Færsluflokkur: Bloggar

TIl umhugsunar.

Þið verðið að afsaka mig elskulegu bloggvinir og lesendur.  En ég hef ekki komið hér inn nokkurn tíma.  Hef verið með bæði ritstíflu og einhverskonar fælingu. 

En nú er mér eiginlega orða vant, ég á bara ekki til orð í eigu minni yfir allri vitleysunni. 

Allar afsakanir stjórnmálamanna, þeir fóru eftir reglum og hafa "farið yfir "allt hjá sér og sá enga ástæðu til að segja af sér, hvorki Guðlaugur Þór eða Steinunn Valdís, það sem þau virðast ekki skilja er að þau þáðu fé, og það er málið hvort sem það kallast mútur eða greiðsla, þá er málið að þegar menn leggja fé til stjórnmálamanna, ætlast þeir til einhverskonar fyrirgreiðslu.  Það þýðir ekki að slá fjöður yfir það, svona er nú mannskepnan gerð einu sinni.  Og um leið og stjórnmálamaður, sem ætlar sér ráðandi hlutverk tekur við fé frá aðiljum, er hann þar með orðin skuldbundinn þeim sem hann þáði féð af.  Ég sé ekkert að því að standa fyrir utan heimili þessa fólks, ef það fer friðsamlega fram og menn bara sýna andstöðu sína kurteislega.  Að tala um einelti í því sambandi er ruddaskapur sem sýnir hve lítið viðkomandi þekkja til eineltis. 

Oddviti Sjáflstæðisflokksins á Akureyri og fyrrverandi bæjarstjóri var í viðtali í gær, vegna þess að þau hjónin létu færa allar eignir yfir á hana, og gerðu kaupmála.  Hann fyrrverandi sparisjóðsstjóri.   Hún var svo gáttuð og reið yfir að hún þyrfti að svara svona vitleysu.  Þar sem hún hefði gert þetta til að hafa allt á hreinu.  Oboy.  Hvað næst.

Már bankastjóri var svo í einhverju furðulegasta viðtali sem ég hef heyrt.  Blaðamaðurinn spurði alltaf sömu spurningarinnar og var eins og hálfviti.  Hinn var að reyna að svara, en komst ekkert áfram fyrir aulagangi fréttamannsins.  Samt var kostulegt að heyra hann tala um að þetta væri nú eiginlega launalækkun en ekki launahækkun, hann fékk aldrei tækifæri til að útskýra það nánar, fyrir kjánaskap spyrilsins.  Lára V. Júlíusdóttir segir að honum hafi verið lofað þessu, Jóhanna geysist fram full vandlætingar og segir þetta ekki koma til greina, svo kemur í ljós að ráðuneyti hennar hafi lofað þessu?  Hvernig er hægt að treysta svona fíflagangi, og þetta er fólkið sem er í forsvari fyrir þjóðina.

Síðan kemur í ljós að bankastjórinn kærir sig ekkert um þessa Hækkun/lækkun.  Á maður að hlæja eða gráta?

Svo var það Jón Grarr.  Ég veit ekki hvað ég á að segja.  Það má sjálfsagt gera grín að flestu, mér persónulega finnst það samt fyrir neðan allar hellur að gera grín að þeim sem verst eru staddir í samfélaginu.  Fólkinu sem hefur lent í þeirri ógæfu að missa tökin á lífi sínu.  Þarna var gantast með þetta blessaða fólk eins og það væri hvalir eða heimilislausir hundar. 

Ég þekki nokkra svona sem hafa misst tök á lífi sínu, bæði vegna fíkniefna og drykkju.  Þetta fólk hefur tilfinningar, þó þau séu ekki mjög hreykin af sjáfum sér og hafi brotna sjálfsmynd, þá hafa þau tilfinningar og flest þeirra eru vel gefin, viðkvæmar sálir. 

Ég get alveg fallist á að fyrst ríkið sér ekki sóma sinn í að sjá til þess að slíkir hafi húsaskjól eða meiri umönnun, þá er hugmyndin ekki alslæm að fólk gæfi pening í sjóð til hjálpar þessu fólki.  En eins og umræðan var í gær þá var þetta gert á þeim nótum sem ekki er sæmandi hugsandi fólki, að líkja  fólki við hvali eða aðrar skepnur sem kjánalegir ameríkanar taka í fóstur. 

Það var því að mínu mati fyrir neðan beltisstað og setti Jón Gnarr niður að vera fyndinn á kostnað fólks sem ekki getur á nokkurn hátt svarað fyrir sig.   Það hefur ekki aðgang að neinu til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.  Og það sem verra er fólki finnst þetta fyndið og sér ekkert athugavert við það?

Erum við orðin svo gjörsamlega samdauna þessu kolruglaða samfélagi að við tröðkum yfir okkar minnstu bræður og hlæjum að þeim í leiðinni?  Ég hef nefnlega ekki séð neinn taka upp handskann fyrir þau.  En ég geri það hér með.  Samkvæmt stjórnarskrá þá eigum við öll rétt á að lifa mannsæmandi lífi, sem frálsar manneskjur, og samfélaginu ber að sjá til þess að það fólk sem á ekki húsaskjól eigi aðgang að skjóli og mat.  Að gera grín að þessum hópi er að mínu mati langt fyrir neðan virðingu þeirra sem ennþá geta nokkurnveginn staðið sig í samfélaginu.   Við skulum muna að með stefnu stjórnvalda, er miskunnarlaust stefnt að því að sem flestir verði á götunni og enginn veit hver annan grefur í því efni. 


Svona hitt og þetta aðallega þetta.

égh geng bara á einum þriðja eða fjórða þessa dagana. Bæði er annríki í vinnunni og í garðplöntustöðinni og svo er elsku pabbi minn komin á spítala og á erfitt með að aðlagast því að vera ekki frjáls ferða sinna, eins og þröstur í búri.  Það tekur á að horfa upp á þessa elsku svona.  En þetta er auðvitað bara lífið eins og það gengur.

Hér eru nokkrar myndir.

IMG_1893

Sigurjón Dagur og stóra systir gistu hjá okkur nokkra daga um daginn, hér er hann með egg sem hann týndi sjálfur upp í hænsnahúsi og vildi auðvitað borða strax.

IMG_1896

Stóri bróðir og litli bróðir, langafi segir við Úlf að hann þurfi að minna litla bróður á það sem þeir feðgar áttu saman, þar sem hann var svo lítill þegar hann missti pabba sinn.  Og þar er af nógu að taka, því Júlli var svo sannarlega barnavinur og gerði svo margt með börnunum bæði sínum og þeim öllum.

IMG_1899

Svo er náttúrlega komin sumardagurinn fyrsti og þá er komið sumar ekki satt!LoL

IMG_1900

Já hann verður sama náttúrubarnið og pabbi hans og reyndar flestir krakkarnir í kúlu.

IMG_1902

Páskarósin mín í fullum blóma núna úti.

IMG_1903

Afgarnir að klippa Bodöhlyn, og stubbur fylgist vel með.

IMG_1907

Svo má aðeins klifra í trjánum hjá ömmu.

IMG_1909

Og gott að fá að halda aðeins í hendina á afa.

IMG_1910

Fyrstu vorboðarnir fyrir utan páskarósina eru krókusarnir.

IMG_1911

Þeir lífga upp á vorið.

IMG_1912

Syprisinn minn sem er orðin sterkur og stór.

IMG_1913

Ekki síður tújan, og þetta hér fremst er grænkál sem hefur haft veturinn af og smakkast alveg rosalega vel.

IMG_1915

Ólöf Dagmar var rosalega dugleg að hjálpa til við að passa litla bróður sinn.

IMG_1917

Solveig Hulda afi og Sigurjón með bókina sem afi las fyrir hann meðan hann var hér, Elsa María og pabbarnir.  Hann elskaði þessa sögu.

IMG_1918

Það vantar ekki mikið upp á að hún fari að ganga þessi litla stúlka.

IMG_1925

Og Ólöf Dagmar kom heim með vinkonur sínar, og auðvitað var upplagt að fara í snú snúLoL Allt hægt í kúlunni.

IMG_1927

Sólveig Hulda og afi segja hvort öðru brandara.

IMG_1939

ég giska á að hún verði góð í handbolta, því við vorum að leika okkur og hún greip boltan í hvert skipti.

IMG_1954

Og svo var leikið líka við mömmu.

IMG_1958

Fyrir þremur dögum síðan sagði ég við Ella minn, ég hef ekki heyrt eða séð eina hunangsflugu þetta vorið.  Daginn eftir voru komnar tvær, og núna hef ég bjargað fimm stykkjum upp úr tjörninni, það er rútína á vorin.  Þessi elska nýkomin úr baði.

IMG_1962

Ísköld og blaut að þurrka sig í sólinni.

IMG_1964

Áður en hún þandi sína ótrúlega smáu vængi og flaug af stað út í lífið.

 

en áður en ég hætti, langar mig að segja; heyrði ég rétt að ríkisstjórn velferðar hefur það á dagskrá sinni núna að hækka tryggingar á innvöxtum frá 20 þús evrum upp í 50 þúsund?  er það forgangsmál núna þegar við erum að fara í samningaviðræður um Icesave? og svo að leiðrétta myntkörfubílalán?  hvað með íbúðarlán?

Ég geri mér grein fyrir að þessi ríkisstjórn er gunga og drusla, en að þau skuli ganga svona undir kröfum peningaaflanna er alveg fyrir neðan allt sem ég hélt að þau myndu gera.  Og ég segi nú bara ef þetta eru forgangsmálin hjá þeim, þá vil ég nú bara að þau fari frá sem fyrst, eða að við landslýðurinn þessi sem erum að axla alla ábyrgðina segjum hingað og ekki lengra.  Förum að standa upp og koma þessu fólki burt, sem allra lengst og sjálfstæðisflokknum og framsókn með.  Þegar ég sem er svona frekar friðarsinnuð og legg á mig að bjarga hunangsflugum upp úr tjörninni minn(set reyndar mörkin við hunangsflugur og geitunga) en ekki húsaflugur, er farin að alvarlega íhuga að grípa til allra meðala til að losna við pakkið sem sífellt sendir okkur löngutöngina, þá mega þau fara að biðja fyrir sér.  Þá er stutt í að þetta verði ekki þolað öllu lengur.

Svona er þetta bara.  Menn láta bjóða sér ýmislegt og sumir ansi langt, en svo kemur að stundinni þegar ofbeldið er orðið þannig að fólk sættir sig ekki við það lengur, og því miður eru þessi stjórnvöld alveg heillum horfinn í valdagræðgi og sovétskipunargreipum að þeim er ekki viðbjargandi. Það er mín skoðun.


Til hamingju með daginn Kristján Logi.

Hann Kristján Logi á afmæli í dag níu ára snáði.  Hann er einn sá duglegasti of flottasti strákur sem til er.  Það liggur allt svo létt fyrir honum.

IMG_0850

Það var oft fjör í pottinum hjá ömmu.

IMG_2203

Hér er hann í Fljótavík, að vaska upp eins og ekkert sé.

IMG_6057

Hann er líka mesti fjörkálfur og alls óhræddur við hvað sem er.

IMG_6099

Og hér er hann að borða í kúlunni.

21838_1218513215987_1023572193_30625850_3693162_n

Elsku Kristján Logi innilega til hamingju með öll níu árin. Amma í kúlu er stolt af þér eins og öllum hinum barnabörnunum. Heart


Snilldarblogg. Prinsar og dramadrottningar.

Ég var að lesa magnaðan pistil frá Rakel  Sig. http://raksig.blog.is/blog/raksig/#entry-1048303 Eins og talað út úr mínu hjarta. 

Ég hef verið að velta fyrir mér hvað alþingismenn og ráðherrar séu að hugsa.  Hvort þau séu virkilega í sambandi við fólkið í landinu.  Mér virðist þau vera í einhverjum allt öðrum heimi.  Eins og þegar Gylfi Viðskiptaráðherra lýsir því yfir að lengra verði ekki gengið í að bjarga heimilunum í landinu, saurugur upp yfir axlir að afskrifa skuldir auðmanna. 

Menntamálaréðherrann er á bólakafi að reisa snobbhöll í miðbænum, en sker niður allt fé til kvikmyndagerðar.  Og ég man eftir gamla Sovét þar sem fimmára áætlanir ríkisstjórnarinnar settar fram til að fara eftir þeim, í list sköpun sem öðru.  Það varð til þess að bestu listamenn landsins hröktust burtu, því þeir gátu ekki unnið að listsköpun sinni unnir pressu frá stjórnvöldum.  Og nú ætlar þessi snoppufríða stelpa að fara að setja fram fjölmiðlalög sem mér virðist vera þannig að gömlu fjölmiðlalögin voru eins og biblían í samanburði. 

Heilbrigðisráðherra er farin af stað með að reisa nýtt sjúkrahús, þegar ljóst er að það þarf að loka fleiri deildum á þeim sjúkrahúsum sem eru starfandi, vegna peningaleysis. 

Jóhanna lýsir því yfir að Steinunn Valdís hafi ekki gert neitt rangt. 

Bjarni Benediktsson segir að alþingismenn verði að eiga það við sína samvisku hvort þeir telji sig geta setið áfram.

Málið er kæru alþingismenn og ráðherrar, almenningur er ekki sáttur, og hvort sem ykkur finnst þið hafa gert eitthvað rétt og eruð ánægð með ykkar samvisku, þá er sú samviska svo brengluð miðað við okkar, að þið eruð þess vegna vanhæf til að sitja á Alþingi.   Þið dragið niður standard þeirrar stofnunnar og eruð rúin trausti. 

 Listinn frá Rakel.

 Nafn

 KaupþingLandsbanki  Samtals
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
  3.500.0003.500.000
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1.500.000 2.500.0003.000.000
Guðlaugur Þór Þórðarson 1.000.000 1.500.0002.500.000
Kristján L. Möller  1.000.000 1.500.0002.500.000
Össur Skarphéðinsson   1.500.0001.500.000
Björgvin G. Sigurðsson    100.000 1.000.0001.100.000
Guðbjartur Hannesson   1.000.0001.000.000
Helgi Hjörvar     400.000    400.000   800.000
Sigurður Kári Kristjánsson     750.000   750.000
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir     250.000    300.000   550.000
Ragnheiður Elín Árnadóttir    250.000    300.000   550.000
Árni Páll Árnason     300.000   300.000
Jóhanna Sigurðardóttir     200.000   200.000
Katrín Júlíusdóttir     200.000   200.000
Valgerður Bjarnadóttir     200.000   200.000

Síðan þessar athugasemdir hér.

Hinn almenni borgari þarf að virða hin almennu lög. Stjórnarskrár hafa hins vegar þann tilgang að ákvarða stjórn landsins og setja valdhöfunum skorður. Og hvers vegna skyldu nú mannréttindin vera tryggð í stjórnarskrá frekar en með almennum lögum? Jú vegna þess að það er valdhafana að virða mannréttindin.

Það er ekki bara dapurlegt að horfa upp á grunaða þingmenn haga sér eins og óstöðuga unglinga sem eru svo sjálflægir að þeir verjast allri gagnrýni með yfirgangi og misbeitingu tungumálsins. Það er skuggalegt að hugsa til þess að örlög okkar séu undir þeim komið sem hafa ekki nægilegan siðgæðisþroska til að viðurkenna mistök sín og horfast í augu við afleiðingar þeirra.

Það er ekki nóg að segjast hafa samvisku og vilja vel. Í heimi þeirra sem hafa þroskast upp úr rokgjarnri dramatík gelgjuáranna þá eru það fyrst og fremst verkin sem dæma menn. Það getur vissulega verið virkilega gaman að unglingum. Maður getur m.a.s. hlegið að dramaþáttunum sem þeir setja upp við óútreiknanlegar aðstæður. Stundum a.m.k. En það er ekkert fyndið við það þegar fullorðið fólk notar þessa stjórnunartaktík. Síst af öllu þegar viðkomandi er meðal æðstu stjórnenda landsins.Það er reyndar stórhættulegt!

Við verðum að hætta þessari meðvirkni og losa þjóðfélagið úr þeirri gíslingu sem dramadrottningarnar og -prinsarnir halda samfélaginu í. Þau ógna trúverðugleika Alþingis okkar Íslendinga með því að neita að víkja sæti á meðan mál þeirra sem koma fram í Rannsóknarskýrslunni eru rannsökuð til hlítar.

 

Tek hundarð prósent undir þetta og hvet ykkur til að lesa færsluna hennar Rakelar og tilvísanirnar líka.

Oft hefur verið þörf á að rísa upp og sýna vilja okkar í verki.  En nú er nauðsynlegt að standa upp og kalla eftir utanþingsstjórn eða neyðarstjórn.  Þetta er orðið skammarlegt og óþolandi samfélag. 

 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


Konuhelgi í Reykjanesi og kvennakór Borgarfjarðar.

Ég skrapp inn í Reykjanes á helginni.  Þetta var konuferð, með tveimur systrum mínum og þrem vinkonum fjölskyldunnar allrar.  Þetta var dásamleg ferð og ég fékk heilmikið út úr henni andlega, í góðum og skemmtilegum félagsskap, lauginn, fékk góðan mat og skemmtiatriði meira að segja.

IMG_1825

Fyrst er hér lítil ömmustelpa, sem er kjötæta eins og amma og Ásthildur Cesil. Heart

IMG_1827

Úlfur að hjálpa afa í gróðurhúsinu.

IMG_1833

Hér eru svo gellurnar, hver annari flottari og skemmtilegri. Laugin í Reykjanesi er algjörlega frábær og mikil heilsulind, við vorum fleiri klukkutíma ofan í henni.  Fengum sól allan tíman en dálítin blástur, en það er bara oft þarna, skiptir bara ekki máli.

IMG_1848

Á laugardagskvöldinu fengum við okkur kvöldverð, sem var ríkulegur og góður, ekta íslenskt lambakjöt og þjónustan góð.

IMG_1849

Hérna voru líka fleiri, til dæmis jeppagaurar, og svo Susan og Einar.  Ég sagðist myndi senda kveðju frá þeim í Tónlistarskóla Ísafjarðar og geri það hér með.  En Susan er kórstjóri kvennakórs Borgarfjarðar og þær tók lagið fyrir okkur.

IMG_1856

Þetta er virkilega skemmtilegur kór og raddirnar tandurhreinar, það er svo sem auðvitað með snillingin Súsan við stjórnvölin.

IMG_1864

Við fengum svo líka kattardúettin, frá þessum tveimur, og það var virkilega gaman.

IMG_1870

Og Borgfirskir bændur og búalið skemmti sér konunglega yfir skemmtuninni.

IMG_1872

Hér kemur svo grand finale.  Þau voru í óvissuferð og gaman að þau skyldu koma í Reykjanesið meðan við vorum þar.  Takk fyrir okkur kvennakór Borgarfjarðar.

IMG_1875

Þær enduðu svo á finnska söngnum Kalli Olla kukkulalle, veit að þetta er ekki rétt skrifað.

IMG_1888

Þessi litli gaur er einmitt hjá afa og ömmu núna með systir sinni, Ólöf Dagmar.

IMG_1889

Köttur og barn.

Eigið gott kvöld elskurnar og takk fyrir mig. Heart

 


Til hamingju með daginn Símon Dagur.

Lítill maður er eins árs í dag. 

IMG_0384

Litli Símon Dagur búin að eiga óslöp bágt undanfarnar vikur.  En er nú allur að verða betri sem betur fer.  Elsku litli karlinn. Heart

20560_237592569229_708829229_3294055_2544473_n

Hann vildi vera með í giftingunni hjá pabba og mömmu. 

21838_1218511775951_1023572193_30625836_2274480_n

Tilbúin í hvað sem er. 

IMG_0367

Gott að vera hjá ömmu líka en......

IMG_0369

Þarna er eitthvað rosalega forvitnilegt á ferðinni. LoL

IMG_0382

Með pabba að taka fyrstu skrefin.

IMG_9410

Elsku karlinn minn.  Innilega til hamingju með eins árs afmælið þitt.  Heart Það verður örugglega voða fín veisla, því þú átt svo myndarlega mömmu, sem bakar svo flottar og góðar kökur og pizzur, og svo er pabbi svo rosalega duglegur líka,  og reyndar allir krakkarnir, Sóley Ebba, Kristján Logi og Aron Máni og prinsessan Evíta Cesil stórasystir. 

Til hamingju ömm með frábæran lítinn mann. Heart


Skýrslan.

Ég hef ekki lesið skýrsluna, en ég hef fylgst ágætlega með viðbrögðum um hana. Það er sífellt að koma betur í ljós hve vel hefur verið til hennar vandað, og hve djúp áhrif hún hefur á þjóðarsálina.  Sem betur fer.  Annars hefði verið betur heima setið en af stað farið. 

Ég skynja breytingar á áherslum, umræðunni og stefnunni sem málin eru að taka.  Og það sem mestu skiptir að umræðan er farin að skila sér inn á Alþingi.  Í dag heyrði ég umræður bæði stjórnaliða og stjórnarandstæðinga sem eru farin að heimta betri vinnubrögð og ásakanir á hendur yfirvöldum um að ekki hafi verið gert neitt í að breyta um kúrs, eins og lofað hefur verið.  Í fyrsta skipti tala menn tæpitungulaust um það sem að er innan sinna eigin flokka, og það er vel.  Annað gengur bara ekki.

Líka þessi áhersla almennings á að þeir sem þegið hafa mútur og staðið með hrunöflum víki.  Það er mótmælt utan við heimili manna, og þykir sumum of langt gengið.  En ég segi bara, eru sum heimili heilög og önnur ekki?

Viðskiptaráðherra nýbúin að lýsa því yfir að lengra verði ekki gengið til móts við almenning í landinu, en nú er.  Maðurinn greinilega ekki í sama heimi og fólkið sem allt í einu stendur frammi fyrir skuldum sem það ræðus ekki við og eru annara sök.

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra enn á sömu spýtunni, og vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga.  Rúin trausti meirihluta þjóðarinnar í jafn veigamiklu máli og Icesave til dæmis.

Krafan um að allt þetta fólk segi af sér verður æ háværari, og mun að lokum verða eins og alda sem skolar spillingunni burt, og skilur eftir hreina strönd.  Að allir víki sem verið hafa við völd frá einkavæðingu bankanna finnst mér vera lágmarkskrafa.  Og eins að það fólk sem þegið hefur fé af fyrirtækjum sjái sóma sinn í að víkja frá háborðinu.  Þetta fólk hefur misboðið almenningi og mun aldrei njóta traust framar. 

Það er verið að ræða um blaðaviðtöl útrásarvíkinga þar sem þeir gráta krókódílatárum og "iðrast".  Menn vilja ekki taka þátt í svoleiðis, en fólk vill heldur ekki taka mark á sumarfríjum stjórnmálamanna, sem "víkja til hliðar" af tillitsemi við flokkinn sinn.  Heldur ekki taka mark á þeim sem þykjast vera alsaklausir og neita að víkja þó þeir séu að mati almennings sekir um siðferðisbrest eða mútur.

Rannsóknarskýrslan segir það sem við "vissum" en lá í þagnargildi, og mátti ekki ræða um.  Hún staðfesti nákvæmlega það sem spjallað hefur verið um í eldhúskrókum, börum og kaffihúsum, en mátti bara hvísla en ekki segja upphátt.

Þess vegna allt í einu brast stífla og enginn sér fyrir hvar flóðið endar, og það skýrist heldur ekki hvort einhverjir saklausir lendi í því flóði.  Almenningur hafði fengið staðfestingu á því að verstu sögusagnirnar voru réttar.  Því ríkir hálfgerð upplausn í landinu, en samt er nokkuð ljóst að með þessari skýrslu er fólk farið að hlusta hvort á annað. Menn eru farnir að tala saman, og mitt í afsökunum og vælukjóastandi, gera menn sér grein fyrir að mestu máli skiptir að við erum ein þjóð, sem þurfum að læra að fyrirgefa hvort öðru og hjálpa hvort öðru yfir þennan hjalla. 

Þess vegna held ég að þessi rannsóknarskýrsla eigi eftir að hreinsa mikið til í Íslensku þjóðlífi og hafa miklu meiri áhrif en við gerum okkur grein fyrir í dag,  og var ekki vanþörf á.

Ef okkur auðnast að standa saman, finna réttláta lausn og fyrirgefa hvort öðru er ég viss um að okkur líður betur sem þjóð.  Til þess þarf eins og ég sagði áðan að það fólk sem hér hefur öllu ráðið til lengri tíma, annað hvort víki eða fari að iðrast og sýna betri vinnubrögð en hingað til.  Batnandi mönnum er best að lifa og oft gerist það að menn læra af mistökum sínum og einbeita sér að því að gera betur.  En ef ráðamenn sem nú tróna, svara ekki kalli alþingis um betri vinnubrögð og fara að taka mark á skýrslunni, þá bíður okkar ekkert annað en skipsbrot, annað hvort uppreisn eða hörmung.  Þeirra er valið.

Svo að lokum GLEÐILEGT SUMAR OG MEGI ÁRIР2010 VERA OKKUR GOTT.  En þá þurfum við að læra ansi margt um samskipti, fyrirgefningu, sanna iðrun og viljan til að takast á við sameiginlegan vanda, og hann er ekki fólgin í ESB.

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]


Kúluvor.

Mig langar til að senda ykkur smávor svona á síðasta degi vetrar. 

IMG_1809

Zakúrakirsuberin sýna sitt fegursta núna.

IMG_1811

Það gerir rósamandlan líka.

IMG_1812

Þetta er svona svipaður tími og miðEvrópa.

IMG_1813

Perutréð á eftir að opna blómin sín.

IMG_1814

En kirsuberin eru í fullum blóma.

IMG_1815

Og stora grafmyrtan brosir.

IMG_1817

Kamilla blessunin er öll að blómstra.

IMG_1818

Þetta er ekki litla hryllingsplantan, heldur knúppurinn á Mandaríurósinni minni, þar er runnabóndarós frá Kína.

IMG_1819

Hér gægist hvítasunnulilja hvít saklaus og falleg.

IMG_1820

Nektarínurnar brosa líka.

IMG_1821

Og japanski dvergreynirinn. 

IMG_1822

En úti er vetur konungur ennþá með klærnar.  En á morgun kemur sumardagurinn fyrsti.  Heart


Íslandi allt.

Já hér hefur mikið verið fjallað um afsökunarbeiðnir tár og að stíga til hliðar.

Sumir halda ekki vatni fyrir þessu og telja að nú sé loksins siðferðið að koma til skila.  Ég verð að segja að ég set spurningamerki við öll þessi hliðarskref, tár og afsakanir.

Miðað við það sem á undan er gengið og miðað við allt sem þetta fólk hefur á samviskunni í að plata almenning upp úr skónum, aldrei gert neitt til að koma til skila að það séu ský á himni, hvað þá reynt að afstýra því sem var að gerast.  Þvert á móti reynt að taka til sín hluta af kökunni éta hana og vilja svo geyma hana líka.  Þá set ég spurningarmerki við krókódílatár og hliðarskref.

Ef eitthvað af þessu fólki sem hefur nú náðarsamlegast stigið til hliðar, af því að það vill ekki raska rannsóknum, hefði stigið niður fyrr, sett fótinn niður og sagt hingað og ekki lengra, hefði ég trúað.  En, takið nú eftir, ekkert þeirra gerði neitt eða sagði fyrr en rannsóknarskýrslan kom fram og sendi þeim skilaboð.

Það eru til dæmis ekki margir dagar síðan Þorgerður Katrín taldi sig ekki þurfa að víkja.  Ingibjörg Sólrún hefur komið fram og ásakað aðra um allskonar mistök.  Enginn hefur hingað til gengist við ábyrgð. 

Nema núna þegar glæpurinn er orðin lýðnum ljós. Þá er gripið til þess að "iðrast" og "víkja".  Ekki segja af sér, ónei, það væri alltof stórt skref. Þetta blessaða fólk lifir i allt öðrum heimi en við hin.  Ef við tökum kjötlæri úr Bónus, kemur löggan og við verðum dæmt annað hvort í sekt eða fangelsi.  En ef við værum uppvís að taka milljarð eða þar um bil að láni, með engu veði, sem við ætluðum aldrei að greiða, þá er nóg að koma fram og segja sorrý, gráta og allir vorkenna manni og segja Vá hvað hún/hann er saklaus og flottur, auðvitað viljum við hafa þau áfram, af því þau eru svo hreinskilin og góð.  (Afsakið meðan ég æli).

Nei gott fólk ef við virkilega viljum nýtt Ísland, þá föllum við ekki fyrir svona leikþáttum.  Þetta fólk hefur fyrirgert rétti sínum til að teljast trúverðugt og á að ganga alla leið og fara frá alveg.

Jóhanna og Steingrímur eru hluti af þessari spillingu líka, þau hafa alla tíð spilað með, þó Vinstri Græn hafi ekki beint verið í stjórn, þá vissu þau alveg um alla spillinguna sem viðgengst, og sögðu aldrei neitt, því það hefði kostað uppgjör sem þau vildu ekki taka þátt í, því von þeirra var að komast sjálf að kjötkötlunum.  Enda sýnir sagan að um leið og þau komust til valda, var alveg sama sagan upp á teningnum, valdhroki, spilling og heimaráðningar á vinum og vandamönnum. ( Fyrirgefið aftur meðan ég æli). 

Spilling fjórflokksins er svo djúpstæður og svo samtvinnaður að ef við virkilega viljum nýtt Ísland, þá gefum við þeim öllum frí í næstu kosningum.  Þá munu vonandi verða fleiri framboð og nýtt fólk sem gefur kost á sér.  Til dæmis veit ég að Frjálslyndi flokkurinn verður þar, sennilega Hreyfingin og Borgarahreyfingin, kristilegur flokkur og guð má vita hvað.  En við verðum að lesa og kynna okkur hvað flokkarnir hafa fram að færa, muna hvað þeir sem hafa verið á þingi hafa lofað og hvað þeir hafa svikið, og hafa dug til að refsa þeim duglega sem ekki hafa staðið við sín kosningaloforð.  Og svo þegar við höfum valið þá verðum við að fylgjast með því hvað flokkarnir sem komust að gerðu til að efna loforðin, og ef þeir hafa ekki staðið sig hafa festu og einurð til að refsa þeim næstu kosningar á eftir. 

Það er nefnilega nákvæmlega við sem getum haldið utan um lýðræðið, með því að veita stjórnmálamönnum aðhald, alveg rétt eins og fjármálaeftirlitið gleymdi að veita útrásarvíkingunum aðhald, gleymdum við að veita stjórnmálamönnunum aðhald.  Þeir hafa verið hingað til verið áskrifendur að atkvæðum sínum.   Hafa ekki þurft að standa sig, eða standa fyrir sínu, heldur lofa og lofa og standa ekki við neitt, og ljúga svo ennbetur fyrir kosningar og fólk kokgleypt allt sem þeir hafa sagt.  Hvernig getum við svo staðið hér og undrast í hvaða stöðu við erum?

Við sköpuðum þetta sjálf, eða þeir sem alltaf hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn á hverju sem hefur gengið, og þeir sem kjósa Samfylkinguna nó matter What, framsóknarmennirnir sem aldrei hafa gert neitt annað en að setja x við B og Vinstri græn sem trúa því að Steingrímur og có séu svo saklaus dugleg og frábær.

Well ég get sagt ykkur að þau eru öll í sömu súpunni, samtryggingin, leikaraskapurinn og loforðin eru til þess gerð að plata okkur almúgan upp úr skónum, og láta okkur trúa því að við ráðum og getum valið.  Það er bara ekki þannig.

Og núna þegar við erum orðin nógu reið og nógu örvæntingafull til að leita að sannleikanum, þá setja þau upp leikrit sem heitir; stígðu til hliðar, biddu fyrirgefningar og gráttu pínu pons, og lýðurinn fylgir þér allt til dauða. (Fyrirgefið en ég þarf að æla aftur).

Ágæta fólk ég spyr, viljið halda þessum leik áfram, eða hafið þið þor til að segja þessari fjórklíku að þið nennið ekki meiru?  Ef þið virkilega viljið breyta, þá þurfið þið að hætta að vera svo barnaleg að trúa öllu sem að ykkur er rétt, og spyrja ykkur sjálf, hvað býr að baki þessum gráti, afsökun og sakleysisyfirlýsingum.

Til dæmis getur ekki verið að Þorgerður Katrín og Ingibjörg Sólrún hafi grátið af vorkunsemi yfir sjálfum sér að hafa þurft að standa í þessu svona tilneyddar.  Getur ekki verið að Illugi og Björgvin hafið æft sig fyrir framan spegilin og talið að með þessu tilhliðardæmi gætu þeir haldið áfram að vera þingmenn eftir allt saman?

Svo má segna að Bjarni Ben þurfi sennilega að axla sína ábyrgð með afsögn, og margir fleiri.  Það er okkar, ágæta alþýða að krefjast þess að þau einfaldlega víki, allt það fólk sem var með völd gegnum hrunið.  Þau vissu en sögðu ekki neitt og vonuðust eftir að komast upp með það.  Við þurfum að taka þau niður eitt og eitt og láta þau víkja.  Vegna þess að það hefur komið í ljós undanfarið að við höfum vald, þegar við stöndum saman. 

Við getum haft okkar áhrif, nýtum það og nýtum það vel til að byggja upp nýtt Ísland.

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]


Afmæli, ferming og hitt og þetta.

Já 18 apríl er afmælisdagurinn hans Bjössa okkar.  Hann er sonur Ella og skásonur minn.  Við erum eiginlega bestu vinir ásamt konunni hans og barnabarninu honum Arnari Milos. 

Gifting og fleira 114

Hann kvæntist út í Belgrad í fyrra sumar þessi elska.  Og þau voru svo sæt og fín.

Gifting og fleira 340

Ísland Serbía, þannig  það bara.  Serbar eru mjög líkir okkur íslendingum sérlega skemmtilegt fólk og glaðsinna. 

Til hamingju með afmælið Bjössi minn. Heart Flottastur.

Svo fermdist bróðurdóttir mín í dag, Aðalheiður Bára, sem ber nafn móður minnar.

IMG_1798

Flott og fín með mömmu sinni hér.  Þetta var flott veisla, og haldinn í Arnardal sem er frábær staður sem ung hjón hafa keypt og unnið upp, allt svona frumlegt og gert skynsamlega, hér eru leiksýningar og afmæli, allskonar veislur og skemmtilegheit. 

IMG_1794

Þetta er fyrrverandi fjós, en gert mjög skemmtilega upp.

IMG_1802

Hér er Matta mín, í óbeislaðri fegurð.

IMG_1805

Litla skottið hennar ömmu sín, með mömmu.  Hún vildi ekki víkja frá mömmu í dag. LoL

IMG_1806

Tilkomumikil vestfirsk fjöll.

IMG_1808

Og Ísafjörður í sól og fegurð.

IMG_1782

Ömmuskott með dótið hennar Hönnu Sólar.

IMG_1784

Og kisa, þær umgangast hvor aðra með ákveðinni virðingu. Tounge

IMG_1788

Fyrir fjallafólkið mitt, er svo hringurinn kring um mig.

IMG_1790

Kamelíufrúin sýnir svo af sér alla þá fegurð sem hún getur.

Svona er lífið upp og niður, stundum dálítið niður, og þá fer orkan öll í að bara vera til.  Það er samt gott að geta gruflað í moldinni og fundið plönturnar vaxa og dafna.

Ég vildi óska að íslenskt efnahagslíf blómstraði jafn vel, og það væri jafnmikil gróska þar.  En því miður þá er það svo að spillinginn er eins og öskulag Eyjafjallajökuls, leggst yfir allt og drepur í dróma.  Og pólitíkusarnir, og útrásarvíkingarnir skilja ekki að almenningur er búin að fá nóg, þeir eru ennþá að afsaka sig, fara í frí og dunda sér við að láta vorkenna sér, eða jafnvel fórna næsta peði til að lifa af sjálfir.  Flestir eru búnir að sjá í gegnum þetta spil allt saman, en svo eru ennþá sauðir sem taka andköf af hrifningu yfir hverju krókódílatári sem fellur, og hverri afsökunarbeiðni sem nær ekki nema rétt inn fyrir skinnið og allt í plati til að líta vel út.  Enda sagði Eva Joly að það væri einmitt það sem menn gerðu, reyndu fram í dauðann að afsaka sig og segjast vera saklausir. 

Við verðum að halda vöku okkar og hætta að vorkenna eða trúa tárum og sakleysisyfirlýsingum. Ef við viljum hreinsun og uppgjör, verðum við að halda okkur við að krefjast hreinsunar og endurnýjunar.

 Það er löngu búið að sýna okkur fingurinn og setja okkur í fjötra, þannig að við megum ekki gefa eftir og trúa því að þetta lið sé allt í einu að sjá eftir öllu, þegar búið er að upplýsa um óheiðarleika þeirra og leik að eldinum.  Eins og einhver sagði, of lítið og of seint.

Það er þessi þrælslund sem ég óttast mest.  Að fólk fari á sama básinn og kjósi aftur og aftur yfir sig sama liðið, af því að það hefur vælt og veinað yfir hlutskipti sínu.  Það er komið nóg af óheiðarleika yfirdrepskap og falsi.  Nú ríður á að endurnýja í flokkunum og helst gefa fjórflokkinn alveg upp á bátinn.

Það er til dæmis kómiskt að hlusta á Jóhönnu eins og hún hafi hvergi komið nálægt neinu, þó var hún ráðherra í svokallaðri hrunstjórn, og ef Ingibjörg Sólrún bar ábyrgð, þó það hafi ekki beint heyrt undir hennar svið, þá er Jóhanna jafnsek um skeytingarleysi.  En hefur einhver heyrt hana biðjast afsökunnar á sinni þátttöku?  Fyrir nú utan að vera algjörlega úti á túni og gera ekki neitt til bjargar almenningi í landinu.

Jæja elskurnar, ég er svolítið langt niðri þessa dagana, það er svo margt sem dregur mig niður.  Þó ég viti mæta vel að þetta líður hjá.  Þá einhvernveginn hef ég ekki þrótt og þrek til að heimsækja ykkur og vera mem.  Mig tekur það sárt, því ég vil svo gjarnan vera í bandi.  En ég er líka jafnviss um að þessu bráir af mér fljótlega.  Það er bara svo andskoti ömurlegt að upplifa ástandið og geta ekki treyst fólkinu sem á að vera að bjarga okkur út úr vandanum, því það virðist ekkert vera að gerast til bjargar heimilunum í landinu, og svo að hlusta á alþingismenn sem við höfum valið til að gæta okkar hagsmuna reyna hver um annan þveran að sverja af sér ósóman, segjast hvergi hafa komið nálægt, þau þau hafi öll meira og minna vitað nákvæmlega hvað var að gerast.  Þetta átti bara að reddast, aðallega þau sjálf auðvitað með samtryggingu og samspillingu.  Ég geri mér grein fyrir að það er skelfilegt að horfast í augu við að út er komin skýrsla sem setur allt upp á yfirborðið sem átti að fara leynt.  Þau héldu örugglega að þetta myndi aldrei koma upp á yfirborðið, en svo bara kemur þetta beint í andlitið á bæði okkur og þeim.  Ef þau kynnu að skammast sín, myndu þau örugglega segja af sér og hverfa af vettvangi.  En ónei, það er bara farið í tímabundið frí, eða reynt að láta lítið fyrir sér fara og vonast til að þetta "gleymist"

En við munum ekki gleyma, og ég hef þá trú að núna verði látið sverfa til stáls, og sökudólgarnir minntir á að þeir eigi að víkja.

Segi svo bara góða nótt, sofið rótt. Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband