Myndasaga fyrir svefninn.

Segið svo að lítil krýli hugsi ekki rökrétt.  Heart Myndasaga fyrir svefninn.

IMG_3490

Bæ bæ, ég er farin!

IMG_3491

Getur einhver opnað dyrnar.  Ég er tilbúin með húfu og skó í pokanum.

IMG_3492

Opna fyrir mér.

IMG_3493

Lögð af stað.

IMG_3494

Opna Garðskálann!

IMG_3495

Úbbs það er dálítið kalt úti!

IMG_3496

Best að skottast inn aftur og fá sér skó.

IMG_3497

Já þessir passa ágætlega.

IMG_3498

Jamm þetta er fínt.

IMG_3500

Þá er ég farinn!

IMG_3501

Á ekkert að stoppa mann af hérna ?

IMG_3502

Það er nefnilega svo dimmt úti og kallt.

IMG_3503

Já þetta er miklu betra, fara upp i rúmið hennar stóru systur og horfa á mynd, hlýtt og notalegt, og svo á amma lika ís...

IMG_3504

Og stóra systir er nú alltaf best.

Góða nótt öll sömul. Heart


Á ferðalagi.

Nokkrar myndir frá ferðinni suður.

IMG_3410

Morgunin rís á Hólmavík, við lögðum af stað kl. 7 um morguninn og þá var niðamyrkur.

IMG_3414

Mér finnst þessir drangar magnaðir, þarna standa tröllinn á tali.

IMG_3417

Hrútafjörðurinn er magnaður líka, nú er búið að rífa Brú, Staðaskáli hinn nýji nýrisinn.  Og allt umhverfið breytt.

IMG_3419

Himnagalleríið opnaði svo um nýju leytið.

IMG_3420

Á Holtavörðuheiðinni.

IMG_3422

Í Hvalfirðinum voru hestarnir á beit.

IMG_3424

Höfuðborgin var tignarleg eins og alltaf, nema ég fyllist einhverskonar vanmætti, þegar ég sé allt rúttið og eyðilegginguna, hús hús hús, ekkert nema nýbyggð hús sem enginn kemur til með að búa í næstu árin.  Af hverju erum við svona gráðug í að skemma rífa upp gróður og eyðileggja allt í kring um okkur, meira að segja án þess að brýna þörf beri til ?

IMG_3426

Bryggjuhverfið, eitt fallegasta hverfi í Reykjavík og þó víðar væri leitað. 

IMG_3429

Og Arnar Milos, litli ömmuknúsilingurinn í Reykjavík.  Hann er orðin risastór.

IMG_3430

Hann er rosaleg líkur pabba sínum, eins og hann var á þessum aldri.

IMG_3435

Hann var dálítið feimin fyrst, en svo var bara gaman að sjá afa og ömmu.

IMG_3437

Hehehe svona fjölskyldumynd !!!

IMG_3439

Afi er líka rosalega flottur.

IMG_3441

Maður er alveg að fara að stíga sín fyrstu spor.

IMG_3445

Maður er líka farin að fikta í græjunum hans pabba, og veit að það má ekki LoLHeart

IMG_3447

en ég brá mér líka á Selfoss og svona... fékk kaffi hjá henni Hrönn bloggvinkonu minni, og með okkur eru þau Ljónshjarta svokallaður og Hlín prinsessa Heart

IMG_3449

Hér sést hann betur Ljónshjartað okkar allra.  En ég bara get sagt ykkur að við Hrönn leystum öll heimsins vandamál i eldhúsinu hennar yfir sterku og góðu kaffi og muffins.  Hitti meira að segja mömmusinnardúlludúsk, sem ég heyrði á öllu að hefur erft léttleikan og skemmtileg heitin hennar mömmu sinnar.  Takk fyrir mig elsku Hrönn mín, þetta var aleilis frábært.Heart

IMG_3451

Þetta hús heitir Nýsköpunarmiðstöð Íslands, hvorki meira né minna, það væri gaman að vita hvað fer fram þar innan dyra.  Oft hefur verið þörf, en aldei meiri nauðsyn en núna á nýsköpun í atvinnulífinu.  Það væri gaman að fá að heyra frá einhverjum sem þekkir til, hvað þarna fer fram, og hvar því er komið á framfæri, hverjir njóta þess og svo framvegis....  Allt í kring um þetta voru nefnilega risastórar verslanabyggingar, hálfkláraðar, tómar og á einhvernhátt deyjandi... sorglegt bara.

IMG_3452

En við fórum og fengum okkur dýrindis steik, naut medinum steikt með frönskum og hrásaladi, fyrir 1999.- skammtinn, og ég get sagt ykkur að fyrir utan að Búllan hans Tomma er vinaleg og kósý, þá var maturinn rosalega góður, steikin lungamjúk.  Ef fólk vill gera sér dagamun og ekki of dýrt, þá er þessi staður upplagður, elskuleg afgreiðsludama spillti ekki fyrir.

IMG_3453

Hér er allt sem lætur manni liða vel, þ.e.a.s. ef fólk er ekki sjúklega þrifið.  Þá á ég nákvæmlega við svoleiðis.  Ég á örugglega eftir að fara þarna aftur.

IMG_3454

Talandi um deyjandi verslun.  þetta er prime time í Krónunni, milli kl. 5 og 6 á föstudegi, og nánast enginn að versla.  Svona var þetta allstaðar.  Hjól atvinnulífsins eru að stöðvast, og það eina sem ráðamenn gera er að skrönglast í vinnuna, hamast við að þegja um allt, og svo er manni sagt að það sé verið á fullu að fela spor og krussa allt svo erfitt verði að rekja málin, ef þau verða rannsökuð.  Nei því fyrr sem hreinsað verður til því betra.

IMG_3455

ég fór á fróðlegan fund um fjölmiðla á vegum Frjálslynda flokksins, þar voru yfir 40 manns þrátt fyrir tímasetninguna kl. 14.00 á laugardegi, þegar allur bærinn iðaði af mótmælum,  ég sleppti göngunni fyrir þennan fund.  Framsögumenn voru Þorbjörn Broddason og Reynir Traustason, og Jón Magnússon.  Þeir héldu afskaplega fróðleg erindi um hvernig fjölmiðlar helgast af eigendum sínum, og hve mikilvægt er að fólk þekki eignarhald á fjölmiðlum, til að átta sig á hvernig túlka beri fréttirnar.  Þeir voru sammála um að fjölbreyttni væri nauðsynleg á fjölmiðlamarkaði.  þar kom fram að DV og Útvarp Saga væru fjömiðlar fólksins á götunni.  Reynir hélt mjög áhugavert erindi, þar sem hann benti á fjögur dæmi um að eigendur og/eða auðmenn hafi gripið inn í atburðarrás, nefndi hann til dæmis þegar Séð og Heyrt var tekið af sölu í búðum þegar fjallað var um Bæjarstjórann í Kópavogi og Goldfinger, sama gerðis með Ísafold, þegar þar var til umfjöllunar efni sem ekki hentaði sumum. Það versta í þessu var, sagði Reynir að hvorki siðanefnd blaðamannafélagsins eða akademían sá ástæðu til að aðhafast neitt við þessum árásum á tjáningafrelsið, og það er alveg rétt hjá honum, þar er ekki sama Jón og séra Jón. Hann benti líka á þegar Björgúlfur fékk drottningarviðtal í Mogganum, og sagði að hann hefði ekki viljað taka slíkt viðtal við Jón Ásgeir, meðan hann átti Fréttablaðið.  Já Fjölmiðlar hafa brugðist fólki, það er nokkuð ljóst, en þeir eiga líka við erfiðar aðstæður að etja, þar sem þeir eiga á hættu að missa vinnuna, segi þeir eitthvað sem ekki má segja.  Reynir benti á að þeir hefðu haft rökstuddan grun um bankakreppuna miklu fyrr í sumar, en verið sagt að ef þeir hefðu sig ekki hæga, myndi þeim verða kennt um bankahrunið, eins og þeim hafði verið kennt um sjálfsmorðið á sínum tíma.  Það lá því hótun í loftinu.

IMG_3456

ég hugsa að ég farið að kaupa DV oftar bara til að styrkja blaðið.  Það hefur skúbbað ýmsum málum upp á síðkastið, sem annars hefðu legið í þagnargildi.

IMG_3457

En í miðbænum var allt á fullu, menn að koma og greinilegt að mikið stóð til.

IMG_3458

Öngþveiti á götum, sírenur á fullu og allt á útopnu.

IMG_3459

Fólk þusti að úr öllum áttum, lýðræði var að taka á sig mynd.  Fólki loksins nóg boðið og komin tími til.

IMG_3482

Þó ríkti friður við tjörnina, og svanahjónin syntu saman út í kvöldið og nóttina. Heart

IMG_3483

Heima hjá ættingjum okkar var piparköku ilmur í loftinu, fjölskyldan sameinuð við bakstur, eins og þau hafa gert frá því að dæturnar voru litlar, núna eru amma, dætur og börnin öll saman við baksturinn, þetta er yndælt.

IMG_3484

Þau voru bara ansi myndarleg krakkarnir við að skera út kökurnar.  Svo á eftir að skreyta þær seinna.

IMG_3486

Og þrátt fyrir allt eru jólin að koma í Reykjavik.

IMG_3487

Og þá var bara eftir að koma heim, taka upp úr töskunum eitthvað sem litlar prinsessur og prinsar höfðu beðið eftir að skoða.  Vöktu eftir afa og ömmu. Heart Þetta er hún Frída hún er sænsk, voða indæl.

IMG_3489

Og stubburinn hafði saknað okkar líka og við hans.  Eigið góðan dag elskurnar. Heart


Nýja Ísland á morgun.

Var að koma inn úr dyrunum og hef ekki haft tíma til að svara ykkur elskurnar, en ég vil endilega setja inn myndir af Austurvelli, ég er uppfull af orku og hreykni yfir íslenskum almenningi.

IMG_3461

Það var ljóst þegar komið var niður í bæ, að þar var allt fullt af lífi, fólk að koma og allir mjög áhugasamir. 

IMG_3462

Loksins er fólk að vakna og láta í sér heyra, stemningin var alveg frábær, og einhugur fólksins áberandi, ég var stolt af mínu fólki.

IMG_3464

Það var augljóst að hér var fólkið í landinu samtaka án tillits til þjóðfélagsstétta aðstöðu eða hverju sem var, þetta var fólkið í landinu, fólkið mitt í sínum samtakamætti.

IMG_3466

Ræðurnar voru magnaðar, sérlega var ég hrifin af Einari Kárasyni, og viðbrögðum fólksins við ræðu hans. 

IMG_3467

Loksins loksins eru menn að vakna upp og láta til sín taka, ég hef beðið þessarar stundar lengi.

IMG_3470

Það mátti vel lesa ákefð og stolt úr andlitum fólksins.

IMG_3475

Og spjöldin sögðu sína sögu.

IMG_3477

Við erum að upplifa nýja tíma, nýtt Ísland, nýjar væntingar, og nýja sýn á framtíðina.

IMG_3478

Að standa saman og krefjast þess að spillingaröflin fari frá.  Leyfi íslensku vori að blómstra.  Víki svo nýjir tímar megi líta dagsins ljós, það er krafa fólksins, svo það er eins gott að núverandi yfirvöld hlusti og komi sér burt, því þau njóta einskis trausts, hvorki hér heima né erlendis, eru reyndar aðhlátursefni út i heiminum.

IMG_3479

Loksins gerðist eitthvað sem skiptir máli.

IMG_34771

Héðan af verður ekki aftur snúið.  Boltinn er byrjaður að rúlla.

IMG_3481

Úr öskunni mun fuglinn Fönix rísa.  Nýtt Ísland með þúsund radda brag mun óma um heimsbyggðina.  Á morgun!!!Heart


Bloggfærslur 9. nóvember 2008

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2024208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband