Færsluflokkur: Bloggar

Brúðkaup, jólin og ýmislegt gamalt.

Sonur minn Ingi Þór kvæntist í gær henni Matthildi sinni.  Þetta var yndisleg athöfn og heimilisleg.  Þar sem presturinn var faðir hennar, best man Inga Elli pabbi hans og sá sem gaf hönd brúðarinnar faðir Inga Þórs,  undirleik annaðist dóttir hennar Sóley Ebba.  Hún spilaði fyrst brúðarmarsinn mjög flott, og síðan Sónatínu með kúlahu, veit ekki hvort það er rétt skrifað.  En hún gerði þetta með glæsibrag.

IMG_0218

Séra Valdimar giftir dóttur sína.  Þetta var einstaklega falleg athöfn og yndisleg í Tjöruhúsinu, einmitt þar sem bæði Ingi Þór og Júlli minn vildu svo gjarnan vera og hjálpa til.

IMG_0222

Hringur dregin á fingur.

IMG_0224

Og litli maðurinn vildi auðvitað fá að taka þátt. 

IMG_0225

Nú máttu kyssa brúðina, og litla skottið þarna inn á milli. Takið eftir þessari glæsilegu hárgreiðslu, það var Sunna frænka mín sem greiddi henni.

IMG_0246

Sóley Ebba spilaði undir athöfnina, og gerði það mjög vel.

IMG_0232

Sæt saman frændsystkinin Sunnava og Skafti minn.

IMG_0239

Eina af þremur ömmunum, við vorum sem sagt þarna þrjár ömmur og þrír afar.

IMG_0240

Tinnfríður Fjóla knúsar Úlf Timberlake. 

IMG_0244

Cusine á heimsmælikvarða í Tjöruhúsinu.  Fólk kemur hvaðanæva úr heiminum til þess að smakka fiskréttina hjá Magga Hauks og hans liði.  Ég vona sannarlega að þau verði áfram næsta sumar.

IMG_0250

Eftir veisluna var farið upp í kúlu og slakað á.  Og síðan borðuðum við afganginn af veislumatnum um kvöldið.  Það var virkilega ánægjulegt.

IMG_0255

Ég elska að hafa þau öll í húsinu, í einni hrúgu öll saman.

IMG_0257

Það er bara svo notalegt.

IMG_0262

Heart

IMG_0009

Talandi um giftingar Smile

IMG_0014

ég keypti mér nýjan skanna um daginn, og þar sem ég átti fullt af slidesmyndum síðan í gamla daga, þá ákvað ég að fá mér einn sem skannar inn slidesmyndir og filmur.  Það var virkilega gaman að skoða þessar gömlu myndir, krakkarnir eru búin að hlæja sig máttlaus yfir þeim mörgum. Ég set örugglega fleiri myndir inn seinna.

IMG_0010

Séra Sigurður giftir hér systur mína, og pabbi fylgir henni upp að altarinu.

IMG_0029

Nonni elsti bróðir minn gengur að eiga sína elskulegu eiginkonu, sem hefur staðið við hans hlið alla tíð síðan elsku Badda mín.

IMG_0016

Og fyrst við erum stödd í gömu Ísafjarðarkirkju, þá er hér fermingarmyndin af systur minni henni Siggu.

IMG_0005

Það er svo sem alltaf gaman að skoða gamlar myndir, hér erum við á ferðalagi, við fórum oft saman fjölskyldan í ferðalög, tjölduðum eða heimsóttum ættingja, hér eru krakkarnir að hjálpa pabba sínum að skipta um dekk.  Þeir sjást ekki margir svona á götunum í dag.  Þetta er Bára mín hér fremst, og Ingi og Júlli við hjólið. Kannast einhverjir við taktana í strákastelpunni minni?

IMG_0008

Hér er svo barnaafmæli í garðinum heima á Seljalandsveg 77.  Krakkarnir og það var grillað úti í garði.

IMG_0025

Elsku mamma mín og Júlíusinn hennar, hún fékk bara að hafa hann í 7. mánuði, ég fékk þó að hafa minn í 40 ár.  Heart Reyndar eftir á að hyggja er þetta ekki Júlíus litli, heldur Þórður bróðursonur minn.  Sonur Böddu og Nonna.  En mikið voru þeir líkir. Heart

slides_0005

eins og þið sjáið, þá var Elli minn líka skemmtilegur pabbi, þegar hann hafði tíma fyrir börnin í amstrinu við að koma okkur upp heimili.

IMG_0013-1

Ég verð að viðurkenna að jólaundirbúningurinn fór fram hjá mér.  En börnin voru áhugasöm og full tilhlökkunar, sem betur fer.  Hvað hefði ég gert án þeirra?

IMG_0028-1

Hjálpast að við að skreyta jólatréð á þorláksmessu.

IMG_0035-1

Ræða málin við afa og svona.

IMG_0040-1

Bæði pabbi og mamma komin.

IMG_0062-1

Og afi þarf að hjálpa til við skreytinguna.

IMG_0066-1

Og jólasveinninn þar að fá mjólk.

IMG_0073-1

Þrír ættliðir.

IMG_0077-1

Tíminn líður svo alltof hægt á aðfangadag, en þá er gott að geta dundað sér veið eitthvað sem dreyfir huganum.

IMG_0085-1

Úlfur komin í jólafötin.

IMG_0121

Loksins var allt klárt og hægt að fara að taka upp jólapakkana.

IMG_0131

Allir fá þá eitthvað fallegt í það minnsta kerti og spil.

IMG_0026

Alla mína barnæsku og fram á fullorðins ár, eða meðan mamma lifði, héldum við jólin heima á Vinaminni öll fjölskyldan. Og oftar en ekki komu með gestir sem hvergi áttu heima það kvöld. Og alltaf var öllum tekið opnum örmum. 

IMG_0043

Og þegar við vorum orðin svo mörg að við gátum ekki borðað öll saman, þá borðuðum við systkinin bara heima hjá okkur fyrst og fórum svo yfir, og það voru teknir upp pakkar, spilað og svo var heitt kakó og hnallþórur og smákökur eins og hver gat í sig troðið.

slides_0111

Dæmigerður Júlíus, alltaf að detta og meiða sig.  En þeir voru alltaf jafn kátir og glaðir drengirnir mínir.

slides_0176

Þessi skemmtilega mynd var tekin þegar við vorum að læra þýsku í kvöldskóla nokkrir ísfirðingar, hjá henni Brynhildi Björnsson, við fórum til eyjarinar Amrum við Þýskaland í hópferð.  Þarna er ein bloggvinkona mín fyrir miðri mynd hún Laufey.  Þetta var virkilega skemmtileg ferð, Brynhildur átti þarna vinafólk, en forsetasonurinn pabbi hennar, hafði sent hana einmitt til Amrum á stríðsárunum, hann bjó í Englandi.  Hún ólst því upp með fólki þarna sem tók svo á móti okkur og við áttum virkilega skemmtilegan tíma þar.  Eyjan var svo lítil að við gátum hjólað um hana á klukkutíma minnir mig.

slides_0148

Nokkrar myndir af ykkar einlægri.  Hér er ég með Alley vinkonu minni við Loch Ness. Nessý lét reyndar ekki sjá sig, en við skemmtum okkur konunglega.

IMG_0011

Hér er ég á Gran Canaría, í okkar fyrstu sólarstrandarferð með vinafólki.

slides_0081

Ég fékk minn fyrsta gítar 12 ára gömul.  Amma gaf mér hann í afmælisgjöf. Ég lærði á hann svona bara sjálf, og við þrjár vinkonur settum saman tríó og byrjuðum fyrir tilviljun að skemmta á þorrablótum árshátíðum og allskonar skemmtunum gerðum það í nokkur ár.  Það var virkilega skemmtilegur tími.  Og svo núna bað ég Elli minn að gefa mér gítar í jólagjöf. Ég hef ekki spilað lengi, og þarf smá kjark til að vita hvort ég kann ennþá gripin.

slides_0093

Ég held svona eftir á að hyggja að ég hafi ekki farið ótroðnar slóðir í fatavali, og oft verið mikið öðruvísi en aðrir, svona frómt frá sagt.  En svona er ég bara. Smile

slides_0212

Eins og ég sagði fórum við oft í útilegur með börnin og gistum í tjaldi, það var skemmtilegt, og hefur ef til vill haft áhrif á krakkana að meta útiveru og náttúruna.

slides_0191

Svona var nú tískan einu sinni. LoL Það voru margar stúlkur sem fótbrotnuðu á þessum  árum út af hælunum.  

slides_0177

Hér öllu ráðsettari.  En þetta er nú bara til gamans gert.  Eigið góðan dag elskurnar og megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda. Heart

 

 


Gleðileg jól, með friði og von um betra líf fyrir okkur öll, nú á vetrarsólstöðum.

Mig langar til að senda ykkur öllum ósk um gleðileg jól og farsælt nýtt ár.  Ég einhvernveginn sullast í gegnum aðventuna og jólagjafastandið í rólegheitum og það er ekki hægt að vorkenna mér á neinn hátt, því ég hef haft svo mikin kærleika og umönnum sem mest má verða.  Samt sem áður þá vanta mig alla jólatilfinningu, ég er eins og frosin og þar sem ég hef venjulega verið algjör jólagrís, þá vantar það alveg inn í mynstrið þetta árið.  En ég er óskaplega þakkát ykkur öllum sem hafa gefið mér svo mikið gegnum allt þetta sorgarferli.  Stutt mig, haft samband og sent mér bæði kærleiksrík orð og jafnvel kort og gjafir.  Það er mér ómetanlegt.

Ég vil bara þakka fyrir mig, og láta ykkur vita að ég er innilega hrærð og þakklát fyrir allt það sem þið hafið gert fyrir mig af kærleika og umhyggju. Það hefur verið mér styrkur gegnum þessa myrku daga.  Og svo langar mig til að senda ykkur öllum vinum mínum og ættingjum kortið sem ég setti saman þetta árið. 

Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur öllum og vernda, megi kreppan standa stutt við og láta okkur í friði sem mest.  Og megi börnin okkar og niðjar fá að lifa hér í friði og góðu lífi um aldur og ævi. 

Í Guðsfriði og allra vætta, goða og hringsins eina mín kæru Heart

Jólakort09


Þorlákur, gæsapartý og alþjóðleg veisla í Kúlu.

Jæja ég er búin að vera ansi upptekin.  En nú ætla ég að setja inn myndir af veislu og gæsum.

IMG_0007

Hér er Hanna Sól með litla frænku okkar, hana Auði Lilju dóttir Sunnevu.  Hún er alveg eins og mamma hennar var á þessum aldri.

IMG_0010

Hér sjáið þið farandbikar sem ég veit að Júlli hefði verið stoltur af.  En þessi bikar er Júllabikar, eða Thomassenbikar, veit ekki hvað verður ofaná .  En flottur er hann.

IMG_9656

Sunnudagurinn var mjög fallegur.

IMG_9663

Úlfur er að undirbúa veislu.  Hann bjó til laxapeté sem var mjög gott.  Og var ansi liðtækur í að hjálpa til í veislunni.

IMG_9664

Það má segja að þetta sé alþjóðlegt.  En þetta er hópurinn sem fór til Eistlands í sumar á lúðrasveitahátíð.  Sem var alveg meiriháttar.  En hér eru íslendingar, eistlendingar og pólverjar.  Og við erum góður hópur.

IMG_9665

Við horfðum á myndir frá ferðinni og grilluðum saman og nutum þess að eiga góða stund.

IMG_9667

Elli og Palli voru yfirgrillararnir. 

IMG_9669

Og börnin nutu sín vel líka.

IMG_9671

Hér er Sigrún Viggós með flösku af Vana Tallin, sem hún var búin að geyma frá ferðinni í sumar, og var hún dregin upp hér til að minna mannskapinn á skemmtilegar rútuferðir.Tounge

IMG_9673

Við héldum upp á þennan drykk, þ.e. a.s. þeir sem á annað borð smakka vín í hópnum.

IMG_9675

Maturinn var mjög góður, fólk kom með allskonar gúmmilaði flottar sósur og kjöt, Kaja kom með grafið lambakjöt sem var algjört sælgæti.  En mikið er gaman að koma svona saman og eiga góða stund frá amstri dagsins.

IMG_9689

Tvær flottar, Bára mín og Sólveig Hulda.

IMG_9691

Ótrúlega flottar þessar stelpur mínar.

IMG_9718

Duleg lítil manneskja.

IMG_9761

Og þá er það gæsapartýið.  við skemmtum okkur konunglega.

IMG_9769

Það var ákveðið að hittast á ömmu Habbý, en Matta vissi ekkert hvað til stóð.

IMG_9776

Gellurnar á leið í ævintýrin.

IMG_9779

Við byrjuðum sem sagt á því að fara og kaupa brúðarkjól á skvísuna.  Og það var hægt að hlæja og skemmta sér.  Við fórum í Jón og Gunnu.

IMG_9788

Svipurinn á ungfrú Matthildi eftir nokkrar mátanir.

IMG_9794

Loks fann hún fallegan kjól sem passaði mjög vel við.

IMG_9795

En það var gaman.

IMG_9800

Síðan var haldið niður í Kajakklúbb, þar beið Elías.

IMG_9809

Ungfrúin drifin í galla.

IMG_9812

Og eins og sjá má, var hægt að hlæja.

IMG_9818

Tilbúin í slaginn.

IMG_9819

Algjörar hetjur.

IMG_9821

Þá er að máta sig ofan í kajakinn.

IMG_9832

Og svo er það bara alvaran.

IMG_9837

Það var að vísu kalt, en kajakræðarar eru vel búnir.

IMG_9840

 Svo er bara róið af stað eins og ekkert sé.

IMG_9949

 Og svo er maður voða stoltur eftir á.  En Möttu fannst þetta æðislega gaman.

IMG_9972

 Og þá var komin tími til að gefa henni sokkaband.

IMG_9975

 Nei nei Tinna mín, mér skilst að það sé eiginmaðurinn sem eigi að gera þetta LoL

IMG_9976

 Ísafjörður í húmi um aðventu. 

IMG_9993

Sunna mín með litlu dóttluna sína. 

IMG_9996 

Og við endum á Hönnu Sól og Stefáni frændsystkinum. 

En ég við bara segja eigið góða Þorláksmessu.  Við fórum heim til Ingu Báru Systur minnar í skötu í hádeginu, og hún smakkaðist æðislega vel eins og venjulega. 

Megi þið eiga gott og skemmtilegt þorláksmessukvöld.  Heart


Smákrúttfærsla.

Við hittumst ferðafélagar í lúðrasveitarferðalagi til Estoníu í sumar, í gær borðuðum saman og horfðum á myndir og bara röbbuðum saman.  Það var gaman. En það kemur seinna.  Núna eru smákrúttmyndir af kisum og börnum.  Svo vorum við að "gæsa" Möttu tengdadóttur í dag, það var skemmtilegt, en það kemur líka seinna.  Svo það verður nóg um gleði á næstunni.  En núna smá krúttmyndir.

IMG_9519

Brandur lummast til að vera góður við litla dýrið þegar hann heldur að enginn sjái til.

IMG_9520

Og sá litli kann vel að meta Brand, enda er Brandur eðalköttur.

IMG_9584

Jóli gaf Ásthildi leir í skóinn í gær, og hún lék sér allan daginn með leirinn.

IMG_9600

Og kisi fylgdist með.

IMG_9606

Fékk reyndar alveg að vera með.

IMG_9609

Litla knúsírófan mín.

IMG_9623

Hún dansar við jólasveininn.

IMG_9646

Svo náði hún í egg til hænsnanna, amma lá fyrir og var dálítið þunn heheh, þá er svipt upp dyrunum, kveikt ljósið og inn kemur litla valkyrjan með plastpoka með þremur eggjum; Amma ég kom með egg.  Við skulum borða egginn, sagði hún ákveðin, og það var bara ekkert annað að gera en að fara niður og steikja egginn.

IMG_9648

Þau brögðuðust mjög vel, enda alveg nýorpin, hvað er betra en nýorpin egg, og lítil skessa sem vekur ömmu sína upp frá fleti til að fara að steikja egg. 

Það er eiginlega ekkert sem toppar þetta. Heart ekkert fjandans Icesave, fjárlagafrumvarp sem er út úr kú, löngu kokgleyptir ráðherrar, eða vöntun á peningum í ríkissjóð. Ég er sannfærð um að ég mun lifa þetta allt af, til fjandans með ríkisstjórnina, og allan fjórflokkinn eins og hann leggur sig.  Við munum hrista þetta allt af okkur og komast á lappirnar aftur, án ESB án AGS og án breta og hollendinga. Við skulum svo sannarlega komast burtu frá þessu öllu saman, moka skítin út og vera sjálfstæð þjóð í lýðræðisríki, það er bara vinnan að hreinsa skítin út og koma heilbrigðri hugsun og kærleika inn. 


Smáhugleiðing.

Ég rölti niður í bæ í gær, í von um að jólaljósin og stússið myndu færa mér smá tilhlökkun og tilfinningu fyrir jólunum.  En það er víst dýpra á þeim tilfinningum mínum þetta árið en svo að það tækist.  Mér líður ekki illa, en er hálf frosin, sen samt svo rosalega viðkvæm.  Heart

Hér er smá hugleiðing svona rétt fyrir jólin.  Var að gramsa í greinasafninu mínu og er rakst á þetta og ætla að setja hér inn.

 

post-6389-1132924550

Skilningstréð.

  

Það er margt sameiginlegt með manni og tré.  Til dæmis hafa tré tvennskonar æðar, þær sem flytja steinefni og önnur tilvistarefni úr jörðinni og svo æðar sem bera ljóstillífunina niður til rótanna.

 

Við höfum svipað æðakerfi innra með okkur, þar sem eru ósæðar og bláæðar, sem gegna sitt hvoru hlutverki.  Tré hafa græn blóðkorn en við rauð.  En ég er ekki beint að tala um lífræðilegan mun, heldur frekar okkar andlega svið.

 Meðan tréð tekur næringu úr jörðinni, og síðan koltvísíring úr andrúmsloftinu og framleiðir súrefni, þá komumst við heldur ekki langt án þess að sækja okkar orku úr móður jörð, og að rækta anda okkar með hugsunum og andlegu ríkidæmi.

Trén nýta sér líka framlengingu í jörðinni, þau eiga í samvinnu við sveppi sem lifa neðanjarðar, þeir eru framlenging á rótum trésins, og fá í staðin súrefni frá krónu trésins. 

  

Okkar framlenging er ef til vill fólgin í samvinnu og samstöðu með öðru fólki, eða jafnvel dýrum sem við tökum að okkur og gefa okkur ást og kröfulausan kærleika. 

  

Í fyrstu eru tré örlítil, njóta ekki virðingar, né er eftir þeim tekið.  Sama á við um mannfólkið, okkur hættir til að líta yfir smáfólkið og hlusta ekki á það.  Þó finnst sannleikurinn í sinni tærustu mynd einmitt í hugum barnanna, réttlætið sterkast og sýnin á það sem er skærastur.

 

Þegar tré aftur á móti eru fullvaxta og standa glæsileg og bein á sinni rót, þá fyllast margir lotningu yfir fegurð þeirra, og jafnvel margir sem trúa á mátt þeirra og megin.

 

Við eldumst og þroskumst, og berum ávöxt.  En aldurinn eykur okkur þroska.  Það er ekki út af engu sem öldungarnir voru aðalráðgjafarnir í eldri samfélögum.  Menn vissu að því eldri sem menn urðu, því vísari urðu þeir, og þroskaðri til að takast á við hið daglega líf, og miðla öðrum af visku sinni.

  

Því er dálítið sorglegt að upplifa æskudýrkun mannsins í dag, það er þó að breytast smátt og smátt, þegar menn eru aftur að uppgötva fjársjóðin í fólki sem er reynslunni ríkari.   Menn mættu stundum fara aftur til eldri tíma og skoða upphaf sitt.

  

Það er líka svo með menntun.  Nú er allt kapp lagt á að fólk mennti sig, nái sér í gráður og titla.  Það er svo sem af hinu góða, svo lengi sem menn missa ekki sjónar á því sem skiptir raunverulega máli, en það er hæfni einstaklingsins sjálfs til að takast á við lifið og umhverfi sitt. 

 

Menn geta haft allskonar  próf og nafnbætur, en verið alveg jafn ófærir um að miðla því af sér.  Ég þekki líka fjöldann allan af fólki sem rétt hefur gengið gegnum gagnfræðaskóla, en er sjálfmenntað í þessu eða hinu, ég hef hitt mann sem er með bestu rafeindavirkjum, af því að áhuginn vaknaði.  Menn sem  gengu aldrei í skóla, en eru sjálfmenntaðir, líka hef ég séð bifvélavirkja, tölvufræðinga og bara allkonar fólk sem hefur komist vel áfram á sínum eigin dugnaði og áhuga.  Ekki að ég sé að vanmeta skólagöngu, hún ein og sér skilar bara ekki einstaklingi út í lífið, ef hann hefur ekki ræktað sjálfan sig til að takast á við það sem hann er að vinna við. 

  

Það er stundum talað um menntasnobb og vissulega leggja margir upp úr því að vera titlaðir hitt og þetta.  En skiptir það svo miklu máli þegar allt kemur til alls, ef þeir sömu standa ekki undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir og hafa ekkert nema prófgráðuna til að sýna fram á getu sína ?

 

Og skiptir það þá máli hvort þessi eða hinn hafi ekki skírteini upp á vasann um að hann hafi lært þetta eða hitt, ef hann getur sýnt fram á getu sína til að sinna því sem hann vill vinna við ?

  

Við erum oft föst í einhverju neti, þar sem hið raunverulega gildismat kemst aldrei að, af því að við erum uppfull af einhverju öðru en því sem er kjarninn í okkur.  Hið andlega ríkidæmi, og ræturnar ofan í jörðinni.  Sú festa sem ekki verður af okkur tekinn, en er samt svo einföld og sjálfsögð, bara ef við komum auga á hana.   Viðurkennum hana og lifum samkvæmt því. 

  

Mér finnst stundum eins og við lifum í gerfiveröld, þar sem við höfum búið til önnur gildi og gerfi þarfir sem þjóna í raun og veru ekki okkar andlegu verund.  Er það þess vegna sem við erum svona ráðvillt og veruleika firrt ? Ég hef oft leitt hugan að þessu, og mér finnst einhvern veginn að við leiðumst æ lengra í burtu frá því sem skiptir okkur mestu máli.  Sálinni og hennar þörfum.  Hún þarf ekki auð  og völd, hún þarf ekki að eignast allt sem hugurinn girnist. 

 

Sálin okkar er einföld og sjálfri sér nóg.  Þegar við skynjum að veraldleg gæði þessa heims hafa lítið með sálina í okkur að gera, þá fyrst er hægt að fara að lifa góðu og fullnægjandi lífi.  Þegar áhugi okkar er bundin þeim sem við elskum, og því sem næst okkur er, og umhyggja okkar beinist að þeim sem minna mega sín, þegar grundvallarþörf okkar verður að allir aðrir séu líka hamingjusamir, þá fyrst getum við sagt að við séum hamingjusöm.  Þá blómstrar vort andlega líf. 

Gangið glöð inn í daginn, slakið á og munið að brosa, eitt bros frá þér getur bjargað heilum degi fyrir annari manneskju.  Heart Sérstaklega núna þegar allir eru viðkvæmir og mörgum líður ekki mjög vel.

IMG_3752 Jólakökubakstur með börnunum í fyrra. 

 


Nostalgía.

Við hittumst í gær fjölskyldan.  Strákarnir komnir heim frá Noregi yfir jólin, tilbúnir til að fara aftur eftir áramót.  Með alla fjölskylduna.  Svo við verðum að njóta þess að vera saman meðan gefst. 

IMG_9332

En Snúlli á hug og hjörtu barnanna í kúlunni.  Brandur er að reyna að vera kúl, og dálítið abbó, en það er bara svona fyrst.

IMG_9340

Ásthildur elskar melónur, og amma keypti tvær. 

IMG_9350

Hann er ótrúlegur þetta litla dýr, aðeins eins mánaða, alltof ungur til að yfirgefa móðurina, en þar sem átti að lóga honum, þá var ekki hugsað út í það.  En svo er hann bara eins og algjörlega kassavaninn, er að reyna að þvo sér líka þó taktarnir vekji kátínu okkar hinna.  Ætli endi ekki með að Brandur þurfi að kenna honum að þrýfa sig.  En hann er rosalega duglegur lítill kettlingur.

IMG_9352

Hann er líka í góðum höndum bæði hjá Hönnu Sól og svo með tvo dýralækna sem ábyrgðarmenn.

IMG_9355

En það var mjög yndælt í gær, við grilluðum saman og áttum góða stund.

IMG_9357

Mamma sterkust í heimi.

IMG_9361

Og það þurfti auðvitað að lyfta Evítu líka, maður þarf nú að vera alveg eins.

IMG_9359

Líka Símon Dagur.

IMG_9365

Flottar stelpur.

IMG_9367

Rosalega kúl að posa fyrir ömmu LoL

IMG_9368

En það var yndælt að hafa alla fjölskylduna í kring um sig.

IMG_9373

Þau minnstu þurftu líka að spjalla.

IMG_9377

Og hér eru náttúrlega bæði prinsar og prinsessur.

IMG_9378

Og allir hjálpast að, ekkert stress eða vitleysa.  Bara að taka öllu með stóískri ró og vera saman, það er heila málið.

IMG_9382

Og maturinn smakkaðist mjög vel.

IMG_9384

Krakkarnir horfðu á mynd.

IMG_9390

Svo þarf amma aðeins að taka á þessum elskum.

IMG_9394

ég áida!!!

IMG_9395

Ég og mamma mín.

IMG_9430

Frostrósirnar eru æðislegar og veðrið svo fallegt bæði i dag og í gær og reyndar bara svo lengi núna.

IMG_9431

Sólin rétt sleikir fjallatoppa og það verður aldrei alveg bjart, en samt þetta er bara notalegt.

IMG_9433

Ein lítil var að fá tattú.

IMG_9443

Málið er að hún verður sennilega kokkur, því hún vill alltaf standa við eldavélina meðan verið er að elda til að fylgjast með. 

IMG_9451

Ó kisa mín, lítil og doppótt....

IMG_9473

Kæri Jóli!

IMG_9471

Fallegt aftur í dag.

IMG_9474

Þessi er tekin inn í kirkjugarði.  Við fórum þangað sama í dag.

IMG_9485

Fyrst var farið með krakkana í fjöruferð að ná í steina.

IMG_9489

Svo var þeim raðað upp á leiðinu hans.

IMG_9495

Við erum búnar að leyfa okkur að gráta svolítið mæðgurnar undanfarna daga, það er gott að geta grátið saman og syrgt. 

IMG_9505

Við þurfum víst að sætta okkur við orðin hlut, og vinna okkur út úr sorginni, en það er svo gott að geta gert það saman.

IMG_9507

Hér er svo mamma mín blessunin.

IMG_9513

Svo fyrir hana Dísu vinkonu mína af því að hún kemst ekki til að vitja foreldra sinna, þá eru þeir hér. Heart

IMG_9517

Það var svo gott að koma heim og fá sér heitan kaffisopa og slaka á.  Ólöf Dagmar spilaði nokkur lög á píanóið.

En héðan segi ég bara megi allir vættir vaka með ykkur og vernda.  Og ef þið haldið að ég sé reið, vegna færslunnar hér á undan, þá er ég ekki reið.  'Eg er auðvitað sár út í kerfið, verulega.  En ég skrifa svona til að vekja fólk til umhugsunar um það sem aldrei er talað um, en það er hvernig kerfið malar yndislega sálir í smælki, og þau kvarta ekki, því þau vita að það þýðir ekki neitt. Þess vegna þurfum við að vera á vaktinni og láta ekki fara illa með börnin okkar, jafnvel þó við viljum ekki taka þátt í neyslu þeirra.  Þá þurfum við að vera á verði og láta vita að við viljum að þau njóti þeirra mannréttinda sem þeim ber samkvæmt stjórnarskrá.  Við megum ekki gefast upp á því.  Ég veit VEIT að ef við stöndum vaktina og látum vita að við fylgjumst með, þá þorir kerfið ekki að ganga of langt.  Því þeir eru ekki að fara að lögum eins og þeir haga sér oft á tíðum. 

En ég segi bara takk innilega fyrir mig og góða nótt. Heart


Betrunar eða refsivist. Hvort ætli skili betri árangri?

Já það má spyrja sig hvort við viljum hafa betrunarvist eða refsibúðir.  Og svo kemur stóra spurningin hvort það eigi yfirleitt að setja fíkla í fangelsi.  Ég er hér með einn eitt bréfið frá syni mínum.  Þetta er mjög líklega þegar það gerðist sem ég hef áður sagt frá, hann var að rúnta með vinum sínum á bíldruslu sem hann átti, og þetta var föstudags - eða laugardagskvöld.  kærasta vinar hans var að aka bílnum og það drapst á vélinni. Henni tókst ekki að koma bílnum í gang, en hann snarar sér þá inn í bílstjórasætið og setur bílinn í gang.  Hann var komin út úr bílnum aftur, þegar lögreglan kemur.   Þeir voru þá greinilega búnir að fylgjast með allan tímann.  Hann segir; strákar ekki gera mér þetta, ég var ekki að keyra, ef þið takið mig núna þá verð ég settur inn aftur því ég er á skilorði.  Þeir hringdu upp á stöð og sögðust hafa staðið Júlla að því að sitja undir stýri.  Komið með hann strax var skipuninn.  Komið með hann strax.  Þeir sem þarna áttu hlut að máli og aðrir þeim svipaðir skulu fá að minnast þess um leið og ég óska þeim gleðilegra jóla, að þá megi samviskan naga þá, svo að þeir muni í framtíðinni að það eru lög í þessu landi, sem þeim ber að fara eftir, og það er stjórnarskrá lýðveldisins sem segir að ALLIR SÉU JAFNI FYRIR LÖGUNUM.   Þið viljið ansi oft gleyma þessu, lögreglumenn, fangaverðir, dómarar og sýslumenn.  Sum ykkar aldeilis ekki allir.  En þeir sem eru svona þenkjandi eiga ekki að fá að klæðast þeim búningum sem þið berið, og sem verndar ykkur gegn almenningi í landinu.  Þó enga fáið þið ásökun eða kærur því þessir krakkar vita að það þýðir ekki.  Þá vona ég að í það minnsta þið hafið einhversstaðar enhverja mannlega sómakennd sem nagar sálina þegar þið hugsið um hvað þið hafið gert, og hve mörgum þið hafið brotið gegn.  Og jafnvel hve margir hafa dáið einmitt vegna þess hvernig þið komið fram við það fólk sem hefur orðið utanveltu í lífinu.

 

Litla Hrauni 14.3. 97.

 

 

Sæl og blessuð mamma mín.

 

Ég fékk óvænt bréf frá þér þrátt fyrir bréfabann sem ég er í og á að vera í, í 10 daga í viðbót eða til 24 þessa mánaðar.  Þessi blaðagrein er alveg í lagi og hana máttu birta mín vegna. Ég vona að allt sé í lagi og veðrið sé ekki að leika ykkur grátt. Þetta er voðalega leiðinlegt að lenda í.  Svona refsingu en ég hef frétt að ég verði fluttur strax aftur yfir 24 aðallega vegna þess að ég hef staðið mig vel í vinnunni og svo eru margir sem þarf að refsa líka.

Dótið er allt hér ennþá segja þeir, en það eru alltaf einhverjir hlutir sem hverfa, samanber penninn minn, en hann finnst ekki eftir flutninginn og svo segja þeir blákalt að myndirnar af Jóhönnu hafi aldrei komið þótt þeir hafi sent hana með tóman ramman utan af annari þeirra.  Þetta er voðalega leiðinlegt og gerir mann mjög reiðan svo maður á erfitt með svefn og er úrillur og vondur út í alllt og alla.  Það er eins og þeir vilji að maður springi og þeir geti sett upp hjálmana og kylfurnar en ég er bara rólegur og læt þessa daga bara líða þó að hitt húsið sé ekkert skemmtilegt þá er þetta mun verra og maður hefur ekkert að gera og allstaðar freistingar í kring um mann.  Jæja mamma mín ég ætla að skrifa Jóhönnu bréf.   Líka ástinni minni.  Bið að heilsa pabba og afa, ömmu Ingu, Skafta, Guðný og bara öllum hafið það sem best ég elska ykkur öll þinn sonur júlli.

 

Já þetta bréf vekur upp spurningar, hvort þetta hefur lagast í tíð Margrétar veit ég ekki en vona það.  En setningin; aðallega vegna þess að ég hef staðið mig vel í vinnunni og svo eru margir sem þarf að refsa líka.

 

Og síðan þetta með að það hverfi hlutir úr því sem föngum er sent.  Ég hef talað um þetta áður, ég sendi honum þessa muni og það hvarf fleira en hann telur þarna upp, tildæmis diktafónn og fleira, sem aldrei kom fram.  Ég skrifaði og bað um skýringar sem var aldrei svarað.

 

Svo ég spyr; hvar liggur sómakennd þeirra sem eru að gæta fanga?  Jafnvel fanga sem brutu ekki annað af sér en að setjast undir stýri til að koma bíl í gang og verandi á skilorði.  Er það leiðin til að hjálpa slíkum einstaklingum að geta ekki séð í gegnum fingur, þegar greinilegt var að hann var að taka sig á?

Ég segi svei ykkur bara. 

 

IMG_2094

Hamingjusamur og laus úr viðjum fíknar.

IMG_6362

Í fjörunni á sínum uppáhaldsstað.

IMG_6440

Með strákunum sínum.

Annað3

Hamingjusöm fjölskylda.

IMG_5429

Að kenna syni sínum um skötusel.

IMG_5401

Kenna honum að þekkja steina.

IMG_5392

Slökun í góðu veðri við Kúluna.

IMG_5465

Alltaf með börnin á höndum sér.

skútumyndir 030

Flottur í giftingu bróður síns.

IMG_5679

Knús.

IMG_6356

Og þegar hann lét okkur öll raða upp rósum úr fjörsteinum.  Það er upphafið að listsköpun hans.

IMG_6355

Þ.e. í steinum.

skútumyndir 042

Að síðustu fallegu drengirnir mínir, sá þriði var brúðguminn.

En nú erum við að fara inn á leiðið hans með fjörusteina ætlum að raða þeim fallega upp og eiga saman stund þar innfrá.  Megi þið öll eiga góðan dag. Heart


Nýr félagi í kúlunni.

Nú hefur það gerst að nýr meðlimur hefur bæst í kúlufjölskylduna.  Það reiknast beint á dýralæknanemann minn.

Alveg frá því að hún var smástelpa hefur hún komið heim með dýr, hamstra, naggrísi, páfagauka af hinni og þessari gerðinni, hunda, ketti og bara að nefna það.  Og í gær kom hún heim með kettling. 

Auðvitað sigraði hann heimilið eins og skot og Brand líka.

IMG_9245

Stelpurnar eiga hann náttúrulega og hann hefur fengið nafnið Snúður, kallaður Snúlli.

IMG_9251

Þetta litla grey er alveg ótrúlegur, svona lítill og óvaninn á hús, en gerir samt öll sín stykki í þar til gerðan sand án þess að honum hafi beinlínis verið kennt það.  Það átti að aflífa hann.  En ég þekki dóttur mína, veit ekki hvernig hennar heimili mun líta út, þegar hún byrjar praxis. LoL

IMG_9254

Þessi mynd er sérstaklega fyrir Hrönn.

IMG_9262

Dýralæknarnir, læknirinn og neminn.  Þær hafa haft heilmikið að gera undanfarið við að hjálpa dýrum, bæði kindum, kúm og kisum og öllum. 

IMG_9270

Og á meðan Hanna Sól dansar gegnum lífið.

IMG_9275

Leggur litla systir á borð.

IMG_9290

En Snúlli á hug og hjörtu allra á heimilinu i dag.

IMG_9299

Tvö sæt saman.

IMG_9305

Meira að segja Sorró lætur sig hafa að taka á móti litla dýrinu.

IMG_9307

En sá stutti var að leita að allt öðru, hann er svo nýfarin frá mömmu sinni blessaður, en hann borðar og borðar alveg heilmikið.  langaði bara í mjólkursopa.

IMG_9313

Já hann slapp frá sprautunni.

IMG_9318

Létt verk að sigra ömmu.

IMG_9325

Og ennþá léttara að sigra afa. 

En sem sagt nú snýst líf okkar um einn lítinn kettling.  Það er ekki svo slæmt. Heart

eigið góðan dag elskurnar og megi friður ríkja með ykkur og megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Ég held að bænir virki.  Allavega virkaði mjög vel bænir ykkar til mín með uppboðið á húsinu, því Húsasmiðjan hætti við að bjóða upp húsið, af einhverjum ástæðum.  Ég held að þar hafi eitthvað gott gripið inn í. Heart


Hugvekja til foreldra "öðruvísi barnanna" okkar í skammdeginu.

Þessi tími er venjulega sá tími sem ég er farin að hlakka til jólanna.  Biðja Ella minn að setja upp skreytingar og huga að jólagjöfum.  Ég er einhvernveginn ekki þannig stemmd núna, að vísu er ég auðvitað að huga að jólagjöfunum, þær verða einfaldar og heimatilbúnar þetta árið.  Því ekki er efni til annars.  En mér líður ekkert illa með það.   Finnst gaman að sitja og föndra hverja gjöf.  Hugsa um viðkomandi meðan ég geri hlutinn.  Þannig að um leið og ég bý til eitthvað þá hugsa ég fallega til þeirra sem eru milli handa minna í það skiptið. 

Hver er annars tilgangurinn með gjöfum?  Er það að kaupa eittvað sem fólk virkilega þarf eða langar í, eða verður þetta kapp um að komast af með að eyða sem minnstu bara til að gefa gjöf?

Ég held að það hljóti að vera bestu gjafirnar sem maður finnur að viðkomandi hefur lagt eitthvað til sjálfur.  Ég á til dæmis ennþá tvö lítil handarför frá börnum eins drengsins míns, frá því að þau voru tveggja og fimm minnir mig.  Og nú þegar þau eru að verða táningar, þá eru þessir plattar jafnvel ennþá meira virði en þegar ég fékk þá.  Þó eru þetta bara ódýr gifsafsteypa.  En gjöfin verður dýrmætari með hverju ári.  Svona þarf stundum lítið til að gefa svo mikið.  Það er rétt að hafa í huga á þessum síðustu og verstu tímum. 

Ég hef talað um það hér að ég sé svo heppinn að geta lyft mér upp úr döprum hugsunum, og gleymt mér og sorginni augnablik í því sem er að gerast í kring um mig.  Ég held að það sé mjög þýðingarmikið fyrir þá sem eru í sömu sporum og ég núna.  Að láta ekki sorgina hafa yfirhöndina.  Það er margt fallegt og yndislegt að gerast í kring um mann, og við verðum að gefa sjálfum okkur þann tíma og tækifæri til að gleðjast yfir því. 

Ég tel það skipta miklu máli, því svo þegar sorgin hellist yfir aftur, þá er ég samt sem áður í betra jafnvægi, vegna þessa ánægju augnabliks. 

Ég er stundum að hugsa, ætli það sé í lagi að leyfa sér að vera kát og brosa og hlæja.  Ég kasta því frá mér jafnóðum því það er bara bull.   En fyrst þetta hvarflar að mér, þá er ég jafnviss um að það hvarflar að fleirum, og þess vegna vil ég segja, ef ykkur langar til að hlæja eða segja brandara, þá ekki láta þungar sorgir aftra ykkur, eða halda að það sé ekki viðeigandi.  Það er alltaf verið að hugsa um þetta sem er viðeigandi eða ekki.  Reyndar hef ég aldrei látið það aftra mér frá að gera neitt, en það er ekki þar með sagt að ég sé ekki meðvituð um að þarna úti er einmitt fólk sem hugsar þannig og setur mann í ákveðna kassa.  Ofan í svoleiðis box vil ég ekki láta setja mig. 

Við erum öll tilfinningaverur.  Sumum tekst að loka tilfinningarnar af, og bera þær ekki utan á sér.   Það er síst betra en að geta borið þær utan á sér og fengið samúð.  Því þá er hætta á að fólk einangrist og þegar fram líður situr uppi í einangrun sem jafnvel er erfitt að brjótast út úr.  Þetta getur líka endað með því að fólk gefst upp.  Það má ekki gerast. 

Við þurfum að opna hug okkar og leyfa öðrum að vera okkur góðir.  Það eru svo margir sem vilja styðja við, hjálpa og auðvelda manni lífið þegar áfall hefur orðið.   Við verðum að leyfa sorginni og erfiðleikunum að flæða út, svo þetta lokist ekki inn í systeminu í okkur og geri okkur veik.  Ef eitthvað úldnar í fötu hjá manni, þá versnar það ef fatan er ekki opnuð og lyktinni hleypt út.  Og best er auðvitað að fara með fötuna alla leið út, svo það taki ennþá styttri tíma að eyðast.  Þetta er nú ef til vill dæmi út úr kú, en samt sem áður skilst hvað ég er að meina.

Ég er hér með ljóð sem ég orkti 2002.

 

Stundum er líf okkar yndi,

 Og göngum þau gleðinnar spor.

Allt virðist leika í lyndi.

Létt verður framkvæmd og þor.

   Þá syngur í sálinni friður

Og sefar þá allt sem þar býr.

Sem barn maður almættið biður

bjartsýnin áfram mann knýr.

  

En það getur syrt að og smogið

sorgin í hjartastað inn.

löngun og lífsorku sogið,

lang inn í huga og sinn.   

 

 Þar sem að ekkert er fundið

fögnuður, gleði eða hrós.

Brátt er þá myrkrinu bundið.

blokkerað andanum, ljós.

    Ekkert er gerlegt að gera.

gagnlaust er allt þetta kíf.

Ó afhverju þarf æ að vera.

allt þetta aumlega líf.

   Best væri aldrei að ærast,

né eltast við kærleik og ást.

Þá væri  herlegt að hrærast.

í hjartanu aldrei að þjást.

  

Við vitum ei lífs okka leiðir.

hvort  allt reynist sannt eða tál ,

Og hvernig svo af okkur reiðir,

við  ævinnar baráttu mál.

Það er ekki mikil gleði í þessu ljóði mínu, enda var þetta ort á svipuðum tíma og nú, en með soninn minn einhversstaðar á niðurhúrri eins og svo margir foreldrar í dag.  Því þessi tími er sá sem þeim gengur verst að halda sér á floti þessum elskum.  Og það er ekki þeirra sök, heldur má skrifa það á skammdegið, og líka allt sem er að gerast í samfélaginu, allir að huga að öðrum, kaupa gjafir, íhuga vað í matinn og slíkt.  Og þessum hinsegin börnum  finnst einhvern veginn að þau séu ekki með í pakkanum.   Að í öllu þessu sé ekki pláss fyrir þau.  Þess vegna er mikilvægt að við látum þau vita að við elskum þau, alveg jafn mikið.  En að það sé fíkillinn sem stendi í veginum.  Auðvitað vita þau það.  En þau gleyma stundum að við elskum þau sjálf, sérstaklega ef við segjum þeim það ekki reglulega.   Hér er svo annað.  það er sennilega um ári seinna eða svo:  

Í fegurð vestfirskra fjalla,

 finn ei í sinninu ró.

Sálir í kvöldhúmið kalla

því komið er alveg nóg. 

  Af sársauka og svörtum dögum,

er sífellt þrengja sér inn.

Og mikið af svipuðum sögum

segjast þar sonur minn. 

 Sögur, er baráttan bitur

brýtur þrekið vort allt.

Af eitri sem allstaðar situr

hér öllum börnum falt.   

Samt lifir nú vonar neisti

sem nærist, og þerrar mín tár.

Svo áfram ég trúi og treysti

að tíminn lækni öll sár.   

Og þó að veik mín sé vonin

og virðist svo brjótanleg.

Þá samt ég vil fá þennan son minn.

á sigursins mjóa veg.   

 

 

 

 

Já þetta er aðeins skárra.  En líka ort um svipað leyti, hann farin að vinna meira í sínum málum sjálfur.  En það má skynja þennan ótta og vonleysi þó vonin leynist þarna ennþá.

 

Og ég segi við ykkur kæru foreldrar sem ég beini þeirrari hugvekju til, það er enginn vonlaus.  Og fyrst mínum syni tókst að komast þetta langt, eins og hann var komin langt niður, þá er öllum hægt að bjarga.  Vonin má aldrei bregðast, og kærleikurinn til afkvæmisins.  Þó fíkillinn blokkeri einstaklinginn, þá er það ekki barnið sem við þekkjum.

 

Ég vil svo enda á þessari jólahugvekju. 

 

 

Jólahugvekja. 

Hátíð ljóss og lita,

lýsir dimma jörð.

Það vinur skaltu vita

að völt er mannsins gjörð. 

 

Í djúpi morgundagsins

ef drungi í sálu býr,

af sorgum sólarlagsins,

þá löngun áfram knýr. 

Að vilja vaka og vinna

og verja fast sitt leg.

Því sóknarfæri sinna

að sækja fram á veg. 

Í miðju drungans dapra

er dásemd – jólaljós.

Sem eyðir nístings napra

norðri – frostsins rós. 

Og lætur blíða bera

oss blessun yfir hjörð,

þá von mér viltu gera,

og vekja Ísafjörð.  

Þó sonur minn sé dáinn, þá lifir samt sú vitneskja að hann vann sigur á sjálfum sér, komst upp úr vitleysunni og átti nokkur góð ár, Eignaðist bæði Úlf sem er frábær drengur og kynntist yndislegri manneskju og átti með henni litla Sigurjón Dag, þennan fallega litla dreng sem er svo líkur honum.   Það má segja að hann hafi fengið að fara með reisn. 

Ég verð að sætta mig við að fá ekki að sjá hann aftur, fyrr en þessari jarðvist lýkur, því ég er sannfærð um að hann verður sá fyrsti sem ég hitti þegar ég fer yfir.  Sú vitneskja er mér mikils virði.  Og hún er raunveruleg.   

En við sem erum og höfum verið í þessum sporum, verðum að halda áfram og reyna að njóta þess að vera til.  Þó í augnablikinu virðist allt vera svart.   Til að auðvelda okkur það, þurfum við að taka eitt móment í einu. 

Njóta þess fallega sem kemur upp í lífi okkar, fagna því og  geyma það áfram í hjartanu.  Þá verður léttara að takast á við næstu niðursveiflu.  Þora að hlæja og bera sig vel.   Þora að leyfa öðrum að vera með og létta byrðarnar.   Þora að vera lifandi ástkær manneskja og taka við því sem að okkur er rétt.  

Megi allir góðir vættir vera með ykkur öllum, og vernda ykkur og börnin ykkar.  Að lokum langar mig að fara með bæn heilags Frans frá Azizi. 

Drottinn.

Lát mig vera verkfæri friðar þíns.

 Hjálpa mér til að leiða inn kærleikaþar sem hatur ríkir.

Trú, þar sem efinn ræður,

Von, þar sem örvæntinginn drottnar. 

Hjálpa mér að fyrirgefa þar sem rangsleitni er höfð í frammi:

Að skapa eindrægni þar sem sundrung ríkir

að dreyfa ljósi þar sem myrkur grúfir

að flytja fögnuð þar sem sorgin býr. 

Meistari, hjálpa mér að kappkosta;

Ekki svo mjög að vera huggaður sem að hugga

Ekki svo mjög að vera skilinn sem að skilja

Ekki svo mjög að vera elskaður sem að elska. 

Því það er með því að gefa að við þiggjum

Með því að fyrirgefa að oss verður fyrirgefið

Með því að týna lífi voru að vér öðlumst það.

Það er með því að deyja að vér upprísum til eilífs lífs.  

angel

 

 

 

 

 

 


Spegilmyndir og engladans.

Ísafjörður í spegli tímans....

IMG_6087

Mamma greiðir stelpunum sínum fyrir leikskólann.

IMG_6089

Veðrið er yndislegt þessa dagana.  Svo sannarlega líkara vorveðri en aðventunni.

IMG_6089q

En það er bara til að njóta.

IMG_6090

ég dáist alltaf að því hve glæsilega fjöllin og bærinn minn speglast í pollinum.  Þetta er eins og listsýning.  Af þeirri stærðargráðu að um það þarf ekki að ræða.

IMG_6094

Er þetta ekki alveg ótrúleg sýn?  Þó blasir hún við okkur dag eftir dag.

IMG_6095

Þessi sett inn í gamni.  Hún er á hvolfi. Tounge

IMG_6097

Síðasta ballettævingin fyrir jól var í dag.  Hér eru foreldrar að klæða börnin í búningana.

IMG_6102

Hér eru Isobel og Hanna Sól.

IMG_6120

Isobel litla var dálítið feimin við allt þetta fólk, svo öryggið var hjá pabba.

IMG_6126

Kennarinn er held ég frá Rússlandi, hún hefur ótrúlega góða stjórn á þessum litlu fiðrildum.

IMG_6147

Það var dálítið erfitt að ná góðum myndum af þessum elskum, en þær stóðu sig rosalega vel og var virkilega gaman að fylgjast með þeim.

IMG_6199

Allskonar æfingar og spor, hopp og stökk.

IMG_6235

Framtíðarballerínur.

IMG_6246

Við erum heppin að hafa þetta allt hér á Ísafirði.  hæfileikana, fegurðina og öryggið.  Jafnvel þó allt gangi ekki upp, eins og hjá mér, ég veit ekki hvar ég stend.  Þá nýt ég þess að upplifa allt það yndislega og góða í kring um mig.  Sem betur fer.  Svo kemur nóttin og myrkrið.  En jafnvel það verður auðveldara, ef maður getur gleymt sér augnablik við yndislegheit eins og ég hef nefnt hér.  En ég býð ykkur góða nótt, og megi allir góðir vættir vaka yfir okkur öllum og vernda.  Megi dýrð ljósanna og englarnir vera okkur nálægir.  Sérstaklega þeim sem á því þurfa að halda.  Heart

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2024019

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband