Færsluflokkur: Bloggar

Kosningar.

Kosningar nálgast, mér sýnist sáralítill áhugi sé á þeim hér í kring um mig.  Reiðin kraumar í fólki og það er ráðvillt, hætt að treysta neinum, og þegar traustið er horfið þá er lítið eftir.

Til að endurvinna það traust sem þarf að vera á forystumönnum í pólitík, þurfa þeir að koma fram af heiðarleika og hafa sannleikan að leiðarljósi.  Sá sem fer bak við ljósið og lýgur sig inn á fólkið í landinu á fölskum forsendum ætti að hugsa sinn gang afskaplega vel.  Því það er enginn þolinmæði lengur fyrir slíku.  Pólitíkusar þurfa að hafa það í huga þegar þeir lofa öllu fögru, eða rotta sig og plotta að það er ekki lengur 2007, heldur 2010.  Almenningur stórlega brenndur á falsi, lygum og allskonar svívirðingum, fyrir utan að þurfa að draga upp pyngjuna og borga allt heila klabberíið.

Þess vegna er mikilvægt að hver og einn kynni sér það sem framboðin hafa fram að færa, og hvernig þau hafa staðið sig sem hafa haft til þess meirihluta.  Fólk verður líka að kynna sér litlu framboðin og nýliðana sem berjast við að ná athyglinni en vandlega er séð til að kæfa þær raddir niður, enda kærir fjórflokkurinn sig lítið um að ný andlit og ný sjónarmið komi fram, sem þeir hafa ekki kontról á.

Ég heyri mikið í umræðunni að Fólki finnst ekkert annað í boði en fjórflokkurinn og Jón Gnarr, en það eru vissulega fleiri þarna úti.  Ég vil benda á Frjálslynda flokkinn þar sem hann býður fram.  Ef fólk vill rauðverulegt lýðræði, þá fer það milli kosningaskrifstofa kynnir sér stefnumálin og ræða við fólkið sem þar er, spyr það út úr og skoðar hvort ekki leynist þar góður málstaður sem hægt er að veita brautargengi.  Við verðum að fara að hugsa öðruvísi en hingað til, þ.e. ef við viljum ekki endalaust sullast í sömu hjólförum og hingað til, með spillinguna lafandi út um allar trissur, samtryggingu þeirra sem ráðið hafa hingað til.

Á Ísafirði býður sig fram Í listinn.  Hann samanstendur af Samfylkingu, Vinstri grænum, Frjálslyndaflokknum og óháðum.  En í raun og veru er þetta ekki framboð þessara flokka, því það fólk sem þarna er, setur málefni bæjarins fremst og þau vinna saman sem einn maður.  Það sýnir að bæjarmálin eru ekki það saman og landsmálin, hér eru menn nálægari grasrótinni.

Ég er líka afskaplega ánægð með að heyra að Sigurður Pétursson er bæjarstjóraefni Í listans.  Sigurður er ekki bara einstaklega ljúfur maður og vel gefinn, heldur getur hann líka sýnt hörku ef þarf.  Hann sýndi það í vetur þegar ég þurfti að leita til hans og Magnúsar Reynis, vegna prívat mála minna.  Það var leyst úr því vel og snöfurmannlega.   Ég treysti því Sigurði Péturssyni afar vel til að standa sterkur og fastur fyrir í þeim málum sem bæjarfélagið þarf að takast á við.

Ég var líka afskaplega ánægð að sjá að þau hafa haft samráð við alla bæjarkjarnana um þeirra viðhorf til mála.  Ég veit nefnilega að fólkinu í jaðarbyggðunum hefur fundist að þau væru sett til hliðar í ýmsum málum. 

Ég vil óska öllum framboðum velgengni, og megi heiðarlegasta fólkið bera sigur úr býtum.  Því ekkert skiptir meira máli einmitt í dag en hreinskipti heiðarleiki og allt uppi á borðum.

Eigið góðan fallegan dag.

284007_258_preview

Við skulum muna að við stöndum í hreingerningum til að endurheimta traust. 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


Til hamingju með daginn elsku Sólveig Hulda.

Litla ljúfan mín er eins árs í dag, Sólveig Hulda. 

IMG_8599

Séra Valdimar pabbi Möttu minnar skýrði hana, og Júlíana Lind stóra systir heldur henni undir skírn.

IMG_8582

Fjölskyldan saman þarna.

22454_286187634773_547209773_3210366_352700_n

Pabbastelpa, svo lík honum þegar hann var á þessum aldri.

IMG_1354

Hjá ömmu sinni í Kúlu.

IMG_2174

Vakti líka svaka lukku þegar hún fór að horfa á stóra bróður dansa, því hún dansaði manna mest.

IMG_2184

Í afmælisveislunni í dag, með pakka frá ömmu.

IMG_2186

Aha eitthvað mjúkt dýr.  Heart

IMG_2191

Með stóru frænku sinni Veru og frænda honum Hermanni sem er rosasætur strákur á sama aldri.

IMG_8619

Til hamingju með daginn ljúfust mín. Heart

IMG_2164

En stóri bróðir var að dansa í morgun.

IMG_2166

Og þau voru að dansa Thrillerinn hans Michael Jacksons.

IMG_2171

Með danskennararnum sínum henni Evu.

Já blessuð börnin eru framtíðin okkar og þau sem erfa munu landið.  Þess vegna verðum við að stoppa misvitra stjórnmálamenn í því að taka einhliða ákvarðanir um skammtímagróða við að selja auðlindir þjóðarinnar. 

IMG_2161

En nú er komið vor og við þurfum að njóta sumarsins okkar.  Eigið góða nótt Heart


Erum við ekki á leið afturábak til 2007?

Lílfið á Hrunlandinu Íslandi kemur sífellt á óvart.  Alltaf þegar maður heldur að botninum hafi verið náð, dúkka upp ný mál svo maður sýpur kveljur.  Hér er eitt dæmi.  Fjármálaráðherrann fer mikinn í kastljósi og segir það mjög alvarlegt að erlendur aðili hefur fengið leyfi til að kaupa hitaveitu suðurnesja, en þau gátu auðvitað ekkert gert í því ríkisstjórnin, hún hafði bara eitt ár til að setja lög sem kæmu í veg fyrir að útlendingar eignuðust náttúruauðlindir okkar eða afnotaréttinn, vatnið undir Snæfellsjökli var ekki nægileg viðvörun. 

En á sama tíma og blessaði saklausi fjármálaráðherrann er að blaðra þetta veifandi öllum öngum í hneykslan, eru þessi útlendingur sem við færum auðlindina á silfurfati AÐ FÁ LÁN FYRIR KAUPUNUM HJÁ ORKUVEITUNNI? http://eyjan.is/blog/2010/05/19/magma-faer-147-milljarda-ad-lani-fra-opinberum-adilum-or-lanadi-70-kaupverds/

Magma Energy fær samtals 14,7 milljarða króna að láni frá opinberum aðilum vegna kaupa á 98,53% hlutafjár í HS Orku. Þetta kemur fram í samantekt

Góðir Íslendingar hvenær erum við búin að fá nóg af þessum skrípaleik.  Menn eru núna mest uppteknir af svokölluðu grínframboði Jóns Gnarr, þeir fá alla athygli reyndar fjölmiðlanna, enda örugglega bestu vinir og vandamenn sem tengjast fjölmiðlum.  En ég er farin að halda að Besti flokkurinn, sé eini flokkurinn sem ekki er með grín.  Þá undanskil ég auðvitað hin litlu framboðin sem rembast við að vekja á sér athygli eins og minn flokkur Frjálslyndi flokkurinn, með öll sín góðu stefnumál. 

Þarna er að verki sama gamla klíkan, fjórflokkurinn, sem samþykkir þessa gjörð.  Þeir eru allir á kafi í þessu, Sjálfstæðismenn, Samfylking og Vinstri grænir, og örugglega koppar í búri Framsóknar.  Ég verð að segja að það er enginn veggur svo hár að ASNI KLYFJAÐUR GULLI KOMIST EKKI YFIR HANN.

Og nú hefst dansinn fyrir alvöru.  Þetta er rétt að byrja, þetta skúffufyrirtæki er bara rétt að byrja að gauka að réttu aðilunum, til að fá það sem hann vill. 

Íslendingar eru andskotann ekkert betri en þriðjaríkislöndin þar sem múturnar og spillingin er daglegt brauð.

Ég er virkilega farin að skammast mín fyrir hvernig fólk hagar sér hér.  Er ekki komið nóg.  Og þessum spillingaröflum öllum saman ætlum við að gefa lungan af atkvæðum okkar, þegar okkur gefst færi á að kjósa.

Málið er að okkur er ekki treystandi til að ganga til kosninga.  Þess vegna ráðlegg ég að farin verði sú leið sem Guðmundur Ólafsson benti á í viðtali í morgun.  Að forsetinn rjúfi þessa ríkisstjórn og sett verði á utanþingsstjórn með fagfólki og fólki sem kann til verka.

 Ég styð þ að einlæglega og vil að við skorum á forsetan að rjúfa þennan vítahring, sendi algjörlega ónýta ríkisstjórn frá og ráði fólk til að stjórna sem kann til verka og eru íslendingar en ekki einhverjar rassasleikjur og mútuþegar.  

Eigið svo góðan dag, ég er reið og sár og svekkt.  Ég vissi að Sjálfstæðismenn og Framsókn væru gjörspillt jöfl, en að Vinstri græn væru ekkert skárri stingur mig beint í hjartað.  

Burtu með spillinguna og landsöluna, inn með utanþingsstjórn eða neyðarstjórn sem getur tekið á málum og fært okkur til framtíðar en ekki aftur til 2007. 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


Væri það ekki alveg frábært ef við þyrftum að fara að halda söngvakeppnina svona mitt í kreppunni?

Vitiði nú hvað.  Ég held að við vinnum söngvakeppnina í ár.  Ekki út af laginu, heldur söngkonunni sem við sendum út.  Hera Björk er mögnuð kona.  Hún er Fjallkonan og nornin.   Hún er Eyjafjallajökull og Hekla.  Hún er stórbrotin og einstök.  Ég hef verið að hugsa þetta nokkurn tíma, og hún fer út sem fulltrúi þess óbeislaða, djarfa og stórbrotna náttúruafls sem við eigum og verðum að fara að sjá að við verðum að vernda með öllum ráðum.

Hera1

Áfram Hera Björk frá einni norn til annarar. 


Má ég bjóða ykkur á tónleika?

Ég ætla að bjóða ykkur á tónleika í kvöld.  En fyrst ætla ég að segja að ég horfði á kastljósið þar sem Brynja nokkur átti viðtöl við forstjóra Magma og svo Ögmund Jónasson.  Og ég verð að segja að ég var kjaftstopp.  Forstjórinn erlendi fékk að tala eins og hann vildi frá sínu brjósti, en öðru máli gegndi um Ögmund, hann þurfti að gera grein fyrir öllu sem hann var að segja.  Ég er ekki bara kjaftstopp heldur helvíti reið yfir þessu.  Fjandans útlendingagæla og sleikja sem þarna kom í ljós.  Pésinn fékk að fabúlera um hve hann væri góður og hvað hann ætlaði sér að gera góða hluti til bjargar íslandi og okkur öllum, en Ögmunur var spurður í þaula.

Sjónvarp allra landamanna HA!!! er það!!! ónei, sleikjusjónvarp fyrir jámenn og klappstýrur, það er það sem þið eruð og ekkert annað. Ömurleg að mínu mati allavega.  Thank you very much for this programm.  Sleikjur eiga ekki upp á mitt pallborð, en ég er náttúrulega bara kerling út í bæ.  En meira að segja kerlingar út í bæ geta lagt sitt af mörkum, ef þær verða nógu reiðar.  Verði ykkur að góðu ef þetta er það sem koma skal.  Vonandi fær maður að eiga val um það einhverntíman að þurfa ekki að hafa ríkisstjónvarp eða ekkert sjónvarp.  Það er nánast glæpur að þurfa að borga ykkur pening fyrir að láta heilaþvo okkur og sæta því að þið miskunnarlaust gerið stykkin ykkar í bólið okkar sem ekki erum með leppa fyrir augum og eyrum, en viljum sannleikan og heiðarleikan beint í æð.

 

Sorry varð bara svo reið yfir þessu kastljósi og öllu þessu fjandans falsi og lygum sem bornar eru á borð fyrir okkur allstaðar af fólki sem stjórnar því sem sagt er og gert, í formi "frétta" og þagað um það sem kemur ykkar skoðanabræðrum illa og allir spila með.

En ég lofaði að bjóða ykkur á tónleika.  Þetta eru tónleikar númer þrjú í Tónlistaskóla Ísafjarðar, í vor, börnin okkar, þessi sem eru hrein og tær og hafa ekki spillingu og lygi á bakinu.  Hrein og tær gleði yfir því sem þau eru að gera, skila sínu vel og það sést í hverju andliti gleðin og hreyknin yfir vel heppnuðu atriði, hvert eitt þeirra stóð sig rosalega vel, og allir höguðu sér með sóma.  Eitthvað annað en sirkusinn við Austurvöll. 

Versgú!!!

IMG_2127

Þau voru ekki öll há í loftinu blessuð börnin sem porformeruðu fyrir okkur í dag.

IMG_2128

Hér er beðið eftir að fólk komi sér fyrir í salnum, og tíminn komi til að spila lagið sitt.

IMG_2129

Sjáiði einlægnina og gleðina.  Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir J.S. Bastien: dans. Þið heyrið ekki spilið, en helmingurinn af gleðinni er gleðin sem þau sýna ykkur.

IMG_2130

Lilja Ósk Ragnarsdóttir.  T. Arbeau: Bjöllur og trommur.

IMG_2131

Júlíana Lind Jóhannsdóttir.  Neuvonen/Múkkulainen.  Froskurinn, Uglan, músin og fiðrildið.

IMG_2132

Eva Marín Jónsdóttir. Neuvonen/Múkkulainen; Gylti refurinn.

IMG_2133

Rakel María Björnsdóttir.  Ísraelskt þjóðlag.  Artza Alina.

IMG_2134

Sigríður Erla Magnúsdóttir.  J.S. Bastien. Dans.

IMG_2135

Snjólaug Ásta Björnsdóttir.  J.S. Bastien:  Galdranornirnar.

IMG_2136

Kolfinna Íris Rúnarsdóttir. J. Thompson:  Spiladósin.

IMG_2137

Kjartan Óli Kristinsson.  Tom Hapke: Sóló2 - Pop Rock.

IMG_2138

Baldur Björnsson.  Balli mag mix: Osama punk, ég held að hann hafi samið þetta sjálfur.

IMG_2139

Jón Hjörtur Jóhannesson.  Weiss og fl.  Can´t Help Falling in Love.

IMG_2140

Arndís Þórðardóttir.  Gísli Helgason; Kvöldsigling.

IMG_2141

Albert Jónsson.  Elton Johhn; Cant You Feel the Love Tonight.

IMG_2142

Tekla Þorláksdóttir.  Þjóðlag: Ooga Booga Boogie.

IMG_2143

Doróthea Magnúsdóttir.  J.S. Bach; Menúett í g-moll.

IMG_2144

Sumir voru svo sem ekkert að fylgjast mjög náið með, en voru samt stilltir og góðir að dunda sér við ýmislegt.

IMG_2145

Aðalbjörn Jóhannsson.  M. Eckstein: Draugarnir.

IMG_2146

Sigríður Salvarsdóttir.  J.S. Bach: Menúettt í G-dúr.

IMG_2147

Þórður Alexander Úlfur Júlíus Thomassen Kristján eins og hann kallar sig, töffari. CCR: Down on the Corner.

IMG_2148

Stolt sinnar ömmu auðvitað.

IMG_2149

Og kennarinn hans Önundur, sem hefur eitthvað heilmikið með Fjallabræður að gera skal ég segja ykkur og stúdíó í gömlum lýsistank.  Kjuðana fékk hann af Dikta, áritaða af rtommaranum og fleiri. Hann passar þá eins og gull.

IMG_2150

Hermann Freyr Guðmundsson.  Santana: Black Magic Woman.

IMG_2151

Anton Sigurður Halldórsson.  Bellman: Träd Fram Du nattens Gud.

IMG_2152

Lára Margrét Gísladóttir.  Jón Múli Árnason: Ágústkvöld.

IMG_2153

Fjóla Aðalsteinsdóttir.  W.Gillock: Fiesta.

IMG_2154

María Birna Veigarsdóttir Olsen. D. Kabalevsky: Hægur vals.

IMG_2155

Regína Siv Rúnarsdóttir.  L.V. Beethoven: Geirþrúðarvalsinn.

IMG_2156

Hálfdán Jónsson.  F. Carulli: Cals op. 121 nr 1.

IMG_2157

Snorri Sigbjörn Jónsson.  Visée/Calderrábano: Menuett/sónata.

IMG_2159

Davíð Sighvatson.  Elton John: Goodbye Yellow Brick Road.

IMG_2160

Og komið að lokum.  Skólinn þakkar nemendum fyrir frábæra frammistöðu.  Við vonum að þið hafið notið tónleikanna.  Þó hljóminn vanti, þá er hægt að lesa svo margt út úr börnunum.  Gleði og ábyrgð.  Eitthvað sem vantar svo mikið í samfélagið í dag.  Við þurfum stundum að taka okkur börnin til fyrirmyndar.  Bæði hvað varðar sakleysi, ábyrgð og ánægju.  Þess vegna þykir mér vænt um að hafa boðið ykkur á þessa frábæru tónleika.  Þetta er líka grunnur að því sem Ísafjörður er í dag. Tónlistarskóli Ísafjarðar og einnig þó hann sé ekki hér Listaskóli Rögnvaldar. 

Ef þið takið eftir lagavalinu, þá sjáið þið að það er breytt og komið víða við.  Það skiptir líka máli.  Og þökk sé skólastjóranum Sigríði H. Ragnar.  Sem hefur leitt skólann frá því að faðir hennar og móðir féllu frá.  'Eg man þá tíð þegar Ragnar H. var skólastjóri.  Hann var strangur og hann hefði aldrei sætt sig við það lagaval sem við sjáum hér, enda af gamla skólanum.  En tíminn stendur ekki í stað. Og Sigríður hefur fylgst með tímanum og í dag er skólinn skóli dagsins í dag.  Hann er fyrir nemendurna og þeirra áhugasvið. 

Ég segi bara hjartans þökk fyrir mig.  Og vona að þið hafið líka notið tónleikanna.  Því þeir voru svo sannarlega frábærir. 

P.S. og Sigríður mín, þú mátt taka allar myndirnar og setja þær inn hjá þér. Heart Mín er ánægjan.

 


Farið vítt og breytt um svið tilfinninganna.

Ég hef svona verið að hugsa um allar fréttirnar undanfarið um fangelsismál.  Það er auðvitað gott og blessað að fjölmiðlar hafa fengið áhuga á hvernig þar er umhorfs, og getur ekkert annað en bætt aðbúnað og verið aðhald.  Það sem ég er að hugsa um er þessi ein og hálf milljón sem var gefinn, til að setja upp leiktæki á útiverusvæði Litla Hrauns og hvað það nú heitir Bitru.

Margrét Frímanns sagði að þetta myndi duga til að setja upp leiktæki á þessum tveimur stöðum.  Og ég hugsaði hvað með alla hina?  Kópvoginn , Hverfissteininn og Akureyri, er þetta ekki mismunun?

En það er fleira sem kemur til.  Ein og hálf milljón dugar ekki langt skal ég segja ykkur, ætli einn klifurkastali fari ekki hátt í milljónina.  Rólur og annað væri ef til vill ódýrara, en samt sem áður, þá er eftir að setja þetta upp, og samkvæmt stöðlum þurfa að vera plashellur kring um leiktækin eða annað sambærilegt. 

Svo er hitt, af því að ég þekki dálítið til.  Ég hef nefnilega oft farið með lítinn stubb í heimsókn, og það sísta sem hann myndi vilja væri að fara með fangaverði, út í garð að leika, þegar hann er að hitta pabba eða mömmu smátíma.  Fyrir utan að fangelsisgarður er einangraður og barn yrði einmana þar þó þar væru nokkur leiktæki.  

Ég vil gefa Margréti frænku minni ráð; það er miklu ódýrara og örugglega vinsælla meðal barnanna að fá inn í heimsóknarherbergin eitthvað dót til að dunda sér við, púsluspil, bækur, litabækur, bíla og dúkkur.  Þannig að barnið gæti dundað sér við hliðina á pabba og mömmu. Ég held líka að heimsóknartímar séu takmarkaðir vegna plássleysis.  Ég hef verið í heimsóknum á Litla Hrauni, Hverfissteininum en oftast í Kópavoginum.  Ég er viss um að þessir peningar myndu nýtast betur svoleiðis en að vera með rólu og sandkassa einhversstaðar út í fangelsisgarðinum.  Þá væri líka hægt að miða við fjölbreyttari aldur barnanna. 

===000===

16.5. 02.

Bæti hér við að ég hitti Margréti Frímanns í morgun, hún sagði mér að hún hefði fyrir löngu komið með leikföng í móttökuherbergin, púsl, bækur og litabækur.  Ég var virkilega glöð að heyra það.  Hún sagði mér að þarna væri um að ræða aðeins eldri börn, sem þyrftu aðeins að lofta sig.  Ég skil það vel eftir útskýringar hennar.

Ég er raunar á því að það besta sem hefur hent fangelsin hér sé einmitt hún.  Því hún hefur lagað margt, og á eftir að gera meira.  Ég hef fulla trú á henni, vil að það komi fram hér.

 

En að allt öðru. 

Pabbi minn hefur verið lasinn og er farið að förlast þessari elsku.  Allt hefur sinn tíma víst, en það er samt erfitt fyrir börnin og barnabörnin, þessi bið og ótti um skilaboð sem maður vill ekki fá.

 

Kveðjustund.

   Það gerðist eitthvað inn í mér, þegar ég horfði á pabba minn og systur hans, einn morgunin þegar við sátum yfir honum.  Hann lá og svaf, hún hallaði sér yfir hann og lagði kinn við kinn.  Svipur hennar var meitlaður af sorg, en samt ákveðin.  Hún hafði komið til að kveðja bróður sinn, vissi að hún myndi ekki sjá hann aftur í þessu lífi. og nú var tíminn komin til að hverfa aftur heim. 

Hann níutíu og tveggja hún níutíu ára.  Þau höfðu alist upp við harðar aðstæður norður í Fljótavík og Aðalvík.  Þau höfðu verið 14 systkinin, 12 sem komust upp, tvíburar andvana fædd. 

Þetta rann allt í gegnum huga minn þegar ég sá ástúðina og kærleikan milli þessara tveggja, þau voru alltaf bestu vinir, og reyndar voru þau öll alltaf góðir vinir, svo fóru þau eitt af öðru.  Einn drukknaði ungur að árum, annar dó áður en hann náði sextugu.  Þessi tvö hafa svo kvatt systkinin eitt af öðru og síðast systur sína sem bjó erlendis.  Aska hennar verður þó flutt hingað vestur til jarðsetningar.  Systirin lagði það á sig að koma vestur til að kveðja bróður sinn. 

Þau voru öll stórbrotin þessi börn, enda áttu þau kyn til þess.  Höfðingjar og meira konungleg en fátæk barnafjölskylda norður á hjara veraldar.

 

En þau áttu hjarta úr gulli, og stolt sem náði yfir allt.  Ég er hreykin af að tilheyra þessari fjölskyldu.  Og nú þegar skiljast leiðir þá er erfitt að hafa hugan einhversstaðar annarstaðar. 

Og sorgin fyllir hvern krók og kima.  Samt sem áður veit ég að þetta getur bara hert mig og hjálpað mér að takast á við það sem ég stend fyrir í framtíðinni.  Eftir því sem áföllinn verða erfiðari, því minna verður hvert og eitt þeirra til að takast á við.

 

Systkinin.

 

  

Ein mynd í  hugann meitluð inn,

  

mæt systkin gömul kinn við kinn.

  

Þá fegurð mun ég friða og geyma,

  

fast í huga og aldrei gleyma.

  

Þó finnist sorgin  fara að buga,

  

fellur mynd ei mér út huga.

  

Svo kvöddust þau í hinsta sinn.

  

Sátu þarna kinn við kinn.

  

Sorgin sterk, það sást svo vel,

  

systkin krútleg, að ég tel.

  

Hann á leið um ókunn lönd.

  

langan veg um lífsins strönd.

  

Þó ljúki hér er leiðin sú,

  

liggur öllum, mín er trú,

  

að vættir  góðir vaki þar.

  

og verndi okkur allstaðar.

(Lagafært. 16.5.2010.) 

 

 

 

 

IMG_0049

Hér eru þessar elskur í níutíu ára afmæli pabba.  Þau eru svo flott.

IMG_2094

Júdith mín með Sigurjóni Degi.

IMG_2052

Fjörðurinn minn fallegi.

IMG_2057

Á góðum degi.

IMG_2058

Kubbinn með hvíta slæðu.

IMG_2068

Svona þurrka hunangsflugurnar vængina þegar þeim hefur verið bjargað upp úr tjörninni.  Svo gera þær allskonar fótaæfingar.

IMG_2070

En nú eru þær horfnar ofan í búin sín til að unga út heilli þjóð af þernum og þjónum og hermönnum.

IMG_2071

Eftir daginn í gær og dag hefur grænkað heilmikið, þó það sjáist ekki á þessari mynd enda er hún tekinn fyrir þremur dögum.

IMG_2075

Þessi Mandarínurós er með fimm svona stóra knúppa. 

IMG_2078

Gullsóparnir skarta sínu fegursta.

IMG_2079

Rauðir og gulir og allavega.

IMG_2080

Animónur og prímúlur brosa utan dyra.

IMG_2081

Hepatícan mín, held að hún heiti skógarblámi.

IMG_2082

Hún er líka til fyllt.

IMG_2084

Þetta er keisarinn af Ösp, blómstrandi og fagur.

IMG_2087

Ekkert smáflottur.

IMG_2056

Og þessa litlu skottu missi ég bráðum til Noregs.  Það er von að maður sé svekktur út í ríkisstjórn, útrásarvíkinga og aðra fjárglæframenn.

 IMG_2091

Gamla brýnið að vökva blómin, það þarf að hlú að öllu, svo það dafni.

IMG_2095

Afi og Sigurjón Dagur nýbúnir að lesa um Elsu Maríu og litlu pabbana.

IMG_2096

Svo kom þessi yndislegi maður og góður vinur í heimsókn.

 

Nokkrar myndir frá Vín.

0284_08660

Bára mín í hlaupakeppni.

P4301007

Er hún ekki orðin stór, litla Ásthildur við Dóná.

P4301110

Svo fer maður í brú.  Það sést að sumarið er komið í Vínarborg.

 

P4301153

Ásthildur hefur þroskast mikið greinilega.

P5011170

Hanna Sól líka.

P5011173

Hér er verið að blása sápukúlur, og auðvitað allt gert með fullum kröftum.

P5011185

Og ekki er maður smeykur við stóra hunda.

P5011186

Svo má hjálpa pabba að hreinsa hófa.

P5011188

Og mömmu auðvitað lika.

P5011199

Svo þarf að láta þá hlaupa.

P5011226

Og bregða sér á bak jafnvel.

P5011233

Þá er ef til vill bara best að loka augunum.

P5011236

Hanna Sól er samt vön að sitja hest.

P5031264

Hér sést að Ásthildur Cesil júníor er með græna fingur eins og amma.

P5041307

Prinsessur.

P5081409

Eða ef til vill bara fiðrildi.

P5081410

Já þetta eru ljúfar myndir frá Vín. 

Eigið góða helgi elskurnar. Heart

 

 


Kammertónleikar á Ísafirði.

Ég hef ekki verið mikið hér inni undanfarið.  Það er af persónulegum aðstæðum hjá mér og fjölskyldunni. 

Ég var þó boðin á kammertónleika í Ísafjarðarkirkju í gær, þetta var yndisleg stund.  Tónleikarnir voru haldnir til heiðurs 15 ára vígsluafmæli kirkjunnar og 50 ára afmæli kvenfélags Ísafjarðarkirkju.

IMG_2100

Tónleikarnir byrjuðu á söng úr Stabat Mataer eftirG.B. Pergolesi, um söng sáu þær Guðrún Jónsdóttir og Ingunn Ósk Sturludóttir, þetta var yndislegur söngur, mér er sagt að Ingunn Ósk sé eina altsópran á Íslandi, sel að ekki dýrara en ég keypti.  Guðrún er sópran og þær voru einstaklega fallegar raddirnar þeirra saman. 

IMG_2102

Hljómsveitina skipuðu Janusz Franch 1 fiðla.

Maksymiliam Frach 2 fiðla.

Sigurður Halldórsson selló

Herdís Anna Jónsdóttir víóla

Iwona Frach orgel.

 

Síðan var flutt messa +i G dúr eftir F. Shubert.

Það var kór einsöngvarar og hljómsveit.

IMG_2106

Kammerkór Ísafjarðar undir stjórn Guðrúnar Jónsdóttur.  Einsöngvarar voru Inga Backman sópran, Þorgeir J. ANdrésson tenor og Sigurður Skagfjörð bassi.

Þetta var virkilega falleg messa og raddirnar tærar.  Verkið er einstaklega ljúft og skemmtilegt á köflum.  Kórin hefur æft í vetur einn klukkutíma á viku, og það er ótrúlegt að fara svona flott með þetta mikla verk eftir ekki meiri æfingar. 

Við erum heppin ísfirðingar að eiga svo margt gott tónlistafólk, bæði fólk sem er alið upp í músikinni hér fyrir vestan og svo þeir sem hafa ákveðið að setjast hér að og kenna fræði sín unga fólkinu sem er að alast upp.  Það er ómetanlegt fyrir bæinn að hafa alla þessa frábæru listamenn, tvo listaskóla, Tónlistaskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar. Enda held ég að kórar hér telji næstum tuginn sem er sennilega heimsmet miðað við mannfjöldann.

IMG_2109

Hljómburður í kirkjunni er einstaklega góður enda oft haldnir konsertar þar.

IMG_2111

Virkilega velheppnað allt saman og gott fyrir sálina að hlusta á eitthvað svona fullkomið og fallegt.

IMG_2119

Og ég segi bara innilega takk fyrir mig. 

 


Grátkór L.Í.Ú. ennþá einu sinni.

Ég ætla að birta hér bréf frá félaga mínum í Frjálslynda flokknum, hann er í þriðja sæti á Í-listanum, en að þeim lista standa þrír flokkar, Samfylkingin, Frjálslyndiflokkurinn og Vinstri grænir.  Þessir þrír flokkar hafa starfað af miklum ágætum síðast liðin fjögur ár.  Sýnir bara að úti á landsbyggðinni er frekar um að ræða einstaklinga með svipaðar skoðanir og stefnur en flokkadrætti.

Ég er afskaplega ánægð með alla á listanum.  Og þar er aldrei minnst á þú og þið, heldur VIÐ.

En hér kemur greinin:

Kristján Andri Guðjónsson: HG og strandveiðar

 20100501-IMG_0078

Kristján Andri Guðjónsson

Tilefni þess að undiritaður sest niður með penna í hönd er viðtal bb.is við framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar undir fyrirsögninni „HG gæti stoppað í sumar." Á þeim sjö árum sem ég starfaði á Páli Pálssyni ÍS var yfirleitt stoppað í tvær til þrjár vikur í kringum verslunnarmannahelgi og því kom það mér spánskt fyrir sjónir að það væri einhver frétt að stoppa ætti í sumar bæði skip og fiskvinnsluhús.

 

Greina má mikla gremju framkvæmdasjóra HG út í strandveiðar á komandi sumri og þeim kennt um fyrirhugað stopp HG í sumar. Þetta er ekki rétt hjá framkvæmdastjóra HG. Engin mun verða fyrir skerðingu á aflamarki eða krókaaflamarki á núverandi kvótaári samkvæmt orðum sjávarútvegsráðherra. Þar með er það komið á hreint og þar með er það ekki strandveiðum að kenna að HG stoppar í sumar.

 

Nú skoðaði ég veiðistopp á Páli Pálssyni ÍS í júli og ágúst frá árinu 2001 til og með síðastliðnu sumri. Að meðaltali var Páll Pálsson ÍS frá veiðum á umræddu tímabili 22 daga á ári. Stoppin eru frá um 15 dögum og upp í 36 daga árið 2008.

Nú vil ég minna framkvæmdastjóra HG á að þegar svokölluðu dagakerfi var stútað og þeir bátar kvótasettir, þá heyrðist ekki stuna úr HG að stoppa þyrfti vinnsluna eða skipin meira vegna þess að kvóti væri dreginn af öllum til að láta til dagabátanna, til að loka því kerfi. - Lokun dagakerfisins var hlutur sem ég verð aldrei sáttur við.

 

Framsetning framkvæmdastjóra HG nú, um að strandveiðar valdi stöðvun veiða og vinnslu hjá HG, eiga því ekki við rök að styðjast. Að því sögðu sem áður er hér fram komið væri nærtækara fyrir framkvæmdastjóra HG að beita kröftum sínum innan LÍÚ til þess að ná fram aukningu á þorskkvóta og styðja þannig kröfu Landssambands smábátaeigenda og einróma áskorun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um auknar veiðiheimildir. Það væri aðgerð sem mundi auka tekjur og atvinnu í Ísafjarðarbæ sem og á landsvísu.

 

Skrifað á Norðurfirði á Ströndum,
Kristján Andri Guðjónsson frambjóðandi Í - listans í Ísafjarðarbæ.

Grein útgerðamannsins. http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=103706

Frétt um sumarlokun.   http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=103706

 

Það má svo sem segja frá því líka að ég hef starfað á kosningaskrifstofunni hjá Frjálslyndum þegar þeir hafa verið í framboði.  Og það er alltaf sama sagan, fólk kemur til okkar og spyr hvort það sé löglegt að framkvæmdastjórar sjávarútvegsfyrirtækjanna haldi fundi á kaffistofunni fyrir kosningar og segi fólkinu að ef það kýs ekki rétt fari fyrirtækið úr bæjarfélaginu og fólkið standi eftir atvinnulaust.  Þetta er allavega siðlaust.

Einn útgerðarmaðurinn var meira að segja á fullu að selja bæði skip og kvóta burt úr bæjarfélaginu, á sama tíma og hann var að hóta starfsfólkinu atvinnumissi.  Vona að þessir menn eignist einhverntíma samvisku og iðrist, en ætli það sé ekki borin von?


Hvar liggur sannleikurinn um Má bankastjóra?

Ég hef dálítið verið að spá í uppákomuna með Má bankastjóra og 400. þúsundin.  Mér finnst einhvernveginn eins og blaðamenn missi áhugan í miðju kafi.  Hvar er forvitnin?  Þetta er furðulegt máll, einskonar farsi.

Formaður bankaráðs leggur fyrir bankaráðið tillögu um að hækka launin hans um 400.000.-  Þessu er lekið í Moggann af öllum blöðum, og svo vill til að þar er ritstjórinn einmitt fyrrverandi bankastjóri S.Í. 

Það fer eins og allir bjuggust við allt samfélagið á hvolf.  Formaðurinn tekinn á teppið, bankastjórinn tekinn á teppið í Kastljósinu, svo éta allir hver upp eftir öðrum. 

Formaðurinn staðfestir að Má hafi verið lofað þessu og stólnum.  Már talar um að þetta sé í raun og veru kauplækkun, sennilega miðað við hvað búið var að lofa honum. 

Jóhanna og Steingrímur segjast hvergi hafa komið nálægt málinu. 

Þá er aðalspurningin; Hver lofaði því að Már fengi stöðuna og launin?  Er enginn nógu forvitinn til að finna út úr því?  Ég get alveg ímyndað mér að hvar annarsstaðar í heiminum hefðu blaðamenn ekki unnt sér friðar fyrr en búið var að stinga á þessu graftrarkýli.

Hver gat og hafði authority til að lofa svona?   Í mínum huga eru bara tveir sem koma til greina, sem Lára V. Júlíusdóttir hefði tekið mark á, en það er annað hvort forsætisráðherran eða fjármálaráðherran. 

Ætla þau að sitja undir þessu ef þau eru saklaus?  Aðallega auðvitað Jóhanna.  Fólkið í landinu er ekki fífl.  Það tekur sig enginn upp af götunni og skipar bankastjórn Seðlabankans að hækka laun bankastjórans, hvað þá lofa honum stöðunni fyrirfram. 

Þetta er vandræðamál fyrir forsætisráðherrann hvernig sem á málin er litið.  Annað hvort lýgur hún eða hefur látið plata sig.  Mér finnst skipta máli hvort heldur er.  Og ég sá svipinn á Formanninum þegar hún var spurð um loforðið, svipur hennar var aumakvunarverður.   Og afsakandi sagði hún að auðvitað myndi hún draga tillöguna til baka.  Hún er að vernda einhvern og ég vil vita hvern?

Hér finnst mér þurfa innra eftirlit með stjórnsýslunni, einskonar rannsóknarnefnd, sem gæti kallað til fólk þegar svona kemur fyrir og fengið svörin sem þurfa að koma. 

Það þýðir ekki að stofna bara enn eina nefndina, á nefnd ofan, hvar starfa margar nefndir og ráð á vegum ríkisins, hverjar eru virkar og hvað kosta þær allar.  Ég vil frá svör við því.

Þetta hlýtur að vera ærinn kostnaður að borga fólki laun fyrir að sitja einhversstaðar og fá borgað jafnvel þó ekki sé fundur eða menn mæta ekki.  Og flest af þessu fólki hefur verið skipað af samherjum í pólitíkinni sem bitling.  Þarna má örugglega skera heilmikið niður.

Það er grundvallaratriði, ef maður á að geta treyst fólki að vita sannleikann.  En það virðist því miður ekki vera neinn áhugi á því meðal stjórnmálamanna fjórflokksins.  Sannleikurinn er sennilega of ógnvekjandi til að fara að draga hann upp á borðið.  Þess vegna er betra að bregða lyginni fyrir sig, flækja málin, stofna nefnd eða láta sig hverfa.

Ég held samt að barátta þeirra sé töpuð, ef brot af því sem maður heyrir kring um sig er á rökum reist þá er fólk búið að fá algjörlega nóg af þessu svínaríi og samheldni ráðamanna.

Annað sem mér finnst skrýtið er að þegar morðingjar, dópsalar og nauðgarar eru handteknir, þá eru annað hvort andlitin bluðruð eða þeir með hettur eða eitthvað til að felast og með handjárn um úlnliðin.  Þegar útrásarvíkingar eru handteknir ganga þeir eins og fínir menn, en engin tilraun gerð til að fela andlit þeirra.  Skil ekki alveg af hverju þetta er svona.

Finnst bara þegar fólk er að tala um að það sé dónaskapur að standa fyrir utan heimili fólks, þó það sé gert í þögn til að leggja áherslu á óskir um að menn axli ábyrgð, þá finnst mér að það mætti líka taka tilliti til barna, foreldra og aðstandenda þessara manna.  Þau hafa væntanlega ekki brotið neitt af sér.   Mér fanns satt að segja ég vera kominn inn í Ameríska hasarmynd, löggann lagði hönd á kollinn á hinum handteknu og ljósmyndarar og myndavélar á lofti.  Vona bara að börnunum hafi verið hlíft við sjónvarpinu það kvöldið. 

Vonandi er þetta samt bara byrjunin á því að taka á fjárglæframönnum. 

Ég legg til að fíklar verði teknir út úr Litla Hrauni og settir í lokaða meðferð einhversstaðar út í sveit og þá losna heilmörg pláss þar til að taka við glæpamönnum.  Fíklar eiga nefnilega ekki heima í fangelsi, heldur lokuðum meðferðarheimilum, þar sem þeim er hjálpað til að vinna á sjúkdómi sínum og hjálpa þeim út í lífið aftur. 

En þetta er nú bara mín skoðun.  Og mér finnst að allir eigi að vera jafnir fyrir réttvísinni. 

safe_image

Eigið góðan dag, og við skulum muna að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Heart


Nokkrar sumarmyndir og frá tónleikum Lúðrasveitar Tónlistaskóla Ísafjarðar.

Hér koma nokkrar myndir.  Ég er upptekinn þessa dagana, í vorverkum, bæði í bænum og svo í gróðurhúsinu þegar tækifæri gefst.  Þetta er tíminn sem er endalaus vinna, og ég svona aum eins og ég er.  En ég finn samt að ég er að safna kröftum.  Það gerir mér gott að vera úti og rótast í mold. Er meira að segja að verða dálítið útitekin.

IMG_1971

Kamelíufrúin mín er farin að roskna þetta vorið.  Hanna Sól var endalaust að tína upp blómin og útbúa sér vendi.  Ég sakna þess að hafa hana ekki hér og tína upp fallegu blómin og gera eitthvað ennþá fallegra úr þeim.  

IMG_1972

En eitt tekur við af öðru og hér er Mandarínurósin mín að opna sig.  Randaflugan er þarna eftir að ég bjargaði henni upp úr tjörninni.

IMG_2005

Hér er hún alveg búin að opna sig þessi elska.

IMG_1974

Ég held að Hvítasunnuliljan ætli að þrauka fram á hvítasunnu, ennþá jafn falleg og hvít.

IMG_1975

Það þarf að rækta fleira en blómin, hér er afi að ræða alvarlega við Sigurjón um hve hallærislegt og hættulegt það er að reykja.

IMG_1984

Helsta áhugamálið hans þessa dagana hjá ömmu er að taka myndir, hér er sjálfsmynd.

IMG_1991

Og svo þarf amma að taka mynd af honum auðvitað.

IMG_1999

Það þarf líka að sulla aðeins í tjörninni.

IMG_2001

Ég hef svona verið að spá í hvort það séu alltaf sömu flugurnar sem ég er að bjarga upp úr tjörninni, eru þær ef til vill að fremja sjálfsmorð með þessum hætti, af því þær hafa ekki fundið sér Bú???

IMG_2007

Elli Bauð mér svo á tónleika hjá Lúðrasveit tónlistarskólans. Efnisskráin var skemmtileg.  Þeir byrjuðu á Fangakórnum, Svo komu hvert lagið á fætur öðru, I Dreamed a Fream, My Way, Always look at the bright site of life.

IMG_2008

Það er ómetanlegt að hafa stjórnanda eins og Matis Mäekalle, hann er ekki bara frábær listamaður heldur hefur hann skemmtilega sýn á lagaval, og svo útsetur hann bara lögin sjálfur svo það passi hljómsveitinni.

IMG_2011

Flott.

IMG_2014

Næst voru skólalúðrasveit Tónlistaskólans, allt niður í smákríli, frá átta ára aldrei.  Og þau voru mjög gó.  Spiluðu bítlalög, I Want to hold your hand, eye of the Tiger, You realli got me og I got rythm, allt í fínum takti og öll stopp og trukk á sínum stað, ótrúlegt alveg.

IMG_2017

Flottir á trommurnar og hljómborðið.

IMG_2020

Svo þegar maður nær ekki niður af stólnum, dinglar maður bara fótunum í takt við lögin. LoL

IMG_2024

Hér eru aðeins eldri krakkar miðsveit Tónlistaskólans.  Þau tóku Thrilles og Accidentalli in love, ég segi hér frá því mér finnst yndislegt að hlusta á þetta fjölbreytta lagaval.

Hér eru það stelpur sem spila á trommurnar og hljómborðið.  Það var kraftur í trommaranum.

IMG_2035

Og þeim var öllum fagnað í lokin, og auðvitað klöppuð upp, Lúðrasveitin endað á Time to say good bye og stefi úr New York New York. 

IMG_2039

Lúðrasveitin tekur aukalag. 

IMG_2048

Hér sjáum við Matis hann er frá Eistlandi, Lech sem er kennari við tónlistaskólann frábær drengur frá Póllandi og stoltur faðir með tvo drengi þeir eru allir í lúðrasveitinni.

En ég segi bara innilega takk fyrir mig, ég er stolt af ykkur og mér finnst eiginlega að þessir tónleikar eigi fullt erindi víðar.  Vona bara að það sé hægt að koma því við.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 2024050

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband