Má ég bjóða ykkur í ferð til Mexícó?

Jamm í þessu leiðindaveðri langar mig að bjóða ykkur í ferð til Mexico. Nánar tiltekið til Valle de Ceroca, í Chihuahua héraði. 

Þar er Copper Canyon sem er í miðju sögufraæga Sireea Madre mountanis í norðvestur Mexico.  Járnbraut fer upp í fjöllin og gerir ferðamönnum kleyft að heimsækja hina innfæddu Tarahumera.  Smáu fórfráu indíjána.  The people of the swiftly running feet.  Þeir búa í hellum og frumstæðum kofum eins og þeir hafa búið síðastliðin 400 ár.  Þeir eru aðeins um 40.000 manns, og lifa og starfa eins og þeir gerðu og hafa gert alla tíð. 

Chihuahua al Pacifico railroad var fullgert 1961, og sýndi umheiminum síðustu undur Mexico.  járnbrautin er ein af furðum veraldar með 86 jarðgöng og 37 brýr með 406 mílna leið.  Tvennt annað er merkilegt við lesina " the train looping over it selv" við El Lazo (the loop)  fyrir utan Creel og 180° snúningur inni í bergfjallinu Temoris.  Það tók 90 ár og 90.000.000 kr. að fullgera brautina.   Readers Digest kallar þetta " the most dramatic train ride in Western vorld   Júlí 1999 vor gerðar endurbætur á lestum brautarstöðvarinnar. 

Copper canionferd

Copper canyon, 1/4 sinnum dýpra en Grand Canyon. 

Copper canionferd

Hér er lestin, það er einungis eitt spor alla leiðina, nema á einum stað, þar sem lestin getur mætt annari sem kemur á móti, en þær eru einungis tvær sem ganga til og frá.  Hér má sjá í Canadíska húsvagna, en þeir ferðast mikið um í Mexícó og eiga þar íbúðir og dvelja langdvölum þegar vetur er hjá þeim.

Copper canionferd. 009

Hér er lestin skömmu áður en hún fer inn í fjallið.

 Götumarkaðurinn

Götumarkaður indíjánakvenna á leiðinni þar sem lestin stoppaði í smátíma.  Þær hlaupa 1000 metra upp þverbratt fjall með heimagerða hluti sína á hverjum degi til að selja túristum.  Karlarnir líka.

Að búa til fiðlu

Hér er einn að spila á fiðlu sem hann hefur sjálfur smíðað.

Á torginu í Creel

Aðaltorgið í Creel.  Kirkjan er aldrei langt undan.

Hér fundum við líka fararstjóra sem fór með okkur um ýmsa staði sem ekki margir fara um.  Til dæmis inn á verndarsvæði indíjána, og í heimahús þeirra. 

Copper canionferd. 004

Hér erum við hjá Tarahumer Indíjánum, þetta eru unglingsstúlkur þessi litla stúka er ekki með brúðu á bakinu heldur litlu systir eða bróður, sem er bara nokkura vikna. 

Svarthöfði

Hér er auðvitað komin hugmyndin af svarthöfða LoL

Copper canionferd. 006

Hér erum við ég fararstjórinn og einn indíjáni í búningi sínum, þeir hlaupa á milli staða eins og ekkert sé, hann er reyndar í skyrtu utanyfir búningnum.  En þessir indíjánar ganga aldrei í skóm, þeir eru í ylskóm með reimum.  Fæturnir á þeim eru orðnir eins og á fílahúð.  Hér getur kuldin farið niður fyrir 23 °c.

Copper canionferd. 002

Hér erum við komin inn á verndarsvæðið.  Hér eru ótrúlegir steinar.

Hjón úr steini2

Þetta eru hjón sem urðu að steinum.

Í helli að skoða

Hér erum við inn í einum hellinum, hér býr fólk allan ársins hring, jafnvel í yfir 20°frosti.  Þau þurfa líka að hafa húsdýrin inni við, því hér eru fjallaljón, púmur og allskonar rándýr sem geta drepið húsdýrin. Hér virðast allti geta unni fallega muni úr því sem hendi er næst, fléttað krukkur úr pálmalaufum svo unun er á að horfa.

Copper canionferd. 007

Hér bíða indíjánarnir inn á verndarsvæðinu, þeir eru að bíða eftir mat.  Þegar allt sjálfstæði var tekið frá þeim, hættu þeir að vinna og sjá fyrir sér sjálfir.  Tvisar í viku koma þeir hingað og bíða eftir matargjöfum.  Ætli þetta verði svona hjá okkur þegar stóri bróðir hefur tekið yfir allar okkar auðlindir?

Inn á svæði Indíjána

Ef til vill verður svona orðsending á Keflavíkurflugvelli.

Indjánastúlka og við Stína

Við fórum til að skoða fossana í La Bufa.  Þar sem bílstjórinn þorði ekki að skilja bílinn sinn eftir, fékk hann litla indíjánastúlku til að fara með okkur.   Hann sagði okkur jafnframt að börnin hér vissu ekki hvað þau væru gömul, hvað þá að þau ættu sé afmælisdag.  Þau bara eru.

Í túristabúð

Eins og ég sagði er fólk hér afar listrænt og málar, vefur og gerir allskonar listaverk og klæði. 

Hér erum við í einni slíkri verslun.

9

Hér er hamborgarastaðurinn í Creel.  Þetta er sko engin Mc Donalds.

Creel

Creel í kvöldhúminu.

Soerra Bonita

Við gistum aðeins utan við bæinn á þessu glæsilega hóteli.

En svo lá leiðin til Mexicocity.

Á ströndinni

Komum aðeins við í Mazatlán og lékum okkur á ströndinni.

Ostruveiðimaður

Átum ferskar ostrur, sem veiðimennirnir komu með beint af hafinu og kostaði 1 peso að smakka nýveitta með sítrónu.

Á götu í Guadalajara

Komum líka við í Guadalajara, en þar flykkist fólk á ákveðnum árstíma til að sjá fiðrildin fljúga hjá, en það er önnur saga, sem ég segi ef til vill seinna.

Copper canionferd2

Svo er það Mexico Sity þetta torg heitir Zocalo og er í miðborg Mexico.  Fáninn er dregin niður kl. 6 á kvöldin og það þarf heila hersveit til að draga hann bæði upp og niður. Hermenn með fána

Forseta höllin og flestar stjórnarbyggingar eru við þetta torg. Við gistum á Holliday inn, sem er á horninu á torginu.

 

Copper canionferd

Hér bera þeir fánann inn.

Copper canionferd.

Og Astekarnir dansa hér á kvöldin í fullum skrúða.  Þeir voru sennilega hvað blóðþyrstastir indíjána, og hér má skoða gamlar rústir frá þeirra aðaltíma, þar sem má sjá fórnarstallinn og blóðleiðslurnar það fer sannarlega um mann hrollur að hugsa þá hugsun til enda.

Þetta er nú bara svona undan og ofan af þessu merkilega ferðalagi sem við fórum árið 1999.  En ég hef nóterað þetta niður og ætla mér að skrifa um þessa ferð einhverntíma.  Eins og reyndar fleiri ferðir sem ég hef farið sem eru spennandi og skemmtilegar.

En þetta var nú bara í boði vegna leiðinda veðurs og fá ykkur og mig til að gleyma hríð og kuldahrolli.

Njótið vel. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk kærlega fyrir mig, þetta var gaman. Merkilegt kvöld, bæði búin að skoða Mexico, allavega hluta og fá Edduna. 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2010 kl. 21:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gaman að þessu meðan maður er í stofufangelsi. Alltaf áhugavert að skoða menningu annara landa,merkileg mannvirki og fallegt landslag. En einu hefði ég ekki sleppt í Mexico,væri þess nokkur kostur að fara á knattspyrnuvöll. Þeir eru auðvitað ekki til sýnis,en fari knattspyrnukeppni fram er hægt að kaupa sig inn. Takk fyrir kæra.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2010 kl. 00:20

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fallegar myndir og skemmtileg frásögn.  Takk fyrir mig.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.2.2010 kl. 00:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar, mín er ánægjan að sýna ykkur smábrot af því stórkostlega landi Mexícó.  'Eg hef reyndar ferðast þar um bæði norður hlutann og svo suður hlutann.  Meiriháttar land. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2010 kl. 02:37

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk fyrir mig elsku ljúfa.......

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.2.2010 kl. 04:26

6 identicon

Takk fyrir ferðina elsku Ásthildur....

Maddý (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 10:39

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan mínar kæru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2010 kl. 11:35

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hjartans þakkir, þetta var ánægjuleg ferð með þér

Jónína Dúadóttir, 28.2.2010 kl. 12:24

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jónína mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2010 kl. 13:00

10 identicon

Takk fyrir þetta, ég var alltaf á leiðinni þarna upp til Sierra Madre þessi 4 ár sem ég bjó í Mexíkóborg, varð því miður aldrei af því sökum anna. Þetta gil er miklu stærra og dýpra en Grand Canyon og er þar að auki þurrt. Magnað alveg,,,,kærar þakkir fyrir þetta!!!

sandkassi (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 19:52

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Gunnar, þetta er magnað,  uppi er snjór en niður í dölunum vaxa bananar.  Og Indíjánarnir hlaupa upp 1000 metra fjallshlíð á hverjum degi með söluvöru sína, og til baka aftur að kveldi.  Þetta er dásamlegt upplifun að fá að vera þarna, sérstaklega eins og við fengum að fara í heimsókn á heimili þarna.  þar eiga menn fjórar eða fimm konur og semja gjarnan um að eigna sér konu strax á unga aldri.  Ekki að ég mæli með þessu, en þarna er mikil fátækt og konurnar virtust una vel sínum hag.  Þær sáu um heimilið og heimilisiðnaðin meðan karlinn fékk sér í aðra tána með vinunum.  Ég á eftir að fjalla um þetta nánar síðar.  Þetta er bara allt annar heimur en við lifum í.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2010 kl. 20:58

12 identicon

já, öðruvísi:) fæ að fylgjast með.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 21:19

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já örugglega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2010 kl. 23:13

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæl aftur,sendibréf til þín.

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2010 kl. 01:04

15 identicon

Takk fyrir frábæra ferðasögu og myndir. Knús.

Dísa (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 08:45

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Dísa mín.

búin að fá bréfið Helga mín og er sammála þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022151

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband