Allt upp á borðið!!! var það ekki eitt af stóru kosningaloforðum Jóhönnu?

Menn greinir á hvort Jóhanna Sigurðardóttir hafi hótað ráðherrum og alþingismönnum eins og Ásmundur Einar Daðason upplýsti í ræðustól alþingis um daginn. Mönnum eins og Jóni Bjarnasyni til dæmis.
Sumir kjósa að loka bæði augum og eyrum til að heyra ekki né sjá það sem augljóst er, ef það hentar ekki þeim eða pólitískum flokkum þeirra eða stjórnmáalönnum. Svona fólk sem er eins og blindir sauðir sem láta leiða sig endalaust á flokksskýrteininu, er fólkið sem viðheldur ástandinu hér eins og það er, og öllu í sömu pólitísku hjólförunum endalaust. Þetta er alþekkt hjá Sjálfstæðisflokksgæðingum, en það er líka ljóst að svona er líka innan raða Samfylkingarinnar og nú síðast hefur komið í ljós að fólk innan Vinstri grænna er ekkert skárra. Enda er grasrótin þeirra að fjarlægjast menntaelítuna, hvernig sem það endar.

Það var afar augljóst á öllu atferli og svarleysi Jóns Bjarnasonar þegar Lára Ómarsdóttir reyndi að fá hann til að játa eða neita að hann hafði verið beittur þrýstingi. Hann bara gat ekki sagt það svona upphátt í sjónvarpið, það hefði orðið sprenging á ráðstjórnarheimilinu.

Við verðum að fara að opna augun og sjá það sem er beint fyrir framan augun á okkur, eða heldur einhver að Jóhanna sé að hugsa um þjóðarheill, þegar hún vinnur að því öllum árum að koma okkur inn í ESB?
Við getum svo séð að varnirnar eru að molna, þegar góðir og gegnir Sjálf/samfylkingarmenn eru farnir að skrifa heilu greinarnar henni til varnar. Þá er ljóst að menn eru farnir að finna að það er farið að fjara út undan þeim.

Þetta er sannarlega sorglegt því þessi ríkisstjórn hefði getað gert svo margt gott og komið okkur fljótt og vel úr úr allri þessari eymd, bara ef þau hefðu láti ESB eiga sig og þjappað þjóðinni kring um sig og fengið hana til að vinna saman að sameiginlegum vanda. þau höfðu í upphafi alla burði og getu til þess.

En þess í stað var farið beint í stríð við stóran hluta þjóðarinnar, svo aldrei hefur þjóðin setið á sátts höfði alla stjórnartíð þeirra. Og nú held ég að þeim tíma sé að ljúka, þau fara frá með skömm, og enginn veit hvað tekur við. En það er orðið augljóst að þjóðin er búin að fá nóg af pólitíkusum, fjórflokknum eins og hann leggur sig, og nú heimtar fólkið uppgjör við spillinguna, eiginhagsmunapotið og rányrkjuna sem er stunduð hér af bönkum, stjórnvöldum og útrásarvíkingum. Nú er mál að linni.


mbl.is Tjáir sig ekki um ummælin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég bar þessi ummæli Ásmundar undir Ögmund Jóason nú í haust þegar Ásmundur firrst nefndi þetta, og þegar forusta Vg vildi ekki kannast við málið, þá svaraði Ögmundur mér því til á heimasíðu sinni að hann hefði ekki orðið sjálfur fyrir þessum þrýstingi en hann vissi til þess að Ásmundur færi með rétt mál samt sem áður, og hann taldi rétt að þeir sem fyrir þessu urðu segðu frá því sjálfir. Sama er að segja um fleiri þingmenn Vg sem ég hef rætt við, þeir kannast við málið og gangast við vitneskju þar um. Það gefur hinsvegar augaleið að ekki mun forusta Vg gangast við því að vita um málið því það yrði erfitt að verja það að hún hefði látið það óátalið og ekkert aðhafst, það væri henni erfitt að útskíra það fyrir flokksfélögum Vg og ekki til þess fallið að róa þá miklu andstöðu sem er gegn áformum forustunnar í þessu máli og því ekki við því að búast að þeir upplýsi um vitneskju sína.

Rafn Gíslason, 13.11.2010 kl. 13:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt, þetta var eitt af því sem lofað var, og lögð áhersla á að allt yrði gagnsætt og upp á borðum, nú er það eina sem er á borðinu fullt af brotnum kosningaloforðum.  Og þegar menn eins og Jón Bjarnason og Ögmundur ætla að fram fylgja eitthvað af þeim loforðum eru þeir hirtir og þeim hótað. 

Núverandi stjórnvöld töluðu mikið um að breyta hér stjórnsýslunni og stöðva spillingu, en því miður þá hafa þau þvert á móti ef eitthvað er orðið forhertari en forverarnir. 

Ég presónulega lít á Jóhönnu og Steingrím sem föðurlandssvikara.  Mér þykir leitt að nota svo stór orð um þessa tvo forystumenn, en þau hafa svo sannarlega reynst úlfar í sauðagærum og platað fólk til að gefa þeim atkvæði sitt út á eitthvað sem þau ef til vill ætluðu að gera, en gleymdu eða féllu fyrir glerperlum og gleðivatni, eða hvernig orðaði Ögmundur það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2010 kl. 17:02

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir þetta með þér Ásthildur mín, augu mín eru galopin fyrir því sem er að gerast.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2010 kl. 17:38

4 identicon

Á erfitt með að skilja af hverju Jóhanna hverfur ekki frá borði, hún ræður ekkert við þetta embætti, er enginn stjórnandi. Hennar tími kom en hún hafði ekki getu til þess að nota það. Engin af loforðum Samfylkingarinnar hafa verið efnd, allra síst það sem snýr að heimilunum. Og það er ekki bara Jóhanna, enginn í ríkisstjórninni er að gera neitt, og meðan flýtur þjóðarskútan sofandi að feigðarósi, því miður.

Geir Guðsteinsson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 22:35

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Góður!! Ásthildur mín,, þess í stað er farið beintí stríð við þjóðina,,  Já hún Jóhanna er að fara úr fjöðrunum,skrautfjöðrunum,hún ber ekki sitt barr eftir þetta. Ég man ekki betur en Birgitta hafi lýst dramatísku ,,við gaflinn,,           hjali Jóhönnu og ehv.þingkonu,sem vildi ekki samþykkja umsókn,greinilega haft erindi sem erfiði þar.

Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2010 kl. 00:27

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott Milla mín, okkur veitir ekki af öllum þeim sem sjá hvernig málin eru í raun og veru.

Málið er Geir að ég held að bæði Jóhanna og Steingrímur eru veruleika firrt, þau halda að þau séu að gera eitthvað gott. Því miður er það ekki rétt, því þau eru eins og þú segir ekki að gera neitt sem skiptir okkur máli sem þjóð. Þau ættu því bæði að víkja. Málið er að Samfylkingin á engan annan til að vera í brjóstfylkingunni nema ef til vill Ólínu Þorvarðar, en hún er ekki nógu ofarlega í goggunarröðinni. En í Vinstri grænum eru mörg góð leiðtogaefni, þau þurfa bara að losa sig við Steingrím og Katrínu.

Helga mín, já ég er alveg viss um að manneskjan hefur beitt þessari svívirðilegu aðferð, spurningin er bara af hverju og til hvers, er búið að lofa þeim einhverjum feitum bitum eða lúxus í Lúxemburgh, kæmi það ekkert á óvart.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2010 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2020871

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband