Nokkrar myndir undir svefninn.

Pípí finnst gott að sitja hjá mér þegar ég er í tölvunni.  Annars er hann mikið úti núna, og heimsækir nágrannana og líka vinnufélagana fyrrverandi.  Þau taka honum öll ljúfmannlega.  Svo þarf ég bara oftast að sækja hann niður á götu þegar fer að skyggja, en oft kemur hann líka heim sjálfur, voða duglegur.

IMG_3383

Stundum þarf hann bara að fá sér smá sundsprett.

IMG_3383-1

Skömmin er búin að skemma allar nykurrósirnar mínar.

IMG_3384

Svo nú hefur hann alla tjörnina út af fyrir sig.

Fiskarnir láta hann samt ekkert trufla sig, enda hefur hann engan áhuga á þeim.  Kjáninn er búin að missa af hinum gæsunum, svo hann verður hjá mömmu sinni í vetur.  Merkilegt hvað þessi börn endast hjá manni LoL

IMG_3385-1

Svo finnst honum notalegt að koma aðeins inn.

IMG_3386

Sérlega notalegt að fá að vera með mömmu sinni við tölvuna.

IMG_3387-1

Það er bara svo notalegt.

IMG_3389-1

Það er búið að vera drunglegt veður undanfarið, en nú er greinilega farið að hlýna aftur.

IMG_3390-1

Nú er tími rósanna.  Hér er Harrison Yellow svo falleg og ilmar svo vel.

IMG_3392-1

Dverg hvítþinurinn minn allur í knúppunn enn eitt árið.  Þennan fékk ég sem hliðargræðling frá Guðmundi í Núpum og hann frábær, kelur aldrei og ber rekla á hverju ári.

IMG_3393-1

Rauða lúpínan mín, og nokkrar sem ég hef sáð fyrir og er spennt að vita hvort lifa einhver ár, þetta er þriðja árið þeirra, en svona sánar lúpínur lifa sjaldnast lengi, en þær eru skemmtilega litfagrar.

IMG_3394-1

Þokkarós og brúðurós í fullum blóma.

IMG_3395-1

Sjálfsáin reynihrísla við álfastein, þetta er sennilega sorbus decora, því slíkt tré er þarna rétt hjá.

IMG_3396-1

Drottningin mín svo falleg.

IMG_3397-1

Gerði þau mistök fyrir nokkrum árum að koma heim frá Fljótavík með umfeðming,  hann var svo lítill og sætur í sandinum fyrir norðan, en hér er hann eins og villidýr og er að taka yfir beðið mitt.  Ég verð að taka þetta allt upp í haust og bjarga blómunum mínum úr klóm vargsins. En hann er fallegur, svo ég mun pota honum einhversstaðar þar sem hann má vaða að villd.

Í góðum sumrum gefur hann baunir sem eru afar svipaðar grænum baunum bara aðeins smærri. 

En þetta var nú bara svona undir svefninn.Heart Og við Pípí bjóðum góða nótt. Hann er komin með höfuð undir væng, svo ég tími ekki að setja hann útfyrir. InLove 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2011 kl. 22:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 22:46

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Feginn ég Pípí er þarna ekki oní kistu með hinum úr Ögursveitinni....

Vilhjálmur Stefánsson, 31.8.2011 kl. 23:12

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÉG líka Vilhjálmur svo sannarlega

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 23:28

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Fyndið, að sjá önd á parketi,það þótti fyndið að kalla okkur endurskoðendur,í den.

Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2011 kl. 00:31

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Pípí er alveg heimavanur á parketi.  Hann er að eigin áliti manneskja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2011 kl. 08:20

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegur Pípí og kúlulíf.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2011 kl. 18:47

8 Smámynd: Kidda

Bíddu nú við hvar er færslan mín. Alla vega þykir mér það leiðinlegt fyrir þina hönd að Pípí hafi eyðilagt Nykurrósirnar þínar. En annar gróður er fallegur eins og von var á. Það verður gaman að fylgjast með Pípí i vetur

Knús í gæsakúlu

Kidda, 1.9.2011 kl. 19:01

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég er búin að komast að því að hann er ofvirkur.  Þegar koma gestir þá lætur hann eins og asni, pípir hátt, reynir fyrst við gestina svo mig og ef við hlustum ekki á hann, fer hann í tjörnina og hefur svo hátt með busli að það er ekki hægt að tala saman, ætti ég að fá conserta fyrir hann?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2011 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband