Hitt og þetta frá mér til ykkar.

Þegar ég var krýnd Ára 2007 í keppni kennd við óbeislaða fegurð þar sem reyndar allir þáttakendur voru verðlaunaðir ríkulega.  Allt í boði Matthildar Helga og Jónudóttur og félaga, kom hingað blaðakona frá Þýskalandi sem átti við mig viðtal.  Og í dag kom hún aftur í heimsókn, hafði dvalist á Flateyri nokkra daga og ætlar að vera hér í mánuð, og skrifa bók um íslendinga, og vildi fá viðtal.  Við mæltum okkur mót kl. eitt.  En veðrið hér var bara svona ekta íslenskt vetrarveður í dag, og þegar klukkan var orðin nánast hálf tvö, og þekkjandi þýska nákvæmdi taldi ég að hún kæmi ekki.  En um það leyti hrundi hún inn úr dyrunum full af snjó og skínandi ánægð með veðrið.  Og hér sátum við í fleiri klukkutíma talandi um allt milli himins og jarðar.

Hún ætlar sér að skrifa um íslendinga og þeirra sjálfstæði í hugsun og atferli, sem henni líkar mjög vel.  Hún segir eins og reyndar margir sem ég hef kynnst í öðrum þjóðum, að við séum frjálsari og opnari en aðrar þjóðir.  Og hún vill skrifa um íslendinga og reyna að ná því sem hún dáist að í okkar þjóðarsál og reyna að opna þjóðverja til umhugsunar um það frelsi hugans sem hér ríkir. Við spjölluðum um krísuna sem við erum i í dag, og bara um allt sem við eigum og höfum.  Og við eigum svo margt sem við getum gefið öðrum þjóðum.

Ég hef kynnst mörgu frábæru fólki frá ótal löndum, sem hafa komið hingað til mín, haft af mér spurnir, eða bara komið til að ræða við mig um lífið og tilveruna og mér finnst það frábært, til dæmis eins og Matt frá Bandaríkjunum, http://focuswestfjords.com/people/asthildur_thordardottir/

Við eigum svo margt að gefa bara með því að vera frjálsir einstaklingar, bara ef við þyrðum að viðurkenna það og skilja að, að svo mörgu leyti erum við einstök. Þeir sem hafa dvalið meðal annara þjóða vita þetta, eða eins og sagt er heimsk er heimalalið barn.  Að með því að dvelja meðal annara þjóða skiljum við betur hvað í okkur býr.

IMG_1749

Hér er hún þessi yndislega blaðakona og rithöfundur sem ætlar að gefa út bók um íslendinga fyrir þjóðverja, til að leiða þeim fyrir sjónir the qualti of live.  Sem við flest okkar gerum okkur ekki grein fyrir.

IMG_1745

Hér er svo Skaftason að klippa reðurtáknið í garðskálanum.

IMG_1746

Fólk kemur og segir er þetta ekta eða plast LoL

IMG_1747

Tók ekki veðrið í dag, en svona var það í gær, þegar flestir gestirnir kvöddu Ísafjörð.

IMG_1748

ég held að ég geti svarið að flesta mánudaga annan í páskum sé veðrið einmitt svona, svo gestirnir gleymi ekki hve fallegt það er á páskum á Ísafirði.

IMG_1750

Skottið hennar ömmu sín og ég fékk ótal ömmuknús í dag frá henni, svo innileg og yndæl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvaða stóra græna planta er þetta? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.4.2010 kl. 01:36

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

,allt grænt er vænt.

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2010 kl. 01:39

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert skemmtileg kona

Jónína Dúadóttir, 7.4.2010 kl. 07:00

4 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 07:23

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Virkilega gaman að heyra þetta Ásthildur mín, þú ert líka sú sem á að tala við, hreinskilin og yndisleg

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2010 kl. 08:34

6 identicon

Það finna það fleiri en við á Facebook að þú hefur ýmislegt umhugsunarvert að segja.

Dísa (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 08:54

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóna Kolbrún mín þetta(reðurtáknið) er súlusypris.  Stoltið okkar Ella míns, og er klipptur árlega og ber jólaljós frá hausti til vors.

Jamm Helga mín

Takk Jónína mín. Þú ert sjálf frábær

Knús Ragna mín

Takk Milla ljósið mitt

Úbbs Dísa mín þar komstu við kaunin, ég er svoddan imbi að ég hef ekki gefið mér tíma til að læra á Fésið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 2020990

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband