Vegna þess að ég hef verið að garfa í gömlum bréfum í sambandi við starfslok mín

hjá Ísafjarðarbæ, og þar af leiðandi verið að skoða ýmis bréf sem ég hef sent, að vísu heimanað frá mér, en samt vistuð í vinnunni, þá kom þetta bréf og minnti mig á soninn minn og barátturna um hans hag. Ég ætla mér jafnvel að setja fram fleiri dæmi og bréf til að árétta það sem er algjörlega rangt í áherslum ríkisins í baráttunni við fíkla.  En svona hljómar þetta bréf sem ég skrifaði til Landspítala háskólasjúkrahúss þegar ég átti von um að sonur minn kæmist að í Krýsuvík, bréfið segir sína sögur.

 

 

 

Ísafirði 22 ágúst 2002.

 

Landssítali Háskólasjúkrahús

Geðdeild 33A

b.t.yfirmana.

 

 

Sonur minn... nafn kennitala var vistaður á Geðdeild 33A föstudaginn 2. ágúst s.l.

Hann var þá búinn að fá pláss í Krýsuvík í langtíma meðferð. Skilyrði frá þeirra hendi var að hann færi í afeitrun áður en hann kæmi til þeirra. Ég hafði fengið tíma hjá Jóhanni Bergsveinssyni kl. 10 þann 2.8.2002.

Byrjun málsins var sá að ég taldi og tel enn að ****** sé kominn á hættulegt stig í eiturlyfjaneyslu. Svo hættulega að ég ætlaði að svipta hann sjálfræði. Var mál þetta komið fyrir dómara, og mætti ***** þar ásamt mér og lögfræðingi sem var skipaður honum. Lá fyrir að Langtímameðferð í Krýsuvík stæði til boða, og staðfesur tími hjá fyrrgreindum lækni á Geðdeild.

***** bað þá um að hann fengið að ganga þessa þrautargöngu án þess að vera sviptur, hann var alveg samþykkur því að fara í Krýsuvík, en taldi sig ekki þurfa afeitrun. Það var hins vegar öllum ljóst öðrum sem í kring um hann voru að það var nauðsynlegt. Ég sá aumur áhonum og því miður samþykkti að bíða með sviptingu, en gerði honum jafnframt ljóst að stæði hann ekki við sitt myndi svipting vera eina ráð mitt til bjargar.

 

Föstudaginn 2. ágúst sendi ég hann suður með morgunvél og til að tryggja að hann kæmist alla leið borgaði ég manni til að fylgja honum alla leið á Geðdeild.

Laugardaginn 3.7. hleypur hann hinvegar út eftir því sem mér var tjáð seinna, og kom lögreglan með hann aftur þangaði sama dag.

Á miðvikudaginn 7. ágúst hringir hann í mig og fleiri ættingja og kunningja og reynir að fá peninga til að kaupa sér tannkrem og sigarettur.

Ég hafði þá samband við hjúkrunarfræðing sem er á vakt og lýsi áhyggjum mínum af þessum ákafa hans í að fá aura og taldi að hann ætlaði sér að fá pening fyrir lyfjum, hún sagði mér að hann mætti alls ekki fá peninga, hann gæti fengið tannkrem og slíkt hjá þeim og það væri heppilegra að senda einhvern til hans með sigarettur, hjann fengi hvort sem er ekki að fara neitt án fylgdarmanns.

 Fimmtudag sendum við svo stjúpbróður hans með sigarettur og sælgæti til hans.  

Á föstudag fer afi hans suður og ætlar að færa honum sigarettur, en þá er sagt að það sé afar óæskilegt að hann fái heimsóknir.

 

Sama dag föstudaginn frétti ég svo af honum í Hafnarfirði að reyna að kaupa sér læknadóp. Maðurinn minn hringdi þá fyrir mig á deildina og þar fengum við þær upplýsingar að hann væri í bæjarleyfi, en hann ætti að fara að skila sér. Auðvitað skilaði hann sér aldrei, hann ætlaði að gera það, en hann hefur enga orku til að standast freistingar og þess vegna fór þessi prosess í gang. Hann er ennþá á vergangi í Reykjavík þegar þetta er skrifað og ég veit ekkert hvar hann er, bara að hann er einhversstaðar og mjög veikur. Hann er búin að missa plássið í Krýsuvík og ég er ráðalaus og örvingluð.

 

Mánudaginn 26. ágúst n.k. Fer ég aftur til dómara með sama máliði, það er síðasta hálmstráið sem ég hef til að bjarga syni mínum. Þá mun hann að öllum líkindum sviptur sjálfræði í ex mánuði og er þar með án mannlegra réttinda. 'Eg fer því fram á að hann verði tekinn inn á Geðdeild Landspítala háskólasjúkrahús deild 33A og fái þar meðhöndlun og vistun þangað til mér tekst að koma honum í langtíma meðferð. Ég er búin að sækja um að koma honum aftur í Krýsuvík, en þar er víst langur biðlisti, vonandi tekur það samt ekki langan tíma. Vona ég að beiðni mín fái jákvætt svar.

 

Virðingarfyllst Ásthildur Cesil Þórðardóttir.

Tek það fram að þessu bréfi var aldrei svarað.


Umskipti og dimitering.

Í gær urðu vatnaskil í mínu lífi.  Í gær lauk ég við að hreinsa út úr skrifstofunni minni í Áhaldahúsinu á Ísafirði.  Veðrið var eins og í dag, yndislegt sólskyn og hiti.  Það er skrýtið að hætta störfum eftir áratuga starf hjá Ísafjarðarbæ eða frá árinu 1966, og með smáhléum eins og barneignafríum, árs leyfi og smá hléi eftir að börnin fæddust, eða allt þangað til að Bolli Kjartansson bæjarstjóri hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki sjá um skrúðgarða bæjarins.  Þetta vatt upp á sig og svo bættust við svæði sem voru snyrt og lögðu.  Bærinn á þessum tíma var kallaður sóðalegasti bær landsins.  En á síðasta ári var mér sagt að farið væri að kalla hann Túlípanabæinn, það er vegna allra túlípanana sem ég gróðursetti niður með öllu Hafnarstrætinu og vakti landsathygli.

Ég lít yfir bæinn minn með stolti og veit að ég á mikið í því hvað hann er fallegur í dag.  Man næstum hvert svæði fyrir sig og hvað það kostaði að fá að laga það.  Í fyrstu sýndu bæjaryfirvöld sáralítinn áhuga á að fegra og snyrta.  Ég þurfti að skammast, og jafnvel halda yfirmanni tæknideildar í gíslingu einu sinni þegar ég þurfti mold og gröfu frá áhaldahúsi, en þar var ekki hlustað á mig, (í þá daga) Hann var með eitthvað múður, svo ég setti hendurnar fyrir dyrnar og sagði; "Allt í lagi ég stend hér og hreyfi mig ekki fyrr en þú hefur hringt og komið þessu í kring." Hann horfði á mig um stund og lyfti svo heyrnatólinu á símanum og fyrirskipaði að ég ætti að fá það sem ég vildi. 

Smátt og smátt rann upp fyrir þeim blessuðum að ég lét ekki kúga mig, og ég var þarna alveg rétt eins og þeir. 

Það var líka þegar ég hafði plantað stórum reynitrjám í ker á Silfurtorgi, eitt af þeim var dálítið bognari en hin.  Yfirmaður minn þá, annar en sá í fyrra skiptið, var eitthvað að kvarta yfir þessu, og ég sagði honum að þetta væri allt í lagi, tré ættu einfaldlega að hafa karakter fyrst og fremst. Daginn eftir kom ég að Elísi þar sem hann var að rífa upp tréð og skipta því út.  Ég spurði hvað hann væri að gera og hann svaraði að yfirmaður minn hefði beðið sig að gera þetta. 

Satt best að segja var ég rárreið.  Ég fór upp á skrifstofu, þá sat hann inni hjá bæjarstjóranum,(sem þá var) og helti mér yfir hann.  Spurði hvaða vit hann hefði á garðyrkju, og hvort okkar væri garðyrkjustjórinn?  Honum var fátt um svör.  Að lokum æsti ég mig svo mikið að ég barði í borðið hjá bæjarstjóranum svo blöðin fuku út um allt og sagði að ég sætti mig ekki við svona afskipti af málum sem ég hefði best vit á, og strunsaði út.  Hélt satt að segja að uppsagnarbréfið lægi á borðinu mínu daginn eftir.  En það var aldrei minnst á þetta.  Ég er enda álitin hin mesta frekja af mínum yfirmönnum, þó hef ég verið þarna í öll þessi ár.  En það er gott að breyta til, og mér er stórlétt að geta loksins hugað að mínum eigin garði og bera ekki ábyrgð á öllum bænum.  Ég óska þeim bara alls góðs sem taka við.

Það var verst að yfirgefa vinnufélaga mína í Áhaldahúsinu, þeir hafa reynst mér afar vel, og þeir eru bestu vinnufélagar sem ég hef átt gegnum tíðina, var þar í 15 ár. 

  IMG_2394

Hér koma nokkrar túlílpanamyndir.

IMG_2399

Þetta lífgaði mikið upp á bæinn okkar.

IMG_2393

Ég vona innilega að þeir sjái að sér og kaupi aftur túlípana næsta haust.

IMG_2402

Þetta er ekki mikill kostnaður, en sparar mikla vinnu á vorin.

IMG_2403

Ég var satt að segja afar leið og sár í fyrra haust, þegar yfirmenn mínir ákváðu að spara einmitt þennan lið.  En svona er lífið.

Ég er allavega glöð og sátt við mitt nýfengna frelsi og að geta nú loksins átt tímann fyrir mig og mína. Heart Takk strákar mínir fyrir yndislega samveru þessi 15 ár, og ég hætti ekkert að koma í kaffi við og við. Heart Það er gott að eiga góða vinnufélaga.

En í gær var líka einn af þessum dögum, þegar krakkarnir í MÍ dimitera.  Það er föst rútína hjá þeim þau fara um bæinn, byrja eldsnemma og rífa ísfirðingar upp úr rúmunum eldsnemma morguns eða réttara sagt seinnihluta nætur. LoL

Í gær voru það einhvers konar Tigrísdýr sem gerðu innrás í bæinn.  Í fyrra voru það englar.

IMG_1269

Hér slaka þau á sum hver í góðaveðrinu um miðjan dag eftir annasaman morgun.

IMG_1270

Niður í Samkaupum voru nokkrir ungir viðskiptavinir alveg í sjöunda himni.  Mamma mamma ég sá Tuma tígur, hann var hér ég sá hann ég sá hann alveg satt.. Já ég sá hann líka.  Mamma Tumi tígur er til. LoL

IMG_1271

Til hamingju krakkar mínir.  Þið eruð framtíðin.  Wizard

En þá eru það sumarblómin sem bíða. Ég er að rækta þau fyrir fólkið mitt hér á Ísafirði og reyndar víðar, því hingað kemur fólk líka frá suðurfjörðunum.  Alltaf gaman að fá þau í heimsókn um leið og þau koma og versla í Bónus.

Eigið góðan dag. Cool


Tónleikar tónlistaskóla Ísafjarðar.

Ég fór í gær á flotta tónleika hjá lúðrasveit Tónlistaskóla Ísafjarðar.

Dagskráin var hreint út sagt frábær að mínu mati.  Tónleikarnir voru fjórskiptir fyrst kom Skólalúðrasveit Tónlistarskólans.

Þau tóku lögin

Take me on   með A-ha

Baker Street Gerry Rafferty

Beverly Hils  Rivers Cuomo

Don´t Worry, Be Happy  Bobby McFerrin.

IMG_1244

Flottir krakkar og spiluðu hreint ágætlega. Madis er algjör gullmoli og nær mikið út úr krökkunum.

IMG_1245

Síðan kom Miðsveit Tónlistarskólans.

Þau höfðu á sínu prógrammi;

Cleveland Rocks   Ian Hunter.

I Gotta Feeling    Black Eyed Peas.

Hey, Soul Sister   Train.

I´m A Believer  Neil Dimond.

Sem sagt ennþá meira fjör svei mér ef allir voru ekki farnir að dilla sér í kirkjunni.

IMG_1246

Við eigum hér marga framtíðar hljómlistarmenn í báðum þessum hópum.

IMG_1247

Eiginkona og yngsta dóttir Madis tóku þetta báðar upp, sé ekki hvor er áhugasamari.

Næst kom Lúðrasveit Tónlistarskólans.

Þeirra dagskrá var heldur ekki af verri endanum.

Colonel Bogey  K.J. Alford

Stranges in the Night  Bert Kaempfert.

Dóná svo blá  J. Strauss.

Halleluja   Leonhard Choen

Marsbúa Cha-Cha  Magnús Jónsson.

IMG_1249

Flott og skemmtileg dagskrá.

IMG_1251

Ísfirðingar eru mikið tónlistafólk almennt og svona tónleikar eru alltaf vel sóttir, enda erum við alin upp í miklu og góðu tónlistarlífi með tvo tónlistarskóla og margt velmenntað tónlistarfólk og frægt um allan heim sumt.

IMG_1253

En það byrjar allt saman hér í tónlistarskólum bæjarins.

Mugison bættist svo í hópinn og söng fyrir fólkið Haglél og Gúanóstelpan mín með undirleik lúðrasveitarinnar.

IMG_1257

Við mikinn fögnuð áhorfenda.

IMG_1258

Mig langar til Ísafjarðar og þín, elsku Gúanóstelpan mín er sungið af innlifun. 

IMG_1261

Skólastjórinn Sigríður Ragnar gaf Madis blómvönd og þakkaði honum fyrir yndislegt kvöld.

IMG_1262

Eftir tónleikana var svo þátttakendum boðið upp á gos og snakk, til mikillar gleði fyrir börnin.

IMG_1265

Þessi drengur er alveg einstakur ljúflingur.

IMG_1267

Hér eru líka tveir flottir saman.

Kæra Sigíður og allir þátttakendur í þessum tónleikum innilega takk fyrir mig og frábæra kvöldstund með frábæru fólki, með frábæra dagskrá og góða skemmtun. Heart

Það er svo gott að sjá að eitthvað blómstrar allavega á þessum síðustu og verstu tímum, eins og lítið fallegt blóm sem stingur kollinum upp úr moldinni á fyrsta vordegi. 


Til hamingju með daginn Ísaac Logi Díaz.

Flottur strákur á afmæli í dag.

2008.12.28. jóladagur.boð hjá Abrecht056

Algjör sykurmoli.

IMG_6120

Horfa á systir í ballet.

23.8.08 179

Töffari með frænku.

IMG_7332

Með afa, ömmu og Myrnu frænku frá El Salvador.

Innilega til hamingju með afmælið stubburinn frá ömmu og afa í kúlu. Heart

 


Ýmislegt. Tónleikar, sýning, týndir munir, kvikmyndagerð, Blóm og býflugur.

Já allt þetta í einum pistli.

Fyrst ætla ég að segja ykkur sunnlendingum frá tónleikum sem Karlakórinn Ernir flytur í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardag.

viewer

Ég mæli eindregið með þessum tónleikum.  Sérstaklega fyrir Ísfirðinga, af mörgum skemmtilegum lögum taka þeir tvö lög eftir Jónar Tómasson eldri, og nokkur eftir Jón frá Hvanná, m.a. stórskemmtilega útsetningu á Selju litlu, útsetta af Vilberg Viggóssyni.  Þeir fara raunar óhefðbundnar slóðir í bæði lagavali og skemmtanagildi.  Mæli með að þið fjölmennið í Salinn á Laugardaginn og eigið góða skemmtun með skemmtilegasta kór á Íslandi.

Önnur uppákoma sem ég vil nefna er sýning á verkum Einars Þorsteins Ásgeirssonar, þeim mikla andans manni, lífskúnstner og framsýnn. Sýning hans verður líka laugardaginn 7. maí kl. 15. 

Einar er alveg sérstakur maður og alveg ótrúlega flottur listamaður, hefur unnið náið með Ólafi Elíassyni m.a. hannað glerið í Hörpu að miklu leyti með Ólafi. Sýning hans verður opnuð í Hafnarborg, menningar og listamiðstöðvar Hafnafjarðar.  Það verður enginn svikin af að skoða verk Einars, hann hannaði m.a. kúluhúsið mitt og flest kúluhúsin á Íslandi og í Danmörku.

IMG_5897

Hér erum við í heimsókn hjá þeim hjónum í Berlín.  Manuela er líka alveg yndisleg kona og listamaður.

IMG_5907

Hér er hann í vinnustofu sinni.

IMG_5926

Mæli eindregið með þessari sýningu og helst að hitta á Einar, hann er einn af okkar mestu stærðfræðingum. 

IMG_1222

Þetta kvenveski fannst í rútunni eftir skemmtunina í félagsheimilinu í Bolungarvík eftir Aldrei fór ég suður. Sú sem á hana getur nálgast hana hjá mér.  Flott veski sem rútubílstjórinn kom til mín svo ég gæti komið því í réttar hendur.

IMG_1233

Nokkrar stelpur þar af eitt barnabarn Alejandra hafa verið að gera kvikmynd, og svo datt þeim auðvitað í hug að hér væri gott að setja á svið hasar.

IMG_1234

Hér er bófinn illilegur að sjá.

IMG_1238

Kvikmyndatökumaðurinn og löggan á hlaupum.

IMG_1239

Þetta er sko alvöru kvikmyndagerð, og verður spennandi að sjá.

IMG_1241

Fyrir nú utan hvað það er heilbrigt og gaman að gera eitthvað svona saman.

IMG_1223

Og nú er vorið í algleymingi hjá mér.

IMG_1225

Bæði úti og inni, þetta er Páskarósin mín, hún kemur svona blómstrandi undan snjónum á hverju vori. Svo falleg og svo harðgerð.

IMG_1226

Krókusarnir og liljurnar brosa líka svona strax á vorin.

IMG_1228

Töfratréð líka.

IMG_1229

Í gróðurhúsunum bíða blómin eftir að skreyta garða bæjarbúa.

IMG_1230

En þetta er svo sem enginn smávinna.  Sem hefur hvílt mest á Elíasi mínum þetta árið.

IMG_1231

Hænurnar mínar eru líka glaðar við hverja græna tuggu sem þær fá. 

IMG_1243

Svo er komið að hinni árlegu björgunarstarfssemi Ásthildar flugnabjargara, að hjálpa drottningunum upp úr tjörninni.  Heart

Eigið góðan dag.


Hvítabjörn og "Hetjudáð"

Eg er í sjokki yfir drápi á Hvítabirninum á Hornströndum.  Enn einu sinni sína menn villdýrseðli sitt og skjóta, drepa.  Hann er svo hættulegur.... auðvitað gæti hann hafa orðið það, þegar fór að sverfa að og hungrið í mat.  En var ekki hægt að skjóta í hann deyfilyfjum eins og gert er við önnur villt dýr sem flækjast þangað sem þau eiga ekki að vera, og flytja hann til síns heima?  Jú það hefði verið hægt, og menn orðið menn að meiri fyrir vikið. 

Það er eins og hugsunin hafi frekar verið að ná sér í uppstoppað eintak fyrir Reykjavík.  Svo þeir ættu líka einn svoleiðis.  Svei því bara.  Vesalings dýrið að hljóta þessi örlög.  Hafi drápsmennirnir skömm fyrir.  Ég blæs sem sagt á þá afsökun að dýrið hafi verið svo hættulegt að það yrði bara að skjóta það strax. 

 

Önnur villimennska er drápið á Ósama Bin Laden, ef um dráp var að ræða.  Sumir segja að hann sé löngu látinn aðrir að hann lifi enn.  Ekki veit ég hvað er satt í þessu.  En er það tilviljun að þeir "ná að drepa hann" alveg á réttu augnabliki fyrir Obama?  Þegar hann er hræddur um að tapa kosningum og þarf eitthvað kraftaverk til að verða hetja?

Ég segi fyrir mig að ég er full af efasemdum, og held að það sé einmitt rauninn. 

Skrílslæti ameríska pöpulsins eru líka ansi dapurleg.  Ég man eftir að eftir árásina á turnana tvo, var sýnd í sjónvarpinu "fölsuð mynd" sem kom á daginn, dansandi fólk í miðausturlöndum af gleði yfir ódæðinu, og var þar verið að sýna múslimskan skríl, seinna kom í ljós að þetta voru upptökur af einhverjum fagnaði hjá þeim, ómerkileg tilraun til að sýna hve múslismar væru auðvirðilegir.   

Svo hefur aldrei verið sannað eða afsannað hverjir flugu á turnana tvo.  Allt það mál er sérkennilegt og gögnum ber ekki saman.  Sumir ganga svo langt að segja að Bandaríkjamenn hafi sjálfir staðið að þessum hryðjuverkum, eða látið þau afskiptalaus til að fá ástæðu til að ráðast inn í Írak.  Ekki veit ég, en allt kring um þetta mál var skrýtið, og einnig hvernig turnarnir féllu eins og þeir hefðu verið sprengdir neðan frá.  FLugbvélin sem hvarf við Pentagon og svo framvegis, og ekki náðist í forsetan vegna þess að hann var á leið í barnaskóla til að lesa upp fyrir börnin eða eitthvað álíka.  Trúlegt eða hitt þá heldur. 

Bandaríkja menn hafa alltaf litið á sig sem heimslögreglu, þeir hafa stjórnað og komið af stað allskonar stríðum innan ríkja, til að komast til valda.  El Salvador er eitt dæmið um undirferli þeirra, og mörg önnur lönd mið Ameríku.

Þeir eru eina þjóðin sem hefur notað kjarnorkusprengjur á saklausa borgara.  Og þeir hafa ýtt undir og spillt friði allstaðar sem þeir hafa ágirnst auðlindir annara ríkja.  Og þegar reynt er að vekja athygli heimsins á þessu undirferli, taka þeir þann "seka" og setja hann í rammgirt fangelsi í einangrun og jafnvel pynda hann.  Bara fyrir að segja sannleikann. 

Svo þykjist þessi þjóð eða ráðamenn hennar hafa umboð til að hreinsa til hér og þar allt í nafni réttlætis og friðar.  Afsakið en ég er komin með óbragð í munninn.

Skrílslætin sem brutust út þegar þjóðinni var sagt að Ósama væri dauður, er svo ógeðfeld að manni fallast hendur.  Maðurinn er auðvitað búin að gera margt af sér, en ég hef grun um að það sé bara brot af því sem honum er ætlað.  Það hefur auðvitað verð gott fyrir egó hans að segjast hafa sprengt turnana og verða þar með hetja í augum fylgjenda sinna. 

Svo má ekki gleyma að Bandaríkjamann hafa alltaf þurft að hafa óvin til að "veiða" svo fólkið fari nú ekki að kalla eftir betri stjórnarháttum heima fyrir.  Spurning um hvaða óvin þeir draga upp úr hattinum núna?

Ég held að þessi "sigur" Obama verði skammlífur, þegar fólk fer að átta sig á því að þetta var í raun og veru ekkert þrekvirki, að ráðast með hermönnum og þyrlum inn á sofandi mann og vega hann.  Ef það hefur í raun og veru gerst.  Því auðvitað getur þetta allt verið sama tuggann, sviðsett, eins og  sagt hefur verið um Árásina á Pearl Harbour, Tunglferðina, þar sem allar myndirnar voru teknar í stúdíói og þar með falsaðar.  Sérstaklega þegar þau komast að því að umheimurinn deilir ekki þessari "gleði" með þeim og er ekki með sömu skrílslætin, en hefur skömm á þeim. 

Hvað veit ég, ef til vill eru Bandaríkin ekki einu sinni til, bara eitt sem mælir á móti því, ég hef ferðast um í Usu þvers og kruss.  Svo landið er allavega til, en hversu raunverulegt það er þar fyrir utan veit ég ekki. 

Goggikáboy

Hér er forverinn hann drap Saddam Husein, hvernig verður myndin af Obama?


Lokahóf yndisleg páskahelgi.

Jæja þá koma myndir af síðasta kvöldinu okkar um páskahátíðina, lokahóf þátttakenda, og fleira.

IMG_1164

Það var farið með rútu frá menntaskólanum út í Bolungarvík í sund. 

IMG_1165

Klæddar og komnar á ról.... úr sundi.

IMG_1168

Fórum svo í Einarshús og fengum okkur rauðvín og bjór.  Afar notalegur staður og góð þjónusta.

IMG_1169

Við erum búnar að hafa það rosalega notalegt alla páskana, mikið hlegið og margt rifjað upp.

IMG_1170

Hér erum við Eygló rokkari.

IMG_1171

Klukkan sex var svo öllum boðið í mat í nýja félagsheimilinu í Bolungarvík.

IMG_1172

Muggi sjálfur eldaði matinn með félögum sínum í Aldrei fór ég suður hópnum.  Hann tekur sig vel út karlinn svona í kokkafötum.  enda var maturinn afbragðs góður.

IMG_1173

Hér eru svo kynnarnir okkar, það var heljar skemmtun í gangi, þar sem hinir og þessir hljóðfæraleikarar voru kallaðir upp til að syngja og spila.

IMG_1176

Þessi fjögur voru kölluð upp í keppni.  Þekki ekki stelpurnar, en hér til vinstri er Sammi frá Bjargi og hinumegin situr Bjartmar.

IMG_1176

Það er fjör.

IMG_1178

Flottar systur og snemma beygist krókurinn.

IMG_1180

Lagið tekið.

IMG_1184

Mugison og Hugleikur Dagsson, Sammi á trommunum.

IMG_1185

Eygló og Traustur vinur.

IMG_1190

Sætar Rúnarsdætur, spá í spilin.

IMG_1191

Allt á fullu.

IMG_1194

Muggi kokkur og vert með Kristjáni Frey.

IMG_1195

Sjálfboðaliðarnir og hjálparkokkarnir hylltir fyrir vel unninn störf.

IMG_1198

Stuð stuð stuð...

IMG_1200

Og meira stuð.

IMG_1202

Flott saman.

IMG_1203

Og meira gaman.

IMG_1204

Audrey Hepurn?  Nei hún gat ekki sungið svona fallega, enda varð einhver að syngja fyrir hana í My Fair LadyLoL Var það ef til vill Julie Andrews?

IMG_1205

Morgunleikfimin nebb þetta er kvöldleikfimi.

IMG_1207

Og ég þarf ekki að spyrja Vestfirðinga hvað strigabassinn Muggi er að syngja hér....

IMG_1208

Já auðvitað Wonderful world. Heart Eins og honum einum er lagið.

IMG_1215

Við keyptum okkur Aldrei fór ég suður boli, og árituðum það allar til eignar og minninar.

IMG_1213

Gaman að eiga svona minjagrip.

IMG_1216

Svo kom það erfiðasta að segja bless.

IMG_1218

En minningin lifir vel og lengi.

IMG_1221

Svo hittumst við allar aftur fyrr en seinna.

Innilega takk elsku stelpur mínar fyrir yndislega páskahelgi.

Og innilega takk Muggi og hjálparkokkar og allir sem tóku þátt, öll brosin, hrósin, hlý orð og knús og kram. Heart


Saga um útgerðarmanninn.

Ég ætla að setja hér inn smásögu sem ég samdi fyrir nokkrum árum.  Þar sem ég er að taka til í tölvunni minn,  þá kom hún í ljós ásamt nokkrum öðrum.  Hún á bara einhvernveginn svo vel við í dag. 

Framkvæmdastjórinn.   

          Jóel stóð á miðju stofugólfinu og virti hana fyrir sér, eins og hann hefði aldrei séð hana áður.  Horfði á stóra bókaskápinn úr eik, sem hafði verið þarna frá því hann flutti inn, en einhvernveginn sá hann þennan skáp í allt öðru ljósi en fyrr.  Hann lét hugan reika.  Fyrir þrjátíu og fimm árum bráðum upp á dag, hafði hann flutt inn í þetta raðhús með konu sína og börnin.  Þau voru hamingjusöm og allt lét í lyndi.  Hann var í traustri vinnu og konan hans líka, bæði unnu þau hjá því opinbera.  Krakkarnir voru mörg, en þau voru heilbrigð og góð börn,  það kom líka í ljós í fyllingu tímans að þau komu sér vel áfram og urðu dugandi og nýtir þjóðfélagsþegnar, hvers meira getur foreldri mælst. 

  

          Samt var honum þungt niðri fyrir núna, í dag.  Hann hafði svo sem átt gott líf, bestu eiginkona sem nokkur gat hugsað sér, hún hafði staðið við hlið hans alla tíð, síðan þau byrjuðu búskap.  Það hafði ekki alltaf verið auðvelt, það vissi hann manna best sjálfur.  Hann hafði ekki verið sá auðveldasti að búa með, aldrei hafði hún kvartað, æmt né skræmt.  Fyrir það var hann þakklátur.  Hún hafði þann andlega kraft og styrk til að takast á við hvað sem að höndum bæri.  Á því sviði var hún sterkari en hann.  Ásdís hafði oft og mörgum sinnum gefið honum kraft til að halda áfram. 

  

          Hann hafði hætt í hinni stöðnuðu opinberu stöðu sem hann hafði verið í, það átti ekki vel við hann, hann þurfti að takast á við lífið, þurfti spennu og hvatningu.  Hann hafði því farið í útgerð.  Á þeim tíma var útgerðin blómleg atvinnugrein.  Byggðir landsins voru sterkar því mikill afli barst á land og frystihúsin voru undirstaða atvinnulífsins.  Unglingar byrjuðu að vinna í fiski um leið og þau kvöddu skólabekkinn á vorin og þau voru svo sannarlega drifkrafturinn í fiskvinnslunni yfir sumartímann þegar eldri konurnar vildu gjarnan taka sér frí og vera heima.  Svona leið tíminn í ró og friðsæld.  Fólkið vissi ekki í raun og veru hve gott það átti, það var atvinnuöryggi, og kring um frystihúsinn byggðist allskonar þjónusta og svo blómguðust þjónustugreinarnar.  Sumir töluðu um að atvinnulífið væri svolítið einhæft fyrir unga fólkið, en þau voru samt ánægð, því þau fengu nægan pening yfir sumarið til að hafa vasapening og gátu þess vegna gengið menntaveginn, án þess að allt færi á hvolf í efnahag heimilanna.  Svona leið tíminn lengi.  Eða þangað til stjórnvöld fóru að tala um hagræðingu.  Öllu átti að hagræða, og stækka fyrirtæki og græða meira.  Samhliða þvi að vernda fiskinn í sjónum.  Hann hló með sjálfum sér kulda hlátri.  Þvílík hagræðing.  Fyrst kom tilskipun um að það þyrfti að fækka veiðiskipunum.  Þar byrjaði fyrsta sorteringin.  Svo var nokkrum fáum útvöldum færður kvótinn.  Þegar svo bankarnir voru farnir að óttast um lánshæfi útgerðarfyrirtækja, þá var ákveðið að þessir menn hefðu eignarrétt á kvótanum og gætu ráðstafað honum að vild.  Smátt og smátt fór svo að bera á því að sá fiskur sem mátti koma á land í bænum fór minnkandi, það voru aðrir utanaðkomandi sem höfðu umráð yfir honum.  Þegar menn fóru að vara við þessum aðstæðum var talað um svartagallsraus, þetta væri spor í rétta átt.  Þetta væri fórnarkostnaður við hagræðinguna.  

           Hagræðingin hélt svo áfram og áfram, uns svo var komið hér að öll frystihús voru hætt starfssemi, og eftir voru bara nokkrir smábátasjómenn, sem voru að fiska og selja aflann, sumir verkuðu hann sjálfir í saltfisk eða seldu hann á fiskmörkuðum.  Þá fóru vélsmiðjurnar að hætta ein af annari, því verkefnin minnkuðu verulega hjá þeim.  Svo voru sífellt fleiri sem hættu starfssemi, þá fór að renna tvær grímur á heimamenn.  Getur það verið rétt að þetta sé sú hagræðin sem að var stefnt. Já sögðu stjórnvöld.  Þetta er það eina rétta.     

          Jóel settist niður í brúnan leðursófann, hann hafði aldrei sest í hann fyrr, skrýtið, þetta var sófinn hans og hann hafði aldrei sest í hann fyrr.  Hann settist alltaf í  loverboy stólinn sem hann hafði fengið þegar hann varð fertugur, þar á undan hafði hann átt gamlan slitin stól, sem enginn sat í nema hann sjálfur. Svona var þetta, maður átti sitt athvarf, og þó maður hugsaði aldrei um það, þá varð þetta að vana og enginn breytti út af því.  Sófinn var ekkert þægilegur fannst honum, hann stóð upp og gekk út að glugganum, og leit út.  Þetta umhverfi, hann horfði á það eins og hann hefði aldrei séð það fyrr.  Þó hafði hann oft staðið við gluggan og horft út.  Hann hafði verið að fylgjast með skipunum koma og fara, og umferðinni, jafnvel Jóni í næsta húsi dunda með konunni í garðinum sínum. 

  

          Hann hafði sjálfur aldrei farið út í garð með sinni konu, það var eitt af því sem hún þurfti að sjá um sjálf.  Núna leit hann yfir þetta útsýni eins og hann væri að sjá það í fyrsta og síðasta sinn.   Síðan gekk hann að stólnum sem hann var vanur að sitja í.  Stóllinn var orðin mótaður af útlínum líkama hans, hann smellpassaði í hann, stólinn snéri beint að sjónvarpinu, því kvöldin notaði hann alltaf til að fylgjast með fréttum og síðan að horfa á sjónvarpið, það er að segja þegar hann hafði ekki þurft að fara á fundi, eða redda einhverju fyrir útgerðina.  Undanfarna mánuði hafði hann ekki haft mikinn tíma til að sitja í stólnum góða.  Hann var á sífelldum ferðalögum fram og til baka, og þegar hann hafði haft tíma, var hann svo eirðarlaus að hann hafði ekki eirð til að sitja í stólnum.  Í dag hafði hann nægan tíma, þetta var allt búið.  Hann leit einu sinni enn yfir stofuna sína.  Á morgun þyrfti hann að fara að huga að þvi að pakka niður.  Finna annan samastað.  Hann vissi ekki ennþá hvar eða hvenær.  Hann vissi bara að barátta hans  var  búin,  kerfið og skuldirnar höfðu sigrað, hann var eignalaus maður, í dag hafði höfðu komið ókunnugir menn inn í þessa stofu og boðið upp húsið hans.  Bankastjórinn var þarna líka og bankanum var slegið húsið á smánarverði.  Búið og gert,  margra ára vinna og streð horfið.  En samt var hann ríkur, hann átti það sem ekki yrði tekið frá honum. Yndislega konu sem stóð með honum alltaf, góð börn, tengdabörn og barnabörn, sem elskuðu hann.  Hann vissi að næstu vikur og mánuðir yrðu erfiðir, það er erfitt að horfast framan í félaga og samferðamenn, þola hluttekningu, samúð og jafnvel illgirni.  En hann vissi að það fennti í förin og hann myndi ná sér á strik aftur, ennþá hafði hann fulla starfsorku, og hann hafði bæði þrek og þor til að horfast í augu við staðreyndir.  Það var bara í dag, sem hann leyfði sér að hugsa svona.  Á morgun yrði kominn nýr dagur og nýr áfangi.  Kannski var rétt að byrja að lesa íbúðarauglýsingarnar hugsaði hann kalt og glotti við tönn.

PIC00005  Eigið góðan dag. Heart

Pistill skrifaður fyrir ári síðan og enn í fullu gildi.

 

Ég er nú farin að óttast að okkar æðstu ráðamenn skilji ekki útlensku, eða kunni ekki á erlenda ráðamenn. Ef til vill eru þeir eins og börnin innan um fullorðna fólkið kunna ekki leikinn.

 

Til dæmis þegar Svavar fór út og kom með þennan líka glæsilega samning heim úr þeirri för, sem kom svo á daginn að var mesta hörmung sem hægt var að bjóða okkur upp á.

 

Eða þegar Jóhanna sagði okkur að bara það eitt að sækja um aðild að ESB myndi færa okkur allskonar bjargræði og vináttu. Ekkert hefur borið á slíku ennþá a.m.k.

 

Það er líka dálítið nöturlegt að um leið og utanríkisráðherra BNA skammar Kandamenn fyrir að leyfa íslendingum ekki að taka þátt í ráðstefnu um sjávarútvegsmál NorðurAtlandshafsins, skammar Össur forstöðumann bandaríska sendiráðsins í Reykjavík fyrir að leka trúnaðarskýrslum um sjálfan sig og aðra.

 

Og það má benda á að það er enginn sendiherra frá Bandaríkjunum á Íslandi, vegna þess að m.a. Össur klúðraði þar málum, ásamt forsetanum, svo ekki hefur gróið um heilt. Og menn virðast ekki hafa neinar áhyggjur af því.

 

 

Ég óttast að það fólk sem við höfum ráðið tímabundið til að sjá um okkar hag í þessu landi, ráði ekki við verkefnin. Þau virðast ekki skilja hvernig svona hlutir fara fram, og verða því sífell sjálfum sér og okkur til minnkunnar.

 

 

Á meðan landið brennur, eru ráðamenn að leika sér með allt önnur málefni en þau sem brenna mest á þjóðinni. Mjög margir hafa bent á þessa, meira að segja í gær Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands, þar áður Samtök Atvinnulífsins, þó segja megi að þeim gangi ekkert gott til og vinni fyrir L.Í.Ú fyrst og fremst. Þá eru þetta samt sem áður aðfinnslur sem taka ber alvarlega. Það hafa margir bent á að við erum á röngu róli við uppbyggingu atvinnulífsins. Í stað þess að ýta undir atvinnurekstur, smáiðnað og virkja almenning, eru settir á skattar og skyldur sem gera fólki nánast ókleyft að hreyfa sig, þó það hafi góðar hugmyndir og vilja. Allt er lamað niður og njörvað, svo enginn getur hreyft sig.

 

Það var alltaf talað um að vinstri menn væru einmitt svona, en ég hallaðist að því að trúa ekki slíkum sögum, svo reynist hvert orð vera satt.

 

Í stað þess að leggja sig í líma við að ýta hjólum atvinnulífsins í gang, sitja þau og rífast um ketti, Kassöndrur og keisara. Svo er ráðist í að byggja hátæknisjúkrahús, meðan verið er að loka sjúkradeildum og segja upp fólki, byggja tónlistahöll og auka styrki til listamanna, um leið og kvikmyndagerð er skorin niður við trog.

 

 

Almenningur er ekki vitlaus. Við bíðum eftir lausnum, við tókum af skarið með þennan arfavitlausa Icesavesamning, og nú bíðum við eftir að ráðamenn komi með lausnir sem gagnast okkur í endurreisn. Eitthvað haldfast sem hægt er að taka á og byrja að byggja upp á nýtt.

 


 

En fólkið bíður ekki lengi enn, áttið ykkur á því. Þið eruð að brenna út á tíma. Það eina sem núverandi ríkisstjórn hengir sig á í dag er að fólki vill ennþá síður þá sem bíða fyrir utan og vilja endilega sprengja ríkisstjórnina til að komast sjálfir að.

 

 

Þið ráðið ekki neitt við neitt, viðurkennið það bara og farið bónferð til Bessastaðabóndans, biðjið hann um að skipa utanþingsstjórn til að stjórna landinu meðan þið endurskipuleggið ykkur og veitið nýju fólki aðganginn, stigið sjálf til hliðar og sýnið okkur þá kurteisi að fara frá.

 

Ef eitthvað væri verra en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn þá er það Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn. Málið er að við vitum alveg hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir, þ.e. sá hluti hans sem er í meirihluta(frjálshyggjuarmurinn), en Samfylkingin er sundurlaus höfuðlaus her sem ekki er hægt að treysta fram fyrir næsta horn.

 

Ég held að ef allt væri tekið saman, þá bæri, það sem nú kallast órólega deildin í Vinstri Grænum mesta traust fólksins í landinu.

 

Við viljum sjá aðgerðir en ekki endalausar upphrópanir um að þetta sé svo gott og flott og nú sé þetta að koma. Bíðandi eftir úrlausnum frá AGS og helst ESB. Það er bara þannig að það hleypur enginn upp til handa og fóta að bjarga okkur, nema við sjálf.

 

 

Ég heyrði talað um að á næsta ári myndi skella yfir önnur heimskreppa verri en sú síðasta. Ef svo er, þá verð ég að segja að af flestum þeim löndum sem ég þekki til, þá myndum við komast best af úr slíku.

 

Við höfum nefnilega allt sem til þarf, ef við álpumst ekki til að afhenda erlendum auðkýfingum og ríkjum auðlindirnar okkar.

 

Við eigum fisk sem er bæði okkur sjálfum nægur og til útflutnings, við eigum matarkistu sem eru þau húsdýr og villt dýr sem við getum í okkur látið. Við eigum ávexti eins og krækiber, bláber og aðalbláber, hrútaber og jarðaber. Við eigum allskonar jurtir til átu og lækninga,Við eigum jarðhita og getum sennilega framleitt alla ávexti sem við þurfum á að halda og grænmeti. Við eigum hreint kalt vatn. Og nægilega vatnsorku til rafmagnsframleiðslu, m.a. bráðlega orku sem unninn verður úr hafstraumum. Auðævi sem felast í fólkinu sem hér býr og þekkingunni sem er til staðar.

 

Svona mætti lengi telja, því má segja að ef við verðum einangruð frá umheiminum, getum við lifað af með því sem við höfum. Ég segi við gætum lifað af, því við höfum allt til alls. Það er miklu meira en aðrar þjóðir geta sagt.

 

 

Ef til vill verður framtíðin þannig að hver verði sjálfum sér næstur. Þeir sem lifa nægjusamlegu lífi komast á endanum betur af en hinir sem bruðla með allt.

 

Það sést sennilega best á því að við hér á Vestfjörðum erum nú hvað best stödd, minnsta atvinnuleysi, minnst fækkun og svo framvegis, af því að við höfum þurft að ganga þennan kreppuveg síðastliðin 20 ár, eða frá því að fiskurinn auðlindin sem Vestfirðir byggðust upp á, var tekin frá okkur og við höfum þurft að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum. Ég er líka viss um að þegar þeirri auðlind verður skilað til baka, sem verður fljótlega hef ég grun um, þá mun þetta svæði blómstra á ný.

 

Þeir sem hræðast einangrun ættu að heimsækja sveitabæi sem eru langt frá öðrum byggðum. Þar er hreinlega tekið á því að komast ekki frá bæ langa harða óveðursdaga.

 

Ef til vill erum við að fara til baka til fortíðar, það þarf alls ekki að vera slæmt, það er hvernig við tökum á lífinu sem skiptir máli en ekki hvað við missum.

 

Ótrúlegt en þessi pistill er ársgamall, og stendur ennþá eins og hann hafi verið skrifaður í gær... eða þannig.

221893_104726886283017_100002371184881_46508_2556244_n

Leikhús, ekki samt þetta við Austurvöll, heldur vestur á Ísafirði. Cool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband