Hvað átti Siv við?

Ragnheiður Ríkarðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir voru í morgunútvarpi rásar2 í morgun.  Ég missti nú af flestu en heyrði í lokin að útvarpsmenn spurðu þær hvort þær gætu ekki sagt eitthvað gott um núverandi ríkisstjórn.

Sif sagði eitthvað á þá leið að hún dáðist að kjarki ríkisstjórnarinnar við að skera niður í heilbrigðiskerfinu.  Að vísu væri það alltof bratt, þó hún viðurkenndi að auðvitað þyrfi þetta allt að koma til framkvæmda bara ekki svona bratt.

Og ég gat ekki komist hjá að hugsa hvort þetta væri stefna Framsóknarflokksins og hugsónir.  Þessi flokkur sem mest fylgi hefur hingað til átt utan höfuðborgarsvæðisins, hafi þá sýn að það þurfi að loka heilsugæslum og sjúkrahúsum úti á landi, og gera þær að læknastofum eins og voru hér í gamla daga, þegar læknar höfðu opnar stofur sem fólk gat leitað til með ýmislegt smotterí og kvilla, en var svo beint á sjúkrahúsin ef meira að var, því þetta var jú bara nokkurskonar greiningarstofur.

Er það virkilega framtíðarsýn Framsóknarflokksins að öllum aðgerðum verði beint til Reykjavíkur?

Ég bið þá sem hugsanlega ætla að veita Framsóknarflokknum atkvæði sitt, að skoða hvort þetta er það sem þeir vilja láta ganga eftir í framtíðinni, þó þeir vilji ef til vill ekki "fara svona bratt" í hlutina. 

Þetta var allavega mín upplifun af orðum Sifjar.  En hvað veit ég svo sem, fólk þarna fyrir sunnan virðist halda að landsbyggðinni sé best borgið með því að leita sem mest til höfuðborgarinnar, og um leið er sagt að okkur komi ekki við hvort flugvöllurinn er eða fer. 

Ég vil gera eins og Ólína Þorvarðar hefur lagt til, að hver fjórðungur verði sem mest sjálfstæður, og hafi meira að segja um sín mál, og að sá peningur sem verður til í samfélagi hans, fái að vera kyrr í fjórðungnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ljótt ef satt er að Framsókn sé sammála þessum niðurskurði.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2010 kl. 12:55

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Siv Friðleifsdóttir er búin að vera í framvarðarsveit Framsóknarflokksins nokkuð lengi og hefur á stundum átt ágæta spretti. Það er hins vegar spurning hvort hún eigi samleið með þeim flokki lengur. Hugsjón hennar hefur greinilega breyst nokkuð og spurning hvort hún eigi ekki frekar heima í Samfylkingunni. ESB ást hennar er ekki í anda Framsóknarhugsjónarinnar.

Gunnar Heiðarsson, 15.11.2010 kl. 12:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásdís ég gat ekki heyrt betur í morgun en hún fagnaði þessu, nema að henni fannst þetta vera of bratt farið í hlutina, ekki að hún andmælti því á neinn hátt, heldur þvert á móti hnykkti á að auðvitað þyrfti þennan niðurskurð.  Það væri gaman að heyra hvort aðrir framsókarmenn eru sammála þessu hjá henni.

Gunnar já eins og ég segi, það væri gaman að heyra hvort fleiri framsóknarmenn í framvarðarsveit Framsóknar eru á sama máli með þennan niðurskurð.  Það þarf þá að koma fram í umræðunni, því þetta er grafalvarlegt mál fyrir landsbyggðina alla. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2010 kl. 13:35

4 identicon

Ef þessi póstur virkar mun ég skrifa meira...er orðin afar langþreitt á að senda pósat á þig Ásthildur mín, sem svo koma aldrei til þín?

Knús

Anna

Anna Benkovic Mikaels-Sigríðardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 18:26

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann virkar elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2010 kl. 21:03

6 identicon

....er voða "shaky" , er búin að senda svo marga. netfangið mitt er abm@internet.is

knús

Anna (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 22:54

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita Anna mín, hef saknað þín alveg heilmikið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 2021012

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband