Að ýta á vitlausan takka.

Um hvað er þessi frétt eiginlega?  Hver var þessi slæma framganga Lilju?  Mér sýnist hún hafa reynt að taka á þessu máli, ef bréfið er sannleikanum samkvæmt. 

Þetta er auðitað högg fyrir samstöðu, en svona eftir orðanna hljóðan að dæma, hefur Sigurður gert of miklar kröfur til síns eigin egós. 

Þegar nýjir flokkar komast á fót, eru alltaf innan um fólk sem er í raun og veru ekki að sækjast eftir að vinna í þágu kjósenda, heldur að lyfta sínu eigin egói til metorða.  Sýnist að í þessu tilfelli hafi það einmitt gerst. 

Þetta er hvorki gömul saga né ný.  Sennilega þarf að gera meiri kröfur til þeirra sem bjóðat sig fram til metorða í nýjum framboðum.  Til að forðast svona fólk.

En nú fara óvinir flokksins að smjatta á þessu og tala um að hann sé ekki á vetur setjandi.  Vatn á myllu fjórflokksins.  Þó ég hefi ekki ætlað  mér að styðja þennan Samstöðuflokk, þá bar ég þá von í brjósti að þau myndu allavega brjóta skarð inn í hinn spillta fjórflokk.  Og ég vona svo sannarlega að það eigi eftir að gerast þrátt fyrir þessa óheppilegu uppákomu.  Þekki svona dæmi úr röðum míns flokks.

En hvað er þetta annars með fólk að vera endalaust að senda óheppileg skilaboð á óheppilega staði?


mbl.is Hún á að pakka saman og hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð Ásthildur!

Ósköp finnst mér þessi skýring hjá þér á þessu máli "meika sens" eins og maður segir stundum. Ég hafði nefnilega einhvernveginn ekki góða tilfinningu fyrir Sigga storm, það var bara einhvernveginn ekki að virka fyrir mig að sjá hann þarna.

En ég held að þau hin séu ágæt, vonandi verður eitthvað sterkt og gott úr þessu nýja afli.

Mig langar að fá að deila þessari bloggfærslu þinni á facebook, mér finnst þetta nefnilega mjög vel að orði komist hjá þér :-)

Kær kveðja

Ásdís Emilía, Vestmannaeyjum

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 13:23

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl kæra! Fólk verður að fara að mála takkana í litum,annars er þetta mjög óheppilegt. Sigurður gæti hafa orðað þetta við formann,án þess að gera gera það að frágangssök. Mér finnst að Lilja gæti haldið þessu hjá sér,en komið því í lag,með yfirveguðum hætti,annars gerir hún lítið úr varaformanni sínum,þótt hún nefni það við einn mann. Heimur veit þá --. PS. Ef fólk ber ekki virðingu fyrir varaformanni,kemst hann lítt áleiðis.

Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2012 kl. 13:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís þér er Guðvelkomið að birta þetta á fésbókinni.  Ég reyni að hugsa hlutina út frá hvernig þeir gerast.  Við erum oft svo fljót að dæma án tilefnis.   Sérstaklega þegar um andstæð öfl er að etja.

Já Helga mín fólk ætti ef til vill að fara að mál rauða og græna takka á lyklaborðinu hjá sér.  En í þessu bréfi kemur skírt fram að hún reyndi að sjatla málin.  Það gekk bara ekki upp.  Og þá er að mínu mati betra að leiðir skilji fyrr en seinna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2012 kl. 13:52

4 identicon

Mikið rosalega er ég argur út í þetta mannkerti.

Loks þegar langþreytt þjóð eygir þann möguleika að fram komi raunhæfur valkostur við fjórflokkinn grútspillta, þá kemur einhver drumbur eins og „Siggi stormur“ með sært egó (yfir því að samfloksmenn hans hrósuðu honum ekki nóg!!) og drullar yfir allt og alla og reynir beinlínis allt sem hann getur til að eyðileggja framboð Samstöðu með því að hvetja til að þar á bæ pakki menn saman og hætti?

Fjórflokkurinn hlytur að elska þennan durt.

Birgir (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 14:05

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Birgir ég vona að þjóðin sé orðin það þroskuð svona yfirleitt að láta ekki svona mann eyðileggja mikið.  Bréfið ef rétt er eftir haft, sem ég tel ekki þurfa að vantreysta, segir það einfaldlega sína sögu.  Hann gat ekki tekið þessu eins og maður.  Svo þekki ég líka til þess að sumir úr fjórflokkunum reyna að ná til sín lykilfólki í svona nýjum framboðum með gylliboðum og sætum á lista.  Þeir komast stundum einu sinni inn á þing og er svo kastað eftir notkun.  Svona einnota skinn sem uppveðrast yfir skyndilegri hylli, en skilja ekki að það er verið að nota þá til að eyðileggja öfl sem ógna.  Ég hef séð þetta gerast.  En ég vona að fólk sé hætt að láta plata sig svona. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2012 kl. 14:12

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í sjálfu sér held ég að Siggi Stormur hafi aldrei átt heima þarna og hann hefur EKKERT fram að færa í pólitík.  Að mínum dómi voru það mistök í upphafi að hafa hann með svo þegar hann getur ekki fengið að "spila sóló" eins og hann vill greinilega, þá fer hann bara í fýlu eins og litlu krakkarnir og hættir með hvelli og leiðindum.

Jóhann Elíasson, 2.3.2012 kl. 15:18

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Siggi Stormur hefur altaf litið á sig sem topp mann og er eitt ego...

Vilhjálmur Stefánsson, 2.3.2012 kl. 15:44

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég þekki þannan mann ekki neitt, en eftir að hafa lesið þetta bréf sýnist mér já drengir að það sé eitthvað að honum en ekki Samstöðu í þessu máli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2012 kl. 16:15

9 identicon

Hver sem skýringin er, þá þýðir þessi uppákoma í Samstöðu að flokkurinn er búinn að vera. Fylgið mun hrynja úr 21% niður í 2,1% í næstu könnun.

óli (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 16:40

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ásthlidur. Voðalega ert þú blind á Lilju. Þú skilur ekki hver þessi slæma framganga hennar er. Hún er að senda bréf til manna þar sem hún fer með lygar og þvætting um mann sem vann með henni að stofnun flokks og hún hafði haft horn í síðu með af öfund yfir því að hann fékk meiri athygli fjölmiðla en hún. Ég hef fylgst lengi með stjórnmálum og fylgst vel með Lilju og hún er einhver ómerkilegasti lýskrumari sem komið hefur upp í íslenskri pólitík á langan tíma og er þá mikið sagt. Að þessu sinni reyndi hún að baktla mann sem haðfi unnið með henni og ljúga ýmsu upp á hann en upp komst um ómerkilegheitin því hún sendi óvart Sigurði líka póstinn.

Sigurður segir að hann ætli ekki að kjósa Samstöðu eftir að hafa áttað sig á því hvaða mann hún hefur að geyma. Vonadi átta sem flestir sig á því hvaða mann hún hefur að geyma áður en kosið er næst til þings.

Sigurður M Grétarsson, 2.3.2012 kl. 18:02

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ja hérna Sigurður er þín skarpa sýn meiri en mín?  Ég hef fylgst með Lilju gegnum hennar ferli og ég verð að segja að hún hefur verið trú og sönn sínum málflutningi.  Ég hef ekki fundið inn á þessa meintu öfundsýki í henni.  Lýðskrumari er hún ekki, það orð á betur við um suma af þínum flokksmönnum í Samfyllkingunni.  Hún hefur bakað sér óvild stjórnarflokkanna einmitt fyrir að standa á sannfæringu sinni. 

Hvaðan hefur þú að hún sé að ljúga upp á Sigurð?  Þar er orð gegn orði.  Ég þekki líka ágætlega til þegar fólk finnst sér misboðið og reynir að réttlæta sína ákvörðun eða finnst sig órétti beitt.  Þá grípur það gjarnan til að ýkja og gera meir út hlutum en ástæða er til um.  Ég þekki Lilju ekki neitt, en hef fylgst með hvernig hún hefur unnið að heilindum að þeim málum á Alþingi sem hún vill vinna að.  Þar hefur hún ekki látið beygja sig og fylgt sinni sannfæringu.  Ein af fáum alþingismönnum. 

Þessi uppákoma er afar óheppilegt fyrir nýjan flokk, og það kæmi mér ekkert á óvart þó einhver annar flokkur segjum til dæmis Samfylkingin hafi haft putta í þessu.  Það er gömul saga og ný að finna einhverja sem eru tilkippilegir fyrir upphefð og smjaður til að svíkja það fólk sem þeir hafa unnið með og finnst jafnvel að þeir hafi ekki fengið það brautargengi sem þeir gengu út frá.  Ég get nefnt nokkra.  Slíkt fólk er bara ekkert æskilegt í pólitík.  Því slíkt fólk hugsar fyrst og fremst um sinn eigin rass og hlaupa gjarnan út undan sér ef smjaðrið er ekki nóg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2012 kl. 18:10

12 identicon

Nafni minn Grétarsson.

Hverju laug Lilja?

Sigurður hefur margstaðfest að það var einhver núningur á milli hans og stjórnar, og hann staðfesti einnig í Reykjavík Síðdegis í dag að það var búið að reyna einherjar sættir með einhverri sáttanefnd.

Hvað er það í þessu bréfi sem er svona mikill dónaskapur, og hvað af því er lýgi?

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 20:40

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrir mér er Sigurður stormurinn í vatnsglasinu en ekki Lilja.  Þó það henti andstæðingum hennar betur að láta hana gjalda þessa.  En ég segi bara ég er orðin óskaplega þreytt á þessum lygum, hatri og vitleysugangi.  Ef við virkilega viljum nýtt Ísland þá reynum við að vega og meta öll mál, skoða hvað okkur finnst rétt og standa með því fólki sem okkur finnst vegið ómaklega að.  Það er engum til upphafningar að reyna að sparka í liggjandi mann.  Með þann hugsunarhátt komumst við ALDREI UPP ÚR HJÓLFÖRUM 2007 og valdaklíkunnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2012 kl. 01:25

14 identicon

Sæl Ásthildur mín og takk fyrir öll ágætu tilskrifin þín hér á blogginu,

Ég held bara að allir sem að einhverju leiti koma nálægt pólitík í dag, fái í sig einhvern vírus og umhverfist í einn allsherjar spillingar egóisma og sé í engu treystandi hvar í flokki sem þeir standa.  

Kristján Sig. (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 07:34

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthildur.

Góð grein og fróðleg umræða hér á málefnalegum nótum.  

Lærdómurinn í þessu máli fyrir Lilju er að falla ekki gryfju Borgarahreyfingarinnar að taka frægt fólk fram yfir hvunndagsfólk sem hefur eitthvað fram að færa.

En athugasemd þín hér að ofan, 13, er mögnuð greining á þeim hugsunarhætti sem skýrir að gamla valdklíkan náði öllum sínum völdum og styrkti stöðu sína eftir Hrun frá því að var (áður var VG hættulegur andstæðingur).  

"Ef við virkilega viljum nýtt Ísland þá reynum við að vega og meta öll mál, skoða hvað okkur finnst rétt og standa með því fólki sem okkur finnst vegið ómaklega að.  Það er engum til upphafningar að reyna að sparka í liggjandi mann. "

Við fengum þetta próf í Landsdómsmálinu og við féllum á því.  Kerfið gaf okkur bein til að narta í, liggjandi mann og við þáðum beinið með þeim orðum að betra væri eitt bein í hendi en veisla réttlætisins þegar Gamla Ísland með öllum sínum klíkuskap og spillingu yrði gerð upp.

Og meðan blæðir mörgum samlöndum okkar, sumum til ólífis.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2012 kl. 09:13

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kristján fyrir hlý orð.  Það þarf allavega sterk bein til að þola álagið sem fylgir upphefðinni.  Þess vegna verðum við að velja úr þá sem við treystum til að standa á sínum eigin fótum og sinni sannfæringu.  Enga glaumgosa eða bjútípíur.... eða þannig.

Takk fyrir mig Ómar.  Já ég meina svo virkilega þetta sem ég sagði þarna.  Einhversstaðar þurfum við að byrja að brjóta af okkur þessa slímugu klíkuhlekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2012 kl. 12:16

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jú Ásthildur það er alveg rétt hjá þér að þarna stgendur orð gegn orði. En það voru fleiri í þessari stjórn og þeir ættu að vita hvað er hið rétta í málinu. Ég hef ekki orðið var við það að neinn þeirra bakki Lilju með þessar fullyrðingar sínar um Sigurð. Þess í stað gefa þeir út yfirlýsingu um að þeir tjái sig ekki um málið. Hvað segir þetta okkur. Jú þetta segir okkur það að þeir vilja ekki ljúga fyrir Lilju en til að getað sleppt því að ljúga en segja samt ekki neitt sem kemur Lilju ila þá segja þeir einfaldlega ekki neitt.

Og lýðskrunari er Lilja svo sannarlega. Hún hreykir sér fyrir að hafa gengið úr þingsal þegar Árna Pálslögin svokölluðu komu til atkvæðagreiðslu. Hún greiddi ekki atkvæði á móti þeim. Ástæðan fyrir þvíf er sú að hún greiddi atkvæði með öllum átta breytingatillögunum með þessum lögum og átti því fullan þátt í að móta þau eins og þau voru. Hún lagði sjálf ekki fram neina tillögu um frekari brytingar á þessum lögum.

Einnig vill Lilja taka fyrirfram skatttekjur frá börnunum okkar með því að skattleggja fyrirfram viðbótalífeyrissparnað. Þannig vill hún taka skatttekjur frá kynslóð sem mun hafa mun meiri þörf fyrir þær en við. Sú kynslóð sem stendur frammi fyrir því að það verða aðeins tveir vinnandi menn á móti hverjum einum lífeyrisþega. Sú kynslóð þarf á því að halda að lífeyrisþegarnir geriði skatt af sínum tekjum ef hún á að hafa möguleika á að halda uppi boðlegu velferðakerfi. Það er hins vegar vænlegt til atkvæðaveiða að boða þetta enda hafa börnin sem þarna á að færa byrðar á í framtíðinni ekki kosningarétt.

Lilja talar líka um niðurfærslur á skuldum heimilanna eins og það sé hægt að gera það án þess að skattgreiðendur og/eða lífeyrisþegar þurfi að greiða kostnaðinn við það að mestu eða öllu leyti. Það er þvæla og hefur verið margsýnt fram á það. Þetta snýst því ekki um neitt annað en að færa byrðir sumra heimila yfir á önnur heimili. Nú þegar búið er að sýna fram á að það er engin afgangur af niðurfærslum á skuldabréfasöfnum nýju bankanna þegar þeir keyptu þau af gömlu bönkunum til að fjármagna þetta þá kemur hún með hugmynd um skattlagningu á það sem hún kallar "ofurhagnað" bankanna. Sá hagnaður sem bankarnir hafa fengið seinustu árin er reyndar að stórun hyluta vegan ákveðins gengismunar sem ekki er víst að verði áfram og gæti hæglega farið í hina áttina. Það er því ekki gefið að það verði einhver "ofurhagnaður" til staðar í framtíðinni til að skattleggja. Jafnvel þó svo væri þá er það svo að ríksisjóður á um helming af bönkunum samanlagt og því verður slík skattlagning til þess að minnka möguleika á arðgreiðslum bankanna til ríkisins og eins til að verðfella hlutabrféf ríkisins í bönkunum. Eins er það svo að það eru aðeins 20% þessara skulda hjá bönkunum. Afgangurinn er hjá Íbúðalánasjóði og lífeyirssjóðunum. Staðreyndin er einfallega sú að það er ekki og hefur aldrei veirð möguleiki að lækka skuldir heimilnna öðruvísi en að skattgreiðendur og/eða lífeyrisþega borgi brúsann.

Það að halda því fram að hægt sé að lækka skuldir heimilanna með einhverjum aðferðum sem ekki leggja einfallega skattabyrðar á heimilin sjálf til að fjármagna lækkunina er ekkert annað en pólitískt lýðskrum til að ná í atkvæði fólks í skuldavanda án þess að fæla frá sér í leiðinni atkvæði heimila sem eru ekki í skuldavanda og vilja ekki taka á sig byrðar af skuldavanda annarra heimila. Með þessu er verið að gefa þessum heimilum falsvonir til akvæðaveiða og er það ljótur leikur. Jafnvel þó flokkur Lilju fái hreinan meirihluta eftir næstu kosningar þá geta þau ekki lækkað skuldir heimilanna með hókus pókus brögðum. Þetta mun allt lenda á skattgreiðendum á endanum.

Því er það svo að það að lofa samhliða að lækka skudlir heimilanna og því að lækka skatta og bæta verlferðarkerfið er pakki sem getur ekki gengið upp og því getur það ekki flokkast undir neitt annað en lýðskrum.

Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband