Eru menn komnir í startholur í nýja kosningabaráttu?

Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem oft er notað þegar fólk gerir eitthvað sem ekki fellur í kramið hjá fólki.  Þóra Arnórsdóttir ákvað að fara í framboð, og það var flestum ljóst að undirbúningurinn að því framboði var runninn undan fólki í Samfylkingunni, fólki sem hataðist við Ólaf Ragnar, vegna þess að hann neitaði í tvígang að undirrita Icesave samningana.  Á facebook var haldin einhverskonar skoðanakönnun þar sem Þóra kom best út og þar með var það ákveðið að hún færi í þetta framboð.

Það er í raun og veru synd, því Þóra var vel liðinn sjónvarpsstjarna og klár í sínu fagi.  Veit ekki hvort hún á afturkvæmt í þann business aftur, allavega verður hún alltaf smituð af þessari baráttu.

En hún getur engum kennt um nema sjálfri sér og sínum eiginmanni.   Ég hef til dæmis ekki séð þetta meinta skítkast frá Ólafi Ragnari sem honum er borið á brýn að hafa viðhaft.  Hann minnstis jú á það sem allir höfðu vitað að eiginmaður Þóru fréttamaðurinn Svavar var með fréttir af kosningunum þegar vitað var að Þóra var að undirbúa framboð sitt.  Mátti hann ekki leggja upp með það? Nú þegar allt logar út af málfrelsi eða ekki málfrelsi fólks á netinu.   Það má segja að sök bítur sekan, og sá sem tekur til sín það sem sagt er, hlýtur á einhvern hátt að finna til sektar.  Þannig er það bara.

Þóra er flott og vel gerð kona, en þetta viðtal hennar er ekki til sóma og því miður fyrir hana einmitt til að gera hlut hennar verri en af hún hefði einfaldlega látið kyrrt liggja. 

621972

Ekkert fellur fólki verr en einmitt sá sem ekki getur tekið ósigri og reynir að finna einhvern annan sökudólg en sjálfan sig. Þá er það búið. Fegurðin fölnuð og brosið orðið falskt.

Þetta hefði hún mátt segja sér sjálf þessi elska.  En svona verður ekki aftur tekið.    Og ég hef reyndar enga trú á því að kosningarnar verði gerðar ógildar, svo ég held að fólk sem er að byrja kosningabaráttuna upp á nýtt ætti eiginlega að bíða aðeins og sjá til ef það þekkir eitthvað til íslenskrar þjóðarsálar.


mbl.is Ólafur Ragnar varð „óttasleginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

enn heldur hatursáróður ykkar laumusjalla í garð Þóru áfram löngu eftir kosningar.  Þið kunnið ekki að skammast ykkar.

Óskar, 21.7.2012 kl. 20:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ha! Óskar það er Þóra sem byrjaði þennan leik.  Hún gat ósköp vel sparað sér hann með því að einfaldlega sætta sig við niðurstöður fólksins í landinu.  En nei það gerði hún einfaldlega ekki og þess vegna fær hún málið framan í sig aftur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 20:10

3 identicon

Heil og sæl Ásthildur Cesil jafnan; sem og aðrir gestir, þínir !

Og; sé Elías velkominn heim, úr Austurvegi (Noregi), síðuhafi góður.

Nafni minn Haraldsson; (kl.20:03) !

Mikið Andskoti; ertu nú orðinn rykugur, eftir þurrkana, ágæti drengur - rykugri en ég sjálfur; Eyðimerkur Refurinn, austan frá Góbí markar jaðri (í Mongólíu, að 1/16, ættaður - og er, stoltur af).

Öllum fjandanum; má víst reyna að troða upp á Ásthildi Cesil, nafni minn - en bjúgverpill þinn, hér að ofan, í hennar garð, færðu umsvifalaust í fangið, dreng tetur, laumu''sjalli'' væri víst það síðasta, sem hægt væri að klína, á þá heiðurskonu, nafni minn.

Ráðlegg þér; að halda þig til hlés frá lyklaborðum, unz þú hafir jafnvægi náð á ný, nafni minn; Haraldsson.

Slaður þitt; er þér einungis, til minnkunnar einnar, pilt sál !

Með hinum beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 20:26

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar ætti að splæsa í eintak af sunnudagsblaði MBL í fyrramálið og tjá sig svo eftir lesturinn.

Kolbrún Hilmars, 21.7.2012 kl. 20:30

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS. Meinti Óskar #1 - ekki Óskar Helgi... :)

Kolbrún Hilmars, 21.7.2012 kl. 20:32

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óskar minn satt og rétt drengurinn minn, laumusjalli er bara fyndið að segja um mig. hehehe

Kolbrún já hann ætti ef til vill að skoða bæði mín skrif og viðtalið við Þóru áður en hann tjáir sig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 20:39

7 Smámynd: Óskar

Ég rita þessar línur frá Póllandi nafni, þar sem vinir þínir Mongólar riðu hér um, rændu, rupluðu og nauðguðu á 13. öld.   Breytir engu, forsetinn á að skammast sín fyrir þessa neðanbeltis kosningabaráttu sína þar sem hans skítlega eðli opinberaðist betur en nokkru sinni fyrr.   - ég segi að Ásthildur sé laumusjalli því hún stendur upp í hvert einasta skipti sem einhver halla orði á hrunkónginn, náhirðina.

Óskar, 21.7.2012 kl. 21:20

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá Óskar þú fylgist vel með.  Ég hef ákveðna skoðun á Ólafi Ragnari, ég veit að hann er refur, og ég veit að hann kann að haga seglum eftir vindi, og ég þekki þetta afskaplega vel.  En ég segi  bara allir þessir "lestir" eru einmitt það sem mun koma okkur vel í okkar slag um réttlæti.  Ég segi nú bara það er mér alveg sama hvaðan gott kemur, ef það verður til þess að bjarga landinu frá tortímingu, þá er mér bara fjandans sama hver verður valin í það hlutverk. Þóra kom aldrei til greina í þeim slag.   Ef til vill hefði Herdís náð að sigra, en hún kom of seint fram.  Þessi kosningaúrslit segja bara eitt: Þjóðin er ekki eins heimsk og sumir vilja halda.  Þeir völdu bjarghringinn sem var kastað fram og höfnuðu ríkisstjórninni og öllum hennar áformum um leiðitaman forseta sem hefði bara gert eins og þau vildu.  Þetta kom afar ljóslega í ljós þegar Ögmundur var spurður um hvort hann myndi leggja blessun yfir yfirtöku Núpo á Grímsstsöðum.  Hann sagði þá að einmitt í fyrra hefðu lögu verið breytt þannig að það ÞYRFTI EKKI UNDIRSKRIFA RÁÐHERRA.  Þá þegar hafði þessi svikula ríkisstjórn ákveðið að Nupo gæti eignast Grímsstaði og gert sínar ráðstafanir til þess.

Þið landráðafólkið munu uppskera eins og þið sáið.  Þið munur aldrei geta þvegið af ykkur landráðastimpilinn, hann verður ykkar brennimerking um aldur og ævi.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 21:31

9 identicon

Það er eins og að PR ráðgjafi Þóru hafi skroppið í sumarleyfi og í framhaldinu þá missir hún stjórn á sér. Ég skil ekkert í henni að nenna að standa í þessu. Það eina sem fæst út úr þessu er útvötnun á mannlegri reisn.

Það er samt magnað að fylgjast með vinstri og hægri vængjunum í þessari umræðu um forsetann.  Menn tala um hann sem vindhana en staðreyndin er sú að hann er sá sem hefur haldið þræði síðasta áratug. Það sama verður ekki sagt um pólitísku trúðana. Davíð Þór elskaði ÓRG fyrir kosningarnar 1996 og sjálfsagt líka þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalöginn á sínum tíma. Ég efa það ekki eitt augnablik að Þóra elskaði hann líka á þessum tíma. Það var hins vegar í þá daga þegar Hannes Hólmsteinn hataði ÓRG. Á þessu varð svo auðvitað 180 gráðu kúvending þegar ÓRG sendir Icesave í þjóðaratkvæði.

Hverjir eru hinir eiginlegu vindhanarnir í þessu samhengi? Er það forsetinn sem heldur fast í þá línu að senda lög í þjóðaratkvæðagreiðslur þegar gjá hefur myndast á milli þings og þjóðar, óháð vinstri eða hægri hagsmunum, eða ofsatrúar áhangendur flokkana sem grenja og hlægja á víxl allt eftir því hvort vindur blæs gegn þeim eða með þeim?

Seiken (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 21:47

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður Seiken, vindhanarnir eru auðvita þeir sem vindast eftir blæstri en ekki sá sem stendur vaktina.  Þau eiga erfitt með að sætta sig við þetta blessuð, og skilja ekki að almenningur er yfirleitt ekki flón heldur hugsandi manneskjur sem sjá og skilja um hvað málið snýst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 21:52

11 Smámynd: Óskar

Landráðamenn eru þeir sem vilja að hér ráði ríkjum Líú náhirðin, hrunFLokkarnir og glæpaflokkur sjálfstæðismanna á þingi sem samanstendur af þjófu, skattsvikurum, kúlulánaþegum og öðru hyski.  Þú talar um landráðastimpil, settu spegil við afturendann á þér og sjáðu alla stimplana þar frá hægri sinnuðu vinum þínum sem kostuðu þjóðina hundruð ef ekki þúsundir milljarða.

Óskar, 21.7.2012 kl. 21:56

12 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Nafni minn; Haraldsson !

Njóttu dvalarinnar í Póllandi, með einhverjum dyggustu undirtyllum og þýjum Þjóðverja, í austur Evrópu, Pólverjum; ágæti drengur.

Vil leiðrétta; rangfærzlur þínar nafni minn, um meinta aðkomu Hægri manna, að þeim gjörningum, sem til ástandsins í landinu leiddu.

Allt saman; miðju- moðs, sem og vinstri úrhrakanna gerðir, þar uppi. Hægri menn; líða hvergi hvítflibba- og blúndukerlinga stjórnarfar, eins; og þú átt að vita, dreng stauli - heldur; fámennisstjórnir, sterkra manna - og Herja, og þingrusl, hvergi að þvælast fyrir, á þeim stöðum.

Hvergi; minnist ég þess, að Ásthildur Cesil, hafi varið drullusokkinn Davíð Oddsson (hrun ræksni - ekki hrunkóng, nafni), til þessa. Finnist þess staðar; skaltu benda okkur lesendum og skrifurum á þær tilvitnanir, vinsamlegast, nafni minn, Haraldsson.    

Hættu svo; að falsa staðreyndir, með því að klína glæpum miðju manna og vinstri manna, á Hægri menn, Óskar Haraldsson !!!

Sömu kveðjur; sem hinar seinustu - afar þurrar, til Óskars Haraldssonar /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 22:10

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Óskar ekki Helgi nefndu dæmi um hvar ég hef mært Sjálfstæðisflokkinn og hans fyrirmenn? Það væri fróðlegt að sjá og skoða, spegillinn mun sýna mér og öðrum að ég er og hef ekkert með sjálfstæðisflokkin að gera.  Þú ert nú meiri kjáninn að ætla mér það.  En segir hins vegar allt um þig og það sem þú stendur fyrir að sjá draug í hverju skoti, að sjá spillingu í öllu og að sjá fjandmenn allstaðar, þér er vorkunn svo sannarlega.  Það sem þú ert að reyna sum sé að ergja mig tekst bara ekki, þar sem það er svo fjarri mér að það er bara til að brosa að.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 22:17

14 identicon

Ég reiknaði það hérna á bakhliðinni á servíettu að sennilega hef ég séð 500.000 svona innlegg nákvæmlega eins og þitt síðasta framlag til öfgalausrar umræðu Óskar (#11). Eftir að búið er að frussa út vonbrigðunum, örvæntingunni og reiðinni kemur alltaf í lokin annað hvort "sjallar" eða "LÍÚ" og svo fjarar þetta einhver veginn samhengislaust út í eterinn.

Daginn sem þið vinstri snillingarnir áttið ykkur á því að bróðurparti þjóðarinnar er nákvæmlega jafn sama um ykkur og sjallana/LÍÚ þá fer þetta að nálgast hjá ykkur. En þangað til er ég smeykur um að þið munið eiga dálítið erfitt uppdráttar blessaðir. Norræni velferðarharmleikurinn hefur fyrst og fremst sýnt okkur fram á, að það er til að minnsta kosti ein önnur stjórnmálastefna sem er jafn heimskuleg og öfgafrjálshyggjan.   

Seiken (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 22:19

15 Smámynd: Óskar

ég hélt að þú þekkti söguna nú betur en þetta nafni - að kalla Pólverja undirtyllur þjóðverja er sögufölsun af verstu gráðu.  Ég var nú að skoða Auscwitch fyrir nokkrum dögum en þar létu lífið á annað hundrað þúsund Pólverja fyrir utan gyðingana.  - þrátt fyrir söguna þá eru þjóðverjar í dag einmitt okkar (Íslendinga) helstu vinir og bandamenn í dag.  Þeir hafa aldrei reynst okkur illa og innan ESB með þá sem helstu vini og bandamenn mundi okkur farnast vel.  

Það er alveg óþarfi að gera lítið úr "afrekum" hægri manna á Íslandi.  Þeir undirbjuggu jarðveginn fyrir hrunið með "græða á daginn og grilla á kvöldin" hagfræðinni, þeir gáfu glæpamönnum bankana, þeir komu Icesave á koppinn, þeir gáfu glæpamönnum helstu fyrirtæki landsins og Keflavíkurstöðina, þeir fóru ránshendi um allar okkar auðlindir, þeir komu á kvótaránskerfinu, þeir settu seðlabankann á hausinn og hentu 500 milljarða víxli framan í þjóðina, - við skulum ekki gera lítið úr þessum afrekum, að svo lítil þjóð eigi svona mikið af hægrisinnuðum skemmdarvörgum hlýtur að vera heimsmet. 

Óskar, 21.7.2012 kl. 22:21

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Seiken það verður sennilega löng LÖNG bið á því að vinstri menn komist að völdum á ný í Íslensku samfélagi.  Það eru allir búnir að fá upp í kok af skattagleðinni og yfirráðaseminni í þessu liði.  Ég var svo sem búin að heyra svona umræður, en trúði því aldrei að þetta gæti verið svona, þessi skattagleði og forræðishyggja hjá vinstra liðinu, en það hefur svo sannarlega komið á daginn og bólusett mig og eflaust marga aðra gegn annari hreinni vinstristjórn næstu áratugi.  Þau geta bara gleymt því að reyna að komast aftur að völdum.   Vonandi tekst okkur að fá frambærileg ný framboð svo við getum losað okkur við fjórflokkinn algjörlega út úr stjórnarráðinu, oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn að losna við þessa heimtufrekur og sjálfdekruðu heimóttargemlinga alla með tölu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 22:26

17 Smámynd: Rauða Ljónið

Þegar menn koma hér inn með svona lítil málefnaleg rök heldur láta kjaft og ritræpu ráða för þá verða menn ómarktækir Óskar Haralds.

Hávar tal er heimskra rök,
hátt í tómi bylur,
Oft er viss í sinn rök ,
Sá er ekkert skilur.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 21.7.2012 kl. 22:42

18 identicon

Eg verð "óttaslegin" við tilhugsunina um það hvar við værum stödd ef manneskja með þessa dómgreind hefði komist í forsetastólinn á Bessatöðum.

Algerlega ótrúleg uppákoma sem eg man ekki eftir að eigi sér fordæmi Að stíga fram með þessum hætti eftir að kosið hefur verið og úrslit ótvíræð.

Allavega er það alveg á hreinu hér eftir hvaða virðingu hún ber fyrir kosningum lýðræði og vali þjóðarinnar

Eiginlega dálítið Samfólegt hjá henni.

Sólrún (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 22:47

19 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Vil þakka; Ásthildi síðuhafa - Sigurjóni frænda mínum Vigfússyni, sem öðrum liðsinnið, við að reyna að stöðva Gall flæði ESB þjónkunnarinnar - sem og Hundslega tryggð, dreng vesalingsins Óskars Haraldssonar, við flokka kerfið ALLT, hérlendis, gott fólk.  

Óskar Haraldsson; hefi ég eldað Grátt Silfur við, um langan aldur, en ætíð náð kurteislegri lendingu við hann, þar til nú.

Hann er orðinn; ofstækisfyllri að mun, en Grátmúrs Gyðingarnir, suður í Jerúsalem geta nokkurn tíma orðið, í sínum Tóruh og Talmúd fræðum, þar syðra, gott fólk.

Því; skulum við taka afbökunum hans og fölsunum, í samræmi við það - að viðbættum útúrsnúningum hans, um hin einföldustu hugtök, nær, sem fjær.

Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri, vitaskuld /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 00:14

20 identicon

Sæl Ásthildur, og takk fyrir góða grein. Og takk fyrir að hafa kommentað á greinina á síðunni minni um Þóru-mistökin og hafa tekið upp málstað minn um þessi málefni :)

Enda finnst mér að það sé þess virði að tjá sig um svona óveglega atlögu að sitjandi forseta, því þrátt fyrir að sitjandi forseti hafi tjáð sig um staðreyndir hvort sem er í nútíð eða fortíð, þá finnst mér það vera ómaklegt að rakka niður forsetann vegna þess. Finnst mér það vera beinlínis framhald á þeirri ófrægingarherferð sem staðið hefur yfir síðan hann ákvað að bjóða sig fram.

Sjálf er ég enginn sérstakur aðdáandi forsetans, en ég kýs að hafa forseta sem sýnir kjark, dirfsku og þegar nauðsyn krefur klókindi þegar hætta steðjar að í vissum mikilvægum þjóðfélagsmálum, sem krefst á endanum þjóðarkosninga !  En einmitt í þessum málefnum var Þóra búin að lýsa yfir að hún myndi fyrst og fremst hafa samband við ríkjandi ríkisstjórn til að leysa viðkomandi ágreiningsmálefni, og þar nefndi hún efst á listanum Jóhönnu Siguðardóttur, sem eins og allir vita nýtur innan við 10 % trausts frá kjósendum og skattborgurum almennt !!  Einnig tók hún ítrekað fram að málskotsrétturinn væri "neyðarhemill"  og kom hvergi fram í máli hennar að hún myndi beita þessum rétti nema ef í neyð rekur, og þess vegna setur maður spurningarmerki um hvað flokkast sem "neyð" í orðaforða fyrrverandi forsetaframbjóðanda eins og Þóru !

Lotta (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 01:36

21 Smámynd: Jens Guð

  Ég kvitta undir hvert einasta orð i færslunni.

Jens Guð, 22.7.2012 kl. 03:58

22 identicon

Man ekki betur en thad hafi veri Jon Baldvin (alla balli) sem lagdi grunnin fyrir hrunid med EES samninginn 1991, sem Vigdis skrifadi undir og sveik tjodina um kosningu alveg eins og Thora hefdi gert. Med theim samning opnadist fyrir alla thessa moguleika a svindli og graedgi sem leiddi til thessa hruns ef vel er skodad. Held ad Oskar Haraldsson aetti ad fara ad laera thad ad vid erum fyrir longu buin ad fa uppi kok af thessum helvitis fjorflokkum an thess ad vera svo alltaf vaend um thad ad vera LIU eda sjallar. God grein Asthildur og tek undir hvert ord.

M.b.kv fra France

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 05:30

23 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Léleg dómgreind Þóru.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.7.2012 kl. 08:26

24 identicon

Heil og sæl Ásthildur Vestfjarðavíkingur. Að sjálfsögðu verða þessar dæmalausu forsetakosningar dæmdar ógildar og ómerkar í Hæstarétti, rétt eins og aðrar kosningar í tíð "norrænu velferðarstjórnarinnar".

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 08:54

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.  Það er einmitt hárrétt Lotta að við þurfum manneskju á Bessastöðum sem tekur starfið alvarlega og er tilbúinn til að stíga á neyðarhemilinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2012 kl. 09:49

26 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mér finnst það alltaf sorglegt þegar fólk getur ekki tekið ósigri með reisn, og eins þegar fólk kann ekki að skammast sín með reisn. Ég tek undir allt sem þú skrifar hér fyrir ofan. Þetta nýjasta útspil Þóru gerir lítið annað en að sverta hana og rýra hana virðingu.

Theódór Gunnarsson, 22.7.2012 kl. 10:58

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Theódór.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2012 kl. 11:15

28 identicon

Það er ekkert óeðlilegt við það að Þóra tjái sig um kosningabaráttuna þar sem hún fer yfir framkomu ÓRG o.s.frv. Það má alveg gagnrýna forsetann eins og hvern annan. Aðeins með miklum neikvæðum vilja er hægt að líta á það sem svo að Þóra sé tapsár eða með eitthvert væl.

Það sem er óeðlilegt er hvað þið eruð mörg tilbúin til að rakka þessa konu niður í svaðið. Maður fær það á tilfinninguna að helst vilduð þið sjá hana og manninn hennar atvinnulausa og að fjölskyldan lepji dauðan úr skel í helli upp á fjöllum.

Gleymið ekki að Ólafur Ragnar sem þið kusuð sem forseta vill EKKI að þjóðin kjósi um nýja stjórnarskrá. Gleymið ekki að Ólafur Ragnar sem þið kusuð sem forseta styður hugmyndir Kínverjans Huang Nupo um glæsihótel á Grímsstöðum. 'Ólafur Ragnar vill ekki bara leigja Kínverjum landið heldur vill hann frekar selja þeim það !

Ólafur Ragnar er maðurinn sem talar um að valdið sé hjá þjóðinni. Það vald er bara hjá þjóðinni ef HANN vill það.

Gleymið aldrei hvern þið kusuð og horfið svo í eigin barm áður en þið hendið fleiri steinum.

Láki (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 11:51

29 identicon

Láki var það ekki Þóra sjálf sem henti fyrsta steininum hér.

Eða var það kannski Ólafur Ragnar ?

Sólrún (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 12:31

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Láki hvaða rugl er þetta í þér maður.  Það er Þóra sjálf sem byrjar þennan slag.  Mér er ekki á neinn hátt illa við hana né hennar fjölskyldu.  En ég tjái mig hér um hennar eigin frumkvæði í blaðaviðtali.  Mér vitanlega hafa ekki margir rakkað hana niður í svaðið.   Það verður að segjast eins og er að orðum fylgir ábyrgð, og ef maður er ekki tilbúin að axla þá ábyrgð þá á maður heldur ekki að vera að tjá sig á þennan hátt. 

Það hefur enginn sagt að Ólafur sé gallalaus.  Og ef hann vill selja Núpó land þá er það eitthvað sem mér er ekki að skapi.  Held samt að hann myndi fara með þá gjörð í þjóðaratkvæði ef á hann yrði skorað.

En að hann VILJI ekki kjósa um nýja stjórnarskrá er lygi.  Hann sagði að það væri ekki tímabært í þeirri sundrungu sem er í dag að vinna að nýrri stjórnarskrá.  Það er bara allt annar hlutur.  Svo sýnist mér að þessi blessaða Klúðurklíka sem kallast ríkisstjórn sé sjálf búin að klúðra þessari þjóðaratkvæðagreiðslu, því þau eru runninn út á tíma með hana.  Þau virðast klúðra öllu sem þau koma nálægt, eða ef til vill var aldrei neinn vilji til að láta þessa atkvæðagreiðslu fara fram, ef til vill voru þau einfaldlega að vinna sér tíma og stuðning Hreyfingarinnar til að sitja út kjörtímabilið með einn lyginni enn. 

Ég hef ekkert að skammast mín fyrir að kjósa Ólaf Ragnar, hann var einfaldlega besti kosturinn og ég mun kjósa hann aftur ef þessi kosning verður dæmt ógild.  Með þau stjórnvöld sem við höfum í dag er ekki treystandi á að þau klúðri landinu okkar ekki til Brussel í sínum brussugangi. 

Merkilegt að þú skulir gefa þér að við sem kusum Ólaf sjáum eftir því.  Þú ættir ef til vill sjálfur að líta í eigin barm og skoða hvort þar leynist ekki einhver drulla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2012 kl. 12:33

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ætli hann hafi ekki fundið þetta á sér og beðið hana að skrifa þetta

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2012 kl. 12:36

32 identicon

Jú það hefur nebblega verið svoleiðis :)

Sólrún (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 12:56

33 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það þarf nú ekki að deila um það Ásthildur að það var Ólafur sem byrjaði með skítkast vegna þess að honum leist ekki á blikuna hvað fylgi Þóru mældist hátt í fyrstu  skoðanakönnunum.  Enda er hann gamall pólitókus og orðhákur eins og allir vita.  Auðvitað hefði Þóra átt að svara í sömu mynt enda af nógu að taka en hún gerði það ekki og það voru hennar mistök. Þó svo að hún hefði gert það er eg alls ekki viss um að hún hefði náð því að fella Ólaf.  Hans menn höfðu að vekja upp svipaða sálsýkis og hræðsluumræðu,  (ríkisstjórnin, kratar, ESB)  eins og gekk yfir vegna Icesave málsins og það gekk aldeilis í þjóðina.  Skammtímaminni kjósenda er afskaplega lítið.

Þórir Kjartansson, 22.7.2012 kl. 13:01

34 identicon

Sólrún,

Ólafur Ragnar henti fyrsta steininum í þættinum "Á Sprengisandi" í upphafi kosningabaráttunnar, sem frægt er orðið.

Hinsvegar var ég að tala um fólkið í kommentakerfunum sem ætti aðeins að hugsa sinn gang áður en það gusaði úr skálum reiði sinnar yfir Þóru og rökkuðu hana niður.

Hér er slóð fyrir þig Ásthildur þar sem þú sérð hug þíns ástsæla forseta til landsins okkar. Það hlýtur að vera fáheyrt að forseti lands fagni því og sé því hlynntur að selja landið sitt.

http://www.islandsbloggen.com/2011/09/olafur-ragnar-grimsson-valkomnar.html

Láki (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 13:02

35 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég hef enga trú á því að Hæstiréttur GETI dæmt kosningarnar ógildar að ósk ÖBÍ.

Núgildandi kosningalög kveða á um að fatlaðir, sem þess þurfa, fái aðstoð fulltrúa úr kjörnefnd - ekki aðstoðarmanns að eigin vali.

ÖBÍ er í rauninni  að kæra svik ríkisstjórnarinnar, sem mér skilst að hafi lofað bandalaginu að breyta þessum kosningalögum í þá veru.

Kolbrún Hilmars, 22.7.2012 kl. 13:06

36 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ja, hvað er ekki þessari vondu ríkisstjórn að kenna, Kolbrún?    En ég er alveg sammála því að það væri fáránlegt að dæma kosninguna ógilda fyrir þetta alveg eins og var gert með stjórnlagaráðskosninguna,  fyrir smámuni sem allir vissu að hafði engin áhrif á niðurstöðuna.  En þeir sem voru sammála þeirri niðurstöðu hæstaréttar ættu líka að vera fylgjandi ógildingu forsetakosninganna.

Þórir Kjartansson, 22.7.2012 kl. 13:19

37 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þórir, nú hef ég ekki annað fyrir mér um þessi loforðasvik en orð forsvarsmanns ÖBÍ. Ríkisstjórnin er vond, vissulega, en þó oft sjálfri sér verst - finnst mér.

Hæstiréttur hafði sín lagalegu rök fyrir ógildingu kosninga til stjórnlagaþings. (Ekki stjórnlagaráðs!)

Kolbrún Hilmars, 22.7.2012 kl. 13:33

38 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Láki takk fyrir linkin, þessi afstaða Ólafs er ekki honum til sóma að mínu mati, skil satt að segja ekkert í honum að halda þessu fram.  Sýnist nú samt að þegar þetta er ritað þá er ekki inn í myndinni nema hótel, og slíkt, þessar lúxusíbúðir setja hins vegar allt annan svip á málið.   En mönnum eru mislagðar hendur,  ég stenda alveg við mína sannfæringu.  Ólafur Ragnar kastaði ekki steinum hann bent á það sem miður hafði farið.  Svavar þrautreyndur fréttamaður hefði geta sagt sér það sjálfur að þetta yrði notað gegn honum.  Hann gerði líka fleiri mistök, þau láku út sögusögnum um að hann hefði verið kærður fyrir ofbeldi, vegna þess að þau vissu að það myndi leka út, létu sem það væru andstæðingar þeirra í baráttunni sem hefðu komið þessari sögu af stað.  Þegar kom svo upp annað og verra ofbeldi að slá gamla konu, var þetta orðið að þungu höggi.  En það var hans gjörð.  Menn hljóta að bera ábyrgð á sínum gjörðum.  Ég vil óska þessum ungu hjónum alls góðs og vona að þau eigi góða framtíð við eitthvað sem þau geta vel við unað.  Það verður samt ekki á Bessastöðum.

Kolbrún þar er ég sammála þér.  Þeim hafði verið lofað þessu af innanríkisráðherra, og það er því á ábyrgð stjórnarinnar hvernig það fór.  Það eru reyndar uppi ólík sjónarmið um þessa kæru innan ÖBÍ.  Og eru þar menn sem vilja eyða peningunum í eitthvað þarfara en einmitt þetta mál.

Þórir já ég var mjög hissa þegar kosningarnar voru dæmdar ólöglegar.  Það var örugglega pólitísk ákvörðun.   Eða mér segir svo hugur um.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2012 kl. 13:35

39 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég kaus Þóru og hún segir hér rétt frá, en Ólafur er nú kosinn forseti og við verðum að sameinast um hann í 4 ár. Þannig er það bara.

Kosningarnar verða endurteknar fyrir hóp fatlaðra og það mun ekki breyta niðurstöðunni.

Kær kveðja Vestur

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.7.2012 kl. 14:26

40 identicon

Sannur og góður pistill Ásthildur, sem og góðar athugasemdir þínar.

Af mörgum góðum athugasemdum lesenda, þá tek ég sérstaklega undir þessi orð Seiken, sem varða kjarna málsins, hvort heldur varðar forsetakosningarnar, eða eftirmála þeirra, runnum undan rifjum manna lítilla sanda og lítilla sæva:

Hverjir eru hinir eiginlegu vindhanarnir í þessu samhengi?  Er það forsetinn sem heldur fast í þá línu að senda lög í þjóðaratkvæðagreiðslur þegar gjá hefur myndast á milli þings og þjóðar, óháð vinstri eða hægri hagsmunum, eða ofsatrúar áhangendur flokkana sem grenja og hlægja á víxl allt eftir því hvort vindur blæs gegn þeim eða með þeim?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 14:29

41 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, hverjir eru vindhanarnir?  ÓRG hefur eins og allir vita sem fylgst hafa með hans stjórnmálaferli verið pólitískur vindhani.  En mestu vindhanarnir eru þeir framsóknar og sjálfstæðismenn sem hafa elskað hann einn daginn og hatað hann þann næsta.

Þórir Kjartansson, 22.7.2012 kl. 15:26

42 identicon

Ef eg ætti hatt þá mundi eg taka hann ofan fyrir Önnu Mikaelsdóttur.Það sem hú segir hér finnst mér sýna þroska og ábyrga hugsun. Það sem skiptir máli er að standa saman um að styrkja þann aðila sem er sameiginlegur fulltúi okkar útávið.

Og ekki niðurlægja ookur sjálf með því að rífa þann aðila niður með skítkasti til að reyna að grafa undan honum og þá um leið þjóðinni sjálfri

Það eru víst ekki bara apar sem eiga það til að saga niður trjágreinina sem þeir sitja á...

Sólrún (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 15:40

43 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Pétur Örn.  Sammála þessum orðum Seiken.  Ég held Kjartan að flestir pólitíkusar séu meira og minna vindhanar.   Finnst eins og það tilheyri jobbinu því miður.  Þeir verða alltaf að gæta sín á að móðga ekki atkvæðin sín.  Þess vegna erum við nokkuð save með Ólaf Ragnar í dag, því eins og hann segir, þetta verður hans síðasta kjörtímabil og alveg óþarfi að passa sig á atkvæðunum.  Hann er frjáls maður þannig séð.

Sólrún takk fyrir að benda á innleggið hennar Önnu, það er satt hún er einstök kona og rétthugsandi.

Takk svo öll fyrir innlitið, það hefur verið gaman að skiptast á skoðunum við ykkur. 

Í dag opnuðu litlu kettlingarnir mínir augun í fyrsta skipti.  Vonandi opnum við líka augun og sjáum það sem í kring um okkur er, lærum að hreinsa hismið frá kjarnanum.  Þá má fjórflokkurinn fara að vara sig ef svo verður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2012 kl. 15:56

44 identicon

Láki #34, takk fyrir upplýsingarnar.  Þetta er þar haft eftir Ólafi Ragnari 2011:

"Alla som känner till Kinas historia vet att praktiskt taget alla unga lovande män under tidigare årtionden hade band till Kommunistpartiet. Det var precis som det var här på Island att om man skulle ta sig uppåt i det politiska systemet behövde man tillhöra de dominerande politiska partierna. ... Men jag har alltid i allmänhet ansett att vi måste visa alla de entreprenörer och de som vill delta i uppbyggnad av arbetsmarknaden på Island, varifrån de än kommer i världen, vänlighet och låta dem presentera sina planer. Sedan måste vi naturligtvis utvärdera de planerna som en självständig nation och suverän stat."

Áður en við missum okkur í æsing og snoðum strax Ólaf Ragnar,

söxum af honum fræga lokka hans, þá skulum við huga að lokasetningu hans í umræddri tilvitnun:

"Sedan måste vi naturligtvis utvärdera de planerna som en självständig nation och suverän stat."

Leyfum Ólafi Ragnari að njóta lokka sinna, amk. enn um stund.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 16:20

45 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi setning segir allt sem segja þarf Pétur.  Svo verðum við auðvitað að skoða þessar áætlanir eins og frjáls þjóð og sjálfstætt land.  Það er nú málið.  Þar með er einni lyginni færra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2012 kl. 17:06

46 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Við erum alltof fá og eigum alltof dýrmætt tungumál til að sundrast innbyrgðis. Það má aldrei gerast!

Takk Ásthildur min og Sólrún. Þú ert einstök kæra vinkona að vestan, og þótt við sameinumst ekki alltaf í kosningum, sameinumst við alltaf sem Íslendingar og viljum það sem réttara og sannara reynist! 

Best væri að fólk eins og við fengjum tækifæri á að vinna saman

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.7.2012 kl. 21:43

47 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Satt mælir þú elsku Anna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2012 kl. 21:51

48 Smámynd: hilmar  jónsson

Mér verður flökurt......

hilmar jónsson, 23.7.2012 kl. 00:26

49 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Frá tilkynningarskildunni,ekki játa sannleikann,ekki elska nokkurn mann,þá fær Hilmar velgju.

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2012 kl. 01:41

50 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hilmar minn, hann Ólafur vann kosningarnar. Öllum hefur liðið illa sem ekki fengu sinn mann eða konu, en við verðum að vakna í gleði, ekki ógleði , minn væni

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.7.2012 kl. 02:20

51 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er svo merkilegt við suma karlmenn að þeir eiga afar erfitt með að þola tilfinningar, sérstaklega ef þær eru hlýjar og einlægar (væmnar)  En svona er þetta bara

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2012 kl. 10:26

52 identicon

Það gerir öllu fólki gott, að sýna öðrum vinarþel og samkennd.  Það er mannlegt, sem betur fer. 

En allt of margir vilja ala á sundrungunni, þeir nærast á henni, allt vegna ótta við samkenndina.

Einn forseti eða forsetaframbjóðandi til eða frá, má ekki ræna okkur vinarþelinu og samkenndinni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 15:15

53 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei mikið rétt Pétur Örn, rétt eins og Ólafur Sagði á fundinum sem ég var á.  Hann sagði: hvernig sem málin fara, þá eru kosningar og sú barátta sem fylgir ekki þess virði að missa vini.  Grímur rakari, Hannibal og Séra Sigurður voru alla tíð perluvinir og sú vinátta mun fylgja mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2012 kl. 15:36

54 identicon

Þóra og hennar fjölskylda er eflaust ágætasta fólk, og er ég bara þannig gerður að ég reyni að sjá það besta í fólki og vera jákvæður þar sem það reynist manni yfirleitt betra þegar á endann er komið. Svo mér finnst það algjör óþarfi þetta skítkast til hennar á mörgum blogsíðum undanfarið. Eflaust flestir kunnu ágætlega við hana á skjánum sem fréttamaður og allt gott með það. Til að byrja með sá ég hana fyrir mér að hún jú gæti hugsanlega orðið frambærilegur forsetaframbjóðandi, en vanti samt meiri lífsreynslu og þroska, og meiri þekkingu á stjórnmálum og því sem fylgir. En mjög fljótt virtist mér því miður ljóst að hún hefði ekki mikið fram að færa í þetta embætti, og hreinlega hefði ekkert þar að gera og að mínu mati sennilega síst af þeim frambjóðendum sem í boði voru. Svo mitt atkvæði fór til þess sem mér finnst að við getum treyst best í þetta embætti með sinni reynslu og þekkingu, og hefur heldur betur sannað sig svo um munar í verki að honum sé hægt að treysta. Það var bara einn sem í mínum huga kom til greina, en það er okkar sitjandi forseti. Nei auðvitað er ekki hollt að hafa þann sama í embætti of lengi, en getum við ekki verið sammála um það að við hreinlega þurfum á honum að halda þarna einsog staðan er í dag og virðist því miður ætla að verða eitthvað áfram?

Því miður finnst mér líka þetta síðasta sem hefur verið að koma frá Þóru hefur eingöngu orðið henni til minnkunar, og sýnir algjört dómgreindarleysi og það sem meira er, að hún hafi ekki verið tilbúinn í þetta. Hræddur um að þetta muni einungis spilla fyrir henni núna og í framtíðinni og eingöngu fækka hennar stuðningsmönnum. Svo hennar vegna vona ég að hún læri af því.

Því miður er einsog allt virðist einkennast af svo mikilli sjálfhverfu í umræðum nú til dags. Það er hreinlega allt bara: ég um mig frá mér til mín! Margir virðast byggja sínar skoðanir á hvað henti þeim nákvæmlega þá, frekar en að horfa á heildarmyndina og umhverfið í kringum sig, og ekkert annað virðist komast að. Af hverju getur fólk bara ekki unnið saman að því sameiginlega takmarki að komast útúr kreppunni og gera hlutina betri í staðinn fyrir að missa sig uppnefningum sem hjálpar engum og sundra fólki í fylkingar sem því miður pólitískar umræður gera og munu eflaust alltaf gera? Eflaust kann einhverjum að finnast þetta barnalegt viðhorf. Við bara þurfum að standa saman um hlutina, þannig gengur allt miklu betur ekki satt?

Davíð (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 16:54

55 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mæl þú manna heilastur Davíð. Takk fyrir þetta málefnalega innlegg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2012 kl. 17:01

56 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég verð nú að segja að ég sé að mestu leiti sammála Önnu í #39 hér að ofan. ÓRG verður forseti næstu fjögur árin, ef líf og heisa hans leyfir, fólk verður bara að taka því.

En það furðulega var, að því meira sem Þóra talaði því minna fylgi hafði hún í sköðunarkönnunum, hevert hefði fylgi Þóru farið ef að kosningabaráttan (ef baáttu skyldi kalla) hefði staðið yfir lengur?

Ef kosningabaráttan hefði verið 3 dagar, þá kanski hefði Þóra þurft að undirbúa flutning til Bessastaða.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 23.7.2012 kl. 17:18

57 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hún einfaldlega var ekki að gera sig á þessum vettvangi.  Og við verðum bara að sætta okkur við lýðræðisleg úrslit og láta af þessu endalausa hatri og áróðri.  Það gerir ekkert annað en að minnka okkur sjálf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2012 kl. 17:25

58 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála Ásthildur.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 23.7.2012 kl. 19:43

59 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2012 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband