24.7.2011 | 00:28
Drusluganga á Ísafirði og sjóstökk og sund.
Þessi dagur var yndislegur, bæði hvað varðar veður og svo bara í sjálfu sér. Ég var í algjöru letikasti og sat mestmegnis fyrir utan húsið mitt og naut veðursins og þess sem í kring um um er.
Það er ágætt svona inn á milli að leyfa sér að vera löt og gera nákvæmlega ekkert. En ég mætti samt til að taka nokkrar myndir af druslugöngunni.
Þetta hús (bleika) byggðum við Elli á sínum tíma. Það var gott hús og ég setti skjal inn í grunninn, þar sem stóð að íbúar þess væru blessaðir.
En hér erum við komin niður á sjúkrahústún, og fólk farið að safnast saman fyrir gönguna.
Fólk á öllum aldri, öllum stærðum og gerðum, en ákveðið í að ganga þessa göngu.
Stubbarnir fóru með, og hér eru þeir í sérstöku ljósi
Forsvarsmenn göngunnar að leggja lokahönd á gönguna.
Og fólk hélt áfram að streyma að, það átti að byrja hér við gamla sjúkrahúsið, fara að kirkjunni og ræða það um biskupsmálin, það var að vísu ekki gert vegna þess að það var verið að jarðsetja gamla kempu hann Sigurð Sveinsson frá Góustöðum blessuð sé minning þess mæta manns. Þess í stað var ræðan haldinn á sjúkrahústúninu, svo var gengið niður að hérðaðsdómi og þar var haldin tala, og svo lögreglustöðin og endað á Silfurtorgi. Ég er stolt af ykkur stelpur og þið sem tókuð þátt.
Aðeins að skerpa á ræðunum.
Það var nú ekki amalegt veðrið heldur. Sólstafakonur voru þarna afar sýnilegar.
Ég held að svona uppákoma hljóti að vekja menn til umhugsunar um hversu alvarlegir glæpir nauðganir eru.
Svo var gengið af stað. Það báru margir spjöld, sem fólk hafði búið til daginn áður í Stúdíói Dan.
Flott skrúðganga.
Spjöldin borin.
Já þetta er sannarlega gott og þarft mál.
Kúlubörnin að fá sér að borða, við höfðum pasta í matinn og börnin gerðu því góð skil. Og Daníel kominn í hópinn.
Eftir matinn vildu þau fara að hoppa í sjóinn, en það er mikið stundað af unglingum hér á Ísafirði.
En þar sem sum þeirra voru svo ung, og önnur sem ekki máttu hoppa nema einhver fullorðin væri með þeim, ákvað ég að fara með þau og leyfa þeim að leika sér aðeins í góða veðrinu.
Það var töluvert flaggað til samúðar norðmönnum, enda rík ástæða til.
Það er töluvert um skútur í höfninni og á Pollinum, enda mikil skútuhefð hér og gert út á slík áhugamál af áhugasömum strákum hér sem stunda skútusiglingar.
Við erum að fikra okkur nær höfninni.
Venjulega er ég löt að fara eitthvað svona eftir kvöldmat, en ég stóðst ekki mátið í þetta sinn og sé ekki eftir því.
Sæfari siglingaklúbburinn hefur svo sannarlega staðið sig vel í að vekja áhuga krakkanna á sjónum, kajakróðri og allskonar sjósporti, þeir eiga heiður skilinn fyrir það. Svo er líka hægt fyrir meðlimi að fá lánaða neoprangalla og björgunarvesti sem eru nauðsynleg fyrir þau yngri til að vera í við að stökkva í sjóinn. Úlfur sem hefur verið á námskeiðum bar ábyrgðina og var afar ábyrgðarfullur um að öllum slíkum reglum væri fylgt.
Þá er að drífa sig að stökkva. Fyrsta stökkið er erfiðast, eftir það sýnist mér að það sé bara gaman.
Við gömlu húsin í Neðsta Kaupstað var líka flaggað fyrir norðmönnum.
Úlfur búin að fara fyrstu húrruna, Alejandra að búa sig undir fyrsta stökkið.
Úlfur stökktu með mér bað hún og ekkert sjálfsagðara.
Og áfram niður...
Og Bomms....
Flottur bátur.
Og þá er Daníel búinn að ýta frá....
Búmms á leiðinni niður.
Alejandra í loftinu...
Og bomsaradaysi...
Ég held að þetta sé mesta kikkið, einmitt að vera frjáls og svífa í lausu lofti.
Sama stökk aðeins neðar.
Daníel, þetta er örugglega rosalega gaman, ég held að ég hafi skemmt mér jafn vel og börnin.
Aron er bara átta ára en samt duglegur að stökkva frá stiganum.
Kristján ætlaði aldrei að þora og það fór í taugarnar á honum, hann gerði margar tilraunir.
Hahahaha..
Já þetta var rosagaman.
Ég skal sagði Kristján en guggnaði aftur, svona ég veit að þú getur þetta sagði Úlfur.
Ekkert smá flott stökk.
Svo var tekið tilhlaup og ....
Búmmms
Aron glaðbeittur.
Enn og aftur.
Lending verður brátt..
OJamm
Hvað er meira sakleysi en einmitt svona leikir, sem þó reyna á hugrekki hvers og eins, og allir verða að takast á við sjálfan sig.
Það eru margir krakkar sem stunda svona sjóstökk hér.
Enda bíður aðstaðan upp á þetta og svo auðvitað eldra fólkið sem er með námskeið og kennir þeim að njóta þess að vera til.
Búúúmmms!!!
Jæja Kristján þá er komið að því að þú verður að stökkva.
Nú á að reyna snúning..
Ójá það er ekki málið..
Nú förum við í smá leik sagði Úlfur, þið látið sem þið séuð að sparka mér ofan í.
Já ekki málið...
Úbbbs!
Farinn niður.
Þetta fer nú að vera ansi gott krakkar mínir.
En ef þið leiðið mig sagði Kristján þá get ég hoppað.
Allt í lagi.. og þar með hafði Kristján sigrast á sjálfum sér.
Já það er það besta.
Hetjur, vantar bara eina þann yngsta, hann var að stökkva.
Skólabróðir Úlfs og afar flinkur trommari, sat og horfði á. Það er skötuselur hérna niðri sagði hann og benti..
Og þá er bara eftir að ná þeim uppúr og heim.
Og stökkva svo.
Dálítið hreyfð en samt skemmtileg.
Og svo að synda.
Dragðu mig upp.
Já þau skemmtu sér prýðilega.
Klifurdýrið Kristján.
Á sjó!!!
Eða Í sjó...
Nei á sjó.
Og nú var orðið erfitt að koma þeim uppúr.
Það var nefnilega svo gaman.
Heilbrigð yndisleg saklaus börn.
Þessum tveim var orðið dálítið kalt svo það var ekkert annað að gera en drífa þá heim.
Litla Hafmeyjan.
Marar í hálfu kafi.
Tilbúin að synda burtu.
Svona nú krakkar tími til að fara uppúr.
Rákumst á þessar tvær á leiðinni heim, litlu systurnar hans Daníels.
En svona var nú dagurinn minn, ég vona að ykkur leiðist ekki myndasýningin. En ég skemmti mér konunglega ekkert síður en krakkarnir.
En nú er komin tími á að leggja sig. Ég býð ykkur öllum góðrar nætur.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022832
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært, bæði gangan og hoppið. Ég fór einmitt þarna niður í Suðurtanga í fyrra með Aldísi og var þá að hugsa um hvað þetta væri góð aðstaða til að hoppa og sulla. Myndirnar sýna vel hvað þau nutu þess að busla þarna og leika sér

Dísa (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 11:02
Já það var dásamlegt að fá að fylgjast með þeim og lifa með þeim sigrana, Kristján hafði gert svo margar tilraunir og var orðin illa pirraður á sjálfum sér áður en hann hoppaði, Aron var ákveðnari, en þorði ekki að stökkva fram af höfninni, en stökk oft úr stiganum, enda bara átta ára. Hann verður með næst. Og þetta var í fysta skipti sem Daníel þorði að stökkva alla leið að ofan, svo þetta voru heilmikil átök persónuleg hjá þeim og þau voru svo duglegl.
Þetta að láta sig vaða, það vekur sigurkennd sem er góð. Enda sofnuðu þau öll eins og grjót í gærkveldi
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.7.2011 kl. 12:05
Þvílíkt stuð á krökkunum, gaman að fá að sjá þetta allt saman!
Bestu kveðjur
Maddý (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 12:26
Takk Maddý mín og mikið er gott að sjá þig hér
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.7.2011 kl. 12:33
Krakkarnir eru öfundsverðir á að fá að alast upp úti á landi en ekki í þéttbýlinu hérna á höfuðborgarsvæðinu, ekki viss um að krakkar hérna geti leikið sér svona.
Knús í kærleikskúluna
Kidda, 25.7.2011 kl. 11:33
Já þau eiga gott að geta komið hér og leikið svona frjálst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2011 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.