9.1.2010 | 02:32
Við erum þrjósk ósveigjanleg og heimóttarleg, við verðum bara að horfast í augu við staðreyndir.
Hef reyndar ekki lesið nema undan og ofan af greininni, en hef gaman af karlinum. Hann er greinilega húmoristi. Við mættum hafa meiri húmor fyrir okkur sjálfum. Segi og skrifa. Okkur myndi eflaust farnast betur með það.
Ég horfi aldrei á INN, ekki einu sinni á þætti bloggvinkonu minnar Kolbrúnar Baldursdóttur, sem mér finnst reyndar alveg frábær kona, það lýsir sér vel í skrifum hennar. En í kvöld þá stóð sjónvarpið á sér, og ég var stökk í orðsins fyllstu merkingu á Ingva Hrafni talandi eins og honum er einum lagið, lék einleik og var orðljótur og lét vaða á súðum. En svo sagði hann það sem mér finnst ekki hafa komið nægilega fram og sló mig fast. Hann sagði forsætisráðherrann okkar er sagður hafa rætt bæði við forsætisráðherra breta og hollendinga, en það hefur ekkert verið gefið út um hvað þeir sögðu. Steingrímur er búin að fara um allt, og róa niður Skandinavíu og alla sína kollega, hvað svo sem hann sagði þeim. Össur rætti við sinn kollega í Bretlandi og sá gaf honum ESBbolta svo hann gæti leikið sér áhyggjulaus. En hvað sögðu Brown og Jan Peter? Hefur einhver heyrt um það?
Hvað sögðu Brown og Jan Peter við okkar forsætisráðherra?
Gefum okkur að bretar ættu í svipuðu og íslendingar í dag. Nema að þeir ættu í stríði við Kína og USA, heldur nokkur maður að fjölmiðlamenn þar myndu ekki reyna að ganga á eftir því hvað hefði farið forsætisráðherrum á milli. Það má ímynda sér að hlaðið á Downingsstræti 10 væri þéttsetið fjölmiðlafólki sem krefðist svara við því hvað þeim hefði farið á milli. Hér eru fjölmiðlar bara að vinna eftir fyrirskipunum frá ráðandi öflum, eða þannig finnst mér það vera. Þeim er skítsama um sannleikan eða hvað er að gerast, sennilega bara að hugsa um að halda vinnunni. Og hvaða áhrif það hefur á okkur, börnin okkar og barnabörnin.
Umræðan í dag er að snúast íslendingum í hag, þrátt fyrir grátlega tilburði ríkisstjórnarinnar til að beygja umræðuna að sínum ESB draumum, og reyna að segja okkur að allt fari til fjandans ef við samþykkjum ekki samningana þeirra. Þrátt fyrir grátlega tilburði meðreiðarsveina ríkisstjórnarinnar til að sverta forsetan og almenning fyrir að fylgja þeim ekki í blindni.
Þau höfðu svo sannarlega tækifæri til að snúa öllu málinu sér í hag, og leiða þjóð sína sameinaða inn í það sem kom Íslandi og börnunum okkar best. En þau kusu að vera þrjóskari en andskotinn, það er þessi þrjóska sem Roy Hattersley er að gera grín að.
Nú tala þau út og suður; Ein þingkona Samfylkingar segir að kosið verði milli forseta og alþingis, annar segir að ef við samþykkjum ekki ofurálögur verði stjórninni slitið. Svo kemur sá þriðji og segir það bara vera bull stjórnin geti setið áfram enn einn segir að það sé skylda stjórnarinnar að sitja áfram. Ef til vill ætti stjórnin að hittast og ræða saman um hvernig þau ætla að tækla niðurstöðuna. Ekki gera sama og síðast að láta taka sig í bælinu þegar þau eru stoppuð af. Verða pirruð og reið og í fýlu.
Ykkur finnst ég ef til vill ósanngjörn en ég er að verða alveg gáttuð á hvernig ráðamenn þjóðarinnar haga sér. Hvernig þau voga sér að henda fjöreggi þjóðarinnar svona á milli sín, milli þess sem þau auka álögur og binda þjóðina í skuldaklafa, og reyra svo sultarólina að fyrirtækjum að þau geta ekkert gert. Og ASÍ og SA eru líka brandari ef það væri ekki sorglegt hve þeir eru illa pólitískir og illa hugsandi um umbjóðendur sína. Allstaðar annarstaðar hefði fólkið sem á allt sitt undir þeim, hent þeim út í hafsauga.
Nei Roy Hattersley hefur rétt fyrir sér, við erum þrjósk, ósveiganleg og heimóttarleg og látum allt yfir okkur ganga, þess vegna er þjóðfélagið í þeirri upplausn sem það er í dag. Við höfum látið þetta gerast, og ekki hreyft litla putta til að stoppa það af. Kosið yfir okkur það sama aftur og aftur, án þess að gera kröfur um að fólk standi sig. Án þess að heimta réttlæti, sanngirni og heiðarleika.
Nú sitjum við uppi með Alþingi sem er rúið trausti, flokka sem enginn vill hafa með að gera og það sem grátlegast er, þegar upp hefur risið fólk sem vill gera betur, eins og Hreyfingin, eins og Frjálslyndi flokkurinn eins og Íslandshreyfingin, þá eru þau púuð niður af því að það þóknast ekki sperrirófunum, þrjóskhausunum og ósveiganlegunum að hlusta eða taka mark á þeim. Nei við kjósum bara það sama aftur og aftur og aftur. og við hötum þennan og þessi á ekki sjens.
Er ekki komin tími á að við lærum aðeins af reynslunni og förum að gera kröfur á það fólk sem lofar okkur öllu fögru í kosningabaráttu en stendur svo ekki við neitt, þegar þeir hafa komið sér saman um hverjir eigi að ráða í þetta skipti.
Valið er okkar, og nú hefur Ólafur Ragnar alveg óvænt fært okkur eitt stykki lýðræðispakka svona alveg óforvarendis, en nei, við erum erfið, þrjósk og ósveigjanleg, svolítið krúttlegt ef málið væri ekki svona alvarlegt. Og við erum öll samsek í því af hverju þetta er svona. Nú skulum við syngja öll í kór ME ME ME.
Hinir þrjósku Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við kjósendur og skattgreiðendur hérna á Íslandi verðum að fylgjast vel með, fréttum erlendis frá. Íslensku fréttastofurnar eru ekki að segja okkur hlutlausar fréttir, mér hefur blöskrað fréttaflutningurinn undanfarin ár og sérstaklega síðustu vikur. Hlutleysi finnst ekki í Íslenskum fjölmiðlum í dag, við verðum að halda vöku okkar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.1.2010 kl. 02:40
Íslensku fréttastofurnar færa okkur EKKI fréttir heldur eru lesnar þar upp fréttatilkynningar, sem eru mataðar ofan í okkur af stjórnvöldum. Þessi vinnubrögð eiga frekar lítið skylt við lýðræði.
Jóhann Elíasson, 9.1.2010 kl. 09:02
Þetta er því miður alveg rétt, og hver sótrafturinn af öðrum með "réttar skoðanir" koma í viðtöl eins og hlutlausir séu. Þetta er hreinlega að verða pínlegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2010 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.