Prófkjör Í-listans er í dag.

Ég ætla að fara á eftir og kjósa í prófkjöri Í - listans hér á Ísafirði.  Ég er mjög ánægð með fólkið sem gefur kost á sér.  Og sérlega hrifin af því að þó þarna séu þrír flokkar í samvinnu, þá er ekkerg verið að potast.  Það er raðað upp á kynningarbækling eftir stafrófsröð og ekki getið frá hvaða flokki hver er.  Ég tel þetta alveg til fyrirmyndar.

Ég treysti öllu þessu fólki mjög vel til að vinna bænum okkar af heilindum. Tel samt að fólk þurfi að hafa í huga að gera sitt til að þrju efstu sætin verði skipuð einum frá hverjum flokki.  Þarna eru Frjálslyndi flokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn. 

Þó get ég ekki stilt mig um að segja að Sigðurður Pétursson sem hefur leitt listan hefur gert það af stakri prýði og staðið sig ljómandi vel.  Magnús Reynir sem var í öðru sæti víkur nú úr stjórnmálum, og þakka ég honum vel unnin störf í þágu Í-listans, í hans stað hefur boðið sig fram afskaplega duglegur maður og fylginn sér Kristján Andri Guðjónsson.  Hann er ekki bara harduglegur heldur líka fastur fyrir og heiðarlegur baráttumaður maður.  Jóna Benediktsdóttir hefur líka sýnt það í þessi fjögur ár að hún stendur fast á sínu og er ekki banginn við að láta til sín heyra.

 Það verður að takast vel til núna, því vissulega á bærinn okkar við erfiðleika að stríða, og ef hlustað hefði verið á það sem Í-listafólk hafði fram að færa í síðustu kosningum, svo ég tali nú ekki um þar áður þegar Frjálslyndir vildu taka hluta af fjármagni sem bærinn fékk fyrir orkubúið og kaupa kvóta, þá held ég að bærinn okkar væri betur staddur fjárhagslega en nú er.

Ég verð að segja að sú samvinna og samstaða sem þessir þrír flokkar hafa sýnt síðasta kjörtímabil er til fyrirmyndar, og sýnir svo ekki verður um villst að það er fólkið sjálft sem skiptir máli en ekki pólitískur litur. 

Þeir sem hafa gengið í aðra flokka bara til að kjósa aðra forystumenn þar, ættu að hugsa sinn gang því eina skilyrðið fyrir kosningu er að maður sé ekki flokksbundinn annarstaðar.   Þess vegna er hægt að ganga úr þeim flokki, ef ekkert hefur fylgt annað en að fá að kjósa í prófkjöri annarsstaðar.

Ég segi bara gangi ykkur vel.

IMG_1229

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2010 kl. 12:46

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2010 kl. 13:28

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 27.2.2010 kl. 14:48

4 identicon

Knús. 

Dísa (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 17:24

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á ykkur allar elskulegu vinkonur.  Ég barðist í bæinn til að kjósa og það voru bara margir á kjörstað, svo fékk ég þetta líka fína kaffi og með því á kosningakaffistofunni þar sem frambjóðendurnir buðu manni upp á heitar lummur og hnallþórur. ég er stolt af þeim öllum saman.  Nú eru bara nokkrar mínútur í að kjörstað loki á Ísafirði, á hinum stöðunum lokaði kl. 16.00 svo er að sjá hvað kemur upp úr kössunum.  Það getur orðið spennandi að sjá hvað upp kemur, og leiðandi fyrir það sem koma skal.  'Eg vona samt sem áður að allir þrír flokkarnir hafi fengið hver sinn aðila í þrjú fyrstu sætin.  Það skiptir máli að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2010 kl. 17:50

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvenær koma fyrstu tölur?

Sigurður Þórðarson, 27.2.2010 kl. 21:46

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þær eru komnar; Sigurður Pétursson S í fyrsta sæti, Arna Lára S í öðru sæti, Kristján Andri F í þriðja, Jónína Ben V í fjórða og Lína Björg sennilega V í því fimmta. Fyrstu fjögur sætin eru að mínu mati trygg, og Lína Björg því í baráttusætinu, vel að því komi og ágætlega flott stelpa. En hér höfum við tvo herra menn og þrjár konur.  Fyrir svona kvenrembur ætti þetta að vera gleðilegt.  Fyir mér er þetta bara góður hópur af glæsileg fólki fyrir okkar hönd.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2010 kl. 02:16

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hamingju með það.

Nei þú ert síður en svo nokkur kvennremba, því fleiri öflugar konur þess betra.

Vonandi gengur þetta allt vel. 

Sigurður Þórðarson, 28.2.2010 kl. 05:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2021028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband