Færsluflokkur: Bloggar
27.9.2010 | 09:51
TIl hamingju Bjössi og Marijana.
Þann 22. september kom lítill drengur inn í fjölskylduna okkar. Elsku Bjössi og Marijana innilega til hamingju með drenginn. Við Elli erum bæði afskaplega glöð með enn eitt barnabarn.
Flottur sá stutti.
Arnar Milos er líka voða montinn með litla bróður sinn.
Hugsi yfir þessum heimi sem hann er að fæðast í. Vonandi verður Ísland betra og sterkara þegar hann fer að sjá fyrir sér og sínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.9.2010 | 16:51
Má bjóða ykkur á opnun Bolungarvíkurganga - Óshlíðarganga??
Fór til að vera við opnun Bolungarvíkurganganna, eða eins og við köllum þau Óshlíðargönginn. Það var heilmikið um að vera og margt gesta. Ég bauð Ölmu samstarfskonu minni með mér.
Við vorum tímanlega í því, en það var strax komin löng biðröð bíla sem ætluðu að fara gegnum gönginn.
Inn í göngunum voru lúðrasveitarmenn að gera sig klára, þeir ætluðu að spila, og svo voru kórar.
Fánlaborgir voru beggja vegna gangnaendanna og einni bæði í Hnífsdal og Bolungarvík.
Öxar við ána og King of the road.
Hér er svo borðinn góði og starfsmenn Vegagerðarinnar.
Þessi litla stúlka átti svo að afhenda samgönguráðherra skærinn. 'Eg tók litinn af því þetta er allt svo gult.
Hér sést vel bílaröðin fyrir utan, nær næstum alla leið til Bolungarvíkur.
Sumir gátu ekki stillt sig um að prófa
Það er svo misjafnt sem við höfum gaman af ekki satt.
Já þeir voru hér margir, sem gripu tækifærið til að heiðra okkur með nærveru sinni.
Já hér vantaði víst engan. Meira segja voru kallaðir til bæði Guð og Jésú.
Ég er viss um að Ögmundur er að biðjast fyrir, við þetta vandasama verk. Guð ekki láta mig klippa af mér fingurna!!!
Hvernig er það klippir maður ekki örugglega með vinstri hendi?
Ég hefði nú reyndar verið ánægðari með að fá Goða til að blóta vættum og tröllum, en meirihlutinn er víst á þessari línu. S'era Agnes gerði þetta reyndar með sóma. Enda er konan fædd og alinn upp af presti séra Sigurði Kristjánssyni sem hér var sóknarprestur í mörg ár.
Tveir samgönguráðherrar og einn vegamálastjóri. Svona er þetta alltaf samaber söguna um ræðarana. Nei annars ég er að djóka. Mér fannst það vel til fundið hjá Ögmundi að fá Forvera sinn með sér í þessa opnun, sýnir bara hve kurteis og góður maður Ögmundur er.
Hann hefði sennilega átt að nota skærin á krullurnar á sínu eigin höfði áður en hann klippti borðan.
En hann var flottur og sú stutta ekki síður.
Og minn kall mundar skærin ....... og...
Klippir á borðan, og Óshlíðar... nei Bolungarvíkurgöngin eru opnuð fyrir umferð. Loksins.
Og allir klappa, bæjarstjórinn í Bolungarvík örugglega mest.
Nú er ég komin yfir til Hnífsdals, fór aftur Óshlíðina, í síðasta skipti trúlega. Og nú bíð ég eftir að komast gegnum göngin TIL Bolungarvíkur.
´Búið að opna göngin og þá er að smella sér í gegn. Ég óska öllum landsmönnum til hamingju með þessi göng, en sérstaklega okkur hér Bolvíkingum, Hnífsdælingum og Ísfirðingum. Vegamálastjóri sagði í opnunarræðu sinni að þessi göng væru þau fullkomnustu á Íslandi, þar sem allra stuðla hefði verið gætt, enda eru þau bæði falleg og greinilega vandað til verka.
Þeir eru afturá móti ekki að aka um Bolungarvíkurgöngin, heldur að fikta í ömmubíl.
Tveir fallegir bræður, nýkomnir út baði.
Við sendum öllum okkar vinum góðar kveðjur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.9.2010 | 11:44
Dear Christina !
Enn einn fallegi dagurinn hér á Ísafirði.
Þessi var að vísu tekinn í gær, enn eitt skemmtiferðaskipið.
My dear Christina I got the parcel through my door yesterday. It was so nice, Í promise to send you an old fashion letter soon. But we will meet before you knowe, becouse I am koming to Wienna in middle of next month, to wisit my two angels.
And thank you for the nice pictures and musik.
Most of all thank you for beeing my friend. We must do somthing special togeather when we meet. And I'm glad to know you wisit my space.
Veðrið dálítið mystiskt þessi var í gær. En það er mjög gott veður líka í dag, og svo á aðf ara að hlýna.
ÚLfurinn að dytta að hjólinu sínu.
Og ég ákvað að flikka upp á hárið á mér, svona til sáluhjálpar.
Eigið góðan dag elskurnar.

Bloggar | Breytt 5.7.2011 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.9.2010 | 11:27
Til hamingju með afmælið Tinna mín.
Hún Tinna mín á afmæli í dag.
Alltaf jafn ljúf og dugleg.
Giftist syni mínum á Suðureyri.
Falleg hjón.
Svo komu börnin, og ég held að þetta sé eina myndin af Óðni þar sem hann hlær. Hann vill frekar gretta sig
Og duglega fallega litla Sólveig Hulda.
Tinna er líka rosadugleg að prjóna, þessi er fyrir Úlfinn.
Tengdadæturnar að bera sig saman með afkvæmin.
Tinna mín innilega til hamingju með afmælið, það er risaknús til þín frá Úlfi og mér og afa. Og ég hlakka mikið til að hitta ykkur fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.9.2010 | 17:29
Ég er komin með upp í kok og gott betur.
Ég er orðin dálítið þreytt, nei alvegi niðurkomin af hræsninni og vitleysunni í alþingismönnum og ráðherrum landsins undanfarið. Allt svo erfitt og það er svo sárt að þurfa að taka á hirðuleysi samstarfsmanna og ég veit ekki hvað.
Ég get sagt ykkur ágætu ráðamenn hvað er erfitt að lifa með.
Nú næstkomandi 28 september er ár frá því að sonum minn dó. Hörmulegasti dagur lífs míns, en það er ekki bara það,. Í mörg ár hef ég barist honum til hjálpar í næstum ólíðandi heimi fíknar og Réttarkerfisins Íslenska. Þar hef ég oft þurft að beita mér honum til traust, þegar hefur átt að vaða yfir hann með skítugum skóm, eins og svo mörgum öðrum.
En það sem endanlega hratt honum fram af brúninni, gerðist fyrir mörgum árum. Hann var nýkomu út af Litla Hrauni, hann sagði við vini sína, nú er ég hættur að haga mér svona, ég ætla ekkert að gera til að fara þarna inn. Ég er að byrja nýtt líf.
Nema hanna hafði keypt sér gamlan bíl, sem enginn kunni að gangetja nema hann. Svo eitt kvöld voru þeir að rúnta vinirnir og unnusta eins þeirra var að aka bílnum. Hann stoppar svo á gatnamótum og hún kemur honum ekki í gang. Hann sem var alltaf svo til í að hjálpa, fer út úr bílnum, sest inn í bílstjórasætið, setur bílinn í gang og er komin út úr bílnum aftur, þegar lögreglan kemur. Hann grátbað þá um að skoða aðstæður og sjá að hér var ekkert saknæmt að gerast. En nei, þeir hafa samband við stöðina; rödd segir er þetta hann, Thomassen, já segja þessir ungi lögreglumenn, já komið þá með hann strax.
Hann fór svo beint í gtrjótið aftur. Og þar brotnaði allt hans traust á réttvísina. Því miður var ég ekki alveg með á nótunum, því ég hefði reynt að gera eitthvað til að vernda hann. En eftir þetta lá leiðin bara niður. Þó hann næði sér upp í nokkur ár eftir þetta, varð hann aldrei sami káti drengurinn sem trúði á réttlætið.
Þetta! ágætu alþingismenn Íslands er sárt. Ég vorkenni ykkur ekki rassgat að vandræðast með að vernda vini ykkar, sérstaklega þegar ég hef sterkan grun um að það sé frekar til að verja ykkar eiginn skaðbrennda botn, fremur en einhverjar áhyggjur af pólitískum vinum.
Hvort skyldi þessi synd sonar míns skora meira í samfélaslegu samhengi eða aðgerðarleysi ykkar og kæruleysi við að sinna skyldum ykkar, eða kúlulánin sem sumir komust upp með, tæming bankasjóða, þögnin yfir alvarlegum aðsteðjandi vanda, eða að halda hlífiskyldi yfir því fólki sem þið vitið vel að gerði margt rangt og ekkert til að bjarga því sem bjargað var.
Stjórnvöld bera mikla ábyrgð, þegar fólk tekur að sér að vera ráðherrar og þingmenn, taka þeir á sig ákveðnar skyldur, og þegar þeir valda ekki þeim skyldum sínum, ber þeim að víkja, eða verða vikið. Samkvæmt rannsóknarskýrslum, nú tveimur, kemur í ljós að stjórnsýslan í landinu er í molum og ekki stendur steinn yfir steini.
Því eru það vinsamleg tilmæli til ykkar að þið rjúfið þetta stjórnasamstarf, reynið að skammast ykkar og við fáum að kjósa aðra einstaklinga til að taka við.
Allavega vil ég ykkur BURT, ríkisstjórnina BURT, Alþingi BURT, Glæpamennina LOKAÐA INNI.
Ég segi bara þið sem stjórnað hafa landinu síðastliðin 20 ár eruð sek um að drepa niður samfélagið, fyrst landsbyggðina, síðan allt landið, og eigið sök á fjölda fátæks fólks sem á ekki fyrir nauðþurftum, þið berið líka ábyrgð á því að um 700 til 1000 manns verði borið út á næstunni, og þið berið ábyrgð á fjölda sjálfsvíga undanfarin ár. Bara ef þið kynnuð nú að skammast ykkar.
Fyrning er eitt sem þarf að aflétta. Ég vil að þeim verði refsað sem nú þykjast sitja á friðarstóli og komnir fyrir vind.
Þjóðin kallar á réttlæti og sanngirni. Í dag er það svo langt í frá að sé þannig. Og ég ætla rétt að vona að fólk fari nú að vakna og hætta að hlusta á viðhlægendur sem lofa öllu fögru og hafa alltaf gert, en svikið allt jafnóðum.
Ég get sagt ykkur að enn þann dag í dag græt ég þegar ég hugsa um þennan atburð sem ég talaði um í upphafi. Eg græt það mest að hafa ekki hlustað betur á drenginn minn og verið honum skjöldur og skjól. Hann dó til að sýna fram á hver gildin eru þegar allt kemur til alls. Þau liggja ekki í valdi eða græðgi, eða peningum. Gildin liggja hjá okkur sjálfum að við séum tilbúin til að vera til staðar fyrir þá sem okkur standa næst og hlú að þeim sem minna mega sín.
Þess vegna megið þið öll fara til andskotans. Og þannig líður mér núna.
Og ef þið haldið að ég sé ein um þessa tilfinningu, þá megi þið hugsa ykkur aðeins um, sonur minn var bara einn af mörgum, og hér eru margar brotnar fjölskyldur, tættar í sundur af meðferð Réttarkerfisins á þeim, og fordómarnir og allt sem fylgja, og þó barnið mitt sé farið og svo mörg önnur, þá eru þarna úti ennþá fleiri sem bíða sömu örlög ef þið hunskist ekki til annað hvort að fara að gera eitthvað í skjaldborginni og velferðarbrúnni, eða losa okkur við ykkur, svo eitthvað nýtt blóð komist að og eitthvað verði gert þjóðinni til bjargar. Hún hreinlega kallar á hjálp!!!
Hvað þarf annars margar undirskriftir til að krefjast kosninga?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Þessi mynd hefur leitað á huga minn nú um skeið. Það er ef til vill illa gert, en ég ræð ekki við tilfinninguna.
Hvað getur hún átt sameiginlegt með Íslandi í dag?
Jú fyrir það fyrsta þá sýnist mér að þaulseta fólks sem hefur ekki lengur umboð þjóðarinnar sé algjör. Þau eru komin svo langt frá vilja almennings og hafa nú sameinast um að standa saman í vörn um það fólk sem fór illa með völd sín og á sinn stóra þátt í því með aðgerðaleysi sínu og leyndarhyggju að sífellt fleiri manneskjur missa heimili sín og vinnutæki, sífellt fleiri taka sitt eigið lísf, flýja land eða bara gefast upp og fara til hjálparstofnanna.
Í annan stað sjáum við manneskju sem fólkið vill hafa við völdin, en er lokuð inni í stofufangelsi, reglulega dreginn fyrir rétt til að viðhalda því helsi. Á sama tíma og æðstu menn þjóðarinnar þegja og þumbast, makka saman í reykfylltum herbergjum um hvernig megi koma í veg fyrir að ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm, eru þeir að ákæra níu manneskjur fyrir að vanvirða alþingi.
Vanvirða alþingi? Þingmenn og ráðherrar hafa gegnum áratugi vanvirt alþingi, þó það hafi ekki komist í hámæli fyrr en núna. Sem betur fer höfum við almenningur betri að gang að atferli þessa fólks en áður. Enda er virðingin löngu farin hjá flestum.
Sennilega er ræða forsætisráðherra í gær dropinn sem fyllti mælinn hjá mörgum. Einu sinni hélt ég að þarna færi grandvör og heiðarleg manneskja. En nú veit ég að hún vílar ekki fyrir sér að veitast að samstarfsfólki sínu, þegar það hentar henni sjálfri, og það þó hún hafi verið búin að hæla verkum þingmannanefndarinnar, bara fyrir nokkrum dögum, þá snýst hún á punktinum og rekur hnífa í það fólk sem hefur unnið að því er virðist af heilindum og réttsýni í marga mánuði. Og ég segi svei þér bara.
Það er sífellt að verða skírara að þeir sem stjórna landinu og hafa stjórnað því um áratugi, hafa alltaf hlunnfarið þjóðina. Þeir hafa svikið, logið og makka, haft pr. menn til að fegra gjörðir sínar og undirbúa hvernig hlutirnir skuli matreiddir ofan í þjóðina. Þetta gekk allt saman ljómandi vel, meðan fjölmiðlar voru þannig að þeir gátu, eins og þeir gera flestir ennþá leynt því sem miður er, og ýtt undir það sem hentar stjórnvöldum og ríkisbubbum.
En svo komu spjallrásir á netinu, og bloggið. Síðan hefur verið erfiðara að þegja mál í hel, eða gagnrýna það sem gert er. Vitleysurnar eru upplýstar og ráðamenn hraktir frá einni lyginni í aðra. +
Nú er svo komið að þeir sem mestu ráða í dag, eru komnir út í horn með allt sitt ranglæti. Og fleiri og fleiri sjá í gegnum allt ruglið. Það sést líka að þeir alþingismenn sem aðhyllast sömu vinnubrögð standa með þeim sem ráða og vilja gera allt til að halda þeim stöðugleika fyrir sig sjálfa.
Þeir eru nefnilega orðnir hræddir við almenning, og hvað kunni að gerast ef þeir fara með fjóra ráðherra fyrir landsdóm. Þeir vita sem er að sennilega yrði ekki stoppað við þar. Heldur myndi fara fram alsherjar rannsókn á stjórnsýslunni s.l. 20 ár. Og það er eitthvað sem ég er viss um að enginn af þeim myndi kæra sig um.
Ég hélt satt að segja að þegar hlutfall yngra fólks yrði hærra á þinginu, myndi ranngirnin og réttlætið rétta sig af, en það sem gerðist var að þau hafa verið fljót að læra klækina og hvernig á að hantera sannleikan ofan í þjóðina. Man einhver eftir ungri konu sem sagði að maður yrði að spila með teyminu?
Nú er svo komið að þjóðin getur ekki meir. Það er auðvelt að sjá á bloggi og spjalli, að fólk er að fá upp í kok af ástandinu, og það er alveg sama hvað er, það er ekkert gert til að bjarga fólkinu í landinu, en öll áhersla lögð á að bjarga bæði bönkunum og auðkýfingum landsins.
En þetta er líka okkur að kenna ágætu íslendingar. Við höfum sofið á verðinum, við höfum verið kærulaus með atkvæðin okkar. Við höfum ekki beitt refsivendinum eins og við hefðum átt að gera. VIð höfum kosið yfir okkur sama fólki, sömu spillinguna aftur og aftur. Það má segja að stundum hafi ekki verið neitt val, nema sitja heima. Því fjórflokkurinn er allur meira og minna spilltur, fyrir utan örfáar manneskjur sem kallast órólega deildin í VG, sem sýnir hve það borgar sig ekki að fylgja sannfæringu sinni, eins og hver og einn hefur lofað.
En nú höfum við val. Við höfum að minnsta kosti 3 flokka sem við getum valið um. Þegar við höfum knúið fram kosningar. Það er Frálslyndi flokkurinn, sem hefur nú endurnýjað sig, og þar er fólk sem vinnur samkvæmt þeim reglum sem flokkurinn hefur sett sér, heiðarlegt fólk sem hefur sumt hvert tekið virkan þátt í grasrót fólkin í landinu, með búsáhaldabyltingunni, unnið að opnum fundum og fleiri góðum grasrótamálum. Við höfum Hreyfinguna og það góða fólk sem hefur sýnt svo sannarlega að þau vinna fyrir almenning í landinu og hafa opnað glugga út í samfélagið og sýnt okkur fram á hvað er í raun og veru í gangi á alþingi. Rétt eins og Frjálslyndi flokkurinn gerði meðan þau sátu á þingi.
Ég hef ekki geð í mér til að skrifa Alþingi, hvað þá hinu Háa Alþingi. Svo er Borgarahreyfingin, sem ég veit að hefur verið að skipuleggja sig og vinna að sínum málum, og ég er viss um að þau fara fram í næstu kosningum. Síðast en ekki síst ef Vinstri græn klofna og grasrótin þar fer með Atla Gíslasyni, Lilju Mósesdóttur og Guðfríði Lilju, þá er hægt að treysta þeim til góðra verka. Svo má líka benda á Hægri Græna, sem valkost til hægri.
Besta væri auðvitað ef þessir þrír til fjórir smáflokkar gerðu með sér samkomulag um heildstæða björgunarstefnu og leggðu saman krafta sína. Þá væri að minnsta kosti stórt skarð rofið í spillingu og valdagræðgi. Við getum þetta alveg, það eina sem þarf að gera er að knýja á um kosningar, og þora síðan að fela öðrum aðilum að komast til valda. Ég segi ykkur satt það getur ekki versnað. En mjög líklega batna stórlega.
Af hverju ekki??????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.9.2010 | 18:32
Leiklistarskóli Kómedíuleikhússin og svo smá annað.
Ég fór á setningu Leiklistarskóla Kómedíuleikhússins í dag. Þar sem ég hef skráð drenginn minn til þáttöku. Elvar Logi Hannesson er skólastjóri og meðkennari hans er Ársæll Níelsson. Það kom fram í setningarræðu Elvars Loga að þetta er fyrsti leiklistarskóli á Vestfjörðum. En Elvar Logi er landsþekktur fyrir stofnun Kómedíuleikhússins og sérstaklega Act Alone leiklistarviðburðanna sem er orðin árlegur viðburður á Ísafirði og er orðin heimsþekkt uppákoma. Sem við ísfirðingar erum stolt af. En einnig hefur Elvar Logi samið og sýnt ýmsar áhugaverðar sýningar sem vakið hafa landsathygli og langt út fyrir landsteinana, svo sem eins og Gísla saga Súrssonar. Fimm frumsýningar eru fyrirhugaðar á næsta leikári. Það eru aldeilis góðir hlutir sem Kómedíuleikhúsið er að gera, og frábært starf. ELvar Logi og hans frú hafa svo sannarlega lyft listalífinu hér á annað svið, og þó er af nógu að taka, því menningarbærinn Ísafjörður er og blífur. Þetta á eftir að auka þann hróður enn frekar.
Þeir félagar Ársæll og Elvar Logi við setninguna.
Og þeir félagar brugðu á leik, svona til að sýna hvað væri í aðsigi.
Eitt það fyrsta sem maður lærir í leiklist er að "selja sig". eða sýna með stæl.
Foreldrum og tilvonandi þátttakendum var síðan boðið upp á veitingar.
Að joggla er eitt af viðfangsefnunum.
ekki brást honum bogalistinn okkar manni.
Annars er ég rosalega ánægð með þetta leiklistarnámskeið, að vísu held ég að Listaskóli Rögnvaldar hafi haft eitthvað svona á sinni könnu. En ég var á sínum tíma fenginn til að vera með svona leiklístarnámskeið í Barnaskólanum í Hnífsdal, þegar hann var og hér, var það í tvo vetur, og ég verð að segja miðað við þá reynslu að það þyrfti að vera leiklistarkennsla í öllum skólum landsins, því þar er hægt að gera svo margt til að ýta undir sjálfstraust barna, þarna er líka auðvelt að koma í veg fyrir einelti, það var eitt af því sem við þurftum að takast á við á þeim tíma. Og allt svona starf er svo uppbyggjandi og gott fyrir krakka að það er í raun og veru ótrúlegt að ekki skuli vera skylda að vera með leiklist í öllum leikskólum. Ég óska Kómedíuleikhúsinu alls hins besta í sínu starfi. Þeir eru að byggja eitthvað upp til framtíðar. Og eru opnir fyrir öllu, líka fólki annarsstaðar frá, með leiklistarnámskeið í huga svo og aðstoð frá leikurum sem vilja láta gott af sér leiða ef þeir vilja styrkja gott mál og hafa ekkert annað betra að gera.
Takk fyrir mig.
Á leiðinni heim rakst ég á þennan flotta hund, hélt fyrst að hann væri uppstoppaður eða stytta, en hann er bara þarna og lætur sér vel líka, flottur!!!
Þeir félagarnir voru saman að vinna í dag við að planta út og setja plöntur í potta.
Þetta eru launinn hans Snúðs, kembing, hann elskar þetta og afi keypti bursta og þarna ná þeir tveir vel slaman.
Það er notalegt þegar maður hefur staðið sit vel í vinnunni, að hvíla sig eftir vel unnin störf. Lofið þreyttum að sofa og allt það.
En ég segi bara góða nótt og megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og vernda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.9.2010 | 12:31
Sælla að gefa en þiggja og tilraun með að grilla pizzu.
Ég finn það á eigin skrokki eða sál að sælla er að gefa en þiggja. Það er svo notalegt þegar fólk kemur og fær grænmeti eða ber og er þakklátt.
Strákana mína langaði í pizzu í gær, og það voru góð ráð dýr, því ofninn minn er bilaður. Við ræddum saman og sættumst á að ég byggi til pizzurnar en þeir sæu um að elda þær. Það átti að prófa að grilla.
Og það var hafist handa.
Búin til þessi líka fína pizza með skinku ogpepperoni og önnur með túnfisk.
Það þurfti svo allskonar tilfæringar til að hún bakaðist jafnt á grillinu. En það tókst bara ljómandi vel. Svo það er hægt að grilla pizzur.
Ég er svakalega hrædd um að hann Brandur minn sé dáinn. Hann hefur ekki komið heim núna í tvær vikur. ég hugsa svo mikið til hans, hvar hann geti verið og hvort hann sé dáinn. Hann var einn af fjölskyldunni.
Ef einhver hefur séð þessa elsku, vil ég endilega fá að vita af því.
Elsku vinurinn ljúfi.
Músaveiðari góður líka.
Ef þú ert á lífi elsku Brandur komdu þá heim sem fyrst.
En eigið góðan dag.
Ég ætla ekki að ergja mig á því að skrifa um pólitík, hún er orðin svo sóðaleg að manni verður flökurt af óheiðarleikanum, hrokanum og skilningsleysi þeirra sem hafa boðist til að gæta hagsmuna okkar, en gera ekkert annað en að hugsa um sitt eigið rassgat. Sorglegt en satt.
Smáviðbót, mæli með að þið styðjið þessa konu til stjórnlagaþings.
http://www.facebook.com/?ref=hp#!/group.php?gid=153312264697152
Eins og sést er kertatíminn kominn í Kúlunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
17.9.2010 | 10:34
Um allt og ekkert.
Sem betur fer er veðrið gott þessa dagana, því ég stend á haus við að ganga frá garðplöntustöðinni. En ég finn samt að þrekið hjá mér er ekki mikið. en vonandi mjatlast þetta smátt og smátt. Ég er samt í tímaþröng, því ég þarf að klára fyrir endaðan september.
Það er ekki ennþá farið að bera mikið á haustlitunum. Þó ættu trén að vera búin að klára sig eftir þetta hitasumar, en ef til vill er um að kenna þurrkunum sem voru í allt sumar.
Þessi var tekin í morgun, eða bara núna rétt áðan.
Og þessi líka.
Já hvaða orð ætli þetta geti nú verið???
Já auðvitað, nú sá ég ljósið.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
15.9.2010 | 22:59
Heimaræktað grænmeti handa ykkur elskurnar.
Kæru ísfirðingar og nágrannar, ef veðrið verður eins gott á morgun og það var í dag, vil ég bjóða ykkur að koma og fá ykkur grænmeti upp í gróðrarstöð. Það er aðallega grænkál, en líka hvítkál, broccoli og fleira, jafnvel kartöflur. Ég setti niður afgangin af grænmetinu í sumar, og þetta hefur dafnað ágætlega, en er allt of mikið fyrir mig eina. Svo ég býð ykkur að kíkja við eftir hádegi, svona eftir kl. 13.30. Og næla ykkur í heilbrigt heimaræktað grænmeti og jafnvel krydd. Ég sé ekki fram á að geta nýtt mér þetta allt sjálf, svo ég vil endilega að þið fáið að njóta þess með mér. Einnig er hægt að fá að týna bæði rifs og sólber. Þið verðið samt að hafa með ykkur ílát, því ég á ekkert slíkt.
Þetta bíður eftir að vera tekið upp og borðað.
Gjörið svo vel.
Bloggar | Breytt 17.9.2010 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar