Kúlulíf og myndir af Ísafirði.

Myndir teknar í dag í góða veðrinu á Ísafirði.

IMG_0515

Friðsæll fjörður.

IMG_0516

Það er eitthvað svo rólyndislegt yfir firðinum mínum á svona dögum.

IMG_0517

ég gæti sett meiri birtu í myndina, en ég er að sýna ykkur skýin og hvað sólin gerir þegar hún nær ekki niður til okkar.

IMG_0518

Hún sýnir okkur fallega liti á himninum.

IMG_0519

Svo skríður hún niður fjallið eina, uns hún kemst alveg niður í Sólgötu, og þá drekkum við Ísfirðingar Sólarkaffi.

IMG_0493

Í gær ákváðum við að flétta Hönnu Sól.

IMG_0496

Við fórum í sund á Suðureyri í gær, það var yndislegt veður hlýtt og logn. 

IMG_0499

Hafðu ekki áhyggjur af hárinu hennar Bára mín, við settum fullt af næringu. Smile En það var rugldagur á leikskólanum í dag, svo við ákváðum að gera eitthvað spes, og Hanna Sól fór svo í náttafötunum í skólann og sitt hvora sort af sokkum.  Ásthildi var alveg sama, hún vildi samt ekki fara í leikskólann fyrr en ég hafði lofað henni að ég skyldi sitja með henni smástund, sú smástund tók einn og hálfan tíma.

IMG_0502

Annars er hún ótrúlega kát og glöð. Heart

IMG_0503

svo geta þær verið svo góðar saman systurnar, og líka stóri bróðir.

IMG_0509

Þetta er ekki fangelsi heldur stiginn.

IMG_0511

Hún getur verið ótrúlega harðhent við litla Snúllan, en hann er svo góður samt sem áður.

IMG_0512

Þau eru bæði svoddan kjánaprik. Heart

IMG_0514

Stjörnum prýddur kisi, hann er víst blendingur af Persneskum ketti svo það verður að koma í ljós hve hærður hann verður, þegar hann stækkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Alltaf er hægt að gleðjast við heimsókn hingað eða oftast alla vega. Fjallamyndirnar  og himmnamyndirnar gleðja og ekki skemmir kúlulífið. 

Knús í yndislegu kærleikskúluna

Kidda, 11.1.2010 kl. 19:11

2 identicon

Rosaflottar veðurmyndir. Þú ert svo klár að flétta, Hanna Sól var æðislega flott og litli stríðnispúkinn með kisu líka

Dísa (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband