Færsluflokkur: Bloggar

Elsku Pabbi minn.

Í dag er til foldar borinn elskulegur faðir minn, Þórður Ingólfur Júlíusson.  Ég elskaði hann mikið, og bar alla tíð djúpa virðingu fyrir honum og því fólki sem hann kom frá.  Harðduglegu fólki sem mátti ekki vamm sitt vita.  Þar sem handtak og orð stóðu eins og stafur á bók.  Aldrei fals eða lygi, stundum röff, komandi frá harðbýlasta stað á Íslandi.  Þar sem lífsbaráttan var eins og annara dýra, hörð.  Barátta um mat og afkomu.  Að lifa.  Þó var þetta fólk gestristnasta fólk í heimi.  Menn sem heimsóttu Fljótavík fengu allan viðurgerning eins og gestum bar á þeim tíma, og aldrei var spurning um neina þóknun eða borgun.  Þó menn kæmu án heimboðs.  Kurteisi og góður viðurgerningur við gesti var þeirra aðal.  Oft var lítið um mat í hörðustu frostavetrum, þá varð að bjarga sér á því sem til var.  Ef allt var ísilagt var lifað á trosi uns hægt var að róa á ný.  Ekki var að furða þó föður mínum væri næst á þessum síðustu dögum, þegar hugsunin var ekki alltaf skýr, hver hefði farið að róa með pabba i dag.  Og ég, sem er ekkert svona mikið fyrir söguna eins og sumir minna ættmenna, giskaði iðulega á vitlausan bróður til að hafa róið, ýmist of ungur, farin að heiman of snemma, eða einfaldlega ekki á staðnum.  Samt reyndi ég að spila með.  Því þegar svona er komið, þá er hugurinn komin heim í heiðardalinn og ekki þarf að ræða það meir.

Afi Júlíus í Fljótavík með hundinn siinn

Afi Júlíus með hundinn sinn, hann þurfti að bregða búi árið 1946. Það hafa verið þung spor að yfirgefa heimili sitt, þar sem hann hafði búið yfir 40 ár, og átti tiltölulega nýbyggt hús.  Enda var það svo að afi fór aldrei aftur til Fljótavíkur.  Gat ekki hugsað sér að sjá víkina sína í eyði.  Sagt var að afi væri þriggja manna maki við slátt.  Og víst er að hann var heljarmenni að burðum.  Því útræði stundaði hann allan ársins hring meðfram búinu, og þá frá Aðalvík, þaðan sem hann þurfti að bera allt sitt til heimabruggs yfir fjallveg, heim að kvöldi og yfir aftur snemma að morgni til að róa.

Upp úr þessu stritlífi er pabbi minn sprottinn.  Og það hefur einkennt allt hans líf.  Hann og öll hans systkini voru hörkudugleg og þegar hann kemur til Ísafjarðar um 18 ára gamall, með eina ferðatösku sem innihélt allar hans eigur, þá bar hann vonina um betra líf í brjósti. 

Bróðir hans Jóhann Júlíusson var þá fluttur á Ísafjörð, hann var nokkrum árum eldri.  Þeir bræður byrjuðu strax á að koma sér fyrir.  Stríðið var ekki búið, en það var samt von í fólki um uppbyggingu. 

Pabbi byrjaði á að fara á sjóinn.  Árið 1940 lenti hann í miklum sjávarháska þegar mótorbáturinn Ísbjörn strandaði og sökk með tólf menn innanborðs í Skálavík.  Bjargaðist mannskapurinn naumlega fyrir vasklega framgöngu skipstjóra og áhafnar.  Með Þórði var eldri bróðir hans, Jón Ólafur. Jón Ólafur bróðir hans fórst svo um ári seinna í sjóslysi.  Ég hugsaði er ég las þetta að ef pabbi hefði dáið þarna, sem allt benti til, hefðum við systkinin aldrei litið dagsins ljós, og ekki barnabörnin heldur. En málið var að þetta stóð mjög tæpt, og þeir hófust strax handa við að binda allskonar belgi við björgunarbátinn, því hann var of lítill til að bera þá alla.  En það dugði til að þeir komust í land allir heilir á húfi.

Pabbi og Högni í fljótavík

Pabbi með mági sínum Högna í fjörunni í Fljótavík. Björgunarskýlið í baksýn. 

Þeir bræður Jóhann og pabbi fóru svo að hugsa sér til hreyfings, fyrst fóru þeir í veitingarekstur með stað sem hér Uppsalir.  þvínæst keyptu þeir sér vörubíla og fengu vinnu við slíkan akstur, einnig gerðust þeir leigubílstjórar.  Ég man að oft var hringt að nóttu til, til að panta leigubíl, þegar ég var lítil.  Það var samt reynt að láta það ekki trufla líf barnanna.

Síðan keyptu þeir bát sem hafði strandað í Fljótavík, Gunnvöru, þeir hirtu það sem hægt var að hirða úr flakinu, og nýttu ágóðan sem þeir fengu fyrir það til að láta smíða eikarbát í Skipasmíðastöð Marzellíusar á Ísafirði.  Báturinn fékk svo nafnið Gunnvör.  Það var happafley, og síðar létu þeir smíða tvo stálbáta, annan 150 tonn, sem þeir nefndu Guðrúnu Jónsdóttur eftir mömmu sinni, og Júlíus Geirmundsson 250 tn sem þeir nefndu Júlíus Geirmundsson.

stebbi[1]

Í silungsveiði í Fljótavík, systkinin um 1960.

Þeir hófu fiskverkun um svipað leyti auk ýmissa annarra umsvifa, t.d. stunduðu þeir í mörg ár að ná í ís af vötnum í nágrenni bæjarins og mala hann niður og seldu til togaranna og oft fengu þeir greitt í fiski.  Árið 1954 stofnuðu þeir Fiskiðjuna hf. ásamt fleirum og keyptu nokkru síðar íbúðabragga, sem stóð á Hesteyri, rifu hann niður og byggðu aftur upp við höfnina á Ísafirði.   Árið 1955 stofnuðu Þórður, Jóhann bróðir hans og Jón B. Jónsson  ásamt eiginkonum sínum útgerðarfélagið Gunnvöru hf.. og sóttu þeir nafnið til hins strandaða skips í Fljótavík. 

Síðan létu þeir smíða nýjan togara í Austur Þýskalandi sem bar nafnið Júlíus Geirmundsson, endurnýjuðu hann svo tvisvar með smíði í Flekkefjord í Noregi og svo er núverandi togari smíðaður í Póllandi happafleyta.  Upp úr 1990 ákvað pabbi svo að selja sinn hlut í útgerðinni og togaranum, og var það þá sameinað Hraðfrystihúsi Hnífsdals og ber nú nafnið Hraðfrystihúsið Gunnvör  sem er með öflugust sjávarútvegsfyrirtækjum landsins.  Auðvitað hefði þetta ævintýri aldrei geta orðið við núerandi kvótakerfi.  það er bara þannig.

En pabbi ásamt mági sínum keypti líka ratsjárstöðina á Straumnesfjalli á sjöunda áratugnum, fór hann svo og reif byggingar og seldi það sem hægt var að selja.  Það eru margar skemmtilega sögur af afrekum hans í því sambandi. 

Árið 1965 hóf hann svo  rækjuvinnslu í skúr ofan við heimili okkar  Vinaminni við Seljalandsveg og starfrækti hana um 15 ára skeið og tók samhliða þátt í útgerð smærri báta til rækjuveiða.

En pabbi var eitthvað svo miklu meira en þetta.  Hann var stórbrotinn maður, yndislegur pabbi.  Hann sagði stundum að hann vildi kenna börnunum sínum að vera sjálfstæðir einstaklingar.  Ef ég get komið því svo fyrir að þið plummið ykkur í lífinu og verðir góðir samfélagsþegnar, þá er ég ánægður sagði hann. 

Hann var nefnilega einn af þessum mönnum sem stóð við allt sem hann sagði.  Og það þurfti engar undirskriftir, handtak gilti eins og undirskrift.  þvílíkur langur vegur frá því sem er í dag. IMG_7068

Hann átti ef til vill ekki mikinn tíma fyrir börnin sín, því hann var sívinnandi, en hann átti svo sannarlega tíma fyrir barnabörnin.  Og jú hann kenndi okkur öllum bænirnar.  Þó sum okkar séu ef til vill búin að gleyma því.  Hann hrósaði okkur líka fyrir vel unnin verk, en gat verið harður og óvæginn ef honum fannst við ekki standa okkur.

IMG_9163

Hér er hann að kenna Ísaac litla lífsreglurnar.

Júllí skírn Úlfs

Hér heldur hann Þórði A. Úlfi Júlíussyni nafna sínum undir skírn.

Pabbi og Úlfur

Og hér fær hann pelann sinn.

IMG_9506

Og hér skoða þeir matseðilinn.

Pabbi hafði gaman af að ferðast.  Sennilega hefur blundað í honum útþrá við einangrunina í Fljótavíkinni.  Ungur athafnasamur maður sem komst ekki neitt.  Hann byrjaði að róa með pabba sínum 10 ára gamall, og þurfti oft að fara með föður sínum yfir fjöllin til að komast á sjóinn frá Látrum, heim að kvöldi og strax snemma morguns að leggja í hann aftur.

IMG_5679

Hann tók líka að sér fjölskylduna mína frá El Salvador, og það var alltaf kærleikur þar á milli.

Pabbi var einstaklega elskulegur og skilningsríkur maður.  Enda var það svo að við börnin gátum komið heim með allskonar fólk inn á heimilið, hvort sem um var að ræða jól, páska eða bara í heimsókn, öllum var ljúflega tekið og rýmt pláss fyrir gestina, sama hvernig á stóð.  Þar voru þau mamma einstaklega samtaka.

Börnin í Fljótavík

Fljótavíkin varð svo okkar paradís, og barnanna okkar.  Bræðurnir byggðu bústaðinn í upphafi og voru betri en enginn í að fjármagna hann eftir því sem kröfurnar jukust.  En þar var líka unnið óeigingjarnt starf af ættingjum bæði afa Júlíusar og Vernharðs Jósepssonar, en á Atlastöðum sem sumarhúsið dregur nafn sitt af var tvíbýli og þar bjuggu þessar hetjur uns þeir fluttu burtu.

Myndir frá París og fleira 473

Eins og ég sagði hafði pabbi gaman af að ferðast, hér er hann með dætrum sínum og mökum þeirra í París, hann fór líka til Kanarí og kúpu, auk Ameríku, Danmerkur og Noregs, líka til Austurríkis.  Svo sveitapilturinn fór víða.

Um borð í skútu

Hann fór líka í skútusiglingu með sonum sínum og vinum þeirra, sem var algjört ævintýri.  

Já Pabbi minn átti viðburðarríka ævi.  Maður sem fæddist í liggur við moldarkofa, og vann sig upp í að verða stórútgerðarmaður, eiga bæði fullt af börnum, og líka fullt af peningum.  Og þegar þeim var öllum stolið af honum í hruninu, sýndi hann þvílít æðruleysi, en þó hann sýndi það ekki þá varð það honum þungur kross. Og þessir útrásarvíkinga og bankaklíkan mega virkilega skammast sín fyrir að brjóta slíkt eðalmenni niður.  Þeirra er svo sannarlega skömmin. Megi þeir fá það sama í sinn rann, mér að meinalausu. 

Júlli og Ingi afi amma og mamma

reyndar urðu foreldrar mínir og við öll fyrir miklum missi, þegar litli bróðir minn dó aðeins 7 mánaða gamall, ég átti son á sama aldri, hér eru þeir þegar litli bróðir minn varð að fara suður og kom aldrei til baka.  Afi Hjalti og amma Ásthildur halda hér á strákunum. Það var erfið kveðja, og allt sem þar á eftir fylgdi.  En svona er lífið. 

~8125550

Pabbi minn var flottur.  Hans vegna ber ég höfuðið hátt, hef átt inneign í lífið, sama og við öll.  Hans og mömmu vegna erum við það sem við erum, og ég er þeim þakklát fyrir yndislega æsku, gott líf og traust sem við njótum, ekki bara vegna okkar og þess sem við stöndum fyrir, nóta bene vegna leiðbeiningar þeirra, heldur líka vegna þess að pabbi minn var einn af hornsteinum bæjarfélagsins.  Hann gaf mikið af sér til margra og líka til ýmissa líknarmála, aldrei var það skrifað niður eða hrópað í fjölmiðlum.  Hann gaf í kyrrþey, af því að hann vildi gera það og gat það.  Strákurinn sem stóð á hafnarkantinum átján ára gamall með eina ferðatösku, gat orðið það sem hann var, með útsjónarsemi, eljusemi og áhuga á lífinu.  Það mættu margir taka það upp eftir honum.

Nu er hann genginn og farinn á hinar grænu veiðilendur.  Þar hefur hann hitt fólkið sitt sem er komið yfir, bæði foreldra, barn, konu og líka ´Júlla minn.

Júlli og pabbi

Þeir voru bestu vinir.  Og ég reyndi að koma í hans stað þegar drengurinn minn fór.  Vera sá vinur sem hann saknaði svo mjög. Og reyndar vorum við afskaplega náin þessa síðustu mánuði og fyrir það er ég óskaplega þakklát.

IMG_7324

Með fjölskyldunni í grillveislu.  En síðustu árin kom hann alltaf á sunnudögum og borðaði með fjölskyldunni allavega yfir sumarið. 

Gifting Íja

Elsku pabbi minn, þetta er bara svona okkar í milli.  Ég elska þig svo mikið, og dáist að þér.  Þú varst alltaf lífs míns idol og fyrirmynd.  Þakka þér fyrir samfylgdina og þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér, og allt sem gerir það að verkum að ég ber mitt höfuð hátt, sátt við allt og alla, og get miðlað því áfram til barnanna minna og barnabarnanna.  Gott að við skyldum vera svona góðir vinir á síðustu metrunum.  Það var gott að hlæja saman, segja brandara og miðla visku.  þú varst töffari og alltaf svolítill prakkari í þér.

Innilega takk fyrir mig. Heart 

Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa auðsýnt mér og mínu fólki samhug og kærleika.  Það skiptir miklu máli þegar maður syrgir að finna opna arma, hlý orð og hluttekningu.  Það fer beint inn í hjartað og geymist þar.  Einnig vil ég þakka starfsfólki sjúkrahússins á Ísafirði fyrir alla þolinmæðina, kærleikan og umhyggjuna sem þau sýndu pabba mínum á síðustu þrautargöngunni, ég held að yndislegra starfsfólk sé ekki til en þau. 

Innilega takk öll fyrir mig og pabba og okkur öll.  Megi þið eiga góðan dag.  Ég ætla að nota minn til að heiðra minningu besta pabba í heimi. Heart


Fljótavík, í upphafi var endirinn.

Ég dvaldi viku í paradísinni Fljótavík í yndislegu veðri, friði og ró, sem Hornstrandir einar geta gefið manni.

Ég fékk þær fréttir þangað að föður mínum hefði hrakað mikið.  Minn tími hefur því farið í að dvelja hjá honum eftir að ég kom heim.  Og mun svo verða meðan hann kýs að dvelja hér meðal okkar. 

IMG_4591

Meðan við dvöldum í óbyggðum komu þessir ungu menn við.  Sá sem sker kjötið er ættaður úr Fljótavíkinni, sonarsonur Júdithar systur pabba.  Þeir gera sér gott af afgangi af læri.

IMG_4596

Börnin á ströndinni.  Ég var búin að taka fullt af myndum, þegar ég áttaði mig á því að kortið var ekki í InLove

IMG_4597

Kvöldsett er orðið og þokan situr fyrir utan.

IMG_4599

Börnin hreinlega elska að vera hér.  Það var stórstreymi og í nokkra daga fjaraði ekki út.

IMG_4602

Bræðurnir að busla.  Faðir þeirra elskaði Fljótavíkina þar var hans annað líf.

IMG_4603

Sól strönd og börn.  Hvað er yndælla?

IMG_4604

Atlastaðir, hér vorum við 20 manns í heila viku, og aldrei neitt vesen.  Þannig er Fljótavíkin.

IMG_4607

Hér er Siggi frændi minn að steikja silung.  En við gátum borðað fisk í hvert mál, ef við hefðum viljað.

IMG_4610

Atli frændi ræðir við ungu mennina.  Atli er skáti og alltaf viðbúinn.

IMG_4612

Þetta er typiskt fyrir kvöldin í Fljótavík.  Þ.e. fyrir þá fullorðnu, afslappelsi í rólegu og nærandi umhverfi.

IMG_4613

Kvöldsólin glampar á fjöllum og gróðri.

IMG_4614

Það er hér sem ævintýrin gerast.  Og ég er viss um að það var hér sem Ísfólkið varð til.

IMG_4615

 Ó þú kvöldsól sem gefur oss fegurð.

IMG_4618

Jamm Atli ræðir við ungdóminn og miðlar af sinni visku.

IMG_4619

Myrkrið færist yfir, það þarf að huga að eldivið.  Hér er ekkert rafmagn, eða símar eða eitthvað sem truflar friðinn.

IMG_4620

ekkert sem truflar sólarsýn og skugga.

IMG_4622

Engin truflun frá bílum eða raftækjum.  Bara fullkomin þögn eða hróp og hlátur í börnum og fullorðnum.

IMG_4631

Þá er farið inn og kveikt á kertum og spilað af hjartans lyst.

IMG_4633

Og allir fá að vera með, kvöldsnakk er líka gott fyrir smáfólkið.

IMG_4636

Svo er gripið í gítarinn.

IMG_4637

þau litlu þurfa svo að fara að sofa.

IMG_4639

Meðan þau eldri skemmta sér við söng.

IMG_4640

Svo er kveikt á kertum.

IMG_4645

Það er gaman að leika sér og allstaðar er hægt að finna eitthvað skemmtilegt að gera.

IMG_4648

Þessi er nú aðallega fyrir Hrönn.

IMG_4650

Þau eru frændkyn, hún svona ljóshærð og blaeygð, hann rauðhærður með brúnu augun frá Langafa sínum.  Falleg þó þau séu svona skemmilega ólík í útliti, þá voru þau perluvinir.

IMG_4654

Fleiri gestir, þessi kappi kom frá Kanada, hann var á göngu orðin matarlaus og átti eftir að ganga til Aðalvíkur, hann var leistur út með mat og góðum kveðjum eins og allaf hefur verið stundað í Fljótavíkinni.

IMG_4660

Tilbúin til að fara að veiða silung.

IMG_4662

Ekki dugir að hafa bitlausa hnífa þegar gera skal að fiskinum.

IMG_4664

Og himnagalleríið er líka opin hér.

IMG_4666

Og það þarf að höggva í eldinn.

IMG_4668

Hann var yngstur af okkur þessi piltur Edilon Máni, bara ellefu mánaða, algjört krútt og bróðir hennar Katrínar Óskar.  Svipurinn af ömmu leynir sér ekki.

IMG_4673

Sólstafir.

IMG_4675

Stundum rigndi á nóttunni svo reif hann af sér skýin um hádegið. 

IMG_4674

Hér er afi að grilla pylsur, það sést á áhugahópnum í kring um hann.

IMG_4676

Kvöldin voru samt mest spennandi, þegar búið var að kveikja á kertum, snark í ofni og brennandi við bar við eyrun og svo var heimtað að fá að heyra draugasögur.  Jafnvel þó þau væru dauðhrædd.

IMG_4678

Atli frændi sagði söguna sem sló í gegn. 

IMG_4682

Í miðri hrollvekju kom svo draugur á gluggann.  En það var auðvitað hrekkjusvínið hann afi, það urðu mikil öskur og uppþot.

IMG_4683

En svo var hlegið af létti þegar allt uppgötvaðist.

IMG_4685

Á svona stöðum verða allir eitt.  Börn og fullorðnir renna saman sem ein heild, og allir hjálpast að.  Það er stemning sem alltof sjaldan fæst í daglegu amstri í rafmagni og umferð.

IMG_4687

Hver nýr dagur kemur með ný fyrirheit.  Skyldi maður fá fisk hvert á að fara að veiða?

IMG_4688

Víkinn hans pabba míns.  Hann var á sínum endaspretti og ég var hér.  Ég talaði til hans héðan frá rótunum, frá upphafinu og veit að hann skildi mig og heyrði hvað ég var að segja.   

IMG_4690

Það var litað teiknað og spilað, hlaupið, vaðið og farið út í Julluborgir sem er sandborg hinu meginn við ósinn. Og amma passar meðan hitt fólki fer á veiðar.

IMG_4695

Veiðimennirnir að koma frá Reiðá.

IMG_4701

Úlfur er fiskinn alveg eins og pabbi hans var.  Enda fór faðir hans oft með þá báða syni sína að veiða á bryggjunni eða í fjörunni.  Slíkt gleymist ekki.  Enda var Júlli minn duglegur að kenna sonum sínum það sem hann taldi þá þurfa að vita, þegar hann færi.

IMG_4703

Svo þurfti að mæla meta og skrá, skrifa niður í veiðibók.  Allt vandlega og vel.

IMG_4705

Kvöldstemning enn og aftur.

IMG_4707

Kveikt upp í kamínu.

IMG_4709

Við snarkið frá kamínunni les afi fyrir börnin.

IMG_4710

Svo er horft á FLame eitt tvö og þrjú.

IMG_4712

Svo er hægt að rista sér brauð.

IMG_4717

Og spila.

IMG_4728

Áður en haldið er heim, þarf að brenna rusli og taka til eftir sig.

IMG_4732

Það þarf að skila öllu hreinu og þrifalegu fyrir næsta ættingja sem tekur við.

IMG_4735

Katrín Ósk kallað okkur afa og ömmu, en við erum vön þvi að börn kalli okkur þannig, og kunnum því bara mjög vel.  Enda er þetta frábær lítil stúlka dugleg og afskaplega yndæl.

IMG_4737

Svo kemur síðasti morguninn hann er alltaf sér á parti, söknuður og spenna uppát á mat.

IMG_4741

Hér eru niðjar þrigga systkina samankomin á einum stað, það er Hlíf dóttir Önnu Júl, Atli sonur Ingu Júl, Siggi, sonur Ástu sem er dóttir Geirmunar og svo ég dóttir Þórðar.

IMG_4746

Amma taktu mynd af okkur LoL Þau munu erfa landið og dýrðina.

IMG_4752

Þá er að drífa sig af stað á flugvöllinn.

IMG_4756

Hér eru nefnilega tveir flugvellir og þessi með a.m.k. þremur brautum.

IMG_4762

Komin í loftið og horft yfir jökulfirðina.

IMG_4766

Og Djúpið þarna má sjá Hestinn úr öðru sjónarhorni.

IMG_4770

Eggsléttir fjallatoppar og litadýrð í hlíðunum sem fuglarnir hafa skapað.

IMG_4771

Allt er þetta hrikalegt og stórfenglegt.

IMG_4773

Fegurð engu öðru lík.

IMG_4776

Ísafjörður.

IMG_4777

Enn eitt skemmtiferðaskipið.

IMG_4778

Og lent og back to normal.

en nú verð ég að þjóta.  Það er komin minn tími að halda í vinnulúna hönd, strjúka gamla kinn, og segja viljasterkum manni að hann þurfi að sleppa takinu á þessu ástandi, fara burt inn í annan betri heim þar sem fjölskyldan bíður hans með opna arma.  Það er erfitt fyrir okkur sem erum hér og elskum hann svo mikið.  En stundum þurfum við að læra að sleppa takinu og leyfa ástvinum okkar að yfirgefa okkur.  Það verður ekki að eilífu, heldur aðeins um stutta stund uns við sjálf fylgjum á eftir.  Það er eitt af því sem við vitum alveg fyrir víst, ef við fæðumst inn í þennan heim, þá förum við þaðan aftur.  Það er bara spurning um hvenær.

 

Fljótavík.

  

Einn á ég unaðsreit.

 

Engan ég betri veit  

                 

Paradís, prýði slík

 

Perla engu lík.

 

Ég löngum þar legg mína leið.

 

Þar lífið er auðnan greið.

 

Í norðrinu fagra og falda.

 

Þú  fryssandi hvíta alda.

 

Syngur við kvöldsins kyrrð.

 

 

 

Mín fagra Fljótavík

 

Af friði ertu rík.

 

Þögnin er eðal þitt

 

Þakklætið er mitt.

 

Tiplar þar tófa létt um sand.

 

Tilheyrir henni það land.

 

Í ánni svo silungur syndir

 

Sál mín þann unaðinn fyndir,

 

fylgja þar landvætta hirð.

 

 

 

Svo Dísir á ströndinni dansinn sinn stíga.

 

Stormurinn ógnandi brýtur þar land.

 

Öskrandi helkaldar öldurnar hníga

 

Og ærslandi leika við fjörunnar sand.

 

 

 

Svo hljóðnar Ægisönd

 

Og andar sær við strönd.

 

Létt fer um vog og vík

 

volgran engu lík.

 

Hvíslar angurvær og hlý

 

hafsins golan enn á ný.

 

Og lýðurinn gleðst yfir ljóði.

 

landsins, og biður í hljóði

 

Um hollvætta nálægð og firrð.

 

 

 

Þú ert reyndar alls engu lík

 

Mín ástkæra Fljótavík.

 

 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir 9. október 2008. 

Egið góðan dag elskurnar. Og fyrirgefið mér hvað ég vanræki ykkur.  Heart

 

.

 

 


Til hamingju með 92 árin elsku pabbi minn.

Pabbi minn innilega til hamingju með 92 ára afmælið þitt.  Það var gaman að setjast með þér niður og borða flotta afmælistertu.  Þar fengu allir á öldrunardeildinni að deila henni með þér.

IMG_4571

Ég sá það bara strax á tertunni að hún var frá Gamla Bakaríinu sagði pabbi. 

IMG_4573

Þeir ættingjar sem voru í bænum komu til að drekka með þér kaffi og borða afmælistertu.

IMG_4575

Þú hefur alltaf verð höfðingi. 

IMG_4579

Jæja Þórður minn eigum við þá ekki að fara að skera kökuna?

IMG_4581

Og þú færð auðvitað fyrsta bitann.

IMG_4580

Og það var spjallað og hlegið.

IMG_4583

Líka gott að þú varst svona hress.

IMG_4590

Knús á þig elsku pabbi minn.  Og takk fyrir okkur Heart


Kajak og kærleikur og maraþon myndasýning. .

Þá er verslunarmannahelgin farin hjá.  Það var mikið um að vera á Ísafirði, en líka annarsstaðar.  Veðrið lék við okkur vestfirðinga og allt fór vel fram. Vona að þið séuð nestu upp, því hér eru margar myndir.  það var bara svo frábært að upplifa þessa helgi að ég gat ekki stillt mig.  Njótið vinir mínir.  Heart

IMG_4091

Hér var enn eitt glæsiskipið í höfn á laugardaginn.  Og nokkrir gestir kíktu við og fengu að skoða sig aðeins um.  Það er orðið daglegt brauð.  Ég er örugglega að verða frægari en Sara Palin heheheh....

IMG_4094

Mýrarboltinn komin í fullan sving, Heimsmeistaramót í þetta skipti thank you very much.

IMG_4097

Ég get sagt ykkur að stemninginn var komin í algleyming strax um hádegi á laugardaginn, en ég var á annari leið, kíkti bara við.  Gleðin og hamingjan leyndi sér ekki, þetta hefur örugglega verið frábært hjá þeim.

IMG_4099

Og fyrst ég var nú einu sinni komin upp í Tungudal kíkti ég á ber og vitiði þau eru orðin týnsluhæf og líta vel út.

IMG_4100

Girnileg ekki satt?

En mín leið lá annað, ég var sum sé að fara inn í Seyðisfjörð, þar ætlaði Kajakklúbburinn að vera með fjölskylduskemmtun og þangar var Elli minn þegar farin og barnabörnin mín.

IMG_4106

Fjörðurinn minn, blárri en blátt.

IMG_4109

Þetta er nú engin smásmíði, og hver ætli lóðsi nú þessa dasa inn í höfnina?  Jú það er hann Muggi, hafnarvörðurinn okkar, hann er ótrúlegur alveg.

IMG_4111

Og hér erum við komin inn í Seyðisfjörð.  Veðrið lék við okkur allan tíman og allt var yndislegt.

IMG_4112

Á þessum stað voru börnin í forgang, og allt gert til þess að þau skemmtu sér sem best.

IMG_4113´

Úlfurinn á Kajak, nýbúinn á námskeiði, og til í allt.

IMG_4130

Eins og sjá má var líf og fjör.

IMG_4133

Skútufólkið kom náttúrulega á sínum skútum.  Og ef þið eruð að spá í hve nálægt landi þær eru, þá háttar þannig til þarna að það er aðgrunnt ákveðið út, og svo er bara hafdýpi rétt utan við.  Ótrúlegt eins og hannað til þessara nota.

IMG_4136

Eins og ég sagði þá voru það börni sem léku hér aðalhlutverkinn og svo voru stoltir foreldrar sem horfðu á og fylgdust með og nutu þess að upplifa þessa helgi með börnunum sínum.

IMG_4138

Hér í miðju er Halldór Sveinbjarnar, einn af driffjöðrunum í Kajakklúbbnum Sæfara.

IMG_4139

Það var þröngt setinn bekkurinn en allir glaðir og kærleikurinn sveif yfir vötnum.

IMG_4146

Og ungviðið kunni svo sannarlega að meta þetta.  Þau voru bókstaflega í sjónum frá morgni til kvölds.

IMG_4154

Og allir nutu sín í botn.

IMG_4158

Ó ljúfa líf eins og Flosi Ólafsson myndi kyrja.

IMG_4162

Og sólin er að setjast.

IMG_4169

Hér er Hilmar okkar búin að mala baunir og búa til eðalkaffi og bjóða kaffiþyrstum vinum sínum.  Ekkert slor, nýmalað og lagað.

IMG_4172

Æði.

IMG_4174

Úbbs hvernig á að byrja á að tjalda???

IMG_4175

Það tókst áður en sólin sendi sína síðustu geisla það kvöldið.  Og ekkert gos nákvæmlega þá.

IMG_4176

Litli stubburinn okkar var í sjónum allan daginn alla dagana, ótrúlegt úthald af fimm ára gutta.

IMG_4179

Maður kona hundur, og langamma Jóns Ottó bjó hér fyrir ofan á bæ sem hét Uppsalir.  Það kviknaði í þeim bæ um hávetur og það þurfti að bera langömmu hans í sæng frá Uppsölum til dóttur hennar sem bjó á Eyri, eða hér sem við dveljum nú.  Svona getur heimurinn verið lítill. Þessi langamma hans átti sér draum þetta sagði ömmusystir hans mér í dag, eftir brunan komst hún ekki á ról lengur, nema að þegar vegur kom inn á Eyri um Djúpið, var gamla konan sótt og  fékk að fara til Ísafjarðar, hennar helsta ósk var að komast í bíó.  Það varð reyndar ekki af því, vegna þess að hún var svo þreytt eftir ferðalagið og eftir að hafa heimsótt ættingja sína inn á Kirkjubóli.  En sagði Jana sem er ein af þeim yndislegri konum sem ég þekki, málið er nefnilega að fá að hlakka til og það er málið.  Það er upplifunin sem ekki verður tekin frá manni.  Að hlakka til. Það var líka svo gaman að einmitt þann dag komu við mamma hans og pabbi og móðursystir, og þær voru að segja okkur að þær myndu svo vel eftir sumardvöl  á Eyri og hvernig var staðið að því að þvo ullina.

IMG_4183

Og það húmar að, eldri drengirni höfðu safnað saman timbri úr fjörunni.  Þeir fóru á sódíökum um ströndina og týndu upp við, og svo hlóðu þau bálköst.

IMG_4188

Og svo var kveikt lítið bál, alveg innan löglegra marka.  Vel passað upp á það.  Því hér þarf að hafa gát á öllu slíku.

IMG_4189

Það var auðvitað krafist ákveðns fatnaðar, hér þurfti sko að vera með bindi, og þetta er náttúrulega eini klæðinaðurinn sem krafist var, og svo börnin í vestum.

IMG_4192

Gamla brýnið nýtur sín í botn, enda á heimavelli þar sem börnin og barnabörnin eru.

IMG_4205

Ekkert fyllerí, en gamli góði máni var a.m.k, hálfur. Cool

IMG_4206

Og kvöldroðin leggst yfir Eyri við Seyðisfjörð.  Það væri nú bara gott ef einhver þekkti þessar systur sem áttu hér heima og voru eitthvað snefsnar yfir uppákomunni, og sýndu þeim þessar myndir.  'Eg er viss um að það myndi gleðja þær að sjá hve glöð við erum og ánægð, ekki síst börnin.

IMG_4209

Afi og stubbur að fara saman á kajak.

IMG_4210

Hann er svo duglegur þetta litla skinn.

IMG_4215

Þeir voru reyndar báðir stolt síns föðurs.  Og ég er viss um að hann hefur vakað yfir þeim báðum þessa helgi og verið glaður með hve duglegir þeir voru.

IMG_4217

Þau voru ótrúleg börnin, þau eldri gættu þeirra yngri og tóku þau með á sjóinn, og voru svo hjálpsöm að það var unun á að horfa.

IMG_4222

Kvöldsigling.

IMG_4225

Hér er hann enn og aftur þessi kraftmikli drengur.

IMG_4227

Hér með stórabróður á kajak.

IMG_4237

Hér er hann Einar, hann er að æfa sig í að róa standandi á kajak.

IMG_4259

Sjáið þessi krýli?  hvað þau njóta sín.

IMG_4264

Hversu uppbyggilegt er ekki það að fá að leika sér svona?

IMG_4268

En það eru ekki bara mannabörn sem fá að leika lausum hala.  Hér eru hundarnir hans Leifs. Þetta eru sannkallaðir sjóhundar.

IMG_4275

Og alltaf bætist við börnin og hundana.

IMG_4285

Já hér var ýmislegt gert sér til dundurs.

IMG_4289

Hér er svo Mugipaba blessaður í fríi frá stóru dössunum að lóðsa þá inn í höfnina.  En bara að njóta sín með fjölskyldunni.

IMG_4300

Hér er verið að velta sér. Þeir æfa sig í að velta svona, upp á öryggið.

IMG_4302

Úbbs komin upp aftur.

IMG_4331

Og Dóri Sveinbjarnar að rifja upp taktana með Mugison.

IMG_4336

Hér eru svo barnabörnin mín að slaka á og spila.

IMG_4357

Ég veit ekki hvort þið trúið því en hér var yfir 2o° hiti og ´sjórinn var mældur líka, hann var 17.9° svo þetta var bara algjört æði.

IMG_4362

Stundum þurfa menn að leggjast ansi langt til að laga hluti.  En það er þá bara þannig, hér þurfti að laga einhverja petala og hver gat það eiginlega betur en Pétur. LoL

IMG_4367

Já hér ríkti baðstrandastemning.

IMG_4376

Málið er að við tökum þessu bara eins og vera ber, erum ekki að hlaupa með það í fjölmiðla, eða grobba okkar af góðaveðrinu, af því að það er bara hér svo oft. 

IMG_4381

Ef til vill þess vegna er veðrið á Vestfjörðum best geymda leyndarmál Íslands.

IMG_4391

Jamm það er bara þannig.

IMG_4394

Reyndar synti ég oft í sjónum sem krakki, hér fyrir neðan. meðan þar var ennþá fjara.

IMG_4374

Og enn færist nóttin yfir og himnagalleríið opið.

IMG_4395

Svo rís dagur á ný og fólk nýtur þess að vera til.

IMG_4398

Og fólk nýtur þess að vera til.

IMG_4400

Tveir flottir.

IMG_4402

Ég á ekkert í þessu hundspotti, sagði Torfi.  það eru krakkarnir LoL

IMG_4409

Sportsjómenn framtíðarinnar, þau eru ekki há í loftinu þessi tvö, en snemma beygist krókurinn.

IMG_4411

Börn börn og vatn... sjór það er eitthvað samhengi þarna á milli sem er verðugt rannsóknarefni, og verður sennilega einhverntímann rannsakað, til dæmis með tilliti til að lækna brotnar sálir.  Við lifum jú fyrstu 9 mánuðina syndandi í vatni.

IMG_4428

Sjáðu þessa mynd? segir Halldór ljósmyndari.

IMG_4430

Stubbur búin að vera alla daga allan daginn í sjávarmáli eða úti á sjó.

IMG_4433

Mamma ég vil meira.

Svo er ein hér frá vini mínum Halldóri Sveinbjarnar í framhaldi af þessari:

Sigurjón

Mamma please please please má ég fara út á sjó!!!LoL

IMG_4443

Og svo var grillað.  Hafið þið smakkað lambakórónur? þær eru þvílíkt nammi namm.

IMG_4445

Hvað er betra en að borða íslenskt lambakjöt í íslenskri náttúru?

IMG_4458

Þetta er hann Guðmundur Harðarson flugmaður sem lifir og starfar í Lúxemburg.  Þið ættuð að spyrja hann um Evrópusambandið og allt sem því fylgir.  Það er nefnilega málið, þeir sem þekkja best til, vilja alls ekki fara þangað inn. 
IMG_4454

Hér frísar hesturinn!!!

IMG_4464

Kynslóðabil hvað. Hér slást stóri stubbur og afi.

IMG_4468

Og vitiði hvað, þetta er heilbrigðasta samband í heimi. 

IMG_4472

Enn ein himnadýrðin.

IMG_4473

Þrjár flottar:

IMG_4476

Móðir barn og hundur í útilegu.

IMG_4477

Skipaborgin.

IMG_4489

Birti þessa mynd í gamni. Drengurinn er svo ótrúlega flottur, líkur pabba sínum og búin að standa sig eins og hetja allan tímann ásamt hinum stóru strákunum.

IMG_4492

Ólöf Dagmar fór í fyrsta skipti á kajak í þessari ferð og var ótrúlega dugleg, og byrjaði á kajaknámskeiði í dag.

IMG_4541

Júlíana mín.

IMG_4547

Og Sóley Ebba, komin alla leið frá Noregsi

IMG_4501

Frábær ferð í alla staði.

IMG_4503

Smábál fyrir litla stubba.

IMG_4506

Talandi um sjóhunda. LoL

IMG_4513

Svo rennur alltaf upp þessi síðasti morgun, þegar maður þarf að fara að pakka saman og koma sér heim.

IMG_4515

Það er svona eftirsjá og bið.  En líka gleði yfir vel heppnaðri samkomu.

IMG_4518

Það þarf að nota hugmyndaflugið til að koma bátunum upp úr fjörunni í kerrurnar.  Það varð smá misskilningur í því að biðja um leyfi fyrir þessari yndislegu hátíð. Við ræddum við rangan aðila, og svo þegar bóndinn kom, var fengið góðfúslegt leyfi hjá honum, svo kom í ljós að tvær systur á Elliheimili áttu landið og það hefði þurft að spyrja annan aðila, sem reyndar kom seinasta kvöldið.  En ég held að það hafi allt verið sjatlað í sátt, og nú vitum við allavega hvern á að biðja um leyfi.  Því mér dettur ekki í hug annað en þessar tvær eldri dömur njóti þess að vita að þær geti leyft fjölskyldum að njóta þess sem þarna er í boði.  Og ég segi bara takk elskulegar fyrir mig og mína og takk innilega samferðafólkið sem þarna var.  Þetta er orðin algjör maraþon myndasýning.  En þetta var allt bara svo frábært og erfitt að sleppa einhverju. 

IMG_4556

Og krían þurfti líka að nesta sig.  er örugglega farin að hugsa til heimferðar.

IMG_4557

Jamm náði þér....

IMG_41541

Hér upp á bakkanum í þessum stól sat ég meiri hlutan af tímanum eins og leikstjóri, og naut hvers augnabliks. Að upplifa gleðina og hamingjuna hjá ungviðinu og stolt foreldra og aðstandenda.  Það er ekkert til betra en það, segi og skrifa.  Og það veganesti sem börnin fara með heim mun endast þeim lengi.

IMG_4561

Komin úr berjaferð og við fengum til og með að fylgjast með Hrefnu sem var að synda út fjörðinn svona sem bless og takk.

IMG_4562

Og svo komin heim búin að grilla læri og njóta þess með fjölskyldunni.  En ég segi bara eigið góða nótt elskurnar. Heart

 

 


Nokkrar myndir.

Já datt í hug að setja hér inn nokkrar myndir.

IMG_4025

Himnagalleríið hefur verið opið undanfarið sumar.  Enda veðrið algjörlega yndislegt í allt sumar.

IMG_4026

Veðrið er reyndar best geymda leyndarmál Vestfjarða, því það er vandlega þagað yfir því í okkar ríkismiðlum, en um leið og sést til sólar á Akureyri og fyrir austan þá er allt tíundað og sagt frá á tíumínútna fresti að þeir eigi nú góða veðrið.  Jamm svoleiðis er það bara.  En fólk er að uppgötva það núna hve veðrið er jafngott hér fyrir vestan og það er vel. 

IMG_4030

Hér eru líka sögurnar um álfa og tröll rótföst og naglföst.

IMG_4027

Það er samt ekki allt fallegt hérna skal ég segja ykkur, mengunin frá Funa er hrikaleg og ég hef þá grunaða um að kynda ótæpilega allt krappið meðan við sofum og þegar ég kem út á morgnanna fyrir kl. 7 má sjá mengunina um allan pollinn, og jafnvel hefur það verið svo svakalegt að Funi sorpbrennslustöðin sjálf hefur ekki sést fyrir mekkinum.  Nú er hafin undirskriftasöfnun meðal almennings um að stöðva þessa mengun og þó fyrr hefði verið.

IMG_4028

Það er eitthvað mikið að þegar til dæmis plöntur verða jafn aflagaðar og ég hef sýnt myndir af hér fyrr, og þessi bláa mengun legst yfir allt.  En þetta er sennilega tapú.

IMG_4037

ég vil þessa sjónmengun burt og þar sem hefur komið í ljós að þetta er ekki bara sjónmengun heldur raunveruleg hættumörk vil ég láta færa stöðina annað. Þessi er hvort sem er úr sér gengin og úrelt og biluð.

IMG_4038

Ísafjörður er samt sem áður vaxandi ferðamannabær enda fallegur og veðursæll með afbrigðum.

IMG_4040

Hér er verið að undirbúa Evrópukeppni í Mýrarbolta.  Það var ekki mikið rætt um það í sjónvarpinu í kvöld.  Það hefði einhversstaðar verið talið fréttnæmt.  En ég veit ekki hvað það er þessi tregða fjölmiðla til að segja frá því merkilega sem hér gerist.  Þó eigum við fullt af fólki sem vinnur á fjölmiðlum, dugir bara ekki til.  Enda lögðu þeir niður Rúvvest og tóku upp einhverskonar landsúrvarp í klukkutíma, sem á að þjóna allri langsbyggðinni en er mest frá Akureyri enda keyr þaðan.  Og þó við teljum okkur afskipt þá held ég að við séum samt sem áður hátíð miðað við aðra landsbyggðahluta.  Svei þér Páll Magnússon, þú og þinn jeppi ættu að víkja á undan svæðisútvörpum landsins.  En við hverju býst maður með hvern 101 menntamálaráðherran á fætur öðrum, sem heldur að lífið hefjist og endi í Austurstræti. 

IMG_4043

Ekki vera með þetta raus Ásthildur mín.  Þú bara móðgar fullt af fólki.  En svona er ég bara.  Ég vil eiginlega helst af öllu að við Vestfirðingar segjum okkur úr lögum við Ísland.  Verðum sjálfstjórnarsvæði eða sjálfstætt ríki, með öllum okkar gögnum og gæðum, myndum við lifa vel og vera sjálfum okkur meira en nóg og aflögufær þar að auki.  Fyrir utan mannauðgina, slagkraftinn og andlegt atgerfi og þrautsegju sem við eigum, þá er þar svo margt margt fleira.

IMG_4046

Aron Máni og Kristján Logi komu í heimsókn, þeir eru staddir á Íslandi, einnig Sóley Ebba.  Hún er hjá ömmu og afa núna, þeir fengu að gista eina nótt.  Þessi unga dama er barnabarn æskuvinkonu minnar Dísu, og kippir svo sannarlega í krakkakynið sem hingað kemur.

IMG_4049

Eins og sjá má, gefur Hönnu Sól ekkert eftir LoL

IMG_4054

Obbobb obb flott og kúl!

IMG_4052

Þessi lætu sér samt fátt um finnast og er hvorki kúl né kaldur, bara mjúkur og krúttlegur.  Annars var dýralæknirinn minn að hrekkja hann.  Klippti af honum neglur og setti á hann bjöllu til að forða fuglunum frá honum.  Hann er nefnilega ekki svona letilegur ef hann sér fugl, þá er hann rosalega snöggur og ef ég skamma hann, hleypur hann bara að heiman og leggst upp á fólk í nágrenninu.  Ekkert svona góða, hugsar hann.

IMG_4068

ég held að Aron Máni verði musikstjarna.  Hann er rosalega flottur, semur lög og flytur, þó hann hafi aldrei lært neitt gerir þetta samt af snilld og ekki á hefðbundin hljómahátt.  Nei hann kemur með nýja takta á gítarinn.

IMG_4071

Æ það er notalegt að hafa aftur húsið fullt af krökkum, og líka frekar hljóðlátt og þægilegt þegar þau eru farin þessar elskur.

IMG_4073

Amma settu í mig slaufu, sagði stubbur, en það er afskaplega spennandi að fara í fatakistuna hjá ömmu og klæða sig upp.

IMG_4076

Og bóndinn gaf mér nýja peysu, prjónaða af nöfnu minni í Súðavík, falleg og hlý peysa.

IMG_4077

Hún prjónaði líka þessa fallegu peysu á hann og gaf honum.  Svona á fólk að vera Takk fyrir okkur Ásta mínHeart

IMG_4085

Og svo stóð ferðalag fyrir dyrum, Elli minn og unglingarnir fóru inn í Seyðisfjörð í kvöld og þá þurfti að setja pallhúsið upp á pallinn.  En það fauk fyrir nokkrum árum og brotnuðu undan því fætur og ýmislegt fleira, en við notum það nú samt, því það veitir skjól og ýmislegt annað notalegt.

IMG_4088

Og litli stubbur þvældist svo fyrir að gröfukarlinn tók hann bara inn í gröfuna, þá veit ég hvar hann er, sagði Jói og hló.

Svoleiðis er það nú.  En ég vil óska öllum mínum vinum og samferðafólki gleðilegrar verslunarmannahelgi.  Megi allir góðir vættir vera með ykkur og vernda. Heart


Hótunin í kastljósinu.

Jamm það er alveg óþarfi að breiða yfir hver sendi hana eða hilma yfir hvers vegna.  Hér er hún einfaldlega.

 

Ágæti Sölvi, mér hefur verið bent á viðtal sem tekið var við Jónínu Benediktsdóttur varðandi nýju bókina sem mér skilst að hún sé að semja með þinni aðstoð.   Í þessu viðtali kom þetta m.a. fram:

Jónína á Útvarpi Sögu 23. júlí 2010:
"Svo sitja 6-7 einstaklingar heima á blogginu að níða mig niður fyrir það að namedroppa. Ég er með nöfnin á öllum þessum gaurum af því ég náði í ip-númerin hjá malefnin.com. Það er nú til dæmis ein sagan. Er það ekki mál að vita......
Guðmundur Franklín: "Hver á malefnin.com?"
Jónína: "Nákvæmlega. Það færðu að vita í bókinni."
Sölvi Tryggvason: "Þetta er allt skýrt."
Jónína: "Þetta er allt skýrt. Þetta er malefnin.com. Þeir stjórnuðu samfélagsumræðunni hérna
mjög lengi þó að ákveðnir aðilar neiti að viðurkenna það.
Sverrir Stormsker: "Var þetta ekki spyrt við DV á sínum tíma?"
Jónína: "Það kemur í ljós."

 
Mér finnst hið besta mál að Jónína gefi út bók og ekkert verra ef hún getur flett ofan af spillingu í þjóðfélaginu.  En hér er hún á villigötum.  Ég er ábyrgðarmaður Málefnanna.com og stjórna vefnum alfarið, ásamt nokkrum öðrum meðstjórnendum sem ég þekki alla vel.  Núverandi eigandi Málefnanna er Guðmundur Ingi Hjartarsson.  Við höfum átt gott samstarf að því marki að taka á ýmsum tilfallandi uppákomum, þar sem kvartað hefur verið við hann um nafngreinda íslendinga með slúðri og hótunum um lögsókn.  Aldrei hefur komið þar upp nein tilmæli eða beiðni um að sérmeðferðar gæti við Bónusfeðga.  Þeir hafa þó sennilega verið rakkaðir manna mest niður á Málefnunum.com. 
Að þeir stjórni umræðunni þar er bull út í loftið, og ég vona að Jónína hafi meira fyrir sér í öðrum þeim málum sem hún hyggst setja fram í bókinni. 
 
Ef hún svo ætlar að gefa upp IPtölur málverja, sem hún fékk með hótunum upp úr fyrri eiganda, mun ég kæra hana umsvifalaust til Persónuverndar og krefjast þess að stopp verði sett á útgáfu bókarinnar. 
 
Hún getur einfaldlega ekki opinberað slíkar tölur, og ekkert sem réttlætir þann gjörning, þar sem umræðan á Málefnunum.com var einungis eins og aðrar umræður og stjórnað af mér og mínum meðstjórnendum og engum öðrum.  Þetta er allt saman hægt að sanna og ég mun ekki gefa neitt eftir í því sambandi.   Þar er sannleikurinn sagna bestur. 
 
Svo það sé á hreinu þá rekur núverandi eigandi vefinn gegnum sitt fyrirtæki Netheim.is þ.e. sér um tæknihliðina, en ég og mitt fólk sjáum um stjórnunina og enginn getur vænt mig eða þau um að vera handbendi eins eða neins. 
Þetta vil ég láta þig vita áður en þið farið út í einhverskonar krossferð á hendur Málefnunum á vitlausum forsendum. 
Vil gjarnarn heyra frá þér um þetta mál frekar.
 
Óska ykkur að öðru leiti alls þess besta með kveðju Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
 

 

Já svo mörg voru þau orð.  Það getur svo sem vel verið að ég hefði átt að vera diplómatískari og tala undir rós.  En ég er bara í fyrsta lagi vestfirðingur og í öðru lagi tala hreint út. 

Svarið sem ég fékk er þetta:

Sæl Ásthildur.

Ég ber ekki ábyrgð á orðum Jónínu í umræddu viðtali, því að hún er stundum heldur hvöss.
Ég veit vel að Bagusfeðgar stjórna ekki umræðunni þar. Hins vegar var brotið freklega á
friðhelgi einkalífs Jónínu á sínum tíma og þeir sem bera ábyrgð á því verða að beina reiði sinni
að sínu eigin siðferði en ekki að mér.

Þú þekkir hins vegar umræðuna um IP tölurnar, sem var í fréttum á sínum tíma. Ég hef unnið
sem blaðamaður í 6 ár og unnið mér traust gríðarlega margra, enda aldrei unnið
óheiðarlega og mun ekki byrja á því nú.

Þess vegna finnst mér heldur verra að þú kjósir að hóta lögbanni á bókina án þess að hafa hugmynd
um hvað þar kemur fram. Mitt markmið er ekki að koma höggi á neinn. Mér leiðast svona hótanir og
þoli illa að talað sé við mig með þessum hætti.

Jamm og svo;

Og ég svara:


Heldur tekurðu nú orð mín of nærri þér Sölvi.  Ég er ekki að hóta þér alls ekki, ég var að spyrja þig um það sem kemur fram í viðtali við Jónína varðandi IP tölurnar.   Ég er nefnilega eins og Jónína stundum hvöss.  Málið er að hún hefur verið lengi með þessar grillur um Málefnin og bendlað marga þar innanborðs við Baug og eins og kemur fram í viðtalinu sagt að Baugur stjórnaði umræðunum þar.
Ekki ætla ég mér að fara að skipta mér af hvernig þú skrifar söguna, skil ekki alveg hvernig þú færð það út.  Ég hins vegar segi það alveg satt að ef spurning er um birtingu á þessum IP tölum mun ég beita mér.  Það hefur reyndar ekkert með annað að gera en ábyrgð mína á Málefnunum.com og málverjum sjálfum.

 

Það er það EINA sem ég set út á þetta allt saman, og Jónína segir jú beinlínis í viðtalinu að það sé það sem hún ætli sér að gera.  Þess vegna hafði ég samband við þig.  Nú hefur þú staðfest að svo muni ekki verða og eins og ég sagði áður það nægir mér alveg.

Óska þér svo enn og aftur alls góðs með Jónínu, bókina og allt annað.  Með bestu kveðjum Ásthildur Cesil Þórðardóttir.

Svar:

Sæl aftur

Ég hef ekki staðfest eitt né neitt. Bara sagt að ég muni vinna þetta heiðarlega og ekki gera neitt sem
stríðir gegn siðferði mínu.

Þú sagðist ætla að krefjast stopps á bókina. Það er hótun um lögbann Ásthildur.  Ég tek þetta engan vegin nærri mér og er alveg nógu harður í ,,alvöru umræður", enda fjallað um handrukkara, dópsala og ofbeldismenn
og fengið alls konar hótanir. En ég þoli ekki tilraunir til ritskoðunar og svara þeim af fullri hörku.

bestu kveðjur
Sölvi

 

Og ég:

Efni: Re: Frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur.


Eftir sem áður stendur að birting IP talna er samkvæmt lögum um persónuvernd ólögleg nema gegn dómsúrskurði að því ég best veit.  Og þá í þessu tilfelli með mínu samþykki.  Ég hef annars undir höndum á hvern hátt Jónína fékk þessar tölur.  Hafa ber það í huga líka.  Með bestu kveðjum Ásthildur Cesil.

Og hann:

Ég veit líka hvernig hún varð sér úti um þessar IP tölur og myndi að sjálfsögðu segja
frá því líka ef ég fjalla um málið í bókinni.

Ég;

En Sölvi þú ert ekki alveg að skilja pointið;  birting IP talna er ekki leyfileg nema með dómsúrskurði.  Samkvæmt lögum um vefmiðla og persónuvernd.  Með kveðju Ásthildur Cesil.

Hann.

Ég skil þetta 100%.


bestu kveðjur
Sölvi

Já svona var þetta.  Óþarfi að flæka þetta í einhverjar samsæristrakteringar. 


Mér líður vel með að lesa svona grein.

http://www.dv.is/blogg/eimreidin/2010/7/25/spryngur-stjorinin/

Hér er talað af krafti og beint frá hjartanu.  Ég fyllist trú á mannkynið eftir svona lestur.  Tiltrú á að þarna úti sé fólk sem hugsar eins og ég og vill breytingar í samfélaginu.  Ég er líka ánægð með marga fleiri eins og Láru Hönnu, Marínó G. Njálsson og marga fleiri sem tjá sig um þjóðmálin.   Ég vildi að við fyndum leið til að standa saman sem þannig hugsum og koma á starfhæfri ríkisstjórn sem getur tekist á við það sem brennur á þjóðinni og þorir að taka á erfiðum málum. 

Geymum þetta ESB kjaftæði og förum að vinna í að koma á því nýja Íslandi sem við þráum svo mjög.  Það verður ekki gert með núverandi né fyrrverandi valdhafa við stjórnvölin.   Hér þurfa ferskir vindar að blása, vindar sem eru ekki rígnegldir niður í skotgrafir pólitískra hugsana og hlekki hugarfars og spillingar eins og við horfum upp á nánast daglega og höfum gert nú í áratug eða meira. 

Burt með pólitíkina og pólitíkusana, inn með fagfólkið og þá sem þekkja, vita og þora að standa í brjóstvörninni fyrir okkur.  Við verðum líka sjálf að fara að gera kröfur og hafa kjark til að fylkja okkur um það fólk sem við treystum og viljum sá í framvarðarlínunni.  'Astandið er alltof mikið okkur sjálfum að kenna, því við höfum líka verið sofandi og leyft þessum spillingaröflum að hreiðra um sig í dúnmjúkum stólum og undir hlýjum teppum, algjörlega varin fyrir kuldanum og trosinu sem við megum láta bjóða okkur, enda skilur það fólk ekkert hvað er í gangi, bara meðan þau geta setið í stólunum og spókað sig um heiminn. 

Takk Teitur fyrir þessa grein, og þið hin sem hafið rætt tæpitungulaust um ástandið.  Einhvers staðar þurfum við að byrja og núna er eins gott og hver annar tími. 

Tek því undir þessi orð;  Þetta þarf að stoppa!

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


The birds and the bees og vasps og bara hitt og þetta um lífið í myndum að hætti kúlubúa.

Jamm set inn dagskammtinn af myndum. 

Hér er veðrið heil dýrð, það var örugglega yfir 26°hiti í gær og sól, mælir sýndi um fimm leytið 22° í fjarðarbotninum.

Hér eru tvö skemmtiferðaskip núna og allar rútur aka fram hjá kúlunni og stoppa hér svo fólk geti tekið myndir.  Það truflar mig ekkert.  En það er inn í rúntinum um hið áhugaverða á Ísafirði, og ég tek þátt í því.

IMG_4007

Hér eru vinir mínir geitungarnir, einn stakk mig í dag, en það var mér að kenna, ég óð inn í gróðurhúsið vopnuð illgresiseitri, hvað gátu þeir haldið annað en að ég ætlaði að drepa þá greyin.  En það var vont.  Í gær settist einn aftan á hálsinn á mér og vappaði lengi um háls og axlir, ég reyndi að vera alveg róleg og var ekki með neinar snöggar hreyfingar en hélt samt áfram að vinna við plönturnar.  Dálítið óþægileg tilhugsun, en ég er sennilega áhættufíkill.  Sennilega þarf ég að loka dyrunum að gróðurhúsinu sem snúa að vinnusvæðinu í ágúst þegar þeir gerast árásargjarnari.  En þetta er mjög áhugavert að fylgjast með og flott bygging.

IMG_4009

Silver Cross vagninn hennar Möttu minnar, ætlaði að sýna kóngulóarvef sem er þarna í horninu en hann kemur ekki fram á myndum, hér eru vefir út um allt og stórar kóngulær.

IMG_4012

Þessi elska flaug ofan í tjörnina, ég reyndi að bjarga honum en hann bara dó.  'Eg get svarið það ég bjarga hunangsflugum upp úr tjörninni eftir marga tíma og þær hjarna við, en þessi dó a nokkrum mínútum, sennilega ofkólnun.  Kettlingurinn náði einum um daginn sem ég var að reyna að hjálpa út, en ég náði bróður hans í morgun og kom heilum og höldnum út í frelsið, svona er lífið.  Veit ekki hvaða tegund þetta er mér finnst fuglalíf vera farið að aukast mikið hér með hækkandi hitastigi.

IMG_4013

Ekki hefur komið dropi úr lofti núna í fleiri vikur, og á morgun er ég búin að panta slökkviliðið til að vökva beðin í miðbænum.  Því allt er að skrælna.

IMG_4010

Þetta risaskip var hér í gær.

IMG_4018

Þetta er hér svo ennþá síðan í morgun.

IMG_4019

Og líka þetta.

IMG_4014

Upplagt að grilla í góða veðrinu.

IMG_4017

Nykurrósirnar njóta sín vel og líka fiskarnir.

IMG_4015

Sumir fljúga svo um loftin blá. Þetta er flugfélag Fljótavíkur.

IMG_4021

Hér eru þrjú mismunandi farartæki.

IMG_4023

Og þessi bangsi og töffari leit við og ég fékk mörg knús.  Takk fyrir knúsin Dísa mín. Heart

IMG_4024

Og þar sem ég var að róta í beðunum mínum í dag, brá mér heldur betur að finna þetta..  Hún lá á hvolfi og ég hélt fyrst að það væri steinn.  En Guð minn góður dauðagríma sonar míns er þetta og ekkert annað.  Elsku karlinn minn það sem þér hefur dottið í hug að gera.  Sem betur fer tók ég þessu bara vel, ætla að geyma hana á góðum stað.  En þetta er ekki það þægilegasta sem maður finnur miðað við allt, get ég sagt ykkur.  Ég held að hann sé að reyna mig, hve langt ég sé komin á þroskabrautinni.  Júlli minn ég elska þig. Heart

En nú ætla ég að fara að spjalla við minn elskulega eiginmann, þeir Úlfur fóru út að róa og eru komnir heim aftur og veðrið er yndislegt til að sitja úti og njóta með rauðvínsglasi.  Ykkur sendi ég öllum knús og kærleika. Heart

 


Stundum þarf að útskýra hluti.

Ég er nú ekki vön að útskýra það sem ég set hér niður.  En svo virðist sem einhverjir hafi talið að ég væri að gera lítið út umhverfisfulltrúanum okkar hér á þessari síðu.  Það  er bara ekki þannig.  Ég kann afskaplega vel við þann dreng, og finnst hann bæði ljúfur skemmtilegur og fyndinn. Við höfum afskaplega ólík viðhorf til garðyrkju það er alveg rétt, og var ég að gera létt grín að því.

Ég er hér reyndar að tala um allt annan hlut sem er gegnumgangandi í okkar íslenska samfélagi.

Ef menn hlusta á viðtalið og síðan það sem ég skrifa, sérstaklega það sem er undirliggjandi í tekstanum þá sjá menn hvað ég á við.  Til dæmis finnst spyrlinum ekkert athugavert við það að eftir 32 ára veru garðyrkjustjóra á Ísafirði skuli fyrst núna vera farið að rannsaka hvaða plöntur þrífast við Pollgötuna. 

Sama með Víðivellina, það er afskaplega merkilegt framtak, og væri verðugt verkefni fyrir sagnfræðinga að fara að rita gróðursögu Ísafjarðar og þá yrði það eitt af fyrstu verkefnum að ræða við þær góðu konur sem gróðursettu fyrstu plönturnar þar MEÐ JÁRNKARLI því annað dugði ekki.  Það er líka merkileg barátta tveggja kvenna að verja Austurvöll fyrir því að vera gerður að skólalóð í stað þess að vera skrúðgarður.  Eða þegar átti að koma í veg fyrir að minnisvarði yrði reistur í Jónsgarði til heiðurs þeim hjónum Jóni Jónssyni klæðskera og Karlinnu konu hans, og að garðurinn yrði nefndur eftir honum.   Það má líka tala um þegar vegagerðin og bærinn ákváðu að gera göngustíg inn með Skutulsfjarðarbrautinni sem er hið besta  mál, en ætluðu svo að byrja á því að rífa niður öll stóru grenitrén sem þar eru, af því að þau voru fyrir beinni línu göngustígsins. 

Það sem ég var að hugsa var einmitt þetta.  Að bak við alla hluti eru manneskjur sem hlú að og vernda.  Það er bara oftast sem enginn tekur eftir því sem gert er.  Því það er gert í kyrrþey. 

Sú sem hér dansar á lyklaborðinu hefur oft þurft að verja grænu svæðin hér með kjafti og klóm, bæði í og UTAN vinnutíma. Því það virðist alltaf vera það fyrsta sem hugsað er um að rífa niður gróður til að gera eitthvað annað.  Það er dálítið merkilegt þar sem hafa þarf fyrir gróðri að menn skuli ekki hafa hann framar í forgangsröðinni.

Menn verða bara að hafa sína skoðun á því sem ég hef sett hér niður, en málið er að við sjáum ekki það sem er næst okkur og kring um okkur.  En rekum helst augun í það sem kemur að.  Einhvernveginn finnst mér að við verðum að breyta þessum hugsunarhætti.  Fara að hlú meira að því sem við eigum og höfum og halda í það góða sem er í kring um okkur.  Það gildir alla leið. 

Eigið góðan dag elskurnar. Heart

IMG_3432


Að finna upp hjólið..... og útbreiða til annara.

Við þurfum að hlusta á það sem fólkið sem kemur að, segir okkur, er ekki sagt að glöggt sé gestsaugað?

Ég hlustaði á viðtal við umhverfisfulltrúan okkar hér í hádegisútvarpinu, eða mér var bent á þetta viðtal, þar sem ég hlusta yfirleitt ekki á hádegisútvarp Akureyri... eða þannig.  Umhverfisfulltrúinn okkar kemur alla leið frá Sviss og hann er með ýmsar hugmyndir um hvernig spara megi í fegrun bæjarins.  Þetta þarf auðvitað að fara sem víðast og við verðum í forystu með að kenna bæjarfélögum að spara í umhverfinu.  Eða eins og spyrillinn sagði svo listilega, þetta er auðvitað bara spurning um viðhorf.

 

http://dagskra.ruv.is/ras1/4525881/2010/07/22/2/

En ég er búin að starfa við fegrun bæjarins okkar nú í yfir 30 ár, eða frá árinu 1978, þegar Bolli bæjarstjóri hringdi í mig í frystihúsið og spurði  hvort ég vildi ekki taka að mér þessa tvo skrúðgarða í bænum sem báðir voru í mikilli niðurníðslu að hans mati.  Það hefði auðvitað sparað bæjarfélaginu margar milljónir ef ég hefði haft hinn framsýna umhverfisfulltrúa að leiðarljósi og bara hlúð að þeim plöntum sem uxu svo vel í beðum garðanna, þ.e. njólann, fíflana, sóleyjarnar, haugarfan, blóðarfan, hjartaarfan, hlaðkolluna, lambaklukkuna.  Því þetta er náttúrulega bara spurning um hugarfar og svo þurfa þessar plöntur ekki mikla umhirðu.  En aðalmálið er auðvitað sem ég vissi ekki, að ég hefði átt að setja upp skilti með latneskum nöfnum þessara eðalplantna, og allir hefðu dáðst að beðunum.  Ég verð því að biðja ísfirðinga afsökunar á því að hafa bruðlað svona mikið gegnum árin með almanna fé, því þó ég hafi potað niður mörgum græðlingnum og komið með blóm úr eigin garði ókeypis gegnum tíðina, þá hef ég líka keypt sumarblóm af því að ég hélt að það væri fallegt.  Einnig hef ég vogað mér að kaupa túlípana á hverju hausti og sett niður með Pollgötunni.

En nú veit ég betur.  Nú verður þetta allt gert miklu ódýrara og umhirðufrírra en hingað til.

IMG_3989

Eins og fólk sér, þá er þetta bara spurning um hugarfar og hvað sé fallegt eins og spyrillinn sagði svo listilega.

IMG_3990

Bara að endurmeta hvað er fallegt og svoleiðis.

IMG_3991

Þetta er auðvitað tilraunabeð svona til að sjá hvað þrífst best.  Því auðvitað hefur ekkert slíkt verið gert þau 32 ár sem ég hef séð um beðin.

IMG_3993

Það hefur allavega enginn fjömiðlamaður haft áhuga á því að spyrja mig um hvort yfirleitt hafi nokkuð þrifist hér við þessar erfiðu aðstæður undanfarna áratugi.

IMG_3994

En ég er náttúrlega ekki af erlendu bergi brotinn né hafði látið mér detta í hug að setja upp skilti.

IMG_3996

Reyndar tilkynnti yfirmaðurinn mér í gær að það hefði verið kvartað yfir þessu beði, það stendur við hlið fallega beðsins sem ég sýndi hér áður.  Hér hef ég notað mér í nokkur ár að leyfa baldursbrá og fjólum að leika lausum hala.  En silly mí ég hef gert þau hrikalegu mistök að týna burtu njólana, fíflana og sóleyjarnar, plús lambaklukku og hlaðkollu.  Og svo gleymdi ég að setja upp skilti og segja frá því að þetta væri tilraun.

IMG_3997

En auðvitað er svona ekki tilraun, þar sem þess er ekki getið.  Þó slíkt hafi staðið í nokkur ár, eða löngu áður en umhverfisfulltrúinn fluttist til Ísafjarðar.

IMG_4000

Þetta er heldur ekki tilraun, þar sem hér er verið að nýta apablóm, sem breiðir úr sér hratt og vel, bæði í lækjum og í beðum.  En sorrý ég gerði þau mistök að reita arfann og það sem ég hélt að væri illgresi en eru nýjustu eðalplönturnar.

IMG_4001

Enginn fjölmiðill hefur heldur sýnt áhuga á að spyrja um þetta svæði.  Þar var fyrir 25 árum síðan eða svo búið að ýta mold upp í stóra hauga og átti að flytja burt.  Ég var svo mikill bjáni að fá leyfi hjá bæjarstjóranum að láta þetta standa og planta út í það.  Mest græðlingum en líka fjölæringum úr garðinum mínum og svo flutti ég þangað tré og runna sem þurfti að rýma annarsstaðar.  Ég kalla þetta svæði Víðivelli.  Bæjarstjórinn Haraldur L. Haraldsson var sennilega jafn mikill asni og ég að leyfa þetta.   En þetta er heldur ekki tilraun, því hér er ekkert skilti né er hér listi með latneskum heitum.  Bara áhugi á að fegra og bæta umhverfið.   Það er samt rosalega halló samkvæmt nýjustu tískunni í fegrun sýnist mér.

IMG_4002

Það hafa samt einhverjir kjánar eins og skrúðgarðyrkjumenn og landslagsarkitektar veitt þessu fyrirbæri eftirtekt og jafnvel háls nef og eyrnalæknar, allavega einn sem tók mit inn síðasta af sjúklingunum og baðst afsökunar á því, en hann langaði svo að labba með mér út á þetta svæði og spyrjast fyrir, og hafði heyrt að það væri kjáninn ég sem stæði fyrir þessu.

IMG_4003

Þetta er hvorki sjálfbært né huggulegt af því að hér er verið að mismuna plöntum.  Fjarlægja njólann, sóleyna, fíflana, hlaðkolluna og slík. 

IMG_4005

Eins og sagt er, þetta bara varð svona af sjálfu sér.  Og fólk hefur ekki tekið eftir því einu sinni.  En nú veit ég betur.  Maður gerir ekki tilraunir svona þegjandi og hljóðalaust.  Maður setur niður skilti og talar við fréttamenn og allir gapa af andagt yfir fegurðinni, sparnaðinum sem af hlýst og umhirðuleysinu.

Þetta er auðvitað frábær stefna og miklu ódýrari en mín.  Mér finnst að það eigi að útvíkka þessa stefnu og leigja Umhverfisfulltrúan til annara bæjarfélaga svo hann geti messað yfir hallærislegum garðyrkjustjórum þessa lands, kristnað þá og hjálpað til að sjá ljósið. 

Það getur líka verið verðugt hlutverk fyrir útvarpsmanninn ráðagóða sem setti strax puttan á aðalatriðin í fegrun bæjarins að fylgja starfsmanninum út um landið og sýna fram á hve frábært þetta er allt saman.

Okkar maður er líka með ýmsar fleiri hugmyndir um sparnað.  Eins og til dæmis að minnka vinnu við slátt.  Þá fær maður rollu og bindur hana við staur á miðju hringtorgi, svo étur hún sig sjálf inn að staurnum og til baka aftur eftir því sem grasið vex.  Verst er að kindur eiga það til að eiga lömb á þeim tíma sem vinnan stendur yfir, og ekki er hægt að binda þau við rolluna, svo annað hvort er að setja á hana getnaðarvörn eða halda frá hrútunum á vorin.  Nú eða bara fá lánaðan hrút, hann vill hvort sem er, að mati okkar elskulega umhverfisfulltrúa, bara sofa ríða og éta. 

 

Ég sé að þessi mynd á miklu betur við hér.  Smile

IMG_3880

Eigið góðan dag elskurnar hér er sól og blíða.  Ég er búin að panta slökkviliðið til að vökva fyrir mig ef það hefur ekki rignt fyrir mánudaginn.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2024052

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband