11.5.2007 | 19:34
Þetta er að hafast bræður og systur.
Í baráttunni. Á síðustu metrunum náum við þessu vona ég. Fyrir litla manninn Jón og litlu konuna Gunnu. Fyrir aldraða og sjúka, og fyrir fátæka og smáa. Fyrir sjómenn og fiskvinnslufólk. Fyrir iðnaðarmenn og verkafólk. En líka fyrir erlent fólk sem hér vill vera og setjast að. Og fyrir þá sem ekki geta fengið ættingja sína í heimsókn einu sinni, af því að þeir búa utan Evrópu.
Það er margt sem þarf að leiðrétta. Það er best tryggt með því að kjósa Frjálslynda flokkinn, Samfylkinguna eða Vinstri græna. En munum að sigurinn verður ekki fullkomin nema Frjálslyndi flokkurinn komi vel út í kosningunum.
Ég er orðin þreytt á ríkisstjórninni. Ég er orðin þreytt á valdasjúku fólki sem heldur í alvöru að það sé ekkert líf eftir langa stjórnarsetu. Þau verða að muna að þá gefst þeim næði til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Ef til vill neyðast þau til að fara að hlusta á fólkið í landinu. Alla ekki bara suma.
Í kjörklefanum erum við frjáls. Þar eigum við völina um að skipta út ráðamönnum. Á morgun er okkar dagur. Dagur litla Jóns og Litlu Gunnu. Einu sinni á fjögurra ára fresti verða þau mikilvæg og skipta máli. Ekki glata því tækifæri. Ekki láta plata sig eina ferðina enn. Ekki láta heldur hóta sér. Því á morgun erum við öll atvinnurekendur sem getum ráðið og rekið það fólk sem við höfum haft í vinnu núna í mörg herrans ár, en ætla núna allt í einu að gera allt fyrir okkur. Öll loforðin sem gefin hafa verið á að efna nákvæmlega núna. Af hverju ættum við að trúa því að í þetta sinn verði það að veruleika? Af hverju ættum við að trúa því að nákvæmlega núna ætli þau að hlusta ?
Nei vinir við skulum gefa nýju fólki tækifæri til að gera betur. Nýjir vendir sópa best. Og Það þarf engan kjark til að breyta. Það þarf bara að gera það sem samviskan segir manni. Og vera eigin herra þann 12. maí 2007.
![]() |
Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
11.5.2007 | 12:47
Búa tvær þjóðir í þessu landi ?
Alþýðukonan vinkona mín kom í dag með pistil sem hún bað mig að birta fyrir sig.
Hér kemur hann:
Ég landsbyggðarmanneskjan velti því stundum fyrir mér hvort höfuðborgarbúar geri sér grein fyrir því, að við landsbyggðarfólk búum viði annan veruleika heldur en það. Ég held ekki !
Við erum hins vegar neydd til þess daglega að horfa upp á þennan blákalda veruleika, þegar við göngum í gegnum þorpin okkar, og lítum yfirgefin hús, auðar götur, lokaðar búðir og tóm fiskvinnsluhús.
Fólk hefur misst vinnuna, tapað aleigunni og glatað voninni.
Ef þetta hefði gerst á einum degi, hefðu allir áttað sig strax. En þannig var það ekki. Þetta læddist aftan að okkur, eins og öll lymska gerir.
Ég spyr - Hver tók sér það vald á hendur að koma okkur í þessa stöðu ? Ég trúi því ekki að þjóðin sé samþykk svona valdníðslu. Hafið það í huga, það erum við í dag en röðin gæti komið að ykkur á morgun.
Við erum fiskveiðiþjóð, því megum við aldrei gleyma.
Nýtum auðlind okkar af skynsemi, en ekki af græðgi.
Núna á laugardaginn 12. maí er hugsanlega okkar síðasta tækifæri til þess að snúa þessari óheilla þróunn við. Látum það ekki úr greipum okkar ganga. Söfnum liði og kjósum rétt.
Að lokum langar mig að vapra framm einni spurningu: Er það ekki hættulegt lýðræðinu, þegar tveir of líkir flokkar fara með völdin. erum við þá ekki farin að hallast að einræði oog hagsmunagæslan stefnir öll í eina átt.
Í lýðræðiþjóðfélagi er það skylda okkar að hafa skoðanir, o gbera saman bækur okkar. Annars höfum við ekkert með þetta lýðræði að gera.
Fisk á diskinn minn í dag á Silfurtorgi kl. þrjú. Sjáumst !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.5.2007 | 11:00
Fiskur í soðið frá Frjálslyndum i dag.
Þá er komið að því. Við ætlum að halda uppteknum hætti og gefa fólki í soðið á Silfurtorgi í dag milli klukkan þrjú og sex, eða á fínu máli 15.00 til 17.00.
Set hér með nokkrar myndir sem teknar voru fyrir nokkrum árum við sama tilfelli.
Fólk safnast saman til að fá sér í soðið.
Hér er gamla kempan Addi Kitta Gau að gefa einni dömu í soðið.
Hann tekur sig vel út í flökuninni.
Hér erum við bæði að flaka. Sýnist þetta vera steinbítur.
Jamm maður kann nú handtökin. Þegar ég var 17 ára þurfti ég að fara í stóra tannaðgerð í Reykjavík, ég réði mig í frystihúsið á Kirkjusandi meðan ég var hjá honum. Og ég fékk karlmannskaup, (þá var það þannig) af því að ég kunni að flaka og ég var að Vestan, þannig var nú standardinn. Ég verð að viðurkenna að hinar konurnar voru ekki par ánægðar með þetta fyrirkomulag. Og að stelputryppi nýkomið í bæinn skyldi fá meira kaup en þær sem voru búnar að vinna í mörg ár. Já lífið er stundum skrýtið.
Enn er flakað og gefið í soðið.
Hér eru tveir þekktir hér fyrir vestan, Guðjón Ólafsson kennari leikari og skríbent, og höfðinginn Finnbogi Hermannsson, sem nýlega hefur látið af yfirmennsku á RuvVest. Hann er spekingslegur eins og sjá má. Og þarna sjást líka fiskibollur sem við höfðum útbúið og gáfum líka.
Núna verður vonandi fjör í dag. Og ekkert er hollara en glænýr fiskkur upp úr sjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2007 | 00:18
Hingað og ekki lengra.
Ég á ekki til orð, bloggvinur minn Jakob Kristinsson sem er öryrki tjáði sig um Kompásþáttinn á bloggi sínu um daginn. Hann sagði sína sögu af kvótasvindli. Og allt í einu er hann komin milli tannanna á kerfinu. Þeir eru að spá í hvort þeir eigi að kæra hann eða ekki. Ég segi nú bara HINGAÐ OG EKKI LENGRA. Þessir ofstopamenn gerðu útgerðamann að öreiga á Patreksfirði þegar hann ákvað að uppljóstra um brottkast. Hann var dæmdur fyrir brottkast á fimm eða sjö fiskum.
Núna eftir Kompásþáttin, þá fara þessi stjórnvöld með aðför að þeim sem segja frá glæpunum. Og þar ber hæst öryrki sem viðurkennir og segir réttilega frá því ástandi sem ríkir í þessu arfavitlausa kerfi sem hér er.
Hér er hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 11. maí 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar