Búsáhaldabyltingin lifi, tunnunum sé heiður og öll mótmæli almennings á Íslandi en.......

Auðvitað vann Búsáhaldabyltingin, það er enginn að efast um það.  En eigum við að sleppa þeim alþingismönnum við umfjöllun sem hafa verið staðin að því að reyna að breyta byltingunni sér í hag?  Ég segi nei.  Byltingin setur ekkert niður þó við förum ekki að skjóta sendiboðana sem segja okkur að einhverjir óskilgreindir(reyndar vel merktir) alþingismenn hafi reynt að taka þessi öfl yfir og stjórna þeim sér í hag. 
mbl.is „Við unnum Jón“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

Hverju breytti byltingin?  Hver var sigurinn?

Hilmar Sigurðsson, 28.2.2012 kl. 18:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hilmar bara gagnvart mér þá er það þannig að nú veit ég að almenningur getur tekið sig saman og haft áhrif.  Við getum látið okkur framtíðina varða og höfum það afl í okkur sem til þarf.  Þessi fyrstu mótmæli hafa ef til vill ekki skilað þeim árangri sem við væntum.  Þ.e. að þoka spillingarliðinu út, en það koma fleiri hér á eftir.  Og við höfum öll lært af þessum fyrstu tilraunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2012 kl. 19:29

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Ásthildur.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.2.2012 kl. 19:38

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Það hef ég lært af mótmælum að mikilvægt er hafa ræðumenn og tónlist. M.kv.úr sveitinni. 

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2012 kl. 19:42

5 identicon

Heil og sæl Ásthildur Cesil; æfinlega - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Ásthildur Cesil !

Spurning Hilmars Sigurðssonar; er fyllilega réttmæt, í ljósi þeirrar staðreyndar, að Íslendingar eru GUFUR og SLEN lýður, að meginstofni.

Það þarf ekki annað; en að skutla bjórdollum og pylsum (með öllu - eða öngvu), í þetta lið / eða þá, að auglýsa upp, einhverja snobb viðburði, þar sem ''fína'' fólkið er saman komið, á góðviðris dögum, og er þá allur máttur úr þessu liði, yfirleitt.

Ég segi fyrir mig; Ásthildur mín, að ég þakka fyrir, að vera af Mongólskum stofni að hluta - ekki einvörðungu, af þessum mont kynþáttum, nágranna landa okkar ýmissa, sem fara fremstir í, að líta niður á Afríku og Asíu fólk, sem og annarrs staðar frá, sem einhvers konar II. - III. flokks, í samanburði við þessa ''göfugu'' Kelta og Germani, sem Íslendingar státa einna mest af, að vera skyldastir.

Svei attan; íslenzku gerfi þjóðerni, gott fólk - og hafi landsmenn ekki rænu á, að fá Ólaf Ragnar Grímsson, til þess að skipa hér alvöru UTANÞINGS STJÓRN, færi bezt á, að Kanadamenn og Rússar, skiptu landi og lýð hér, bróðurlega, á milli sín, úr þessu.

Gætu ekki; orðið verri örlög, en að sitja í þeim forar pytti, sem nú ríkir, um stundir !

Með; hinum beztu kveðjum - samt sem áður, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 20:20

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Anna Sigríður já við stöndum saman.

Helga það er mikilvægt að hafa músik og góða ræðumenn mikið rétt.  Og vara okkur á trójuhestum. 

Óskar minn margt er til í því sem þú segir.  En ekki erum við nú öll gungur og druslur sem betur fer minn kæri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2012 kl. 20:52

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ásthildur..Í Öllum Orustum eru til svikarar og sludd menni og jafnvel svikulir þingmenn..

Vilhjálmur Stefánsson, 28.2.2012 kl. 23:17

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Búsáhaldabyltingin var að mörgu leiti mjög jákvæð, en ég óttast að rétt  eins og Kvennabyltingin á sínum tíma, hafi vinstra öfgalið sett ljótan blett a málið.

Vonandi heldur fólk áfram að tjá sig, og taka þátt í mótmælum. Hver veit nema fólkið fari aftur niður á Austurvöll og  hrópi óhæf ríkistjórn, og nýjan Seðlabankastjóra. 

Næsta bylting er e.t.v. á næstu grösum. 

Sigurður Þorsteinsson, 28.2.2012 kl. 23:25

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt Vilhjálmur því miður er það þannig.

Sigurður það er alveg komin tími á Austurvöll og þó fyrr hefði verið.  Vonandi er ný bylting á næstu grösum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2012 kl. 23:36

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þessi svokallaða búsáhalda bylting var nú ekki til mikils gagns.  Hún hefur í raun tafið okkur í þrjú ár.  Ekki nóg með það hún hefur niðurlægt okkur og hér eru hlutirnir enn á niðurleið.  Ekki ætla ég að allir þeir dollubankkarar hafi ætlað okkur svo illt,  en kapp er jafnan best með forsjá.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 28.2.2012 kl. 23:36

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Búsáhaldabyltingin á eftir að skila sínu.  Það er hugarástandið sem hefur breyst Hrólfur.  Það er ekki byltingin sem hefur tafið okkur, heldur sú staðreynd að við fengum yfir okkur ríkisstjórn sem ákvað að svíkja öll sín kosningaloforð og bjarga bönkum og fjármálafyrirtækjum á kostnað almennings.  Hvernig átti fólk að gruna að VG væri vísvitandi að ljúga að fólki?  Forysta ríkisstjórnarinnar hefur svo reynst aldeilis ófær um að stjórna, það er hrakist frá einu til annars og öllu klúðrað sem þau hafa komið nálægt.  En hugarfarsbreytingin er komin til að vera og það er hún sem mun skila sér áfram. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2012 kl. 23:44

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er vissulega rétt hjá þér Ásthildur, það er ekki venjan að það sé gengið svo hreint til verks við að svíkja loforð.  Enn þetta var stjórninn sem hópurinn panntað og fékk, enda var þarna í gangi dómstóll götunnar og hann var fóðraður af sömu aðillum og svikku svo öll sín loforð.  Væntum þess besta góða nótt.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.2.2012 kl. 00:54

13 identicon

Hrólfur Þ Hraundal, 29.2.2012 kl. 00:54: Þú flækist ekki í vitinu Hrólfur minn. Yfirlýsingar þínar eru í besta falli broslegar og í versta falli skýr vitnisburður um innmúraða kjósendur FLokksins.

1. Ruglið:  "Hún hefur í raun tafið okkur í þrjú ár.  Ekki nóg með það hún hefur niðurlægt okkur og hér eru hlutirnir enn á niðurleið..." Með þessari kostulegu staðhæfingu áttu væntanlega við að draumaFLokkurinn þinn hafi ekki komist að kjötkötlunum í þrjú ár.

Þér til upplýsingar þá fóru talsmenn Radda fólksins á fund forseta Íslands í febrúar 2009 og kröfðust þess að þjóðin fengi utanþingsstjórn. Utanþingsstjórn Hrólfur, veistu hvað það er? Veistu yfirleitt nokkuð um stjórnmál annað en "FLokkurinn góður - allt annað slæmt"? Ástæða þessarar kröfu var einfaldlega sú að talsmenn Radda fólksins voru þess fullvissir að vinstri menn væru ekki færir um að stjórna landinu. Um mafíuFLokkinn þarf ekki að ræða - hann er einfaldlega ekki stjórntækur.

2. Ruglið:  "...Enn þetta var stjórninn sem hópurinn panntað og fékk,..." Þú gengur sannarlega ekki heill til skógar í ruglinu Göngu-Hrólfur minn. Þú getur þó væntanlega huggað þig við það að það verður mjög langt í það að landsmenn kalli til ábyrgðar mannvitsbrekkur eins og þig og þína FLokksmenn.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 01:22

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrólfur minn já við skulum vona það besta til handa íslenskri þjóð.  Þar þurfum við fyrst og fremst að hugsa sem þjóð en ekki í pólitískum hjólförum.  Hugsa um það sem kemur þjóðinni best en ekki þeim flokkum sem við viljum fylgja.  Mönnum eru svo sannarlega mislagðar hendur og vald spillir ótrúlega fljótt og mikið. 

Hilmar ég er sammála þér með utanþingsstjórn eða neyðarstjórn helst sem strax, enda er ég löngu búin að skrifa undir þá áskorun og vona að sem flestir skrifi undir hana.  http://utanthingsstjorn.is/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 12:51

15 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er alltaf gott þegar manni er leiðbeint framhjá flækjum og þakka þér fyrir það Hilmar. 

Bros vísar til velllíðan og það er vænt um það, en múraður er ég ekki.   Orð mín um Þriggja ára töf og niðurlæging eru þér til skapraunar og finnst mér það miður, en  tal þitt um drauma og kjötkatla eru rök frá þér um allt annað mál, enda passa þau hvergi gegn mínu hálfviti.  

Nei Hilmar auðvita veit ég ekkert um stjórnmál og utanþingsstjórnir,  enda er ég bara vélvirki. En þú getur hugsanlega frætt mig um það og ef svo er hvað er þá flokkurinn góður og hvað er allt slæmt og hvað er raddafólk, eru það afkomendur Jóhönnu? Héllt reyndar að hún hefði farið barnlaus á bálið.  

En auðvita er mafíuflokkur ekki stjórntækur fyrst þú segir það.  En það var lán að hópurinn fékk stjórnina sem hann pantaði, en hér eru litlir skógar og þó ég sé vanheill þá þekkti ég aldrei Göngu Hrólf, en ég held að hann hafi ekkert verið verulega ruglaður, en við vorum reyndar ekki samtíða. 

En heyrðu Hilmar minn kæri ert þú eitthvað lasinn, mér finnst þú líta svo illa út, minnir mig helst á hann Skrám er það ekki.  En hann var reyndar úr tusku svo það passar nú ekki alveg, kanski er þetta bara ruggl.    

Hrólfur Þ Hraundal, 29.2.2012 kl. 13:33

16 identicon

Hrólfur Þ Hraundal, 29.2.2012 kl. 13:33: Er áskilið að menn lesi þetta samhengislausa rugggggggggggggggl þitt afturábak eða á ská, kjáninn þinn? Hvenær hófst máltakan hjá þér herra Hrundallur? Ég get vissulega frætt þig um svonefnda "Búsáhaldabyltingu", en vandamálið er bara að þú ert heltekinn, gagntekinn og tekinn í framan af FLokkshollustustu illvirkinn þinn og gætir ekki haldið þræðinum, hversu mjög sem þú reyndir. Þú ert genetískur FLokkskjáni sem lepur upp FLokksósómann og stærir sig af Hruninu.

Eitthvað ert þú líka fölur og fár og lítill fyrir mann að sjá Hrundallur minn. Minnir helst á ónefndan fyrrverandi Borgarstjóra Reykjavíkur (í krafti FLokksins) á sínum hörmungardögum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 15:01

17 identicon

Það voru búsáhöld.. og fólk; En engin bylting, það gerðist voðalega lítið, eiginlega ekki neitt.
Ég meina, það eru sömu vanvitarnir á alþingi, elítan er í góðum gír, með allt sitt og meira til,  að manni sýnist; Þeir einu sem fengu ekki neitt voru einmitt fólkið.. folkið í gervibyltingunni

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 15:23

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það gerðist eitthvað hvort sem þið trúið því eða ekki.  Það byrjaði þegar Ómar Ragnarsson labbaði sig niður Laugaveginn með 12.000 mótmælendur.   Það byrjaði þar, því var að vísu beint gegn Kárahnjúkavirkjun.   En þar uppgötvaði fólk að það er hægt að standa saman og mótmæla.  Það er byrjað að molna verulega utan af elítunni, þess vegna eru hún orðin hrædd og örvæntingafull.  Hvæsandi og talandi illa hvert um annað og verða sér til skammar.  Það þarf að skoða upphafið áður en fólk segir að ekkert hafi gerst.  Það er bara einfaldlega ekki rétt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 17:06

19 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 15:23: Hér ferð þú með gjörsamlega staðlausa stafi. "Búsáhaldabyltingin" markaði sannarlega tímamót í íslenskum stjórnmálum - og varð um leið kveikjan að mótmælum gegn vanhæfum stjórnvöldum og bankamafíu um heim allan. Þú spilar þig út í horn í rökræðum ef þú viðurkennir ekki staðreyndir karlinn.

Í Búsáhaldabyltingunni tók íslenska þjóðin sig saman um að kollvarpa vanhæfri ríkisstjórn, sem vel að merkja var með aukinn meirihluta á bak við sig á þingi, Gjörsamlega vanhæfri stjórn FME og Seðlabankans var líka sópað í burtu.

Þjóðin vann fullkomin sigur. Allar kröfur Radda fólksins náðu fram að ganga. Þú ert undarlega steiktur á milli eyrnanna ef þú áttar þig ekki á mikilvægi þessa atburðar fyrir þjóðina.

Vegna undirliggjandi kerfisskekkju í stjórnskipun landsins fengum við hins vegar stökkbreyttan fjórFLokk áfram við völd, þar af annan HrunFLokkinn(!). Þetta vissum við mæta vel sem stóðum að Búsáhaldabyltingunni, enda kröfðumst við utanþingsstjórnar. Forseti Íslands (útrásaruppklapparinn) er hins vegar innvígður og innmúraður meðlimur í "besta klúbbnum í bænum" og hann sá til þess að kröfur okkar náðu ekki fram að ganga. Núna er hins vegar lag að losna endanlega við Ólaf Ragnar og fjórFLokkselítuna á þingi. Bendi þér vinsamlegast á að rúmlega helmingur kjörgengra manna vill ekki sjá fjórFLokkshyskið framar - og skyldi engan undra.

Hér var því engan veginn um gervibyltingu að ræða gervidoktorinn þinn.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 18:20

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að mörgleiti sammála þér Hilmar eins og venjulega.  En finnst þér ekki að forsetinn okkar eigi að fá að njóta þess að hafa snúið af villu síns vegar.  Hann hefur nú séð hvert þetta hefur leitt íslenskan almenning og hefur tvívegis tekið af skarið gegn þessari ríkisstjórn okkur til góðs.  Hann er nefnilega hvað sem svo má um hann segja maður sem hlustar á landslýð.  Öfugt við stjórnvöld hlustar hann á almenning og fer eftir meirihluta vilja fólksins.  Ég var ekki par hress þegar hann var kosinn í upphafi.  En eftir fyrstu neitun hans með fjömiðlalögin og svo aftru með Icesave eitt og tvö, fyrirgaf ég honum.  Og lít svo á að það sé vandfundinn sá maður sem þorir að standa á slíkri neitun.  Það er málið.  Það þýðir ekki að horfa bara á einhverjar snoppufríðar konur sem eru ljúfar og kurteisar. Málið er miklu alvarlegra en svo. Við þurfum þá allavega konur sem hafa skap og þor til að segja nei.  Ef menn endilega vilja konu á Bessastaði.  Ég sé bara ekki neina fyrir mér í augnablikinu.  Það væri þá helst Ragnheiður Ólafsdóttir á Akranesi, en hún er eins og ég orðin of gömul.

Nei hér eru dauðans alvara á ferð. Ég vil ekki inn í ESB, og eini maðurinn sem ég treysti til að ganga gegn lygaáróðri Össurar og Evrópustofu er þessi maður sem hefur sýnt okkur að hann bæði þorir getur og vill.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 18:31

21 identicon

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 18:31: Arrrrrrrggg! Ásthildur Cesil! Enn einu sinni verð ég að leiðrétta bláeyga ÓlafsRagnarsdýrkendur. ORG tók engan veginn tvívegis af skarið í IceSave-málinu. Hvernig í veraldarinnarósköpunum færð þú það út kona. Jafnvel þótt ORG sé Vestfirðingur er þessi fullyrðing þín víðáttulangt frá sanni.

Það var íslenska þjóðin (þú kannast við hana Ásthildur) sem tók rækilega af skarið a.m.k. tvívegis í IceSave-málinu. Það var íslenska þjóðin sem knúði ORG til að synja þessu ólögum staðfestingar. Honum var nauðugur einn kostur að fara að vilja þjóðarinnar.

Og ekki alhæfa svona með hjal um "snoppufríðar konur". Íslenskar konur eru að sönnu fögur fljóð en þær geta líka verið grjótharðar í framgöngu og rassskellt viðriðni eins og ORG þegar því er að skipta. Ég veit a.m.k. um eina íslenska konu sem á fullt erindi á Bessastaði og er treystandi til að lofta út útrásarskítalyktina sem umvefur staðinn. Þessi kona er núverandi aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.

Eitt í viðbót Ásthildur. Íslendingar ganga ekki í ESB - punktur.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 19:28

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hilmar ég veit ósköp vel að við rituðum bæjaskjal til forsetans um að segja nei við Icesave.  En við skulum ekki gleyma því að hann varð við þeirri áskorun.  Það hefðu ekki allir gert.  Ekki hef ég til dæmis trú á því að Vigdís okkar mest elskaði forseti hefði gert slík, enda gerði hún það ekki þó hún ætti þess kost.  Auðvitað veit ég að konur geta verið grjótharðar, þekki nokkrar, en enginn af þeim hefur verið orðuð við forsetastólinn, þær sem hafa verið orðaðar við hann eru Ragna Árnadóttir og Steinunn Ólína, hvoruga þeirra hef ég þá trú á að hefði haft það bein í nefi að leggjast gegn vilja ríkisstjórnar Íslands.   Það er það sem ég á við um snoppufríðar konur.  Hef enga trú á því að Ragna Árnadóttir með fullri virðingu hafi bein í nefi til slíks sorrý.  Þó ég eigi henni þökk að gjalda persónulega.  Þá verður mitt atkvæði aldrei falt fyrir fé eða greiða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 20:22

23 identicon

Sorry, þetta var ekki bylting...  Fólk erlendis taldi að hér hefði einhver bylting átt sér stað.. en neibbs; Það gerðist ekkert krakkar.. byltingin var stöðvuð áður en eitthvað gat gerst..

Og já, við þurfum að losna við tækifærislýðskrumarann Óla, við þurfum að losa okkur við forseta embættið.. og 4flokkinn; Þegar 4flokkur er farinn.. þá getum við talað um byltingu.

Ég er eiginlega á því að það þurfi að draga menn úr þjóðskrá til að stjórna landinu, menn með hreint sakavottorð og svona koma bara til greina.
Kosningafyrirkomulagið gefur okkur bara 4flokkinn aftur og aftur og aftur og aftur....

DoctorE (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 14:21

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

DoctorE Hörður Torfa sagði við mig að góðir hlutir gerist hægt.  Hann sagði að árangurinn myndi ekki skila sér strax.  Og hann hefur rétt fyrir sér.  Þetta á eftir að skila sér og vel það.  Við erum ekki söm eftir þessi mótmæli og gerum okkur betur grein fyrir styrkleika okkar.  Það á eftir að koma í ljós.  Sannaðu til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2012 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 2022125

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband