Færsluflokkur: Bloggar
6.6.2010 | 16:57
Túlípanabærinn Ísafjörður og ýmislegt fleira.
Enn einn sólardagurinn. Mig er farið að vanta rigningu. Getur einhver sent mér regn?
Ég er ákaflega stolt að bænum mínum. Starfsmenn Garðheima (Guðbjörg) hafa sagt mér að nú sé bærinn kallaður Túlípanabærinn. Við höfum plantað undanfarin 12 ár eða svo túlípönum meðfram Pollgötunni, bænum til mikillar prýði.
Málið er að þessar túlípanabreiður gera það að verkum að það er hægt að slaka á blómaniðursetningu, vegna þess að túlípanarnir eru fallegir og standa vel, alveg fram að eða yfir 17 júní.
Þá er hægt að vinna að öðrum og meira aðkallandi verkefnum.
Já þessar elskur brosa við Ísfirðingum allt vorið og vekja gleði.
svona er það bara.
Mín er ánægjan, líka að fá hrós frá bæjarbúum, sem kunna að meta þetta.
Það er bara þannig að við þurfum öll á því að halda að aðrir segi okkur frá ánægju sinni.
Fyrir ykkur gömlu ísfirðingana set ég inn þessa mynd af gamla apótekinu það hefur heldur betur fengið andlitslyftingu. Er orðið svo flott og skemmtilegt. Nú eru þarna fjórara íbúðir og komnar flottar svalir.
Bróðir minn og mágkona buðu okkur í mat í gær. Þau komu með þetta líka fína læri og krydduðu það með gróðri beint frá garðinum mínum. Rosalega gott.
Mágkona mín tíndi allskonar plöntur úr garðinum, njóla, fílfla og margt fleira, hafa skal það sem hendi er næst en hugsa ekki um það sem ekki fæst. Og ljómandi gott bæði krydd og salad.
Maturinn var yndæll og bragðið eftir því.
Og öllu var gerð góð skil.
Mágkona mín er líka með þessa skemmtilegu hugmynd, hún er með nornabúð, þar sem fæst allskonar skemmtilegir hlutir. Og þetta er nýjasta framlagið, rúnir á sjávarsteinum, frábær hugmynd.
Í morgun var þessi þoka svo komin.
Ótrúlegt að sjá svona hér.
Kúlan samt ekki í þoku.
En hér er þokan í öllu sínu veldi.
Já þetta er eitthvað sem við erum ekki vön að sjá.
En það var komin tími til að hreinsa tjörnina. Þá þarf að veiða alla fiskana uppúr og koma þeim í bala.
Þeir vilja helst ekki láta fanga sig, en það þarf svo sannarlega til að geta þrifið tjörnina.
Eins gott að allir hjálpist að.
Strákarnir voru svo duglegir að hjálpa.
Fallegir bræður, synir Júlla míns.
Flottastir.
Vatnsberinn líka nauðsynlegur.
Daníel hjálpaði líka mikið til
Nei amma ekki taka mynd.
Fiskarnir njóta þess að vera í hreinu vatni.
Og þokan farinn.
Og blómin nutu góðs af gamla vatninu úr tjörninni.
Það hefur örugglega verið gott áburðarvatn.
Enda allt í blóma núna.
Perur og kirsuber byrjuð að myndast.
Smárósir blíðar blómstra á ný.
Að lokum til hamingju með daginn sjómenn nær og fjær. Hetjur hafsins!
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
5.6.2010 | 10:12
Grill og sprell hjá Ísafjarðarbæ.
Við hjónin fórum í grillveislu upp í Skíðaskála í gær. Það var starfsmannafélag Bæjarskrifstofunnar sem hélt grillpartýið. Veðrið var yndislegt og ekki á betra kosið.
Fólkið er að tínast uppeftir. Og eins og sjá má var veðrið upp á það besta.
Kokkurinn farin að undirbúa kryddlegnu steinbítskinnarnar sem hann ætlar að grilla.
Þau láta fara vel um sig og allir eru svangir. Það vantar reyndar einn, sem var saknað sárt af vinnufélögunum en Ralf Trille var veikur.
Elli og Jóhann Birkir eru samt eitthvað að spjalla alvarlega saman.
Kinnarnar smökkuðust vel og fólk borðaði eins og það gat í sig látið.
Þau höfðu sjálf undirbúið allskonar skemmtiatriði. Hér átti að renna kúlu eftir málbandi ofan í glös. Ég held að Bæjarstjórinn hafi sigrað þarna. Ef til vill vanur að hitta í mark.
Svo sætir saman... tæknideildin að undirbúa sitt skemmtiatriði, en það er að keppa um stóla.
Ég veit ekki hvort ég á að segja það en bæjarstjórinn okkar fráfarandi vann stólinn þarna.
Hér er töframaðurinn ömurlegi
Lubba mín heldurðu ekki að strákurinn hafi lært einhverja leiklist af mömmunni í den.
Stelpurnar á fjórðuhæðinni fjölskyldu og skólaskrifstofunni æfðu dans við Billy Jean með tilþrifum, ætluðu samt ekki að fást til að sýna hann þegar út í alvöruna var komið.
Svo voru skuggar farnir að lengjast komið kvöld og tími til að koma sér heim og hvíla sig.
Þessi er svo tekin fyrir tíu mínútum síðan. Veðrið er ennþá svona gott. En við hér viljum fara að fá rigningu svo úthaginn geti farið að grænka.
Þó tré og runnar í görðunum séu farin að laufgast þá er úthaginn ennþá grár. Það þarf rigningu svo berin geti þroskast og maðkurinn nái ekki yfirhöndinni.
Eigið góða heldi elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.6.2010 | 20:47
Garðplöntustöðin mín.
Jamm góðir ísfirðingar, þar sem mikið er spurt, þá get ég sagt ykkur að garðplöntustöðin mín er opin á virkum dögum frá 9 - 12 og 13 - 18 virka daga og frá 14 - 16 á laugardögum. Ég er víst í samkeppni við Blómaval, því þeir hafa ákveðið að taka yfir sumarblóm og ýmislegt annað hér í bæ. Og hver má sín gegn stórveldum? Segi svona.
En ég vil bara gefa mínu fólki kost á að kaupa plöntur sem eru ræktaðar hér fyrir vestan með umhyggju og natni. Góðar plöntur sem þola veðráttuna hér. Og svo er ég mjög stolt af sumarblómunum mínum í ár.
gullhnappurinn er flottur
Svo eru ýmsar tegundir af thuju og syparis sem geta þolað veðráttuna hér.
Hjartarsteinbrjóturinn er blómstrandi í dag.
Snúður hjálpar til við að reyta arfa og vinna í garðinum, þar sem ég hef engan tíma. Það veit Brandur og nennir ekki heldur.
Heimaræktað birki, reynir og fleiri tré og runnar eru tiltæk.
Tópakshornin eru flott.
Milljónbells líka.
Ýmsar gerðir.
Hin sívinsæla hengilóbelía líka. Og margar tegundir. Allt ræktað heima í kúlunni af okkur hjónum. Eigum við ekki að hlú að því sem er í heimabyggð. Eða halda menn að allt sé betra sem kemur langt að? Stundum halda menn það, og þegar fólk hefur sameinast um það, þá verður enginn verslun meir í heimabyggð, heldur hafa risarnir unnið markaðinn, enda er það sennilega takmarkið. Að ná undir sig því sem hægt er til að græða sem mest. Það er alveg rosalega 2007 eitthvað ekki satt.
Hér er svo stubburinn minn í peysunni sem Tinna tengdadóttir prjónaði á hann. Hún er virkilega dugleg og peysan er flott og hann er svooooo ánægður.
Undanfarna daga hefur bærinn uppljómast af ungu fólki, skólafólkinu okkar og kennurum í allskonar leikjum og útivist. Það er yndælt að sjá gleðina sem skín úr hverju andliti, líka kennaranna. Í gær kom svo fyrsta skemmtiferðaskipið hingað og bærinn fylltist af þjóðverjum. Ég hef verið frekar löt við að munda vélina, synd því margt er að gerast og veðrið hefur verið með eindæmum gott og sólríkt nú um langt skeið. En ég vil helst frá rigningu, allt í lagi þó það sé bara að næturlagi. En hér þarf svo sannarlega að rigna til að úthaginn taki við sér og önnur svæði sem ekki er gott að vökva.
En eigið góðar stundir mín kæru. Ég er alveg á kafi í vinnu og dauðþreytt á kvöldin og fer að sofa upp úr níu á kvöldin.
Það er gott að skríða upp í rúmið sitt dauðþreyttur og vita að dagurinn hefur verið vel notaður og góður. Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.6.2010 | 11:25
Hláturinn lengir lífið.
Vonandi kemur þetta í gegn. Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2010 | 17:00
Myndir og svoleiðis eitthvað!!!
Enn einn góður sólskinsdagurinn hér á Ísafirði. Og lífið gengur sinn gang, þrátt fyrir pólitík og framtíð. Vona bara að við munum komast sem best út úr þessu hruni og öllu sem því fylgir. Framsókn hafði það fram að þeir vilja auglýsa eftir ópólitískum bæjarstjóra. Gott hjá þeim, vonandi fáum við einhvern staðfastan og góðan bæjarstjóra sem getur tekið af skarið um ýmismál sem brenna á. En við munum fylgjast með þeirri framvindu.
Pabbi minn elskulegur lifir í ævintýraheimi. Það liggur við að ég öfundi hann. Ferðalög og skemmtilegt samferðafólk. Hvað er eiginlega hægt að hafa það betra en það, þegar svona er komið. Nema auðvitað að fá að fljúga frjáls yfir í aðra betri veröld. Þar sem hann hittir alla hina sem eru farnir.
Nú er tími sumarblómanna og hér er elskulegur eiginmaður minn að gróðursetja daggarbrá.
Ég er búin að opna garðplöntustöðina mína og er hún opin alla virka daga frá 9 - 12 og frá 13 - 18. og laugardaga frá 14 - 16.
Sumarblóm, grænmeti og krydd.
Flottur.
Úlfurinn setur niður kartöflur.
Gullauga auðvitað.
Ég fer í vinnuna kl. 7 á morgnanna, allt kyrrt og hljótt, fuglarnir aðeins byrjaðir að tísta, en náttúran sefur enn. Það er yndislegur tími á sumrin.
Og Ísafjarðarlognið á fullu. 'Eg held að krökkunum líki bara vel að vakna svona snemma og fá að fara fyrr heim.
Afi og litli stubbur. Þeir eru bestu vinir. Sigurjón er algjör afakarl.
Jörðin snýst áfram og allt er einhvernveginn á leiðinni. Við getum þakkað fyrir að vera sjálfstæð þjóð í frjálsu landi, en ekki undirokuð af svívirðilegum auðvirðingum sem hafa engu gleymt og eru jafn grimmir og þeir segja aðra hafa verið við þá. Ég held að á endanum verði þeim sjálfum refsað grimmilega og ekkert getur breytt því.
En eigið góða rest af degi mín kæru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.5.2010 | 22:19
Illugi Jökuls þolir ekki gagnrýni..... Eða þannig.
ÓÓ einu sinni var Illugi Jökulson idolið mitt, eða þannig. ég vaknaði á morgnana til að hlusta á pistlana hans meðan hann var í útvarpinu, og mér fannst hann æði.
Svo einhverntímann á leiðinni þegar ég hafði bundið trúss mitt við Frjálslyndaflokkinn, þá skrifaði hann rætna grein um Guðjón Arnar fermingarbróður minn og skólabróður sem ég þekki vel frá barnæsku, og veit hverslags öðlingur hann er. Ósanngjarna grein og lygaþvælu um að Addi væri rasisti og ég veit ekki hvað. Hann sem er kvæntur pólskri konu og hefur ekki bara tekið að sér sem sín eigin börn hennar og alla hennar ættingja og vini. Addi er ekki fyrir fimm aura að gera upp á milli þjóða. Hann gerir aftur á móti upp á milli góðs og slæms.
Nú, sem sagt ég las pistil Illuga um úttekt á kosningunum.
Af þessum skrifum veit ég vel að Illugi myndi aldrei kjósa Frjálslynda flokkinn, þar sem greinilegt er að sá flokkur fer rosalega í taugarnar á honum. Um okkar forystukonu í Reykjavík þá vönduðu og góðu konu Helgu Þórðardóttur hafði hann þetta að segja í skrifum sínum um hugleiðinar hvað hann ætti nú að kjósa.
http://www.dv.is/blogg/tresmidja/?sida=2
Jamm þetta hafði hann að segja um flokkinn og hana.
Hvað Helgu Þórðardóttur frá Frjálslynda flokknum, þá efast
ég ekki um að þetta er vel meinandi kona. En ekki gat ég hugsað mér að velja
hana eftir Kastljós kvöldsins.
Ég sagði eitthvað á þá leið að einhvern tímann myndi lygin springa framan í hann. Og viti menn, allt í einu er lokað fyrir komment. Eða þannig, nú stendur þarna.......
ATHUGIÐ Ritstjórn DV áskilur sér rétt til að eyða ærumeiðandi ummælum.
Í fyrirsögn bloggs hans stendur:
Trésmiðja
Illuga Jökulssonar
Þetta er bloggsíða, ekki fréttasíða.
Þetta er safn hugleiðinga um hvaðeina milli himins og jarðar, ekki dagbók.
Þetta er trésmiðja, ekki aftökupallur.
Svo virðist sem ég hafi tekið karlinn af lífi, því hann virðist ekki þola að fólk andmæli honum. Þannig að elsku karlinn eina ráðið sem hann kann er að loka fyrir óæskilegar athugasemdir.
það er oft svo að þeir sem eru beittastir í gagnrýni sinni, þola alls ekki gagnrýni sjálfir. Leitt að vita. Því að mörgu leiti er Illugi góður penni og flottur í skrifum. Þ.e. þegar hann ekki dettur niður í fordóma og lætur leiða sig út í hatursáróður um flokka og fólk, án þess að kynna sér málefnin og hvað viðkomandi standa fyrir.
Illugi það er vond pólitík að hoppa svona ódýrt á niðurstöður. Ég legg til að þú lesir þér til um málefnasamning Frjálslynda flokksins og skiljir hvað við erum að fara. En ekki bara dæma út frá einhverju sem þú grípur upp af götunni. Ég ætlaði þér meira en það svei mér þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.5.2010 | 18:53
Bara svona beint frá hjartanu.
Jæja hér er ég aftur. Hera Björk var frábær í Júróvísion. Ég er samt alveg sátt við sigur þjóðverja. Stúlkan sú var líka frábær. En ég er hugsandi yfir öllum hnjákollu og mjaðmaskjálftagellunum sem dansa í minipilsum eða þaðan af minna, til að undirstrika karlsöngvara sem láta ljósið skína. Hvenær ætlum við virkilega að sjá að þetta er bara eitthvað 2007. Hera Björk var okkar fjallkona og þær voru allar yndislegar og flottar, öruggar og heilbrigðar sterkar konur. Allof margar söngkonur féllu í þessa gryfju að sýna líkama sinn og iða sér og rugga. Sorrý ég er búin að fá nóg af þessu. Ef röddin er ekki nóg þá á að vinna þetta upp með sexapeal.
Kosningarnar voru líka vonbrigði fyrir mig. Ég er orðin þreytt á stöðnuninni í mínu samfélagi. En ég verð að virða vilja kjósenda. Þeirra var valið og þetta var útkoman, verði þeim að góðu. Það þýðir ekkert að koma til mín og röfla um eitt né neitt. Ég mun láta fólk vita að ég hafi misst trú á heilbrigðri skynsemi fólks. Þannig er það bara.
Það var líka skondið að hlusta á fjórflokkinn keppast um að ræða að þau hafi unnið stóran sigur. Það varð einhvernveginn svo hjáróma og einmitt að sem fólk var að reyna að segja þeim að þau væru úti á túni. Nákvæmlega það sem þau eru. Jón Gnarr líka úti á túni og svei mér ef hann veit hvað snýr upp eða niður á sjálfum sér eða hvað eigi að gera næst. Hanna Birna skælbrosandi fölsku brosi, ég get svarið það að fýlusvipurinn hentar henni betur en þetta bros. Jóhanna veit að þetta eru skilaboð, en ekki til hennar.... óney hún ætlar sér að halda áfram. Og auðvitað vilja þau ekki kosningar til alþingis á næstunni, segir sig sjálft. Hvað þarf annars margar undirskriftir til að krefjast annað hvort kosninga eða utanþingsstjórnar?
Sóley Tómasdóttir hversu heilsteypt sem hún er og heiðarlega að mati formannsins, þá einfaldlega hefur hún ekki það vægi sem þarf til að vera í fronti í framboði. Menn verða bara að viðurkenna það. Hún er eins og viðkvæmt blóm sem segir hluti sem fæla menn frá. Hún er hinn endinn á Hönnu Birnu.
Enginn veit hvað gerðist í raun og veru. Þegar þokan fer og menn fara að sjá það sem gerðist, er ég ansi hrædd um að kaldur og napur raunveruleiki blasi við pólitíkusum. Þeir hafa ekki náð skilaboðunum alveg. En það mun renna upp fyrir þeim smátt og smátt, því þetta er bara byrjunin alveg eins og Þórhildur Þorleifsdóttir sagði. Nú er skriðan komin af stað, og almenningur hefur fengið tána inn fyrir hurðargatið. Þá verður ekki hægt að skella hurðinni á okkur.
Smám saman holast steinninn og fólk getur farið að fara upp úr hjólfarinu sem það hefur verið í allof lengi og sjá allt sem er að gerast. Allt falsið, lygarnar, leikaraskapinn og samtrygginguna sem þetta fólk hefur skapað kring um sig með fúslegu leyfi fjölmiðlamanna og embættismanna, því þar er samtryggingin ennþá algjör.
Ja fussum svei mannaþefur í helli mínum!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2010 | 21:29
Meiri pælingar um pólitík og allt þar á milli.
Ég vil nú eiginlega byrja á að biðja ykkur bloggfélaga fyrirgefningar á hver lítinn tíma ég hef núna fyrir blogg. Ég er á kafi í vinnu, bæði hjá bæjarfélaginu mínu og svo að opna garðplöntustöðina. En svo er ég líka í smá sálarkrýsu, þarf að berjast við ælu á morgnanna og sef illa á næturna. Vakna yfirleitt um hálf fjögur og þarf að fara í vinnu kl. sjö. Það er samt önnur saga. Sennilega taugarnar... eða þannig. Það er margt sem mæðir á.
En áfram með tilfinningar. Mér finnst stundum eins og það sé alltaf verið að plata okkur almenning, annað hvort með því að leyna okkur því sem er að gerast; lesist hrunið og því sem þar fylgdi, þöggunina og alles. Síðan mottóið hennar Jóhönnu um að menn ættu ekki að gagnrýna opinberlega samstarfsmenn sína. Allt á að vera leyndó.. til gagns hverjum? ekki almenningi allavega.
Það rifjaðist upp fyrir mér í dag, nákvæmlega daginn fyrir kosningar síðast, þ.e. sveitastjórnarkosningar fyrir fjórum árum, að Í-listanum sem er samtök þriggja flokka, Frjálslynda flokksins, Vinstri grænna og Samfylkingar, var spáð sigri í kosningunum. Það greip um sig einhver örvænting hjá Sjálfstæðismönnum, og það sem mér þótti hvað verst var að upplifa að nokkrar konur þaðan, flottar skeleggar konur, sem ég leit upp til og treysti, og þar af allavega ein vinkona mín létu einhvernvegin hafa sig í að setjast niður á Langa Manga kaffihúsi og hringja út til fólksins á svæðinu, ef Í-listinn kemst að þá verður Langa Manga lokað, ef Ílistinn kemst að verður ekki malbikað meira á Hlíðarveginum só and só. Þegar ég heyrði um þessar upphringingar eftir kosningar, þar sem Ílistinn fékk ekki það sem spáð var, heldur hélt meirihlutinn sínu, þá varð ég döpur. Einhvernveginn held ég að ég myndi ekki gera svona. Og ég hef oft hugsað um það síðan, af hverju lætur fólk hafa sig út í svona hluti? Gott fólk og vel þenkjandi, sem einhvernveginn sogast inn í hringiðu stjórnmálanna og lætur hafa sig í svona svikamyllu? Af hverju getum við ekki bara treyst á málefnastöðu okkar og leyft fólki að vega og meta verkin sem gerð hafa verið? Getur verið að verkin hafi ekki sagt alla söguna?
Verkin sýna merkin segir einhversstaðar. Og ef fólk hefur staðið vel við sín kosningaloforð og gert það besta fyrir bæinn sinn, þá þarf einfaldlega ekki að beita svona bolabrögðum. Og það er lítillækkandi fyrir viðkomandi í þessu tilfelli góðar manneskjur sem létu hafa sig út í svona leirslag.
Í svona litlu samfélagi þá fréttist hvort sem er allt. Meira að segja þegar einn af forystusauðum í einum flokki, mætir á sellufund hjá öðrum. Þá kjamsa þorpararnir á því. Enginn spyr opinberlega, og því fær viðkomandi ekki að tjá sig um hvað hann var að gera á neyðarfundi annars flokks?
Ég er svona að fabúlera um þetta, því mér finnst stundum eins og oft sé verið að fela sannleikann fyrir okkur almenningi. Leika eitthvað númer, reyna að hafa andstæðinginn undir og koma að allskonar sögum sem erfitt er að átta sig á. Þetta sést greinilega í Borginni, þar sem fjórflokkurinn reynir allt hvað hann getur að kasta rýrð á Besta flokkinn, af því að hann ógnar fjórflokknum. Ég hef séð í DV af því ég kaupi blaðið reglulega að þeir hvað eftir annað koma sér hjá því að nefna Frjálslynda flokkinn á nafn, af hverju Reynir minn?
Hanna Birna er eins og hún sé ein í framboði fyrir eitthvað allt annað en Sjálfstæðisflokkinn, því félagar hennar eru meira eða minna í krísu út af mútufé. Hún sjálf er á kafi í allskonar plottum.
Á Ísafirði er nýtt framboð sem kallar sig Kommonista. Þetta er ungt fólk sem gefið hefur kost á sér til bæjarstjórnar. Það hefur ekki farið leynt undanfarið sögusagnir um að litil frændi minn Gunnar Atli sé potturinn og pannan í þessum lista. Það var svo birt opinberlega í DV, ekki bara frétt heldur tilvísun í bréfaskriftir milli hans og annara í þessum nýja lista. Ég get vel skilið að ungt fólk geri skyssur, reynslulítið fólk sem vill koma sínum málum á framfæri, hugsar ekki alltaf rökrétt, það er réttur unga fólksins okkar.
Málið er að þessi flotti frændi minn er jafnframt formaður í Félagi ungra sjálfstæðismanna, svo málið er heldur pínlegt. Nú get ég alveg skilið að honum hafi dottið þettað í hug, og jafnvel farið að stað með það. En þá átti hann bara strax að segja að þetta hefði verið hugmynd sem hann hefði fengið, en síðan hætt við. Um leið og fólk fer að reyna að skrökva sig út úr hlutunum fer tortryggnin af stað. Og sérstaklega á þessum tímum, þegar stuðningur við pólitíska flokka er í sögulegu lágmarki, sérstaklega fjórflokksins.
Þessi frétt kom í DV, og var svo birt í Skutli, blaði Samfylkingarinnar á Ísafirði. Þegar fólk fer svo að væna Í-listann um sorahátt, þá segi ég; Það er ekkert rangt við það að segja frá svona frétt, þar sem vitnað er í umræður viðkomandi. Þetta gerðist þegar Jónína Ben var að plotta með Styrmi, og þetta er líka víða í rannsóknarskýrslunni. Stundum þarf að vitna í gögn, ef talið er að þarna sé eitthvað sem verið er að reyna að fela.
Nú getur vel verið að það sé satt sem Kommonistar segja að þeir standi fyrir sínu og Gunnar Atli sé bara vinur þeirra. En þá hefði verið nær að segja strax frá því að hann hafi staðið fyrir þessu í upphafi og síðan hætt við. Það er nefnilega svo að sannleikurinn er alltaf sagna bestur. Og ég þekki strákinn ágætlega og veit að hann er góður drengur. Unggæðisháttur getur leitt alla af réttri leið, en það er alltaf þessi leið út að viðurkenna strax hvernig liggur í málunum. En ekki bara að ráðast á og skjóta sendisveininn. Sérstaklega er þetta viðkvæmt í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla, og þar sem fréttirnar berast fljótt og vel, það er alltaf einhver sem uppgötvar og segir frá. Það er eiginlega kosturinn við lítil samfélög að það er erfitt að leyna sannleikanum.
Svo við ég bara segja að ég óska öllum hins besta á morgun, ég mun ljá Í- listanum mitt atkvæði, ég hef starfað mikið með Frjálslyndaflokknum og veit að þar fer heiðarlegt og gott fólk, og ég hef líka kynnst flestum sem eru á listanum af góðu einu. Fólk sem hefur réttlætið að leiðarljósi. Ég held í raun og veru að flestir vilji það, en einhvernveginn dragast menn inn í eitthvert drullusvað sem þeir ráða ekki við sjálfir. Það er sorglegt, þegar eiginhagsmunir eða hagsmunir flokksins fara að taka yfir heilbrigða skynsemi. Því ég hef trú á því að innst inni vilji allir vel.
Hér eru Framsóknarmenn að grilla.
Á Silfurtorgi var margt um manninn, enda var Ílistinn að grilla, og kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er þarna rétt hjá, og margir þeirra sátu á torginu og nutu veitinga og að spjalla við fólk.
Og eins og alltaf í kosningum gefur Frjálslyndi flokkurinn fisk í soðið. Hér er Gauji stóri þessi elska að fá steinbít.
Mummi og Gylfi og fleiri í Samfylkingu og vinstri grænum að grilla pylsur.
Hér eru svo Frjálslyndir; synir Adda Kitta Gau að gefa fisk, ýsu, þorsk og steinbít. Bæjarbúar kunna vel að meta þetta í kosningum.
Jóna Ben og Arna Lára VG og S að gefa fólki pylsur. Já svona er þetta fyrir kosningar. Megi sá besti vinna, og ég meina það. Ég hef trú á mínu fólki en ég er auðvitað hlutdræg.
Gluggarnir hjá Ílistanum eru svona eins og frambjóðendurnir og fólkið í kring um þau, glaðlegir og yndælir.
Fullir af bjartsýni og vori, eins og sjá má.
Þetta er auðvitað svona algjör hanaslagur!!!
Hver kíkir niður af sínum haug og svona!!
En lífið er ekki eintóm sæla, það eru úlfar á ferli.
Maður þarf auðvitað alltaf að vera á verði fyrir rándýrum.
Ef maður ofmetnast ekki, heldur er varkár og heiðarlegur er ekkert að óttast.
En stundum hoppum við of hátt, og dramb er falli næst. Auðmýkt gefst alltaf betur þegar til lengri tíma er litið.
Og við vitum aldrei hvað hættan liggur í leyni. Sérstaklega ekki í pólitík.
En það er samt alltaf einhver sem passar upp á okkur ekki satt?
Ég vona að vinkona mín og hennar vinir sitji ekki á Langa Manga við að hringja út og segja... Ef Ílistin kemst að.... það er bara einhvernveginn fyrir neðan þeirra virðingu að mínu mati. Því þetta eru flottar konur og skörungar.
Elskuleg vinkona mín Þórunn Matthíasdóttir gaf sér tíma í vikunni til að taka sér frí frá pólitíkinni og koma í heimsókn, við áttum góðar stundir saman í kúlu.
Og svo er ég búin að opna Garðplöntusöluna, og hér er vorið. Salan er opin frá kl. 9 á morgnanna til 6 virka daga og 2 - 4 á laugardögum. Á sunnudögum þarf ég að eiga frí.
Verð að segja það að við ákváðum í vor hjónin út af efnahagsástandinu að ráða ekki starfsfólk í priklun eða umönnun, heldur gerðum við þetta allt sjálf í aukavinnu eftir aðalvinnuna. það hefur verið mikið álag en skemmtilegt.
Við erum líka með mikið úrval af kryddjurtum og grænmeti.
Auðvitað þurftum við að minnka magnið af plöntum líka út af efnahagsástandinu, svona er þetta bara.
Og þetta er Ástrún sem ætlar að vera hjá mér í sumar og selja fólki blómin. Hún er dugleg stúlka.
Get ekki stillt mig um að sýna ykkur drottningar blómaskálans þetta er Nína.
Pernille í fullum blóma.
Útlendingarnir farnir að koma og fá að mynda húsið og fá að fara inn í garðskálann og mynda. Þetta er bara það sem er venjan hér á þessum bænum.
Eigið góða helgin elskuleg, og munið að atkvæði ykkar skipta máli, ekki bara kjósa eitthvað af því að þið og ykkar ættbálkur hafið alltaf kosið það sama og alls ekki sitja heima, skilið frekar auðu. Þorið að takast á við nýja tíma og nýtt fólk. Ég get lofað ykkur að þau ellefu ár sem ég hef unnið náið með Frjálslynda flokknum þá hefur hann alltaf reynst verður sinna stefnumála og á mjög góða stefnuskrá. Heiðarlegt og gott fólk sem þar er innanbúðar, þó við höfum vissulega reynt eins og mörg ný framboð að fá til okkar fólk sem var beinlínis að hugsa um sinn eigin frama. Þá bjargaði góða stefnuskráin okkar okkur út úr þeim vandræðum, svo nú er friður á okkar vígstöðvum.
við Frjálslynd í Ísafjarðabæ höfum bundið trúss okkar við Vinstri Græna og Samfylkingu í bæjarfélagianu í þessum kosningum, höfum starfað með þeim í fjögur ár og það fólk sem hér bíður fram í nafni Ílistans er fólk sem hægt er að treysta fyrir málefnum bæjarins.
Megi það afl sem best er að því komið sigra á morgun. Ég óska samt öllum heilla og segi bara ég mun setja mitt atkvæði á Í fyrir Ísafjörð.
Eigið góða helgi mín kæru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.5.2010 | 18:10
Að takast á við sjálfa(n) sig og tilfinningar.
Jamm, ég sat úti í sólinni og þá kom þessi tilfinning yfir mig og ég varð að segja ykkur frá, þetta skiptir máli sagði ég við sjálfa mig.
Málið er að við erum eitt tilfinningabúnt.
Ef þú hittir manneskju sem þú veist að á við vandræði að etja, þá er gott að geta brosað hlýlega til hennar þegar þú hittir hana í matvörubúðinni. Það bros getur gert henni lífið bærilegar það sem eftir er dagsins.
Þegar þú mætir manneskju sem hefur nýlega misst fjölskyldumeðlim, ekki bara brosa og segja; samhryggist: Taktu hlýlega utan um hana/ hann og láttu, hann finna að þú virkilega finnir til líka.
Ef þú veist að manneskja er í sálarkrýsu út af peningavandræðum eða örðu slíku, þá skaltu ekki fara undan í flæmingi, heldur styrkja hana í því að þetta geti hent alla, og það sé svona og svona, ekki verra að geta bent á dæmi um svipað.
Ef þú sérð prestinn og lögregluna koma að húsinu og veist að nú hefur eitthvað gerst, sem þú hefur óttast lengi, þá er allt í lagi að brjálast, stappa niður fótum og segja þeim að fara norður og niður, þeir eru viðbúnir öllu þegar þeir koma til að tilkynna það sem enginn vill vita, og kunna að taka viðbrögðunum.
Ef þið komið að slysi, þar sem fólk er illa farið, munið að það síðasta sem fer er heyrnin. Segið eitthvað falleg við fórnarlambið, og hringið síðan á 112 og tilkynnið slysið. Síðan er bara að segja eitthvað jákvætt og uppbyggjandi við hina slösuðu meðan er beðið er eftir að hjálpin berist.
Við erum stundum of kurteis og lokum á tilfinningar okkar þegar við stöndum frammi fyrir dauðanum, það á ekki að vera þannig, heldur eigum við að taka því sem hverjum öðrum hlut í okkar lífi, hversu sár sem hann er.
Ég er svo heppin að vera alin upp í þeirri trú( þökk sé afa mínum) að til sé annað tilverusvið, þangað sem við förum þegar þessari tilvist lýkur. Þannig að þó sé sárt að missa, þá veit maður að viðkomandi hefur aðeins flutt sig um set, og við munum hitta okkar ástvini að loknu þessu jarðlífi.
Elskulegust mér fannst að ég þyrfti að koma þessu frá mér, þar sem ég sat í sólinni, með söknuð yfir syni mínum og ótta um pabba minn. Að það er bara þannig að við verðum að taka því sem kemur, og verður ekki breytt, með æðruleysi og vitneskju um að ekkert er endanlegt. Heldur er málið að við eigum eftir að hitta ástvini okkar aftur hinumeginn. Dauðinn er alls ekki endanlegur heldur upphaf að nýju lífi.
Gleymdi að segja, ef þið hafið einhverja lífsreynslu sem gæti komið öðrum til góða, þá endilega setjið það hér inn. Við verðum að fá upplýsingar um hvernig á að bregðast við aðstæðum. Þó ég trú því að ekki verði feigum forðað né ófeigum í hel komið. Þá skiptir það máli fyrir fólkið sem kemur þar að, að þau hafi brugðist rétt við aðstæðum, og geti lifað áfram með þá vissu að þau hafi gert allt sem skipti máli til að allt færi á besta veg. Vegna þess að það er mín einlæga trú að það fólk sem kemur að ýmsum aðstæðum, sé endalaust að spyrja sig að; gerði ég rétt, eða gerði ég eitthvað rangt. Og þegar fólk verður vitni að hræðilegum atburðum, er mikilvægt fyrir það að vita að þau gerðu í það minnsta allt sem hægt var til að bjarga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Árlega fær ég börn í heimsókn frá skólanum, oftast koma þau á vorin, en stundum á haustin. Alltaf er einhver í hópnum sem þekkir til og er búin að skapa væntingu meðal hinna fyrir blómunum, hænsnunum, köttunum eða fiskunum. Og svo fyllist allt af glaðværum yndislegum krökkum, sem reyna að vera stillt, það er bara stundum svo erfitt.
Áhuginn leynir sér ekki.
ég bað þau að stilla sér upp fyrir hópmynd, og hér má sjá þessa eldhressu krakka.
Það er búið að vera sól og gott veður undanfarna daga. Her er Faktorshúsið, hér hefur verið opnuð kaffistofa, reyndar er líka búið að opna veitingastað í Langa Manga, undir sama nafni, sem er frábært, set inn myndir af því seinna.
Ísfirðingar eru duglegir við að nýta sér það sem er í boði. Enda er veðrið þessa dagana heiskýrt og gott.
Þetta er hæstakaupstaðarhúsið, þeir sem hafa verið lengi í burtu muna eftir rörabúðinni hann Þórólfs hér, og líkkistusmíði Kristinn L. Í hinum endanum, síðan var þarna vídeóleiga og nú hefur staðurinn fengið nýtt hlutverk og við hæfi, því hér er skrifstofa Rúnars Óla frænda míns og félaga hans, með sjósport, aðallega skútuna Regnbogan, sem þeir nota til að ferðast með túrista um landið og miðin. Virkilega flott og gaman.
Ég kíkti aðeins inn á strákinn og eins og þið sjáið er hann flottur, líkur pabba sínum, en það er hann Kalli Geir í BG. Þessi kann líka að spila á gítar og syngja. Ef til vill tekur hann gítarinn með sér á sjóinn og tekur lagið fyrir túrhestana.
Allt gert smekklega og upprunalegu bitarnir hafa fengið að njóta sín.
Gullsóparnir mínir eru virkilega flottir.
Eins og sjá má.
Eru þau ekki flottust? Sólveig Hulda með hattinn hans frænda síns þar sem hann geymir áritanir frá hetjum í Aldrei fór ég suður.
Þau eru svo flott.
Hvernig snýr köttur eiginlega? ekkert að fela, því baunirnar eru farnar. Það var nauðsynlegt því hann var farin að strjúka að heima, náttúran var farin að kalla óþægilega mikið.
Já tjörnin kallar á athygli.
Síðasti dagurinn hennar í ömmukúlu um einhvern tíma, því nú er þessi elska farin suður og þaðan til Noregsi.
Hún er nú þegar lögð af stað skríðandi.
en það er dálítið vont að skríða yfir steinana.
Úbbs hvað maður er lítill í hinum stóra heimi!!!
Nei amma leyfði mér ekki að fara alla leið út á götu, svo nú er best að hringja í mömmu eða pabba.
Halló! Halló!
Sýgur bein eins og amma sín.
Ekki bara amma þetta er í ættinni, Atli frændi er gerfilimasmiður.
Alveg satt, tíu fingur upp til guðs.
Og svo er stóri bróðir komin.
Og hann er sko obboðslega fyndinn
Og mamma líka, best að tékka á bollunum, hvort þar er eitthvað að fá.
Hér kem ég pabbi minn. eina ánægjan sem ég fær út úr brotthvarfi barnanna og tengdadótturinnar er að þá sameinast fjölskyldan á ný, því pabbi getur ekki beðið eftir að fá fjölskyldylduna sína til Noregs. Við mömmurnar erum þannig að ef börnin okkar eru ánægð, þá er málið það besta, þó við þurfum að sætta okkur við tregann og tárin.
Eigið góðan dag elskurnar. Og fyrirgefið mér hvað ég hef verið léleg að koma í heimsókn. Bæði hef ég lítinn tíma, og svo er ég einhvernveginn ekki alveg í góðu jafnvægi.
Bloggar | Breytt 23.5.2010 kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 2024050
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar