27.3.2011 | 17:46
Hversu miklir sauðir ætlum við að vera þann 9. apríl 2011?
Icesave, Iceslave, Byslave... það verður eiginlega léttir þegar þessu verður aflokið, í bili, en það er alveg ljóst að með hvorki jái nei neii verður þessi umræða búin. Þá fyrst kemur til kasta ríkisstjórna og ríkisbubba að fara í málaferli og aðfararbeiðnir og ég veit ekki hvað. Hvar sem það nú endar, þá er eitt sem er alveg ljós klárt, ef við samþykkjum þá er kominn ríkisábyrgð á allt heila klabbið, þá höfum við lagt hausinn að veði og veðsett framtíðina, með opnum óútfylltum víxli. Það er ekki góð tilfinning.
Ég verð eiginlega að segja að sá lífróður sem stjórnvöld og forysta sjálfstæðismanna rær þessa dagana, segir mér að það sé óhreint mjöl í pokahorninu. Þarna er eitthvað á ferðinni sem ekki þolir dagsljósið og upp á borðum. Getur það verið að stjórnvöld hafi gefið bretum og hollendingum loforð um að Icesave yrði samþykkt til að þeir tækju í mál að veita aðlögunarferli ESB jáyrði sín? Allavega tek ég eftir því að það er endalaust undirliggjandi hótun frá þeim um að við komumst ekki inn í ESB ef Icesave verði hafnað.
Fólk um allan heim fylgist með okkur, og vona margir að við segjum nei. Það er prinsipp mál því ef við játumst undir ríkisábyrgð á skuldir bankamanna, þá verður baráttan ennþá lengri og hatrammari annarsstaðar. Málið er nefnilega að svo virðist vera að peningaöflin stjórni ríkisstjórnum, standi á bak við plottinn og verðlauni þá sem vinna hvað best í þeirra þágu. EKkert minna hér en heimsyfirráð eða dauði.
Þetta eru stór orð, en eru þau svo vitlaus? Við höfum horft upp á stórfelda þjófnaði banka og fjármálafyrirtækja um allan heim, allstaðar hafa ríkisstjórnirnar hugsað meira um að bjarga bönkunum en fólkinu í löndunum. Nú síðar á Írlandi. Bankar og banksterar eru ósnertanlegir, meðan fólki fær að borga brúsann. Við sjáum þetta allstaðar, og vitum, finnum á eigin skinni.
Og nú er svo komið að það á að rannsaka Icesave og Landsbankann hvort hér hafi átt sér stað stórfelldur þjófnaður. Það kemur okkur ekkert á óvart, en hvað ætla stjórnvöld að gera? Réttast væri að fresta atkvæðagreiðslunni þangað til ljóst verður lagalega séð að stærsta bankarán okkar sögu hefur verið framið áður en við samþykkjum að axla ábyrgð á þjófnaðinum.
Ef stjórnvöld bregðast ekki við með þeim hætti, þá er ljóst að eitthvað annað en hagur þjóðarinnar er þeim í huga. Þá er næstum hægt að fullyrða að ESBdraumurinn sé það sem hangi á spýtunni, og ef svo er, þá er það ekkert annað en landráð og svik við þjóðina.
Ég er hrædd um að við séum að díla við heimsklíku, sem ætlar sér að komst yfir jörðina okkar, og það sé græðgin sem stjórnar. Nú halda menn að ég sé orðin vitlaus. En ef við spáum aðeins í það, þá sést að allt ber þetta að sama brunni, og samtryggingin er algjör. Málið er að þess vegna horfir fólk í áttina til okkar og vonar að við þessi litla þjóð segi Nei og stoppi þar með hringavitleysuna. Segi hingað og ekki lengra. Við erum ef til vill eina þjóðin sem getur gert það, því við getum næstum því framfleytt okkur sjálf. Eigum vatnið, fiskin, landbúnaðinn, orkuna bæði í heitu vatni og vatnsföllum.
Nú veit ég að ég hljóma eins og dómsdagsprestur, en sannleikurinn er svo alltof oft ótrúlegri en lyginn.
Þetta er eitthvað sem ég skynja, og þess vegna er mér afar mikilvægt að Neii verði ofan á þann 9. apríl n.k. Ég veit að ég á í sjálfu sér ekki svo mikilla hagsmuna að gæta, er að komst á eftirlaun og get lifað af litlu. En ég vil að börnin mín og barnabörnin komi heim aftur, vegna þess að það sé hægt að lifa hér. En velji ekki að hætta viðað koma heim í okkar skuldsetta ríki þegar stjórþjóðir fara að skipta á milli sín gæðunum eins og hrægammar, rétt eins og þau hafa gert í þriðjaheimslöndum. Við verðum ekkert betur sett en það.
Í gamla daga voru nornir brenndar á báli vegna þess að fólk var hrætt við þær, þetta voru konur sem kunnu eitthvað fyrir sér, voru næmar og skynjuðu hluti sem ekki aðrir gátu hönd á fest. Vissulega er örvænting já-sinna orðin svo mikil að þau reyna allt til að setja út á málflutning Nei-sinna, reyna að gera grín að þeim, tala niður til þeirra og heimta súlurit og rökstuðning. Hvorki súlurit og rökstuðningur eru neins virði ef grunnurinn er rangur. Það ættu menn að hafa í huga. Samanber sjávarútvegskerfi okkar, þar sem sjómönnum er gert að henda þorski til að geta veitt Hrognkelsa af því þeir hafa ekki kvóta í þorski, einhverjir EIGA fiskinni í sjónum og meðan þjóðin á varla fyrir mat þ.e. sumir, þá henda sjómenn fiski í stórum stíl útbyrðis. Vitleysan ríður ekki við einteyming. Þess vegna er hægt að trúa öllu upp á ráðamenn sem láta slíkt viðgangast í áratugi.
Og viljum við láta þetta allt yfir okkur ganga? Ég segi NEI hingað og ekki lengra, Nei við Icesave og Nei við fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hafró veldur ekki þessu hlutverki sínu þeir mættu hlusta á Jón Kristjánsson sjávarútvegslíffræðing, hann sem hefur verið Færeyingum til halds og trausts eftir að þeir hentu íslensku leiðinni út á hafsauga, sem var að eyðileggja fiskimiðinn þeirra og efnahag. Og það má spyrja hvað hefur fiskveiðistjórnunarkerfið með þetta að gera? Jú þar er nákvæmlega sama spillinginn og lygin, og hótanir út og suður ef ekki verður farið að vilja þeirra sem hafa hertekið fiskimiðinn okkar og þar með átt stóran þátt í að eyða byggðum landsins, eða lama þau svo að sárt er að horfa upp á. Og þeir hafa keypt sér fjölmiðla til að ráða umræðunni, nákvæmlega eins og verið er að gera í dag, með þessum þungaáróðri margra fjölmiðla m.a. ríkisútvarpsins sem titlar sig fjölmiðil allra landsmanna, en þjónar fyrst og fremst ráðamönnum í hvert sinn.
Icesave-hópar stækka ört | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig fór með óútfyllta víxilinn sem Geir Ólafs sendi til Gunnarsstaða-Móra???? Þjóðaratkvæðagreiðslan er víst 9 apríl.
Jóhann Elíasson, 27.3.2011 kl. 18:07
Þú ert með þetta, hyggjuvitið býr í hjartanu og hjartað segir NEI við icesave.
Magnús Sigurðsson, 27.3.2011 kl. 18:13
Það hefur ekkert frést af honum enn held ég, sennilega segir steingrímur NEI!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 18:14
Já Magnús þannig lít ég á málin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 18:15
Já - enn eitt gullkornið er að um áramótin 2009/2010 áttu 2,5% íslendinga 44% af öllum innistæðum bankanna. Þar sem ég geri ekki ráð fyrir að auðmenn hafi sprottið upp á einu ári eftir hrun grunar mig að þarna fari elítan sem neyðarlögin björguðu - þau sömu og núna er verið að hóta okkur með.
Sætt - ekki satt. Fyrir þetta fólk eigum við að borga meðan það situr á feitum hrúgum af peningum.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.3.2011 kl. 18:49
Frábær pistill
Jónína Dúadóttir, 27.3.2011 kl. 18:54
Já Lísa Björk er það ekki bara málið?
Takk Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 18:56
Já Ásthildur góður pistill og með fullt af sannleikskornum hafðu þökk fyrir hann.
Það kemur ekki annað til greina en að segja NEI...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.3.2011 kl. 19:19
Nákvæmlega Ingibjörg mín, við segjum Nei við Icesave.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 19:55
Góður pistill. Ég er bara svo hrædd við áróðursmaskínuna. Að hún hræði fólk til að segja já. Get ekki hugsað þá hugsun til enda.
Dagný, 27.3.2011 kl. 20:43
Ég ætla að segja nei. Ég ætla að kjósa með þjóðinni. Þjóðin vill lifa í fátækt og atvinnuleysi og halda á loft þeirri lyndiseinkunn, sem hrakti hana frá Noregi á sínum tíma. Þjóðin er stolt og lætur hlut sinn fyrir engum. Fyrr lætur hún lífið en að gefa eftir einn lagakrók gagnvart nágranna.
Já og sei sei.
Sigurbjörn Sveinsson, 27.3.2011 kl. 21:27
Heil og sæl Ásthildur; sem og, aðrir þínir gestir !
Dagný !
Kvíddu öngvu. Aðeins; neðanmáls fólk - sem og þeir, sem hafa ekki lágmarks greind til að bera, munu elta ólar, við hina stríðöldu græðgisvæddu fylgjara ''samninganna''; við Breta og Hollendinga.
Við skulum ætla; að þorri landsmanna, viti betur, Dgný mín.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 22:22
Ég vona aftur á móti að fólk láti ekki plata sig Dagný mín, því meiri sem áróðurinn verður því skrýtnari verður staðan að mínu mati.+
Sigurbjörn málið er að okkur BER EKKI að greiða þessa skuld, að láta eins og kjáni og gjamma um að siðferðilega beri okkur skylda til að samþykkja þetta er í hæsta máta ótrúlegt. Og nú þegar komið er í ljós að það fer fram rannsókn á Landsbankanum og Icesave væri þá ekki skynsamlegra að bíða og sjá hvort sannleikurinn um stórkostlegan þjófnað var að ræða eða ekki áður en við samþykkjum að veita þjóðarábyrgt á óútfylltum víxli einkageirans?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 22:24
Takk fyrir þessa kveðju Óskar minn og ég vona innilega að þú hafir rétt fyrir þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 22:45
Búinn að kjósa Ásthildur og að sjálfsögðu var hakað við nei!
Og vonandi að sem flestir sjái sóma sinn og manndóm í því að merkja við nei.
Ég kann ýmisleg ljót orð um já-sinna en læt þau ekki falla hér á blogginu þínu.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 23:02
Gott að vita Eggert minn svo sannarlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 23:38
Ég vona að ég sé með sæmilega skynsemi og réttlætiskennd . En ég er einn af þeim sem ætla að segja Já. Ég vona að ég sé ekki þar með orðinn óíslenskur eða jafnvel landráðamaður. Síðustu vikur hef ég lagt mig í líma við að kynna mér allt Icesave ferlið, allt frá okt.2008 ,og þetta er mín niðurstaða.
Auðvitað eru til rök á móti þessu, en reynum að hafa þessa umræðu á málefnalegum grunni.
Svavar Bjarnason, 27.3.2011 kl. 23:44
Og hvað réði þinni ákvörðum Svavar?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 23:56
þökk ser þer fyrir frábærann pistil Ásthildur , og sammála þer vil láta stoppa allt Icesave fram yfir Landsbanka rannsókn ...en ef óbreytt þá auðvitað STÆÐSTA NEI sem sest hefur við þessum ósóma !
ransý (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 00:47
Sæl! Ég vissi að einhver liður í samningi 3 var felldur út,leyfði mér að taka þetta úr ath.semd Guðm. 2 Guðm. á bloggi Pallvill. ; Icesave 3 er frábrugðinn glæsisamningi 1og 2 að því einu leyti ,fyrir utan Prosenturnar,að íslensk stjórnvöld hafa fengið fellt út þann lið,sem sagði að Bretar og Hollendingar myndu taka þátt í að hafa upp á horfnum Icesave-peningum,sem og að elta uppi glæpalýðinn sem grunaður er um lögbrot. Þetta er að undirlagi ríkisstjórnar okkar, Hvað fá þeir í staðinn,er skrýtið að manni detti í hug mútur. KV.
Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2011 kl. 01:03
Ég held að meirihluti verði fyrir NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 9. apríl... Annað kemur ekki til greina að mínu mati...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2011 kl. 01:12
http://www.youtube.com/watch?v=FcM8flgYnzc&feature=player_embedded Hérna er skemmtilegt myndband um ESB, ég skil ekki drauma samspillingarinnar að komast í þetta batterí...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2011 kl. 01:13
Ég verð að fara að læra að paste og koma svona skemmtilegu!!!! út á facebook,en tekst ekki. NEI við Icesave.
Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2011 kl. 01:55
@Svavar Bjarnason
Látum þá svo vera og höfum umræðuna á málefnalegum grunni!
Leyfist mér þá að spyrja rétt eins og Ásthildur gerði hvað réði þinni ákvörðun um að þú myndir segja já fremur en nei?
Þú vísar í skynsemi. Hvaða skynsemi er það Svavar að horfa uppá þennan farsa þar sem er verið að telja okkur trú um það í þriðja skiptið að allt fari til helvítis og á versta veg ef við segjum ekki já. Og þeir sem reyna að sannfæra okkur eru einmitt þeir sem ætluðu að láta okkur skrifa uppá Icesave 1 sem þú ættir að geta sagt þér að var ekki beint ýkja góður samningur ef þú hefur kynnt þér málið eins og þú segir.
Þú vísar einnig í réttlætiskennd. Hvaða réttlætiskennd er það að taka að sér ákvörðunarvald þess efnis að leyfa sér að skuldsetja nágranna sinn börn hans og alla þeirra niðja um næstu áratugi með tilheyrandi niðurskurði í menntakerfi , heilbrigðiskerfi og öðrum sviðum. Eða er réttlætiskenndin og siðferðið eitthvað sem að snýr bara gagnvart manni sjálfum. Þ.e.a.s. ef þú telur þínum hag betur borgið með því að kjósa já þá er gott og vel að skuldsetja alla hina sem ekki kæra sig um það?
Gaman væri að fá svör við þessu og ég skal reyna að vera málefnalegur og ekki tiltakanlega orðljótur.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 03:09
'Eg segi og skrifa NEI við Icesave .....góður pistill .....NEI og aftur NEI við Icesave.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.3.2011 kl. 07:52
Hér verður kosið þriðjudaginn 29 mars og það verður NEI .Það að ætla að segja já bara vegna þess að viðkomandi er orðin svo þreyttur á að sjá icesave í öllum fréttum og blöðum 24/7 eru léleg rök og við höfum ekkert í ESB að gera.Það yrði banabiti Íslendinga.ESB gleypir ísland .Kveðja vestur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 08:07
Ef marka má skrifin hér að ofan verður þetta líklega eins og Björn á Löngumýri sagði forðum: ,, Vitleysan verður alltaf ofan á"
Þórir Kjartansson, 28.3.2011 kl. 08:59
Svavar þú svarar spurningu með spurningu, taktik stjórnmálamannsins. En látum svo vera ég skal svara þér ærlega og ætlast til þess sama af þér.
Hjá mér byrjuðu efasemdirnar strax þegar Svarar kom heim með sinn „glæsilega „samning. Þá hitti ég frændkonu mína sem sagði mér að náfrændi hennar hefði verið í kring um þá sem fóru út með Svavari. Hún sagði mér að þessi frændi hennar hefði verið sárreiður þegar hann kom heim og sagði að bretar og hollendingar hefðu mætt með marga bæði lögfræðinga og hagfræðinga á sínum snærum hefðu tekið á leigu hótel í London og höfðu búið sig undir langt samningaferli. En þá kemur Svavar næstum því með pennann á lofti bara skrifað undir. Við þekkjum svo það sem á eftir fór. Þegar Steingrímur fór svo að segja okkur að við gætum ekki náð betri samningi fór traustið af honum í þessu Icesavemáli, vitandi það sem ég vissi.
Þessum samningi var svo sem betur fer hafnað af þjóðinni þökk sé forsetanum.Þannig að strax þá hafði ég vantraust á ríkisstjórninni í þessum málum.
Þegar Icesave111 kom svo og sami söngurinn byrjaði, þá var ég full vantrausts, okkur sagt að við værum skuldbundinn til að greiða þetta. Svo kom í ljós að þetta er krafa en ekki skuld. Og hún er ólögvarin. Þar fór annað vígi ríkisstjórnarinnar. Síðan hef ég styrkst í þeirri trúa að okkur beri ekki að veita fjármálaráðherra umboð til að undirrita ríkisábyrgð á þennan samning, því það gæti farið afar illa. Það hef ég gert með að hlusta á fólk sem ég treysti eins og til dæmis Gunnar Tómasson hagfræðing sem hefur m.a. unnið hjá AGS, og marga fleiri sem bæði löglærða menn og hagfræðinga sem hafa varað þjóðina alvarlega við því að samþykkja þessa ríkisábyrgð.Áróðurinn er allur einhliða nema hjá örfáum miðlum, þar ber að nefna Útvarp Sögu, www.svipan.is. www.kjosum.is INN sem hefur verið með þætti um með og móti Icesave, andstæðingar hafa komið þar og verið með málefnaleg mjög svo svör, en já sinnar hafa ekki viljað mæta. Undrast hvers vegna.
Málið er að ég hef ekki heyrt nein vitsamleg rök frá jásinnum. Fyrst sögðu þeir að við yrðum að borga þessa skuld, þegar svo annað kom í ljós þá bar okkur siðferðileg skylda til að borga þessa skuld. Þegar það hætti að virka vorum við kölluð þjóðrembur, aular eða vont fólk sem vill svíkja almenning í bretlandi og hollandi, en málið er að það fólk fékk borgað upp í topp, að okkur forspurðum. Svo að umhyggjan er þá fyrir bresku og hollensku ríkisstjórnunum ekki almenning í löndunum tveimur. En fyrst og fremst er verið að vernda þá sem sólunduðu þessum peningum.
Og nú á að fara að rannsaka það mál ofan í kjölinn af bresku lögreglunni, því rökstuddur grunur er um stórfelldan þjófnað, sem á að hafa átt sér stað. Og ætlum við að bera þungan af slíku?
Þess vegna segi ég NEI við icesave. Gæti reyndar tínt margt fleira til en læt þetta nægja.
Og nú vænti ég svars frá þér um þína ákvörðun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 10:14
Hvergi í siðmenntuðu landi léti þjóð ríkisstjórnina ljúga svona að sér nema á Íslandi. Meira að segja í siðlausa Bretlandi vita menn að þetta voru glæpir.
Það er kristaltært að það er sakamál (sennilega stærstu svik Íslandssögunnar) sem áttu sér stað í bönkunum fyrir hrun. Og menn koma hér og fullyrða blákalt, eftir áróður stjórnarinnar, að Banksterarnir sem frömdu glæpina hafi ekkert með ábyrgð á þeim og afleiðingar þeirra að gera.
Svo heldur ríkisstjórnin áfram að wheela og deela við Bjöggana og fyrirtæki þeirra sem ekkert hafi í skorist.
Er þjóðin orðin KLIKKUÐ? Eða er þetta stærsta tilfelli Stokkhólmssyndrum ever?
Er fólk búið að gleyma því að sama fólkið Jóhanna, Össur, Möllerinn, Björgvin G. sátu öll í hrunastjórninni sem gerði ekkert til að hindra Icesafe.
Þvert á móti, fyrstu verk Björgvins G. sem viðskiftaráðherra var að setja fram lög á Alþingi til hjálpar þjófnaðinum.
Hvenær ætlar þessi rola sem þjóð mín er, að rísa undan 4flokka mafíunni og hreinsa glæpapakkið út, á Alþingi OKKAR?
NEI,NEI,NEI. Við Icesafe.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 10:46
Sæl og blessuð Ásthildur. Svo sannarlega mun ég segja NEI í kosningunum. Kveðja vestur.
ingibjörg kr. einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 11:07
Gott að heyra Ingibjörg mín.
Arnór satt og rétt. Málið virðist vera að já- sinnar hafa enginn skynsöm rök fyrir jáinu. Eina sem þeir koma fram með er hroki og að tala niður til fólks á öndverðri skoðun. Málið er bara AF HVERJU ER RÍKISSTJÓRNNI OG ÁHANGENDUM HENNAR SVONA MIKIÐ Í MUN AÐ ÞJÓÐIN TAKI Á SIG ÞENNAN SKULDAKLAFA. Sem okkur ber enginn skylda til að greiða, hvorki lagalega né siðferðilega. Og af hverju er unninn upp hræðsla við dómstólaleiðina. Ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki. Mér virðist þetta vera eins og trúarbrögð, bara ræpa upp eins og fyrir manni er haft. Enginn skoðun á málinu eða að kynna sér andstæð sjónarmið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 11:25
Búinn að kjósa. Sagði nei.
Seiken (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 11:34
Flott.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 11:48
Komið þið sæl, að nýju !
Ágæti Skaftfellingur; Þórir Kjartansson !
Því til viðbótar; sem ég sagði, í andsvari mínu til þín, á síðu Halldórs verkfr. Jónssonar, vil ég minna þig á, að það man ég vel, eftir Birni heitnum á Löngu mýri, í Húnaþingi norður - að líkast til; hefði hann gaumgæft betur, þau illræði, sem svonefnd stjórnvöld hér, brugga landsmönnum, í þágu ofríkis afla, sunnan úr Evrópu, ágæti drengur.
Svo mikið; er þó víst, væri Björn, á meðal okkar, í dag.
Með; ekki lakari kveðjum - en öðrum, og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 12:45
Ágæti Hvergerðingur Óskar Helgi. Þakka þér tiltölulega hlý orð í minn garð enda ekki ástæða til annars þar sem við Skaftfellingar höfum alltaf verið friðsamir menn og hógværir.
Besta kveðja til ykkar Árnesinga héðan að austan
Þórir Kjartansson, 28.3.2011 kl. 13:50
Magnaður pistill Ásthildur.
Og ég held að þú sért að snerta á sannleiknum, við erum aðeins peð á því skákborði sem ógnaröflin tefla þessa daganna.
En ef við segjum ekki Nei, þá verður það hlutskipti barna okkar að berjast gegn þrælahlekkjum þeirra, og hver vill það???????????
Þó nauðgarar skilji ekki Nei, segja að það sé ekki svar þegar sjarmi þeirra og vilji til að framkvæma illvilja sinn sé annars vegar, þá er Nei svar.
Hið eina svar við nauðgun og kúgun.
Fólk segir Nei við ICEsave.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2011 kl. 14:20
'Oskar Helgi. Hvað varðar greindarvísitöluna í þessu máli, veit ég ekki. En hitt veit ég, að gáfur og skynsemi þarf ekki alltaf að haldast í hendur.
Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 14:31
Ég er með börn og barnabörn eins og þú og ber án efa svipaða umhyggju fyrir þeim. Eitt er með sína fjölskyldu í námi í Evrópu og þau eru búin að kjósa utankjörfundar og sögðu JÁ. Þetta er ungt og menntað fólk með ung börn - ætla að reyna að koma heim eftir ár eða tvö og einhverra hluta fannst þeim vænlegra að segja JÁ. Af hverju ætti ég ekki að fylgja þeirra fordæmi?
Ég skil alveg þá sem segja nei. Hef sjálf verið nei-manneskja ... ja eiginlega bara þar til í síðustu viku þegar ég ákvað að setja mig inn í þetta mál almennilega. Og veistu... það er fullt af bulli á blogginu. Algjört rugl sem ég sá ekki að væri rugl fyrr en ég kynnti mér málið almennilega sjálf. Ruglið er í báðar áttir. Ég hef lesið greinar og punkta bæði hjá þeim sem eru á með og hinum sem eru á móti. Á Advice og Áfram.is eru góðar og skipulega settar fram greinar og röksemdafærsla. Rökin hjá þeim sem segja Já náðu mér bara. Ég er hægri sinnuð en ég bara neita að tengja þetta mál við það eilífðarmál að reyna að fella ríkisstjórnina á þessu. Hún hlýtur að hrökklast frá fyrr eða síðar eins og hún er nú duglaus. Ég hugsa þetta mál bara út frá mér og mínum. Ég er mun hræddari við dómsmál.Þar er veruleg óvissa. Það líka tekur svo langan tíma og enginn veit hvað það gerir okkur.
Ég er sannfærð um að engin lagaskylda er á því að við borgum þetta en samningurinn er þannig að vonandi verður það hverfandi sem fellur á íslenska ríkið. Það er mikill hræðsluáróður í gangi á móti þessum samningi. Samningar eru nú samt tæki vitrænna til að leysa deilumál. Umræðan einkennist alltof mikið af því að ausa skít yfir þá sem eru á öndverðri skoðun við viðkomandi og lélegasta sparkið í dag átti fólkið sem reyndi að tengja Já hópinn við Björgólf. Kann bara ekki við svona vinnubrögð.
góðar stundir
Solla (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 16:59
Ég ætla Ásthildur, að vera mikill sauður 9. apríl n.k. enda ófáum verið slátrað til að halda lífi í þjóðinni, öldum saman.
Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 17:13
Komið þið sæl; að nýju !
Solla !
Með fullri virðingu; fyrir þér, sem börnum þínum, sem þeirra afstöðu til mála, ber okkur öllum, að hafa í huga - burt séð frá afstöðunni, til þessarra mála, að margvísleg áhætta fylgir því, að taka afstöðu, með þessum ólöglegu kröfum.
Fyrir það fyrsta; er hér, um sakamál að ræða, sem landsmenn bera ekki, ábyrgð á.
Síðan; verðum við, að gera ráð fyrir, hugsanlegum aflabresti, til sjávar, auk margvíslegra náttúruhamfara til landsins, sem;; einar og sér, kynnu að verða landsmönnum ofviða, fjárhagslega.
Ófyrirséð atburðarás; komandi tíma, ein og sér, bannar Íslendingum, að taka afgerandi afstöðu, með greiðslum þeim, sem hér um ræðir.
Er ekki; að endingu, ofurskatta áþján landsmanna næg fyrir - þó ekki bættust þessar kvaðir ofan á, Solla mín ?
Með; hinum beztu kveðjum - sem áður, og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 17:27
Gott mál Solla, að komast að niðurstöðu byggða á upplýsingum hlutlausum. Viltu ekki setja hér inn linka á þessar upplýsingar svo við hin getum skoðað þetta líka. Ég hef nefnilega hvergi séð hlutlausa umfjöllun um þessi mál, það er annað hvort neiliðar eða jáliðar.
Endilega settu þetta hér inn fyrir okkur hin.
Og gangi þér vel með jáið þitt Aðalbjörn, hér ríkir sem betur fer frelsi til að taka ákvarðanir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 18:46
Það má víst ekki biðja þig um að segja okkur af hverju þú ætlar að segja já Sveinbjörn, það virðist nefnilega vera fátt um svör þegar fólk er beðið að útskýra af hverju það ætlar að segja já. Og ég skil ekki þá afstöðu. Þarna liggur ef til vill eitthvað sem ekki er opinbert fyrir okkur hin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 18:48
Ja það var nú margt sem hafði áhrif á það að ég ákvað að segja JÁ. Ég horfði t.d. á Silfrið fyrir viku þar sem tveir andstæðingar í Icesave tókust á. Það var fróðlegt og annar meira sannfærandi en hinn.
Nú er líka búið að opna fyrir öll skjöl tengd Icesave inn á thjodaratkvaedi.is. Þar er nú ansi margt sem segir mér að segja JÁ í þessari atkvæðagreiðslu. T.d þetta skjal sem er álitsgerð m.a. frá Stefáni Má Stefánssyni og fleiri lögfræðingum, svo er þarna álitsgerð bæði frá ASÍ og Samtökum atvinnulífsins - tveir andstæðir pólar í samfélaginu - sem bæði mæla með staðfestingu laganna.
Þá má líka nefna mat IFS greiningar http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1125&nefnd=fl þar sem þeir segja m.a. "Niðurstaða okkar er að nýi samningurinn breyti ekki greiðsluhæfi ríkissjóðs að neinu marki, nema þá helst til batnaðar í gegnum óbein áhrif s.s. betra lánshæfismat..."
Ég er bara orðin viss um að samningurinn feli í sér minni áhættu fyrir okkur og losi okkur fyrr úr snörunni en að fara dómstólaleiðina.
Þú ættir endilega að skoða þetta. Það tekur tíma en er verulega upplýsandi og svo er bara gott að láta ekki mata sig heldur sjá gögnin frá fyrstu hendi.
Öll vötn renna til nú Dýrafjarðar.... JÁ!
Solla (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 21:13
Ágæta fólk - rökin gegn því að samþykkja samningana eru ótal mörg. Má ég hinsvegar fara í aðra sálma og spyrja hverjir styðja þessa yndisslegu velferðarríkisstjórn?
Besta leiðin til að fá að hafa hana áfram við völd er einmitt að segja JÁ
Hugnist þeim vel sem vilja.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.3.2011 kl. 22:17
Áshildur. Góður pistill hjá þér og nauðsynlegt að fá sem flest sjónarhorn á þessu kosninga-áróðursmáli gömlu valdafíklanna. En það kom að því að þeir gátu ekki haldið neiinu til streitu lengur? Það er hægt að skilja jáið þeirra á ýmsa vegu.
Vandinn er að leyndin yfir kjarna málsins flækir allt. Það vantar sannleikann til að mynda skoðun út frá. Icesave er ekki það sama og ESB aðild í mínum huga, ekki ennþá allavega.
Mér finnst þetta dularfulla Iesave-mál vera svipað og ísjaki, þ.e. sýnilegi hlutinn ofansjávar er mjög lítill og sakleysislegur en stærsti parturinn er neðansjávar og risavaxinn. Er það sýnd veiði en ekki gefin að borga skuldir glæpabanka/stofnana? Bæði fyrir Ísland og aðrar þjóðir í heiminum sem nú skulu borga innistæðulausar tölur á blaði í fjármála-sukkstofnunum heimsins? Er hægt að borga meir en það sem er til, annarsstaðar en í ævintýrum barnanna? Hvar er töfrasproti Hannesar Hólmsteins og allra hinna töfra-séníanna? Geta þeir ekki töfrað burt skuldir eins og að töfra fram peninga úr bleki á pappír á einu augabragði? Þetta töfrabragð hlýtur að virka á báða vegu, eða voru þetta bara plat-peningar og plat-skuldir út um allan heim? Við erum með Íslensk orð yfir svona gjörninga, þ.e. svíkja og stela.
Staðreyndin er sú að Ísland hefur það ó-orð á sér og sérstaklega eftir Hannesar Hólmsteins-hlaupabóluna, að vilja fá allt fyrir ekki neitt af öðrum þjóðum. Hannesar ó-orðið er okkur dýrt þegar kemur að samskiptum við siðaðar þjóðir, sem eru með alvöru réttarkerfi sem virkar fyrir alla, en ekki bara bankaræningja og embættis-svikara eins og á Íslandi. Enginn handtekinn hér ennþá og Björgólfur gamli fyrst yfirheyrður núna ??? Og Hannes Hólmsteinn hefur enn aðgang að lífeyris-bönkunum?
Ég reikna með að brottkasts-fiskurinn og auknar veiðar upp við landsteinana borgi Icesave, þegar búið er að reka HAFA-RÓ (Hafró) og LYGARA ÍSLENSKRA ÚTRÁSARVÍKINGA (LÍÚ). það er með Íslenska embættismanna-sannleikann eins og ísjakana, að of lítið er á yfirborðinu? Ég sé ekki að það sé gott fyrir neina þjóð að borga skáldaðar skuldir ræningja sem eru löglegir eigendur skuldanna, sem svo halda bara áfram að ræna? Þarf ekki að setja einhverskonar botn í tunnuna áður þjóðir heims moka meira í þessa botnlausu hít alþjóða-fjárglæfra-snillinga?
Ég hélt að auknar fiskveiðar ættu að borga Icesave, en svo var því þjóðþrifamáli frestað? Með hverju á þá að borga þessa vitleysu? Töfrapeningum frá bláfátækum Evrópu-þjóðum kannski?
Eða væri kannski heillaráð hjá embættis-mafíum að leggja spilin á borðið og segja satt um staðreyndirnar og vinna út frá þeim eins og Jón Gnarr hafði vit og kjark til að gera með OR? Mikið rosalega kæmumst allir langt á stuttum tíma ef vitað væri raunverulega hvað gerðist og út frá hverju þarf að vinna! Það er eiginlega leyndin, undirferlið og lygin sem allt strandar á í þjóðmálunum. Eða hvað?
Þetta eru allt vangaveltur án niðurstöðu. Og ekki á ég von á að það verði fyrirhafnarlaust að finna sanna svarið í þessum skollaleik embættis-Skríplanna. En ætli það sé ekki réttast sem kemur sem flestum heimsbúum vel? Sem betur fer er ekki enn búið að taka frá okkur kosningaréttinn, þótt djúpt sé oft á sjálfstæðum skoðunum í áróðurslandinu okkar. Það er sjaldnast rétt sem "allir" segja, því áróðurs-heimsmeistarar mafíunnar halda í spotta fjölmiðla-strengjabrúðanna, með örfáum undantekningum reyndar.
Ætli ég sé nú ekki að verða endanlega rugluð Áshildur mín? Er ekki svona srýtin kelling eins og ég örugglega í ruslflokk hjá pólitískum matsfjölmiðlum vegna minna ó-rekstrar-hæfileika og ó-flokkshollustu, hjá þeim sem hafa raunverulegt vit og vald á flokkum og skoðunum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.3.2011 kl. 08:42
Takk fyrir góðan pistil Anna, hmm þú segir þeim sem hafa raunverulegt vit og val. Það er nú einmitt vandinn í hnotskurn. Þeir sem hafa valdið hafa ekki vit til að breyta rétt þess vegna erum við þessari klípu í dag. Ef til dæmis við hefðum vit á að ráða ráðherra sem fagmenn en ekki pólitíkusa værum til til dæmis mikið betur sett. Við kysum til alþingis, en ráðherrar væru faglega ráðnir, og gerðar stífar reglur um hvernig það er gert, svo ekki sé hægt fyrir þingmenn að svíkja inn fólk sem þeim er þóknanleglt.
Lísa Björk það er nú heila málið. Ef neiið verður ofan á, hljóta þau að fara frá, slímsetann verður þá stutt í annan endan. Annars er svona frekar farið að flæða undan þeim smátt og smátt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2011 kl. 10:14
Eina vitið var að sjálfsögðu að "spyrja salinn" en það er svolítið vont þegar að margir í salnum vita ekki svarið. Ég fer eftir mínu innsæi, og spyr æðri máttarvöld og ég fékk svarið Nei. Fylgi því.
Ég vona að fólk fylgi hjarta sínu í þessu máli sem og öðrum.
Knús á þig mikla baráttukona.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.3.2011 kl. 13:05
Áshildur mín. Veit nú þetta með vitið og valdið, en það er stutt í háðið á köflum, þótt það skili víst ekki neinu góðu og þess vegna ekki góður siður. En svona erum við víst þessar breysku mannskepnur, sjáum betur flísina í auga náungans en bjálkann í okkar eigin
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.3.2011 kl. 15:28
Ég ætla að segja nei, hjarta mitt býður eigi upp á annað
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2011 kl. 17:04
Takk elskurnar, já það hættir okkur öllum til víst að sjá flísina í augum náungans en ekki bjálkann í okkar eigin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2011 kl. 09:18
Jóhanna og Milla, ég lít á þetta mál svipað og trú. Sumir láta prestinn mata sig á innihaldi biblíunnar án neinnar gagnrýninnar hugsunnar, aðrir efast og vilja leita sjálfir að hinum eilífa sannleika, enda stendur, leitið og þér munið finna, bankið og fyrir yður mun upplokið verða, eða einhvernveginn þannig. Þetta voru einmitt viðvörunarorð um að ekki bara taka inn það sem að þér er rétt, heldur leitaður sannleikans með hjartanu og sálinni, og gerðu það sem ÞÉR finnst rétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2011 kl. 09:25
Bíddu nú við! Hvað er í gangi? Af hverju er ekki gengið að eignum þessa manns sem ásamt föður sínum ber ábyrgð á Icesave reikningunum? Þeir voru eigendur bankans sem að vistaði Icesave reikningana, og réttilega eiga þá kröfuhafar icesave þrotabúsins einhvern pening inni hjá honum.
Svo mikið er víst að íslenska þjóðin á ekki að borga skuldirnar hans Björgólfs Þórs!
Sunday Times metur eignir Björgólfs Thors á 2,04 milljarða punda, jafnvirði 263 milljarða króna og hafa eignirnar aukist um hálfan milljarða punda frá því í fyrra.
Nú Björgólfur Thor ætti þá ekki að vera í vandræðum með að greiða 40 milljarða til viðbótar eignum þrotabús Landsbankans, til Breta og hollendinga hann ætti samt eftir um 220 milljarða.
Ég skora á þennan mann að taka ábyrgð á sínum viðskiptum en láta ekki mig, börnin mín og barnabörn greiða sínar skuldir! Ekki hef ég í hyggju að láta börnin hans Björgólfs greiða mínar skuldir!
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.3.2011 kl. 22:26
Það getur ekki verið létt fyrir sálarlíf Björgolfs Thors og fjölskyldu hans að lifa við þá sekt að láta blásaklausan almenning ganga í gegnum þrengingar og fátækt á sama tíma og þau sitja á nærri þrjúhundruð milljarða auðæfum. Hvernig ætlar þetta fólk að geta staðið frammi fyrir skapara sínum á efsta degi? Enginn tekur auðæfi með í gröfina og lífið hérna megin dauðans er stutt í samanburði við eilífðina.
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.3.2011 kl. 22:28
Guðrún ég óttast að þessir menn séu algjörlega sviptir siðferðiskenndum. Þeir líta svo á að peningarnir þeirra séu vel geymdir í Money heaven, sem auðvitað er hægt að sækja þá til síðar, þegar við höfum veitt fjármálaráðherra leyfi til að samþykkja þjóðarábyrgð á skuldir þeirra. Þetta er þyngra en tárum taki, þegar fólk fullt af stolti hreykir sér af að hafa sagt já.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2011 kl. 22:36
Björgólfarnir hafa einhver ítök hérna, fjölmiðlar beina athygli almennings að smápeðunum og mönnum sem voru í vinnu hjá Björgólfunum, þ.e. bankastjórunum en Björgólfarnir sleppa, mjög undarlegt.
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.3.2011 kl. 09:53
Já svo sannarlega þett þetta allt hið undarlegsta mál. Sorglegt að fólk vilji ekki skoða málin og vilja vita hvað er á bak við allt þetta. Minnir mig á trúaða, sumir trúa öllu sem presturinn segir þeim og dettur ekki í hug að efast um neitt sem í biblíunni stendur, en svo eru hinir sem vilja sjálfstæða hugsun og meta og vega hvað þeir vilja meðtaka. Það hlýtur alltaf að vera besta lausnin fyrir mann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2011 kl. 10:11
Ég veit það bara af eigin reynslu að best er að vera sáttur við Guð, enginn veit hvenær kallið kemur, og þá er komið að reikningsskilum frammi fyrir skapara okkar.
Björgólfur Thor er fullkomlega fær um að ganga frá þessum Icesave reikningum, það skiptir ekki nokkru máli hvaða trú eða trúleysi hann hefur, engin trúarbrögð eða lífsskoðunarfélög samþykkja svona hegðun.
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.3.2011 kl. 13:32
Alveg hárrétt. Og hvað er betra en að hafa hreina samvisku og geta brosað framan í heiminn. Það er á við öll heimsins auðævi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2011 kl. 16:12
Segðu!
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.3.2011 kl. 18:22
En nú hyggjast fleiri auðmenn fá ríkisborgararétt á Íslandi, og það einhverjir sem eru sérfræðingar í vogunarsjóðum og rússneskum viðskiptaháttum, þessi heimska íslendinga sem vilja greiða skuldir auðmanna hefur greinilega mikið aðdráttarafl
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.3.2011 kl. 18:32
Hahahaha já einmitt, þessir einfeldni sem ráðamenn eru haldnir, er að mínu mati þjóðarskömm. Hvernig í ósköpunum fórum við að að velja þvílíka sauði til að sinna okkar málum?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2011 kl. 19:44
Þið segið nokkuð Áshildur og Guðrún!
Mér finnst athugandi að þiggja útrétta hjálparhönd frá Kanada og Bandaríkjunum í sambandi við rafbíla. Það er staðreynd að í Evrópu er stefnan sú að umhverfisvænir bílar skulu notaðir.
Tók Kanada ekki á móti Íslendingum þegar hörmungar Íslands hröktu landsmenn héðan á hörðu náttúruhamfara-árunum? Erum við of góð til að taka á móti þeim með ríkisborgararétti og hjálp þaðan þegar einungis landflótti blasir við Íslendingum vegna svikaviðskipta-hamfara okkar eigin landráða-landsmanna sem kenna sig við ofbeldis-mafíuna LÍÚ-Hafró-stjórn Evrópusambandsins?
Ég veit ekki svarið, en bara spyr eins og fávís kona?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.3.2011 kl. 23:19
Anna mín, ég veit auðvita ekki hvað liggur að baki. En öll þessi gjörð setur upp rauð ljós hjá mér. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en staðreyndin blasir við. Það þarf ekki ríkisborgararétt til að stofna fyrirtæki hér á landi,og ekki lofar lögfræðingurinn góðu með öll sín trix um að komast framhjá því að greiða skatta og svo framvegis. Þetta mál þarf að skoða með gát.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2011 kl. 01:04
Nei takk! Ekki fleiri Björgólfa!
Við höfum bara ekki efni á að fá þessa auðjöfra hingað til lands. Síðasti auðjöfurinn sem kom hingað með "fullar hendur fjár" og keypti ásamt föður sínum eitt stk. banka (sem að þeir þurftu víst ekki að greiða fyrir) situr í Bretlandi eins og Jóakim Önd á gullinu sem metið er á 263 milljarða króna og lætur sér gott líka að komandi kynslóðir íslendinga greiði fyrir óráðssíu (Icesave)skuldir þeirra feðga.Guðrún Sæmundsdóttir, 1.4.2011 kl. 10:16
Nákvæmlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2011 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.