28.4.2011 | 17:15
Til hamingju með afmælið Kristján Logi.
Tíu ára í dag. Kristján Logi Guðbjarnarson. Hann er flottur strákur og getur allt sem hann vill. Ótrúlega laginn við allt sem hann gerir.
Hér er hann til dæmis að vaska upp fyrir ömmu sína í Fljótavík.
Hann getur klifrað eins og api upp um allt, og er svo öruggur í jafnvægi.
Hér eru börnin í fjörunni í Fljótavík.
Hér er hann með Aroni Mána bróður sínum og Óðni Frey. Hann er líka duglegur að hjálpa mömmu sinni með litlu systkini sín.
Svo er hann algjör sjóhundur, gat róið kajak í fyrsta sinn eins og hann hefði aldrei gert annað.
Elsku Kristján minn, þú er flottastur innilega til hamingju með tíu ára afmælið þitt. Knús frá ömmu í kúlu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2011 | 11:56
Undir hvað hafa Lilja, Ásmundur og Atli skrifað í stjórnarsáttmála?
Það er alltaf verið að tala um að Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason hafi skrifað undir stjórmálasáttmálann og þau verði að virða það sem þau skrifuðu undir.
En undir hvað skrifuðu þau? Eg renndi aðeins yfir sáttmálann og ég verð að segja að sá sáttmáli sem ég las hefur ekki verið sá sem ríkisstjórnin undirritaði á sínum tíma. Ætli þeim sáttmála hafi verið stungið undir stól?
Hér má sjá ýmislegt fróðlegt, stiklað á stóru.
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er mynduð um að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og leita þjóðarsamstöðu um leið Íslands til endurreisnar nýjan stöðugleikasáttmála.
Ríkisstjórnin er mynduð á grundvelli góðs samstarfs flokkanna tveggja í fráfarandi ríkisstjórn.
Á ríflega 80 dögum hefur verið lagður grunnur að því að hægt verði að snúa vörn í sókn á flestum sviðum, þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður í íslensku samfélagi og alþjóðlegu efnahagslífi. Í nýafstöðnum kosningum veitti meirihluti kjósenda jafnaðarmönnum og félagshyggjufólki skýrt umboð til að halda áfram og leiða til öndvegis ný gildi jöfnuðar, félagslegs réttlætis, samhjálpar, sjálfbærrar þróunar, kvenfrelsis, siðbótar og lýðræðis.
Ný ríkisstjórn starfar með þessi gildi að leiðarljósi í því skyni að skapa norrænt velferðarsamfélag á Íslandi, þar sem almannahagsmunir eru teknir fram yfir sérhagsmuni.
Lykilverkefnið er að endurreisa traust í íslensku samfélagi og orðspor Íslands á alþjóðavettvangi.
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbótum.
Ríkisstjórnin mun kappkosta að byggja upp á Íslandi opið og skapandi umhverfi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar í Evrópu, bæði að því er varðar efnahag og lífsgæði. Í þeim efnum horfum við sérstaklega til frændþjóða okkar á Norðurlöndum.
Framhald verður á miklum efnahagsþrengingum um allan heim og ljóst að ástandið kann að versna áður en það batnar aftur. Einnig liggur fyrir að efnahagur þjóðarinnar mun ekki lagast af sjálfu sér til þess þarf samfélagið að vinna saman að því að leysa vandann. Allir þurfa að leggja sitt af mörkum, og í réttu hlutfalli við getu. Þessi ríkisstjórn mun ekki velta vandanum yfir á þá verst settu í samfélaginu, né leggja byrðarnar á börnin okkar með því að skjóta vandanum á frest.
Eftir fremsta megni verður staðinn vörður um kjör lágtekjufólks og þá sem við erfiðastar aðstæður búa og byrðunum dreift með sanngirni, jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi.
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs ætlar sér að verða norræn velferðarstjórn í besta skilningi þess orðs.
Efnahagsmál
Hornsteinar efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar eru trúverðug efnahagsáætlun og stefnumörkun í ríkisfjármálum til fjögurra ára sem miðar að hallalausum ríkisfjárlögum á ásættanlegum tíma, auk samstarf við aðila vinnumarkaðarins um nýjan stöðugleikasáttmála.
Forsætisráðherra mun einnig láta vinna yfirlit um stöðu og þróun á lykilstærðum í samfélags- og efnhagsmálum til að skilgreina nánar þann vanda sem við er að glíma og framtíðarvalkosti, s.s. í ríkisfjármálum, gjaldmiðilsmálum, atvinnulífi, húsnæðismálum, jafnréttismálum, byggðamálum, löggæslumálum auk annarra mikilvægra samfélagsmála. Til verksins verða m.a. kvaddar fagstofnanir og sérfræðingar úr háskóla- og rannsóknasamfélaginu. Slíkt stöðumat felur í sér mikilvæga viðmiðun til að meta árangur næstu ára í ljósi þróunar síðustu ára og þess sem gerst hefur.
Ríkisstjórnin mun gera það sem í hennar valdi stendur til að tryggja öfluga og skilvirka efnahagsbrotarannsókn og að bæði henni og niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið verði fylgt eftir af fullum heilindum. Réttar og greinargóðar upplýsingar um stöðuna og réttlátt og heiðarlegt uppgjör við þá peningjahyggju sem leiddi til hrunsins eru mikilvæg forsenda þess að íslenskt samfélag geti sameinast á ný og beint kröftum sínum að því að byggja upp til framtíðar.
Breið samstaða um stöðugleikamarkmið
Mikilvægustu verkefni ríkissstjórnarinnar næstu 100 dagana í efnahagsmálum eru á sviði ríkisfjármála, bankamála og að greiða úr skuldavanda fyrirtækja og heimila. Skapa þarf forsendur fyrir áframhaldandi og hraðri lækkun vaxta og vinna markvisst að því að draga úr höftum í gjaldeyrisviðskiptum.
Markmiðið er að skapa skilyrði til hagvaxtar þegar á næsta ári. Þessi verkefni styðja hvert annað og tengjast með margvíslegum hætti.
Trúverðug stefna í ríkisfjármálum er nauðsynleg til að treysta bankakerfið, styðja gengi krónunnar og skapa forsendur fyrir eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum.
Jafnframt mun ríkisstjórnin marka skýra eigendastefnu þar sem fram komi framtíðaráherslur ríkisins sem eiganda bankanna og hvernig henni verður framfylgt. Markmið þess er að styrkja faglegan, gagnsæjan og traustan grunn undir aðkomu hins opinbera að atvinnulífinu.
Meðal annars verði kveðið á um hvernig eignarhaldi bankanna verður hagað, hugsanlegri eignaraðild erlendra kröfuhafa og sýn á dreift eignarhald á bönkunum til framtíðar.
Þá yrði kveðið á um auglýsingar á stöðum bankastjóra og faglega yfirstjórn þeirra.
Þá þarf að gæta þess að yfirtaka ríkisbanka á einstökum fyrirtækjum skekki ekki samkeppnisstöðu á markaði.
Tryggt verður að unnið verði eftir faglegu og gagnsæju ferli við sölu þeirra. Ríkisstjórnin lýsir sig reiðubúna til viðræðna um þau meginmarkmið sem sett hafa verið fram í ofangreindu samstarfi og vill beita sér fyrir breiðri sátt um að þau geti orðið grunnur að nýjum efnahagslegum og félagslegum stöðugleika á Íslandi. Í því felst meðal annars að ná samstöðu um:
- Áætlun um að skapa skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hraða lækkun vaxta.
- Hagstæð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki þannig að störf verði varin og aðstæður skapaðar fyrir fjölgun þeirra á ný.
- Markmið í ríkisfjármálum í samræmi við sameiginlega áætlun stjórnvalda og AGS.
- Að verja velferðarkerfið eins og kostur er.
Ljóst er að ofangreind markmið nást ekki án þess að með samstilltu átaki takist að ná góðum og jöfnum hagvexti. Til að það sé unnt þarf að:
- Auka traust og trú á íslenskt efnahagslíf.
- Örva innlendar fjárfestingar í atvinnulífinu.
- Stuðla að beinum erlendum fjárfestingum.
- Koma á eðlilegum lánaviðskiptum við erlenda banka.
Ríkisfjármál
Lykill að endurreisn íslensks efnahagslífs felst í víðtækum aðgerðum á sviði ríkisfjármála með það að markmiði að mæta hinu mikla tekjufalli sem ríkissjóður hefur orðið fyrir vegna efnahagshrunsins og þeim miklu skuldum sem það skilur eftir sig.
Beita verður ríkisfjármálum til að verja grunnvelferðarkerfið og auka kjarajöfnuð um leið og staðið er undir fjárhagsskuldbindingum ríkissjóðs og stutt eftir megni við baráttuna við atvinnuleysi og nýja sókn í atvinnulífi um allt land.
Kannaðir verði kostir til aukinnar tekjuöflunar ríkissjóðs í samráði við hagsmunaaðila og með hliðsjón af reynslu þeirra landa sem glímt hafa við svipaða erfiðleika.
Lykilatriði er að aukin skattheimta leggist frekar á þá sem betur eru í stakk búnir til að bera auknar byrðar en verði þó ekki til þess að draga úr möguleikum fólks til að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem framundan eru.
Áfram verði unnið markvisst að því starfi sem hófst með samstarfi stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir skattaundandrátt.
Gripið verði strax til fyrstu aðgerða í ríkisfjármálum.
Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á sviði ríkisfjármála verður jafnframt gerð áætlunar um stefnu í ríkisfjármálum til næstu fjögurra ára.
Sú áætlun marki útlínur þess verkefnis sem framundan er, jafnt í lækkun ríkisútgjalda og aukinni tekjuöflun. Miðað er við að jafnvægi náist í ríkisfjármálin eigi síðar en 2013.
Í áætluninni verður þess gætt að vernda mikilvæga þætti félagslegrar þjónustu og stefnt er að því að á áætlunartímabilinu verði frumgjöld ríkissjóðs, þ.e. útgjöld án vaxtagjalda, ekki hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu en verið hefur á undanförnum árum þrátt fyrir mikinn samdrátt landsframleiðslunnar. Gert verði ráð fyrir að skattbyrðin verði svipuð eða lægri á áætlunartímabilinu en hún hefur verið á síðustu árum og verði í skrefum aðlöguð útgjaldastigi ríkissjóðs.
Áætlun um jafnvægi í ríkisfjármálum verði kynnt opinberlega í sumarbyrjun og þá rædd m.a. við aðila vinnumarkaðarins.
Greiðslu- og skuldavandi heimila
Djúp niðursveifla í kjölfar bankahrunsins hefur skapað misgengi á milli greiðslubyrði og greiðslugetu margra heimila í landinu. Þetta misgengi verður að leiðrétta með lækkun á greiðslubyrði þeirra sem verst standa þar til verðmætasköpun atvinnulífsins tekur aftur að aukast.
Markmið ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir að tímabundinn greiðsluvandi leiði til vanskila og gjaldþrots, svo sem með hækkuðum og breyttum vaxtabótum og húsaleigubótum.
Lykilatriði er að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga.
Greiðslujöfnun sem nú nær bæði til verðtryggðra og gengistryggðra lána gerir kleift að laga greiðslubyrði að lækkandi tekjum. Þá gera ný lög um greiðsluaðlögun sem samþykkt voru á síðasta þingi það mögulegt að taka á vanda þar sem fyrirsjáanlegt er að greiðslu- og skuldabyrði verði skuldurum ofviða til lengri tíma litið. Loks gera frystingar greiðslna sem eru í boði hjá lánastofnunum heimilum kleift að bregðast við bráðavanda vegna skyndilegs tekjumissis. Ofangreindum úrræðum þarf að fylgja fast eftir.
- Efnt verður til sérstaks kynningarátaks á þeim úrræðum sem heimilum í erfiðleikum standa þegar til boða.
- Ráðgjafarstofa heimilanna verði efld enn frekar ef þörf krefur til að eyða biðlistum eftir viðtölum og aðstoð við endurskipulagningu á fjárhag heimila og fólks í vanda. Sérstaklega verði hugað að aðgengi íbúa á landsbyggðinni að þjónustu Ráðgjafarstöðvarinnar.
- Skuldastaða heimila, greiðslu- og framfærslugeta verði til stöðugs endurmats sem og nauðsynlegar aðgerðir til að koma til móts við heimili í vanda.
- Heildarmat á þörf fyrir frekari aðgerðir og tillögur í því efni verði unnar í kjölfar úttektar Seðlabanka Íslands á skuldum og tekjum heimila sem áætlað er að liggi fyrir í síðari hluta maímánaðar. Ákvarðanir um frekari aðgerðir og tillögur verði teknar í samráði við aðila vinnumarkaðarins.
Varanleg velferð
Heilbrigt velferðarkerfi og baráttan gegn langtímaatvinnuleysi eru mikilvægar forsendur fyrir farsælli enduruppbyggingu samfélagsins.
Mikilvægasta verkefni velferðarþjónustunnar og leiðarljós við forgangsröðun í núverandi aðstæðum er að vernda hag og stöðu barna og fjölskyldna þeirra, sem og þeirra sem lakast standa í samfélaginu.
Ríkisstjórnin lítur á það sem forgangsmál að tryggja að afleiðingar efnahagssamdráttarins leiði ekki til þess að húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sé ógnað.
Velferðarmálin snúast um öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir alla, sterkt almannatryggingakerfi og tryggt húsnæði.
Til að tryggja betri nýtingu fjármuna í velferðarþjónustu þarf með skipulegum hætti að samþætta úrræði þvert á stofnanir og stjórnsýslustig.
Lögð verður áhersla á mikilvægi samráðs og samvinnu allra sem koma að velferð fólksins í landinu og að litið verði til velferðarvaktarinnar sem fyrirmyndar í þeim efnum.
Heilbrigðisþjónustan verður tekin til endurskoðunar með heildstæðri stefnumörkun. Markmiðið er að draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustuna og nýta fé skynsamlega.
Í endurskoðuninni er nauðsynlegt að leiða saman heilbrigðisstarfsmenn, sjúklingasamtök og sérfræðinga til að skipuleggja og ná sátt um örugga heilbrigðisþjónustu um allt land.
Markmið allra endurbóta í heilbrigðisþjónustu og almannatryggingakerfi eiga að vera jöfnuður, gott aðgengi, gæði, öryggi og hagkvæmni.
Félagslegum afleiðingum atvinnuleysis og fjárhagsvanda fólks verður mætt með markvissu samstarfi og samráði milli ríkis, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka. Beitt verði félagslegum úrræðum til að hindra langvarandi afleiðingar kreppunnar. Áhersla verði lögð á heilsueflingu sem forvörn gegn sjúkdómum og leið til að auka lífsgæði.
Veitt verði heilbrigðisþjónusta við hæfi á viðeigandi þjónustustigi, óháð efnahag og búsetu.
Hlutverk sveitarfélaga í velferðarþjónustu við börn, fatlað fólk, aldraða og fjölskyldur verði aukið með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga.
Heilsugæslan um land allt verði sett í öndvegi sem fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu.
Aðgerðaráætlun í málefnum barna- og ungmenna verði fylgt eftir.
Stefnt verði að því að fólk geti búið heima eins lengi og kostur og vilji er til, meðal annars með því að samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Staðið verði við framkvæmdaáætlun um ný hjúkrunarrými fyrir aldraða.
Aukin áhersla verður lögð á endurhæfingu lífeyrisþega til að tryggja virka þátttöku þeirra, meðal annars með því að innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra.
Mikilvægt er að allir hafi möguleika á öruggu húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína.
Innleidd verði ný skipan húsnæðismála til að búa almenningi sambærilegt öryggi og valkosti í húsnæðismálum og á hinum Norðurlöndunum. Markmiðið er að fólk í húsnæðisleit eigi valkosti með eignar-, leigu- og búseturéttaríbúðum, hvort sem það þarfnast húsnæðis í fyrsta sinn eða síðar á lífsleiðinni. Mismunandi búsetuformum verði gert jafnhátt undir höfði. Dregið verði úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum samhliða auknu framboði óverðtryggðra
Menntun að leiðarljósi
Menntun, vísindi og menning eru mikilvægir þættir í endurreisn Íslands. Skapandi og gagnrýnin hugsun og aukin áhersla á lýðræði og mannréttindi skipa mikilvægan sess í menntun þjóðarinnar.
Hlutverk skólastarfs er meðal annars að virkja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í samfélaginu. Leggja þarf áherslu á rannsóknarsjóði sem eru mikilvægir fyrir framþróun vísinda og tækni á Íslandi.
Hlúa verður að menningarstarfsemi um allt land með áherslu á íslenska frumsköpun. Stór hluti af því að efla menntun, vísindi og menningu er að tryggja jafnrétti til náms og huga að velferð barna og ungs fólks.
Mikilvægt er að standa vörð um menntunarstig þjóðarinnar. Gjaldfrjáls grunnmenntun er lykill að félagslegu jafnrétti og velgengni þjóðarinnar til lengri tíma litið.
Leitast verður við að tryggja velferð og vellíðan barna og ungmenna í leik- og grunnskólum með öflugu samstarfi ríkis og sveitarfélaga og verður áfram staðið við hugmyndafræði skóla án aðgreiningar.
Atvinnumál
Meginverkefni ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum verður að draga úr atvinnuleysi með markvissum aðgerðum, útrýma langtímaatvinnuleysi og skapa traustari grundvöll fyrir íslenskt atvinnulíf til framtíðar.
Áhersla verður lögð á fjölbreytt atvinnulíf, jafnan en stöðugan hagvöxt, nýsköpun og sjálfbæra nýtingu til lands og sjávar.
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að mótuð verði heildstæð atvinnustefna fyrir Ísland, byggð á jafnræði atvinnugreina, jafnrétti kynjanna, heilbrigðum viðskiptaháttum og grænni atvinnuuppbyggingu í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Jafnframt verði hugað að samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs í alþjóðlegum samanburði.
Stefnan verði útfærð í formlegu samráði stjórnvalda, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, og háskólasamfélagsins.
Bráðaaðgerðir gegn atvinnuleysi
Nú þegar hefur ríkisstjórnin ráðist í brýnar aðgerðir til að sporna við atvinnuleysi sem skila eiga 6000 ársverkum á næstu mánuðum og misserum. Því til viðbótar verður efnt til fjölþætts átaks til atvinnusköpunar sem felur m.a. í sér eftirfarandi aðgerðir:
1. Efld verði úrræði Vinnumálastofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þar sem fyrirtæki geta ráðið fólk af atvinnuleysisskrá tímabundið með stuðningi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Þar má nefna samninga um starfsþjálfun, reynsluráðningu, nám sem vinnumarkaðsaðgerð, atvinnutengda endurhæfingu, þróun eigin viðskiptahugmyndar, frumkvöðlastarf innan fyrirtækja og sérstök tímabundin átaksverkefni.
2. Opinberir sjóðir og samkeppnissjóðir leggi sitt af mörkum til atvinnusköpunar með því að taka mið af fjölgun starfa við ráðstöfun fjármagns án þess þó að slaka á faglegum kröfum.
3. Umhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja verði bætt með lagfæringu á skattalögum til þess að ívilna megi vegna rannsókna og þróunar. Auk þess verði tímabundið veittur frádráttur frá skatti vegna fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.
4. Við innkaup ríkisins, þar á meðal vistvæn innkaup, verði m.a. horft til þess að styðja við bakið á innlendri atvinnustarfsemi og nýsköpun.
5. Forgangsröðun verkefna hjá ríkinu verði í þágu mannaflsfrekra framkvæmda, s.s. viðhalds opinberra bygginga. Þar verði sérstaklega hugað að bættu aðgengi að opinberum byggingum um allt land. Leitað verði leiða til að flýta hönnun opinberra mannvirkja.
6. Staðinn verði vörður um opinber störf, ekki síst í velferðarþjónustu og menntastofnunum, og í því skyni gripið til aðgerða sem auka kjarajöfnuð hjá ríkinu og fyrirtækjum og stofnunum í eigu þess.
7. Sköpuð verði ný atvinnutækifæri fyrir ungt fólk t.d. með því að efla Nýsköpunarsjóð námsmanna og ýta úr vör sumarverkefnum fyrir framhaldsskólanema.
Fiskveiðar
Markmið sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar er að fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns.
Veiðiheimildir skulu ákvarðast af nýtingarstefnu sem byggist á aflareglu hverju sinni.
Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem framundan er.
Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða.
Endurskoðun laga um fiskveiðar Lög um stjórn fiskveiða verði endurskoðuð í heild með það að markmiði að:
- stuðla að vernd fiskistofn
- stuðla að hagkvæmri nýtingu auðlinda sjávar
- treysta atvinnu
- efla byggð í landinu
- skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu auðlinda sjávar
- leggja grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka.
Vistvænar veiðar rannsóknir o.fl.
- Ríkisstjórnin telur brýnt að treysta í sessi siðræn viðhorf í umgengni við hafið og auðlindir sjávar í ljósi þess að maðurinn er hluti af náttúrunni og verður að umgangast hana af ábyrgð.
- Nýta þarf krafta sjómanna og útgerðarmanna í hafrannsóknum til að efla gagnasöfnun og rannsóknarverkefni sem þeir eru þátttakendur í.
- Kortleggja vel menntun og fræðslu í sjávarútvegi með það að markmiði að auka menntunarstig í greininni.
- Íslendingar áskilja sér hér eftir sem hingað til rétt til nýtingar sjávarauðlinda samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Forsendur fyrir veiðum og nýtingu sjávarspendýra, sela og hvala, verði endurmetnar frá grunni með tilliti til sjálfbærni og efnahagslegrar þýðingar fyrir þjóðarbúið í heild sem og alþjóðlegra skuldbindinga og ímyndar Íslands
Lýðræði og mannréttindi
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbótum. Aukin áhersla verður lögð á mannréttindafræðslu og kvenfrelsi.
Utanríkis- og Evrópumál
Ríkisstjórnin leggur áherslu á sjálfstæða íslenska utanríkisstefnu.
Þær miklu breytingar sem orðið hafa á undanförnum árum á sviði utanríkis- og öryggismála, og ná einnig til viðskipta, stjórnmála og umhverfismála, kalla á nýja sýn og nýja nálgun í utanríkismálum. Ríkisstjórnin vill kappkosta að alþjóðasamfélagið stuðli með nýjum hætti að sameiginlegu öryggi, beiti sér fyrir nýjum reglum um fjármagnsmarkaði og aðgerðir gegn spillingu, geri nýjan loftslagssáttmála, tryggi að alþjóðalög gildi um málefni norðurslóða og sameinist um nauðsynlegar og sanngjarnar aðgerðir til að vinna bug á heimskreppunni.
Norrænt samstarf verður áfram einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu en einnig verður lögð áhersla á Evrópumál, norðurslóðasamstarf og sjálfbæra nýtingu auðlinda og alþjóðlega samvinnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og stofnana þeirra. Meðal meginverkefna utanríkisþjónustunnar á næstu árum verður að endurheimta orðspor Íslands á alþjóðavettvangi, byggja upp ímynd lands og þjóðar á grundvelli þekkingar okkar, menningar og mannauðs og styðja við markaðssókn íslenskra fyrirtækja.
Leturbreytingar eru mínar. Og það sem er að það þarf ekki einu sinni að útskýra þær, því þetta vita allir sem vilja vita, að hefur farið gjörsamlega úrskeiðis hjá þessari Norrænu velferðarstjórn.
Hér er sáttmálinn í heild sinni.
http://www.stjornarrad.is/Stefnuyfirlysing/nr/322
Er ekki komin tími til að breyta um og fara að gera eitthvað í þessum sáttmála? Lilja, Ásmundur og Daði skrifuðu undir þessar yfirlýsingar. Hvað hafa hinir skrifað undir?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
26.4.2011 | 21:37
Hluti af gigginu okkar.
Hér er smábrot af okkar ævintýri Sokkabandsins. Þetta var æðislega skemmtilegt, og við skemmtum okkur mest sjálfar við að hittast, rifja upp gamla tíma og æfa, hlæja saman og segja sögur. Ég er búin að hlæja meira þessa daga en fleiri mánuði á undan.
Elsku stelpur innilega takk fyrir alla gleðina, kærleikan og skemmtunina.
Fyrst yndislegur lítil stubbur sem er tveggja ára í dag. Elsku Símon Dagur minn, innilega til hamingju með afmælið þitt. Risa knús frá ömmu.
Svo var að gera sig til fyrir tónleikana.
Við hittumst í kúlunni svona til að hrista okkur saman.
Það var mikið hlegið og spjallað.
Svo kom Dóra systir mín með sokkaböndin sem hún saumaði fyrir okkur.
Sunna frænka greiddi okkur nokkrum og málaði.
Hér er hún að mála frænku sína.
Við fengum svo að komast í æfingarsalin um kl. fjögur, og krakkarnir voru svo spenntir að fá að fara með.
Hér erum við að ræða við hljómsveit sem er frá Bandaríkjunum. Hér má sá rokkarann Bryndísi.
Rokkar á kvöldin og syngur í kirkjukórnum á daginn.
Hér má sjá þessa hljómsveit, sem elskar Ísafjörð. Ein þeirra segist ætla að setjast hér að.
Oddný í hárgreiðslu.
Svo var tekin smá músik svona á milli.
Eygló Rokkari komin í gírinn.
Og málunin var snilld.
Ef þið haldið að ég kunni ekki að pósa, þá er það alrangt
Úh baby...
Je baby...
Aha baby..
Smjúts.
Jamm þetta var gaman.
Eftir kvöldið var gott að koma heim og fá sér smábjór.
Þá var líka gott að eiga frábæra kjúklingasúpu sem hægt var að hita og næra sig á.
Og okkur leið svo vel.
Þetta var bara svo gaman.
Á sviðinu.
Flottastar.
Svo kom páskadagsmorgun.
Og þá þurfti að vera búið að fela egginn.
Fyrsta eggið fundið.
Þá er að finna hin fjögur.
Hvar ætli þau geti verið.?
Hmm hvar ætli afi hafi látið eggin?
Svo fundust þau öll á endanum.
Og svo var bara að fara og gæða sér á namminu.
og hafa það náðugt.
Svona liðu páskarnir hjá mér í tómri gleði.
Reyndar er hægt að hlusta á þetta á rás2 http://dagskra.ruv.is/nanar/12054/ Við erum næstar á eftir Bjartmari Guðlaugssyni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.4.2011 | 11:23
Fermingin hans Úlfs.
Jæja þá eru páskarnir liðnir og flestir komnir til síns heima. Vonandi allir glaðir eftir skemmtilega og gjöfula helgi. Hér var yndislegt að vera, allir svo ánægðir og svo friðsælt ó hér tvöfaldaðist íbúatalan eins og venja er á Skíðaviku. Það fjölgar þó ennþá gestum, síðan Aldrei fór ég suður komst á koppinn fyrir um það bil 6 árum.
En núna ætla ég að fjalla um ferminguna hans Úlfs.
Dagurinn rann upp bjartur og fagur.
Unglingarnir mínir að fá sér að borða.
Svo þurfti að ræða við vini og vandamenn.
Hér er hann Kolmar, einn af vinum Úlfs. Þessi er að vísu tekinn daginn áður.
Bróðir minn og mágkona gerðu þessa líka góðu kjúklingasúpu, sem entist að vísu vel fram yfir laugardaginn og við gátum gætt okkur á eftir tónleikana. Takk Guðbjörg og Daddi.
Mamma Úlfs og bræður komu að sunnan. Hér eru þeir Úlfur og Sigurjón Dagur með mömmu Úlfs og Aroni bróður hans.
Mamma hans lagði mikið á sig til að koma blessunin.
Svo þurfti að gera sig fínar dömurnar, og Úlfur hjálpar til.
Sæt
Falleg eins og þau eru öll.
Þá er það sú næsta Alejandra.
Klárar fyrir kirkjuna.
Og þau eru bara öll svo yndæl.
Daníel líka uppáklæddur.
Úlfur komin í fermingarfötin.
Hér vantar Sóley Ebbu.
Og svo fær mamma að vera með á einni myndinni hún er líka búin að klæða sig upp á og tilbúin í kirkjuna.
Kökurnar komnar úr Gamla Bakaríinu. Takk María mín fyrir komuna og gjöfina.
Halldóra Systir mín kom með nokkrar af sínum æðislega góðu brauðtertum. takk Dóra mín.
Kristín mágkona mín bakað líka frábæra tertu. Takk Stína mín og Gunni.
Veit ekki hvar ég hefði verið án fjölskyldunnar minnar. Litla systir var mér líka innan handar með margt, hún var að ferma líka. Takk Inga Bára mín.
Hér ganga fermingarbörnin inn á eftir prestinum Séra Magnúsi.
Falleg og saklaus með allt lífið framundan.
Séra Magnús er yndisleg manneskja, þó ég sé ekki sammála honum í sambandi við Jesú og Guð. Þá virði ég hann sem manneskju. Úlfur tók sjálfur þá ákvörðun að fermast. Ég bauð honum aðra kosti, en hann valdi, og ég er ánægð með það að hann stóð fastur á því sem hann vildi sjálfur. Ég bauð honum borgaralega fermingu eða Ásatrú. En hann kaus Jesú, og allt í lagi með það.
Hér sitja þeir vinirnir.
Úlfur og Birta lásu upp úr ritningunni.
Úlfur er svo heppinn að eiga svona margar frænkur og umgangast þær mikið, og þeirra vinkonur. hann hefur því alla tíð umgengist stúlkur eins og jafningja og hefur forskot á hina strákana hvað það varðar. Vinátta hins kynsins er honum eðlileg.
Og þegar afar ömmur, pabba og mömmur systkini og fjölskylda fylkti sér með hinum fermingarbörnunum til altaris, fór hann einungis með litla bróður sinn.
Flottastir.
Hér er hún Dísa, hún er að mig minnir 104 ára gömul, er hér með barnabarni sem hún ól upp. Tvær flottar saman.
Hér er allur hópurinn eftir ferminguna. Glæsilegir einstaklingar framtíðarinnar.
Hér er hann þessi elska.
Ég veit að pabbi hans var stoltur af honum og hefur örugglega verið með okkur þennan fimmtudag.
Systursonur minn Hjalti Heimir.
Frændurnir saman.
Hjalti, Birta og Úlfur.
Og vinirnir Ragnar Óli og Kolmar. Ragnar Óli var farin úr sínum kyrtli, svo þeir ákváðu að breiða sína kyrtla yfir hann svo það sæist ekki. Mér finnst það eitthvað svo falleg hugsun.
Sést betur hér.
Með Aroni Stóra bróður.
Þessi gullfallega stúlka er elsta dóttir vinkonu Báru minnar. Flottur búningur og afar gamall.
Hér ásamt móður sinni og litlu systur.
Stubbur tilbúinn í veisluna.
Hluti af Kúlukrökkunum mínum.
Hér sker hann kökuna sína.
Hann bauð nokkrum vinum sínum í veisluna. Gaman að fá þau líka í heimsókn.
Súpan Þeirra Guggu og Dadda sló í gegn.
Unglingahornið
Dömuhornið.
Flestir undu sér þó best í garðskálanum.
Ánægðir gestir er það besta við góða veislu.
Sætusturnar mínar.
Hróðugur afi með nýjasta barnabarnið sitt.
Það er til máltæki sem segir Ungur nemur hvað gamall temur. Hér hefur það snúist við. Hér er það gamall nemur hvað ungur temur. Hér er Daníel að sýna afa sínum hvernig hann raðar myndunum í símanum sínum.
Svo vil ég þakka öllum bæði gestum og þeim sem hjálpuðu mér við þessa athöfn. Innilega takk fyrir okkur.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
23.4.2011 | 11:32
Að frétta af mér.
Einhver sagði að Bjartmar ætti að hita upp fyrir okkur og Grafík að kæla fólki niður á eftir En það er eins gott að við stöndum okkur vel, því fólk virðist vera mjög spennt fyrir að heyra í okkur aftur.
Hér erum við allar nema söngkonurnar tvær. Og við erum alveg tilbúnar í slaginn.
Allar mættar og allt að smella.
Þetta er bara svo gaman.
Allar komnar og tilbúnar í slaginn. Reyndar er þessu útvarpað frá þessum aðilum. http://www.inspiredbyiceland.com/stories/e-cards/
Eigið góðan dag elskurnar.
Hér er svo sakleysið uppljómað. En meira um það seinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
21.4.2011 | 09:27
Gleðilega páskahelgi.
Hæ hef ekki mikin tíma til að líta hér inn, svona á þessum tíma. Í dag er fimmtudagur skírdagur og fermingin kl. 2. Þetta er yndislegur fallegur dagur, sól og blíða, logn. Bærinn orðin fullur af fólki og fleiri koma í dag, í gær komu 13 flugvélag og sennilega svipað í dag.
Kúlan orðin full af unglingunum mínum.
Ég ætla að setja myndir hér inn á morgun, hef sennilega ekki tíma fyrr.
En ég bið að heilsa ykkur öllum og eigið góða páskahelgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
18.4.2011 | 17:02
Stund milli stríða.
Það er mikið að gera hjá mér þessa dagana. Mest liggur á dreyfplöntuninni, því blómin eru fljót að vaxa úr sér, svo er fermingin, og tónleikarnir. Ég er að sjá fyrir endan á prikluninni, sem betur fer. Og nú líður að fermingunni. Það er reyndar allt að verða klárt ég á líka svo yndæl systkini og mágkonur, sem allt vilja gera til að aðstoða mig.
Ævintýraleg mynd. J'a það hefur snjóað dálítið. En veðrið er annars gott.
Í garðskálanum skarta plönturnar mínar sínu fegursta.
Væntanleg kirsuber.
Perur.
Kamillan mín.
Og við æfum daglega, ég er búin að draga fjölskylduna inn í dæmið. Systir mín Halldóra ætlar að sauma á okkur sokkabönd.
ég veit að ég á einhversstaðar málband, en ég finn aldrei neitt í þessu húsi, svo hún varð að notast við sláturgarn til að mæla á okkur lærin Hún deyr ekki ráðalaus hún systir mín.
Og nú er að fjölga í kúlunni svona yfir páskana. Við fengum okkur hrygg í gær.
Og Sóley Ebba kemur alla leið frá Noregi, vona að hún komist í dag, það er dálítil mugga og skyggnið ef til vill ekki alveg nógu gott.
Þessi snjór verður fljótur að fara, enda er hitinn yfir frostmarki.
En trén eru falleg svona með jólasnjó á sér.
Já lífið er gott ef maður leyfir því að vera þannig.
Smá kveðja frá Ísafirði, þar er sól í sinni og inni. En hvítur snjór hylur jörð, en er nú óðum að hverfa. Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.4.2011 | 12:03
Ævintýrið mitt í ár.
Nú er næstum vika í Aldrei fór ég suður hátíðina. Við höfum komið saman Eygló (gítar) Bryndís (trommur) Og ég nokkrum sinnum, og það er búið að vera virkilega gaman. Ég er mest hissa á hve fljótt allt rifjast upp þó 29 ár séu liðin. Fyrst þegar ég sótti bassann niður í kjallara og hélt honum í fanginu, varð ég alveg í sjokki, ég mundi ekkert. Hugsaði með mér hvern andskotan ertu nú búin að koma þér í Ásthildur. en svo fórum við að hittast og æfa bæði saman og sitt í hvoru lagi. Við erum bara þrjár hér, svo koma þær hver af annari fljótlega Oddý (gítar) Rannveig ( söngur) Ásdís (Söngur) og Björk (hljómborð). Svo höfum við fengið til liðs við okkur unga stúlku með saxofón hana Miriam Maeekalle. Við munum syngja 4 lög tvö sem ég samdi og tvö frá Oddný.
Þetta verður rosalega gaman.
Baldur Páll Hólmgeirsson tók þessar myndir.
Og sama og síðast við komnar í blöðin
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=162849
Facebooksíðu eigum við líka.
http://www.facebook.com/pages/Sokkabandi%C3%B0/206229712738682?sk=wall
Mest er þó gaman að hitta allar stelpurnar aftur sem komast. Mér skilst að Fjóla sé í Noregi, Ingunn kemst ekki því miður. En við ætlum að hafa þær í huganum og Báru Elíasdóttur frænku mína en ekki dóttur. Bára mín söng samt með okkur frumsamið eigið lag um hann Fidda feita, þá um 10 ára gömul.
http://www.aldrei.is/listamenn/ Hér er vefsíða Aldrei fór ég suður.
Við vorum líka fyrsta hljómsveitin til að stíga á stokk í Músiktilraunum árið 1982.
Það er skemmtileg staðreynd að fyrsta hljómsveit til að stíga á stokk í Músíktilraunum 1982, var kvennahljómsveitin Sokkabandið, en oft hefur verið fjallað um skort á þátttöku stúlkna í þessum tilraunum. Það hafa þó nokkuð oft verið stúlknasveitir sem hafa komist í úrslit, eða unnið, sbr.Dúkkulísurnar, Kolrassa Krókríðandi, Á Túr ,Mammút, Spelgur o.fl.
Og hér er svo tvö myndbönd síðan þá.
http://www.youtube.com/watch?v=SMMn-s6OwFg
http://www.youtube.com/watch?v=qHndptuFPJ0
Og mér finnst dálítið eins og ég sé að brjóta ís fyrir okkur kerlingarnar. Að það er aldrei of seint að gera eitthvað skemmtilegt og öðruvísi. Aldurinn skiptir ekki máli heldur bara að þora að taka skrefin. Það er nefnilega miklu skemmtilegra í minningunni að hafa tekið skrefið, en að sakna þess að hafa ekki þorað að taka átt.
En eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
14.4.2011 | 09:30
Af hverju ekki Frjáls Hreyfing Villikatta?
Ég fylgdist með umræðunum á Alþingi í gær með athygli. Þegar forsætisráðherrann talaði varð ég alveg uppnuminn, hvar er þessi Útópía sem hún er að tala um, ætli við getum fengið inngöngu? Ég vil komast í þetta dásemdar land með frábæra ríkisstjórn sem fyrst. Ekki seinna en núna.
Ég vissi ekki til að það fyndust svona frábærir stjórnvitringar eins og forsætisráðherra og fjármálaráðherra Útópíu. Það er nú eitthvað annað en hérna hjá okkur, þar sem allt er í kyrrstöðu og ekkert gerist, nema að gauka góðum stöðum að vinum og ættingum án auglýsingar, fyrsti kvenforsætisráðherra landsins brýtur jafnréttislög og ótal mörg önnur. Bönkum er hyglað á kosnað alþýðunnar. Ég veit að þau Steingrímur voru ekki að ræða um Ísland, en þau hefðu nú getað sagt okkur hvernig við eigum að komast í þessa dásamlegu Paradís sem þau voru að segja okkur frá.
Ég beið spennt eftir því hvað Guðfríður Lilja myndi segja, nú er búið að sparka hressilega í hana af félögum sínum. En þessi kona kom mér þægilega á óvart. Hún er trú sinni hugsjón og telur sig geta varið það sem henni er mest um vert náttúru Íslands með því að sitja áfram. Ég virði hana fyrir þessa ákvörðun og segi mættu fleiri vera svona. Reyndar er ég þá ekki að tala um Ásmund Einar, Lilju Móses eða Atla, og ekki heldur Birgittu, Margréti og Þór. Þetta fólk virðist allt vilja vinna með fólkinu, þjóðinni í landinu.
Það er einkennileg staða sem birtist þarna í gær, og í fyrsta sinni fékk ég svona smá von í brjóstið. Því það er ekki bara stjórnin sem er glötuð og lost, heldur líka Sjálfstæðisflokkurinn. Það heyrðist greinilega á umræðunni, og sennilega er það rétt að vantraustið hefði verið samþykkt í annað sinn held frá upphafi, ef framsóknarflokkurinn hefði lagt hana fram.
Það kom líka fleira merkilegt fram þarna í umræðunni, maðurinn sem sagt er að vilji komast í formannsstólinn. Guðmundur Steingrímsson sat hjá, þar með tel ég að hann hafi gert út um að hann bæri þann titil, hver vill formann sem vinglar og dinglar, situr hjá í mikilvægum málum? Það var ekki atkvæði Guðfríðar Lilju sem bjargað ríkisstjórninni fyrir horn í þessu máli heldur hjáseta Guðmundar. Ég held að honum verði ekkert þakkað það sérstaklega meðal framsóknarmanna, hann ætti bara að fara aftur þaðan sem hann í Samfylkinguna. Minnir að hann hafi yfirgefið hana einmitt vegna þessa að hann fékk ekki það brautargengi sem hann telur sér bera í stjórnmálum, sennilega út af afa og pabba. Sem betur fer er sú skoðun á undanhaldi meira að segja líka á Alþingi.
En það er ljóst að ríkisstjórnin er fallinn, hún getur lafað eitthvað áfram en mun ekki koma neinum málum fram nema þeim sem villikettir samþykkja, nema með að kaupa Siv og Guðmund, sem bæði virðast föl fyrir feit jobb og upphefð. En þá kemur þar þröskuldur sem heitir Guðfríður Lilja sem sýndi þeim í gær að hún mun ekki veita neinum málum brautargengi sem hún telur að verði ekki þjóðinni og umhverfinu til hagsbóta. Og svo er líka Jón Bjarnason sem ekki gengur alltaf eftir línunni sem gefinn er.
Þetta er pattstaða sem væri ágæt í sjáfu sér ef það þyrfti ekki að byggja landið upp og reisa það úr rústum, sem það hefur verið frá hruni. Og verður greinilega ekkert gert í fyrr en þessi ríkisstjórn hrökklast frá völdum. Það virðist vera eitthvað erfitt því þau eru svo sannfærð um að þau séu á réttri leið og þeim hafi tekist hið ótrúlega að gera landið byggilegt á ný. Málið er bara að þessi fullyrðing þeirra stenst ekki raunveruleikann. Ekki sýnist mér það allavega. Meira að segja þeirra eigin flokksmenn hrista haus yfir stjórnvisku þeirra.
Lati Geir á lækjabakka
lá þar til hann dó.
Ekki vildi hann vatnið smakka,
þyrstur var hann þó.
Segir vísan. Ekki ætla ég að væna þau skötuhjú um leti, því svo sannarlega eru þau bæði harðdugleg og seig, en þau hafa bara ekki forganginn á hreinu, þau ættu ef til vill að lesa yfir kosningaloforðin og stjórnmálasáttmálann sem þau gerðu. Þar er eitthvað minnst á Skjaldborg minnir mig, og hreinsun í stjórnkerfinu og þjóðfélaginu.
En ég ætla að skamma þau fyrir seina gang í því að auka fiskveiðar til að bjarga sjávarplássum, gefa frjálsar handfæraveiðar og auka strandveiðar, þegar sjórinn er fullur af fiski. Jóhann í Hafró ætti að vita að það er ekki hægt að geyma fiskinn í sjónum, þegar fer að skorta æti fer hann að éta ungviðið og hver annan. Það væri gaman að heyra útreikningana um hvað við höfum tapað á því að geyma fiskinn í sjónum fyrir L.Í.Úarana, og meina öðrum að bjarga sér, fyrir utan allt brottkastið sem viðgengst því mönnum er refsað fyrir að koma með fiskinn að landi. Mér finnst þetta svo vitlaust að ég á ekki orð yfir heimskuna, svona Lati Geir á lækjarbakka dæmi.
En ég var að hugsa, það virðist vera að nær helmingur þjóðarinnar treysti ekki fjórflokknum lengur, það hefur komið fram bæði í skoðanakönnunum og umræðum á netinu og annarsstaðar.
Þess vegna ætla ég að leggja til samtök sem munu örugglega þóknast mörgum. Þau gætu heitið Frjáls Hreyfing Villikatta. FHV.
Þessi hreyfin stæði saman af Frjálslyndum, Hreyfingunni og Villiköttunum í Vg. Þetta er allt saman fólk sem alþjóð þekkir af störfum sínum, bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn. Þau hafa öll sýnt að þau bera hag fólksins fyrrir brjósti, Sigurjón þótti afar skeleggur þingmaður.
Frjálslyndi flokkurinn hefur alltaf átt sterkar rætur á landsbyggðinni og fólk veit að hann hefur góða yfirsýn yfir sjávarútvegsmálin. Vinstri græn Þ.e. þau sem ekki hafa gleymt öllum sínum baráttumálum eiga mikinn stuðning hjá bændum. Og Hreyfinginn er með sterka stöðu í borginni.
Þetta er að mínu mati óskastaða, að þessi þrjú flokksbrot tækju sig saman og mynduðu einhversskonar kosningabandalag. 'Eg er nokkuð viss um að þau myndu ná eyrum landsmanna.
Ég treyti öllu þessu fólki til góðra verka og ég þekki líka baklandið í Frjálslynda flokknum veit m.a. að grasrótinn þar hefur unnið vel með grasrót Hreyfingarinnar. Ég skora á þessa hópa til að hittast og fara yfir stjórnmálaskoðanir sínar, ég held að með öllu þessu fólki sé sterkur samhljómur um uppbyggingu landsins, fólk sem þorir veit og getur. Það mun ekki bera mikið á milli, í mesta lagi hvort flugvöllurinn á að fara eða vera. Í flestum stórum málum er þetta fólk í hjarta sínu sammála.
Mikið vildi ég sjá þetta afl í næstu kosningum, sem nóta bene eru ekki svo langt undan. Þessi ríkisstjórn er búin að vera, rúin trausti og lafir á stólum sínum, vegna þess að forystan veit að hún er búin að vera í pólitík, örfáir geta treyst þeim lengur, og þau hafa hrakið frá sér hæfasta fólkið, eða haldið því í gíslingu, alveg rétt eins og Davíð Oddsson gerði á sínum tíma og það má sjá á forystuleysi Sjálfstæðisflokksins, það má líka sjá í forystuleysi Samfylkingarinnar, og er að koma í ljós hjá Vinstri Grænum.
Ég trúi á framtíð landsins, ég trúi á dugnað og þrautseigju íslendinga ef hendur þeirra eru ekki endalaust bundnar af reglum og óréttlátum kröfum stjórnvalda. Ég trúi því að við munum ná okkur fljótt og vel upp úr þessari lægð með stjórnvöldum sem vinna með fólkinu, en ekki endalaust á móti. Og ég trúi á frelsi einstaklingsins til að bjarga sér af því sem landið okkar gefur. Við getum verið mörgum öðrum þjóðum fyrirmynd í að skapa okkur og niðjum gott líf og hamingju.
upp með þúsund radda brag.
Tengdu í oss að einu verki
anda, kraft og hjartalag.
Rís þú, Íslands stóri, sterki
stofn með nýjan frægðardag.
- -
Skín þú, fáni, eynni yfir
Einar Benediktsson.
Eigið annars góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.4.2011 | 15:45
Sokkabandið á fullu.
Þriðjudagur, allt fram streymir endalaust. 21 apríl fermi í stóra strákinn minn. Og það er margt að undirbúa undir svoleiðis. Og ýmsar reddingar.
Svo eru sumarblómin mín komin að þvi að verða allof stór og ég á eftir að dreyfplanta heilum helling ennþá þó ég prikli eins og brjáluð allann seinnipart dagsins, og svo erum við stelpurnar að æfa á fullu.
Sem betur fer höfum við snillinga okkur til aðstoðar við að ryfja upp 29 ára gamla framgöngu, ég hef ekki snert bassan í 29 ár, en það er ótrúlegt hvað þetta ryfjast upp. Og ÞETTA ER ROSALEGA GAMAN.
Hér erum við að skála fyrir Elli mínum hann og félagar hans tóku þátt í bjórkeppni Íslands, og urðu meistarar. Þetta er bjórinn sem sigraði. Þetta er listgrein sem segir sex.
Við höfum engu gleymt, þurfum bara smá hjálp við uppryfjun.
Jamm ég er alveg að ná þessu, með aðstoð Gumma og Halla.
Við ætlum okkur að standa undir væntingum, það er alveg á hreinu.
Tekin á æfingu í gær.
http://www.youtube.com/watch?v=qHndptuFPJ0&feature=player_embedded
Vona að þetta skili sér líka. Þetta er tekið upp í Alþýðushúsinu fyrir um það bil 29 árum.
Og veðrið leikur ennþá við okkur. Eigið góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar