að segja sannleikan og þora að breyta til hins betra fyrir almenning í landinu. 

Við erum flest komin með upp í kok af þessari valdafíkn og brjálæði, gæluverkefnum til handa vinum og vandamönnum og í kosningasmölun. 

Það er eiginlega hingað og ekki lengra að mínu mati. Komið nóg og það er okkar þjóðarinnar allrar að stöðva þessi ósköp og segja stopp. Auðvitað getum við það með samtakamætti og því að kjósa ekki bara af gömlum vana það sem við höfum alltaf kosið.  Kjósa af því að við höldum að "okkar menn" séu betri en hinir, þó þeir hafi sýnt eitthvað allt annað.  Að þora að refsa stjórnmálamönnum hlýtur að vera það sem þarf til að skapa meiri staðfestu og betri stjórnmálamenn.  Það alversta sem við gerum er að alþingismenn og ráðherrar séu áskrifendur að atkvæðum sínum.  Við getum bara litið í eigin barm og séð hverslags ráðslag það er.  Það er skiljanlegt að í þannig samfélagi láti menn vaða á súðum og séu kærulausir um verkslag sitt, því þeir vita sem er að þeir eru samt sem áður kosnir endalaust út í eitt.  Við þurfum að vakna til vitundar um að allt þetta ráðslag er í raun okkur kjósendum að kenna, við höfum skapað þessi skrímsli og það eina afl sem getur eytt því er samtakamáttur atkvæðanna um að kenna þeim lexíu sem þeir gleyma ekki. 

Til þess þarf að stofna flokk fólksins, grasrótarinnar, og það þarf að vera heildstæð fylking með alveg gjörsamlega skiljanleg sjónarmið og ætlanir, það má ekkert hálfkák vera eins og um aðild að ESB eða eitthvað annað.  Það gengur bara ekki að allt sé hangandi í lausu lofti svo allir geti fundið sig í þessu lausa lofti.  Hér þarf einmitt skýr skilaboð um hvað við viljum, hrein og skýr skilaboð sem allir skilja.  Þannig að þeir sem ekki vilja gegna því haldi sig fjær en hinir standi með. 

Hér dugar ekkert andskotan hálfkák, eða að geðjast öllum sjónarmiðum, algjörlega eins og ég er búin að fá upp í kok af slíku og raunar flestir sem ég umgengst.  Þetta hálfkák til að halda öllum innanborðs er búið að ganga sér til húðar. 

Það sem ég og mínir líkar vilja eru skýr og skiljanleg skilaboð um það sem við viljum standa fyrir og ekkert múður eða mas. 


mbl.is Samstarf kallar á málamiðlanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svei mér þá ef VG og Samfylkingin eru eki bara spiltari en íhaldið !

Þeir víla og díla til þess eins að halda í stólana. Á meðan brennur allt upp hjá þegnum þeirra.

Skammist ykkar !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 00:24

2 Smámynd: Björn Emilsson

Já Ásthildur mín, betur ef gerlegt væri. Allt stjórnmálakerfið fra hreppsstjórnum til ríkistjórnar er undirlagt ´maður sem þekkir mann´. Alveg sérstaklega útá landi, eins og þú veist örugglega. Fólk kýs flokkinn sinn, sama liðið og sömu mennina ár eftir ár. Þetta gildir um öll þjóðlönd, ekki bara Island. Eina leiðin til breytinga er að láta rödd sína heyrast, með almennri þátttöku í gildum og áhrifamiklum stjórnmálaflokkum. Það væri mikið gæfuspor ef tækist að einangra politíkina í tvo flokka og þannig verða laus við þessa tætingslegu og oft á tíðum óábirgar flokkanefnur. Má þar serstaklega nefna Vinstri Græna og Hreyfinguna.

Björn Emilsson, 27.8.2012 kl. 00:31

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Málamiðlanir segir hann Árni Þór, VG seldu Samfylkingunni sálu sína og það er ekki laust við að maður fái hroll yfir því hversu heimskir þessir menn geta verið í höfðinu...

Trúa þessir menn sjálfir orðum sínum eða hvað...

Ef fer sem samfylkingin vill fara (hún hefur ráðið hingað til og VG góðir í taumi) þá verður það þannig að þjóðin fær ekki að segja eitt eða neitt í þessu máli þegar í enda er komið og það veit þetta fólk í VG eða ætti að vita vegna þess að það gleymist í þessu öllu saman að Jóhanna Sigurðardóttir er með samþykkta breytingu á gildi einnar Þjóðaratkvæðagreiðslu og aðeins einnar varðandi vilja Þjóðarinnar í ESB þar sem samþykkt var að niðurstaða einnar Þjóðaratkvæðagreiðslu væri ekki endanleg heldur ráðgefandi...

Fyrir Jóhönnu Sigurðardóttir og Samfylkinguna gildir öllu að fá þessa nýju Stjórnarskrá samþykkta án þess að það fari nokkur umræða um málefni hennar út á við og er það vegna þess að í nýju Stjórnarskránni er Forsætisráðherra gefið fullt leyfi til þess að afsala fullveldi Þjóðarinnar í hendur nágrannaríkja ef henni henntar svo, svo þegar VG segja að þeir séu að fylgja stefni sinnu um að Þjóðin verði sú sem fái að ráða för þá eru þeir annaðhvort að ljúga eða svo heimskir í höfðinu að þeir vita ekki hvað þeir eru búnir að samþykkja og hvað ekki...

Ef VG setur þetta ESB mál ekki í hendur Þjóðainnar NÚNA, og það fyrir kosningar og fyrir jól þá eiga þeir sér ekki bjarta framtíð áfram vegna þess að í dag þá er VG rúinn trausti Þjóðarinnar og til þess að geta hugsanlega eignast traust hennar aftur þá þarf Þjóðin að sjá að VG er alvara í málum sínum...

Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.8.2012 kl. 00:39

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það var ólýsanlegt að hlusta á Jóhönnu tala um góðærið sem umlykur okkur núna í hennar boði, hún virðist ekki vera mikið tengd venjulegu launafólki sem er að flýja land og hina sem eru dottnir af atvinnuleysisbætum.  Hér ríkir góðæri hjá Jóhönnu og viðhlæjendum hennar...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2012 kl. 00:43

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég hætti að lesa þegar ég las fyrstu setninguna hjá þér.

ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL?  ÖLL? 

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 27.8.2012 kl. 02:50

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

ó guð! Nei ó Jóhanna! Hvenær fór þér að förlast!? Var hún alltaf svona upptekin af sjálfri sér? Hér dugar ekki lengur að styðja fólk til valda,sem hirðir ekkert um vilja þjóðarinnar. Leggur af stað í langfeð án lágmarks háttvísi,hafnar tillögu um að setja umsóknina í þjóðaratkvæði,eins alvarlegt það nú er. Tökum okkur saman og höfnum aðildarferlinu,við viljum búa börnum okkar framtíðar á landinu sem þau eiga tilkall til. Stríðum,vinnum vorri þjóð.

Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2012 kl. 02:58

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nokkuð ljóst að sá sem skrifar undir nafninu "Sleggjan og Hvellurinn" er andlega fatlaður.....................

Jóhann Elíasson, 27.8.2012 kl. 08:33

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk ÖLL fyrir innlitið.  Og góð svör.  Sleggjan þú vilt ef til vill benda mér á hvaða kosningaloforð þau hafa staðið við?  takk annars fyrir að tilkynna mér að þú last ekki það sem ég skrifaði, enda innleggið þitt afskaplega málefnanlegt eða hitt þó heldur.  Annars er mér nákvæmlega sama hvað þú ert yfirleitt að gera hér á þessari síðu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2012 kl. 08:58

9 Smámynd: Kidda

Sammála

Kidda, 27.8.2012 kl. 10:46

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita Kidda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2012 kl. 12:06

11 identicon

Stefna VG er ekki að ganga í ESB, eftir því sem mér hefur skilist.  En VG samþykkti að fara í aðildarviðræður og þegar og ef út úr þeim aðildarviðræðum kæmi samningur yrði hann lagður í dóm kjósenda.  Hvers vegna viljið þið ESB andstæðingar ekki leyfa málinu að hafa sinn framgang og leyfa þjóðinni að segja af eða á?  Er það vegna þess að þið óttist dóm kjósenda?  Er það vegna þess að þið óttist að missa spón úr ykkar aski?  Er það vegna þess að eftir aðild mun ekki vera hægt að krukka í gengið til að "bjarga" illa reknum fyrirtækjum á kostnað almenns launafólks?  Er það vegna þess að þá munu launþegar geta fengið húsnæðislán á vöxtum sem ekki eru ættaðir úr smiðju okurlánara?  Er það vegna þess að þá getum við valið okkur viðskiptabanka um alla Évrópu?  Hvers vegna má ekki leggja spilin á borðið og skoða kosti og galla aðildar?

Henry Bæringsson (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 12:24

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Sönn orð.

Takk Ásthildur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.8.2012 kl. 13:27

13 Smámynd: Magnús Ágústsson

sammál Ásthildur og
"Sleggjan og Hvellurinn" er andlega fatlaður..................... Jóhann

Magnús Ágústsson, 27.8.2012 kl. 15:06

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Allt satt og rétt, Ásthildur.

Upphaflega skilst mér að VG hafi verið stofnað til höfuðs hinni rótgrónu og gagnkvæmu hagsmunapólitík gömlu stjórnmálaflokkanna, en svo fór þó að "hvort af öðru dáminn dró".

Nú má ekki á milli sjá hver er hvers.

Kolbrún Hilmars, 27.8.2012 kl. 15:25

15 identicon

Mikið rosalegar væri nú óskandi ef hægt væri að hreinsa til í öllu kerfinu.

Þetta hyski kostar okkur tugmilljónir á dag fyrir að gera andskotans ekki neitt.

Fáum Pólverjana til að kenna okkur. Þeir hýrudrógu alla stjórnmálamenn sl.10 ára

og strippuðu af eftirlaunum. Ekkert kjaftæði. Létu pakkið sæta ábyrgð.

Þetta fólk á það svo sannarlega skilið.

Sorglegt samt að sjá "sleggjuhvellinn" orðin svona veikan. Hann verður

að leita sé hjálpar.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 15:52

16 identicon

Tek heilshugar undir allan þennan dúndrandi pistil þinn Ásthildur.  Heyr, heyr.

Amk. 4 nýir flokkar hafa verið stofnaðir til mótvægis við fjórflokkinn.  Af þeim 4 nýju tel ég að Samstaða hafi mesta möguleika til að verða sá vettvangur þeirrar skýru sýnar og markmiða sem þú ræðir um Ásthildur.  Ég vil því hvetja sem flesta til að mæta á 1. landsfund Samstöðu sem haldinn verður 6.október 2012 og taka þátt í því að móta Samstöðu skýra sýn og markmið.  Án þáttöku okkar, alls hins óbreytta almennings, gerist ekkert.  Lilja hefur galopnað stöðuna ... fyrir okkur öll, að móta Samstöðu í þá veru sem hún hefur reyndar alltaf staðið fyrir, en þurft að gera málamiðlanir, til að friða viss öfl í stjórn Samstöðu.  Þá hef ég sagt það hreint og beint og beint út sem er vandi Dögunar einnig.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 15:55

17 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steingrímur einræðisherra og einróma fylgdarlið hans er ekki að sligast af samviskubiti, yfir sínum svikavinnubrögðum, frekar en fyrrverandi ríkisstjórnar-ráðherrar og þeirra fylgdarlið. Sama gamla spillta og siðlausa tuggan frá stjórnar-fílabeinsturninum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.8.2012 kl. 17:13

18 identicon

Þú ert með þetta eins og vanalega Ásthildur.

Seiken (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 22:05

19 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undi allt sem þú segir. Við verðum að koma einhverju viti á vinnu Alþingismanna. Við verðum að láta dómstóla taka á málum þ.e. lögum sem eru brotinn á alþingi þá fyrst fer þetta að lagast. Það er skilda fólksins að kæra Ráðherra og alþingismenn ef þau brjóra lög. Það er skilda alþingismanna að stíga til hliðar þar til dómur ákveður sekt eða saklaus. Það er líka skilda flokks elítunar að hafa ekki forherta glæpona á þingi. Já finnum einhver ráð til að virkja forseta okkar.

Valdimar Samúelsson, 27.8.2012 kl. 22:22

20 identicon

sammala öllu her lika þessu með Sleggjan og Hvellurinn

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 09:50

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið og góð innlegg. Ég hef verið frá tölvu núna í tvo daga,  Við þurfum bara að hnykkja á því öll saman að hér þarf breytinga við, og fólk verður að fara að þora að kjósa eitthvað annað en fjórflokkinn. 

Það er orðið lífsnauðsynlegt ef við viljum telja okkur lýðræðisríki, að koma spillingunni frá frá A til Ö.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2012 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband