Færsluflokkur: Bloggar
22.7.2010 | 20:04
Má bjóða ykkur rúnt um Djúpið að kvöldlagi?
Við hjónin skruppum inn í Heydal í vikunni, vorum að sækja Úlf sem hafði dvalið þar í góðu yfirlæti nokkra daga, Júlíana og Alejandra komu með.
Mig langar að bjóða ykkur í sólsetursferðalag um Djúpið.
En fyrst þetta, grill með fjölskyldunni, þ.e. systrum mínum.
Og svo vinur minn Jón Steinar prakkarinn.
Við erum rosalega sæt saman.
Stelpurnar mínar Júlíana og Alejandra.
Og Úlfur og Júlíana.
Ég held að þessi kerling sé stórhættuleg, Hells Angels eða eitthvað álíka
Hér er svo SelaPétur vinur minn ásamt sinni ekta spúsu, við átum þennan forláta kvöldverð inn í Heydal. þar var mikið um að vera og maturinn var góður. Í forrétt var grænmetissúpa eða reiktur lundi, svo var lax í aðalrétt og kaka með rjóma. Allt smakkaðist þetta forláta vel í höndunum á Stellu vinkonu okkar. Takk fyrir okkur Stella mín.
Hinn eini sanni eftirréttur var svo ferðalagi heim um Djúpið, þetta fallega svæði og veðursæla.
Þvílík fegurð, þetta er auðvitað ís og eldur. Og allt tekið út um bílgluggan á ferð ég er orðin sérfræðingur í því.
Já það þarf ekki orð hér.
Heldur bara njóta þessa dásamlega sjónarspils.
Fegurð engu lík.
Paradísin slík.
Allt sama kvöldið.
Eigum við ekki yndislegt land?
Sem okkur ber að vernda og verja.
Gegn illri vá og græðgi.
eiturgufur og spúandi stóriðjur eyðileggja svona litadýrð fljótlega.
get svo ekki stillt mig, þetta bú er inn í öðru gróðurhúsinu mínu, svo flott og flugurnar hamast við að laga breyta og bæta allan daginn, enda nóg af blómum og gróðri til efnistöku.
Hér eru svo hænurnar mínar þær eru tvær saman um að passa 10 unga, sem þær gæta eins og sjáaldurs augna sinna, við lokuðum hanann úti með unglingnum síðan í vor, og nú er hann hættur að gogga í hana og þau bestu vinir, enda hænur frekar bráðþroska ..... eða þannig.
En njótið vel mín kæru
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég skil að fólk sé hrædd við sum dýr, eins og til dæmis kyrkislöngur, týgrisdýr og ljón, meira að segja moskító sem ber með sér ólæknandi sjúkdóma, eða önnur dýr sem skríða undir hún eða neglur til að verpa.
En ég get ekki skilið að fólk sé dauðhrætt við kóngulær, hunangsflugur eða geitunga.
fyrir mér eru þetta skemmtileg og falleg dýr. Þau eru líka nytsöm þar sem þau éta í sumum tilfellum lýs og önnur leiðindakvikindi.
Núna í tvígang hef ég þurft að skipta mér af geitungabúum í einum skrúðgarðinum. Í öðru tilfellinu neyddist ég til að láta drepa íbúana, þar sem ég var að láta fólkið mitt gera við og mála hvalbeinið í Jónsgarði og þeir höfðu búið um sig upp í kjálkanum á beininu, og þarf þurfti að mála og fylla í.
Í hinu tilvellinu var geitunabú rétt hjá þar sem stelpurnar mínar .þurftu að gróðursetja blóm. Ég bjargaði því við með því að gróðursetja sjálf blómin, allir voru glaðir, stelpurnar að sleppa við flugurnar, flugurnar að fá blómin nær heimaslóðum og ég að bjarga þessu við.
Þær bentu mér svo á enn eitt búið, sem er virkilega flott og gaman að fylgjast með þessum tignarlegu flugum við iðju sína.
Það sem ég skil ekki er þessi ofsalega hræðsla við geitunga, bíflugur og kóngulær eins og áður sagði. Það er auðviðtað til að geitungar verði aggressífir að hausti, en allt sumarið eru þeir sauðmeinlausir og bara að hugsa um sig og sína, eins og flestir aðrir.
Ég veit að sumir hafa ofnæmi fyrir flugnabiti, en það hlýtur þá að vera við allskonar flugnabiti mýflugna og hungangsflugna líka. Svo við komandi verður að hafa við hendina eitthvað sem hjálpar til, því ekki er hægt að drepa allt sem í kring um mann er.
Geitungarnir eru komnir til að vera. Eitranir hér og þar breyta litlu. Miklu betra er að sætta sig við þessi dýr og hætta að eyðileggja góða daga af hræðslu við þau.
Vilð erum miklu stærri og sterkari en þeir.
Vilð verðum bara að sætta okkur við að þeir eru komnir til að vera, nema aftur kólni og verði þannig veðurfar að þeir þrífast ekki.
Svo eru þeir algjör krútt.
Og búa auðvitað í flottum kúluhúsum.
Það er miklu nær að læra að lifa með þessum fallegu dýrum, og hætta að vera hrædd, því hræðslan ein og sér getur eyðilegt daginn fyrir manni. Svo má gróðursetja runna sem þær sækja í fjærsta horn garðsins, svo þeir séu ekki að þvælast alveg í grillhornunu. Það er nefnilega pláss fyrir okkur öll og ef út í það er farið, eigum við engan álærðisrétt á náttúrunni og tilverunni... eða þannig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.7.2010 | 09:38
Fjármögnun, fjárnám, fjárdráttur???? Hvað þýða þessi orð?
Ég hef verið í greiðsluþjónustu hjá Íslandsbanka - Glitni- og svo Íslandsbanka. Undanfarið hef ég trassað að borga inn á reikningin sem greitt er frá, það er bara svoleiðis að eitthvað þarf undan að láta, þega rmaður er að þjösnast þetta daginn út og inn.
Nema hvað veltur ekki inn um bréfalúguna bréf frá Tollstjóranum í Reykjavík. En því embætti hefur verið greitt Bifreiða og úrvinnslugjald sem tekið hefur verið út af mínum reikningi í 3 ár.
En bíðum nú við! Reikningurinn er stílaður á SP fjármögnun, en beinist til mín. Þetta er svo sem ekki há upphæð eða um 10 þúsund kall. En ég fór að hugsa ég las nefnilega á bakhliðina á seðlinum. Þar stendur:
Bifreiða og úrvinnslugjald:
Greiða skal til ríkisstjóðs bifreiðagjald og úrvinnslugjald af bifreiðum sem skráðar eru hér á landi. Gjöldin skal sá greiða sem skráður er eigandi á gjalddaga. Upplýsingar um álagningu gjalddaganna veitir ríkisskattstjóri. Upplýsingar um greiðslustöðu og innheimtu veitir Tollstjórinn í Reykjavík, en sýslumenn utan Reykjavíkur.
Þetta vekur upp ýmsar spurningar. Ekki það að auðivitað á ég að greiða þetta. En í fyrsta lagi getur verið að ég borgi þetta gjald tvisvar? Þ.e. að fyrirtækið rukki mig líka um þetta gjald innifalið í afborgunum. Í annan stað hvernig getur ríkisstofnun látið taka út af reikningnum mínum eitthvað sem er skráð á annann aðila?
Ætli það þurfi ekki að fara að taka til í pappírsskóginum, og skoða allar hliðar á fjármögnunarfyrirtækjum og starfssemi þeirra. Þar gætu legið nokkar þúsund millur, sem kæmu sér vel í ríkiskassann, eða eru fjármögnunarfyrirtæki heilagar kýr sem ekki má hrófla við.
Hvað er í gagni, meðan gengið er að síðasta aur verkamannsins, þá er ekkert gert í að skoða svona lagað.
Og að lokum fróðlegt blogg um starfsemi fjármögnunarfyrirtækja.
Er ekki komin tími til að skoða fleiri hluti en hvort einhverjir atvinnuleysingjar starfi svart, eða hvort iðnaðarmenn fari fram hjá kerfinu? Það er endalaust goggað í Litla Jón og Gunnu, en þeim stóru leyft að fara sínu fram. Það er von að fólk sé orðið reitt og pirrað.
http://thordisb.blog.is/blog/thordisb/entry/1054379/
En nú er ég farin út í banka að leggja inn á reikningin svo einhverjir aðilar út í bæ geti tekið peningana mína út og greitt einhverjum öðrum......... eða þannig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.7.2010 | 00:34
Nokkrar myndir undir svefninn.
Hér koma nokkrar myndir frá heimsókn Arnar Milos, pabba hans og mömmu.
Tjörnin er auðvitað málið, eins og alltaf.
Faðir og sonur áhugasamir um bjórframleiðslu, svona eðaldrykk.
Og himnadísin lítur yfir hópin og sér að allt er í lagi hjá okkur.
Næstmest spennandi er auðvitað mölin sem afi setti við uppganginn, af því að hann ÆTLAÐI að helluleggja og setja tröppur hrmm...
Skottið á pabbabíl getur líka verið spennandi kostur ef stóri frændi er með í leiknum
Já maður gerir eiginlega allt eins og stóri frændi.
Sitja í grasinu.
Gera við reiðhjólið.
Alveg á bólakafi í læknum og svona.
Ræða málin við Snúð.
Að fara í sund á Suðureyri er líka algjört must.
Afi þarf að reyna kraftana.
Líka stóri stubbur
Og auðvitað litli stubbur.
Svo var ákveðið að gera holusteik, og þá þurfti að grafa nýja holu, sú gamla er löngu yfirvaxin af gróðri.
ég get örugglega gert þetta miklu betur.
Ekki málið.
Þessi mynd var tekin fyrir mánuði síðan og enn er sama blíðan.
Afi átti afmæli 18. júní og auðvitað fékk hann gjöf og aðstoð við að pakka henni upp.
Ætli holan sé orðin nógu stór?
Brandur telur að best sé að vera "on the save site"
Hér eru Júlíana og Alejandra við buðum þeim og fjölskyldunni frá El Salvador í mat.
Þessi yndislega fjölskylda mín er afar trúrækinn og hér er beðin borðbæn.
Og síðan sest að snæðingi.
Sigurjón Dagur og Arnar Milos voru góðir saman.
Gamla brýnið ykkar einlæg, með Arnar Milos og Júlíönu.
Elskulega tengdadóttirin okkar og litli kúlubúinn, sá næsti í heiminn.
Þetta er ekki í myrkum skógum El Salvador heldur íslensk heimkynni og fósturjörðin þeirra í dag.
Svo kemur að kveðjustund. Júlíana var að fara suður.
Og þær kveðjast frænkurnar og vinkonurnar. Reyndar eru þær hér hjá mér í nótt báðar tvær.
Fallegu börnin okkar og lítill kúlubúi.
Öll fjölskyldan.
Her er svo stubbur með tvo afa.
Ísbíllinn kemur annan hvern laugardag, og hann kom einmitt í dag, en hér fær Arnar Milos að kaupa ísinn.
Nammi namm.
Snúður lætur sér vel líka að fá athygli.
Við fórum svo auðvitað í Neðsta Kaupstað til að smakka hinn landsfræga fisk hjá Magga og Rönku.
Meiriháttar matur hjá þeim sumarlangt. Fólk kemur fá öllum heimshornum að smakka matinn, og við fengum ekki einu sinni að borga matinn. Það var allt í boði Júlla míns, blessuð sé minning hans. En þarna átti hann sínar bestu stundir.
Innilega takk fyrir okkur.
Ég held að þessi staður eigi sér fáa líka, af gæðum og yndislegu fólki sem er í senn afslappað og sérlega góðir kokkar.
Og svo afi og stubbur.
Hér er hún Lóa, ég hef tekið eftir því að nú eru hér stærri kóngulær. Með stærri vefi allt vegna þess hve miklu betra veðurfar er hér meiri hiti og meiri sól en áður.
En ég læt þessari myndasýningu lokið í kvöld. Eigið góðan dag framundan á morgun, og ég á eftir að setja inn myndir fra tveimur ættarmótum og fleiru.
En mér líður vel í dag, þó mér líði öðruvísi en áður. Það hefur eitthvað breyst inn í mér, sem gerir mér bæði kleyft að taka á fleiri málum, og hugsa meira um sjálfa mig en ég gerði áður. Skrýtið hvernig sorgin breytir manni. Ég er svona að átta mig á því hvað það þýðir að læra að lifa með.......
Segi svo bara góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.7.2010 | 21:14
Svona vítt og breytt.
Ég hugsa oft til ykkar ágætu vinir mínir hér og er þakklát fyrir ykkar kærleika til mín. Ég hef hinsvegar ekki gefið mér tíma til að vera hér mikið, ég er á fullu, frá kl. 7 á morgnana til kl. 6 á kvöldin, þ.e. í vinnunni hjá bænum frá sjö til þrjú með krökkunum, og svo upp í garðplöntustöð frá þeim tíma til sex. Eg þurfti að segja vinnukraftinum mínum upp, þar sem lítið var um að vera í sölunni, ríkisrekna Blómaval hefur tekið sig til til að græða meira að opna blómabúðir og garðplöntusölur um landið. 'Eg hélt einhvernveginn að þessi "ríkisstjórn" Velferðarstjórn vildi hlú að landsbyggðinni, en það er nú annað mál. Það er í mismiklum mæli verið að drepa niður einyrkja á landsbyggðinni með ríkisreknum fyrirtækjum, verslunarkeðjum sem geta selt allt á undirverði, meðan verið er að drepa niður það sem fyrir er. En svona eru nú kosningaloforðin hjá fjórflokknum ekki á vetur setjandi. Og fólkið vill auðvitað kaupa þar sem verðið er lægst. Svoleiðs er það bara, þangað til þau sjá að heimaræktarðar plöntur lifa betur en innfluttar pestarplöntur uppskrúfaðar með áburðargjöf og inn í gróðushúsum. (sumt reyndar framleitt hérlendis ef ég á að vera heiðarleg, af mínum góðu vinum. ) en svona er lífið.
Ég á eftir að setja hér inn fullt af flottum myndum af fjölskyldunni og ýmsum uppákomum, og er orðin á eftir með það allt saman, á jafnvel eftir að setja inn myndir fyrir Gísla Svanbergs um snjóinn í fjöllunum, en hann fylgist með slíku hér á þessu svæði.
Ég er innilega þakklát fyrir fólk sem kemur til mín með kærleika. Í dag inn í Samkaup kom til mín yndisleg kona með opna arma, knúsaði mig og sagði; Ásthildur mín ég get ekki talað mikið við þig núna er að ná bátnum norður, en ég hugsa svo oft til þín, og svo rosaknús og; ég elska þig.... Ég er búin að lifa á þessum fallegu orðum í dag. Við þorum svo sjaldan að tjá tilfinningar okkar, og gleðja aðra með þeim. Þó við hugsum þannig og finnum þannig til, þá þorum við sjaldnast að segja hlutina hreint út. Samt eru margir sem koma til mín og segja að þeir lesi bloggið mitt alltaf og það gefi þeim svo mikið, og ég verð svo glöð. Til dæmis fyrir stuttu hittumst við nokkur frændsystkini, tveit mótórhjólagæjar frá sunnanverðum vestfjörðum og einn frændi minn sem hér býr, við vorum að spjalla, og ég halla mér upp að bíl á bílastæði Landsbankans, þaðan kemur út kona og þar sem hún setur veskið sitt inn í bílinn, segja frændurnir sem svo að ég verði nú að leyfa konunni að aka burt, það kemur galsi í mig, og ég svar; hún verður náttúrulega að bíða meðan ég klára að ræða við ykkur; Konan lítur á mig og segir; ég ætla að fá að taka utan um þig og þakka þér fyrir bloggið þitt, ég er ný flutt vestur og les alltaf það sem þú skrifar, og það er bara svo gott að lesa. Svo sannarlega er þetta gott að fá í nesti. Og ég heyri þetta oft. Þannig að ég þarf eiginlega að vera duglegri að setja hugsanirnar hér niður.
Ég á eftir að setja frá ættarmóti í móðurætt, og líka heimsókn tengdasonar og dóttur með litla stubb.
Málið er bara að ég er svo mikið að gera með sjálfa mig að það er ótrúlegt. Ég er búin að rótast núna undanfarna daga eftir vinnu hjá bænum í að taka í gegn hverja einustu blómaplöntu, þ.e. sumarblóm setja þau í vökvun með áburði og meðhöndla þau af ástúð, og mér líður svo vel með það. þau eru reyndar á útsölu hjá mér núna, því ég vil að einhver taki þau í fóstur. En bara það að meðhöndla þau af ástúð og gefa þeim líf gefur mér svo mikið. Svo eru komnir 7 litlir hænuungar, fyrir utan allt fuglalífið, þó kattarsmánin reyni að klóa í einn og einn unga, mér til mikillar armæðu.
Málið er að við erum öll á þessu andlega level, þráum væntumþykju og hrós. Viljum að tekið sé eftir því sem við gerum vel. Eins og tildæmis í dag, þegar ég þurfti að skila stillönsum sem við höfum haft lánaða, þeir eru í svona sérhannaðri kerru, og ég þurfti að skila þeim í dag, þurfti að fara með þá á sinn stað og jafnvel bakka með kerruna, ég er reyndar vön að bakka kerru, þar sem ég var hér á mínum fyrstu árum sem garðyrkjustjóri var með landróverjeppa með kerru aftaní. Svo þetta lærist allt saman, ef maður bara gefur sér tíma.
Við nefnilega gleymum stundum að hrósa fólkinu í kring um okkur, gleymum að stundum getur það sem okkur finnst sjálfsagður hlutur verði öðrum stór sigur. Ég hef unnið með allskonar fólki, sem er misjafnlega statt í lífinu, og ég hef lært að gera mismunandi kröfum á þá einstaklinga. Og bara eitt hrós fyrir þann sem á það skilið, hvernig sem hann er staddur í lífinu, framkallar bros og hreykni einstaklingsins, og gefur honum start út í lífið. Þannig er gott að hafa í huga að eitt lítið bros, ein lítil samsæriskenning, eitt hrós þegar viðkomandi stendur sig vel, skilar þeim út í allan daginn og stundum meira til. Og það kostar ekkert.
Já svona sit ég gjarnan eftir erilsaman vinnudag og slaka á með rauðvínsglas eða bjór.
Tjörnin kallar alltaf á, og það eru endalaust börn sem ég á, sem betur fer, þau voru hér í nótt þessar elskur.
Já tjörnin kallar á.
Og svo fleira hehehehe
Fyrrverandi mágur minn og hans núverandi kona kíktu við, alltaf jafn gaman að fá heimsókn. fékk líka skilaboð í dag frá fólki frá Þýskalandi sem komu hér við um daginn, þau voru dolfallin yfir kúlunni og garðinum( eins og reyndar margir fleiri). Þau trúa á álfa og huldufólk og komu hingað svona beinlínis þess vegna, hún er arkitekt og kvartaði yfir því hve erfitt væri að fá að hanna eitthvað annað en bara allt eins og í næsta húsi. Svo voru skilaboð í dag um að þau vildu vera í meira sambandi email adressa og alles, notaleg, þau voru yndæl.
Þetta er eins og grískt þorp, en er bara tjaldsvæðið inn í Skógi, þar voru yfir 100 svona húsbílar og vagnar og alles í dag. Ótrúlegt, enda veðrið með því besta.
Drengirnir mínir að mála hvalbeinið. Verulega duglegir krakkar og þurftu að takast á við allskonar vandamál og bara leystu það.
Jamm hér eru svo blómin mín, nýkomin úr baði og áburðargjöf með Glæðir sem er rosaflottur vestfirskur áburður frá Reykhólum. Ég nota hann eingöngu og svo blákorn.
Já hér er hægt að fá allskonar falleg blóm á tilboðsverði, blóm sem lifa, hafa verið meðhöndluð af alúð og heimaræktuð hvert og eitt.
eigum við ekki fyrst og fremst að hlú að því sem er hér heima? ég til dæmis þá sjaldan ég kaupi mér fatnað, þá versla ég hér heima, Jón og Gunna erum með stærðir fyrir alla, hjá Manni og konu getur maður fengið svo nærfatnað og allskonar spennandi hatta og flottar vörur, og hér eru fleiri bæði fataverslanir og allskonar föndur prjóna og saumabúðir. Við eigum að versla heima og hlú að því sem hér er verið að gera. Því með því stuðlum við að öflugra bæjarfélagi og sterkara samfélagi. Þó eitthvað geti verið ódýrara annarsstaðar, þá erum við í raun og veru að brjóta niður það sem hér er, um leið og við förum annað að versla. Við viljum jú hafa þjónustuna í heimabyggð ekki satt. Þess vegna þurfum við að hlú að því sem er okkar. Það er allavega mín skoðun.
En nóg núna, fyrirgefið mér hvað ég er lítið inni og legg ekki rækt við ykkur bloggvinir mínir. En það skrifast á tímaleysi og líka lúa. Eg ég segi eins og konan í dag, ég elska ykkur, og vil alls ekki missa ykkur út úr mínu lífi, og eftir svona gengdarlausa vinnu kemur svo betri tíð og innivera sem táknar ekkert annað en það að Ásthildur Cesil sest við skjáinn og byrjar að skoða hvað hennar elskulegu bloggvinir hafa verið að bralla meðan hún var á kafi í mold og blómum.
Ætla að enda þetta með að segja ykkur frá draum sem mig dreymdi í fyrrinótt.
En stundum fáum við að fara inn í aðra heima og upplifa eitthvað ótrúlegt. En þannig var að ég var stödd á svæði sem voru bara húsarústir, það var enginn eiginleg náttúra eða gróður, heldur var svæðið bara steinsteypa, mismunandi mikið í niðurníðslu veggir, tröppur upp og niður. Þarna voru börn, allt saman börn, á mismunandi aldursskeiðum, sum voru lítil önnur stærri og þarna voru systkin sem hjálpuðu hvort öðru, þau stærri að vernda þau yngri. Og svo voru þarna konur nokkrar sem sáu um börnin. Þarna rakst ég á undirfallegan dreng, með glampandi brún augu og löng augnhár, svo fallegur. Og einhvernvegin æxlaðist að ég fór að tala við hann, var reyndar búin að ræða við nokkur barnanna, þau áttu ekkert, en voru ekki óhamingjusöm, en þau höfðu engar væntingar um betra líf, einhvernveginn var þetta bara þeirra líf að vera þarna lifa af og þreyja. Drengurinn fór að segja mér af sínum högum, ég held að ég hafi byrjað að spyrja hann, hann sagði mér að mamma hans væri alkólisti og pabbi hans væri í útlöndum og vildi ekki koma heim til að sinna honum, fyndist ekki taka því. Þannig að hann var dæmdur til að vera þarna. Mér datt einhvernveginn í hug að bjóða honum að hann gæti komið og heimsótt mig; á næsta ári, fyrr var ekki möguleiki fannst mér. En á næsta ári myndi ég bjóða honum að koma í viku hálfan mánuð að dvelja hjá mér. Hann var rosaglaður, en konurnar voru ekki sammála mér. Sögðu að ég hefði betur látið mér nægja að stappa í krakkana stálinu. Þetta væri út úr korti. En áður en ég vaknaði, var ég alveg ákveðin í því að koma og sækja drenginn og hafa hann hjá mér einhvern tíma.
Eftir á var ég hugsandi um hvort einhversstaðar væri einmitt svona veröld, og hvort ég hefði þarna undirgengist skyldu sem ég yrði að uppfylla, og hvort mér yrði gefið tækifæri til að uppfylla loforðið. ég vona það. Því ég vil alveg standa við það sem ég lofaði. Og einhversstaðar er þessi heimur fullur af börnum, og ef ég kemst þangað aftur myndi ég vilja leggja eitthvað meira af mörkum til að laga ástandið, því þó þau væru ekki óhamingjusöm og syltu ekki, þá voru þau vonlaus með enga framtíðar sýn, bara ástandið eins og það blasti við. Og þetta fjandans steinsteypubákn. Ég myndi sennilega taka með mér fræ og finna einhversstaðar jarðveg til aðsá í og leyfa þeim að upplifa eitthvað vaxa og dafna upp úr jörðinni, þannig að þar væri ekki bara steinsteypa og stál, rústir og eyðilegging.
Þannig er það bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.7.2010 | 20:30
Nokkur afmæli.
Það hafa verið nokkur afmæli í fjölskyldunni sem ég hef ekki minnst á.
En þann 12 maí varð Aron Máni 7 ára, þetta kríli, sem kallaði mig ömmu frá fyrsta klukkutíma sem hann kom til mín. Hann er svo ljúfur og yndæll þessi strákur, hann dvelur nú í Noregi ásamt fjölskyldunni.
Í sumarbústað með fjölskyldunni og Ariel, þetta er sko ekki Snúður, með frænda sínum Óðni Frey.
3. júní varð svo sonur minn Skafti 36 ára, örverpið hennar mamadí.
Varð mér reyndar til skammar því í öllu amstrinu ruglaði ég afmælisdeginum hans saman við afmælisdag sonar hans, en hér er hann sem sagt, mömmusnúður sá yngsti.
Sigurjón Dagur fæddist 16 júní. Pabbi hans var svo glaður þegar hann sagði mér frá sambandi sínu við Siggu barnsmóður sína og síðan að þau ættu von á barni. Stoltasti maður Íslands þann tíma. Hér er stubburinn í fjöruferð með pabba sínum.
Isobel Díaz er samkvæmt skilgreiningu ættarinnar dóttir mín, því hún er mamma Alejöndru og ég amman, svo þannig er það bara. En hún á afmæli 17 júní, og við kynntumst í El Salvador þegar dóttir hennar og sonur Ella... og svolítið mín giftu sig, sem var upphafið að öllu því sem hér er á undan.
Flottasti maður heimsins og besti afinn fæddist svo þann 18. júní.
Frumburðurinn minn fæddist svo 24 júní, það var um það leyti sem menn voru að rölta um á tunglinu. Hann var ekkert að flýta sér í heimin, ég gekk með hann um tvær vikur framyfir, enda hefur hann alltaf verið rólegur í tíðinni og yfirvegaður.
3. júlí varð svo þessi frábæri drengur átta ára. Hann er algjör töffari eins og pabbi hans. Og öll eru þau í Noregi, vonandi kemst eitthvert jafnvægi á í þjóðmálum svo þau geti komið heim aftur.
Í dag hefði svo sonur minn Júlíus orðið 41 árs. Í fyrra þegar hann varð fertugur, var ég því miður ekki heima, en ég vissi að hann var á kafi í að gera sín listaverk og hafði ekkert alvöru athvarf. Svo ég ákvað að gefa honum orkuvél, eða ljósavél sem kölluð er. Ég afhenti honum hana áður en ég fór erlendis, og gleðin sem skein úr andliti hans sagði mér að dýrmætari gjöf hefði ég ekki getað fært honum. Hann var nefnilega í kappi við tímann að gera sem mest af sínum fallegu listaverkum, og hann vissi að tíminn var naumur.
Hann kenndi okkur öllum svo margt, sem við förum ennþá eftir. Jafnvel mömmu sinni gat hann kennt alveg heilmikið.
Og alltaf er ég að finna fleiri og fleiri listaverk eftir hann. Sem ég auðvitað safna saman og held saman.
Þessi steinbítur er einn af hans flottustu. Vil fá að kaupa hann af þeim sem á hann í dag og setja á leiðið hans.
Alltaf var hann besti vinur barnanna. Hanna Sól að nudda bakið.
Sjáið bara blíðuna í andliti hans við litlu frænku sína Hönnu Sól.
Í Fljótavík stað sem hann elskaði og fór alltaf með okkur, nema síðasta árið. Því miður þá komst hann ekki, því hann var of upptekin af að búa til fiska og selja túristum.
Túristarnir koma, en Júlli minn er ekki þar. Oft fæ ég tár í augun og sorg fyrir brjóstið þegar ég sé fólkið rölta um Silfurtorgið og staðurinn hans er auður.
En þessar tvær myndir tengjast honum líka, bæði skemmtiferðaskipinn og Vædderen því Júlli minn var danskur í föðurættina sína.
Hann var alltaf góður pabbi og sinnti drengjunum sínum vel, eins og öðrum börnum á heimilinu.
Að setja upp sýningu í fiskabúrinu í Neðsta.
En nú er ég alveg búin á því. Elsku ástin mín, þennan dag fyrir 41 ári fæddi ég þig inn í þennan heim. Og það sem þú skilur eftir þig er svo fallegt bæði minningar tveir yndislegir synir og listaverk sem munu lifa, svo og við öll fjölskyldan, vinirnir og kunningjarnir sem öll elskuðum þig og nutum kærleiks þíns og óeigingirni.
Barnið mitt sem alltaf hlúðir að öllu og öllum, ollir mér bæði æðstu sælu og dýpstu örvæntingu.
Krabbastrákur, enda var krabbinn þér alltaf nærri, bæði sem list og ekki síður krabbaferðir með sonunum þínum.
Besti vinur afa þíns varstu alltaf.
En ég vil óska ykkur öllum til hamingju með afmælin. Og nú er ég eiginlega farin að hágráta. Hversu erfitt getur verið að kveðja, og af hverju erum við svona sjálfselsk að vilja hafa ástvinina innan seilingar? Við ættum að vita að þeir eru bara farnir aðeins lengra en við, og við munum hitta þá handan við hornið. Þar sem tími og rúm er ekki til, ekkert hatur eða öfund, enginn græðgi. Bara kærleikurinn tær og ómengaður. Við verðum að muna að gleðjast með þeim sem hafa komist þangað og vitum að við komum á eftir, því dauðinn er ekki endalok heldur nýtt upphaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
8.7.2010 | 13:31
Meira um fólkið mitt frá El Salvador. Mig vantar aðstoð við að setja upp undirskriftalista til handa þessu barnabarni mínu, sem er eins og mitt eigið.
Ég ætla að setja hér inn nokkur af bréfaskriftum sem hafa gengið milli aðila sem ég hef verið að ræða um. Byrjunin á þessu ævintýri var að sonur Elíasar og stjúpsonur minn gekk að eiga konu frá El Salvador. Við vorum boðin í giftinguna og fórum og kynntumst þessu yndæla fólki sem nú er í okkar fjölskyldu. Nokkrum árum síðar hafði sonur okkar samband, en þau bjuggu á Íslandi. Segir hann okkur að glæpaklíka sem myrti móður húsmóðurinnar sé farin að hóta þeim drápi og limlestingum ef þau borga ekki reglulega uppsett verð.
Hér er þýðing á hótunum: Þar segir svo: Hér eru afrit afréttum og dómum í morðmála Orellana hjónunum. Þau voru myrt heima hjá sér íbúðin rænd. Glæpamennirnir náðust og voru dæmdir í 30 ára fangelsi. Síðan koma nafnlaus hótunarbréf, þar segir að ef þau aðstoði lögregluna muni þau verðar drepinn. Þau skuli fara af landi brott og passa börnin sín.Hitt er svipað og er hótað að drepa alla fjölskylduna.Svo er afrit af lögregluskýrslu þar sem segir frá því að senor Díaz fékk símhringingu þess eðlis að borga 150.000 Colenes eða konan hans deyji ella. Hann grunaði strax að þetta væri í sambandi við morðingjana, því 3 flæpamenn hótuðu að drepa þau ef þeir gætu.
Flótti.Eftir þetta sáu þau þeim ekki vært að vera í El Salvador. Þá hafði sonur okkar samband og bað okkur Elías um að finna fyrir þau vinnu og reyna að koma þeim hingað heim. Af því að þetta var ekki pólitískt ofbeldi gat Rauðikrossinn lítið gert nema veita móralskan stuðning. Þetta var áður en landinu var lokað alveg fyrir öllum nema Evrópubúum. Þannig tókst mér að hjálpa þeim að fá vinnu og dvalarleyfi. Þau hafa síðan staðið sig með sóma og hafa alltaf séð um sig og sína fjölskyldu sjálf. Enda virkilega samviskusamt og duglegt fólk.
Það var samt eitt mál sem var vandamál. Þau voru með barnabarn á framfæri. Litla stúlku sem þau höfðu annast frá því að hún fæddist. Henni var meinað að koma, á þeim forsendum að þau væru afi og amma.
Ég tek ákvörðun.
Ég tók ákvörðun og sagði þeim að koma með barnið. Hafa með sér pappíra leyfi frá foreldrum og við skyldum vinna málið áfram hér. Hélt að ég byggi í ríki þar sem mannúð og kærleikur væri efstur á blaði. Ég ætla að taka sjens á að setja nokkur bréf hér inn. Tek það fram að fólkið mitt veit ekki af því. Þau eru gott fólk og vilja vinna allt eftir bókinni og því sem rétt er. Þess vegna tek ég mér núna bessaleyfi þó það kosti mig fangelsi eða sekt.
Hér eru nokkur bréfanna sem farið hafa á milli.
Hér fór allt fram á spænsku svo þau hafa þurft að greiða mörg þúsund krónur fyrir löggiltar þýðingar bæði frá spænsku yfir á ensku og einnig á sumu yfir á íslensku.
Translation.To Corresponding Immigration Authorities.
XXXX( fullt nafn móðurinnar) 21 years of age, student, domincile in San Salvador, through this document, AUTHORIZE:My dougther, XXX (fullt nafn telpunnar) of 1 ear 9 months, domicile in San Salvador, to travel freely out of the country, to any country, especially to the UNITED STADES OF AMERICA, from any way, whether air, marine or land, until she turn of legal age, accompanied and in the custody, indistinctly by the followong persons; The Maternal Grandmother XXX (fullt nafn ömmunnar) and the Maternal Grandfather XXX (fullt nafn afans) For wich I respectfully solicite; That the departure from the country, of my young daugther XXX (fullt nafn ) be allowed, with the terms that I have authorized. San Salvador, july 9, 1998. Signature of XXX fullt nafn)Give faith; The signature above is of G.G:O. Is authentic, and was signed in my presence by Mrs.XXX (fullt nafn móður)= 21 yoars of age, student, Domicile in San Salvador, identified by her Identity Cedula 01010383802, San Salvador Júlí 9, 1998. I the undersigned, hereby certify that the translations conteined in this document, was prepared by me at the reguest of the concerned party, and it is true and completa to the best of my knowlegd and belief.
Marja Rodriguaz (sign) States og New Yorkcity of White Plains, Svorn to me before this 15 th day of febrúari 2001. Botary public (Sign) og svo er stimpill Notary Pubklic of New York.
Hér er svo nákvæmlega samskonar bréf frá föðurnum undirritað og vottað af þar til bærum yfirvöldum og lögfræðingum.
Síðan sendi ég bréf til Útlendingaeftirlits.
Ísafirði 18. Maí 2001.
Útlendingaeftirlitið.Borgartúni 31105 Reykjavík.
Hér með sendist ykkur umsókn um dvalarleyfi fyrir ALejöndru (fullt nafn) Ásamt eftirtöldum gögnum.
Umsókn um dvalarleyfi.Ljósmynd af passa barnsins og visa frá Bandaríkjunum Frumrit á spænsku þar sem foreldrar stúlkubarnsins (fullt nafn beggja foreldra) eftirláta fullan umráðarétt fyrir barninu á allan hátt til afa og ömmu hennar, (fullt nafn afa og ömmu) Einnig fylgir þýðing á ensku frá lögfræðingi í Kaliforníu.
Staðfesting frá sýslumanni og hefur hann yfirfarið pappírana og taldi þá í lagi.Auk þess frá Rauðakrossinum á Íslandi.Það fylgir hér með til glöggvunar atvinnuleyfi XXXX(afi og ömmu)
Virðingarfyllst.....
Svar frá útlendingaeftirliti.
Útlendingaeftirlitið Reykjavík 17. September 2002.
Beint til afans og ömmunnar.
Efni; Beiðni um dvalarleyfi fyrir Isabel A. P. Diaz. Vísað er til beiðni yðar um dvalarleyfi fyrir .A:P.D: fd. 22.09.96. ríkisborgara El Salvador. Með beiðninni fylgdu ýmis gögn, þar á meðal fæðingarvottorð stúlkunnar, bréf frá foreldrum stúlkunnar þar sem kemur fram að þau veita ömmu og afa stúlkunnar stöðu fjárhaldsmanns auk annarra gagna. Útlendingareftirlitið hefur tvívegis sent gögn málsins til Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og óskað í bæði skiptin eftir því að ráðuneytið legði mat á framlögð gögn. Niðurstaða ráðuneytisins vegna fyrri skjalabunka var á þann veg að framlögð gögn nægðu ekki sem sönnun þess að forsjárbreyting hefði átt sér stað, auk þess sem ráðuneytið benti á að framlögð gögn fullnægðu ekki kröfum íslenskra stjórnvalda varðandi forsjárbreytingar, sbr. 33 gr. Barnalaga. Niðurstaða ráðuneytisins vegna siðar framlagðra skjala (fjárhaldsmanns samnings) barst Útlendingaeftirlitinu þann 9. September s.l. og var niðurstaða ráðuneytisins sú, að framlögð gögn dygðu ekki til sönnunar á því að ættleiðing hefði farið fram, en sú krafa var lögð fram af Útlendingaeftirlitinu að stúlkan yrði ættleidd. Svipuð mál hafa komið upp á undanförnum árum og hefur Útlengingaeftirlitið afgreitt mál er varða börn í samráði við Barnaverndarstofu. Skv. Leiðbeiningum og áliti Barnaverndarstofu eru mjög þröngar skorður settar aðilum sem óska eftir dvalarleyfi fyrir börn. Þess er fyrst að gera að um slíka samninga og ráðstafanir gildir að megin stefnu til að lög heimalands viðkomandi barns eru ráðandi og þarf því að kanna hvort ráðstöfun uppfyllir skilyrði þeirra laga. Það eitt og sér að fyrir liggi yfirlýsing frá heimalandi barns, þess efnis að það megi fara, nægir því ekki, því það verður að tryggja á einhvern hátt að aðstæður barns verði viðunandi og hagsmunum þess borgið hér á landi. Við mat á þessu verður að skoða íslenska löggjöf. Skv. Henni eru þrír kostir fyrir hendi:
· Ættleiðing skv. Ákvæðum ættleiðingarlaga nr. 15&1978
· Forsjárbreyting skv. Ákvæðum barnalaga nr. 20/1992
· Ráðstafanir sk. Ákvæðum barnaverndarlaga nr. 58/1992, sbr. 1,22/1995Með þeim gögnum er lögð hafa verið fram er ekki að finna ættleiðingarskjöl né gögn er staðfesta að ættleiðing sé hafin.
Með tilliti til að mál þess hefur dregist og að stúlkan hefur verið búsett hér á landi frá því á síðasta ári er það mat Útlendingaeftirlitsins að veita ber 6 mánaða frest til frekari gagnöflunar og að á því tímabili verði stúlkunni veitt takmarkað dvalarleyfi. Verði enginn frekari gögn lögð fram að þeim tíma liðnum er lúta að löglegri forsjárbreytingu hennar í samræmi við gildandi lög í heimalandi hennar, ber Útlendingaeftirlitinu að senda umsækjanda til forsjáraðila í heimalandi en það er fortakslaus skilda íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að högum barna hérlendis sé borgið og að þau séu í umsjá löglegra forsjáraðila. (takið hér eftir. Því fyrirliggjandi gögn segja að þau hafi afsalað sér forsjánni til afans og ömmunnar.)
Útlendingaeftirlitið vill benda XXX (afa og ömmu)= á að í málum er varða börn er æskilegt að leitað sé aðstoðar fagaðila, s.s. lögfræðings þar sem um veruleg mikilvæg mál er að ræða og tryggja ber að réttindi barnsins séu tryggð. F.h. Útlendingaeftirlist XXX
Áður en ég held lengra við ég segja að hér höfðu hjónin leitað til lögfræðings, þau fóru í gang með ættleiðingu, en EL Salvador er ríki sem gengur fyrir mútum að miklu leyti, því hafa þau gegnum árin þurft að greiða mörg þúsund krónur til vafasamra einstaklinga lögfræðinga þarlendra, og sá lögfræðingur sem hafði byrjað ferlið og hafði aflað sér pappíra og vitna fórst í jarðskjálfta sem reið yfir San Salvador og allir pappírar þar með. Það var reynt að útskýra þetta fyrir útlendingastofnun, en það var ekkert tillit tekið til þeirra gagna frekar en þeirra sem hjónin höfðu haft með sér að utan, vottfest og staðfest, með áritun sýslumannsins um að hann teldi þá viðunandi. Og af því hér er marg minnst á umhyggju fyrir barninu, og að því sé sem best borgið, meðan verið að gera ómannlegar kröfur um aðrar staðfestingar, sem var ljóst að ekki var hægt að afla. Þá verð ég að segja að þarna var ekki verið að hugsa um hag barnsins, heldur kommur og punkta skrifræði möppudýra.
Meira af því sem Útlendingastofnun neitaði að taka tillit til; Þetta hafa þeir þráast við að viðurkenna í 9 ár, af hverju skil ég ekki, en það er ekki vegna umhyggju fyrir barninu.
Year 2001.TESTIMONY OF THE PUBLIC DOCUMENT OF AGENERAL POWER OF ATTORNEY WITH A SPECIAL CLAUSE WITH LEGAL CAPACITY GRANTING PERSONAL CUSTODY AND GUARDIANSHIP OF THE MINOR ISABELA ALEJANDRA PEREZ DIAZ.
GRANTORS:
XXXX (FULL NAFN BEGGJA FORELDRA)IN FAVOUR OF:XXX (FULLT NAFN AFA OG ÖMMU)
(THERE IS AÐ STAMP THAT READS; reblublic of El Salvador in Central America)
(Pace two. There are three (3) stamps that read; Republic El Salvador In Central America. Supreme Court of Justice Section of Notarization Replublic of El Salvador, Central America. Rogelio Guillermo Velasco Ramierx Notary Reblublic og El Salvador)
NUMBER NINETEEN _ Forty third book. In the City of Los Angeles. State of Calofornia, United States of America, at tvelwe hours of April seventh of two thousand and one, Before Me, ROGELIO GUILLERMO VELASCO RAMIREZ, Notary, Salvadoran, residing here, performing as stipulated in Article Three og current Law of the Notarial Profession in the Republic of El Salvador, appear Mr. ANTONIO PEREZ twentyseven years old, student; and Ms. Glenda Cleopatra Dias Orellana, tventy four years old, stundent, both vith domicile in San Salvador, Department of El Salvador and temporarily in this city, Salvadoran by birth persons whom I know and identify by their correspending Personal Carnets of Identity, number (XXX), issued by the Municipal Mayoralty´s Office of the City of San SAlvador, on the thirteenth day of March of one thousand nine hyundred and ninety nine, and (XXX) issued by the municipal authorities of the City of San Salvador, en the eighteen day of April of tvo thousand and one------ Acting on their own behalf, and behalf and representation of their minor daugther ISABEL ALEJANDRA PEREZ DIAZ, four years and six months old, an infant, of this domicile and Salvadoran by birth, of whose personality I CERTIFY: That she is að child legitimate and competent because I had before me að Birth Certificate, number TWO HUNDRED AND THIRTY SEVEN, pageTWO HUNDRED AND THIRTY NINE, of Book SIXTY THREE, of Birth Certificater wich the Registry of Familiar State of the Municipal Mayoralty of San Salvador meintained during the year one thousand nine hundred an ninety six, which shows that the minor was born af tventy one hours and thirty minutes of the tventy sexond day of September of ONE THOUSAND NINE HUNDRED AND NINETY SIX: being a daugther of Mr. ANTONIO PEREZ and ms GLENDA CLEOPATRA DIAZ ORELLANA, and in that consept they STATET TO ME; That by means of this document they grant GENERAL POWER OF ATTORNEY WITH SPEXIAL CLAUSE in favor of Mr and mrs Diaz(fullt nafn beggja) both of them adults, business people, Salvadoran by birth, currently residing in the City of LOS ANGELES, State of California, United Stades of America, bearers of their corresponding Ordinary Passports Number (XXXXX) to represent them in all matters judicial and extrajudicial, authorizing them to initiate, follow up or conclude all negotiations and instances, judgements, proceedings or negoiations in wich, either as plaintiffs or as defendants, they may hold interests before any Authority, Tribunal, or official, whether their caracter is civil, penal, labor, administrative, sommercial, of passage, tenancy, familiar, constritutional, voluntary Jurisdiction, or any other proceeding, whatever their nature may be. For a better performance of their duties, they grant the empowered parties the general powers of their command, as well as the special ones enumerated by Article One Hundred and Thirteen og the Civil Procedures Code of the Republic og El Slavador, including the powers to agree. They grant the faculty to substitute this Power totally or partially, in such a manner that they can represent, joines or separately, with the substiture, and revoke said substitutions. SPESIAL CLAUSE: They especialli authorized the empowered parties to make decisions, on their behalf and representation, on mataters medical, pertaining to hospitals, to studends, immigration and whatever er deemed nexessary for their minor daugther, ISABEL ALEJANDRA PERSE DIAZ, granting them by means of this document custody and personal guardianship, so they may act or make decisions, as if the parents themselves had done it, either jointly or separately, during their stay in any part of the world, and especially in ICELAND. Therefore authorizing them to present, sign and request documents on their behalf, resulting from the facultys hereby granted, directed towards the faithful accommplishment of the end and objective of the present power of attorney, all of them in relation to their minor daugther. These faxcultys are awarded indefinetely, until the day when she comes of age. Thusly, the apperaing parties espressed themselver, and to them I explained the legal effects of this doxument, ascertaining that they know them, understand them, and therefore they grant them , and having read them to them in one uninterrupted action, they ratified their contents, stating this document has been prepared according to their will, and signed it with me. I CERTIFY TO ALL THIS.
(There ara three (3) illegible signartures)
SI BEFORE ME OF PAVE NUMBER SIXTEEN FRONT ---- TO PAGE NUMBER SEVENTEEN FRONT ----OF BOOK FORTY THIRD OF MY PROTOOOOOXOOL, WHISH EXPIRES ON DAY OF ARIL OF THE YEAR TVO THOUSAND AND TWO. AND TO BE PRESENTED TO MR. PABLO DIAZ ULLOA AND MIS. PAULA ISABEL ORELLANA DE DIAZ----- I DRAW UP, SIGN AND SEAL THE PRESENT TESTIMONY IN THE XITY OF LOS ANELES, STATE OF CALIFORNIA, UNITED STATES OF AMERIXA ON THE SEVENTH DAY OF THE MONTH AF APRIL --- OF THE YRAS TWO THOUSAND AND ONE.
(there is að stamp that reads; Rogelio GFuillermo VElasco RAmirex Notary Republic of El Salvador. There is an illegible signature)
1. Roberto Quexada. SWEAR THAT I AM A VOURT INTEFPRETER AND TRANSLATOR, CERTIFIED BY THE STATE OF CALIFORNIA, THAT MY CERTIFICATE IE NUMBER 229491181, THAT I HAVE TRANSLATED THE PREXEDING DOXCCUMENT FROM THE SPANISH LANGUAGE TO TEH ENGLISH LANGUAGE TO THE BEST OF MY ABNILITIES.2. SIGNED IN THE CITY OF LOS ANGELES, STATE OF CALIFORNIA, ON THE THIRTHIENTH DAY OF APRIL, YEAR TVO THOUSAND AN ONE.3. ROBERTO Quezada. 4. Subscribed and sworn to befor m ein the city of Los Angeles, California thie 30th of April of 2001. Notery Publig.Stimpill(Carlos Fernandex commission 1284704, notary publix California. Los ANgeles County.)
Við fengum umsögn frá Sýslumanninum á Ísafirði hr. Ólafi Helga Kjartanssyni, sem las skjölin yfir og skrifaði: Hinn 16. Maí 1002 kl. 14.05 komu á minn fund Paula Isobel Orellana De Diaz og Isobel Alejandra Persz Díaz f. 22.sept. 1996. Paula Siabel f. 17. Júní 1951 með vegabréf(XX) er amma barnsins sem er handhafi vegabréfs (XXX)Sönnuðu þær á sér deili með þeim hætti að fullvíst verður að telja þær séu hinar sömu og nefndar eru í eftirfarandi skjölum... Sýslumaðurinn á Ísafirði, Sign. Það var líka haft samband við ræðismann El Salvador sem bý í Stokkhólmi. Svavar Gestsson kom líka að málinu þar sem hann var sendiherra í Stokkhólmi.
En nú fyrir skömmu kemur svo bréf frá Útlendingastofnun: Sent á hina 14 ára gömlu Alejöndru.
Reykjavík 25. 5. 2010-07-08
Beiðni um gögn. Vísað er til umsóknar um dvalarleyfi fyrir Ísabel ALejandra Perez Diaz kt.XXX ríkisborgara EL Salvador, sem móttekin var hjá Útlendingastofnun þann 26.02.2010. Við skoðun umsóknar hefur komið í ljós að fylgigögn með umlsókn eru ófullnægjandi.Til að Útlendingastofnun sé unnt að taka umsókn umsækjanda til frekari afgreiðslu þarf eftirfarandi að berast stofnuninni: 1. Framfærsla vegna barns. Foreldrið/aðstandandi sem búsettur er hér á landi skal skila inn staðfestingu á framfærslu barns, skv. Lágmarksframleiðslustuðli sveitafélaga s.s. með launaseðlum síðustu þriggja mánaða í frumriti.2. 2. Forsjárgögn. Til staðfestingar á formlegri forsjá barns þarf staðfest frumrit af forsjárgögnum barns að fylgja umsókn um dvalarleyfi. Ef um sameiginlegt forræði foreldra barns er að ræða ber einnig að leggja fram í frumriti vottaða yfirlýsingu þess foreldris sem ekki er búsett/statt á landinu að það sé samþykkt því að barnið dveljist á landinu. Forsjárgögn og samþykki forsjáraðila þarf að vera staðfest af þar til bærum yfirvöldum í heimalandi. Með umsókn skal fylgja staðfest frumrit vottorða eftir því sem við á. Útlendingastofnun gerir þær kröfur að með frumritum erlendra vottorða, sem lögð eru fram með umsókn um dvalarleyfi, fylgi staðfesting á gildi vottorða. Um er að ræða hvort apostille vottun frá heimaríki umsækjanda eða tvöfalda staðfestingu frá utanríkisráðuneyti í heimaríki og sendiráði viðkomandi lands hér á landi eða næsta sendiráði (hafi viðkomandi ríki ekki sendiráð hér á landi). Hér undir falla m.a. sakavottorð, hjúskaparvottorð, fæðingarvottorð og önnur þau vottorð sem umsækjandi leggur fram með umsókn sinni um dvalarleyfi hér á landi. Útlendingastofnun krefst þess að öllum erlendum vottorðum sem eru á öðrum tungumálum en ensku eða Norðurlandamáli fylgi þýðing sem unnin er af löggiltum skjalaþýðanda. Bent er á að rangar upplýsingar sem gefnar eru opinberu stjórnvaldi varða sektum, varðhaldi eða fangelsi samkvæmt XV kafla almennra hegningarlaga nr. 19.1940.Umsækjandi er beðin um að leggja fram fullnægjandi gögn innan 15 daga frá dagsetningu þessa bréfs. Að öðrum kosti mun Útlendingastofnun taka ákvörðun um afgreiðslu umsóknar á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Útlendingastofnun.
Já svo mörg voru þau orð. Ætla mætti að barnið væri fyrst núna að biðja um dvalarleyfi. En hún er BÚIN AÐ VERA HÉR Í 9 ÁR, OG ER GERT Á SEX MÁNAÐA FRESTI AÐ SÆKJA UM DVALARLEYFI, OG FÆR SENNILEGA ALLTAF SAMA STAÐLAÐA BRÉFIÐ. Og með fullri virðingu af því þau hafa svo miklar áhyggjur af velferð barna sem hingað koma. Sýnir meðferð stofnunarinnar eitthvað sem heitir að hafa velferð Alej minnar í fyrirrúmi?
Þau hunsa löggiltan gjörning eins og ég sýndi fram á hér fyrr. Það getur vel verið að þau geti hengt sig í einhvern krók sem hægt er að halda í. En þau eru ekki að bera hag barnsins fyrir brjósti. Það ætti að rannsaka þau áhrif sem meðferðin hefur haft á barnið gegnum alla æskuna frá 5 ára aldri með eilífar hótanir um brottrekstur á sex mánaða fresti. Eða foreldrana.Og svona ykkur til ábendingar, þá hafa blessuð hjónin haft lögfræðing í MÖRG ár á sínum snærum til að reyna að vinna að því að hún fái að vera hjá eina fólkinu sem hún þekkir. Þau hafa kostað fleiri þúsundir í lögfræðikostnað í EL Salvador til að framfylgja því sem þið kallið að vernda barnið. Þess vegna varð hún til dæmis að hætta píanónámi, vegna þess að foreldrarnir urðu að velja á milli þess að kosta hana í tónlistarskóla eða halda áfram að púnga út peningum að ykkar kröfum til óheiðarlegra lögfræðinga í heimalandinu. Þau fóru til El Salvador til að reyna að fá einhverja pappíra, þeir liggja bara ekki á lausu, og sennilega hafa þau ekki haft nægilegt mútufé til að fá undirskriftir beint frá stjórnvöldum, ég veit það hreinlega ekki. Raunar er El Salvador ekki þeirra heimalandi lengur. Því ágæta stofnun Útlendingaeftirlits, Pablo og Isobel eru núna íslenskir ríkisborgarar, þau hafa framfleytt bæði sjálfum sér og barninu alveg síðan þau komu hingað eða rúmlega níu ár. Þið þurfi enga aðra staðfestingu á framfleytingu. Og ef þið ætlið að láta þetta bitna á einhverjum, þá skuluð þið láta það bitna á mér, því þau hafa ekki hugmynd um að ég er að þessu brölti, ég er bara búin að fá nóg af vinnubrögðum ykkar og trúi ekki að þetta sé allt bara til að vernda barnið. Þarna er um ykkar pappírsást og þröngsýni að ræða. Eins og þetta blessaða fólk hafi ekki fengið nóg af erfiðleikum. Fyrst morð á ættingjum, síðan hótanir sjálf þurftu að skilja allt sitt eftir í San Salvador, og svo endalausar hótanir frá hendi eins og þið orðið það svo smekklega opinberu stjórnvaldi. En það er ekki allt, dóttir hjónanna hefur nú fyrir nokkru fengið svipaða hótun frá sömu mafíu, dauði eða greiðsla. Það er vonlaust fyrir mig að fá þau hingað í öryggi, vegna þess að lýðræði á Íslandi er fótum troðið. Og landið lokað öllum nema fólki frá Evrópu og svo nokkur gæluverkefni svona til að fá samúð heimsins. Með fullri samúð með því fólki sem þið eruð að bjóða hingað. Hvernig væri að huga fyrst að þeim ættingjum nýbúa og nýrra íslendinga sem vilja koma þó ekki væri nema í heimsókn til fjölskyldu sinnar hér á landi.
Að lokum allar ritvillur eru mínar. Ég var að flýta mér að endurskrifa bréfin og var líka heitt í hamsi þegar ég skrifaði þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.7.2010 | 16:52
Voða góð... eða þannig.
Ung stúlka frá El Salvador sem kom hingað með afa og ömmu. þurftu að flýja frá landinu vegna dauðahótunar frá Mafíunni, sem hefur nýlega drepið 14 manns í San Salvador, hefur dvalið hér á landi síðan hún var 5 ára gömul. Af því hún kom ekki með foreldrum hendur afa og ömmu, sem hún er búin að vera hjá frá fæðingu, fær hún ekki dvalarleyfi.
Afi og amma hennar reyndu að ættleiða hana, en það var fyrir jarðskjálftan sem eyðilagði mörg hús í San Salvador fyrir nokkrum árum, og líka pappírana um ættleiðingu, reyndar dó líka lögfræðingrinn sem vann að málinu.
Síðan hafa þarlendir lögfræðingar plokkað fleiri tugi þúsunda af mínu fólki, í skjóli íslenskra stjórnvalda, sem kefjast allskonar pappíra, sem þau hafa reyndar fengið en eru ekki viðurkennd hér á landi, þó þau hafi verið viðurkennt í U.S.A.
Litla fjölskyldan mín hefur þurft að svara hótunnarbrefum um að senda stúlkuna burt á liggur við 6 mánaða fresti í öll þessi ár. Nú eru afi og amma orðin íslenskir ríkisborgarar en ennþá má litla Alejandra una því að fá ekki dvalarleyfi af bókstafartrúarkjaftæði útlendingastofnunnar, sem ég held að sé mestu rasistar íslandssögunnar, en það er mín persónulega skoðun.
En svo er hægt að upphefja sig og flytja inn fullt af fólki frá öllum heimshornum til að klæða sig í sauðagæruna og þykjast vera umburðarlynd.
Flóttafólk allstaðar að úr heiminum á alla mína samúð, og ég vildi að við værum duglegri við að hjálpa fólki sem hingað leitar, og er oftar en ekki sent úr landi, eða tvístrað fjölskyldum, í nafni skrifræðis og rasisma.
Þetta er því í mínum huga fölsk skilaboð. Meðan litla stúlkan mín fær endalausar hótanir um að senda hana úr landi... og hvert??? Eina fjölskyldan sem hún á og þekkir út og inn, eru afi og amma(aka pabbi og mamma) afi og amma, ég og Elías, og svo móðursystir hennar sem býr í Reykjavík og móðurbróðir sem býr hér.
Nei pappirinn blífur, punktar og kommur og hræsni af fyrstu gráðu og hana nú.
![]() |
Tekið við fimm flóttamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.7.2010 | 16:29
Hvert var hótelið að fara?
Já kom mér á óvart að hótelið hafi verið kyrrsett. Ég held reyndar að fyrr frysi í Helvíti áður en ég hefði efni á að bóka mig þar og fá mér herbergi. En auðvitað er þetta hótel fyrir auðkýfinga íslenska og erlenda. En að það myndi fara eitthvert í burtu hefði ég aldrei trúað, það er byggingin sjálf.
En auðvitað er svo margt sem við sveitamennirnir ekki skiljum, og að það þurfi að kyrrsetja byggingar getur svo sem alveg verið, ef þau eru tildæmis dulbúið sem hús en er í raun og veru Boengþota eða geimstöð, hvað veit ég. Sama gæti verið um fleiri byggingar, eigum við tildæmis von á að það þurfi lögregluvernd og kyrrsetningu Hallgrímskirkju? Því hver segir að einhver auðmaður geti ekki látið sér detta í hug að kaupa hana, og er ekki allt til sölu hér á landi? Vatnið, orkuveiturnar, fiskimiðin og víðernin, allt fyrir réttu upphæðina hjá þessari velferðarstjórn.
Lýsi ánægju minni yfir mótmælum við Seðlabankann og vona að fólk fari nú að koma sér út og mótmæla í meira mæli. Við eigum ekki að vera hrædd við neitt, sérstaklega ekki að fá yfir okkur stjórn sem við erum hrædd við. Þessi sem nú ríkir er sú alversta og erfitt að treysta á nokkuð sem hún segir eða gerir. Við verðum bara að standa saman og tryggja að hér komist á utanþingsstjórn fólks sem við treystum, við getum meirað að segja krafist þess að fá sjálf að velja kandidatana, ef við bara höldum saman og stöndum saman.
Ég er komin á það stig að ég er farin að hugsa um hvaða dagur það verður sem ég fer út heimanað frá mér með einhver búsáhöld og fer í göngu um bæinn minn og slæ með sleif í pott eða pönnu.
Ég er búin að fá nóg af þessari fjandans ríkisstjórn, og ég er búin að fá nóg af þessum fjandans fjórflokki, og nú er bara spursmál hvenær er rétti tíminn til að fá sér göngutúr um bæinn með pott og sleif og sjá svart á hvítu hvort einhverjir vilja koma með. Við getum ekki lengur bara vonað að fólk mæti á Austurvöll í Reykjavík. Við sem búum úti á landi þurfum líka að láta í okkur heyra. Við höfum jú lifað í þessari kreppu í yfir 20 ár, og látið allt yfir okkur ganga, meira að segja blaðrið í fyrrverandi ráðherrum og alþingismönnum, hneigt okkur og beygt fyrir þeim, nú er komið nóg. Við verðum að koma fram og segja; við viljum vera frjáls þjóð í frjálsu landi. Við viljum ekki tilheyra flokkum eða pólitík. Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um börnin okkar og það sem að okkur heyrir til. Hingað og ekki lengra.
![]() |
Fasteignin 101 Hótel kyrrsett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.7.2010 | 15:52
Ættarmót á Núpi í Dýrafirði... eða er það í Arnarfirði, eða... falla ekki öll vötn til Dýrafjarðar?
Brá mér á ættarmót á helginni. Það var virkilega skemmtilegt og yndislegt að hitta fólkið sitt, rifja upp gamlar minningar og kynnast nýjum einstaklingum. Mesta hátíðin var þó að pabbi skyldi sjá sér fært að koma og vera með okkur heilan dag og borða með okkur góðan kvöldverð.
ég nenni ekki með en ég skal gæta hússins.
Nokkur himnagallerí, svona í byrjun.
Maður þarf auðvitað að líta til himins áður ern farið er í ferðalög. Við vorum þó heppinn, því við fengum sýnishorn af allskonar veðri, það háði okkur ekkert.
Hér er komið kvöld.
En sólin er þarna uppi samt.
Ættingjarnir farnir að koma sér fyrir undir helgina, það er tilhlökkun í loftinu, því við hlökkum til að hitta gamla félaga og svo þau sem eru að koma í fyrsta sinn.
Ég og Svanni, hann er kvæntur henni Ingu Högna, og er sjálfur stórættarhöfðingi.
Gamlir jálkar, Júlli Högna og Atli Smári hér er líka Guðbjörg eiginkona Garðars frænda míns.
Dóra systir og Sævar.
Auður Lilja dóttir Sunnevu, hún er frekar feimin og vill helst bara vera hjá afa.
Við Atli prakkari frændi minn, við á trúnó eins og svo oft áður.
Eða sennilega brandara.
ég þarf endilega að gera við þennan bíl.
Já þetta passar örugglega hérna!!!
Er það ekki annars?
Best að bíða bara með þetta, ég er orðin þreyttur.
Sturla og Elli unnu einu sinni sem dyraverðir í Félagsheimilinu í Hnífsdal, þeir voru fyrstu löggiltu dyraverðirnir, í þá daga voru þeir báðir með yfirvaraskegg, og fólk sagði að þeir væru tvíburar, það þýddi ekkert fyrir þá að þræta. Við grínumst oft með þetta ennþá.
Júlíus, Guðbjörg mágkona og Dóra systir. Reyndar er Guðbjörg frænka eiginkonu Júlíusar og líka konu Sturla en þær eru systur.
Snorri Gulluson, með sína tvo drengi og systursyni sína líka sem eru á sama aldrei og Úlfur.
Mótshaldararnir eru hér að skoða fjölskyldumyndir og skemmta sér vel.
Hér eru gaurarnir. Ingi minn manstu eftir þessum þremur í Danmörku þegar þeir voru 5 ára!
Þeir hafa nefnilega lítið breyst nema hækkað heilan helling.
Stubburinn minn naut sín í botn.
Þeir sváfu auðvitað af sér morgunmatinn og allir strákar eru svangir og þurfa mikið að borða, svo það var ágætt að amma tók með smá nesti, vissi sem var.
Snorri með sína drengi að grilla.
Þessi kom ávænt inn á svæðið, hann var að fara til að hitta Jóns Sigurðsson og var sagt af æðstráðendum að hann byggi á Hrafnseyri við Dýrafjörð. En við gátum leiðbeint honum áfram yfir í Arnarfjörð. Hann ætlaði reyndar að koma við á Dýrafjarðardögum á Þingeyri, en þar var heilmikið um að vera þessa helgi.
Svo var haldið inn að Alviðru og þar ofan í fjöru, því nú var keppni um flottasta kastalann.
Ég get sagt ykkur það að hér voru allir jafn áhugasamir ekki síst afar og ömmur.
Dóra var ákveðin í að vinna og ég held bara að hún hafi fengið fyrstu verðlaun fyrir sinn kastala, en það gerði útslagið þessar frábæru skreytingar.
Kristín og Lea mamma hennar eru rétt að byrja að byggja sinn.
Allir að hjálpast að.
Þessi feðgin voru sniðug og fundu lítinn læk sem gat runnið í hallardýkið.
Og sum hún voru austurlensk, en flott.
Þessi var líka glæsilegur.
Og þessi.
Þessir tveir grallarar fundu sér bara tóftir og lögðust þar og létu fara vel um sig.
Svo kom kóngurinn sjálfur, og þá þurfti að koma honum inn í hús.
Borin á höndum af föngulegu liði ættingja.
Hann lét sig ekki vanta.
Úlfur ræðir við afa sinn.
Sigurjón Dagur kíkti líka á afa sinn.
Júlli minn fór nefnilega svo oft með hann til afa gamla.
Gaman að þau skyldu kíkja við.
Það var svo farið í fótbolta með Júllaragogga framan á sér. Svo var farið í að fljúta flugdrekum og margt annað sér til gaman gert, og veðrið var ágætt allan tímann þó stundum hvessti augnablik. Þetta fór allt vel fram og svo var bara að bíða eftir kvöldmatnum.
Boltinn á lofti, erfitt að sjá hann með gogginn.
Pabbi lagðist aðeins fyrir, en hann var hrókur alls fagnaðar og allir komu til að heilsa honum og ræða við hann. Hann eins og hann er vanur reitti af sér brandara, og mundi eftir öllum.
Hann naut sín alveg í botn.
Sumir gátu ekki staðist að prófa stólinn.
Og svo getur hann ennþá horft á stelpurnar og ekki verra að hafa svona glæsilega konu sér við hlið.
Já hann heilsaði líka minnsta manninum í fjölskyldunni.
Flottir ættingjar.
Hæ litli maður!
Sestur og nýtur matarins, fékk sér tvisvar á diskinn.
Fólkið að setjast til borðs.
Hann smakkaðist mjög vel og ég gat ekki heyrt annað en allir væru ánægðir.
Þessi ágæta vinkona mér var hér óvænt með einni frænku minni. Alltaf jafn sæt þessi elska.
Sunna mín, en hún stóð sig rosalega vel með alla skipulagninguna sem var á hennar herðum, með dyggri aðstoð Júlíusar Högna. Mótið var þeim báðum til mikils sóma. Hápunktur kvöldsins var þegar haldinn var minningarstund um þá sem farnir eru. Myndir og ljóð, það vöknaði hvert auga í salnum meðan við minnstumst látinna ástvina okkar.
Þess vegna er þakklætið líka meira fyrir þá sem við höfum ennþá hjá okkur. Og ekki síst sem rísa frá dauðum svo til, og eru meira kraftaverk en hægt var að ímynda sér.
Og hann hefur engu gleymt þessi elska.
Svo var endað á happdrætti og verðlaunaafhendingu.
Í öðru sæti í fótboltakeppni.
Gullhafarnir þau fengu farandsbikar með heim.
Allir sem fengu verðlaun og happdrætti, og þau voru mörg.
Gaman gaman.
Jón Gunnar að ærslast í stóra frænda Jóni.
Gott að setjast niður og slaka á eftir allt atið. Þið voruð rosalega dugleg og eigið heiður skilinn fyrir vel unnin störf. Ný nefnd hefur verið skipuð til að sjá um næsta ættarmót.
það heyrðist eitthvað fljúga fyrir að sumir hefðu móðgast og hefðu ekki komið sjálf og jafnvel beðið aðra að vera heima. Ef þetta er rétt, sem ég veit ekkert um, þá segi ég nú bara, þekkjandi ágætlega júllagenin, ef einhver móðgaður ættingi hefði sagt mér að sitja heima yfir svona ættarmóti, hefði ég farið, jafnvel þó ég hefði ekki ætlað í upphafi.
Þið sem heima sátuð áttuð ekki heimangengt eða súr og ósátt misstuð af yndislegri helgi, gott andrúmslof vinnátta væntumþykja og góður matur og skemmtun. Innilega takk fyrir mig.
Bloggar | Breytt 5.7.2010 kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 2024051
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar