6.3.2011 | 15:02
HItt og þetta af mér.
Ég hef verið frekar döpur þessa dagana. Frá því að ég heyrði fyrst um þetta snjóflóða- og aurkriðudæmi. Mér finnst einhvernveginn að hér sé ekki verið að hugsa um íbúana, heldur peninga sem geta komið inn í samfélagið. Þó það sé af hinu góða oftast, þá er þetta dæmi frekar vanhugsað að mínu mati. Í fyrsta lagi hefur þetta mikil áhrif á Eyrarhlíðina, og hlýtur að þurfa að fara í umhverfismat. Í öðru lagi hefur komið í ljós bæði hér og á Siglufirði og ef til vill fleiri stöðum að þegar brattar hlíðar eru skornar svona niður, þá skríður neðri hlutinn fram með meiri hraða en ella. Ef svo auk þess kemur fleiri tonna veggur fyrir neðan þennan skurð, þá hlýtur álagið að aukast og hvað þá með blokkir og hús sem standa þarna fyrir neðan? Spyr sú sem ekki veit.
´Nágranni minn til margra ára, sem er alin upp á Engi sem er annað húsanna sem um ræðir, hringdi í mig í gær. Hann var alveg gáttaður á þessu. Sagðist aldrei muna eftir að hér hefði fallið snjóflóð, það féll einu sinni aurskriða á lóð innra hússins, og þá var grafinn heljar skurður þar ofan við. En aldrei hefur reynt á þann skurð, því ekki hefur skriða af neinu tagi fallið síðan.
Ef menn ætla að fara með svona kúnstir um landið allt, þá vil ég líka að stöðluð sé hættan á suðvestur horninu með tilliti til jarðskjálfta og eldgoss. Hef svo sem grun um að með þeim reiknikúnstum sem hér eru notaðar og fræðingunum gert ljóst að þeir beri ábyrgðina, að þá myndi allstór hluti borgar og nálægra bæja vera óbyggileg. En á ekki jafnt yfir alla ganga? Eða á bara að eyðileggja bæi á landsbyggðinni?
En nóg um þetta. Ég ætla mér að komast yfir þetta á einhvern hátt. Með góðri hjálp fólks í kring um mig og allra sem hugsa hlýlega til okkar. Lífið er til að takast á við það, og reyna að gera það besta úr öllu.
Upp úr 70 áttum við stórt hús með kjallara. Þá var sokkabandið að æfa sig þar, og einnig leyfði ég nokkrum ungum hljómlistarmönnum að æfa sig þar, helst þegar ég var ekki heima, þá var nefnilega pönkið á fullu. Og oft meiri hávaði en músik.
En nú eru ungir menn að byrja að æfa í kjallaranum hjá mér. Þeir eru allir í tónlistarskólum og tónarnir miklu þýðari en hjá þeim í fyrri tíð.
Veit svosem ekki hvort eitthvað verður úr þessu. En það verður bara að koma í ljós.
Okkur til mikillar ánægju kemur stubburinn stundum í pössun.
Flottastur.
Og orðin svo stór að hann hefur misst tvær barnatennur.
Óhó svarthöfði.
Amma má ég líka taka myndir? spurði snáðinn. Já sagði amma.
Mynd af afa!!!
Mynd af mömmu og afa.
Svo falleg saman.
Amma taktu mynd af mér.
Já það er oft lítið ungs manns gaman. Og auðvelt að hafa ofan af fyrir þessum elskum.
Bára mín sendi mér þessa blaðaúrklippu frá Austurríki, tekin af Báru, stelpunum, Eriku og ég er þarna í bakvið hana.
Svo vil ég minna á vinkonu mína og hennar baráttu, sem hún skrifar um hér: http://tilfinningatorg.wordpress.com/2011/03/04/of-kurteis/ Það ættu allir að lesa það sem hún skrifar og miðlar af reynslu sinni. Það er öllum þarft.
Eigið góðan dag elskurnar. Hér er skítaveður og lítið annað við tíman að gera en sitja hér og skrifa.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar myndir ljúfust.
Ég sendi þér ævilega hlýjar hugsanir og vona að þetta fari vel.
Knús í kúlu
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2011 kl. 17:36
Takk Milla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2011 kl. 17:52
Þú hefur margt á þinni könnu kona ! Og altaf se eg kærleikann fyrir fólki í gegnum allt þitt puð !
Erla spámiðill !
Erla Magna Alexandersdóttir, 6.3.2011 kl. 19:16
Takk Erla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2011 kl. 20:04
Knús í Kúluna elsku Ásthildur. Vonandi tekst að koma í veg fyrir þetta. Ætli mitt hús mundi ekki teljast á óbyggilegu svæði ef þessar reiknikúnstir væru gerðar hér.
Gaman að sjá myndir af káta fólkinu þínu.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.3.2011 kl. 21:06
Þessar áætlanir eru fáránlegar, hefur aldrei heyrst af snjóflóðum undir Gleiðarhjallanum. Þetta er planað af einhverjum sem ekkert þekkir til. En auðvitað er rétt að mannvirki sem upp eru sett breyta aðstöðu og garður gæti komið einhverju af stað sem aldrei hefði annars skeð. Vonandi verður ekkert af þessu
Dísa (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 23:18
Sigrún og Dísa mín takk, ekki veitir mér af stuðningi þessu máli
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2011 kl. 23:41
Knús í kærleiks.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 07:29
Takk Ragna mín knús á móti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2011 kl. 11:36
Elsku Ásthildur mín, það er aldrei lognmollan í kringum þig, mér finnst stundum að þú "lifir" meira en margur annar. Flottar myndir að vanda. Hér er hríðarhraglandi á köflum og gott að vera inni, þessvegna sit ég núna við bloggið. Hafðu það sem allra best og til hamingju með stelpuna þína í Austurríki, hún er dugleg eins og mamma hennar.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.3.2011 kl. 12:06
Takk Ásdís mín. Já það er oftast mikið um að vera hjá mér. Bæði góðir og slæmir hlutir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2011 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.