Færsluflokkur: Bloggar
15.12.2009 | 00:13
Kammerkór, gönguferð og bara eitthvað ljúft undir svefninn.
Ég er búin að vera ótrúlega drusluleg undanfarið. Loksins er ég að komast á rétt ról. En ég átti eftir að setja hér inn ýmislegt sem ég hafði lofað ykkur mín kæru.
Eins og við vorum að ræða hér á undan, þá eru börn ótrúlega fljót að tileinka sér að hlusta og taka eftir því sem við þau er sagt. það þarf ekki marga mánuði.
Ingi frændi nýkomin frá noregsi, hafði lofað Evítu Cesil að koma með sleikjó og auðvitað átti Ásthildur líka að fá. Og svo er bara að ná sér í nógu marga
Yndislega Matta mín með Símon Dag, þrjátíu ára og flott. Og bauð til veislu.
Stelpurnar mínar þrjár vantar tvær Siggu og Marijönu. En hér með minnstu börnin sín.
Að fara út að skemmta okkur með kammerkórnum. Ég sárlasin en svona er þetta bara.
Svona opnar maður rauðvínsflösku þegar ekki finnst upptakari!!!
Allt í einu voru allir karlarnir horfnir fram í eldhús.
Málið var að þar sem hér voru líka börn þá var bökuð pizza, og þeir voru að fylgjast með bakstrinum hehehe, en það þurfti svo konu hana Guðrúnu til að taka pizzuna út.
Við vorum aftur á móti í brauði og fíneríi.
Mig langaði að heyra lag frá kammerkórnum, og var þeirri bón ljúflega tekið. En svo var því allt í einu snúið upp á að karlakórsfélagar sem þarna voru í meirihluta tækju Veifa túttum Vilta Rósa. hehehehe
Gruna kórstjórann Guðrúnu Jónsdóttur um græsku. en við konurnar nutum þess að hlusta á strákana okkar syngja.
En það tók smá tíma að fá karlana til að hitna og syngja, og þetta eru þau bestu tilþrif sem ég hef séð hingað til. Viðar bara koðnaði niður í ekki neitt við stjórnun Guðrúnar, segi og skrifa. En tilgangurinn helgar meðalið og hún fékk strákana til að syngja Veifa Túttum af krafti. Svona eiga stjórnendur að vera.
Svo er það Torfi, hann var að segja sögur, meðal annars af pabba mínum og afa á Straumnesfjalli þar sem hann var með í för ungur drengur.
Og Torfi kann að segja frá. Sumum er það bara eðlislægt að segja sögur. Þetta toppar enginn.
Ég meina maður "heyrir" hlátrasköllin ekki satt?
En út í enn yndislega dag á Ísafirði.
Dóttir mín tók þessar myndir, þar sem ég ákvað að liggja í rúminu og reyna að ná heilsu.
Stundum held ég að "afi" sé einn af börnunum.
Það sem honum dettur í hug......
Njólaskógurinn nær yfir Hönnu Sól, ekkert smávegis þar.
Horfðu til himins... með höfuð hátt, horfðu til himins.....
Bara svona, þetta er algeng sjón á pollinum okkar, speglun frá fjöllunum, risastór listaverk sem eru svo tignarleg.
Svo þarf að hjálpa litlum skottum yfir erfiðustu hjallana.
en nánar er skoðað sést efst á fjallabrúnum smá sól. Það er sólin sem við höfum í dag.
Jamm þetta er sólin sem við höfum i skammdeginu. En hún er þá ekki í augunum á okkur endalaust.
Það má finna snjó... með góðum vilja, eins og allt annað. Við getum allt ef við bara leitum eftir því.
Yndisleg birta, snæfjallaströndin blasir við í sól.
Ef þið horfið í augun á barninu, þá er auðséð að hún er ævarreið. það er vegna þess að mamma hennar fór á kajak með pabba sínum og amma var heima að passa. Það hentaði ekki prinsessunni litlu hehehe...
Hér er elsku Sunna mín komin aftur í heimsókn.
Og við kveðjum bara héðan úr kúlunni.
Á morgun á að bjóða hana upp, svo það væri gott að þið mynduð krossa fingur og tær fyrir því að það færi allt á besta veg og að við fáum mögulega að halda henni. Því það skiptir bara svo miklu máli fyrir mig allavega. Ég vil bjóða ykkur góða nótt og vona að þið sofið vært og rótt og að gjafir Jólasveinanna rati ofan í skóna ykkar, hvort sem það verður nammi, dót eða bara tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi mín kæru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
13.12.2009 | 20:58
Göngutúr og ýmsar hugleiðinar.
Ég er búin að slaka vel á í dag. Hugsa um heilsuna og sona.
En ég lofaði nokkrum myndum að gönguferð í gær.
Byrja á smáknús.
Tilbúin í göngutúr.
Það þarf samt töluverða þolinmæði að bíða eftir að litla systir verði klár.
Og trúið eða ekki, hér erum við að tala um næstum hádegi.
Reyndar er þetta svona nær birtunni en samt!!!
Og sumstaðar er ennþá snjór ennþá.
En svona að mestu er enginn snjór í byggð og það eru að koma jól.
En það var virkilega gaman að rölta með fjölskyldunni mæli með því sem heilsubót og líka sálarhreinsandi.
Blessuð börnin eru okkur betrumbætingar á meira en einn veg. Þau geta hreinlega bjargað sálarheill okkar, ef við tökum þannig á málunum.
ef við skoðum sakleysið, og allt það smáa sem gerir okkur að þeim manneskjum sem við erum, sjáum jafnvel gleðina í því einfalda og smáa. Kitlum hláturtaugar við það einfalda og saklausa. það er mikilsvirði að geta það á þessum tímum. Gleyma sér í einfeldni og sakleysi æskunnar.
Það er allt fyrir framan nefið á okkur, ef við bara lítum upp og leyfum okkur að njóta þess.
Já við getum svo sem leyft okkur að verða börn aftur.
Muna þegar maður sjálfur var svona lítill og saklaus.
Vinna svo sálartetrið sitt þaðan út í lífið.
Muna að þrátt fyrir allt þá eigum við ennþá þetta land og þess dásemdir, ef okkur tekst að koma í veg fyrir að ráðamenn selji það allt undir erlend yfirráð.
Ég er nefnilega alveg klár á að erlendis gera menn sér miklu meira grein fyrir hvað er hér í boði og húfi. Það fer að verða skortur á ýmsum nauðsynjum eins og vatni og ósnertri náttúru, og ef við gætum ekki að, gæti alleins farið svo að þeir sem við veljum til að gæta hags okkar, sæju sér tækifæri í að framselja þetta í hendur annara, fyrir sig og sína. 'Eg er ekki að segja að það sé endilega núna, en það er bara tímaspurnsmál, hvenær það verður, því það er bara þannig. Þess vegna þurfum við að fara að huga að því sem við eigum, og hverju við viljum fórna fyrir tímabundin lífsgæði. Og þá er eins gott að muna að við eigum börn og barnabörn og jafnvel barnabarnabörn sem þurfa líka að lifa eins og frjálsborið fólk.
Þá dugar ekki bara að fylgja "sínum flokki" eða hugsa um flokkshollustu. Þá dugar ekkert annað en að velja það sem best er fyrir okkar afkomendur. Ég vil sjá mína frjálsa með öll þau tækifæri og metnað sem landið mitt getur gefið þeim. Ekkert minna en það dugar mér. Ég gæti sennilega farið út í stríð og jafnvel drepið svikara til að vernda börnin mín. Og þetta segi ég sem er uppfull af því að bjarga hunangsflugum upp úr tjörninni á vorin, og búin að kenna barnabörnunum að gera það sama.
Á leið heim aftur eftir yndislegan göngutúr.
Og þá erum við komin heim.
En ég verð að segja ykkur að dóttir mín kom í Séð og Heyrt, já ég get svo svarið það. Hef reyndar aldrei keypt það blað fyrr en nú, og hér er skýringin.
Veit svo sem ekki hver þessi Daníel er, en hann er víst að gefa út lög. En þau ásamt ástvinum fóru saman til parísar í línuskautarallí. Sel það ekki en ég keypti, en þetta er fallega dóttirin mín. Svo þið sjáið að Hanna Sól og Ásthildur eiga nú ekki langt að sækja fyrirsætugenin.
Tók þessa mynd af vefsíðu Sæfara í dag. Þau Elli minn og Bara brugðu sér á kajak í dag í þessu yndislega veðri sem er hér þessa dagana.
Eigið góða nótt elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
13.12.2009 | 00:14
Eitthvað sætt undir svefninn.
Ég ætlaði að setja hér inn í kvöld gönguferðina okkar í morgun. En ákvað að setja inn myndir frá því í gær. Bara svona ljúfar yndislegar myndir af yndislegum krökkum. Það er ljúft undir svefninn, göngutúrin kemur bara á morgun, og ævintýri dagsins í dag.
Eigum við ekki bara að láta það eftir okkur að vera í smákrúttkasti?
Óborganleg fegurð, hrein og tær.
Sakleysið algjört.
Gleðin svo einlæg, að hverjum manni getur vöknað um augu.
Svo má brosa gegnum tárin.
En í allri þessari eymd sem við erum að upplifa, þá er nauðsynlegt að njóta þess fallega, saklausa og yndislega sem okkur býðst af gleði og ánægju sakleysisins.
Allavega er ég rosalega þakklát fyrir það sem ég hef í kring um mig, og langar að miðla því til fólks sem mér þykir vænt um, og miklu fleiri en tjá sig hér. Því ég veit að þar eru miklu fleiri sem fylgjast með og þakka mér fyrir og knúsa þegar það hittir mig. það þykir mér mjög vænt um líka.
Hér er elsku Sunnubarnið sem er hetjan mín. Notar sína lífsreynslu til að hálpa öðrum. Er það ekki einmitt það sem við ættum öll að gera?
Sakleysið er okkur nauðsynlegt til að lifa af í þessu lífi. Segi og skrifa.
Nákvæmlega.
Litla yndislega fjölskyldan mín sem hér er núna. En það er meira eftir að koma.
Í boði Hönnu Sólar, fjölskyldumynd, fjölskyldufaðirinn var teiknaður inn eftir á, og takið eftir að það er vídd í teikningunni. En ég get sagt ykkur að á morgun koma myndir af göngutúr, 30 afmæli tengdadóttur og skemmtun með kammerkór Ísafjarðar. Það er því bara ................ nú hljóma ég eins og Stöð2 heheheh... En er ekki lífið til að lifa því?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.12.2009 | 14:58
Tónleikar T.Í. og konukvöld hjá Karlakórnum Erni.
Ég veit að ég hefði átt að liggja í rúminu í gær, en í fyrsta lagi þá átti Úlfurinn að spila á tónleikum. Hann er nýkomin úr sveitinni. Hann nýtur sín afskaplega vel hjá Stellu í Heydal, enda er hún alveg sérstök. Og svo var konukvöld hjá Karlakórnum Erni.
Fyrst þurfti að pússla svolítið. Evíta og Ásthildur báðar mjög áhugasamar um púsl.
Prinsessan mín stóra búin að klæða sig upp á til að fara á Tónleika.
Sæt og fín.
Við dyrnar á Hömrum, en það er salur Tónlistaskólans á Ísafirði annað af tveim menningarhúsum hér.
Og á tónleikum situr maður hljóður og hlustar á músikina.
Úlfurinn ótrúlega flottur, kom úr sveitinni þennan sama dag, og spilar feillaust bara eftir nótum. Það myndu ekki margir leika eftir.
Þessi unga dama þandi nikku og gerði það vel.
Hér er svo verðandi gítarleikari.
Feiri nikkarar.
Það er eitt víst að ísfirskar hljómsveitir mun ekki skorta færa hljóðfæraleikara. Og það eru raunar tveir tónlistaskólar hér, Tónlistaskóli Ísafjarðar, gamall og rótgróin, og svo Listaskóla Rögnvaldar. Þar er meira um aðrar listir líka, ballet, freestyle dans og margt fleira.
Ekki skortir heldur trommara. En ég varð því miður að láta mig hverfa af vettvangi. Þau sátu áfram Elli og börnin. Það er nefnilega kurteisi og virðing við nemendur að sitja alla tónleikana, svo eru þeir bara svo skemmtilegir.
Og úti er jólalegt, veðrið var yndisleg 9°hiti og logn.
Silfurtorgið allt í ljósum.
Jólalegar útstillingar í gluggum.
Rut bregst heldur ekki. Stollenbrauði og allar góðu kökurnar í Gamla bakaríinu.
Allir geta fengið sér nýja flík fyrir jólin. ´Þessi búð er greinilega alveg ný. En ég versla mín dress hjá Jóni og Gunnu, þau eru með föt í öllum stærðum, líka minni.
Ég gekk líka framhjá Slunkaríki, þar er greinilega sýning í gangi. Þetta er minnsta gallerí Íslands. Og heitir eftir Sóloni sem byggði sér hús sem hann kallaði Slúnkaríki, sérstæður maðurinn sá.
Þessi jóli hefur annað hvort verið orðin örþreyttur eftir að hafa sett í skó fyrir ísfirsk börn, eða þá að hann hefur fengið sér of mikið neðan í því. Hann lá allavega svona kylliflatur.
Fiskarnir hans Júlla míns liggja víða. Þessa setti hann niður sjálfur þegar hann var að laga steinvegg fyrir vini sína.
Það yljar mér að sjá verkin hans.
En skyndilega kallaði rám rödd, jeppi stoppaði, og ég heyrði Viltu far?
Var þetta þá ekki Rúnar Þór vinur minn og Öddi, báðir þessar elskur. Þeir eru að spila í Krúsinni í kvöld, þú kemur nú og tekur lagið með okkur sagði Rúnar. Ég var með þessum elskum í hljómsveitum hér í denn. Og ég kallaði Rúnar lyklabarnið mitt. Það eru ástæður fyrir því en ... Við verðum að láta taka mynd af okkur sagði ég.
Já eins og í gömlu daga. Oh hvað það var skemmtilegt að hitta þá.
Þessi glæsilegi kórfélagi tók svo má móti mér með jólaglögg við innganginn.
Það var mikið fjör á konukvöldi. Hér er formaðurinn doktorinn að ræða við einn úr skemmtinefndinni.
Mugipapa var veislustjóri eins og auðvitað alltaf, hann er með skemmtilegri mönnum, pilturinn sá.
Hér eru þeir verðlaunaðir sem lengst hafa verið í kórnum frá upphafi.
Svo komu krakkar úr Litla Leikklúbbnum og sungu fyrir okkur, lögin hennar Ellýjar Vilhjáms.
Þau ætla að frumsýna í febrúar, og ég er ákveðin í að fara. Það verður örugglega skemmtilegt.
Gummi Hjalta og hljómsveit spila undir.
Virkilega gaman að sjá þessa flottu krakka uppábúin eins og hér í den, og syngja svona ljómandi vel.
Hér er svo aftur á móti fyrsti tenór sem tók lagið fyrir okkur.
Tvíundarsöngur, þeir sungu minnir mig ó mín flaskan fríða en þeir sungu það á Ungversku.
Hér er svo kórinn allur, þeir eru rosalega flottir.
Og hér kemur lagið sem Viðar tannlæknir fær að stjórna með tilþrifum. En það kallast Veifa Túttum, vilta Rósa. Það er að vísu ítalskt og tekstinn ekki alveg í anda stjórnandans. En hvað um það við öll hin elskum þessa útgáfu af laginu og horfa á Viðar stjórna.
En allt tekur svo enda og líka þetta skemmtilega kvöld. Ég verð að segja að maturinn var algjört lostæti en Gestur Elíasson sá um eldamennskuna, grafin lax, grafin ýsa, síld og plokkfiskur. En þvílíkt sem þetta var gott.
En nú er að reyna að ná úr sér þessu lungnakvefi. Við fórum að vísu í göngtúr í morgun, við Elli minn Bára og stelpurnar. En ég læt inn myndir af því seinna í kvöld. Það var yndislegt veður og eins og vor í lofti.
En nú sendi ég ykkur knús inn í helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.12.2009 | 12:32
Bara nokkur orð.
Ég sem aldrei verð veik, eða sjaldan féll í kvef og broncitis búin að hósta úr mér lifur og lungu, og verið í rúminu. Þetta er sem betur fer að skána hjá mér. Fékk meðul við þessum fjanda. Það hefur verið dálítill skuggi á komu dóttur minnar, en um leið feginleiki að hún sér þá alfarið um stelpurnar. Enda er bara mamma mamma... eins og vera ber. Hún er annars að vinna hjá dýralækninum á staðnum, þær sendast út um allar trissur. Það eru kindur, kýr og hundar og allskyns dýr sem þurfa aðhlynningu.
En ég set inn nokkrar myndir. Það hefur svo sem ekki verið barnalaust húsið þó húsfrúin hafi legið í bælinu.
Veðrið er fallegt í dag, eins og svo oft áður.
Minnsta prinsessan kom í smáheimsókn. Og henni finnst gaman hjá afa.
Hanna Sól er líka hrifin af litlu frænku sinni.
Þessir piltar voru duglegir í gær, hjálpuðu mér við að passa Símon Dag meðan mamma hans þurfti að brega sér frá.
Ásthildur og Evíta á kafi í að lita.
Litla skottan mín sem er orðin svo stór.
En ég ætla að ná mér á strik. Það gengur náttúrulegal ekki að ganga um eins og kjöltrandi fýsibelgur.
Knús á ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
8.12.2009 | 20:23
Ljúft undir svefninn.
Bóndinn minn sagði alltaf þegar við vorum komin upp í rúm og ég fór að ræða einhver vandræða mál, ekki ræða þetta svona undir svefninn, þá hugsum við bara góðar hugsanir.
Svo ég ætla að setja inn nokkrar krúttmyndir undir svefninn, því hvað sem öðru líður, þá verðum við að lifa af, hvað sem misvitur stjórnvöld gera. Okkar tími mun koma, og það verður tími uppgjörs og heiðarleika og sanngirni. Við verðum að trúa því að sá tími renni upp, en þá þurfum við fyrst að losa okkur við flokksræðið og fara að hugsa sjálfstætt og gefa skít í "flokkinn" og fylgja tilfinningum okkar sjálfra.
Mamma er komin með ýmsar gjafir en fyrst og fremsts bara hún sjálf.
Hanna Sól fékk blóma inniskó en Ásthildur fékk pödduinniskó sem hún er rosalega hrifinn af .
Mamma er alltaf best.
Knús mamma mín.
Nýjasta frá módel Hönnu Sól, trefill og plöntuinniskór.
Alveg sama hvað þessu barni dettur í hug hún er alltaf jafn falleg.
Fegurð í sjálfu sér skiptir samt engu máli ef einstaklingurinn er ekki gegnheill í fegurðinni þá bara verður ekkert úr henni.
Þessi einstaklingur er bara jafnfalleg utan og innan, þannig er það bara.
afi og indíjána prinsessan að lita saman.
Skottið alltaf jafn einlæg og yndæl.
Og Ísafjörður sýnir sína bestu hlið. Góða nótt ljúfurnar mínar af báðum kynjum megi allar góðar vættir vaka með ykkur og vernda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
8.12.2009 | 13:36
Heyrum hvað fólkið hefur að segja sem hefur talað við AGSstjórnendur augliti til auglitis. Líkar okkur svörin?
Ég vil benda fólki á að lesa blogg nokkura einstaklinga sem fóru á fund með Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum 4. desember til að krefjast svara við áleitnum spurningum.
Fundinn sátu fyrir hönd íslenska hópsins: Gunnar Sigurðsson, Heiða B.Heiðarsdóttir, Ásta Hafberg, Einar Már Guðmundsson, Helga Þórðardóttir, Gunnar Skúli Ármannsson, Lilja Mósesdóttir, Elías Pétursson, Ólafur Arnarson.
Hér er blogg Helgu Þórðardóttur, þar sem hún fer ítarlega yfir málin og svörin. Þetta er afskaplega vel skrifað og vel upp sett af Helgu og þarf að komast sem víðast að svo fólk átti sig á því að hér er ekki neitt dægurmál á ferðinni, og þeir sem eru að andmæla Icesave bera hag lands og þjóðar fyrir hag en ekki pólitísku þrasi.
http://helgatho.blog.is/blog/helgatho/entry/990078/#comment2714914
Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4 desember 2009
Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4 desember 2009.
Fundur með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Franek og Flanagan, með hóp Íslendinga sem sent hafa Strauss-Kahn bréf.
Fundinn sátu fyrir hönd íslenska hópsins: Gunnar Sigurðsson, Heiða B.Heiðarsdóttir, Ásta Hafberg, Einar Már Guðmundsson, Helga Þórðardóttir, Gunnar Skúli Ármannsson, Lilja Mósesdóttir, Elías Pétursson, Ólafur Arnarson.
Fundurinn sem stóð í tæpar tvær klukkustundir var að sumu leyti upplýsandi og þökkum við fulltrúum AGS fyrir hann.
Eftirfarandi grundvallaratriði voru tekin fyrir. Farið var kerfisbundið í gegnum neðantalin atriði á fundinum. Lögð voru fram gögn máli okkar til stuðnings. Reynt var með öllum ráðum að fá fram skýr svör byggð á staðreyndum.
1. Að vöruskiptajöfnuður Íslands verði jákvæður um það bil 160 milljarða á ári næstu tíu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum hvernig þetta gæti orðið að veruleika.
2. Að tekjur ríkisins aukist um 50 milljarða á ári næstu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum að þetta væri mögulegt.
3. Að landsframleiðsla aukist næstu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum að þetta væri mögulegt.
4. Hversu hátt skuldaþol Íslands af vergri landsframleiðsu getur orðið? Flanagan snéri sig út úr því og gaf ekki skýrt svar.
Fyrrnefnd grundvallaratriði eru forsendur þess að áætlun AGS gangi upp. Okkar mat er að engar forsendur séu til staðar svo viðkomandi grundvallaratrið verði að raunveruleika. Af því leiðir að áætlun AGS er brostin. Flanagan tókst ekki að hnika til sannfæringu okkar. Því miður þá sjáum við ekki neina vitglóru í áætlun AGS.
Flanagan tókst ekki að hrekja gagnrýni okkar á sannfærandi hátt óþægilegar spurningar leiddi hann hjá sér.
1. Vöruskiptajöfnuður.
Við bentum á að í sögulegu samhengi væru engin fordæmi fyrir jákvæðum vöruskiptajöfnuði í þessu magni í svo langan tíma. Eini raunhæfi möguleikinn er að minnka innflutning verulega.
Flanagan taldi ekki gagnlegt að bera fortíðina saman við framtíðina. Flanagan telur fortíðina ekki í raun ekki marktæka vegna hinna miklu breytinga sem hrunið hefði í för með sér á tekjustoðum landsins. Við bentum honum á að fyrir bankabólu þá hefðum við verið með hagkerfi sem líktist því sem hann væri að lýsa, hann virtist ekki telja það eiga við. Hann taldi að kreppan myndi leiða til langvarandi jákvæðs viðskiptajöfnuðar, sem stenst ekki í sögulegu samhengi. Hann gat ekki bent á neinar áætlanir sem gætu skapað þennan vöruskiptajöfnuð. Hann ræddi ekki um minnkun á innflutningi. Hann taldi kvótakerfið koma í veg fyrir aukin útflutning á fiski í tonnum talið. Einhver óljós orð hafði hann um orkufrekan iðnað.
Niðurstaðan eftir að hafa hlustað á hann var sú að hann taldi þetta gerast, en gat ekki skýrt hvernig.
Síðar á fundinum hrökk upp úr Flanagan hvernig vöruskiptajöfnuðurinn er fenginn. Skuldir Íslands voru lagðar saman og síðan var vöruskiptajöfnuðurinn stilltur af þannig að Ísland gæti staðið í skilum. Þetta er vel þekkt aðgerð í Excel forritinu og kallast goalseeking
2. Tekjur ríkisins.
Flanagan nefndi auknar skatttekjur. Við bentum honum á að árið 2008 hefði verið eitt besta skattaár Íslands sögunnar. Forsendur til að afla mikilla skatta á árinu 2008 voru einstaklega hagstæðar. Þær forsendur eru brostnar að okkar mati í dag. Bankarnir hrundu, laun hafa lækkað, atvinnustarfsemi í lágmarki o.sv.fr. Hvernig við getum gert ráð fyrir að fá jafngóðar skatttekjur árið 2010 og árið 2008? Þar að auki hvernig eiga skatttekjur að aukast um 50 milljarða á hverju ári í mörg ár. Flanagan hafði ekkert svar við því. Hann gat ekki skýrt út fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu.
3. Landsframleiðslan.
Flanagan var spurður út í áætlanir þeirra varðandi vöxt landsframleiðslu, hann taldi þær varlegar. Hann var spurður út í hvernig þessar áætlanir voru gerðar, svör virðast benda til þess að þar sé um svipaða EXCEL aðferðafræði og í öðrum áætlunum þeirra. Flanagan sagði einnig að ljóst væri að Ísland þyrfti að breytast úr þróuðu þjónustusamfélagi í framleiðslu þjóðfélag með áherslu á útflutning. Þessu mundi sjá stað á næstu misserum í mjög minnkandi hlut verslunar og þjónustu til innanlandsnota í veltu samfélagsins.
4. Skuldaþol sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.
Var rætt nokkuð og taldi hann möguleika á að Ísland stæðist hærra skuldaþol að gefnum vissum forsendum. Sú forsenda var að eignir væru fyrir hendi, virtist í máli hans litlu skipta þó þær eignir væri ekki endilega í eigu þeirra sem skulda. Bentum við honum á að td eignir lífeyrissjóðanna væru ekki aðgengilegar, lífeyrissjóðirnir væru eignir fólksins en ekki eignir ríkis né fyrirtækja. Þessi ábending virtist skaprauna Flanagan. Hvort það er vegna þess að þetta voru nýjar upplýsingar fyrir honum eða þá að hann vissi að ekki væru til neinar eignir hjá lífeyrissjóðunum til ráðstöfunar upp í skuldir, var ekki ljóst. Hann taldi að erlendar eignir lífeyrissjóðanna væru gjaldeyrisskapandi, og virtist telja að sá gjaldeyrir væri til ráðstöfunar fyrir ríkið. Hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu er óljóst.
Önnur atriði sem komu fram á fundinum:
Mjög mikil hætta á fólksflótta, Flanagan hafði áhyggjur af því. Hann telur að ekki sé hægt sé að gera mikið við því.
Flanagan sagði að það væri markmið ríkisstjórnarinnar að skera ekki niður norræna velferðarkerfið. Það kom fram að það væri ekki stefna AGS.
Hann taldi að gengi íslensku krónunnar myndi ekki batna næstu tíu árin. Af því leiðir að lán Íslendinga í erlendum gjaldeyri munu ekki skána neitt næstu 10 árin. Af því leiðir líka að sú kjaraskerðing sem til er kominn vegna gengisfalls er kominn til að vera. Sem gæti leitt til þess að Ísland verði láglaunaríki sem framleiði hráefni og lítt unna vöru fyrir betur stæð lönd til fullvinnslu. Svolítið svona þriðja heims dæmi...
Það er á dagskrá stjórnar AGS að koma til Íslands.
Flanagan fullyrti það að niðurstaða Icesave deilunnar væri ekki forsenda aðstoðar AGS.
Bretar, Hollendingar og Norðurlöndin hafi krafist of hárra vaxta á of skömmum tíma. Flanagan hélt því fram að AGS hefði komið þar að málum og fengið þessa aðila til að stilla kröfum sínum í hóf.
Flanagan fullyrti einnig að Svíar væru í forsvari Norðulandanna þegar kemur að málefnum Íslands og að þeir hefðu sett lausn Icesave-deilunnar á oddinn sem forsendu lánafyrirgreiðslu og aðstoðar.
Flanagan fullyrti að ríkisstjórnin ákveði sjálf hvernig niðurskurði og skattahækkunum sé háttað. Einnig ákveður ríkisstjórnin sjálf hversu langan tíma hún tekur í skatta- og niðurskurðaraðgerðir.
Einnig kom fram á fundinum að ef hægt væri að hnekkja neyðarlögunum þá yrðum Íslendingar opinberlega gjaldþrota sem ríki.
Þegar Flanagan var spurður hvar áætlun AGS hefði gefist vel þá nefndi hann bara Tyrkland. Reyndar stjórnaði hann aðgerðum þar. Spurningunni er því ósvarað hvort það er Flanagan sem er svona klár eða stefna AGS.
Flananagan var spurður hvort hann myndi búa áfram á Íslandi eða ekki ef hann væri Íslendingur. Hann svarði því til að ef hann væri Íslendingur í dag og hefði kost á atvinnu erlendis myndi hann flytja.
OOO
Finnst fólki þetta virkilega vera í lagi, mér finnst tilvera okkar rugga ótraustum fótum og ég treysti ekki þessari ríkisstjórn lengur. Hér þarf að grípa til annara ráða, því hér er ekkert nema landráð og óvinveitt yfirtaka á ferðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.12.2009 | 22:11
Bara svona undir svefninn.
Ég er búin að eiga tilfinningaríkan dag. Fyrst var að jafna sig eftir frábæran kvöldverð á Hótel Ísafirði, jólahlaðborð eins og þau gerast best. Maturinn algjörlega frábær og vinur minn Halldór Smára við hljómborðið gaf veislunni glæsilega svip. Hann er ekki síðri en Villi Valli, og þá er nú mikið sagt. Strákurinn er algjörlega frábær á hljómborðið. Svo komu félagar úr Litla leikklúbbnum og sungu, ungir krakkar. Það er verið að setja upp sjóv með Ellý Vilhjálms, þau sungu eins og englar, og auðvitað Gummi Hjalta þar með gítarinn. En þau vissu auðvitað ekki að Vilhjálmur Vilhjálms var einmitt hér í skóla, við vorum jafngömul og hann var hér í fjórða bóknáms, eða menntaskóla deild. Áður en menntaskólinn kom. Þessi yndæli strákur, það var auðvitað áður en hann sjálfur varð frægur, bara bróðir Ellýjar.
Svo í dag fór ég með pabba mínum á jólahlaðborð á Hlíf. Ákvað að hafa ekki myndavélina með. En það var þvílíkt dýrð. Kvenfélgaskonur í Ísafjarðarkirkju sáum um samkvæmið. Þær voru flottar og allt með glæðibrag. Skemmtiatriði og alles. Séra Magnús Grætti mig alveg óvart, með sannri jólasögu frá upplifun hans sjálfs. Pabbi minn skemmti sér mjög vel, og við sátum þarna í góðu yfirlæti í klukkutíma og vorum leyst út með jólagjöfum. Innilega takk elsku Gei Gei og þið allar hinar fyrir okkur pabba.
Svo fór ég í Kapelluna í Hnífsdal, þar sem Evíta og fullt af litlum yndislegumbörnum voru að leika hátíðarleik. Séra Magnús Var þar fremstur í flokki við að koma þessu heim og saman. Verð að segja það hér að hann er alveg sérstakur maður. Ég er ekki viss um að ég hefði yfirgefið kirkjuna ef hann hefði verið prestur hér þá. En ekki af því að ég trúi á krist eða biblíuna. Heldur bara af því að hann er svoddan ljúflingur.
Engill bíður eftir að leika. Reyndar átti ég þarna í kapellunni ekki færri en átta barnabörn.
Tvær Sólveigar Huldur og mamma Tinna. Yndislegar allar.
Fermingarbörn frá Hnífsdal spiluðu þarna stóra rullu. Og ég var einmitt að hugsa í kvöld að þó svona langt sé liðið frá því að Hnífsdalur var innlimaður í Ísafjörð þá eru þau samt sem áður Hnífsdalingar, stoltir og flottir og sérstakir.
Alvaran alveg á fullu, beðið eftir að koma fram, og auðvitað verður þurrkað framan úr dömunni áður en hún fer fram. En þetta er lítill engill.
Skaftafjölskyldan mín, vantar bara Daníel og Júlíönu en þau búa í Reykjavík með mömmu sinni.
Nokkur af barnabörnunum og svo séra Magnús.
Kvennakór Hnífsdalskapellu. Og ég fór að hugsa hversu margir kórar eru til hér. Sennilega allt að tíu ef talið er.
Hér er svo lítill frændi minn að spila. Litla systir var líka að spila, en ég var þá með Evítu litlu á hnjánum svo mér tókst ekki að taka mynd af henni.
Sameinaður gospelkór og kvenfélagskór Hnífsdalskirkju.
Og með óminn um hin fyrstu jóla í eyrum mér læddi ég mér út úr þessari yndslegu athöfn. Því ég var með steikina í ofninum og þurfti að koma mér heim. En ég var með tárin í augunum og hjartað fullt af söknuði og tærum kærleika. Þetta var bara svo fallegt. Og þó ég sé ekki kristinn, þá er ég að átta mig á því hvað það er sem gerir kirkjurnar og söfnuðina að því sem þau eru. Það er ekki biblían, það er ekki heldur stofnunin Kirkja. Það er fólkið sem af kærleika gefur allt sitt til af kærleikanum. Ég hef nefnilega stundum velt fyrir mér af hverju skyggnir sjá ljós yfir kirkjum. Það er uppsafnaður kærleikur þeirra sem taka þátt. Þess vegna held ég að prestar eins og séra Magnús Erlingsson skerpi ljósið yfir kirkum sem hann kemur við sögu, á meðan ljósin í kirkjum sem til dæmis séra Gunnar heyrir til, deyfir ljósin sem þar skína, því miður. Því fyrir mér er kærleikurinn alheimsmál, ekki mál einhverra sem telja sig til ákveðinna söfnuða. Og Hver sá sem miðlar og ræktar kærleikann lætur það ljós skina og gefur öllum ljós og vellíðan.
En ég sagði ykkur frá því að ég keypti kræklinga í gær á torginu af strákunum í björgunarsveitinni. og það kostaði mig 500 kr. kilóið. sem er ekkert verð fyrir þá eðalvöru. En við höfðum kræklingana í forrétt í kvöld og hér er litla krílið mitt að gæða sér á því sælgæti. Ég læt því myndirnar tala.
Nammi namm og hún glommaði í sig kræklinga.
Og svo er að opna skelina.
Já það þarf að beita kröftum.
Og smá leikaraskap.
Svo er lesið, og farið að sofa því á morgun kemur mamma, sú besta í heimi. Og við hlökkum öll til að fá hana til okkar.
En þessi dagur var dýrð í upphæðum, bæði gleði og sorg, en fyrst og fremst þakklæti fyrir allt það góða og yndislega sem fólk er að gera hvort fyrir annað. Til að gleðja og hugga og bara vera til öðrum til uppbyggingar og gleði. Innilega takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
6.12.2009 | 13:34
Bestu vinir og Jólin.
Í gær var kveikt á jólaljósunum á Silfurtorgi.
Bestu vinir.
Þær fóru í pössun í gær, önnur til Tinnu frænku og hin til Möttu frænku. Sú stutta var frekar súr, vildi bara fá að vera í ömmuholu. En svo var allt í lagi.
Við erum að undirbúa okkur að fara niður á torg til að vera með þegar kveikt verður á jólatrénu.
Það þarf að laga ýmislegt, og þá er nú ekki amaleglt að eiga stóra systur sem er tilbúin að hjálpa.
Amma taktu mynd.
Óðinn Freyr fékk að koma með okkur á torgið. Bærinn er fallega skreyttur að venju.
Og fólk farið að safnast saman.
Og afi að spila.
Þarna eru þau öll þrjú að hlusta á afa spila.
Það var dálítið kalt þó veðrið væri gott, svo við fengum okkur heitt kakó og lummu hjá fólkinu í Tónlistaskóla Ísafjarðar sem var með sína árlegu sölu. Þarna var líka hjálparsveitin og hjá þeim var hægt að kaupa og smakka eldiskrækling algjört sælgæti.
Gaman gaman.
Já það var hálf kaldranalegt á torginu í gær.
En Hjalti stóð vaktina og hjálpaði Matis við að stjórna lúðrasveitinni. Flottur hann Gummi.
Bæjarstjórinn okkar hélt ræðu, og síðan voru ljósin tendruð.
En börnin voru orðin eftirvæntingarfull. Eftir hverju skyldu þau vera að bíða?
Jú jólasveinunum.
Þessir kátu karlar sungu og gáfu krökkunum svo súkkulaði. Nú er alveg ljóst að jólin nálgast. Bráðum fara þau að setja skóinn út í glugga.
Evíta Cesil kom í heimsókn áðan.
Eftir áramótin missir amma hana til Noregs, ásamt öllum hinum. En þangað til ætla ég bara að njóta þess að eiga þau öll að.
Knús á ykkur öll inn í næstu viku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.12.2009 | 12:23
Smá mömmó og eitthvað fleira.
Mamma telpnanna kemur á mánudaginn, þá verður fagnarðarfundur. Ég fór ekki á konsert í gær, því ég var lasin. En ég ætla út að borða í kvöld með mínum elskulega eiginmanni. Tengdadæturnar ætla að passa börnin fyrir mig.
Alltaf síkátar dansa....
Lita.
Sú stóra er í ballett, það má sjá á töktunum.
Svo er að líma myndir inn í bækur það er gaman.
Afi klifraði upp á borðið til að taka þessar myndir.
Karlarnir í Áhaldahúsinu skreyta öll trén sem sett eru upp í bænum okkar.
Þessi er fyrir fólkið á Engi, fyrr og nú.
Eins og þið sjáið er komin töluverður snjór hjá okkur hér.
Þessi er nú bara til að sýna fegurðina í því litla og smáa. sápa í flösku.
Svona til að minna á að það þarf ekki alltaf eitthvað dýrt og flott til að horfa á.
Afi að fara að syngja.
Hér tekur hann lagið stelpunum til mikillar ánægju.
Svo er bara að horfa á sjónvarpið.
Gera sig fína. Hún er búin að mála sig með dótinu hennar ömmu.
Litla skottið að fikta.
Svo er búið að teikna listaverk handa mömmu. Hún er búin að passa upp á myndina í nokkra daga. Mamma á að fá þessa mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar