Nokkrar kúlumyndir.

Sumarið er búið að vera bæði annasamt og ljúft.  Veðrið með afbrigðum gott og sólríkt.  Mörg af barnabörnunum mínum hafa komið í heimsókn og það er alltaf svo yndælt.

IMG_4300

Það er rosalega þörf á að vökva tjörnina.

IMG_4301

Vinkonur Hönnu Sólar létu sjá sig, það var fagnaðarfundur með Snæfríði og Hönnu Sól.

IMG_4303

Þeim fannst gaman að koma í kúluna, margt þar sem heillar.

IMG_5142

Við fórum svo með Atla frænda að borða í Tjöruhúsinu, það bregst aldrei gæðin þar.

IMG_5143[1]

Hanna Sól og Ásthildur Cesil við geimveruna hans Júlla míns.

IMG_5152

Og nornin fellur vel inn í landslagiðSmile

IMG_5153

Tveir fiskar á grein.

IMG_5161

Fiskarnir hans Júlla míns bera merki hans á þessum frábæra stað.

IMG_5166

Ég held að þetta sé elsta húsaþyrping á landinu, og það er búið í tveimur þeirra.

IMG_5168

Himnagalleríið opið.

IMG_5178

Og allstaðar á Atli vini hehehe..

IMG_5180

Engin smápæja sko!!!

IMG_5181

Höfðinginn sjálfur mætir á staðinn.

IMG_5183

Skottan mínHeart

IMG_5184

Hér er alltaf mikið að gera, enda maturinn frábær og einstakur.

IMG_5185

Stóra skotta mínHeart

IMG_5187

Þau Maggi Hauks og Ranka hafa svo sannarlega sett Ísafjörð á kortið. Ég hef talað við fólk frá Sviss sem kom beinlínis til að upplifa að borða á þessum frábæra matstað og voru afar hrifin.

IMG_5199

Þau hjón eru ekki bara frábærir kokkar heldur eru þau svo yndæl og þjónustan er frábær í Tjöruhúsinu.

IMG_5200

Virkilega gaman að bjóða útlendum gestum í mat þarna.

IMG_5201

ALveg einstök stemning.

IMG_5206

Svo var alveg upplagt að fara með Atla frænda og kaupa ís.

IMG_5207

Pæjan mín.

IMG_5208

Og strákarnir fengu að lana.  Það var skemmt sér vel held ég bara og allt fór vel fram. Það er miklu betra að vita af þeim í heimahúsi en að þvælast niður í bæ yfir helgar. Þó ég viti að þessir drengir eru allir mjög flottir og skemmtilegir.

IMG_5211

Svo eru það kisurnar mínar.  Nú þurfa þeir að fara að eignast heimili.

IMG_5243

Ég er að vísu ekki heima eins og er, en það er allt í lagi að hugsa.

IMG_5247

Þeir eru hver öðrum skemmtilegri og uppáfinningarsamari. 

IMG_5250

Hér er Lillý Rósalind að klifra út úr kassanum.

IMG_5252

Úbbs já það er alveg að hafast.

IMG_5257

Deppla og Gleði.

IMG_5258

Snúður og Lillý Rósalind.

IMG_5262

Og hjá mömmu sinni.

IMG_5263

Þeir eru örugglega að spá í hvað er þarna úti.  En eru þeir ekki mikil krútt?Heart

IMG_5259

Þessi ungi maður kom í heimsókn til að spjalla um álfa.  Hann er frá Ungverjalandi en hefur verið að vinna hjá Halla bæjó í sumar við ferðafyrirtæki hans í Ögri.  Skemmtilegur strákur og ætlar að skrifa bók.  Ég verð sennilega í henniTounge

En ég hef það gott í Austurríki, hér hefur verið afskaplega heitt allt upp undir 40° Núna er rigning langþráð hér skilst mér.   Gott fyrir gróðurinn.  Hér eiga flestir smáskika sem þeir rækta á, jarðarber, tómata, kálmeti, epli eða plómur eða bara hvað sem er. Þetta fólk hér í þorpinu hefur unnið við þetta um langan aldur, enda eru flestir hér í kring komnir yfir miðjan aldur, en svo er yngar fólki líka hér innan um, því hér tíðskast að börnin flytja ekki að heiman, heldur er byggð hæð ofan á húsið, og eldra fólkið er áfram á neðri hæðinni.  Það er ein amma hér niðri, en hún fylgir húsinu.  Tengdasonur hennar missti húsið til bankans!!!! já það gerist líka í Austurríki.  En málið er að gamla fólkið er verndað þannig að það má ekki setja það út á klakan.  Þau fá að dvelja í sinni íbúð svo lengi sem þau geta verið þar af heilsufarsástæðum.  Þetta mættu íslendingar huga að.

En það kemur meira af myndum seinna.  Eigið góðan sunnudag elskurnarHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Flottar myndir, ég hlakka til að kynnast nýju kisunni minni :)  Lillý Rósalind er skemmtilegt nafn :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2012 kl. 01:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún er yndisleg, enda eru foreldrarnir blíðar og góðar kisur.  Þannig að afkvæmin verða örugglega bæði geðgóð og yndisleg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2012 kl. 09:00

3 Smámynd: Ragnheiður

Fær Jóna þessa skrautlegustu ? Það er ein svo rósótt í framan, alveg æðisleg.

Ragnheiður , 27.8.2012 kl. 18:52

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ragnheiður ég pantaði þessa svörtu og hvítu þegar hún var nýfædd

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2012 kl. 20:14

5 Smámynd: Ragnheiður

Já hún er fín handa þér :)

Ragnheiður , 31.8.2012 kl. 02:22

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hún er svo flott.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 09:31

7 identicon

Sæl Ásthildur er deppla gengin út?

Kv Kristján

Kristján Rafn (IP-tala skráð) 1.9.2012 kl. 18:18

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kristján ég á von á því, en ef það er ekki svo, þá hef ég samband.  Ef eftir öllu þá er hún búin að fá nýtt heimili þessi elska.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2012 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2020921

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband