Færsluflokkur: Bloggar
15.9.2010 | 12:26
Smá hugleiðing.
Sæl öll sömul. Veðrið hér var hundleiðinlegt í gær, rok og rigning. Nú er sólin komin fram, en það er komið haust. Þá koma fallegu haustlitirnir fram. Haustið er að mörguleyti minn tími, það er tími fyrir minni vinnu og meiri inniveru.
Skemmtileg gömul mynd af mér Nonna bróður, afa Hjalta og Ásthildi ömmu.
Jamm hér er ég svona í upphafi, fyrsta barn og allt það.
Hér er svo Atli frændi, þessi mynd er svona fyrir vini mína á sjúkrahúsinu á Akureyri til að hengja upp við hliðina á silungamyndinni Atli var líka fyrsta barn sinnar móður. Okkur hættir víst til að vera með allskonar tilstand svona meðan allt er svo nýtt og ferskt eins og fyrsta barnið.
En ég var að lesa ansi áhugavert blogg hjá vinkonu minni Rakel, þar sem hún ræðir um hrunið og gerir það á manna máli.
http://raksig.blog.is/blog/raksig/
Hér segir m.a. :
Fyrir einkavæðinguna nutu íslenskar fjármálastofnanir trausts sem grundvallaðist á þessari mynd. Á þeim sjö árum sem eru liðin frá því að hún átti sér stað hefur þetta heldur betur snúist við. Við einkavæðinguna hófust hinir nýju eigendur þeirra handa við að breyta bönkunum, sem þeir komust yfir, úr hefðbundnum innlánsstofnunum í fjárfestingar- banka sem hafa það hlutverk að þjónusta viðskiptalíf og stóra fjárfesta. Tekjur fjárfestingabanka byggjast ekki á muninum á innláns- og útlánsvöxtum heldur þóknunum fyrir þjónustuna við viðskiptalífið og stóra fjárfesta.
Almenningur fylgdi ofangreindum breytingum ekki eftir [heldur] treysti bankanum sínum eins og hann hafði alltaf gert . Fæstir gerðu sér grein fyrir að með nýjum tímum voru komnir gjörbreyttir siðir. (bls. 59)
Viðskiptavinirnir gerðu sér þess vegna ekki grein fyrir að ekki var lengur litið á þá sem skjólstæðinga bankanna heldur sem vöru sem gat gefið arð. Samkeppni, bæði á milli bankanna og innan þeirra, jókst gríðarlega. Bankarnir kepptust við að bjóða í viðskiptavini samkeppnis-aðilanna með alls kyns gylliboðum og innan bankanna var komið upp söluhvetjandi bónuskerfi.
Þetta hafði þær afleiðingar að þjónustufulltrúarnir sem viðskiptavinirnir álitu að hefðu þeirra hagsmuni í huga voru oft og tíðum að veita ráðgjöf varðandi þjónustu bankans sem skilaði þeim sjálfum aukagreiðslu í vasann. Þ.e.a.s. ef kúnninn beit á agnið.
Grein sína byggir Rakel á 8 bindi rannsóknarnefndarinnar bls. 58 - 67.
Þegar maður gerir sér grein fyrir þankagangi bankaeigendanna, svona svart á hvítu, þá fær maður hreinlega sjokk. Og þetta er einmitt nákvæmlega málið. Fólk eins og pabbi minn sem var heiðarlegur maður, treysti þessum hálfbjánum fyrir sínum málum. Megi þeir hafa skömm fyrir, að fara svo með ærlegan gamlan mann sem hafði unnið alla sína tíð í sveita síns andlitis, frá 14 ára aldri. Svo koma einhverjir hvítflibbar sem aldrei hafa dýft hendi í kalt vatn, og hrifsa til sín allt sem hann hafði nurlað saman og sparað til sinna síðustu ára og fyrir okkur börnin sín.
Málið er að græðgin á sér enginn takmörk, ef hún á annað borð heltekur sálina. Maður missir allt vit og skilning á öðrum manneskjum. Þetta er hræðilegur sjukdómur, sem erfitt er að ráða við.
Nú er greinilegt að samstaða stjórnmálamanna er að hrynja smátt og smátt. Þegar þeir loksins horfast í augu við að þau eru ekki hafinn upp til skýjanna lengur, heldur talin hafa gert hrikaleg mistök á mistök ofan, með aðgerðaleysi, undirlægjuhætti eða stjórnlyndi.
Manni verður eiginlega bumbult við afsakanir þeirra, svo sem eins og þeir hafi ekki vitað betur, eða þessi eða hinn hafi ekki upplýst um þetta eða hitt. Fyrir hvað halda alþingismenn og ráðherrar að þau séu í forsvari fyrir þjóðina? Hafa þau haldið allan þennan tíma að þau bæru enga ábyrgð á gjörðum sínum eða aðgerðarleysi?
Nú þegar loksins á að gera eitthvað í málunum, þá byrjar söngurinn um að það megi ekki dæma þetta fólk, eða það eigi enginn að sæta ábyrgð. Auðvitað þurfa fleiri að fara fyrir Landsdóm. Við almenningur vitum þetta, og auðvitað veit allt þetta fólk það líka. Það er bara svo erfitt að horfast í augu við sannleikann. Og standa eins og illa gerðir hlutir fyrir framan almenning, sem hefur vitað þetta all lengi.
Og eitt er alveg víst, við munum EKKI þola ykkur að draga þetta allt undir teppið. Þolinmæði okkar er á þrotum. Hér hefur ekki verið hróflað við neinum bankaeiganda ennþá, þó verið sé að reyna að klóra í bakka. Ríkisstjórninni virðist það eina leiðin að verja bankana og fjármálakerfið, þó fólkið sé að gefast upp og flýja.
Þegar nú horfir fram á sakbendingar, þá fer að fara um sökudólgana, nú er búið að draga fram hnífasettin, og nú skal hver berjast fyrir sínu. Það er svo sem ágætt að samstaðan er farin. Nóg er nú samt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2010 | 17:35
Afmælið og nokkrar myndir.
Veðrið í dag er yndislegt, það var rok og rigning í gær, en í dag sól og logn. Ég er að reyna að manna mig upp í að ganga frá plöntunum mínum undir veturinn, það er bara svo rosalega mikið mál, og ég hreinlega svo löt, að það gengur hægt. ég er haldinn einhverjum verkkvíða, og kem mér ekki að hlutunum, verð að beita mig hörðu til að fara af stað. Er líka farin að kvíða deginum sem nálgast sífellt, deginum fyrir ári þegar allt lífið hrundi til grunna. En maður verður víst bara að taka því.
Vorum boðin á föstudagskvöldið til okkar ástkæru El Salvadora í grill, og hér fæ ég gjöf fráAlejöndru minni.
Ég átti annars yndislegan afmælisdag. Veðrið var frábært, ég sat og sleikti sólina og naut mín í botn. Og svo fékk ég allt þetta beint í æð, regn, regnboga, sól og ljósasjów.
En almættið lét ekki bara sólina skína á afmælisdaginn minn, heldur hélt fyrir mig sýningu, hér er eitthvað sem afarsjaldan gerist á Íslandi.... lóðrétt rigning. Hvítu strikinn á myndinni er regn.
Ég fékk líka regnboga....
Og ljósasjów. Dásamlega fallegt, og ég var mjög hrifinn að himnafaðirinn og vættirnir skyldu muna eftir mér.
Það er svo skemmtilegt hér á Ísafirði, að það er matsala í Tjöruhúsinu í Neðsta Kaupstað, en líka í Faktorshúsinu í Hæsta Kaupstað. Þar erum víð hér. Það hefur nýlega verið skipt um vert hér, og við fengum góðan mat, lamb og pönnusteiktan fisk. Vertinn ætlar að vera með svona heimilismat í hádeginu í vetur fyrir þá sem vilja, og ég er viss um að fólk kemur hér og matast í þessu notalega húsi, sem er reyndar alveg eins og Neðsti kaupstaður sögufrægt hús.
Um að gera að nýta sér það sem býðst reyndar fer líka að opna í Edinborg nýr staður og svo er Hótelið, það er líka hægt að borða thailenskan mat á Thai Koon og svo er hægt að fá allskonar í Hamraborg.
Ekki mun okkur skorta tækifærin til að matast úti hér á Ísafirði, svo mikið er víst.
Barnsmóðir Júlla míns hafði svo boðið okkur í heita pottinn og osta, freyðivín og rauðvín um kvöldið, og það var mjög yndælt.
Góður endir á yndislegum degi. En ég verð að segja ykkur það sem gerðist líka. Úlfur kom seinna en við, hann hafði farið heim, þar sem við sitjum á spjalli í eldhúsinu, er áberandi mynd af Júlla mínum á veggnum beint á móti mér. Allt í einu kemur Ólöf Dagmar dóttir Siggu hlaupandi fram og segir; hvaða maður er hérna, ég sá einhvern.... í því er bankað á dyrnar og ég veit að það er Úlfur. Ég er alveg sannfærð um að maðurinn sem Ólöf sá var Júlli minn. Sem kom á undan syni sínum. Og það var bara svo notalegt.
Hann er oft að láta vita af sér, vegna þess að hann veit að ég syrgi hann svo mikið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.9.2010 | 15:03
Góða veðrið á Ísafirði og smá hugleiðing.
Hér á Ísafirði hefur verið sól og blíða alla vikuna, hitinn um og yfir 20 °. Ekki hefur verið sérstaklega bent á þetta í fjölmiðlum, enda er veðrið á Vestfjörðum best geymda leyndarmál okkar landsmanna, og eigum við þó mörg slík, sérstaklega í pólitíkinni.
Í gærmorgun var svona mistur yfir bænum okkar, algjör þögn og kyrrð.
Skúturnar á pollinum hreyfðust ekki.
Einn af þessum fallegu morgnum, sem hafa verið lygnir í allt sumar, en meira þó um sólskinið.
Eftir hádegið reif svo sólin burtu mistrið og skein eins og venjulega í sumar, og það gerir hún líka í dag.
Svona s
máhugleiðing.
Það hyllir undir einhverskonar uppgjör á æðstu stöðum, og margt bendir til að nokkurs titrings gæti í röðum þeirra framá manna áttu að vera á verði í hruninu. Sérstaklega hjá þeim sem hafa staðið til hliðar, en eiga þó sína sök, með því að þegja og leyfa öllu að fara fram, án þess að lyfta litla fingri.
Ég er viss um að engan grunaði að fallið yrði svona hátt, og þetta yrði svona svakalegt, en samt, fólkið sem almenningur kaus til að fara með sín mál, treysti þeim fyrir velferð sinni, brást. Og ekki bara þeir sem stóðu á verðinum meðan allt fór til andskotans, heldur líka þeir sem tóku svo við og þóttust ætla að bjarga okkur, mynda skjaldborg og velferðarbrú.
Ég var að lesa þessi ummæli frá 1997 eftir Jóhönnu Sigurðardóttur sem hljóðar svo;
Þann 1. janúar 1997 sagði núverandi forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir að fátækt á Íslandi væri þjóðarskömm.
Hún sagði einnig orðrétt: "Það er vissulega mjög alvarlegt ef sá maður sem öðrum fremur hefur fjöregg þjóðarinnar í hendi sér, sjálfur forsætisráðherrann neitar að horfast í augu við þá staðreynd að tugir þúsunda heimila í landinu búa við kjör nálægt sultarmörkum. Þetta er smánarblettur á þjóðinni," segir á vef Verkalýðsfélags Akraness.
Nú situr þessi sama kona sem forsætisráðherra og horfist ekki í augu við þjóðina sína, heldur fer undan í flæmingi. Það þarf að bjarga bönkunum og auðmönnunum, meðan almenningi blæðir út.
Jóhanna er ekki ein um svona hugsunarhátt og framkomu, því miður er þetta viðtekin venja þeirra sem komast að völdum. Þess vegna er öllu tjaldað til að komast til valda. Ekkert prinsipp er svo heilagt að ekki megi býtta því út fyrir valdastól. Það sést til dæmis vel á Steingrími J. Sigfússyni, ef menn nenna að fletta upp því sem hann sagði fyrir kosningar og svo eftir á. Engan AGS, ekkert Icesave, ekki ESB. Það versta var að fólk hlustaði á hann og treysti því að hann væri að meina það sem hann sagði.
Þarna úti bíða aðrir forystumenn annara flokka sem vilja komast að. Þeir munu gera allt og lofa öllu til að fá athygli fólks og trúnað.
Málið er að loksins er almenningur að vakna upp við þann ljóta draum, að þjóðin var aldrei neinn hluti af þessu plani. Við vorum bara nytsamir sakleysingjar sem þeir þurfa á að halda til að borga eyðsluna. Og sífellt fækkar í hópnum. Sífellt fleiri flytja erlendis til að komast í burtu frá spillingu og óheiðarleika, feluleikjum og lygum. Aðrir hafa misst allt og verða að vera upp á náð og miskunn velferðarkerfisins, þar sem skammtað er naumlega úr hnefa. Svona á meðan útrásarliðið lifir í vellystingum praktuglega og skortir ekki neitt. Þeir eru heldur ekki bornir út úr villum sínum, nei þeir fá stöðugleikasamninga, afskriftir og meiri lán.
Svo er verið að krefja menn um að sýna Alþingi virðingu. Virðing kemur ekki með valdboði, heldur ekki með peningum eða mútum. Virðing verður einungis fenginn með eigin framkomu og heiðarlegum vinnubrögðum.
Nú er svo komið að þó ráðamenn séu jafnvel að reyna að gera eitthvað rétt, þá treystir þeim enginn lengur. Þið ágætu alþingismenn og embættismenn eruð búin að missa bæði traustið og trúnaðinn. Það verður erfitt að vinna það upp aftur. Ekki er það heldur gæfulegt þegar kúlulánaþegar sem hafa fengið allt sitt niðurfellt, og söfnunarpésar sem neita að gefa upp í hvað peningarnir fóru og hver styrkti, ætla sér að sitja áfram á Alþingi eins og ekkert sé.
Þið getið auðvitað setið þar í krafti laganna og flokksins. En það megið þið vita að virðingu almennings hafið þið varla. Ekki vildi ég vera í þeim sporum, þó allt gull heimsins væri í boði. Sjálfsvirðingin og mannorðið er með því helgasta sem maður á fyrir utan ástvinina. Þið getið varla haft hvorugt ef þið eruð á annað borð með samvisku.
Mér virðist vera farið að skorta mikið á þolinmæði og jafnvægi þeirra sem sitja þingið. Mér sýnist álagið og allur leikaraskapurinn vera að sliga samvisku manna þar. Enda ekki skrýtið, því þið hljótið að finna fyrir vantrausti og vanþóknun almennings á verkum ykkar. Þið ættuð að fara meðal almennings og hlusta á hvað fólkið á götunni er að segja um sína hagi, en ekki treysta bara á sérfræðinga sem hafa sína visku upp úr skýrslum og bókum, en ekki frá fólkinu sem verið er að fjalla um.
Ef til vill þurfum við þennan skell til að sjá að ráðamenn eru engar heilagar kýr, heldur fólk sem boðist hefur til að vinna fyrir okkur. Og að það er okkar að veita þeim aðhald og refsa þeim þegar þeir standa sig ekki, en ekki bara bugta okkur og beygja eins og almúgamenn fyrr á árum, sem voru leiguliðar og þrælar höfðingjanna, við erum á góðri leið í það sama far aftur ef við gætum okkar ekki.
Málið er að gjáin milli stjórnmálamanna og almennings er orðin svo breið að það heyrist ekki á milli. Ég hugsa að þar kæmi velferðarbrúin sér vel, og þá ætti að vera hægt að byggja skjaldborgina og gleyma um stund bönkunum og þeim sem þar sitja og deila og drottna, ríki í ríkinu og handvelja þá sem settir verða á og hverjir verða settir í sláturhúsið. Og mér skilst að þar sé ekkert eftirlit. Getur það virkilega átt sér stað?
Hver lætur sér detta í hug að ráða bankaræningja til að sitja og skipta ránsfengnum milli manna?
En þetta er nóg í bili. Við getum lokað augunum fyrir neyð annara, við getum jafnvel öfundað aðra og hneykslast á fólki, en ef við sjálf erum ekki heil á sálinni og gerum okkar besta af heiðarleika þá líður okkur einfaldlega ekki vel. Og hvort skyldi nú vera betra upp á framtíðina, gróði eða gæfa. Þetta fer nefnilega aldrei saman. Eigið góða helgi.
Má svo ekki bjóða ykkur ávexti svona í lokin.
Vínber?
Eða perur?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
8.9.2010 | 12:50
Hörður með sína árlegu Hausttónleika annað kvöld.
Á morgun heldur Hörður Torfason sína árlegu hausttónleika. Ég vldi að ég væri í Reykjavík, þá myndi ég fara. Nú er hann því miður hættur að fara um allt land eins og hann gerði í áratugi. Og margir sem sakna hans um landið. Hörður er einstakur listamaður, tónleikar hans eru lifandi og skemmtilegir. Hann er bæði leikari, leikstjóri og höfundur, svo hann hefur allt sem þarf til að gera góðan performans.
Hann kom alltaf við hjá okkur þegar hans leið lá til Ísafjarðar. Þeir Elli minn eru æskuvinir, og slík fer ekki svo glatt.
Hörður er til fyrirmyndar í flestu, hann hugsar vel um líkama sinn, og eyðir aldrei fé sem hann á ekki. Þess vegna var erfitt að hanka hann þegar hann einbeitti sér í Búsáhaldabyltingunni. Sjálfs sín herra alla tíð.
Hann hefur líka opnað dyrnar fyrir samkynhneygða þó það kostaði hann þá fórn að þurfa að flýja land um tíma. En það sýnir að þar fer maður með kjark og þor, og baráttuvilja ekki bara fyrir sjálfan sig heldur
aðra sem eru í sömu sporum.
Það er alltaf gaman þegar hann kíkir við og fær sér te og spjallar um allt sem skiptir máli.
Ég man ennþá þegar ég sá hann í fyrsta skipti í sjónvarpinu syngja um Guðjón bak við tjöldin.
Hér ætti að vera hægt að hlusta fyrir þá sem missu af kastljósinu í gær.
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4544924/2010/09/07/2/
Elsku Hörður til hamingju með afmælið 4. sept. Ég óska þér alls góðs og vona að það verði húsfyllir annða kvöld.
Bestu kveðjur frá okkur Ella báðum, við verðum með þér í huganum. Og hlökkum til að fá að sjá þetta í sjónvarpi allra landamanna, því auðvitað taka þeir þetta upp, það er enginn spurning.
Knús og kram
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.9.2010 | 16:43
Til hamingju með afmælisdaginn elsku Bára mín.
Stóra stúlkan mín á afmæli í dag.
Bræðurnir hér voða góðir við litlu systur. En þegar hún stækkaði, og ég reyndi að ala þau upp í jafnrétti, og við pabbi þeirra skipulögðum svo að þau átti sitt hvora vikuna í eldhúsinu.... þá fór það einhvernveginn svo að Bára mín var alltaf að ganga frá og vaska upp. Og þegar við fórum að skoða málin, komumst við að því að þeir borguðu henni fyrir... Skrýtið!!!
Já hver man ekki eftir Ásthildi sullukollu Cesil? Þetta er mamma hennar
Já bangsi varð auðvitað að fá að fara út að leika líka.
Við fórum oft í útilegur með börnin okkar, þetta er Bára mér hér fremst, allir að hjálpast að að gera við sprungið dekk.
Og svo var tjaldað og grillað. Þetta voru skemmtilegir tímar.
Upp í sumarbústað hjá afa Skafta.
Þessi mynd er frábær.
Það var líka gott að fá sér ís á heitum degi.
svo óx þessi ungi minn úr grasi, og ákvað að verða dýralæknir. Hún var alltaf að koma heim með dýr, alveg frá páfagaukum upp í hunda. Svo heimilið varð fljótlega algjör dýragarður.
Svo fór hún í hestana, og lærði tamningar. keypti sér góða hesta og fór í ræktun. En þá var líka best að fara og læra dýralæknistörf með hesta sem sérgrein. Og ég er svo stolt af henni, því hún hefur staðið sig með afbrigðjum vel alla skólagönguna.
Svona smá stelputeiti inn á milli er bara gott.
Hún er líka góð mamma. Hvernig henni tókst að halda sönsum með börnin sín hjá mér í um tvö ár, sýnir hve sterk hún er og ákveðin í að halda sínu striki. Nú eru þær sameinaðar út í Austurríki, þannig á það líka að vera.
Elsku Bára mín ég segi bara innilega til hamingju með afmælið þitt, og vonandi áttu skemmtilegan dag með Bjarka og stelpunum. Ég sendi ykkur allavega mínar hlýjustu kveðjur og segi Til hamingju með daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
5.9.2010 | 17:28
Guðmundína Sigurfljóð Júlíusdóttir Horn, blessuð sé minning þín.
Í gær var jarðsett elskuleg frænka mín Guðmundína Sigurfljóð Júlíusdóttir Horn. Mumma frænka eins og við kölluðum hana, var föðursystir mín. Fædd 1915 á Atlastöðum í Fljótavík. Hún dó 9 apríl 2010, í Bandaríkjunum. Hennar hinsta ósk var að fá að liggja í íslenskri mold hjá föður sínum og móður, og litla bróður mínum Júlíusi, sem dó aðeins 7 mánaða gamall.
Mumma fór frá Fljótavík 14 ára gömul í vist á Ísafirði, en svo gerðist með flestar ungu stúlkurnar í sveitinni, það voru hefðarkonur hér sem gjarnan vildu fá duglegar stúlkur, saklausar úr fámenninu. Sennilega hafa kröfur þeirra heldur ekki verið miklar, því ekki var um að ræða þægindi né annan lúxus.
Leið Mummu lá svo suður og þar kynntist hún eiginmanni sínum, William Horn, hann var hermaður í Ameríska hernum, en vann síðan aðra vinnu á Vellinum þegar tíma hans sem hermanns lauk.
Mumma var yndisleg kona og full af glettni. Hún lét sér sko aldeilis ekkert fyrir brjósti brenna.
Þau bjuggu í Keflavík, uns maður hennar lést, hún stóð þá uppi ennþá ung kona með tvo unglinga. Hún átti um að velja að vera kyrr, en líka að fara til Bandaríkjanna og fá þar námsstyrki fyrir börnin sín og lífeyri.
Hún ákvað að fara. Keypti flugmiða aðra leið, og tók svo næstu rútu frá flugvellinum, og þar sem stoppistöði hennar var, fór hún út. Og byrjaði þar að leita að húsnæði og vinnu. Ef þetta er ekki Fljótavíkuráræðni og kjarkur þá veit ég ekki hvað.
Hún kom auðvitað börnunum sínum til manns. Guðrún Agnes Horn.
Og Villiam Horn Jr. Hann er nú í alríkislögreglunni Bandarísku.
Hér eru þau öll sömul. Og þau eru sömu íslendingarnir og þegar þau fóru.
Mumma á heimili sínu hún flutti til dóttur sinnar Guðrúnar eða Pet eins og hún var alltaf kölluð, þegar hún giftist Jerry Bedar. Jerry er tannlæknir og ef þið haldið að tannlæknar í Ameríku hafi það rosalega gott, get ég sagt ykkur að Jerry vinnur allt að 10 tíma á dag, því þegar hann lýkur vinnu sinni á læknastofunni, fer hann og vinnur niður í bæ við að sinna þeim sem ekki geta greitt fyrir þjónustuna, sýnir bara hvers lags öðlingur þessi maður er.
Her er pabbi minn og mágur hans, með Jerrý og Bill fyrir mörgum árum í USU.
Það voru mörg knúsin hjá systkinabörnunum, ekkert síður en hjá mínum barnabörnum. Við erum eins og rosagóðir vinir, og þó við hittumst ekki í 20 ár, þá er eins og við höfum sést í gær, þvílíkur er kærleikurinn milli okkar, Snúður lætur sér þó fátt um finnast.
Mumma frænka var eins og pabbi og fleiri systkinin prakkari hinn mesti. Og hún var ákveðin í að láta jarðsetja sig hér á Ísafirði, og hún vildi láta brenna sig og setja öskuna í kaffikönnuna sem hún drakk sitt kaffi úr á hverjum degi. Dagurinn hjá henni byrjaði ekki fyrr en hún var búin að fá sér kaffisopa út sínum kaffibrúsa. Þetta finns mér sýna í hnotskurn hugsunina hjá þessum systkinum, þau gerðu sér grein fyrir því sem skipti máli. Og hvað er betra en að fá að dvelja í sinni eigin kaffikönnu, heldur en að vera í einhverri fínni krukku sem hefur enginn tengsl við sál eða líkama.
Athöfnin var rosalega falleg og hjarnæm. Þar mættu ættingjar bæði héðan og langt að.
Prestinum mæltisl líka vel, og hann talaði bæði á ensku og íslensku. Því þó bæði Pet og Bill skilji heilmikið í íslensku, þá er það svo að barnabörnin skilja ekki nóg. Svo athöfnin fór fram á báðum tungumálum.
Yndislegur stúlknakór söng við athöfnina og gerði það með sóma. Stjórnað af Bjarney Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur. Organisti er Hulda Bragadóttir. Bjarney söng svo lagið okkar Balda um Fljótavík og gerði það með sóma.
Hitinn var yfir 20° og sólskin.
Prestur og fjölskylda Mummu komin alla leið frá New York, Guðrún Agnes, Jerry maður hennar, Jake og Jessica, og hennar kærasti sem kemur alla leið frá Hawaii.
Á eftir var svö öllum boðið í humarsúpu sem var sannarlega vel þegin.
Jessica mín, þú mátt taka þetta sem hint. Mamma þín er farin að þrá barnabörn, og svo er gifting á Hawaii næsta sumar, svo það verður stutt í svona ljúfust mín.
Hér eru fjögur af þessum systkinum, Mumma, pabbi, Jói og Judith. Þau voru alla tíð mjög samstæð og kærleiksrík og sterk bönd milli þeirra, alveg eins og við börnin þeirra finnum hjá okkur.
Þau fóru rúnt um Vestfirði fyrir nokkrum árum fjögur systkinin, hér eru þau við bæinn þar sem amma þeirra fæddist. En málið er að meðalaldurinn var rúm 80 ár, og þegar þau komu við í Bjarkarlundi, leit veitingamaðurinn út og spurði svo, hvar er bílstjórinn? Það var reyndar pabbi minn. en hér eru Júdda, Mumma og Jói.
En eins og ég sagði, eru líka sterk bönd milli okkar barnanna þeirra, hér eru Atli frændi og Pet.
Bill frændi og Atli.
Systkinin yndislegu í kirkjunni, komin alla leið frá BNA til að verða við hinstu ósk móður sinnar.
Set þessa mynd af Sunnu frænku minni af einskærum prakkaraskap, því þetta er svo ólíkt henni, svona töffarastælar, hún er yndislegasta manneskja í heimi.
Hér sjáið þið Judith og Þórð Júlíusson júníor.
Bill, Þóra og Grétar á góðri stund.
Við áttum líka góða stund með bróður mínum Gunnari inn í "skógi" seinnipartinn, hér eru Grétar, Guðrún Agnes, Þóra og Elli.
Elli minn Stína mágkona Inga kona Didda frænda, Diddi, Gunni bróðir minn, Guðrún Agnes og Þóra.
Stolt amma.
Stubbur með sveppi, sem hann ætlaði sko að borða í kvöld.
Og svona mitt í öllu amstrinu fékk Atli frændi náðarsamlegast að taka upp kartöflur í matiinn
Smá himnagallerí, en hér er veðrið búið að vera þvílíkt með eindæmum gott, yfir 20° hiti og sól, með einstaka hitaskúrum á milli. Gerist ekki betra.
Og inn á milli smátími fyrir barnabörnin mín.
Elsku hjartans Mumma frænka mín, þú varst hetja eins og þitt fólk allt, og við börnin og barnabörnin vonandi líka. Þín er sárt saknað. Það var gott að koma til þín í heimsókn, og þú varst amma allra krakkana í hverfinu á Long Beach. Ég er viss um að allt hverfið í kring um þig hefur misst mikið, alltaf varstu samt sama Fljótavíkurbarnið, hrein og bein, heiðarleg og dugleg. Lést ekkert buga þig. Ég er stolt af því að vera náin ættingi þinn og ég er stolt af uppruna mínum. Ég er líka ánægð með að börnin þín ætla sér að koma oftar og vilja sækja sinn rétt um að vera íslenskir ríkisborgarar. Blessuð sé minning þín og ykkar allra sem farin eru. Elsku Judith mín sem ert ein eftir, megi allir góði vættir styrkja þig og vernda, og megir þú eiga marga góða og fagra daga framundan. Fallega yndislega frænka mín.
Bloggar | Breytt 6.9.2010 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.9.2010 | 13:00
Smá hugleiðing í sól og blíðu á Ísafirði.
Þegar þetta er ritað er orðið ljóst að ráðherraskipti hafa orðið í ríkisstjórn. Jóhanna hefur setir sveitt við að ráða og reka. Hún virðist hafa gert þetta alein því enginn þykist vita neitt eða hafa með málin að gera. Meira að segja aðspurður sagði Össur í gær og lyfti höndum eins og biskupnum er svo gjarnt, að það væri alvaldurinn sem réði þessu öllu.
Finnst engum það skrýtin vinnubrögð að þó einhver sem vinnur sem forsætisráðherra, geti að eigin geðþótta deilt og drottnað? Enginn veit neitt, eða getur sagt af eða á?
Ég held að þessi ágæta manneskja sé komin á frekar hálan ís. Hún tók að sér (Pínd) forystu í ríkisstjórn þar sem samfélgaið var með allt niður um sig. Enginn treysti sér til að taka við búinu. Auðvitað vissu allir á þinginu hvar var í farvatninu, og þeim þótti vænna um eigið rassgat, (hefðu ef til vill hoppa þangað sjálfviljugir til að sleppa)
En Jóhanna taldi sig geta ráðið við þetta. En því miður þá fór svo að þessi fyrrum vinsælsti ráðherra, missti allan trúverðugleika frá fyrstu dögum. Það hefði ekki þurft að fara svo. Ég skili ekki ennþá af hverju hún sprengdi bombu í sinni fyrstu ræðu, sem hún hefði átt að vita að myndi sundra þjóðinni. Eftir það varð ekki aftur snúið. Ef hún hefði til dæmis byrjað á því að setja saman skjaldborg um heimili, hlú að sálarlífið þjóðarinnar. Hefði bæði þessi ríkisstjórn og hún sjálf geta setið sátt við Guð og menn.
Þessi afglöp hennar hljóta að vera vegna þess að hún hafði ranga ráðgjafa, eða að hún réði ekki sjálf. Var bara frontur fyrir aðra sem ekki treystu sér í óvinsældirnar sem þeir vissu að myndu koma.
Nú er hún komin út í horn og flestir búnir að snúa við henni bakinu. Þeir skjalla hana svona til að sýnast, en sverja af sér allt sem hún er að gera með þessar skiptingar. Ég veit ekkert, ég gerði ekkert, ég hefði auðvitað gert þetta öðruvísi, geta þeir nú hvíslað að reiðum flokksbræðrum.
Ég hafði trú á Jóhönnu lengi vel, eða alveg þangað til hún varð forsætisráðherra og gerði sitt fyrsta verk að leggja til að við yrðum að fara inn í ESB. Síðan hefur hún valdið mér sífellt meiri vonbrigðum, og loks þannig í dag að ég þoli ekki manneskjuna. Það gerir svo sem ekki mikið til í sjálfu sér, því hún er að mestu horfinn af yfirborði jarðar. Það er bara í svona málum sem hún er dregin fram og látin taka ábyrgðina.
Steingrímur siglir lygnan sjó með sitt fólk. En meira að segja lyng sjór getur verið varasamur, því þó yfirborðið sé slétt, getur ýmislegt ógeðfellt og hættulegt leynst þar undir. Og ein mistök geta kostað að skrýmslin skríða upp. Jafnvel á versta tíma.
Steingrímur hefur verið uppvís að svíkja öll sín kosningaloforð. Og mér sýnist á öllu að grasrótin sé ekki par ánægð, og margir hafa látið sig hverfa. Flýtur meðan ekki sekkur virðist vera mottóið hjá honum.
Lítið hefur heyrst í formanni Framsóknarflokksins undanfarið. Hann er að átta sig á að best er að þegja og láta stjórnina um vindhögginn. Leyfa pöplinum að gleyma Framsóknarflokknum smátíma, því fólk er svo fljótt að gleyma.
Sama er um Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni Ben er ekki mikið í umræðunni í dag, þar er teflt fram konu sem þykir vera í hreinni kantinum Ólöfu Norda.
En grasrótin, fólkið í landinu horfir upp á þetta og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hvar er Skjaldborgin, hvar er velferðarbrúin, hvar er björgun smá fyrirtækja og uppbygging atvinnutækja?
Þetta hefur allt verið sett aftur fyrir björgun útrásarvíkinga, hjálpa þeim að afskrifa skuldir en halda að mestu eigum sínum. Hafa fólk í skilanefndum bankanna sem var sjálft tengt inn í bankahrunið. Þar sem er vélað um fyrirtæki landsins, og sumum hyglað öðrum sparkað. Engar aðgerðir til að bjarga landsbyggðinni. Allt skal sogað til Reykjavíkur.
Ég vona samt að þessi uppstokkun verði til góðs þrátt fyrir allt. Ég hef trú á Ögmundi Jónassyni, og gleðst yfir að hann fái embætti sem felur í sér dómsmál, innflytjendamál og málefni lögreglunnar. Þessi mál hafa að mínu mati verið í algjöru lamasessi og ómannúðleg.
Ég er líka ánægð með að þau þorðu ekki að hrófla við Jóni Bjarnasyni, því ég held að hann sé staðfastur og góður vinnumaður. Ég skora á hann að þora að ráðast að stærsta vanda þjóðarinnar, það er að knésetja L.Í.Ú og landbúnaðarmafíuna, þá sem vilja deila og drottna yfir þessum málum.
Það þarf að losa um kvóta bæði í sjávarútvegi og landbúnaði. Leyfa bændum að slátra heima og selja sínar afurðir sjálfir, en ekki standa vörð um mafíu sem vill stjórna bændum eins og hverjum öðrum leiguliðum. Það þarf að afnema kvóta bæði í sjávarútvegi og landbúnaði, og afskrifa skuldir á móti. Þannig að bændur og sjómenn geti byrjað á núlli, nema auðvitað þeir sem skulda langt umfram kvótaeign. Til að gera þetta þarf kjark og þor. Því þessir aðilar hafa komið sér svo fyrir að þeir verja sinn "eignarrétt" með kjafti og klóm, og halda þar með landinu í fátæktarböndum þræla.
Ég er líka ánægð með Svandísi Svavars því hún þorir að standa fast gegn landnýðingum sem vilja valsa yfir náttúr Íslands og selja hana útlendingum. Það þarf samt að gera enn betur og ná HS orku af Magma.
Ég get alveg ímyndað mér að Guðbjartur geri góða hluti í Velferðarráðuneyti, en skil ekki af hverju menn notuðu ekki tækifærið og losuðu sig við sólbrúna snoppufríða flónið sem er ekki nógu þroskaður til að hafa þau völd sem hann fær. Það hefði verið hægt að fá konu í staðinn, ef Jóhönnu var svona mikið um að halda kynjakvóta. Sem mér finnst reyndar skipta minnstu máli. Aðalmálið er að þær manneskjur sem veljast til starfa fyrir okkur landslýð séu starfi sínu vaxinn, hvort sem þau hafa tippi eða píku, fyrirgefið orðbragðið, en þetta er svo tussufínt tungumál sem við erum farin að taka upp hér í stjórnsýslunni.
Reyndar hef ég hugsað mér að minnka til muna að ræða þjóðfélagsmál. Hætta að mestu að hlusta á fréttir og fara að hugsa um það sem stendur mér nær. Ég er orðin gömul kona, ég get ekki breytt heiminum, en ég get ef til vill komið smá gleði og von til vina minna. Þ.e.a.s. ef ég festi mig ekki í þeim dapurleika sem stjórnmál eru í dag. En þau eru beinlínis mannskemmandi öllu hugsandi fólki, sem hefur réttlætiskennd og vill jafnræði þegnanna.
Ég vil segja þetta að lokum. Hverri upphefð fylgir ábyrgð. Og þó sprelligosarnir sem er hyglað á alla lund af kjötkatlakósýstólaliði virðist sleppa fyrir horn. Þá kemur sú tíð að þeir munu þurfa að borga til baka það vonda sem þeir baka öðrum. Þetta fólk getur því brosað og hrósað sigri, en það getur alveg verið meðvitað um að það getur aldrei keypt sér virðingu samborgaranna, né fyrirgefningu ef það sýnir ekki iðrun. Hamingjan eina og sanna er heldur ekki til sölu.
Enginn getur verið glaður og frjáls nema vita í hjarta sínu að hann hafi komið vel fram við alla, sýnt þeim virðingu og velvild. Og fyrir almættinu erum við öll jöfn. Það getur því enginn hreykt sér eins og hani á haug, nema fyrir sjálfan sig. Þetta mun koma vel fram í vetur, þegar kúlu- og spillingarlið sest aftur á alþingi Íslendinga, búið að fá bagga sína afskrifaða, en þarf að horfa upp á að allt er tekið af almennum borgurum. Skyldi til dæmis afskrifaðar 500 millur ekki fljúga í gegnum einhvern huga? Nú eða milljónir sem menn sönkuðu að sér og hafa ekki viljað gera grein fyrir, þegar einstæðar mæður verða bornar út af heimilum sínum. Svo ekki sé talað um staðföst laun fyrir þingstörf og feitir eftirlaunasjóðir í biðstöðu.
Ég get ekki borið virðingu fyrir þessu fólki, og mér þykir það ekki einu sinni leitt. Hjarta mitt slær með fólkinu sem býr í þessu landi og er undirokað af öðru fólki sem er komið langt frá því samfélagi sem hér er. Enda von ég er ein af þeim.
Þess vegna verðum við að fara að læra að standa saman, og sameina kraftana til að búa til réttlátara, sanngjarnar og manneskjulegra samfélg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.8.2010 | 12:07
Hvað getum við gert, fólkið í landinu til að fá sömu fyrirgreiðslu og allir afskriftapésarnir?
Ég vil byrja á að þakka öllum þeim sem hafa sýnt okkur samúð og vilvilja, það er okkur ómetanlegt mitt í öllu þessu gjörningarveðri. Ég er að vona að þessum tilfinningalegu erfiðleikum fari að ljúka. Ég er búin að fara til læknis og láta skoða líkamlegt ástand mitt, er komin með of háan blóðþrýsting og magabólgur af þessum ástæðum. Ég þarf sennilega að vinna betur úr sjálfri mér, en ég bara get það ekki eins og er. Alveg síðan Júlli minn dó, hef ég þurft að berjast við allskonar andlega erfiðleika, og þegar ofan á þetta persónulega bætist vonleysi með gagnslausa ríkisstjórn og innlimun í ESB sem ég er algjörlega á móti, þá eykur það svo sannarlega á mína persónulegu vanlíðan.
Þegar þessi ríkisstjórn tók við, varð mér frekar létt, hugsaði sem svo að þetta fólk þ.e. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur væru fólk sem hægt væri að treysta til að standa sig og gera góða hluti.
Vonbrigði mín hafa því verið gífurleg að uppgötva að forsætisráðherra landsins er löngu farin í felur, hennar fyrstu mistök voru að í stað þess að berja þjóðina saman til sátta, valdi hún málefni á oddinn sem var vitað mál að myndi tvístra þjóðinni í tvær eða fleiri fylkingar ESB málið. Þvílík vanhugsun og skammsýni. Þetta mál ásamt Icesave og AGS drápu niður í henni allan kjark og þor og eftis situr kona sem er gjörsamlega búin að vera.
Steingrímur tók þá við keflinu, hann djöflaðist áfram, gerði hverja gloríuna fætur annari, sendi vin sinn til að skrifa undir skuldindingar um Iceave sem voru mjög umdeildar og sem betur fer hafnaði þjóðin slíku gjörræði. Hann hefur síðan gert hverja kjánavitleysuna á fætur annari, svo að okkar færustu sérfræðingar á sviði alþjóðamála hafa misst alla trú á honum, enda virðist honum fyrirmunað að sækja sér aðstoð fagfólks, en vill heldur treysta pólitískum vinum sínum. Það hefur reyndar aldrei gefist vel.
Síðan er hver ráðherran í einhverri vitleysu sem ekki er hægt annað en að vekja kjánahroll. Það fer fyrstur Árni Páll Árnason, sem hefði sennilega allstaðar annarsstaðar verið verið hrókerað út fyrir sér færari mann.
Iðnaðarráðherra sem blaktir og vingsar eins og peningamennirnir vilja.
Álfheiður sem sjálf þekkir ekki neyð nema af afspurn, og eftir því sem sagt er, er einmitt hennar eiginmaður ekki saklaus af því að auka á þá neyð sem lögmaður og innheimtuaðili.
Katrín menntamálaráðherra hefur mér alltaf fundist stelpuskotta sem hefur aldrei þurft að vinna fyrir salti í grautinn sinn, þess vegna fannst henni bara gott mál að halda áfram að byggja menningarhús í Reykjavík sem kostað hefur þjóðina fleiri milljarða, og hefur farið a.m.k. helmingi meira fram úr upphaflegum áætlunum en gert var ráð fyrir. Þetta er eins og ein ágætis frú í Danmörku sagði þegar hún frétti að íslendingar syltu því þeir ættu ekki brauð, af hverju fá þau sér ekki kökur.
Gylfi Magnússon hefur svo sannarlega sýnt að hann kom þarna inn á fölskum forsendum, talaði fallega á Austurvelli, en reyndist svo vera besti vinur bankamanna og útrásarvíkinga.
Við erum með utanríkisráðherra sem hefur það á sinni helstu stefnuskrá að koma okkur inn í ESB með öllum tiltækmum ráðum, þar er smá hvít lygi eða jafnvel kolsvört meðul sem helgar tilganginn.
Samgönguráðherra sem er einn af gömlu fyrirgreiðslupólitíkusunum, að hygla sínu kjördæmi fyrst og fremst.
Við erum reyndar með dómsmálaráðherra sem hefur sýnt bæði snerpu og áræðni til að taka á málum. Það væri því synd að láta hana fara fyrir annan pólitíkus.
Landbúnaðar, og sjávarútvegsráðherra er einn af þeim fáu sem stendur við sína sannfæringu í embætti, og er þar með talin óalandi og óferjandi. Ég treysti honum samt best af þessum stjórnendum.
Og líka Svandísi Svavars. Hún hefur sýnt að hún er með bein í nefi og þorir að standa gegn væli peningaaflanna og landnýðinganna sem eru tilbúnir að selja bæði landið okkar og ömmu sína ef því væri að skipta.
Þetta eru ef til vill hörð orð, en þetta er mín upplifun af þessu fólki, sem hefur tekist á hendur að verja landsmenn, en hefur svikið hana í örvæntingu, fátækt og vonleysi. Bæði með aðgerðum sem eru andstæð vilja þorra þjóðarinnar og svo á hinn bóginn með aðgerðarleysi sínu til að búa til þá skjaldborg og velferðarbrú sem þau lofuðu. Eina sem hefur gerst er að hér sitja bankamenn sem deila og drottna, afskrifa milljarða skuldir þeirra sem allt eiga, sumir hafa orðið uppvísir að fá niðurfellingu sjálfir á sínum skuldum en sitja samt við kjötkatlana og neita öðrum verr stöddum um það sama.
Þetta er ljót saga, frá mínum bæjardyrum er hún sönn.
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég undir skuldbindingu fyrir fyritæki sem ég taldi eiga góða möguleika á að standa undir sér. Þetta gerði ég þrátt fyrir margar viðvarandi föður míns um að veðsetja aldrei húsið mitt. En hvað gerir maður ekki fyrir ástvini sína.
Þegar kreppan kom, fór allt á niðurleið, líka þetta fyrirtæki. Ég var líka búin að leggja þar inn tugi milljóna króna til að hjálpa til við reksturinn. Þetta hvarf allt saman í hítina. Svo kom í ljós að það hvíldu milljónir líka á húsinu mínu. Þess vegna hefur það nú lent undir hamrinum.
Það var vegna veða Sparisjóðs Vestfjarða í því. En svo gerðist það að sparisjóðurinn okkar sameinaðist fleiri sparisjóðum, og þar ráða menn sem engu eira að mínu mati.
Stjórinn hér hefur engin umráð eða leyfi til að gera neitt. Á undan honum sat annar bankastjóri sem var búin að gera við okkur munnlegar samning um að húsið yrði metið upp og fengið út hvers virði það væri, við myndum síðan kaupa húsið á því verði. Þegar sá bankastjóri hætti, fannst ekkert til staðfestingar þessum samningi, og því var öllu saman rift. Uppboð skyldi það vera. Daginn fyrir uppboðið hringdi svo bankastjórinn í manninn minn og tilkynnti honum að ef hann leggði 12 milljónir á borðið myndu þeir hætta við uppboðið. Þetta var um svipað leyti og faðir minn dó, svo ef til vill hafa þeir séð sér færi á borði að geta klóað í arf. Þeir hefðu átt að vita manna best að bankakerfið og útrásarvíkingarnir voru búnir að flá pabba minn inn að skinni, og það eru 7 syskini um það litla sem eftir er.
Maðurinn minn tilkynnti því bankastjóranum að við ættum engar 12 milljónir, enda væri húsið ekki þess virði. Málið er að kúluhúsið okkar er nánast óíbúðarhæft vegna þess að ekki hefur verið gert neitt í að laga það síðan það var byggt árið 1967. Það míglekur allstaðar, grindin er ónýt og fúi allstaðar, einangrun í þaki löngu búin vegna leka sem er vegna þess að dúkur sem átti að duga í 20 ár er allur orðin í rifum, enda komin yfir 25 ár síðan við fluttum inn. Allar innréttingar eru búnar og ónýtar, gólfin sömuleiðis. Reyndar hafði staðið til í um 4 ár að laga það allt og gera upp, sem betur fer fyrir okkur varð ekkert af því þá.
Í rigningum þarf að fara með fötur í flest herbergi til að láta leka í.
Þetta hús er ekki peningaleg eign í dag, heldur einungis líf og störf okkar Elíasar og barnanna okkar, og ekki síst barnabarnanna. Þetta er heilagt Vé, sem var byggt af ást og kærleika, í þessi 25 ár höfum við plantað gróðri á hverju ári bæði kring um húsið og í hlíðina fyrir ofan, þar sem nú er myndarlegur skógur allskonar trjáa.
Ég segi ykkur það alveg eins og er, að ég get ekki hugsað mér að flytja frá kúlunni minni. Og ég verð að segja að það er ekkert annað en græðgi bankamanna að reyna að kreista út úr okkur fé sem við eigum ekki til. Það þarf að gera við húsið upp á fleiri milljónir ef gera á það íbúðarhæft, og þess vegna er algjörlega útilokað að við getum keypt það aftur á 10 - 15 milljónir eins og draumur þeirra er.
Þegar við ræddum um við nýja bankastjórann að láta fara fram hlutlaust mat á hvers virði húsið væri, kom algjört nei frá aðalkörlunum fyrir sunnan. Nú þegar þeir hafa eignast húsið mitt, spurðum við hvort við ættum von á að geta átt forkaupsrétt, var svarið Nei! við munum auglýsa það til sölu eins fljótt og hægt er.
Þetta er skrýtið því ég hef heyrt aðra sögu af manni sem missti sitt hús til Íslandsbanka, hann fékk að leigja það í eitt ár, og sían átti hann að fá forkaupsrétt að húsinu og leigan var þá sett sem greiðsla upp í kaupverð.
Nú hef ég ekki heyrt þessa sögu frá fyrstu hendi, en sé hún sönn, þá gilda svo sannarlega ekki sömu lög fyrir alla. Mér þætti því vænt um ef einhver vissi betur um þessi mál, hvað er rétt í þessu.
Ég legg þessa sögu á borðið, af því að mér blöskrar græðgin og harðneskjan gagnvart fólki sem hefur alla tíð staðið sína pligt aldrei skuldað neinum neitt og alltaf staðið í skilum með sitt. Að þær aðstæður sem uppi eru, eru fyrst og fremst þessum bankageira og stjórnmálamönnum að kenna, og þeim er andskotan saman um litla jón og litlu gunnu, bara ef þeir fá sitt, sennilega til að geta gefið sjálfum sér arð og greitt sér hærri laun, því þeir þurfa jú peninga til að fjármagna lifistandardinn, flotta bílinn, einbýlishúsin og svo allt útstáelsið til að halda stöðunni í samfélaginu, veislurnar og ferðalögin.
Ég veit líka að það eru hundruðir eða þúsundir íslendinga í þessum sömu sporum, og fá sömu hanteringu. Ég er bara ekki tilbúin í að þegja yfir þessu. Við eigum ekki að þegja, leyfum þessum afætum að horfa framan í bæði okkur og sjálfa sig.
Þessi óvissa hefur skaðað heilsu mína og látið mér líða illa, og líka þess vegna er ég reið út í það fólk sem á fölskum forsendum þóttist ætla að bjarga þjóðinni, en setur allt í að bjarga öllum peningamönnunum, bönkunum, skiptastjórunum og því liði sem þykist vera að greiða úr flækjunni, en verður hvað eftir annað uppvíst að taka fyrirtæki af einum og hygla öðrum, sem óvart eru tengdir þeim sjálfum.
Ég ætla að leggja á og mæla um, að græðgisöflin gangi sjálfum sér til húðar, og þeir fari sjálfir að ganga í gegnum þá hluti sem þeir ætla öðrum. Það er ef til vill eina leiðin fyrir þá til að komast hjá því að fara til helvítis að loknu þessu jarðlífi. Helvíti er vissulega til, þó þar sé ekki djöfullinn kyndandi vítiselda dag og nótt. Þeirra helvíti verður það að þurfa að horfast í augu við sig og sínar gjörðir og þurfa að upplifa hve illa þeir hafa farið með allt sem í kring um þá er, meðan þeir gátu gert svo margt fallegt, sem gleður sálina, þá gerðu þeir ljóta hluti á kostnað annara. Hvað er til verra en að þurfa að iðrast og geta ekkert gert til að réttlæta gjörðir sínar. Þess vegna skrifa ég allt það sem þeir gera mér á þeirra reikning, hann verður sendur þeim á nýja heimilisfangið hinu meginn. Og ég veit að það verður ekki eini reikningurinn sem berst. Það verður margt sem þarf að vinna úr og skammast sín fyrir.
Við verðum að fara að standa saman, við verðum að taka fyrir nokkur örfá atriði til að leggja áherslu á, og beina kröftum okkar að því að fá þeim framgengt. Það þurfa að vara raunhæf markmið og fyrsta krafan hlýtur að vara réttlæti handa öllum. Afskriftir fyrir alla. Ríkið hefur ekkert að gera með húsin okkar og eignirnar, til að selja öðrum fyrir spottprís.
Það á að innkalla allan kvóta, og afskrifa skuldir útgerðamanna á móti. Það á að innkalla allar bújarðir sem keyptar hafa verið að fólki sem ætlar sér ekki að búa á þeim, bara nytja landsins gagn og nauðsynjar, taka þær eignarnámi ef ekki vill betur til, og gera ungu fólki kleyft að hefja búskap, rétt eins og innköllun kvóta myndi gera ungum sjómönnum að hefja útgerð. Allar auðlindir þjóðarinnar eiga að vera í eigu ríkisins, en með eftirliti óháðrar nefndar, um hvernig gæðum er úthlutað.
Ísland mun innan fárra ára vera ein helsta matarkista heimsins, við munum geta flutt út hreinar afurðir eins og kjöt, fisk, vatn, grænmeti og jafnvel ávexti, vera í nálægð við opna siglingaleið yfir norðuríshafið. Þetta gera útlendingar sér grein fyrir, Þess vegna ríður þeim svo mikið á að komast yfir landið okkar.
En þetta er útúrdúr, en ekki fjarlægur draumur heldur staðreynd sem mun verða mönnum ljós ef þeir taka niður peningagleraugun og löngunina til að eignast allt sjálfir, hvort sem þeir hafa eitthvað með það að gera eða ekki.
Eigið góðan dag elskurnar. Ég er að blása út, það er ein leiðin til að losa sig við reiðina og örvæntinguna sem er ansi leiðinlegur förunautur, við megum aldrei láta þessar ljótu systur ná taki á okkur, og heldur ekki hinar sem eru þó verri, græðgi og öfund. Ekkert er eins mannskemmandi og þær tvær, það hefur sýnst sig á litla Íslandi, þar sem þeim hefur verið ansi vel ágengt eins og við sjáum fyrir okkur á hverjum degi. Reyndar má bæta við hégómagirndinni en hún er oft fylgifiskur Öfundar og Græðgi.
Eigið góðan dag elskurnar. Ég lofa að skrifa eitthvað miklu skemmtilegra á morgun, með myndum, bæði nýjum og gömlum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
27.8.2010 | 00:24
Bara svona hitt og þetta að kvöldi dags.
Við erum búin að koma föður mínum á sinn stað, þ.e. jarðneskum líkama, sálin er farin upp til Almættisins og hefur hitt fólkið sitt sem þar beið og vænti hans og gladdist við endurfund.
Athöfnni var falleg, og prestinum mæltist vel. Ein albesta messósópransöngkona, eða hvað það nú heitir altmessó eitthvað Ingunn Ósk Sturludóttir söng einsöng ljóðið mitt og lagið hans Balda Geirmunds, og gerði það svo fallega að ég fékk gæsahúð. Það er söngin um Fljótavíkina.
Kvöldið eftir kistulagninguna og ég get sagt ykkur að fallegri ásjónu hef ég ekki séð, en pabba minn elskulegan á líkbörunum, sléttur og friðsæll, fórum við út að borða saman niður í Tjöruhús nánustu ættingjar, og áttum góða stund saman, ornuðum okkur við yndislegar minningar og horfðum á myndir af æsku okkar og foreldrum.
Jarðarförin var heldur ekki mjög erfið, því við höfðum tekið út sorgina með því að sitja yfir honum síðustu dagana, vera við hlið hans halda í hönd hans og þó hann virtist rænulaus, gat hann gert sig skiljanlegan með svipbrigðum. En hann var orðin þreyttur og líka pirraður á ástandinu, þorði samt ekki að sleppa takinu, uns hann var sjálfur tilbúinn. Þetta getum við allt lesið í bækling sem er settur inn á borð til ættingja þegar svona stendur á, og er afskaplega þarflegur. Við lásum hann saman og sitt í hvoru lagi. Svo skiptum við eigum í bróðerni og góðum hug í dag. Erum vinir og nú er bara að halda áfram.
Málið er að húsið mitt var líka boðið upp í dag.... Jamm, nú á sparisjóðurinn húsið mitt. Ég var ekki viðstödd, gat ekki gengið í gegnum það. Veit ekkert hvað verður í framhaldinu. En veit samt að ég vil hvergi annarsstaðar vera. Í dag var hrifsað frá mér ævistarf mitt, og ég veit ekkert hvað tekur við. Vona bara að ég fái að vera hér áfram og enda lífið hér.
Hér er vinur okkar Hörður komin í morgunkaffi. Hann var hér á okkar Austurvelli og við áttum gott spjall um það sem er að gerast. Elli minn og Hörður eru æskuvinir.
Afi ég fékk þennan hníf í Thailandi segir Daníel.
Þýskir vinir okkar voru hér, þau eru íslendingar í sér, og eiga hér sumarhús. Við vorum boðin þar í mat, en það er gott að eíga góða vini.
Sigga litla systir mín kom frá Danmörku til að kveðja pabba, sem betur fer náði hún að koma áður en hann fór. Hún var reyndar alltaf uppáhaldið hans.
Þetta er mynd fyrir brottfluttu ísfirðingana sem fylgjast með snjóalögum í fjöllunum hér heima. Ég veit að sumir bara fylgjast með því.
elsku Skafri minn kom alla leið frá Noregsi til að heiðra afa sinn í jarðarför, hér er hann að pressa jakkafötin með dyggri aðstoð Snúðs.
Bára mín kom líka alla leið frá Vín, og hér er hún að punta mömmu sína fyrir kistulagningu og samfund með ættingjum.
Unglingarnir mínir voru líka hér. Þau fengu sem betur fer að kveðja afa áður en hann dó, fengu að knúsa hann og kveðja og gráta svolítið, það hjálpaði mikið upp á það sem á eftir fór.
Hér erum við að borða saman. það er misskilningur að dauðinn sé eitthvert tapú, sem eigi að halda börnunum frá. Þau eiga einmitt að fá að vera með allan tíman og fá að syrgja og vera partur af því sem er að gerast.
Og það er gott þegar fjölskyldan getur verið saman og stutt hvort annað í sorginni, verði til staðar fyrir þá sem líður illa og finna að við erum fjölskylda.
Nálgast sorgina með samveru og jafnvel gleðjast yfir því að sá sem farin er hefur fengið friðinn og er farin yfir til hinna sem þar eru.
Börnin verða að fá að taka þátt.
Ég hef líka sagt ykkur það áður að Tjöruhúsið er á heimsmælikvarða með gæði. Hér eru reyndar forkólfarnir í BG Baldi og Kalli.
Já það var yndisleg stund sem við áttum saman.
Stelpurnar hennar mömmu frá Vinaminni. Sem var miðstöð barnanna okkar.
Sem ég vona að geti líka orðið miðstöð minna barnabarna, þess vegna vil ég ekki missa kúluna mín.
Við Gunnar bróðir minn sem svo sannarlega reyndist mér hjálparhella, þó við deilum ekki pólitík, þá erum við vinir eins og við öll systkinin.
Háalvarlegir frændur að undirbúa sig undir kirkjulega athöfn þ.e. jarðarför afa.
Báran mín fallega með pabba sínum í erfidrykkjunni.
Skafti minn með börnin sín þau sem eru hér á Íslandi.
Sem betur fer gat eg svo eldað fyrir þau læri með mömmusósu áður en þau fóru út aftur. Elsku Ingi minn gat ekki komist vegna anna og heimilisaðstæðna.
Fjölskyldan mín, sem var hér.
Og hér er kerlingin, það hefur ýmislegt dunið á mér undanfarið ár. en er það ekki bara eitthvað til að takast á við og vinna á? Jú ég vona það.
Þetta er hún Aldís barnabarn elstu vinkonu minnar.
Og hér eru þær skotturnar báðar.
Ég hef svona verið að spá í hlutina, ég held að okkar versti óvinur séum við sjálf. Við erum uppfull af fordómum og sjáum ekki hlutina í réttu ljósi. Dæmum og fordæmum. Við ættum að vera farin að skilja núna að með samtakamætti getum við verið mjög sterk. En við setjum okkur ekki markmið, við hlustum ekki á skynsemisraddir og jafnvel látum telja okkur trú um að þeir sem eru þó að reyna af bestu samvisku að gera rétt, séu einhverjir eiginhagsmunaseggir. Þetta segi ég eftir að hafa hlustað á Kastljósið í kvöld viðtalið við Sigrúnu Pálínu. Tökum til dæmis Jón Bjarnason, hann á í vök að verjast, segir sína meiningu og fær bágt fyrir, hann er sveitadurgur og bara að hugsa um bændur og búalið. Ögmundur sem líka þorir á ekki viðreisnar von af því að ...... Ég er ekki vinstri græn, en ég er þakklát því fólki sem þar er inni og kallað órólega deildin í VG, vegna þess að þau láta ekki kúga sig, og þagga niður í sér. Í stöðunni í dag eru þau að mínu mati okkar eina von til að landið okkar fagra sé ekki ofurselt peningavaldi útlendinga, sem vilja komast yfir okkar auðlindir á brunaútsölu.
Ég vildi óska að okkur auðnaðist að sjá hvað við erum í rauninni rík þjóð, og hvað við getum svo verið sjálfstæð í framtíðinni. Séð að hamingjan er ekki fólgin í því að komast inn í stóra samfélagið ESB, heldur einmitt að vera bara kaupmaðurinn á horninu. Það er núna viðurkennt að hagræðingin liggur ekki í stórum samsteypum, heldur einmitt í fjölskyldufyrirtækjum og litlum einingum sem vilja þjóna viðskiptavininum, og eru svona maður á mann. Allt hitt er bara 2007 eitthvað.
Ég veit ekkert hvað verður á morgun, ég veit ekki hvort mér tekst að halda mínu ævistarfi eða hvort mér verður gert að hverfa héðan og einhver annar tekur við. Því deili ég með ótal öðrum íslendingum. Ég held að ég hafi gengið lífsins göng upp að hnjám, eða jafnvel mitti. Það sem ég veit er að ég má ekki gefast upp. Hvað sem verður, þá þarf ég að takast á við sjálfa mig og vinna úr því sem gerist. Ég er ekki þess leg að gefast upp auðveldlega. Ég er baráttujaxl að eðlisfari, en stundum bara koma tímar þegar það dugir ekki til. Og í þessu tilfelli er það bara þannig að það er í raun og veru vitlaust gefið. Við reyndum að semja um réttláta meðferð okkar mála, við vildum láta meta húsið af hlutlausum aðilum, og kaupa það á sanngjörnu verði, þetta er jú sparisjóður í ríkiseign, en nei, það var ekki hægt, vegna þess að þá væru þeir að MISMUNA fólki. Hafið þið heyrt það betra. Er ekki daglega verið að mismuna fólki hér á landi, með því að fella niður skuldir og afskrifa af þeim sem skulda nógu mikið. Ef til vill líkar fólki ekki gagnrýni. Ég hef orðið vör við það líka í mínu starfi, það má ekki segja mikið. Þó er bundið í okkar landslög og eitt mikilvægasta sem þar er, er einmitt frelsi til að tjá sig. En ég skal segja ykkur dálítið...... Það er bara brandari, það er bara þannig og fullt af fólki þekkir það á eigin skinni, að það er eitt af því í okkar ágætu stjórnarskrá sem ekki stenst.
Þetta er orðið dálítið raus, en það er vegna þess að ég er brotinn í dag, það hefur mætt mikið á og sennilega uppboðið dropinn sem fyllti minn mæli. En svona er lífið, við bara þurfum að standa keik eftir sem áður og berjast fyrir því sem við viljum. Skoða hvað það er sem skiptir okkur máli og setja stefnuna á einmitt það. Eitthvað sérstakt og einbeita sér að því, þangað til árangur næst. Ef við erum með öll járnin í eldinum, þá gerist einfaldlega ekki neitt. Við erum öll einstök, og við eigum öll okkar rétt, og hvað sem gerist, þá kemur að því að við fáum uppreisn æru, og þeir sem mishöndla vald sitt fá sína refsingu, þannig er lögmálið, og þannig verður það.
Ég segi bara góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.8.2010 | 15:16
Mannlegt eðli - dýrseðli - hugleiðing.
Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum sem hafa auðsýnt mér og fjölskyldu minni samhug og hlýju á þessum erfiðu tímum.
Ég hef vanrækt ykkur hér, en ætla mér að bæta úr því. Þetta samfélag er gott samfélag, og hreinsandi fyrir hugann. Þó oft ofbjóði mér að lesa sumt sem fram kemur, þá er það svo að betra er að vera upplýstur um slíkt en sitja í þokumóðu, eins og verið hefur þangað til blogg og spjallrásir komu fram. Þá loksins hafa opnast dyr fyrir hinn almenna mann að tjá sig og segja frá því sem betur má fara. Það er að mínu mati nauðsynlegt aðhald fyrir ráðamenn hvar sem þeir eru, hvort heldur andlega leiðtoga, stjórnmálamenn eða bissnessmenn.
Eva Joly, kona sem ég ber djúpa virðingu fyrir.
Hugleiðing:
Biskupinn sá sem nú hrekst milli horna í undanslætti og sögufalsi, hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á að það góða í manneskjunni sé frá biblíunni og kristninni komið. Hann hefur nú rækilega afsannað þá kenningu sína.
Málið er að samviska og góð hugsun fylgir ekki neinum trúarbrögðum eða kirkjulegri ítroðslu, heldur því hvernig manneskjan er sjálf innréttuð, og hvað hún hefur tamið sér og hvernig uppeldi hennar hefur verið háttað hvernig hún sjálf hefur unnið úr lífi sínu og umhverfi.
Mér hefur reyndar alltaf fundist það fyndið hvernig kristnir menn hafa reynt að boða að réttlæti, umburðarlyndi og aðrir góðir kostir mannskepnunnar séu vegna trúar á Guð og biblíuna. Því í gegnum tíðina hafa margir slíkir menn sýnt að hvergi er grimmdin meiri, ofstækið dýpra og fordæming svartari en einmitt hjá fólki sem telur sig hreintrúað og les biblíuna reglulega og fer í kirkju.
Þar með er ég ekki að segja að allir sem kalla sig trúaða séu slíkir. Heldur einungis að benda á þá sem hæst tala. Ég þekki yndislegt fólk sem lifir í kristilegum kærleika, presta, prestlærlinga og fólk sem trúir einlæglega á Guð og Jesús. Þó ég sé ekki sammála því að Jesús hafi verið Guðsson og að allt líf sé honum háð og í hans dýrð, þá virði ég þessar skoðanir, þegar þær eru iðkaðar af fólki sem einlæglega trúir þessu og lifir í kærleikanum. En verð að segja að það er svo langur vegur frá, að hægt sé að virða þá sem telja sig þess umkomna að standa á haug og fordæma alla sem ekki lúta þeirra skoðunum. Jafnvel sínum eigin trúbræðrum af því þeir eru ekki nógu róttækir. Til slíkra hugsa ég með vorkunn því ég hugsa að þeir verði fyrir gífurlegum vonbrigðum þegar þeir loksins fara yfir móðuna miklu og sjá að þar er enginn hörpusöngur þeim til dýrðar, og ekkert hásæti frátekið fyrir þá. Heldur þurfa þeir að horfast í augu við eigin fordæminu, hræsni og sjálfsupphafningu. Ætli það verði ekki þeirra versta refsing
Ég hef aldrei haft mikið álit á biskupnum séra Karli. Mér hefur alltaf fundist hann einn af þessum upphafningum, sem telja sig ofar en aðrir. Þröngsýnn og fordæmandi. Nú hefur komið í ljós að maðurinn er uppfullur af skúmaskotum, og hrekst frá einni lyginni í aðra til að bjarga sínu eigin skinni. Meira að segja Gunnar í krossinum sem ég þó taldi sitja á sama bekk, hefur séð villu síns vegar, og vill bæta sitt umburðarlyndi, það er gott mál og honum til sóma.
Það er ekki mikill munur á sjálfskipuðum andlegum leiðtogum þjóðarinnar og þeim veraldlegu. Flestir hugsa þeir fyrst og fremst um sig og sitt nánasta. Flestir þeirra löngu komnir langt burt frá almenningi í landinu, gjáin svo breið að þeir hvorki sjá né heyra í fólkinu, fyrr en það þjappar sér saman og kallar í einum kór.
Málið er bara að almenningur er ekki alveg tilbúin til að standa saman og tala einum rómi, þó hann hafi séð, svo ekki verður um villst að um leið og honum er gróflega misboðið, og hann myndar bandalag um einstaka mál, þá þorir yfirvaldið ekki annað en að grípa til aðgerða, snúa af leið eða afsaka sig. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þarna liggur máttur okkar og megin. Samstaða okkar er það eina sem dugar gegn ofurvaldinu. Við þurfum líka að átta okkur á því að við erum öll jöfn, þessi óttablandna virðing fyrir fólki sem hefur tekið sér völd, verður að víkja. Það er til dæmis allt í lagi að kalla ráðherra Gellu, rétt eins og litlu Gunnu Jóns. Sá undirlægjuháttur sem einkennir allt of marga og hefur gert alla tíð, verður að víkja fyrir hugsuninni um jafnrétti og bræðralag ALLRA en ekki bara sumra.
Dropinn holar steininn, en það gerist ekki allt í einu, heldur smátt og smátt. Þess vegna verðum við að sýna þolinmæði, og setja okkur einföld markmið. Láta ekki vaða yfir okkur með yfirgangi, heldur standa þétt saman og láta vita að það er hingað og ekki lengra. En setja síðan fram skynsamlegar tillögur og krefjast þess að þær séu uppfylltar. Fáar en sterkar. Eins og Hörður Torfason gerði á Austurvelli. Ein megin krafan í dag hlýtur að vera að hætt verði við að leyfa allt að 2 milljón króna framlögum til framboðs í stjórnlaga þing þar eiga ekki að koma peningar nein staðar nálægt. Það er óþolandi hve stjórnvöld eru illa að sér um greiðsluþol þorra landsmanna og bara þetta hlýtur að útiloka langflesta landsmenn frá þátttöku.
Við eigum yndislegt land og gott fólk, en einhverra hluta vegna hefur hluti þjóðarinnar hrifsað til sín allt það sem efnahagslega skiptir máli. Auðæfin, yfirráðin og fjölmiðlana og bráðum auðlindirnar. Þessu verður að breyta. Því við verðum aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn, og meðan þetta fólk situr og neitar að víkja, heldur spillingin áfram og við slíkar aðstæður verða menn sífellt ágjarnari, heimtufrekari og vilja stærri köku. Löngu komnir úr öllum takti við þjóðina.
Ég hef reynt að ímynda mér hvernig því fólki líður, sem hefur verið staðið að allskonar illum ásetning og spillingu. Þegar uppkemst og það uppsker reiði, fyrirlitningu og andstyggð samferðamanna sinna. Situr samt sem áður fast þar sem það er, og neitar að horfast í augu við raunveruleikann. Byrjar að ljúga og afbaka sannleikann til að fegra gjörðir sínar. Það hlýtur að vera mjög erfitt að standa í slíku sjálfskaparvíti.
Ef einhver samviska er eftir í þeim huga, hlýtur þeim sama að líða illa. En græðgin er of mikil í völd eða peninga. Svo heldur en biðjast afsökunar og skila ránsfeng, eða víkja til hliðar til að hleypa öðrum betri aðila að, er setið og þumbast við.
Það kemur alltaf að skuldadögum. Það gerist ef til vill ekki í dag, eða á morgun, en það veit sá sem allt veit, að það kemur að því að uppgjör fer fram. Þá þarf að fara að horfast í augu við eigin heimsku, græðgi og gjörðir. Ég held að það sé varla til harðari refsing nokkrum manni en að þurfa að mæta sjálfum sér og samviskunni, þegar of seint er að breyta nokkru að bæta fyrir glæpinn. Þurfa að mæta þeim sem gjörðir þeirra, hafa orðið til að eyðileggja líf eða heilsu, sundrað fjölskyldum, valdið óbætanlegu tjóni og jafnvel verið valdir að ótímabærum dauða samferðamanna.
Vald er vandmeðfarið, og þegar fólk tekur að sér að stjórna samfélagi manna, þá er það mesti glæpurinn að nota það vald til að hygla sjálfum sér, vinum og kunningjum á kostnað annarra sem betur eru til þess hæfir að sinna slíku. Þetta er því miður frekar viðtekinn venja en hitt. Allt slíkt er örugglega skráð í himnabækurnar, og þeir sem trúa því að lykla Pétur sitji og skrái niður gjörðir mannanna, sitjandi við Gullna hliðið, hljóta að óttast dauðann meira en nokkuð annað. Og þá ekki síður hinir andlegu leiðtogar, því ef þeir virkilega trúa því sem þeir eru að segja fólkinu í kirkjum landsins, þá ættu þeir að óttast efsta dag manna mest. Eða halda þeir ef til vill að þeir séu sjálfir hafnir yfir þann dóm?
Ef menn eru að hugsa um heiti þráðarins, um mannlegt eðli og dýrseðlið, þá er það svo skilgreint, sem mér finnst afar illa til fundið. Því oft er mannskepnan grimmari en nokkurt dýr. Meira að segja minkurinn ræðst ekki á afkvæmin hvorki sinna eigin né annarra minka. Ætli mannskepnan sé ekki eina dýrið sem getur bæði misþyrmt og drepið sitt eigi afkvæmi og annarra.
Það er líka misskilningur ef elítan heldur að þau komist upp með þetta endalaust. Eins og ég sagði áðan dropinn holar steininn, það er löngu kominn tími á að skipta út vanhæfu fólki, sem er löngu hætt að finna til með þjóðinni, en reynir alla feluleiki sem það finnur til að villa um og flækja málin. Það er líka komin tími til að við förum að huga að því sem skiptir mestu máli hjá okkur, að hlú að fjölskyldunni, heimilunum, okkar minnstu bræðrum og systrum. Þeirra vegna þurfum við að snúa af þessari hraðbraut til Andskotans, læra að standa saman og fara að snúa bökum saman um velferð samfélagsins. Eða eins og Hörður Torfason vinur minn sagði; Það er ekki hægt að benda þú og þú og þú mátt vera með, en þú ekki. Hann sagði við verðum að leyfa spillingaröflunum og útrásarvíkingunum að vera með okkur, en við þurfum að leiðbeina þeim í áttina að því samfélagi sem við viljum hafa hér. Vera umburðarlynd og sterk, og hjálpa þeim til að skilja að okkur líður öllum best ef við stöndum saman og hlúum að því góða og fallega.



Ísland er land þitt
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.
Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Magnús Þór Sigmundsson / Margrét Jónsdóttir

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar