Málamiðlanir hvað?

Teljast það málamiðlanir að svíkja öll sín kosningaloforð? Sérstaklega ef það er rétt sem Atli Gíslason sagði að þegar í kosningabaráttunni hefðu VG og Sf gert með sér samning um stjórnarsamstarf og að umsókn inn í ESB væri hluti af því. 

Það er alveg sama hvernig Vinstri grænir reyna að koma þessu burt þá stendur eftir að þeir sviku sína kjósendur í öllum þeim málum sem þeir lofuðu.  Vonandi gleyma kjósendur þeirra því ekki og fara annað.

Mig langar mikið til að okkur auðnist að stofna grasrótarflokk sem hefur það á dagskránni að vinna að því að koma þessum fjórflokki frá.  Vinna að þjóðþrifamálum almennings. Taka á sérhagsmunagæslu fjórflokksins og samtökum þeirra um að halda völdum hvað sem það kostar.  Byrja á því að skera niður þann kostnað sem er af sérréttindum elítunnar að þetta lið geti ekki verið á fullum launum, eftirlaunum og allskonar bitlingum eftir að þau eru hætt á alþingi, það á að jafna út eftirlaunin, þannig að allir hafi sama rétt.  Það þarf að stofna sannleiksnefnd og yfirfara gjörðir stjórmálamanna síðastliðin 20 ár eða svo og leggja gerðir þeirra fyrir landsdóm.  Það þarf að yfirfara öll ráð og nefndir ríkisins og skera niður þar sem óþarfi er.  Það þarf að gera svo margt til að svipta þetta lið kóngablæti sínu.  Við höfum einfaldlega ekki fjárráð þessi 350 þúsund manns til að halda þessu liði á ofurlaunum jafnvel löngu eftir að þau eru sest í helgan stein.  Þetta lið hefur sóað, sólundað og eytt fjármunum almennings í allskonar sukk og svínarí sem þarf að fara í gegnum og láta þau standa sjálf við þær skuldbindingar með því að svipta þau áunnum launum langt umfram það sem þau hafa lagt inn. 

Hér þarf róttækni og áræði til að gera alvöru úr því að knésetja þessar afætur og láta verkin tala. Þora að segja sannleikan og þora að breyta til hins betra fyrir almenning í landinu. 

Við erum flest komin með upp í kok af þessari valdafíkn og brjálæði, gæluverkefnum til handa vinum og vandamönnum og í kosningasmölun. 

Það er eiginlega hingað og ekki lengra að mínu mati. Komið nóg og það er okkar þjóðarinnar allrar að stöðva þessi ósköp og segja stopp. Auðvitað getum við það með samtakamætti og því að kjósa ekki bara af gömlum vana það sem við höfum alltaf kosið.  Kjósa af því að við höldum að "okkar menn" séu betri en hinir, þó þeir hafi sýnt eitthvað allt annað.  Að þora að refsa stjórnmálamönnum hlýtur að vera það sem þarf til að skapa meiri staðfestu og betri stjórnmálamenn.  Það alversta sem við gerum er að alþingismenn og ráðherrar séu áskrifendur að atkvæðum sínum.  Við getum bara litið í eigin barm og séð hverslags ráðslag það er.  Það er skiljanlegt að í þannig samfélagi láti menn vaða á súðum og séu kærulausir um verkslag sitt, því þeir vita sem er að þeir eru samt sem áður kosnir endalaust út í eitt.  Við þurfum að vakna til vitundar um að allt þetta ráðslag er í raun okkur kjósendum að kenna, við höfum skapað þessi skrímsli og það eina afl sem getur eytt því er samtakamáttur atkvæðanna um að kenna þeim lexíu sem þeir gleyma ekki. 

Til þess þarf að stofna flokk fólksins, grasrótarinnar, og það þarf að vera heildstæð fylking með alveg gjörsamlega skiljanleg sjónarmið og ætlanir, það má ekkert hálfkák vera eins og um aðild að ESB eða eitthvað annað.  Það gengur bara ekki að allt sé hangandi í lausu lofti svo allir geti fundið sig í þessu lausa lofti.  Hér þarf einmitt skýr skilaboð um hvað við viljum, hrein og skýr skilaboð sem allir skilja.  Þannig að þeir sem ekki vilja gegna því haldi sig fjær en hinir standi með. 

Hér dugar ekkert andskotan hálfkák, eða að geðjast öllum sjónarmiðum, algjörlega eins og ég er búin að fá upp í kok af slíku og raunar flestir sem ég umgengst.  Þetta hálfkák til að halda öllum innanborðs er búið að ganga sér til húðar. 

Það sem ég og mínir líkar vilja eru skýr og skiljanleg skilaboð um það sem við viljum standa fyrir og ekkert múður eða mas. 


mbl.is Samstarf kallar á málamiðlanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar kúlumyndir.

Sumarið er búið að vera bæði annasamt og ljúft.  Veðrið með afbrigðum gott og sólríkt.  Mörg af barnabörnunum mínum hafa komið í heimsókn og það er alltaf svo yndælt.

IMG_4300

Það er rosalega þörf á að vökva tjörnina.

IMG_4301

Vinkonur Hönnu Sólar létu sjá sig, það var fagnaðarfundur með Snæfríði og Hönnu Sól.

IMG_4303

Þeim fannst gaman að koma í kúluna, margt þar sem heillar.

IMG_5142

Við fórum svo með Atla frænda að borða í Tjöruhúsinu, það bregst aldrei gæðin þar.

IMG_5143[1]

Hanna Sól og Ásthildur Cesil við geimveruna hans Júlla míns.

IMG_5152

Og nornin fellur vel inn í landslagiðSmile

IMG_5153

Tveir fiskar á grein.

IMG_5161

Fiskarnir hans Júlla míns bera merki hans á þessum frábæra stað.

IMG_5166

Ég held að þetta sé elsta húsaþyrping á landinu, og það er búið í tveimur þeirra.

IMG_5168

Himnagalleríið opið.

IMG_5178

Og allstaðar á Atli vini hehehe..

IMG_5180

Engin smápæja sko!!!

IMG_5181

Höfðinginn sjálfur mætir á staðinn.

IMG_5183

Skottan mínHeart

IMG_5184

Hér er alltaf mikið að gera, enda maturinn frábær og einstakur.

IMG_5185

Stóra skotta mínHeart

IMG_5187

Þau Maggi Hauks og Ranka hafa svo sannarlega sett Ísafjörð á kortið. Ég hef talað við fólk frá Sviss sem kom beinlínis til að upplifa að borða á þessum frábæra matstað og voru afar hrifin.

IMG_5199

Þau hjón eru ekki bara frábærir kokkar heldur eru þau svo yndæl og þjónustan er frábær í Tjöruhúsinu.

IMG_5200

Virkilega gaman að bjóða útlendum gestum í mat þarna.

IMG_5201

ALveg einstök stemning.

IMG_5206

Svo var alveg upplagt að fara með Atla frænda og kaupa ís.

IMG_5207

Pæjan mín.

IMG_5208

Og strákarnir fengu að lana.  Það var skemmt sér vel held ég bara og allt fór vel fram. Það er miklu betra að vita af þeim í heimahúsi en að þvælast niður í bæ yfir helgar. Þó ég viti að þessir drengir eru allir mjög flottir og skemmtilegir.

IMG_5211

Svo eru það kisurnar mínar.  Nú þurfa þeir að fara að eignast heimili.

IMG_5243

Ég er að vísu ekki heima eins og er, en það er allt í lagi að hugsa.

IMG_5247

Þeir eru hver öðrum skemmtilegri og uppáfinningarsamari. 

IMG_5250

Hér er Lillý Rósalind að klifra út úr kassanum.

IMG_5252

Úbbs já það er alveg að hafast.

IMG_5257

Deppla og Gleði.

IMG_5258

Snúður og Lillý Rósalind.

IMG_5262

Og hjá mömmu sinni.

IMG_5263

Þeir eru örugglega að spá í hvað er þarna úti.  En eru þeir ekki mikil krútt?Heart

IMG_5259

Þessi ungi maður kom í heimsókn til að spjalla um álfa.  Hann er frá Ungverjalandi en hefur verið að vinna hjá Halla bæjó í sumar við ferðafyrirtæki hans í Ögri.  Skemmtilegur strákur og ætlar að skrifa bók.  Ég verð sennilega í henniTounge

En ég hef það gott í Austurríki, hér hefur verið afskaplega heitt allt upp undir 40° Núna er rigning langþráð hér skilst mér.   Gott fyrir gróðurinn.  Hér eiga flestir smáskika sem þeir rækta á, jarðarber, tómata, kálmeti, epli eða plómur eða bara hvað sem er. Þetta fólk hér í þorpinu hefur unnið við þetta um langan aldur, enda eru flestir hér í kring komnir yfir miðjan aldur, en svo er yngar fólki líka hér innan um, því hér tíðskast að börnin flytja ekki að heiman, heldur er byggð hæð ofan á húsið, og eldra fólkið er áfram á neðri hæðinni.  Það er ein amma hér niðri, en hún fylgir húsinu.  Tengdasonur hennar missti húsið til bankans!!!! já það gerist líka í Austurríki.  En málið er að gamla fólkið er verndað þannig að það má ekki setja það út á klakan.  Þau fá að dvelja í sinni íbúð svo lengi sem þau geta verið þar af heilsufarsástæðum.  Þetta mættu íslendingar huga að.

En það kemur meira af myndum seinna.  Eigið góðan sunnudag elskurnarHeart


Bloggfærslur 26. ágúst 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband