28.11.2011 | 10:58
Kettir og börn, það er lífsins saga.
Í dag er hér 10 gráðu hiti og sól. 'Eg á eftir að fara út í göngutúr eða eitthvað. Veðrið hefur verið ótrúlega fallegt undanfarna daga.
Hann er að verða afar eftirtektarsamur um umhverfi sitt sá stutti.
Falleg teikning eftir Hönnu Sól.
Hér hjálpast allir að í eldhúsverkunum, þ.e. kvenfólkið.
Gamlir taktar.
Og Hanna Sól hefur engu gleymt.
Í gær fórum við og settum niður túlípanana. Og ýmislegt annað smálegt.
Það er nú ekki amalegt að hafa svona áðstoðarmenn, Trölli var einum og áhugasamur, og mátti þakka fyrir að halda trýninu, því hann var allstaðar með nefið þar sem ég var að moka moldinni.
En þetta gekk bara ansi vel, og vonandi verður lóðin litskrúðug í mars, aðríl, en þá er gert ráð fyrir að túlípanarnir blómstri hér.
Þetta var skemmtilegt.
Við settum svo niður lauka í grasið, svona til að lífga ennþá betur upp á.
Svo rökuðum við saman laufum og breiddum yfir laukana eins og sæng.
Og þá var komin tími til að huga að litla bróður.
Hvað er nú þetta?
Jú Púma að fá sér að drekka.
Er þetta hægt Matthías?
Fær maður ekki einu sinni frið á klósettinu?
Við köllum hann feita kisa, Carlos nýtur sín best fyrir framan eldinn eða í feldi.
Við erum búnar að hlæja mikið að þessari mynd sem Bára dóttir mín tók af Carlosi. Er hann ekki algjört krútt?
Hann er líka sætur.
Villidýrslegur.
Jafnvel ógnvekjandi.
Samt bara góði gamli Carlos.
Lærið var skorið niður í sneiðar þ.e. aftangurinn og ég geymdi kjötið í ofninum uns tími var til að hita það upp, Carlos var afar áhugasamur um málið.
Og systurnar höfðu gaman af.
Síðustu tvær myndirnar eru dálítið hreyfðar en þær eru bara svo skemmtilegar.
Og nú góna allir á ofninn.
En svo var komið að því að litli bróðir færi í sitt fyrsta balabað.
Hann kom nokkrum dögum fyrir tímann, gat ekki beðið, en nú má hann fara í bað.
HOnum líkaði það allskostar vel, þetta er nefnilega vellíðunar svipur en ekki eitthvert grenj.
Systurnar voru auðvitað afar hjálpsamar og áhugasamar um litla bróður sinn.
Litli kúturinn okkar.
En nú þarf að halda áfram að þvo þvott og hengja út í góða veðrið, og síðan bara að njóta dagsins, vona að það gerið þið líka mín kæru. Eigið góðan dag
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg dásamlegar myndir það er löngu orðið ljóst að Hanna Sól verur listakona, mig langar svo í kisu þegar ég skoða þessar fallegu kisu myndir, Carlos er æði. Takk og njóttu dvalarinnar
Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2011 kl. 11:20
Alveg frábært að byrja daginn á að skoða myndirnar frá þér, það lífgar upp á tilveruna hjá manni. Hvort sem það eru myndir af krúttmolanum, systrum hans eða kisunum. Og ég tala nú ekki um garðinn, við hefðum sennilega getað sett niður túlípana hérna fyrir nokkrum dögum áður en frostið kom með snjókomu.
Knús tl Austurríkis
Kidda, 28.11.2011 kl. 12:41
Takkin Stelpur mínar, já Ásdís ég er viss um að Hanna Sól verður lisakona, ef til vill fatahönnuður eftir því að dæma hvenrig hún leikur sér að búa til eitthvað annað úr því sem hún klæðir sig. Carlos er æðislegur kötturu eins og hugur manns.
Kidda mín, það er hægt að setja niður túlípana alveg þangað til botnfrýs jörðin. Þó það sé aðeins frostskán yfir er allt í lagi, þeir koma upp fyrir því næsta vor. Ótrúlega duglegir þessir túlípanar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 13:49
Æðislegar myndir, held bara að litli kúturinn sé líkur Ella afa.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.11.2011 kl. 16:39
kveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2011 kl. 18:25
Já ég held það bara Milla mín.
Kveðja á móti Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 18:31
Kostulegt að sjá köttinn ná sér í vatn í klósettinu, minnist þess frá því ég var mjög lítil að Ella átti kött sem pissaði í klósettið, ég skil eiginlega ekki enn hvernig kisa fór að því en horfði á það . Gaman að fylgjast með krökkunum og sjá ykkur gróðursetja. Reyndi Trölli ekki að grafa upp aftur? Bára á örugglega eftir að njóta að eiga svona duglegar barnapíur .
Dísa (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 22:24
Jú Dísa einmitt hann reyndi við fyrstu holuna En síðan hefur hann látið þær vera. Púma fær sér að drekka úr klósettinu. Já ég held að stelpurnar eigi eftir að gæta Jóns Ella afar vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 22:52
Enn & aftur,
Takk.
Steingrímur Helgason, 29.11.2011 kl. 00:56
Það er alltaf jafn gaman að skoða myndirnar og lesa bloggið þitt, þessi fjölskylda þín er ábyggilega orðin fjölskylduvinur á mjög mörgum íslenskum heimilum :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.11.2011 kl. 03:04
Takk fyrir innlitið Zteingrímur minn.
Takk Jóna Kolbrún mín, já ég hugsa að mörgum finnist þeir eiga svolítið í þessum elskulegu barnabörnum mínum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2011 kl. 10:25
Svo mikil hamingja í myndinni hjá Hönnu Sól ♥
Hrönn Sigurðardóttir, 29.11.2011 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.